Vönduð frásögn hjá Hjörleifi.
Guggenheimsafnið á 5th avenue meðfram vesturhlið Central park er eitt af þekktustu listasöfnum heims og safnið í New York á engan sinn líka í byggingarsögunni. Það var hannað af frægasta arkitekt Bandaríkjanna Frank Lloyd Wright og byggt á árunum 1956 -1959, en það eru árin sem flestir Gaflarar eru fæddir á, eða undir komnir.
Þegar Bandaríkjamenn nefna sína frægustu menn eru það gjarnan John D. Rockefeller, Henry Ford, Frank Lloyd Wright, Harley-Davidson og John F. Kennedy.
Ástæðuna fyrir því að Vmax er strax settur á safnið, veit ég ekki, en dettur í hug gamalt íslenskst máltæki: "ekki er ráð, nema í tíma sé tekið."
Og fjarvera Harley-Davidson á Guggenheim er sú að flest hjólin eru ennþá í akstri og þar að auki er Harley- Davidson hluti af amerískri þjóðarsál og þarf ekki að loka inni á safni.