Er ég að verða gamall eða hvað = OLD FART
Ég las grein í mótorhjólablaði einu nú fyrir ekki löngu og þar sem mér fannst hún alveg frábær þá setti ég hana niður á blað (þarf ekki mikið til að gleðja mig !!) En hún hefst með orðunum: Ég mun segja þér þegar þú ert orðin staðnað tuðandi gamalmenni= Old fart. Hver eru einkenni þessa sjúkdóms? Já áður en lengra er haldið þá er hann nær ólæknandi !! Fyrstu einkennin eru (sem þú tekur ekki eftir sjálfur) að þú ferð að gera athugasemdir við mótorhjól annarra manna og bendir á eitthvað og segir: Þetta er ekki orginal. Næstu einkenni eru að þú ferð að skoða hvort mótor og stell númer séu rétt án þess að vera beðin um það. Svo smátt og smátt eykst þetta og einn daginn sérð þú gamalt hjól sem er langt frá því að vera orginal og það situr ungur maður á því og þú segir USS upphátt, án þess að hafa verið spurður um álit. Þú ferð að tala um það við alla sem ekki vilja hlusta um hvaða bull þetta sé að breyta góðum orginal hjólum í eitthvað sem heitir: Bobber, Cafe Racer, Chopper, Street tracker og þar með eyðileggja þau og segir án þess að vera spurður: Þetta er sko alveg hræðilegt ! Dagarnir líða og hvað næst: Jú þú sérð ungan mann á virkilega flottu gömlu orginal mótorhjóli og segir án þess að vera spurður: Hvað er að gerast í þessum heimi, einhver krakki á þessu flotta hjóli ! Sérfræðingar munu segja þér að þessi einkenni séu nokkuð eðlileg hjá leiðinda gamalmennum því æðar séu að kalka og þrengjast og þar með hægir á blóðflæði til heilans, en þú segir hvað vita þessi vitlausu sérfræðingar ég er enn orginal !. En þessi sjúkdómur læðist hægt og hægt að sumum án þess að viðkomandi verði þess var, en aðrir verða sko varir við það, sem sagt þú þessi gamli ert að breytast hægt og hægt í óþolandi tuðandi gamalmenni sem þolir ekkert nýtt. Í þessari góðu grein er sagt að Old Fart einkennin hafi eyðilagt meira í mótorhjólaiðnaðinum en nær nokkuð annað, já nær lagt hann í rúst oftar en einu sinni, já við sjáum fyrir okkur bresku mótorhjólaverksmiðjurnar sem dóu hver á fætur annarri á ekki mörgum árum vegna staðnaðra OLD FARTS sem ekki hlustuðu á þá yngri með nýjar ferskar hugmyndir. Hvar fæðast flestar raunverulegar hugmyndir um hvernig mótorhjól eigi að líta út og virka, jú á götunni og hjá þeim sem nota þau og þá aðallega hjá yngri eigendum og notendum. Sjáum bara Harley komnir með tvö ný hjól fyrir árið 2014 bæði vatnskæld og eru 500cc og 750cc, það voru ekki Old farts sem báðu um þessi hjól í könnunum, nei það var ungdómurinn. Gömlu tuðboxin eru búnir gleyma þremur megin atriðum notkunar mótorhjóla þegar þeir voru ungir: Hafa gaman að þessu-vera flottur-og já fá það !! Nei gömlu rekavið-tuðmennirnir tala bara um þessa gömlu góðu daga og einhver mótorhjól sem engin man eftir, jú nema sannar sögur! um olíuleka, bremsuleysi, lélega fjöðrun og svo einhvern ógnarhraða sem kallaðist Tonnið= 100 m.p.h. Það er sagt að ekkert ógni meira uppgerð og þar með sögu gamalla hjóla meira en Old farts. Jú þeir vilja bara allt orginal= olíuleka, bremsuleysi, lélega fjöðrun og ég tala nú ekki um t.d. frábær rafkerfi frá Lucas (prins of darkness), Amal blöndunga (stilla forever), lélega bolta og rær, allt verður að vera orginal og já eflaust líka loftið í hjólbörðum !! Hvernig þekkjum við þessi gömlu hró ja t.d. á mótorhjóla-sýningum eldri hjóla: Jú þeir sjást strax því þeir ganga tuðandi um og benda á allt sem þeir telja ekki orginal og segja USS USS USS, labba um með skeifu á vör og tala um þetta unga lið í þessum skrýtnu fötum, með tattoo fram á fingurgóma, en dauðöfunda þá í raun af því að þeir eiga þetta allt eftir og geta fengið sér á oddinn oft í viku. Þessir gömlu garmar telja að aðeins hjólin þeirra og þeirra tónlist sé það eina rétta og hvað þessir ungu eigendur YamKawHonsúkki hrísgrjónabrennara séu að reyna að sýnast USS USS. Þessir Old farts segja: Ég myndi sko aldrei selja Nortoninn minn til einhvers af þessum bólugröfnu unglingum nei kemur sko ekki til greina! Þeir myndu bara eyðileggja þennan dýrgrip með electrónískri kveikju, betri bremsum og já guð hjálpi mér setja riðfría sexkanta bolta í mótor í stað ónýtra stjörnuskrúfa. Það skrýtna er að konur virðast nær alveg vera lausar við Old Fart sjúkdóminn og það má þakka fyrir það og þessir gömlu skarfar láta þær yngri alvega vera því þeir eru of uppteknir við að horfa á þær og upplifa gamla tíma. En það er von fyrir okkur alla því að Old Farts sjúkdómurinn er ekki ættgengur og alls ekki smitandi og það sést á mjög mörgum mótorhjólum eldri manna sem hika ekki við að betrumbæta allt sem illa var gert í upphafi, þeir lifa lífinu eins og þessir yngri, eru ófeimnir við að breyta í bobbera, cafe racera, choppera og gera það sem þeim langar við sitt hjól, jú af hverju ? þeir eiga það og mega og geta það, þeir nota hjólin sín, selja hjólin sín á sanngjörnu verði og ekki einhverjum Old fart á uppsprengdu verði til að ORGINALA og geyma svo falið í einhverjum skúr og aðeins sýnd á einhverjum sýningum þar það sem sést í mílu fjarlægð að þau eru aldrei notuð, uss það er eins og að eiga gullfallega konu og sofa aldrei hjá henni. En það skrýtna er að þessir ungu mótorhjólaeigendur bera oftast virðingu fyrir bæði Old farts og hinum þessum venjulegu gömlu hressu, því þeir læra af þeim og þá vonandi gera ekki sömu mistökin þegar þeir verða eldri og geri sem flestum kleyft að kaupa gömul mótorhjól á sanngjörnu verði og þar með viðhalda sögunni á réttan máta, því þeir ungu munu erfa heiminn. Lengi lifi saga gamalla mótorhjóla.
Stolið og stílfært úr mótorhjólablaði:
Óli ekki orginal bruni