Thursday, 07 March 2019 17:36

Kaupum ekki köttinn í sekknum

Einu sinni endur fyrir löngu bjó maður á lítilli eyju í nágrenni við aðra stærri eyju. Þessi maður sem almennt var kallaður Baddi braskari, var þekktur fyrir að selja hluti og þá aðllega notaða hluti í mótorhjól og bíla. Baddi braskari var vanur að auglýsa hluti með áherslu á gæði, vel með farið og lítið notað. Yfirleitt var ekkert að marka þessar auglýsingar Badda braskara, en hann var það sniðugur að hann bara beið eftir rétta fórnalambinu og sagði oft: Síðasti kjáninn er ekki fæddur.

Baddi braskari var mjög svo orðheppinn og gat talað endalaust og þá þannig á þann máta að væntanleg fórnalömb voru búin að gleyma hvað þeir væru hugsanlega að kaupa, því var Baddi búin að afvegaleiða marga með orðagljáfri sínu og þá aðallega seinheppa og einfalda einstaklinga. Þegar þessi alveg “sanna” saga gerist þá hafði Baddi eignast gamalt pústkerfi undan gömlu Yamaha mótorhjóli. Þetta áður glæsilega pústkerfi hafði verið krómað endur fyrir löngu, en var farið að ryðga, einnig var það rispað sem og dældað á nokkrum stöðum. En Baddi braskari auglýsti það sem: Lítið notað og alveg eins og nýtt, Baddi hafði einnig fengið “sérfræðing” til að votta gæði þessa fyrrum góða pústkerfis. Þessi “sérfræðingur” bar viðurnefnið “inspector generale”, !! hann var þó aðallega þekktur fyrir að segja: Honda er eina mótorhjólið, gekk alltaf í bol með mynd af eina hjólinu, en þennan bol fékk hann gefins frá sjálfum Ebay sem einn þeirra stæðsti kúnni.

Auglýsing Badda hafði verið sýnd í nokkurn tíma í netfjölmiðli og þá með “góðri” ljósmynd sem reyndar var ljósmynd af alveg eins pústkerfi en miklu nýrra, en Baddi var nú ekkert að segja frá því, en í örsmáu letri með mynd mátti lesa með stækkunargleri: Ljósmynd er af alveg eins pústkerfi ! Nú það hlaut að koma sú stund að einhver einfeldingurinn myndi hafa samband við Badda og vilja fá að skoða betur.

Látum nú væntanlegan kaupanda segja frá því hvernig hann upplifði þessi pústkerfakaup: Ja sko ég hringdi í þennan Badda og spurði um pústkerfið. En þessi væntanlegi kaupandi var oftast kallaður Siggi svarti. Siggi: Hvað á þetta að kosta ? Baddi: þetta er sko gjöf en ekki sala, þau kosta ný 300 þús, skal ég segja þér maður lifandi. Þetta er alveg eins og nýtt, sér ekki á þessu, ja smá rispa en hún sést ekki nema vel sé skoðað ! Siggi: Semsagt nærri því ónotað ? Baddi: Já já það átti gömul kona mótorhjólið sem þetta kom undan skal ég segja þér og hún ók bara í sólskyni og þurru veðri, já þú mátt treysta því að þú gerir ekki betri kaup. Siggi: Má ég skoða og hvað kostar þetta ? Siggi: já maður lifandi endilega koma að skoða, en segi aftur þú verður að koma strax því það eru nokkrir sem vilja kaupa, svo þú ert mjög heppinn að þetta er enn til (Baddi segir aldrei neitt um verðið !!)

 

Siggi svarti er mættur til Badda braskara og Baddi er ekki lengi að bjóða Sigga velkomin og tala við hann eins og þeir hafi þekkst lengi. Baddi tekur utanum öxl Sigga og leiðir hann í gegnum stóran bílskúr og þar eru alls konar mótorhjól, allt fullt af allskonar notuðu dóti. Baddi sýnir Sigga allt sem fyrir augu ber, segir sögur af hverjum hlut og þetta sé allt frá góðum vinum. Það er hálf rökkvað þarna inni og ekki gott að sjá hvernig allar þessar gersemar líta út. Baddi talar svo mikið að Siggi er orðin hálf áttavilltur þarna inni og finnst eins og hann sé búin að gleyma erindi sínu.

Nú standa þessi tveir gömlu vinir (já allavega vinir í tuttugu mínútur !!) fyrir framan þetta “glæsilega” pústkerfi sem eru fjögur krómuð rör og fjórir hljóðkútar. Það er svo rökkvað þarna að það sést varla að þetta sé krómað. Baddi talar og talar og talar. Siggi er orðin svo áttaviltur að honum bara langar að komast í burtu og áður en hann veit þá er hann búin að kaupa þetta “hérumbil” nýja pústkerfi !! Siggi borgar uppsett verð sem er nær því að vera sama verð og alveg nýtt útúr búð. Í raun þá gæti Baddi braskari selt Spánverja sólarferð til Íslands, því hann talar alla í kaf.

Siggi svarti fer heim með “nýja” pústkerfið og það er ekki fyrr en hann er komin heim til sín og í góða þögn og góða birtu að hann sér að þetta pústkerfi, er allt rispað og dældað, já það er varla óskemmdur flötur á þessu “gæða” “hérumbil” alveg “ónotaða” pústkerfi sem og vottaða, stimplaða allavega finnst Sigga það. Heim til Sigga mæta líka nokkrir vinir hans, sem líka segja Sigga að hann hafi verið plataður uppúr skónum, þetta sé undan a.m.k. 15 ára gömlu mótorhjóli. Sigga líður eins og frægum manni sem kallaður er KB, en þessi frægi maður KB fór með bílinn sinn einu sinni á ári til frænda Badda og þessi frændi Badda var þekktur viðgerðamaður allra ökutækja og þá ekki fyrir gæðavinnu heldur dýra vinnu, en Siggi hafði heyrt að þessi viðgerðarmaður færi allavega einu sinni á ári í sólarferð með alla fjölskilduna í raun í boði KB, því einu sinni á ári var bíll KB “uppgerður” af frændanum fræga !

Sagan segir okkur að Siggi svarti hafi marg oft hringt í Badda braskara og viljað skila “nýja” pústkerfinu, en þegar símtali lauk þá mundi aumingja Siggi ekki eftir því hvað rætt var um, því Baddi braskari talaði Sigga í kaf. Já þetta urðu mörg og löng símtöl. Að lokum fékk Siggi vin sinn til að hringja í Badda braskara, en þau símtöl enduðu öll eins: Að Siggi ætti að hringja sjálfur í sig hann Badda og Baddi sagðist myndu endurgreiða “nýja” pústkerfið strax, en Siggi yrði maður lifandi að hringja sjálfur. Sagan endar vel allavega fyrir Sigga svarta því þegar hann var búin að láta nær alla vini sýna hringja í Badda braskara, gafst Baddi upp og endurgreiddi þetta “flotta” pústkerfi, en seldi það aftur skömmu síðar öðru saklausu fórnarlambi = ljósin eru kveikt en það er engin heima !

YOU LIVE AND LEARN

Óli bruni

Read 451 times