Welcome, Guest
Username: Password: Remember me

TOPIC: Reynslusaga af kappakstri.

Re:Reynslusaga af kappakstri. 15 years 8 months ago #1035

Nú er ykkur svert til svars,
ég norður fer á skíði.
Kem til baka í byrjun mars,
og byrja á nýju stríði.


:woohoo: Akureyri, here I come!



Harley-Davidson kynnir nýja stöðugleikakerfið sem þykir byltingarkennt
og veldur því að hjólið fer þangað sem ökumaðurinn vill.

Sannir karlmenn drekka dihydrogen monoxide
The administrator has disabled public write access.

Re:Reynslusaga af kappakstri. 15 years 8 months ago #1033

Safngestir í sínum hægðum,
leita vítt að Davíðs son.
Dást að Vímax fögrum, fægðum,
á hinum frekar lítil von.



Hér var ein vond til viðbótar, en ég lógaði henni vegna óánægju höfundar með rím.

Sannir karlmenn drekka dihydrogen monoxide
The administrator has disabled public write access.

Re:Reynslusaga af kappakstri. 15 years 8 months ago #1027

Svo er það hin skýringin á því af hverju Vmax er á jarðhæðinni á Guggenheimsafninu.

Gæti verið að ofurhugi, eins og Hjörleifur hafi farið með hjólið í lyftunni uppá efstu hæð og reynt að renna því í gang á leiðinni niður.... en gólfið í safninu er spirall sem umlykur miðrými og safngestir taka lyftuna upp og ganga niður í hægðum sínum. Ég meina í hægðum sínum, ekki hægðum.
The administrator has disabled public write access.

Re:Reynslusaga af kappakstri. 15 years 8 months ago #1026

Vönduð frásögn hjá Hjörleifi.

Guggenheimsafnið á 5th avenue meðfram vesturhlið Central park er eitt af þekktustu listasöfnum heims og safnið í New York á engan sinn líka í byggingarsögunni. Það var hannað af frægasta arkitekt Bandaríkjanna Frank Lloyd Wright og byggt á árunum 1956 -1959, en það eru árin sem flestir Gaflarar eru fæddir á, eða undir komnir.

Þegar Bandaríkjamenn nefna sína frægustu menn eru það gjarnan John D. Rockefeller, Henry Ford, Frank Lloyd Wright, Harley-Davidson og John F. Kennedy.

Ástæðuna fyrir því að Vmax er strax settur á safnið, veit ég ekki, en dettur í hug gamalt íslenskst máltæki: "ekki er ráð, nema í tíma sé tekið."

Og fjarvera Harley-Davidson á Guggenheim er sú að flest hjólin eru ennþá í akstri og þar að auki er Harley- Davidson hluti af amerískri þjóðarsál og þarf ekki að loka inni á safni.
The administrator has disabled public write access.

Re:Reynslusaga af kappakstri. 15 years 8 months ago #1025

Sælir félagar.
Þessi umræða er nú orðin hin mesta skemmtun.En ég held að
Hjörleifur hafi einuu sinni sagt að Vmax væri eins og tví-fætt píano.
Góð samlíking við hjól sem liggur illa.

Það eru mörg hjól sem liggja miklu ver en Vmax það er örugt.
Hjörleifur hefur góða reynslu af Vmax hann var jú fyrstur til
að fá sér eitt 1985.(bara að hjálpa vini mínum í öllu þessu skítkasti).

Kv.S.A.
The administrator has disabled public write access.

  • Posts:857 Thank you received: 2
  • sigurjon's Avatar
  • sigurjon
  • OFFLINE

Re:Reynslusaga af kappakstri. 15 years 8 months ago #1023

Ég hef aldrei séð jafn marga "online" í einu hér.
Ég segi eins og Orson Wells "það eina sem er verra en illt umtal, er ekkert umtal".

Sannir karlmenn drekka dihydrogen monoxide
The administrator has disabled public write access.
Time to create page: 0.159 seconds