Gunnlaugur Harðarson

Gunnlaugur Harðarson

Sunday, 01 November 2020 18:48

Enginn fundur 15.12.2020

Fundur þriðjudaginn 15-12-2020 fellur niður.

Stjórnin. 

Wednesday, 10 June 2020 19:03

Gullmolinn

Allir vilja eiga Hondu CB750 allavega einu sinni og þá er ég að meina fyrsta “súper” bike hjólið sem kom í heiminn 1969 (sagt frá því 1968) og hjólið með einum yfirliggjandi knastás, diskabremsu að framan, rafstarti og fjórir strokkar, hvílík græja, aumingja bretarnir bara grétu í nokkra mánuði og eflaust gráta enn.

Ég eins og fleiri eignaðist fyrstu Honduna mína því herrans ári 1966 sem var heil 50 kúbic og þarna örfáum árum síðar sá ég þetta fyrsta ofurhjól: Hondu CB750, lak ekki olíu og fór nær alltaf í gang. Já ég ásamt tug þúsundum annarra dreymdi um þessa græju og ef þessir þrír sem lesa þetta þá geta þeir fengið allar upplýsingar um fjölda, árgerðir, liti og hverjir áttu þessar fyrstu CB750 sem komu til Íslands geta þá spurt Herra Hondu Tryggva “B” Sigurðsson, ef hann veit það ekki hefur það ekki gerst !

Jæja örfá ár fram í tímann eða til ársins 2019, síðasta árið sem allt var í lagi ekki satt eða hvað. Þá heyrði ég af því að einn eða tveir væru að flytja inn þessi ofurhjól í bunkum, flest nær ónotuð (ath. þetta er skrifað til að hafa gaman af smá bulli !!), í flestum tilfellum bara einn eigandi og öll komu þau frá “guðs eigin landi” USA. Þetta voru allt kjörgripir og á svo góðu verði að engin leið væri fyrir venjulegan mann/konu að flytja inn sjálfur og enda á svona góðu verði með flutning tollum o.s.frv.

Ég skoðaði nokkrar ofurHondur, já þó það væru smá göt á pústi (þessi fjóra í fjóra púst kosta lítið !!) og smá lakkviðgerðir þá voru þetta allt kosta kaup, já maður lifandi. En þar sem ég er orðin frekar fullorðin já meira segja löglegt gamalmenni, sé frekar illa og heyri lítið, þá bara fann ég ekki rétta hjólið.

Svo var það einn daginn þegar ég var að skoða eitt af þessum græjum sá ég annað í viðkomandi skúr sem bara leit virkilega vel út, ja sko miðað við mína sjón ! Ég hvarf aftur til ársins 1969 og hálf skalf í hnjánum, já bara eins og á fyrsta alvöru stefnumótinu eða réttara sagt þegar ég sá fyrstu Honduna mína heima hjá Gunnari heitnum Bernburg. Ég spurði: Er þetta flotta hjól til sölu ?

Viðkomandi sagði: Sko þetta er algjör GULLMOLI er eins og nýtt, en ég á það ekki, er bara hérna í smá yfirhalningu og er EKKI til sölu. Ég nefndi tölu sem ég taldi að væri virkilega gott verð jafnvel þó þetta væri GULLMOLI enda hjólið GULL-litað. Það eina sem skyggði á þessa dásemd var að einhver hafði haft fyrir því að mála svona hálfgerðar skrautrandir á bæði bensíntank og hliðarhlífar, en Sko GULLMOLINN var með original lakkinu og eins og allir vita þá bara elska ég allt original !

Nokkrum dögum síðar er ég mættur til raunverulegs eiganda og vildi ræða kaup á GULLMOLANUM, þar fékk ég sögu hjólsins aftur og það hafi verið gert upp af “toppmanni” hér á landi, hjólið væri eins og nýtt og nær algjörlega original, nema pústkerfi sem væri nýtt.

 

Reyndar sá ég já já var með gleraugu þarna, að smá frávik frá original t.d. krómaður afturgaffal og standpedalar og málaðir blöndungar. En þetta voru smáatriði fannst mér, prufaði ofurhjólið tvö til þrjú hundruð metra og eins og allir vita þá á ekki að þurfa að prufa Hondu langt. Kaupin handsöluð og fyrrverandi eigandi sagði mér aftur: Að hann hafi átt hjólið mjög stuttan tíma og mjög lítið ekið því, já bara svipað og ég.

GULLMOLINN er komin heim og já fimmtíu og einu ári eftir að ég sá fyrst Hondu CB750 er ég búin að eignast fyrsta spúperbike heimsins, já já bretar áttu sitt og svo auðvitað kom alvöruhjól frá Kawaski Z1/Z900, en það er nú allt önnur saga ! Nú stend ég þarna og horfi á GULLMOLAN eins og ástfanginn unglingur. Hvað skal gera ? halda því svona original með þessum indjánaröndum eða hvað ??

Nokkra daga fram í tímann og með miklu betri gleraugum sé ég: Rangt aftur tannhjól, röng keðja, framdekk er eflaust original, teinar og felgur eru eflaust original, sætisáklæði er nýtt, en svampur eflaust original, framfjörun er svona frekar slöpp og það skoðað og þá kemur í ljós að fagmaður hefur verið að verki: Demparapípur (efri hluti) eru handónýtar og málað hefur verið yfir ryð og skemmdir og svo settar gúmmihosur yfir. Inní dempurum er eflaust original olían ja sko þessir örfáu dropar. Bæði bretti eru þannig að það þyrfti að króma þau eða kaupa ný. Sviss/kveikjulás er á röngum stað ofl. ofl.

Nokkuð margir mánuðir fram í tímann og hvað hefur eiginlega gerst á þessum mánuðum ? Varla mikil vinna í GULLMOLANUM, en jú þar sem ég vill bara “original” hjól þá er hér smá listi:

Skipt um felgur og settir riðfríir teinar, nýtt sæti, ný uppgert fram og afturbretti, ný framlugt, ný stefnuljós, nýtt pedalasett, nýr bremsudiskur að framan, ný keðja, ný tannhjól bæði framan og aftan, nýtt framdekk og slanga, nýjar bremsurslöngur að framan, nýtt stýri, nýr hraða og snúningshraðamælir, ný handföng og já þetta original púst fékk nýjan eiganda því ekki er hægt að hafa óstimplað pústkerfi á GULLMOLA. Bretti, hliðarhlífar sem og bensíntankur málað og svo fullt af öðru sem ég bara man ekki því orðin gamall og gleymin !

Loksins loksins hægt að fara út á GULLMOLANUM, fallegt veður, logn og já sól. Hjólið sett í gang með nýrri olíu og síu, má bæta við að það gormur nokkur sem er í síuhúsi var á röngum stað svo sía gerði bara mjög lítið ! Vegurinn blasir við mér og ég er sko lagður af stað á fyrsta súper bike heimsins og já mínu. Hljóðið er þannig að fólk snýr sér við, brosir og veifar, eða var þetta fingur ! Fyrsti gír, annar, þriðji, fjórði og svo fimmti, en eins og allir vita þá er ofurafl í þessum Hondum og því hægt að taka hressilega á því. En hvað hjólið hikar aðeins í fimmta gír á vissum snúning en hressist við ef því er gefið inn. Því líkt afl og aksturseiginleikar, skrítið að bretarnir skildu alltaf vinna þessar Hondur fyrstu árin! En þetta hik er mér ekki að skapi svo eftir góðan hring þá er GUllMOLIN settur aftur á bekkinn og byrjað að skoða.

 

Fyrst er það blöndungar og þá jettastærð, jú bara nokkuð gott og flothæð (já smá tæknibull líka), en er ekki rétt að skoða kerti (nei ekki vaxkerti) og ytri kerti eru vel staðsett en þessi tvö í miðjunni, öruggt að það hefur verið þjóðverji sem staðsetti þau. Eftir smá bras með miðjukertin (já ég sé ílla) þá kemur í ljós að sá sem skipti um kerti síðast, ja allavega þrjú þeirra hefur verið hrifin af fjölþjóða þjóðfélagi, því það eru þrjár tegundir af kertum í hjólinu, þ.e.a.s. frá þremur framleiðendum, þrjú með sama hitastiga eins og sagt er, en eitt er öðru vísi eins og eðlilegt er í fjölþjóðasamfélögum, en frekar óhollt fyrir mótora !!!

Eftir smá bras og stillingar, já verð að bæta því við að einn sem á eins superbike og býr á eyju við suðurlandið var um tvö ár a.m.k. að stilla sitt ofurhjól og þá aðallega blöndunga, ég get því ekki kvartað mikið. Nú er þessari löngu sögu að ljúka eða hvað, nei eflaust ekki, því gömul hjól eru eins og gamlir menn: Þurfa smá ást, umhyggju og viðhald !!!

P.S. ljósmyndir fylgja þessari “bullsögu” og eru myndir af hjólinu fyrir og eftir !!!

Höfundur er eigandi GULLMOLANS (Óli bruni)

 

Gullmolinn 1-2

Sunday, 17 May 2020 10:08

Þriðjudagshjólatúrar

Hittumst á Strandgötunni og förum saman í hjólatúr.  Farið kl. 19:00 frá Strandgötu 43.

Kaffi á könnunni fyrir rúntinn.

Thursday, 07 May 2020 21:01

Hjólaskoðun hjá Betri Skoðun

Betri Skoðun, Stapahrauni 1, býður öllum Göflurum sérstakt tilboðsverð á skoðun á mótorhjólunum okkar.

Ekki verður sérstakur skoðunardagur heldur er bara að mæta hjá Herði félaga okkar á opnunartíma þeirra.

 

betriskodun.is

 

 

Sunday, 03 May 2020 16:40

Orkan

Hér er linkur til að sækja um eldsneytis-lykla hjá Skeljungi/Orkunni.

https://www.orkan.is/orkan-forsida-umsokn/umsokn-v5-hopar/#/step1?groupid=1134045784

Monday, 17 February 2020 21:38

Hugleiðing fyrir aðalfund

Eru Gaflarar MC 1% mótorhjólaklúbbur ?

 

Hvað er átt við 1% mótorhjólaklúbb ? Jú það eru mótorhjólamenn sem lifa fyrir hjólin sín, félaga sína og allt sem snýst um notkun og eign mótorhjóla. Þú sem vilt ná því að verða einn af þessum 1% hóp verður að vinna fyrir því, sýna félögum þínum og þá sérstaklega þeim sem eru hærra settir í klúbbnum að þú sért tilbúin að fórna þér fyrir félaga þína, sína þeim fullkomna virðingu og trúnað. Félagar í 1% klúbbum sýna félögum sínum 100% virðingu og trúnað og fórnsemi, en af hverju ? Jú almenningur gerir það ekki, því standa þessir félagar saman, alveg sama hvað.

Svo eru ýmsar óskrifaðar reglur sem gilda vegna þessa 1% hóps t.d. Snertu þá aldrei án þess að fá leyfi, þetta á einnig við merki þeirra og að sjálfsögðu aldrei bakmerki, hvað þá mótorhjólið þeirra, þá átt þú von á að þér verði kennt með góðu eða íllu hvernig þú eigir að koma fram við þennan 1% hóp.

Ekki tala illa um meðlim í 1% klúbb eða um viðkomandi klúbb, alls ekki að segja félagi/bro við 1% meðlim ef þú ert ekki hluti af þessum hóp. Láttu þér ekki dreyma um að ganga um í bol, skyrtu eða öðru merktu 1% klúbb ef þú ert ekki orðin félagi.

Það er bara hollt að halda neikvæðum hugsunum um 1% klúbbmeðlimi eða viðkomandi klúbb fyrir sig, hvað þá að tala illa um konu viðkomandi og/eða mótorhjólið hans.

Leggðu hjólinu þínu aldrei innan um hjól í eigu 1% klúbb meðlima, blandaðu þér aldrei í samtal milli 1% félaga nema þér hafi verið boðið að taka þátt. Ekki taka myndir af klúbbfélögum 1% hópsins eða af hjólum þeirra.

Sýndi þeim virðingu og þeir munu endurgjalda þá virðingu, en sú virðing er ekki auðunnin.

Já það er ekki auðvelt að ná því að verða einn af þessu eina prósenti, eflaust nær útilokað hér á landi, þó sumir hafi merkt sig með 1% merki, en merki segir eitt, raunveruleikinn er allt annar.

Því er það fljótsvarað að Gaflarar eru ekki 1% klúbbur, SKO nema svona alveg á léttu nótunum: Við komum fram við Formann vorn í einu og öllu eins og hér er áður ritað. Hann nær því kannski að vera 1% Gaflari, formaður til lífstíðar og hann bara ræður öllu, við hin 99% ráðum bara engu, enda eins gott, því annars væri þessi 99% klúbbur löngu löngu hættur !

 

Höfundur er óþekktur/óþekkur

 

 

1

Thursday, 23 January 2020 17:30

Helgarferðin STÓRA 2020

Helgarferðin STÓRA 2020 verður til Akureyrar helgina 18 - 21 júní n.k.

Nánar á http://gaflarar.com/index.php?option=com_icagenda&view=list&layout=event&id=252&Itemid=304

Félagar þurfa að vera innskráðir til að skrá sig og sjá nánar um ferðina.

 

Kveðja

Stjórnin

 

Tuesday, 31 December 2019 13:18

Áramótakveðja

Ágætu Gaflarar og aðrir hjólamenn.

Stjórn Gaflara óskar ykkur gleðilegs árs og þakkar fyrir árið sem er á enda komið.

Vonandi eigum við ánægjulegt hjólaár framundan.

Kveðja

Stjórn GAFLARA

Tuesday, 24 December 2019 10:21

Jólakveðja

Ágætu félagar og aðrir hjólamenn

Við óskum ykkur  öllum og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla og 
hafið það sem best um hátíðarnar.

Jólakveðja

Stjórn Gaflara

Tuesday, 29 October 2019 20:16

Ekki Mótorhjólasaga !!

Dodge heima-2Dodge heima-1

 

24.10.19

Gamla manninn dreymdi draum, dreymdi að hann að hann væri á Mopar !!

 

Reyndar held ég að ofangreindur texti hljómi aðeins öðruvísi á “frummálinu” !! En þessi saga hófst endur fyrir löngu, þegar höfundur var ungur og ?? Bíladellan hófst mjög svo snemma, já sem og áhugi á mótorhjólum (sem er annað mál). Fyrsti “alvöru” bíllinn (já já ég veit Mopar er best !!) sem ég eignaðist var Mustang Fastback árgerð 1966 hvítur að lit, var reyndar með línu sexu svo telst svona hálf alvöru. Síðan var það Mustang 1968 með 302 c.inc, Bullitt grænn með 60 afturdekkjum og hækkaður upp að aftan eins og þá var tískan. Síðan kom Chervolet Camaro 1971, var fallegur bíll sem ég setti á hliðarpúst ofl. Síðan kom Pontiac Firebird sem ég átti nú reyndar bara í nokkra daga. Að lokum var það 1970 Camaro RS með tvískiptum framstuðara.

Síðan líða mjög svo mörg ár og alltaf er þessi della til staðar að eignast Muscle bíl frá USA, reynt var við aðrar tegundir í sportbíla flokknum, já jafnvel Porsche 911, en ekkert læknaði þessa “muscle” bíla dellu. Árin liðu og ég varð vinur Mopar manns númer eitt á Íslandi og hann heitir Sigurjón og er Andersen. Allir sem þekkja MR. Mopar (Sigurjón) vita að hann telur að þeir sem eiga ekki Dodge eða Plymouth (Fíat !!) séu ekki raunverulegir karlmenn !! Því hefur t.d. góður vinur hans hann Gulli gjaldkeri Gaflara mótorhjólaklúbbs keypt sér tvo Dodge !!!

Jæja það hlaut að koma að því að andlegur “þrýstingur” Sigurjóns/Mr.Mopar yrði þess valdandi að keyptur var nýlegur Dodge Challenger RT frá guðs eigin landi öðru nafni USA. Hann kom og var bara nokkuð flottur, en margnefndur maður sagði að þessir nýju “Mopar” bílar væru bara eftirlíkingar af þeim alvöru frá árum áður. Þetta var mikið áfall og því var þessi nýi seldur og aftur hófst leitin að þessum alvöru “Mopar” bíl. Leitin var löng og ströng, alltaf voru fundnir bílar og bornir undir Mr. Mopar og flestir féllu á prófinu og af hverju: Jú of lítill mótor, (aldrei of stór), ekki RT eða hvað þá 426, mátti ekki vera nýrra en 1974, allt eftir það taldist ekki nothæft, litir skiptu líka máli. Já það voru margir póstar sem og símtöl sem fóru í það að ræða fundna gullmola þarna í USA.

Nú erum við komin til ársins 2019 og undirritaður var orðin úrkula vonar með að finna rétta ökutækið framleitt af réttri verksmiðju og jafnvel kom það fyrir að skoðaðir voru Mustang, en aldrei þorði ég að bera þær hugmyndir undir Mr. Mopar, nei ég hefði orðið að yfirgefa vora fósturjörð ef af því yrði!!!

Svo var það einn daginn að ég fæ upplýsingar um bíl (já Mopar) sem væri hugsanlega til sölu á vesturströnd USA, mér var sagt að góðir menn þarna úti gætu skoðað þennan bíl fyrir mig, þetta væri 1970 Dodge Challenger, já nærri fimmtíu ára gamall !!. Þetta væru tveir menn sem kæmu frá landi sem einu sinni blóðmjólkaði landann og seldi honum einnig ormað mjöl. Semsagt topp menn með langa sögu af öruggum viðskiptum. Mér voru sendar myndir og umsagnir af þessu glæsilega ökutæki og þær að sjálfsögðu bornar undir Mr. Mopar. Mr. Mopar svaraði eftir nokkra daga (mikið að gera) og spurði þá er þetta Big Block ? Ég spurði til baka hvað í veröldinni er Big Block !!! Mr. Mopar virtist halda að ég væri að grínast og svaraði að það væri bíll með stóra sjálfskiptingu !! En að loknu þriggja tíma símtali frá Mr. Mopar vissi ég nær allt um Mopar bíla, ja allavega allt sem ég gat meðtekið í einu. Jú þessi bíll var Big Block en þó ekki alveg fullvaxinn, en nærri því þó, hann var með ásættanlegum lit, þó hann væri ekki Mopar Orange !!

 Challenger mynd -6

Bíllinn sem staðsettur er á vesturströnd USA á fyrir sér mjög svo langt ferðalag alla leið til Íslands. Tveir möguleikar voru í stöðunni, trukka bílnum frá vesturströndinni til austurstrandar og síðan að sigla með hann heim, eða sigla með hann frá vesturströndinni til Íslands. Leitað var tilboða í þessa tvo möguleika og þessi með að “trukka” bílinn þvert yfir USA virtist vera nokkuð dýrari en siglingin. Þá komu þessir tveir danir aftur fram í dagsljósið, því þeir gætu séð um þetta allt saman, skoðað, metið og séð um flutninga hvert sem í heiminum væri: NO problem eða þannig sko !

Bíllinn var keyptur með samþykki Mr. Mopar, en ekki eiginkonu minnar sem taldi að ég ætti yfir drifið nóg af ónotuðum leikföngum og hún bætti við hverjum dettur í hug að flytja inn eitthvað gamalt drasl sem mengar meira heldur meðalstórt skemmtiferðaskip. En hver ræður meira eiginkona mín eða Mr. Mopar ! Svarið liggur í augum uppi ekki spurning um það. Jæja bílinn hefur för sína frá einhverjum bæ þarna á vesturströndinni og fluttur í hendur The two danes (tveir danir). Kaupin voru samþykkt um miðjan maí og þar með hófst þetta stutta ferðalag draumsins.

Þegar þetta er skrifað er október og langt liðið á þann mánuð og ferðalagið var ca. svohljóðandi: Fluttur með flutningabíl frá Oregon til Los Angeles: ca. 1.600 km. Frá Los Angeles fór gámur með bílnum ásamt öðrum gömlum Dodge og úff ekki segja Mr. Mopar líka einum nýlegum Ford Mustang. Er hægt að koma tveimur bílum og einum Ford í 40 feta gám ? Nei ekki nema stafla þeim upp, þ.e.a.s. tveir bílar langsum og svo búin til pallur þar sem Fordinum er komið fyrir og þessi áðurnefndi Ford var settur á hærri stall !!

DC-1

 

Sem sagt fór gámurinn um borð í skipið Nyk Nebula sem þá lág við landfestar í Los Angeles. Þaðan sigldi skipið á 10 sjómílum max !! í gegnum Panama skurðinn og kom við í tveimur höfnum í suður Ameríku, þaðan lá leiðin í tvær hafnir á austurhluta USA. Á áðurnefndum ógnarhraða sigldi Nyk Nebula til Englands og kom við í tveimur höfnum þar einnig. Frá Englandi sigldi skipið til Hollands og þar fór gámurinn í land og beið svo rólegur þar eftir fari heim til Íslands. Skip frá “óskabarni” þjóðarinnar fór með gáminn síðasta spölinn frá Hollandi alla leið til Reykjavíkur.

Gámurinn er komin í land og þetta voru ekki nema 44 dagar og ca. 25.000 km í siglingu og svo bætast við 1.600km akstur með trukk, ja ekki nema nærri ca. 27.000 km ferðalag og EKKI nema SEX mánuðir frá kaupum bifreiðar.

Eins og allir vita þá þarf að forskrá bifreiðar til að hægt sé að tollafgreiða þær og ekki flókið mál ef þú hefur í höndunum “original” skráningarskírteini þ.e.a.s. fyrir bíla 40 ára og eldri, fyrir nýrri bíla þarf líka svokallað TUV skírteini/yfirlýsingu. Þessir tveir gömlu Dodge bílar fengu fastanúmer hratt og vel frá Samgöngustofu, en Fordinn var ekki með TUV gögn, en þau gögn er ekki hægt að fá nema að fá upplýsingar undan vélarhlíf og hurðafalsi ! Þetta vita auðvitað vanir menn/danir !

Til að nálgast þessar upplýsingar þurfti því að tæma gáminn því Fordinn var á stalli ! og ekkert pláss til að opna vélarhlíf eða hvað þá bílstjórahurð. En en en til að tæma gám þarf að tollafgreiða bifreiðarnar þrjár !! En til að tollafgreiða þarf að forskrá og til að forskrá þarf að tæma gám, til að tæma gám þarf að tollafgreiða bílana, til að tollafgreiða bílana þarf að forskrá. Bíddu við myndu einhverjir skarpir spyrja er lyklaborðið bilað eða er höfundur búin að gleyma hvaða setningu hann setti niður á blað síðast ?? Nei ég endurtek: Til að forskrá nýlega bifreið þarf TUV gögn, til að nálgast gögn innan úr Ford þarf að tæma gám, en ekki hægt að tæma gám fyrr en búið er tollafgreiða !!

 

Jæja, eftir viku frá komu gáms ákvað tollurinn að gefa leyfi til að tæma gáminn og í raun skil ég þá vel að leyfa ekki tæmingu án tollafgreiðslu því vanir menn ættu að vita hvaða gögn eiga að fylgja nýlegum bílum. Ég mætti þarna ásamt tveimur öðrum niður á tollasvæði bíla hjá “óskabarni” þjóðarinnar og þar var mættur hópur manna, ásamt sérfræðingi um hvernig ætti að taka út Fordinn á pallinum, en engin hjá “óskabarninu) (Eimskip) hafði þekkingu og/eða búnað til að renna Fordinum út úr gámnum. Minn bíll var innst í gámnum og yrði því síðastur út. Á svæðið voru einnig mættir tveir tollverðir á embættisbíl til að fylgjast með að allt færi rétt fram og ekkert væri í gámnum annað en þessir tveir bílar og Fordinn (nú verður Mr. Mopar ánægður).

En smá viðbót við söguna að skráð var inní gáminn fimm stykki, þ.e.a.s. tveir bílar og einn Ford (úff hvað ég er orðin litaður af Mr. Mopar) og tveir aðrir hlutir. Engin vissi hvað þessir tveir hlutir voru, en eftir langa innri skoðun á heilabúi eiganda bílana og Fordsins, kom í ljós að ég átti tvo pappakassa inní Dodge bílnum mínum. Þetta voru tvær bílamottur og gler í afturljós, fyrir þessu þurfti auðvitað að gera grein fyrir og setja á tollskýrslu þó þetta hefði fylgt frítt með bílnum. En það skil ég vel því allt sem skráð er inní gám sem sér hlutur er tollskyldur varningur (vann stuttan tíma sem tollari, já mjög stuttan). Fengnar voru nótur fyrir mottunum og glerinu og þær sendar tolli.

Gámurinn er tæmdur, lítið mál með fyrsta bílinn, en nokkur vinna með Fordinn, hann þurfti að renna niður af pallinum góða, á stálbitum af stærri gerðinni sem fluttir voru á “trailer” á svæðið. Síðan þurfti að rífa niður pallinn góða sem Fordinn stóð á svo að seinni bíllinn (kanntu ekki að telja !!) væri loksins tekinn út. Fyrsti bíllinn var ógangfær og því þurfti að ýta honum út, Fordinn rann niður stálbitana, en fór í gang á fyrsta starti enda Ford !! Minn Dodge var rafmagnslaus að mestu þó geymir hefði verið aftengdur í þessa sex mánuði, enda örugglega ekki “original” Mopar geymir. Þeir hjá “óskabarni” þjóðarinnar lánuðu okkur starthjálp og Dodge-inn fór í gang eins og þessir blöndungs bílar gera eftir langa hvíld ! Minn bíll slapp ekki alveg óskemmdur í þessu sex mánaða ferðalagi, nei smá skemmdir á farþega hurð og bretti, en það sem verra er að einhver leiðinda vökvi hafði lekið úr Fordinum niður á húdd míns bíls. Ég sem hélt að nýir Ford myndu halda vökva á mótor og skiptingu, en nei þeir virðast leka eins og gömul bresk mótorhjól (og Harley !). Ekki er vitað hvaða vökvi þetta var en hann var það öflugur að hann kom sér í gegnum yfirbreiðsluplast sem var yfir mínum bíl, eflaust umhverfisvænn vökvi ha !

DC-2

Nú eru liðnir sextán dagar síðan gámurinn kom í land og enn er tollurinn að skoða gögn, sem og skoða bifreiðarnar tvær og Fordinn. Ekkert óeðlilegt við það miðað við magn bifreiða sem flutt eru til landsins, þetta bara tekur sinn tíma og hvað er að því að bíða kannski einn mánuð eftir tollafgreiðslu eftir sex mánaða bið eftir komu bílsins míns. En vonandi fæ ég hann í hendurnar áður en langt um líður, því ekki yngist maður, löngu orðin löglegt gamalmenni og ætti því ekki að vera æsa mig yfir nokkurra vikna tollafgreiðslu. Tollurinn veit ekkert af því að ég hef beðið eftir því að eignast alvöru bíl í tugi ára, já hvernig ættu þeir að vita það. Þeir myndu eflaust telja mig “kex” ruglaðan ef ég myndi hringja og segja þeim frá mínu gömlu draumum. Myndu eflaust segja mér: Spádómar og draumar ræstast nær aldrei!!!

Hvað er að gerast á nítjánda degi frá komu gáms hefur tollurinn hefur klárað sín mál og mér sagt að ég megi nálgast bifreiðina, ja sko reyndar var mér tilkynnt þetta á sautjánda degi, en það var rétt fyrir lokun allra opinberra fyrirtækja á föstudegi að ég varð að bíða yfir helgina, en borgaði samt það sem borga átti til hins opinbera: Föstudagur til frægðar segir máltækið ! Nú er mánudagur og komin vetur og það er hálka úti, en voru ekki þessir gömlu amerísku bílar frábærir í hálku ??!! Nú liggur fyrir að fara með bifreiðina í vigtun, því ekki má nota upplýsingar frá eins bifreiðum, þó þær séu sama árgerð og gerð, nei gæti munað 2 kg. á milli bíla og rétt skal vera rétt. Svo er að sjá hvort þessi nærri fímmtíu ára bíll fái skoðun. Þetta kemur allt í ljós og jafnvel tekur þessi alltof langa saga enda á morgun og þó sögur gamalla bíla endi aldrei, allavega ekki meðan þeir eru í gangi ekki satt.

Challenger mynd -5

Mr. Mopar er mættur á svæðið eftir að Dodge Challenger 1970 er komin út af tollasvæði “óskabarni” þjóðarinnar. Engum NEI engum öðrum er treyst til að aka (ja sko hann sagði það sjálfur) bílnum fyrsta spölinn í nýja föðurlandinu. Ekið var að vigt einni sem staðsett er í Hafnarfirði. Þar tók á móti okkur maður sem að sjálfsögðu þekkti Mr. Mopar og spurði: Nei nýr í safnið Sigurjón ?! Vigtun lokið og síðan ekið að skoðunarstöð NR. 1 í Hafnarfirði: Betri Skoðun. Þar var bílinn skoðaður hátt sem lágt og það kom í ljós að þessi bíll hafði ekki dvalið í saltausturs landi, nei botn bílsins var eins og nýr, á staðinn var einnig mættur heiðursmaðurinn Gulli gjaldkeri Gaflara sem og eigandi tveggja Mopar bíla eins og áður sagði, hann vildi sjá að ég hefði keypt rétt eintak, eðlilega. Ég fékk að aka bílnum heim, reyndar með nokkrum leiðbeiningum um hvernig ætti að aka þessu tæki, hvaða bensín mætti nota og fleira sem ég man ekki. Heima tók við þriggja tíma þrif, áður en húsbóndinn á heimilinu (konan) fékk að líta djásnið augum. Hún sagði: Hann er á litinn eins og sleikjubrjóstsykur, horfði svo aðeins betur og bætti við: Þetta er alveg eins bíll og þessi rauði sem þú áttir (árgerð 2012 sá), afhverju varstu að kaupa eins bíl, var hinn ekki nógu góður !!! Jæja þá líkur þessari alltof langri sögu, en þetta er rétt að byrja, því eins og allir vita þá fylgir “smá” vinna að eiga gamlan bíl, já Jafnvel þó þetta sé MOPAR !!

Óli bruni

 

DC-3