Welcome, Guest
Username: Password: Remember me

TOPIC: Vetrarverkefni

Re:Vetrarverkefni 14 years 3 months ago #2151

Akkúrat, Gunni. Það gekk oft mikið á í den. Eflaust yrðum við flokkaðir vandræðaunglingar í dag og settir á lyf, en þá var bara haft gaman (misgaman þó) af uppátækjum okkar.

Sannir karlmenn drekka dihydrogen monoxide
The administrator has disabled public write access.

Re:Vetrarverkefni 14 years 3 months ago #2150

Gaman að þessari sögu hjá þér, sérstaklega þegar ég var hluti að sögunni, man vel þegar við fórum með hann og Mr. Polaris dró kaggan á Fordinum, ég var í Fordinum og man ljómandi vel eftir því þegar hann skall í hliðinni á ef mig mynnir rétt fórum við nú nokkuð geyst. Rétt er það að við vorum heldur niðurlútir þegar þessu lauk og við læddumst heim.
The administrator has disabled public write access.

Re:Vetrarverkefni 14 years 3 months ago #2148

Minn fyrsti bíll var handmálaður hvítur FIAT 850. Þá var ég 16 ára.
Ég fékk hann gefins frá vini föður míns, en sá ætlaði að henda honum á haugana.
FIAT var dreginn heim í hlað til stolts eiganda sem ætlaði sér stóra landvinninga með búrinu. Allar kerlingar voru í stórhættu því ég var viss um að nærbuxurnar hreinlega fykju af þeim við það eitt að sjá gripinn. Ég var sannfærður um að skjannahvítur FIAT 850 með pensilförum væri það kynþokkafyllsta sem konur landsins gætu barið augum. Bólugrafni unglingurinn inní honum væri síðan bónusinn sem gerði þær hamingjusamar um aldur og ævi.
Eitthvað fór öðruvísi en áætlað var, engin kona steig nokkurn tímann um borð í FIATinn og í raun tókst mér aldrei að gera hann verðugan í augum annars hóps, hóps sem allir landsmenn óttuðust og forðuðust 364 daga á ári. Þetta voru grænklæddir menn í sloppum, dragandi hjólatjakka á eftir sér yfir drullupolla og malarplön. Landslýður stóð svo skjálfandi á beinunum utandyra og vonaði að maðurinn í sloppnum hefði dottið réttu megin framúr rúminu þann daginn. Það gerðist alltof sjaldan, samkvæmt mínum heimildum.
Í stað þess að fá númeraplötur á FIAT fæddust ný plön útá plani. blikkklippur voru mundaðar af meiri áhuga en kunnáttu og afturbrettunum var fórnað til þess að hægt væri að snúa felgunum öfugt. þvínæst var FIAT 850 dreginn upp að malbikunarstöðinni gömlu, þar sem Bæjargilið í Garðabæ stendur núna. Í svolitla, en allt of stutta stund var minn meinti kerlingasegull notaður sem fjórhjól, motocrosshjól og bátur. Þar kom að því að mótor FIAT gerði það sama og Formula 1 mótorar sama liðs. Gaf frá sér skrítin hljóð og hætti að ganga. Þá var gríðarstórum Ford pickup húkkað í FIAT með kaðli sem var það stuttur að þegar Ford var hemlað og FIAT reynt að beygja frá, því höfðum gleymt bremsuleysi FIAT, hófst framendi þess síðarnefnda upp og skall af miklu afli í bílstjórahurð pallbílsins. Það var því niðurlútur og kerlingalaus hópur sem skilaði sér heim með ónýtan FIAT 850 og Ford pickup sem leit út eins og eftir árekstur við gríðarstóran og þungan Hempelshvítmálaðan bíl.
Seinna var minn fyrsti bíll dreginn til móts við fleiri ónýta bíla í gryfju í útjaðri Hafnarfjarðar, þar sem Eyrarholt stendur nú.
Blessuð sé minning hans.
http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/b/ba/Fiat_850_Special_1968.jpg[/img[img size=400]upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/b...pecial_1968.jpg[/img

Sannir karlmenn drekka dihydrogen monoxide
The administrator has disabled public write access.

Re:Vetrarverkefni 14 years 3 months ago #2146

Sælir aftur.

Ég gleymdi að svara Begga.
Við mopar menn verðum að vera stoltir af af vera
komnir í Fíat-Ferrari fjölskylduna.Fíat eru með
þeim bestu í heimi hvað tækni varðar.
Við vonum að við eigum eftir að bjarga Fíat frá gjaldþroti.
Ég hef alltaf verið Fíat aðdáandi hef átt um 11-12 stk um dagana.

Kv.S.A.
The administrator has disabled public write access.

  • Posts:857 Thank you received: 2
  • sigurjon's Avatar
  • sigurjon
  • OFFLINE

Re:Vetrarverkefni 14 years 3 months ago #2145

Sælir félagar.
Þetta er stærsti Mopar landsins ef ekki heimsins??
Ég segi eins og Gunni þarf ekki að fá sér góðan kaðalstiga til að
komast upp í þetta ferlíki.
Ég verð að gera mér ferð á Sævangin og skoða Moparin(Tröllið).
Það hefur verið Mopar-della í fjölskylduni hjá Hjörleifi í áratugi.

Kv.S.A.
The administrator has disabled public write access.

  • Posts:857 Thank you received: 2
  • sigurjon's Avatar
  • sigurjon
  • OFFLINE

Re:Vetrarverkefni 14 years 3 months ago #2144

Snildar verkefni bæði tvö... Mopar... ég er með einn Fíat hérna úti... það er Mopar þessa dagana, ekki satt :laugh:
** Til hvers að eiga Súkku ef maður getur átt Hondu ? **
The administrator has disabled public write access.
Time to create page: 0.169 seconds