Friday, 16 May 2014 20:50

#24 - Meira BRESKT er BEST

Breskt er best, ekki spurning og þá erum við að tala um eitt af því besta frá Englandi: Triumph Trident T160 módel 1975 - The British Superbike

 

Við byrjum þetta á því að segja: Það er ekkert í heiminum eins og að aka Triumph  Trident Triple= Þrír strokkar sem sagan segir okkur að hafi tekið t.d. Hondu CB 750 í nefið í hraða og aksturseiginleikum en það er nú allt önnur saga. Saga þessa flotta breta hefst fljótlega uppúr 1960 þar sem hönnuðir Triumph þeir Bert Hopwood og Doug Hele héldu áfram að reyna þróa og hanna mótorhjól sem myndi tryggja framtíð breska mótorhjólaiðnaðarins. Fyrsta þriggja strokka vélin var með sömu borvídd og slaglengd og gamli 500cc speed twininn  (63X80mm), bara aðeins einum strokk bætt við. Cylinder (strokkhús maður verður að íslenska þetta !!) var úr stáli og drifbúnaður frá sveifarás að kúplingu/gírkassa voru þrjú tannhjól. Uppgefið afl í þessum mótor var um 59 hestar við 8000 snúninga. Þessi nýi mótor reyndist strax miklu þýðari en sá gamli tveggja strokka og já gaf meira afl. Því var þróun haldið áfram og næsta skref var að skrúfa saman þrjá þekkta hluti úr framleiðslu Triumph og þar höfum við mótor sem var 76mmX70mm. Svo þetta var í raun ekkert nýtt heldur að nota ætti það sem þegar var búið að hanna og nota (gamlir karlar að spara svo eigendur græddu meira). En hvenær var þessi nýja græja kynnt til sögunnar jú árið 1968 þegar bæði Triumph Trident T-150 og BSA Rocket Three voru kynnt til sögunnar, í raun svipuð hjól en samt ekki. Útliti hjólanna var ekki fagnað og þá sérstaklega ekki í USA og fljótlega var ákveðið að skipta um t.d. bensíntanka o.fl. fyrir USA markaðinn. En nær strax urðu þessi hjól meira en fræg á kappakstursbrautum heimsins skildu nær allt annað eftir í ryk/olíumekki, þ.e.a.s. þau sem náðu að klára viðkomandi kappakstur. T.d. vann þessi þriggja strokka breti fimm ( 5 ) T T kappastra í röð og þar varð frægastur hinn mikið þekkti Slippery Sam. Skoðum aðeins nafnið Slippery Sam áður en lengra er haldið: Nafnið er komið frá því að þessi hjól láku aðeins olíu, ja bara svipað og fyrstu Sand kast Hondu mótorarnir gerðu, ja allavega í kappakstri !! Þróun þessa þriggja strokka hjóls átti að halda áfram og næsti mótor átti að vera 830cc, en ekkert varð úr því, vegna stöðugra verkfalla og annars, en þó eflaust aðallega vegna tilveru úff verð að skrifa þetta Hondu CB 750 og svo Kawasaki Z1. Og í raun var það kraftaverk að síðasta týpa Trident hjólsins yrði að veruleika með tilkomu T-160 hjólsins sem leit út miklu nær BSA Rocket Three hjólinu, þ.e. mótor hallaði fram, einnig hafði mótor verið hækkaður í grind, hjólið var lengra í heildarlengd, komnar voru diskabremsur framan og aftan, já haldið ykkur komin var rafmagnsstartari sem virkaði (annað en á Norton Commando). Þessi síðasta tilraun Triumph með að framleiða alvöru „súperbæk“ kom allt of seint, en ekki má taka það frá þessu hjóli að það var með miklu betri akstureiginleika en hin tvö þekktu „súperbæke“ frá Japan CBinn og Z1. Þetta var að þakka góðri grind, mótor sat hátt í grindinni og lengd hjólsins. Sagan segir að gerðar hafi verið um tuttugu breytingar á T-160 frá eldri gerð hjólsins þ.e.a.s. T-150 hjólinu og svo aðalbreytingin að gírskipting fimm gíra kassans var færð á vinstri hlið að kröfum USA markaðarins og nú var T-160 hjólið komið með skiptinguna vitlausu megin !! En smá galli fylgdi einnig þessum breytingum, hjólið varð þó nokkrum kílóum þyngra eða heilum 40 lbs. Sætishæð varð nokkuð hærri. Svo auðvitað fyrir þessar grænu kerl%&ar lokaðra púst sem og lofthreinsari. En útlit hjólsins var til mjög mikils batnaðar og það er það sem oftast selur. Hjólið virkar stórt fyrir nær alla sem setjast á það, en virkilega gott tog er sagt (Norton Commando togar miklu betur !) og aflið en nokkuð gott miðað T-150 sem var þó aflmeira, en lítið mál að laga það með því að skipta um púst og lofthreinsara. Bensíntankur var til í tveimur stærðum fyrir þ.e. minni fyrir USA og stærri fyrir England. Hægt var að velja um a.m.k tvo liti gulur/hvítur og svona rauður/hvítur. En þetta virkilega skemmtilega hjól kom nokkrum árum of seint, miðað við hvað var boðið uppá á sama tíma eins og eina alvöru súperbæk heimsins Kawasaki Z1 og svo auðvitað Hondu CB 750 sem var orðin frekar þreytt á þessum tíma miðað við a.m.k. Kawann en ljósárum enn á undan Trident T-160, því bretinn hélt sér en við t.d. undirlyftustangir ja eins og Harley gerir enn. Þeir sem ekki hafa heyrt í Trident á fullum snúning með rétta hljóðkúta hafa ekki heyrt í mótorhjóli !!! Því má bæta við að saga þessara hjóla hélt áfram þ.e.a.s. bæði T-150 og T-160 því fyrrum starfsmaður Triumph verksmiðjunnar stofnaði fyrirtæki í sínu nafni L.P.Williams og viðhélt sögu hjólanna með smíði m.a. hins þekkta hjóls Triumph Trident Legend og voru smíðuð um sextíu hjól af þeirri týpu úr T-160 hjólinu, eitt þeirra er til hér landi og er nr. 9, er í dag í eigu mótorhjólasafns Akureyrar og ég átti það um tíma og kom því í það ástand/útlit sem það er í dag, en það var maður að nafni Palli sem flutti það inn frá Englandi og þá var hjólið svona mosagrænt og þar sem engin skráning var haldin hjá L.P. Williams um liti þessara 60 hjóla, þá ákvað ég að láta mála það í Ferrari rauðu. Nokkrir T-160 eru til hér á landi sem og T-150 og Hjörtur Jónasson skipstjóri með meiru á báðar týpurnar, því eins og sagt var í upphafi: Breskt er best.

Stolið og stílfært Óli bruni.

Read 1777 times Last modified on Friday, 16 May 2014 20:56