Tuesday, 04 June 2013 20:14

Betri vegrið er krafan

Í byrjun maí mánaðar lést 31 árs ökukennari í mótorhjólaslysi í Frakklandi. Hann lést eftir árekstur við vegrið sem ekki var hannað til að minnka áhættu fyrir mótorhjólafólk, og var þetta fjórða dauðaslysið með þessum hætti í þessu héraði á árinu. Á Íslandi hafa orðið mörg alvarleg slys með sama hætti eins og nýleg dæmi sanna og er mikil þörf að taka upp staðla fyrir mótorhjólavænni vegrið hvort sem er hér eða í Evrópu. Bifhjólasamtök Lýðveldisins eru aðilar að FEMA sem eru Evrópusamtök Mótorhjólafólks og berst fyrir innleiðingu staðla sem þessara.
Read 4934 times