Gunnlaugur Harðarson

Gunnlaugur Harðarson

Sunday, 03 November 2013 10:14

#5 frá Óla bruna - Harley 2014

Vatnskældur Harley Davidson 2014

Jæja síðasta vígið er fallið því komin er á markað fyrir árið 2014 vatnskældur Harley Davidson í touring útgáfunni (ferðahjól/pylsuvagn/rútubíll).

Það var sagt í hjólablöðum í USA að H.D. verksmiðjurnar hefðu í raun hent sprengju inná Harley markaðinn með því að kynna vatnskældan Harley, jú við vitum öll um V-Rod en fæstir telja það með alvöru Harley hjólum, eflaust útaf því að V-Rod er aflmeiri og með betri akstureiginleika en öll önnur Harley hjól er það ekki, en það er nú allt önnur saga frá Þýskalandi.

Þetta leyndarmál Harley verksmiðjunar um að nýja ferðahjólið með 103 c.inc. mótor væri vatnskælt hafði verið haldið mjög vel leyndu, þannig að blaðamenn á kynningu 2014 hjólanna stóðu með opin munn af undrun. Einnig að við kynninguna var ekkert verið að flagga þessu sérstaklega og eins og sjá má á þessum vatnskældu hjólum þá er þessi frágangur mjög vel falinn, skrýtið að fela þetta svona því þetta er í raun ein mesta framþróun (já já veit afturför) Harley sem sést hefur í mjög mjög mörg ár. Þetta leyndarmál er kallað Project Rushmore, kaninn kann að finna upp nöfn, samanber nafnið New York steak á Z1 Kawasaki hjólinu áður en það var kynnt almenningi.

Í raun hafa orðið miklar stjórnunarbreytingar hjá Harley frá árinu 2009, þróunardeild þeirra fær nú bara þrjú ár í hverja hönnun í stað fimm ára áður. Auðvitað var þetta bara tímaspursmál hvenær H.D. hefði neyðst hvort er eð til að koma með vatnskældan mótor, því hitavandamál og annað hafa plagað þessi hjól í nokkuð mörg ár, sem og krafa um minni mengun. Það er 103 c.inc mótor í öllum ferðahjólum H.D. fyrir árið 2014 sú vél hefur verið „uppfærð“ en aðeins Ultra Limited og Tri Glide þríhjólið (heyrst hefur að Tryggvi bacon ætli að kaupa sér H.D. þríhjól) eru með vatnskælingunni, en H.D. kallar þessi hjól Twin-Cooled, samanber Twin Cam vélina, ekki mál gleyma CVO Screaming Eagle touring hjólinu með 110 c.inc, mótornum það er líka vatnskælt = Tví kælt !

Nýju 103 c.inc. vélarnar eru sagðar koma með aflaukningu uppá ca. 5-7%, en H.D. gefur aldrei út hestaflatölu, spurning af hverju !! En tog er sagt 105.5 lb.ft á 3.750 rpm/snúningum. Harley menn segja þ.e. verksmiðjunar, að mesti munur finnist við framúrakstur og það muni einni heilli sekúndu að fara úr 60 mph í 80 mph, ja sem þú ert fljótari !! Stóra spurning er hvort hinn almenni Harley eigandi og/eða áhugamaður vilji vatnskældan Harley? Allavega var ekki mikill áhugi fyrir V-Rod  meðal „hard“core Harley manna, en tíminn mun leiða þetta í ljós, en eflaust bara tímaspursmál að öll hjól frá Harley verði vatnskæld. Eins og flestir eigendur Harley ferðahjóla, allavega síðustu ár hafa orðið varir við þá verður hressilega heitt í kringum vélina, bæði fyrir ökumann og ef farþegi er með. Harley verksmiðjurnar hafa sett vindhlífar til að beina köldu lofti að vélinni (spjöld á grind) og síðan færðu þeir pústgreinar, ádrepi á aftari cylinder ofl. Með vatnskælingunni segjast verksmiðjurnar líka náð betri aflnýtingu (ekki veitir af segja sumir). Það þarf ekki að leita langt til að sjá að þetta vandamál hefur plagað fleiri framleiðendur mótorhjóla, því BMW er komin með vatnskældan R1200GS. Á nýja ferðahjóli Harley fer vatnskælingin eingöngu í gegnum „heddið“ og á að kæla útblásturventla (þ.e. ef ég skilið þetta rétt, hef ekki mikið vit á mótorhjólum). Síðan eru tveir vatnskassar faldir sitthvoru megin í neðri fóthlífum fyrir framan ökumann, vatnslás og vatnsdæla eru neðarlega á grind að framan, allt virkilega vel falið !

Blaðamenn í USA segja að eflaust munu alvöru Harleymenn og konur froðufella yfir þessu, eins gott bara að fá sér Væng frá Hondu. En verksmiðjur benda á að vatnskælingin sé jafnvel minna áberandi en gamla olíukælingin. Einn prufuökumaður sem ók bæði nýja vatnskælda hjólinu og því hefðbundna með 103 c.inc. mótornum sagðist í raun finna engan mun á þessum hjólum, hvorki í afli né öðru. Eina sem hann bætti við að honum hefði fundist betra afl í USA útgáfunni en þeirri sem fer til annarra landa. En segir nýja hjólið „höndla“ vel, frábært  tog og nokkuð góða hröðun við framúrakstur. Segir að hljóð sé svona aðeins mildara í þeim vatnskælda. Segir einnig frá smá bilun í Ride by wire bensíngjöfinni = engir barkar, þannig að viðkomandi varð að bíða eftir viðgerð tvisvar í sínum fyrsta prufuökutúr, en er þetta ekki bara eins og gengur og gerist með mannanna verk, nema hjá Honda !

Sagt er að nýja hjólið sé framför ekki spurning, en engin gífurlegur munur frá því gamla, góðir hlutir gerast hægt.  Að framan eru komnir 49mm framdemparar með stífari fjöðrun, virka vel í hraðari beygjum, en hjólið getur samt tekið aðeins af þér völdin ef hressilega er tekið á því. Sagt er að afturfjöðrun mætti vera betri því í svona stærri misfellum í malbiki slógu afturdemparar saman. En hjólið er í raun létt í meðförum þegar það er komið af stað þó það vikti heil 864 pund. Ekki er flókið að leggja hjólið þannig í beygjum að fótaborð (já fótaborð/floorbords) snerti malbik, en fáum okkur bara önnur hjól ef við ætlum að „reisa“. Eins og áður er sagt þetta hjól er frábært ferðahjól, fer vel með ökumann sem og farþega. Bremsur eru sagðar virkilega góðar og er ABS kerfið samtengt milli fram og afturbremsu sem er alveg nýtt hjá H.D. Þetta kerfi kemur inn við hraða yfir 25mph, undir þeim hraða er allt hefðbundið.

Aftur er sagt hvort gamlir Harley aðdáendur verði ánægðir með þetta. En ekki spurning að þetta bætir öryggi ökumann verulega og já ekki langt síðan fyrsta Harley hjólið kom með ABS. Ultra Limited hjólið (það vatnskælda) kemur einnig með vökvakúplingu fyrir árið 2014, Harley verksmiðjurnar eru alltaf að finna upp eitthvað nýtt ! Ekki finnanlegur munur á átaki kúplingshandfangs við skiptingar. Hjólið er með sex gíra kassa og gamla góða „klonkið“ er enn til staðar við að skipta hjólinu, en gírkassi er sagður góður, en stundum erfitt að finna hlutlausan, þá aðallega þegar hjólið var heitt. Allur frágangur á hjólinu í heild er góður og það verður að minnast á þær góðu breytingar með hliðartöskur þ.e. að í dag er hægt að opna þær með einni aðgerð/handtaki. Sama á við með farangurskassan að aftan, virkilega góð framför hvor tveggja. Rofahús á stýri hafa einnig verið uppfærð og að auki er komin stór skjár í mælaborð sem er mjög auðvelt að lesa af (er ég að lýsa mælaborði á bíl !). Það fylgja headsett hjólinu og hljóðnemi sem hægt að nota til fyrirmæla ef segja má svo, því þú getur sagt spila: Rolling Stones eða já fyrir þá yngri Coldplay ! Virkar flott er sagt.  Mælum hefur einnig verið breytt og gott að lesa af jafnvel í mikilli sól. Á hjólinu er nýr framljósabúnaður bæði aðalljós og kastarar eru með LED perum. Útlitisbreytingar í heild eru ekki svo miklar og þó það er komið gat í vindvörnina (Batwing) fyrir vatnskælinguna, sem og að stýra betur vind frá ökumanni, sem og að heildarhönnun er miðuð við það sem sést hefur í vindgöngum. Einnig eru komnir tveir fljótandi diskar fyrir frambremsuna, lofthreinsarahlíf er líka öðruvísi. En virkar vatnskæling við akstur í heitu veðri sem og við aðrar aðstæður ? Þeir sem hafa ekið vatnsHarleyinum segja að ekki sé neinn stórmunur, en kannski ekki alveg að marka þau orð, því samanburður var frekar takmarkaður miðað við akstur hjóla með eldri hönnunina.

En aftur sagt frábært ferðahjól sem hefur tekið miklum framförum á leið sinni inní framtíðina, svo má ekki gleyma samanburði við aðra USA framleiðslu á hjólum sem er Victory og Indian hjólin, en við sjáum til hvort vatnið taki yfirhöndina hjá Harley. Svo er bara að sjá hver verður fyrstur hér á landi að fá sér vatnasvín (bein þýðing á water hog). Um aðrar tæknilegar upplýsingar má lesa betur á netinu.

Stolið og stílfært af netinu:   Óli bruni # 173

Monday, 28 October 2013 19:06

Frá Óla bruna #4

 

Búið er að fjalla um hjólaeign gjaldkera og formannsins í fyrri greinum frá Óla og þá er komið að öðrum stjórnarmönnum í einni og sömu umfjölluninni.

Suzuki Intruder 1800 er líklega algengasta hjólið í klúbbnum því þó nokkuð fleiri félagar en 3 stjórnarmenn hjóla um á þessari gerð. 

En hér kemur greinin.  Sjá einnig í spjallinu ásamt nokkrum myndum.

Suzuki Intruder 1800:  Mótorhjól sem lætur menn vita af því mótor er milli lappa þeirra, sem og nær skyldueign til að komast í stjórn Gaflara.

Við ungu mennirnir segjum þetta mótorhjól er hrikalegt og meinum þá að það sé flott “töff” o.s.frv.  Og það er óhætt að segja að Trúderinn sé hrikalegur með sinn 1783 cc mótor, það er sko alvöru V 2 mótor með stóru vaffi. Hjólið vigtar nær fjögurhundruð kílóum, nákvæmlega 347 kg og þessi samsetning segir: Mótorhjól fyrir alvöru karl- menn (og konur).

Trúderinn var kynntur til sögunar árið 2006 og árið 2010 kom M1800R á götuna.  Blaðamenn segja að þvermál strokka 112 mm sé með því stærsta í heiminum ef þá ekki það stærsta, þ.e. af fjöldaframleiddum hjólum. Tog er á við stóran skuttogara 118 ftlb og veitir eflaust ekki af miðað við þyngd. Sumir segja (þeir sem eiga ekki) að Trúderinn sé bara eftirlíking af Harley, ekki leiðum að lýkjast þar og blaðamenn bæta við að hjólið sé betur framleitt og með meira afl heldur en Harley.

Miðað við þennan stóra V mótor 1783cc, þá er hjólið í raun virkilega þýðgengt. Kúplingsátak er mjög létt miðað við búnað og það þarf aðeins tvo fingur á kúplingshandfang og rennur hjólið í gíra við skiptingar. Eins og hefðin hefur verið hjá Suzuki þá er beina innspýtingin og kveikjukerfi með því betra sem til er á markaðinum. Ekkert hik eða hikst vegna innspýtingar sem er nú nokkuð algengt. Í raun frábær hönnun á V mótor og flestir blaðamenn mótorhjólablað gefa mótor fjórar stjörnur af fimm og eigendur Trúdersins nær oftast fimm stjörnur. Svo eru einhverjir sem tuða yfir því að vatnskældur V mótor sé ekki alvöru “krúser”, dæmi hver fyrir sig.

Miðað við stærð hjólsins þá “höndlar” það virkilega vel, sætishæð er góð fyrir lappastutta aðeins 705mm svo jafnvel varaformaðurinn nær niður á gatnamótum þegar stöðvað er, Reyndar segja “vinir” hans að Trúderinn hans sé að skjóta rótum. Sama má segja um fótpedala meðalmenn ná vel á þá og áseta er þægileg, nema fyrir þá sem nota buxur með skálmasídd undir 29 tommum. Þyngd hjólsins liggur mjög neðarlega og gerir það að verkum að hjólið situr vel og ekki svo þungt í meðförum jafnvel á bifreiðastæði, en “vinir” ritara klúbbsins segja að hans hjól standi mest á bifreiðastæðum því hann sé alltaf upptekin við að bæsa sumarbústað sinn (ljóta bullið í þessum vinum).

Bremsur eru sagðar ágætar, tveir diskar að framan með fjögurra stimpla bremsudælum, en mættu vera betri, það þarf að taka vel á þeim við neyðar-hemlun, en gleymum ekki þyngd hjólsins, en ekki má gleyma mótorbremsunni þ.e. mótornum sjálfum.

Trúderinn er hlaðinn krómi svo miklu að gott er að eiga rafsuðu-hjálm segja sumir. Þó Suzuki verksmiðjurnar séu þekktari fyrir sporthjólin sín eins og GSX-R hjólin (uss gleymdi Bandit) þá er krúser framleiðsla þeirra alveg jafn vinsæl í USA og Þýskalandi, tala nú ekki um Ísland. Eina sem blaðamenn hjólablaða setja útá er svona endafrágangur og sparnaður í vali í boltum og róm, mætti vera betra.

Í samanburði við aðra krúsera í þessari mótorstærð t.d. Harley þá þyrftu menn í raun að fara í custom Harley CVO/Screaming Eagle til að fá svipað magn af krómi og dóti, en verðið já tveir Trúderar fyrir einn CVO Harley. Blaðamenn mótorhjólablaða gefa nær allir hjólinu fjórar stjörnur af fimm í heildareinkunn. Nú er bara að sjá hvort þessi grein sem og “vinir” varaformanns, ritara og meðstjórnanda Gaflara ýti þeim ekki útá malbikið meira heldur en hefur verið, en þeim til varnar verð ég að segja að það ringdi bara í allt sumar og að bóna allt þetta króm uss maður bara svitnar við tilhugsunina. Lesa má meira um þetta frábæra hjól á netinu.

Stolið og stílfær af netinu:  

Óli bruni

Saturday, 26 October 2013 17:37

Slökkviliðs-hjól

Ágætu félagar,

Ólafur R. Magnússon, Óli bruni, hefur verið duglegur að senda okkur greinar um hjólin okkar.  Það mun á næstu vikum/mánuðum birtast fleiri pistlar um hjól frá honum.  Það var Hilmar Lúthersson á Selfossi, Snigill nr. 1 og Drullusokkur nr. 0, sem gaf Ólafi þetta viðurnefni um árið.  Það er vel lýsandi fyrir starfið hans Óla en hann vinnur hjá Slökkvliliði höfuðborgarsvæðisins, á forvarnarsviði.  En hér er mynd sem Óli horfir á þessa dagana og veltir fyrir sér hvort hann eigi að fjárfesta í einu slíku og sameina vinnuna og áhugamálið í einu tæki. Þetta er bresk græja ( auðvitað) framleidd af Leyland og með V2 BSA mótor.  

 

 

Monday, 21 October 2013 20:44

Frá Óla bruna #3

Hér kemur 3ja samantektin frá Óla bruna og nú fjallar hann um Suzuki Bandit 1200 / 1250 eins og m.a. formaðurinn á í safni sínu.

Set þeta einnig í spjallið (ásamt fleiri myndum) þannig að þið félagar getið skrifað ykkar hugleiðingar eða skoðanir á þessum skrifum.

 

 

Það sem formaðurinn vill = það fær hann:

Nú berum við aldrað tæki saman við aðeins nýrra:

Suzuki Bandit 1200 og Bandit 1250.

Eins og elstu menn muna þá á formaður okkar ástsæla félags Suzuki Bandit sem hentar vel mönnum sem baka brúntertur og eru svona frekar mjúkir menn ekki rétt !!??

En snúum okkur að þessum tveimur Bandit hjólum, það nýrra sem er í dag komin með vatnskælda vél og er 1255 cc mótor þ.e.a.s. sá mótor kom í hjólið 2007, en sú gamla var 1157 cc og það munar um minna, fyrir utan það að nær allir framleiðendur enda á vatnskældum hjólum, eins og síðasta vígið sem féll nú í ár og það var sjálfur Hardley Moving Davidson (þessi setning sérstaklega skrifuð fyrir Harley eigendur: bara grín).

Eins og áður sagt hvað muna elstu menn aftur í tímann í þróun hjóla og hvað voru ofurhjólin á árunum frá 1990, jú Ducati 916, Honda Fireblade, Suzuki GSX-R 750 o.fl. sem voru ágætis hjól, en Banditinn hafði og hefur í raun stærri aðdáendahóp en framangreind hjól frá því framleiðsla Bandit hjólsins hófst árið 1996. Ekki voru mörg mótorhjól á markaðinum á þessum upphafsárum sem voru „nakinn“ og með olíu og loftkældan mótor í þessari stærð og það fjögurra strokka í línu, já „nakinn“ sem við viljum hafa mótorhjól ekki satt, þannig að ekkert sé falið.

Banditinn (væri réttara að kalla hjólið útlaga eða eitthvað svipað) sækir sitt í aðra þekkta súkku GSX-R1100. Strax frá upphafi var Útlaginn þekktur fyrir ótrúlegt tog sem og að eigendur hjólanna eyddu miklum tíma á afturdekkinu (þekkjum við það ekki ?), en líka „höndlaði“ hjólið virkilega vel: semsagt einfald-leikinn er bestur. Það eru sko ekki mörg mótorhjól sem hafa verið framleidd nær óbreytt í ellefu ár, jú smá breytingar í gegnum tíðina, grind breytt á árinu 2005, síðan nokkuð stór breyting á vél 2007 þegar vatns-kælingin tók völdin og þrátt fyrir þessa viðbót þá hélt hjólið að mestu öllum sínum góðu eiginleikum, hvort sem um var að ræða hraðakstur og miklar beygjur með eða bara í rólegt ferðalag með konunni aftan á.

En Útlaginn verður aldrei neinn racer í standard útgáfu, nei þá verða menn að snúa sér að einhverju öðru. Hjólið var og hefur alltaf verið þægilegt í meðförum og þægilegt ásetu fyrir ökumann. Áseta er svipuð á bæði þeim gamla og þeim nýja. Bremsur ja þær hafa aldrei verið neitt til hrópa húrra yfir og lítið breyst í þeim málum. Bæði hjólin eru með tveimur diskum að framan og sex stimpla Tokico bremsudælum. Hægt er að ná nærri vel rúmum 200 km á einum tanki ja nær 300 km og eflaust nær formaðurinn frá Hafnarfirði til Akureyrar á einum tank !

Útliti hefur lítið verið breytt í gegnum árin en jú 2005 árgerðin sýndi sig með þó nokkrar breytingar og þá varð Útlaginn líkari litla bróður sínum 650 hjólinu. Á sama tíma var mælum breytt frá því hefðbundna yfir í digital hraðamæli og analog klukku (sem er hugsuð fyrir eldri borgara svo þeir mæti á réttum tíma í mat). En ljótu krómhringjunum var haldið utanum mæla. Þrátt fyrir að Útlaginn væri talin svona frekar gamaldags með tímanum þá héldu Suzuki menn sínu striki og voru ekkert að eltast við, álgrindur, inverted (snúa í raun öfugt segja sumir) dempara, nei þeir héldu sig við einfaldleikann og tryggan kúnnahóp sem var ánægður með hjólið og þá sérstaklega verð Útlagans sama hvort þú keyptir það með smá feringu og ABS bremsum. Á þessum ellefu árum hefur vélin verið það góð að hún er talin í raun skotheld og ef það hefði ekki verið fyrir einhverjar grænar umhverfis-vænar kerl&/#$ þá væri Útlaginn enn loftkældur. Nýjan vélin þ.e. sú vatnskælda er sögð miklu mýkri ef segja má svo, en sú gamla var það nú í raun líka. En einn galli sú nýja titrar meira og svo segja sumir að afturför hafi orðið í útliti sú nýja sé ekki eins áferðarfalleg !!

Prufuökumenn Útlagans segja að við akstur 1250 hjólsins þá minni mótor þá alltaf á túrbínu mótor, alltaf jafn mjúkur upp allan snúningsskalann og jafnvel þegar tekið er hressilega á hjólinu frá 3700 snúningum þá hikar hjólið aldrei heldur æðir áfram eins og villiköttur. Gírkassi mætti vera betri og minnir oft á gírkassa frá mótorhjólaframleiðanda einum í USA, en það skiptir ekki svo miklu máli því togið er alveg frábært og því þarf ekkert að vera hræra mikið í gírkassa. Samanburður á gömlu græjunni og þeirri nýju þ.e. hvort er skemmtilegra í akstri, það gamla með blöndungum eða það nýrra með beinni innspýtingu ? Jú það gamla var í raun mýkra í inngjöf og nær aldrei neitt hik, en svona er þetta þróun er ekki alltaf betri, en beinar innspýtingar á mótorhjólum hafa batnað með hverju árinu sem líður. Lesa má betur um tæknital í greinum um þessi hjól, yfirleitt frekar þurr lesning um hvort það munar einhverjum millimetrum í einhverju eða sekúndu-brotum (reyndar er gamla græjan með betri tíma á ¼ mílunni en sú nýrri) í öðru, en svona tala bara gamlir staðnaðir karlar er það ekki ??!!

Nú er bara að sjá hvort formaður vor haldi sér við Útlagann eða falli í gryfju eldri borgara og fái sér hjól með svuntu, rafstýrðri framrúðu, þremur töskum, hita í handföngum og sæti, já ekki má gleyma klukkunni o.fl. o.fl. !! = FJR 1300.

p.s. Smá viðbót, formaðurinn sem er Mopar maður í gegn sást vera skoða eðal FORD, já meira segja pallbíl, öll vígi falla að lokum.

Stolið og stílfært af netinu:  Óli bruni

 

 

 

 

 

FACTFILE 2007 SUZUKI BANDIT 1250

Engine: 1,255cc, liquid-cooled, DOHC, 16-valve inline four
Power: 100bhp @ 7,900rpm (c)
Torque: 80lb.ft @ 3,700rpm (c)
Front suspension: 43mm RWU forks, adjustable preload
Rear suspension: Uni-Trak monoshock, adjustable preload
Front brake: 310mm discs, four-piston Tokico calipers
Rear brake: 240mm disc, single piston caliper
Weight: 244kg wet (t)
Seat height: 810mm
Fuel capacity: 19 litres
Top speed: 144.7mph (t)
Quarter mile: 12.07sec@116mph

FACTFILE SUZUKI BANDIT 1200S
Engine: 1,157cc, air-cooled, DOHC, 16-valve inline four
Power: 98.4bhp @ 7,900rpm (t)
Torque: 69.4lb.ft @ 6,900rpm (t)
Front suspension: 43mm RWU forks, adjustable preload
Rear suspension: Uni-Trak monoshock, adjustable preload
Front brake: 310mm discs, four-piston Tokico calipers
Rear brake: 240mm disc, single piston caliper
Weight: 245kg wet (t)
Seat height: 805mm
Fuel capacity: 20 litres
Top speed: 139.2mph (t)
Quarter mile: 11.54sec@129mph 

Monday, 14 October 2013 16:16

Frá Óla bruna #2

Þá kemur umfjöllun um eitt besta hjól sem er í eigu nokkurra Gaflara, FJR 1300 sport touring.

Þetta er m.a. annars sett hér inn fyrir gjaldkerann og nokkra (leyni) aðdáendur sem vildu alveg skipta út súkku fyrir FJR..

Set þetta lika í spjallið með aukamyndum og þar er hægt að segja sína skoðun á tækinu.

Yamaha FJR 1300 árgerð 2013

 

Úr því lögreglan getur notað þetta hjól og tók það framyfir Harley Davidson þá hlýtur FJR-inn að vera gott hjól, jafnvel til að vinna á heilu dagana.

Útlitið segir okkur að þarna er á ferðinni ferðahjól með stóru effi. Þessi týpa hjóla hafa verið framleidd af mörgum verksmiðjum í gegnum árin og þar má nefna t.d. BMW R100RT og K100RT, Kawasaki Concours ZG1000 og Yamaha FJ1000, öll þekkt hjól frá fyrri árum og ekki má gleyma Triumph Trophy 1200 sem kom nokkrum árum seinna, öll þekkt sem alveg ágæt ferðahjól.

Þróun ferðahjóla hefur verið mjög mikil frá því ofangreind hjól komu fyrst á markað. FJR1300 hjólið kom fyrst á markað árið 2003 og þá þegar var það léttara en flest hin ferðahjólin, en að auki með vatnskælingu, beina innspýtingu og 1298 cc línumótor. Hjólið var knúið áfram með drifskafti og það var úr V-Max hjólinu. Hjólið kom þá þegar með hörðum töskum, bögglabera og rafmagnsframrúðu, sem hægt var að hækka eða lækka allt eftir aðstæðum. Bensíntankur tók um 25 ltr. af bensíni og hægt var að fá hjólið þarna í upphafi með ABS bremsum.

Hjólið var valið Riders motorcycle of the year árið 2003. FJR-inn hefur verið í stöðugri framþróun frá fyrsta árinu og árunum 2006 til 2008 voru gerðar miklar breytingar til batnaðar þá aðallega vegna hitavandamála mótors, bensíninngjafar (þekkt vandamál á hjólum með beina innspýtingu!) þannig að hún var ekki eins viðkvæm og betur útfært ABS bremsukerfi.

Nú árið 2013 eru enn endurbætur þar sem hjólið er komið með Ride by wire (engin bensínbarki), cruise control= sjálfrennireiðsstilling, hægt að stilla afl til afturhjóls, átaksstýring á afturhjól við inngjöf þannig að ökumaður eigi ekki á hættu að spóla hjólinu undan sér (traction control) nýtt head, nýtt mælaborð og gírkassi. Demparar eru stillanlegir og hefur fjöðrun verið endurbætt bæði aftan og framan. Hjólið sagt „höndla“ vel og bremsur virki mjög vel, áseta er góð þó hjólið teljist frekar hátt í sæti. Það hefur líka verið „flikkað“ uppá útlitið, en grunnur hjólisins er sá sami í raun, því afhverju að laga eitthvað sem virkar vel.

Hjólið viktar um 663 lbs og er engin léttavara, en sagt mjög þægilegt í meðförum og þá sérstaklega þegar komið er á smá hraða (snillingar þessir blaðamenn að fatta svona).  Vindhlífar og framrúða skýla ökumanni ágætlega og hjólið er sagt með mjög sportlega eiginleika. Gallar jú alltaf hægt að finna eitthvað að, bent er á að það séu alltof mikið af stillingum á handföngum, geti truflað ökumann í akstri við að leita að réttum takka !

Allavega hjól sem hentar í nær allt, ferðahjól með töskum, sporthjól þegar það á við, lítið mál að taka með sér farþega, hvað vilja menn meira. Hjólablöð í USA gefa hjólinu allavega nær fulla stjörnugjöf þó hönnun teljist orðin nokkuð gömul.

 

 

Wednesday, 09 October 2013 17:45

Frá Indlandi

Sá þetta myndband á vefnum í dag. Eiga Gaflarar að koma sér up svona braut ?

 

http://vimeo.com/66585349

Sunday, 06 October 2013 10:20

Frá Óla bruna # 1

Ágætu félagar, nú er fyrsti pistillinn frá Óla bruna kominn í spjallið.  Þar er fjallað um cafe racer/ kaffihúsarakka.

 

Tuesday, 17 September 2013 22:41

Þriðjudagsfundir

Nú er hjólasumarið liðið og þriðjudagsfundir hefjast í byrjun október.

Nærst verður opið hús á Strandgötunni þriðjudaginn 1 október og síðan verðum við með fundi 1. og 3. þriðjudag í hverjum mánuði.

Boðið verður upp á kaffi, kleinur og konfekt eins og áður.

Kveðja

Stjórnin

Saturday, 24 August 2013 19:26

Dagsferðin 24/8/2013

Ágætu Gaflarar og Drullusokkar,

Takk fyrir ferðina í dag. Það voru 40 félagar sem mættu í Þorlákshöfn og hjóluðu um Suðurnesin og enduðu í félagsheimili Gaflara á Strandgötunni í Gaflara-bæ þar sem boðið var upp á kaffi, konfekt og kökur.  það hefði mátt vera aðeins þurrara en enginn drukknaði í dag.

Meðfylgjandi mynd sýnir þá Gaflara sem mættu fyrstir í morgun ásamt tveimur SKUTLUM sem létu sig ekki vanta.

Einnig eru fyrstu myndirnar konar í myndasafnið.

Stjórn Gaflara

 

ps. gaman væri að fá myndir frá þeim félögum sem voru með myndavélarnar á lofti í dag, kveðja gjaldkerinn

Friday, 23 August 2013 17:50

Myndbrot "samför" 2012 seinnihluti

Hér kemur svo seinni hlutinn af myndbrotinu