Honda VTX 1800C
krúser með stóru K i sem notið hefur mikilla vinsælda hér á landi sem og annars staðar, já gömul grein en miðað við lestur um nýrri VTXa þá hafa ekki orðið gríðarlegar miklar breytingar í gegnum tíðina. Það kemur bara önnur grein seinna um eitthvað nýrra. Þegar menn sem og konur leita sér að alvöru krúser þá kemur margt til greina, því mikið framboð er af hinum ýmsu hjólategundum, þ.e. í krúser stílnum jafnvel Ducati skellti sér í þann slag með Diavel hjólinu sem nýlega var fjallað um. En snúum okkur að Hondunni sem er hjól með V 2 mótor og stærð mótors er sagður 1795cc og á tímabíli var VTXinn sagður með stærsta fjöldaframleidda mótorinn í krúser flokknum. Honda var lengi að ákveða sig að skella sér í hóp stóru strákanna í krúserdeildinni, en sagan segir að það hafi tekið Hondu um fimm ár að hanna hjólið áður en það var sett á markað, góðir hlutir gerast hægt segja Kawasaki menn. VTXinn er nú kannski nær V-Max eða jafnvel V-Rod, en það er alltaf erfitt að setja viss mótorhjól í flokka. En þessi stóri mótor 1795cc kom strax með beina innspýtingu. Hestöfl eru gefin upp 88.9 miðað við 5250 snúninga og togið er sko ekkert smá 100.3 footpounds á 3000 snúningum, bara hægt að draga heilan her af Harley á verkstæði (uss ekkert svona bull). VTXinn sýnir sig líka hressilega á ¼ mílunni og er þar hraðari en flestir krúserar fer þetta á 12.3 sekúndum og endahraði er 105.5 mílur, eina hjólið sem eitthvað klórar í bakkann í krúserdeildinni er önnur Honda Valkyrjan sex strokka sem fer þetta á 12.13 sekúndum og endahraði er 107.0, reyndar tekur V-Maxinn þetta með stæl og skilur þessar Hondur eftir í reykmekki en Maxinn fer þetta á 10.87 og endahraði er 124 mílur, en Maxinn er líka V 4. Svo er eitthvað talað um Harley FXDX sem fer þetta á 13.62 og endahraði er 92.6 mílur (öruggt að Húni færi þetta miklu hraðar). Skemmtilegur samanburður en eru menn og konur sem kaupa sér VTXinn nokkuð að hugsa um hraðakstur eða ¼ míluna ??!!. En við lestur um VTXinn þá kemur hann prufuökumönnum hressilega á óvart þá sérstaklega þetta ótrúlega tog sem hreinlega reynir hressilega á handleggs og hálsvöðvar þegar gefið er hressilega í. Eins og áður er getið þá er mótor engin smásmíði, hver stimpill er 101mm í þvermál og slaglengd er 112mm, en þrátt fyrir þessa sleggju í hjólinu er það sagt þýðgengt og titringur sagður lítill uppí stýri eða fótstig, þetta er að þakka tveimur Counterbalenserum, sem og fjórum mótorpúðum. Það er jafnvel hægt að sjá úr speglum hvað er fyrir aftan hjólið í hægangi. Beina innspýtingin virkar mjög vel ekkert hik. Miðað við allar þessar kröfur frá grænu kerl%&/&%um þá heyrist vel í hjólinu þetta fallega V 2 hljóð, sem er eitt fallegasta mótorhljóð sem til er, nema kannski Big blokk Mopar !! Hægt er að snúa mótor í 6000 snúninga áður en útsláttur kemur inn. Gírkassi er fimm gíra og með góðum hlutföllum og lekur bara í gírana, jafnvel þegar mikið liggur við. Útlit hjólsins hrífur flesta í krúserflokknum og er með því nútímalegra. Prufuökumenn segja að það sé aldrei leiðinlegt að aka hjólinu jafnvel á löngum beinum köflum. Áseta er sögð góð og sætishæð er 27.3 tommur. Reyndar eins og flest mótorhjól í þessum krúser flokki þá ertu ekki lengi að reka eitthvað niður ef beygjur eru teknar hressilega. Fjöðrun er sögð nokkuð góð og ekki of mjúk, sem oft fylgir krúserum, að framan eru öfugir demparar Upsidedown og tveir utanáliggjandi að aftan, hægt er að stilla fjöðrun eitthvað t.d. að aftan eru fimm stillimöguleikar. Sagt er að hjólið geti aðeins hrist hausinn ef hressilega er tekið á því útúr beygjum sem og að lenda í stærri holum í malbiki, höfum ekki áhyggjur af svoleiðis hér á landi frekar svona bleikum götum !! En ekki má gleyma þyngd hjólsins sem vigtar lítil 756 pund. Þrátt fyrir þyngd sína er VTXinn frekar léttur í meðförum og alltaf í gang í fyrsta starti, líður áfram án átaka hvort sem ekið er í gegnum beygjur eða á beinu krúsi. Aðeins talað um að menn verði þreyttir í öxlum á lengri vegalengdum þá vegna stýris, en það má nú alltaf skipta um svoleiðis smádót. Eyðsla er sögð frekar lítil miðað við þyngd hjólsins og stærð mótor, fer með 4 lítra á 45 mílum. Eins og alltaf hjá Honda er frágangur lýtalaus en mælaborð sagt frekar ljótt, en allt er þetta smekkur manna. Hægt að lesa miklu meira um þennan krúser/brúser á netinu.
Stolið og stílfært af netinu.
Óli bruni