Welcome, Guest
Username: Password: Remember me
  • Page:
  • 1

TOPIC: Gamalt og gott

Re:Gamalt og gott 14 years 3 months ago #2154

Á bílasölunni þar sem N1 bensínstöðin við Keflavíkurveginn stendur nú fann ég þennan forláta GAZ 69. Hann var með álhúsi og góðri Volvo B18 vél.
Eftir kaupin var mér ljóst að þarna væri eini grindarlausi Rússajeppinn á landinu, en grindin var nánast horfin, ryðguð burt. Ég rétt missti af síðustu grindinni sem B&L seldu svo ég ók honum bara svona ljómandi mjúkum og góðum. Eina ferð fór ég á honum til Akureyrar, en það reyndist honum álíka erfitt ferðalag og hefði ég ekið nútímavagni frá Tangier til Höfðaborgar. Drifskaft yfirgaf okkur í tvígang, pústið brotnaði undan, ljósin hættu að virka og eitt dekk þurftum við að elta niður hálfan Norðurárdalinn.
Þessar bilanir voru bara þær helstu, bremsuleysið tel ég ekki með þar sem talið var eðlilegt að bremsur virkuðu einn dag á ári. Þið megið geta hvaða dagur það var... :laugh:
Eina ferð fór ég reyndar á Arnarvatnsheiðina án bilana. Kom ákaflega hissa til baka.
Ég seldi þennan jeppa tvisvar. Fyrst komu einhverjir gaurar með hrúgu af víxlum og keyptu. Daginn eftir kom annar þeirra gráti nær og bað mig að taka bílinn aftur. Ég gerði það glaður, enda hafði pabbi sagt mig ákaflega bjartsýnan að vonast eftir að fé svona víxla borgaða. Seinna hringdi í mig maður af Suðureyri og sagðist aðspurður eiga bæði logsuðu og nýja grind. Keypti hann jeppann óséðan og lagði inn peninginn.
Ég dró flakið í Esjuna sem var í strandsiglingum og vinkaði bless. Seinna hringdi maðurinn og sagðist ánægður með kaupin, enda jeppinn fallegur þó ýmislegt lægi fyrir á verkefnalistanum.

Sannir karlmenn drekka dihydrogen monoxide
The administrator has disabled public write access.

Gamalt og gott 14 years 3 months ago #2152

Fyrst Hjörleifur er farinn að rifja upp gamlar sögur og myndir frá því uppúr miðri síðustu öld, þá er ekki úr vegi að stofna hér nýjan þráð þar sem menn, og konur, eru hvattir til að setja inn gamlar myndir af tækjum og tólum þegar við vorum að byrja í bransanum. Ekki spillir fyrir að eiga eitthverjar skemmtilegar sögur.
Ég læt hér fylgja með eina mynd sem er sennilega tekin 1983, Hondan er 750 árgerð 82 og átti ég hana í 3 ár að mig mynnir. Ég keypti hana nýja og kostaði hún 59.500. Þarna er ég búin að setja á hana Vanes&Hines flækjur og var keyrt alla daga með lúðurinn opin, og þótti allveg gríðalega flott. Allavega þótti mér það. :laugh: Ég fór nokkrum sinnum á henni á míluna og náði að mig minnir 12,73 og sigraði nokkrar mílur. (Það hafa fleyri en Castró fengið bikar á mílunni) enda hjólið heil 77 hestöfl.
Novan í árgerð 74 og keypti ég hana af Væa vini mínum, hún var með 350 4 bolta og 4 hólfa vél, orginal vél úr Blaizer að mig mynnir. Hún var high performance heil 325 hestöfl og skilaði allveg gríðalegu afli á þeim tíma þegar hún var í lagi, sem var sjaldan, :angry: gekk á ýmsu með þennan bíl, vélin frostsprakk, ég fékk nýja blokk, þá lenti ég í árekstri, og eftir það var hann seldur, og fór að ég held ekki á göguna eftir það, hefur sjálfsagt verið rifin.
The administrator has disabled public write access.
  • Page:
  • 1
Time to create page: 0.144 seconds