Gunnlaugur Harðarson

Gunnlaugur Harðarson

Friday, 23 August 2013 17:38

Myndbrot úr samför 2012

Ágætu félagar og Drullusokkar

það er við hæfi að frumsýna núna daginn áður en "samför" Gaflara og Drullusokkar 2013 verður, myndbrot sem tekið var upp í "samför" okkar fyrir ári.

Við komum þá m.a. annars við á Hvanneyri í Borgarfirði og sáum þetta gamla landbúnaðartæki en Sokkar nr. 1 og 3 sáu önnur not fyrir tækið en það var hannað fyrir í upphafi.

Hér er fyrri hlutinn af upptökunni.

 

Thursday, 08 August 2013 20:56

Videó frá Gaflara ferð 05.06.2010.

Hér eitt myndbrot frá ferð Gaflara 5 júní 2010 til Búðardals, sem Hjörleifur tók og setti á You tube,

http://www.youtube.com/watch?v=r6qwwvJxN6I

Thursday, 08 August 2013 20:35

Videó frá Begga

Saturday, 03 August 2013 20:58

Mótorhjólaleiga á Spáni

Ágætu félagar

Á síðasta þriðjudag heimsóttu okkur tveir mótorhjólamenn sem búa nú á Spáni og hafa sett á laggirnar mótorhjólaleigu þar úti og vildu kynna þessa leigu fyrir okkur Göflurum.

Sjá meðf bækling og einnig má skoða þetta nánar á:  http://motorbikeriders.net/

Stjórnin

Friday, 02 August 2013 22:55

3 ný myndaalbúm frá formanni

Komin eru þrjú ný myndaalbúm frá formanninum inn á safnið okkar.

Eitt er með myndum frá STÓRU helgarferðinni til Akureyrar, næsta með ýmsum myndum frá sumrinu 

og það síðasta er frá Vestmannaeyjaferð fyrsta ágúst.

 

Tuesday, 30 July 2013 16:51

Flott myndasíða

Hér er slóð inn á flotta myndasíðu sem gaman er að skoða.

http://www.flickr.com/photos/10613800@N08/

 

 

Tuesday, 30 July 2013 16:46

Núllsýn bifhjólafólks

Af vef Sniglanna

Síðastliðin vetur hófu Sniglar, í samstarfi við Vegagerðina, vinnu við verkefni sem kallað var Núllsýnarvegur. Verkefnið sérist um úttekt á vegakafla með öryggi mótorhjóla í huga. Vegurinn sem tekin var út var Þingvallahringurinn en hann er með vinsælli mótorhjólaleiðum landsins.

Nú hefur verið niðurstaða úttektarinnar verið gefin út í skýrslunni Núllsýn bifhjólafólks en auk þess að fjalla um niðurstöðu úttektarinnar er farið yfir ýmis atriði sem aukið geta öryggi bifhjólafólks, eins og t.d. hvað bifhjólafólk getur gert til að lágmarka eigin áhættu, hvað aðrir vegfarendur geta gert og þar fram eftir götunum.

Á næstunni verður skýrslunni dreift á staði þar sem bifhjólafólk kemur og auk þess verður henni dreift til stjórnsýslunnar. Áhugasamir geta nálgast 

http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/nullsyn_bifhjolafolks/$file/nullsyn_bifhjolafolks.pdf

Thursday, 11 July 2013 18:46

Cafe racer

Ágætu félagar,

Einn félagi okkar, Ólafur R. Magnússon,  var að fá þetta "nýja" Triton Cafe Racer hjól eftir 2 ára bið.

Tri (Triumph) Tron ( Norton) )

Til hamingju með hjóli Ólafur.

 

Sjá nánar á Drullusokkasíðunni,  http://drullusokkar.is/blog/2013/07/10/668118/

 

Wednesday, 10 July 2013 18:07

Ítalskur Triumph klúbbur

Í nýlegum hjólatúr okkar Gaflara um Suðurnes hittum við Ítalskan hjólamann sem sagði okkur að hann væri Triumph maður og væri í hjólaklúbb í Milano.  Á meðfylgjandi mynd er hann með 3 Göflurum.  Leystum við hann út með merki okkar sem hann var mjög ánægður með og sagðist ætla að setja merkið á gallann sinn.  Meðfylgjandi er slóð inn á síðu klúbbsins hans.

http://www.triumphclubmilano.org/

Friday, 05 July 2013 21:53

MÓTORHJÓLI STOLIÐ

Í dag, föstudaginn 5 júli, var brotist inn hjá einum félaga okkar sem býr á Álftanesi.

Ýmsu var stolið, m.a. tölvum og þess háttar tækjum ásamt  mótorhjólinu hans, hjálmi og galla..

Þetta er Suzuki Bandit 1200 með skráningarnúmerinu BA230.

Ágætu félagar, hafið augun opin og látið vita ef þið verið varir við hjólið í síma:

892 5665,  Kristján G Kristjánsson.

Stjórnin