Welcome, Guest
Username: Password: Remember me

TOPIC: Harley í hallæri

Re:Harley í hallæri 14 years 2 months ago #2244

Í norðurbænum napurt er og kalt
nálgast Sævang skýið þykkt og svart
er Sigurbergur sest á hjól sitt valt
og vongóður mun reyna að gefa start

Að hamra saman hesta, kanar geta
en úr því verði hjól er engin von
og Sigurbergur sjálfur þarf að freta
á ríkis styrktum Harley Davidson

Sannir karlmenn drekka dihydrogen monoxide
The administrator has disabled public write access.

Re:Harley í hallæri 14 years 2 months ago #2243

Dúkkar hann upp sonurinn
Föður sínum til sóma
Davíð fær víst heiðurinn
Olíutunnan tóma
** Til hvers að eiga Súkku ef maður getur átt Hondu ? **
The administrator has disabled public write access.

Re:Harley í hallæri 14 years 2 months ago #2238

Það er alltaf sama sagan með þig Hjörleifur minn, félagi og náganni. Ég má ekki líta af vefnum í smástund, vikur eða mánuði. Þá færir þú þig uppá skaftið og skrifar Harley-ritgerð á Gaflaravefinn að mér forspurðum. Ég veit svosem ekki hvað rekur þig af stað til þessara ritsmíða og dettur ýmislegt hug, eins og hálka á Sævangi, of mikill frítími eða að þú sért að undirbúa þig undir stjórnarkjörið á aðalfundi Gaflara. Það máttu vita að þar munum við Harley-menn standa vörð um okkar góða formann, Castró sem hefur tekið af öll tvímæli um það að Harley-Davidson er langbesta mótórhjólið, sem hann leigði í síðustu Ameríkuferð sinni og kom reyndar ekki til tals að leigja önnur hjól, þar sem menn þar vestra treysta sé ekki til þess að leigja út aðrar gerðir, eða eftirlíkingar.

En skoðum nú það sem hefur verið að gerast í bíla og vélhjólasmíði vestanhafs. Þar eru allar verksmiðjur gjaldþrota, nema Ford og Harley-Davidson. Harley-Davidson gerði það fyrir stjórnvöld að sýna frumkvæði í því að taka við einhverjum táknrænum smástyrk til þess að koma hjólum atvinnulífsins í gang á myndrænan hátt, til þess að annar iðnaður og atvinnustarfsemi tæki við sér og færi að snúa efnahagnum til betri vegar. Og í Ameríku þykir eðlilegra að standa vörð um frumatvinnugreinar og verksmiðjur, sem framleiða ekta hluti, en ekki ódýrar eftirlíkingar, eftir stolnum hugmyndum.

Ég veit ekki hvort það er sanngjarnt að líkja bílaiðnaði við flugvélaiðnað, en sem kunnugt er þá þykist ég vita að þær stundir, sem Hjörleifur er ekki á Gaflaravefnum, flýgur hann um loftin blá á ekta amerískri Boeing þotu, sem er ríkisstyrkt eins og annað hér á landi, sem enn er í gangi. Ég á erfitt að sjá hann fyrir mér fljúgandi á Ilyushin eftirlíkingu af jafn miklum glæsibrag og hann hefur hingað til gert á ameríska drekanum, nema þá að hann ætti Harley-Davidson í bílskúrnum. Við skulum vona að hallærið eigi ekki eftir að færar okkur slíkar ógnir. Og þá dettur mér í hug illa kveðin staka eftir norðurbæjarskáldið:
Á sævangi er mikil hálka,
þar hvergi skín í auðan blett.
Á Jamaha með þrútinn kjálka,
flugmaður við svartan klett.
The administrator has disabled public write access.

Re:Harley í hallæri 14 years 3 months ago #2213

Heldurðu nokkuð að hann hafi misst hjólið sitt í sjóinn?

Sannir karlmenn drekka dihydrogen monoxide
The administrator has disabled public write access.

Re:Harley í hallæri 14 years 3 months ago #2212

En hvar er sonur Davíðs þessa dagana.... manni er alvarlega farið að skorta misvísandi ólíuslettu stökur....... :S

** Til hvers að eiga Súkku ef maður getur átt Hondu ? **
The administrator has disabled public write access.

Re:Harley í hallæri 14 years 3 months ago #2207

Þetta ku vera rétta myndin.
Indjáninn, löggan, sjóliðinn, kúrekinn og byggingaverkamaðurinn voru í kaffi.

Sannir karlmenn drekka dihydrogen monoxide
The administrator has disabled public write access.
Time to create page: 0.161 seconds