Thursday, 12 January 2017 22:18

Polaris hættir framleiðslu Victory mótorhjólanna

tekið af bifhjol.is

Polaris hefur ákveðið að hætta framleiðslu Victory mótorhjólamerkisins eftir 18 ára líftíma merkisins. Polaris mun aðstoða umboð að losna við þau hjól sem enn eru óseld og halda áfram framleiðslu varahluta næstu 10 ár. Sala Victory mótorhjóla hefur verið á niðurleið síðastliðin fimm ár eða síðan Polaris eignaðist Indian merkið árið 2011. Árið 2015 var sala Victory mótorhjóla aðeins 3% af sölu Polaris samsteypunnar. Einnig mun breytingin yfir í Euro4 mengunarstaðalinn hafa verið Victory erfið, en aðiens fjórar gerðir voru í boði í Evrópu fyrir árið 2017. Verksmiðja Polarins í Spirit Lake, Iowa mun halda áfram framleiðslu en framleiða Indian mótorhjól í stað Victory hjólanna.

Read 3027 times