Dyna Low Rider Harley Davidson fyrir menn sem vita hvað mótorhjól er:
Harley Davidson Low Rider, mótorhjól ber höfuð og herðar yfir t.d. Súkku eða ég tala nú ekki um Hondu og er með því besta frá Harley hvað aksturseiginleika varðar, þ.e.a.s. Dyna grindin sem er beint framhald gömlu FXR grindarinnar, en þá grind töldu gamlir Harley aðdáendur þá bestu sem komið hefur frá Harley frá upphafi vega.
Dyna grindin og hjólið var kynnt til sögunnar árið 1991 en þá kom á götuna FXDB (öll Harley hjól eru auðkennd með bókstöfum) Sturgis hjólið í frekar fáum eintökum. En mótor þessa hjóls má eins og mótorar í öðrum Harley hjólum má rekja aftur til ársins 1909 þegar fyrstu V 2 vélar Harley komu til sögunnar og engin lygi að litlar breytingar hafa orðið frá þeim tíma, þar má nefna Knuckle, Panhead, Showl og Evoinn og nú í dag Twin cam (uss já svo þetta vatnskælda dót).
Nýja Dyna hjólið var með mótorpúðum og talið betra varðandi titring heldur en gamli FXinn. Dyna hjólið er hugsað og hannað með þá í huga sem vilja Harley með góða aksturseiginleika en ekki bara „krúser“ með útvarpi, hita í öllu sem ökumaður snertir, sjálfrennireiðsstillingu (cruise control) o.fl. óþarfa dót.
Þróun Dyna hjólsins hefur haldið áfram til dagsins í dag og það hafa verið þó nokkrar útgáfur af þessu skemmtilega hjóli og þá aðallega hvað útlit varðar, misbreitt á milli framgaffla þ.e. Dyna Wide Glide o.fl. Eins og áður sagt „höndlar“ hjólið vel og er heppilegt í flest, jafnvel í að hreinsa götur í útlandinu segir sagan, en það er nú allt önnur saga sem Húni félagi vor getur miklu betur sagt frá.
Dyna hjólið er lágt í ásetu og heppilegt fyrir menn með stuttar lappir, nema þegar það er keypt með „forward controls“ þ.e. fótpedalar staðsettir framarlega.
Árið 2006 þá var Dyna hjólið kynnt með nýjum sex gíra gírkassa já fyrsti Harleyinn með þann gírkassa og 96 c.inc (1584 CC) mótor, þ.e. semsagt 2007 árgerðin. Allir hafa heyrt sögur um olíuleka Harley, þeir hafi titrað eins og meri í nágrenni við graðhest, það væri svipaður gírkassi í Harley og ónefndum traktor og láttu þig ekki dreyma um að halla hjólinu inní beygju. Hugsanlega var allt framangreint ekki langt frá sannleikanum, sérstaklega þegar AMF átti og rak Harley Davidson verksmiðjurnar. En í kringum 1983 kemur svo Evo vélin á markað og var algjör bylting varðandi áræðanleika. Einnig komu mótorpúðar til sögunnar og ekki leið á löngu þangað til hjólin komu með 5 gír gírkassa og þar með lækkaði snúningshraði mótors, reyndar alltaf verið frekar lár miðað við önnur mótorhjól, en góðir hlutir gerast hægt. Harley tók líka uppá því að fara nota drifbelti í stað keðju og allt það sull og viðhald sem fylgir drifkeðjum. Bremsubúnaður hefur batnað með hverju árinu og ekki veitti af miðað við þyngd flestra Harley hjóla, reyndar er ekki langt síðan að Hr. Harley vissi hægt væri að nota ABS í mótorhjól.
En snúum okkur aftur að Dýnunni (sumir óku um á teppum í gamla daga), en árið 1999 kom hjólið með nýja vél svokallaða Twin Cam og enn varð mikil framför, því nýi mótorinn var talin mikil framför, þá sérstaklega allt smurningskerfi mótors. Fjöðrun Dýnunnar er eins og á Touring hjólunum þ.e. tveir utanályggjandi demparar, ekki eins og á Softail þar sem fjöðrun er í raun falin.
Dýnann er með elstu módelum Harley og hefur haldið miklum vinsældum sínum frá upphafi og þá aðallega hjá minni/lágvöxnum karlmönnum og kvenfólki (er bara lesa þetta beint úr erlendu blaði), en eins og alltaf þá vill Harley ná til sem flestra kaupenda. Átak kúplingshandfangs er létt þó þetta sé hefðbundin barki og varð enn léttari árið 2006 þegar nokkrar breytingar urðu á kúplingsbúnaði, varð léttari um ca. 35% sagði Harley. Sex gíra kassinn er þægilegur til skiptingar en samt með þessu hefðbundna vinalega „klonki“ Drifhlutföll hafa einnig verið uppfærð með árunum til hins betra svo hægt er að „krúsa“ á lægri snúning. Þarna 2006/2007 kom hjólið einnig með beinni innspýtingu sumum til armæðu því snúningshraði í hægagangi var hærri heldur en á blöndungshjóli og lítið hægt að gera við því. Kveikjuláslykill er líka færður á framhluta grindar og er þetta til bóta. Vélin er eins og allir vita V 2 og er 45 gráðu halli milli strokka, þjappa er 8.9:1 og tveir ventlar per strokk, er loftkæld að sjálfsögðu eins og öll alvöru Harley hjól eru. Hjólið liggur vel og það má hressilega taka á því í beygjum, heldur vel sínu striki og er ekkert að hrista hausinn þó vel sé tekið á því útúr beygjum. Reyndar segja flestir blaðamenn að Fatbob Dýnan „höndli“ best. Framdemparar hafa verið uppfærðir milli ára og voru komnir í 49mm þegar þetta er skrifað, lítið um stillingar á fjöðrun hjá Harley ja eins og verið hefur. Svo alltaf smá kvartanir þrátt fyrir mótorpúða þá segja blaðamenn að Dýnan mætti titra þó nokkuð minna þ.e eftir 3.000 snúninga, hvað hafa menn aldrei tekið í alvöru mótorhjól ??!!
Höfum rætt um bremsur áður en Dýnan kemur með einum disk að framan og aftan og bremsu- dælur eru fjögurra stimpla og eru sagðar nokkuð góðar en mættu vera betri. Allur frágangur og málningarvinna er til fyrirmyndar, en þó mætti vanda betur val á boltum og róm, þetta virðist sumt hafa verið svona valið af handahófi, sumir boltar alltof langir o.s.frv. Dýnan er gott alhliða mótorhjól og ég get persónulega tekið undir það því húsbóndi minn átti eina Dýnu og líkaði mjög vel, maður fékk stundum að taka í, sko Dýnuna meina ég og mér fannst þetta skemmtilegt mótorhjól, þó áseta væri frekar ja þröng fyrir mig, þó ég sé nú ekki með hærri mönnum. Eins og við félagar Húna vitum þá er vor maður með góðan smekk og segja sumir að hann kalli sinn Harley „Love Rider“ en ekki Low Rider. Hugsanlega ber ég nokkra sök á því að Húni keypti sér Low Rider því hann kom heim til mín og fékk máta á sínum tíma eða þannig sko !!. Svo má lesa betur um allt tæknilegt á netinu.
Stolið og stílfært af netinu.
Óli bruni