Gunnlaugur Harðarson

Gunnlaugur Harðarson

Tuesday, 07 January 2014 22:19

Helgarferðin stóra

Ágætu félagar,

Helgarferðin í ár verður til Ísafjarðar.  Farið verður af stað föstudaginn 20 júní og komið heim sunnudaginn 22 júní.

Gist verður á Hótel Eddu, Ísafirði. Á laugardeginum verður hjólað um nágrennið: Bolungarvík, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri.

Verð kr. 20.000,-.  Það þarf að skrá sig sem fyrst og greiða fyrir miðjan apríl n.k. 

Við höfum tekið frá 20 rúm.  

Þar sem skráningin er óvirk á vefnum bið ég ykkur sem ætla að bóka sig í ferðina að senda tölvupóst á:  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.    með nafni og kennitölu.

kveðja

Stjórnin

Friday, 03 January 2014 19:09

#11 frá Óla bruna - Honda VTX 1800C

Honda VTX 1800C  

krúser með stóru K i sem notið hefur mikilla vinsælda hér á landi sem og annars staðar, já gömul grein en miðað við lestur um nýrri VTXa þá hafa ekki orðið gríðarlegar miklar breytingar í gegnum tíðina. Það kemur bara önnur grein seinna um eitthvað nýrra.  Þegar menn sem og konur leita sér að alvöru krúser þá kemur margt til greina, því mikið framboð er af hinum ýmsu hjólategundum, þ.e. í krúser stílnum jafnvel Ducati skellti sér í þann slag með Diavel hjólinu sem nýlega var fjallað um. En snúum okkur að Hondunni sem er hjól með V 2 mótor og stærð mótors er sagður 1795cc og á tímabíli var VTXinn sagður með stærsta fjöldaframleidda mótorinn í krúser flokknum. Honda var lengi  að ákveða sig að skella sér í hóp stóru strákanna í krúserdeildinni, en sagan segir að það hafi tekið Hondu um fimm ár að hanna hjólið áður en það var sett á markað, góðir hlutir gerast hægt segja Kawasaki menn. VTXinn er nú kannski nær V-Max eða jafnvel V-Rod, en það er alltaf erfitt að setja viss mótorhjól í flokka. En þessi stóri mótor 1795cc kom strax með beina innspýtingu. Hestöfl eru gefin upp 88.9 miðað við 5250 snúninga og togið er sko ekkert smá 100.3 footpounds á 3000 snúningum, bara hægt að draga heilan her af Harley á verkstæði (uss ekkert svona bull). VTXinn sýnir sig líka hressilega á ¼ mílunni og er þar hraðari en flestir krúserar fer þetta á 12.3 sekúndum og endahraði er 105.5 mílur, eina hjólið sem eitthvað klórar í bakkann í krúserdeildinni er önnur Honda Valkyrjan sex strokka sem fer þetta á 12.13 sekúndum og endahraði er 107.0, reyndar tekur V-Maxinn þetta með stæl og skilur þessar Hondur eftir í reykmekki en Maxinn fer þetta á 10.87 og endahraði er 124 mílur, en Maxinn er líka V 4. Svo er eitthvað talað um Harley FXDX sem fer þetta á 13.62 og endahraði er 92.6 mílur (öruggt að Húni færi þetta miklu hraðar). Skemmtilegur samanburður en eru menn og konur sem kaupa sér VTXinn nokkuð að hugsa um hraðakstur eða ¼ míluna ??!!. En við lestur um VTXinn þá kemur hann prufuökumönnum hressilega á óvart þá sérstaklega þetta ótrúlega tog sem hreinlega reynir hressilega á handleggs og hálsvöðvar þegar gefið er hressilega í. Eins og áður er getið þá er mótor engin smásmíði, hver stimpill er 101mm í þvermál og slaglengd er 112mm, en þrátt fyrir þessa sleggju í hjólinu er það sagt þýðgengt og titringur sagður lítill uppí stýri eða fótstig, þetta er að þakka tveimur Counterbalenserum, sem og fjórum mótorpúðum. Það er jafnvel hægt að sjá úr speglum hvað er fyrir aftan hjólið í hægangi. Beina innspýtingin virkar mjög vel ekkert hik. Miðað við allar þessar kröfur frá grænu kerl%&/&%um þá heyrist vel í hjólinu þetta fallega V 2 hljóð, sem er eitt fallegasta mótorhljóð sem til er, nema kannski Big blokk Mopar !! Hægt er að snúa mótor í 6000 snúninga áður en útsláttur kemur inn. Gírkassi er fimm gíra og með góðum hlutföllum og lekur bara í gírana, jafnvel þegar mikið liggur við. Útlit hjólsins hrífur flesta í krúserflokknum og er með því nútímalegra. Prufuökumenn segja að það sé aldrei leiðinlegt að aka hjólinu jafnvel á löngum beinum köflum. Áseta er sögð góð og sætishæð er 27.3 tommur. Reyndar eins og flest mótorhjól í þessum krúser flokki þá ertu ekki lengi að reka eitthvað niður ef beygjur eru teknar hressilega. Fjöðrun er sögð nokkuð góð og ekki of mjúk, sem oft fylgir krúserum, að framan eru öfugir demparar Upsidedown og tveir utanáliggjandi að aftan, hægt er að stilla fjöðrun eitthvað t.d. að aftan eru fimm stillimöguleikar. Sagt er að hjólið geti aðeins hrist hausinn ef hressilega er tekið á því útúr beygjum sem og að lenda í stærri holum í malbiki, höfum ekki áhyggjur af svoleiðis hér á landi frekar svona bleikum götum !! En ekki má gleyma þyngd hjólsins sem vigtar lítil 756 pund. Þrátt fyrir þyngd sína er VTXinn frekar léttur í meðförum og alltaf í gang í fyrsta starti, líður áfram án átaka hvort sem ekið er í gegnum beygjur eða á beinu krúsi. Aðeins talað um að menn verði þreyttir í öxlum á lengri vegalengdum þá vegna stýris, en það má nú alltaf skipta um svoleiðis smádót. Eyðsla er sögð frekar lítil miðað við þyngd hjólsins og stærð mótor, fer með 4 lítra á 45 mílum. Eins og alltaf hjá Honda er frágangur lýtalaus en mælaborð sagt frekar ljótt, en allt er þetta smekkur manna. Hægt að lesa miklu meira um þennan krúser/brúser á netinu.

Stolið og stílfært af netinu.

Óli bruni 

Sunday, 15 December 2013 17:48

#10 frá Óla bruna - meira af Cafe Racer

Norvin café Racer

Hvað gerist þegar þegar við „giftum“ kraftmesta mótorhjólamótor heimsins (á sínum tíma) og bestu mótorhjóla grind heimsins jú besta cafe racer sem til er. Við erum að tala um 998 cc Vincent mótor og Norton Featherbed grind. Þessi gifting/draumur varð að veruleika hjá Mick nokkrum Sobalak fyrir nokkru. Segjum aðeins frá Mick, en hann keypti sitt fyrsta hjól þá 14 ára á árinu 1968 þegar hann keypti sér Triumph Thunderbird árgerð 1952. Og það leið ekki langur tími þangað til hann var búin að breyta Trumpanum í cafe racer og já aðeins 14 ára. En samt var þetta ekki nóg, Mick var strax farin að skoða eitthvað hressara (við könnumst við þetta er það ekki) og hugurinn leitaði til ofurhjól síns tíma Vincent, honum fannst samt standard (orginal) hjólið samt lítið spennandi, en þegar hann sér sinn fyrsta Norvin þá var ekki aftur snúið. Hjólið var svo þétt ef segja má svo, eins og meðfylgjandi myndir sýna. En tíminn leið og leið og leið, því næstu þrjátíu árin „stóð“ Mick í því að byggja hús, gifta sig og koma upp börnum ofl. En svo sá hann nokkuð flottan Norvin til sölu og gamlar minningar rifjuðust upp hratt og vel. Þó mótor hjólsins læki olíu eins og orginal Honda !! sem og að mótor glamraði eins og Shovel Harley, ja eða eins og Norton ! þá lét Mick svona smáatriði ekki stöðva sig, draumurinn varð að veruleika og hjólið var hans. Nú tóku við hugleiðingar um að gera hlutina rétt og fyrst var haft samband við Skota nokkurn að nafni Sandy vegna grindarinnar. Sandy er verkfræðingur að mennt sem og sérfræðingur í Norton grindum og öllu sem snýr að mótorhjólum. Fljótlega kom í ljós að gamla 1957 Featherbed grindin var ekki uppá sitt besta og því var hafist handa við að lagfæra hana með nýjum túbum úr T45 carbon manganese efni, grindin endaði nær því að vera Manx Norton grind í uppsettningu. Næst var farið í 1950 Vincet Black Shadow mótorinn, en Black Shadow var nafnið á Vincent hjólinu sem mótororinn kom upphaflega úr. Mótorinn var rifinn í frumeindir og við skoðun kom í ljós að sveifarhúsið var nokkuð gott, en annað þurfti lagfæra eða skipta út að mestu. Áður nefndur Sandy Topen var Mick innan handar með flesta hluti, en endursmíði mótors tók um 18 mánuði. Hvers vegna tók þetta eitt og hálft ár myndu margir spyrja, jú góðir hlutir gerast hægt. Smíðuð voru ný rocker box af BLR og ventla stýringar, settir nýir Omega stimplar, en þjöppu haldið standard. Keypt nýtt belt drive og kúppling frá Bob Newby Racing, settur 5 gíra Triumph gírkassi inní Nourish gírkassahús. Takið eftir frambremsunni hún er það sem kallað er 8 leading bremsa (Óli bruni er núna slefandi). Bremsa þessi kom fram á sjónarsviðið á árinu 1973 og er frá CMA, kostaði lítil 75 pund þá, en var talin sú dýrasta á markaðnum, já einnig sú stæðsta. Mick notaði Roadholder frampípurnar og setti utanáliggjandi gorma. Keypt voru álbretti frá Revolutin Spares, gamla Manx replica sætið var notað, en breytt þannig að í því er smá verkfærahólf (til hvers !!). Keyptar voru Borrani ál felgur og settir riðfríir teinar. Afturbremsa er úr magnesíum og kom úr gömlu kappaksturshjóli BSA triple, en festingar eru úr gömlum Manx racer, þær eru úr áli. Eins og við vitum öll þá eru nær allir alvöru cafe racerar með kickstarti !! Ekki rafstarti, já rafstart er bara fyrir kerlingar af báðum kynjum og þá sem eru með einhverja líkamlega „örðugleika“. Mick finnast flestar þessar kickstart sveifar forljótar, hann leitaði lengi að hinni einu réttu og sættist lokins á eina og kom hún af Velocette Venom Thruxton. Nær allir boltar og rær eru úr ryðfríu stáli sem og ýmsar festingar og það tók Mick margar klst. að sverfa af og „dúlla“ við hvern bolta og hverja ró til að verða ánægður, svoldið svona eins og þessir sem gera allt orginal. Stýri þar var notað clipons af Manx frá Burgess Frames, nær allar festingar og annað fyrir stýri og kapla það smíðaði Mick sjálfur úr ryðfríu. Sandy smíðaði festingarnar fyrir framdemparana (fork yokes), framlugt er af BSA. Þar sem mótor og gírkassi fylltu útí alla grindina þá var ákveðið að hluta niður bensíntankinn, hluta undir bensín og hluta undir olíu, spurning hvað notast meira !! Manx pedalar (rearset) þ.e.a.s. með því útliti og allt úr áli eða ryðfríu. Ja ekki má gleyma mótorfestingum sem voru handsmíðaðar og úr áli. Ál bensíntankurinn, já Mick vildi ekki pólera hann heldur lét mála hann hjá Colin Mckay og hluti af þeirri vinnu var handmálað. Sex árum eftir kaup á Norvin hjólinu þá var hjólið tilbúið og áður en haldið var á mótið Festival of 1000 bikes hjá Mallory Park þá var það fyrsti túrinn og hann var jú eins og hjá flestum sem smíðað hafa svona „orginal“ hjól smá gangtruflanir, blöndungar ekki alveg rétt stilltir, rangir jettar ja þið þekkið þetta. En heim í skúr og smá fikt og hjólið var farið að ganga eins og Kawasaki Z1. Annar prufutúr og þá tekið smá skrens uppí 80 mílur, já Mick segir að hljóðið í mótor sé alveg ólýsanlegt. En áseta er svona fyrir alvörumenn, bensíntankur er frekar langur og clipons sem og rearset pedalar gera það að verkum að mikið hvílir á úlnliðum. Hjólið er frekar framþungt svo það er gott að sitja frekar aftarlega í sætinu, þá fer hjólið í gegnum beygjur án átaka og „trakkar“ virkilega flott. Ofur frambremsan er svona tveggja fingra tak, þú getur læst frambremsu með litlu átaki, afturbremsa virkar vel, ja eins og góð afturbremsa á að gera. Eins og áður sagt er hljóðið frá hjólinu á snúning alveg klikkað, ekki að furða því V mótor með tveir í einn púst og opin megaphone kút, ja þið heyrið þetta alveg er það ekki, eins og Buell á sterum, eða Norton Commando með heitum ásum !! Þess má geta að MCN blaðið (Motor cycle news) valdi hjólið hans Mick eitt af tólf flottustu special/custom hjólum ársins 2008 og hjólið hlaut einnig þriðju verðlaun á Carol Nash showinu í NEC höllinni í Birmingham. Mick er skiljanlega alveg í skýjunum með hjólið, „höndlar“lúkkar“ og virkar vel. Hann segist ekki þola verksmiðjuframleidd hjól og segir orðrétt: Öllum hjólunum mínum hefur verið breytt af mér fyrir minn smekk til að vera öðruvísi, þessi Norvin toppar þetta allt (ja þangað til næsta hjól) og það var vel þess virði allur þessi tími sem fór í þetta. Já eins og CB 750 Hondu eigandinn sagði þegar hann var að reyna að fara fram úr Kawasaki Z1: Góðir hlutir gerast mjög hægt.

Stolið og stílfært af netinu:

Óli bruni # 173

Triton hinn fullkomni cafe racer ?

Reynslusaga manns sem kaupir draumahjólið sitt.

Hvað er nú Triton spyrja margir, jú það er mótorhjól sem samansett er af Norton featherbed grind og Triumph mótor, gírkassi eftir smekk, sem og bremsur og fjöðrun o.s.frv. Heppnast þetta alltaf ? svarið er nei. En þegar þetta er gert af fagmönnum þ.e.a.s. þeim sem kunna til verka er þetta í raun fullkomið mótorhjól, bæði hvað varðar akturseiginleika og útlit. Okkur  dreymir flestum um hið fullkomna mótorhjól, allt eftir smekk, en er það til þetta fullkomna hjól ? En góður Triton er nokkuð nálægt því segja sumir mótorhjólablaðamenn, svo er spurning hvort maður eigi nokkurn tímann að trúa blaðamönnum hvort sem þeir eru að skrifa um mótorhjól eða bíla ! Maður einn í Englandi að nafni Mike hafði átt hin ýmsu hjól, Triumph, Norton, BSA og jafnvel Hondu, já og flest annað. En honum dreymdi alltaf sama drauminn og því ekki að láta drauminn rætast. Mike hóf að leita í hinum ýmsu mótorhjólablöðum hvað væri nú það besta. Margt kom til greina en að lokum voru það tvö hjól BSA Rocket Gold Star, sem er tveggja cylindra BSA, með flottu pústkerfi þ.e. tveir í einn og svo Triton (Norton/Triumph). En Mike leitaði og leitaði og allt sem hann fann var langt fyrir ofan hans kaupgetu. Byrjaði á því að kaupa BSA grind og mótor, fullt af öðru dóti, allt í kössum og ætlaði að smíða sér Rocket Gold Star replicu/eftirlíkingu, en ekkert varð úr því. Leitin hélt áfram og svo rak hann augun í auglýsingu um Triton hjól sem hafði verið óhreyft í ein tíu ár og nú hélt hann að Lottóvinningurinn væri hans, sá sem átti hjólið vildi fullt af peningum, en Mike sá strax að það þyrfti helling að gera til að hjólið yrði gott og eftir hans höfði. Jæja samningar náðust og svona til að gera söguna skemmtilegri, þá keypti Mike sér líka lítinn skúr til að hýsa hjólið. Flestir vita (jæja einhverjir) að Triton hjólin eru mjög misjöfn í útliti og svo má ekki gleyma að Featherbed grindin var smíðuð í tveimur gerðum: Wideline og slimline. En mótor alltaf Triumph, sumir notuðu 500cc en flestir 650cc. Hjólið hans Mike var með sæti fyrir tvo, einhverja ljóta vindhlíf (fyrir kerlingar og eigendur Harley er það ekki ?? má sleppa) og fleira óþarfa dót, en grindin var wideline Featherbed og mótorinn var samansettur úr T-140 750cc toppenda þ.e. cylindrar og hedd og T-120 neðri hluta sem og gírkassa. Semsagt stærri hluti mótors og gírkassa er það sem menn kalla pre-unit (googla þetta). Kúpling hafði verið uppfærð með sterkari gormum, öllu dótinu var haldið í grindinni með Converta mótorfestingum. Bensíntankur var 12 ltr. úr áli, með smá beyglum sem Mike lagaði sjálfur. Náin voru frá Norton en 19 ´´ álfelgurnar voru frá Borrani, en Mike setti ryðfría teina í stað þeirra sem fyrir voru. Notuð voru álbretti og festingar og Manx sæti. Norton framdemparar voru endurnýjaðir með stífari gormum og einnig breiðari brýr (yokes) þannig að hann gæti sett betri bremsu að framan og notuð var John Tickle tveggja arma borðabremsa. Þrátt fyrir að Mike væri farið að verkja í veskið þá var fjárfest í Gold Star kútum og clip on stýri frá Unity (þar fæst sko ýmislegt), bremsu og kúplings handföng eru úr áli. Notaður var sami hraða og snúningsmælir en notaðar festingar frá Britbits og RGM. Rearset pedalasettið var frá Rolston Precision Tooling en Mike lagfærði það eftir eigin höfði. Nú þegar búið var að raða þessu öllu saman þá klæjar flestum í lófana að prufa, reynt var að gangsetja, en það gekk ekki vel og  þegar það fór í gang, titraði það eins og Harley Sportster á sterum. Fyrrverandi eigandi sagði að mótor hefði gerður upp af fagmanni og hann hefði meira segja látið „ballensera“ sveifarás, því ætti mótor að ganga eins mjúklega og „alþingi“ vort !! Á mótor höfðu fylgt MK II Amal blöndungar (þið vitið þessir sem ekki þarf að præma!!) og þeim var skipt út fyrir MK I (þessa sem þarf að præma). Þó nokkur breyting varð við þetta, já svo mikil að Mike tók þátt í hópakstri „Spirit of the Sixties“ en það endaði ekki vel því hjólið gaf upp andann á miðri leið vegna rafmagnsbilunar (kom kannski Lucas= Prins of darkness við sögu). Enn þolinmæði þrautir vinnur allar er það ekki, jæja Mike skipti út Lucas Rita elctrónísku kveikjunni fyrir eina frá Boyer Bransden. Einnig var á sama tíma settur nýr 12 volta High output altenator frá L.P.Willams. Nú var reynt aftur og nú gekk þetta betur en hjólið titraði enn eins og graðhestur innan um tíu merar. En var þessi titringur hugsanlega eðlilegur, þetta var nú einu sinni mótor sem var boltaður beint í grindina og bara partur af því að vera á alvöru mótorhjóli. Mike tók þá ákvörðun að nota bara hjólið áfram, en var farin að hugsa um að nota svona boxara góm til að halda tönnum og dýrum fyllingum á sínum stað. Svo var það einn daginn að sveifarásinn gaf sig með þeim afleiðingum að stimpilstöng brotnaði og setti gat í sveifarhúsið. Þetta gerðist á lítilli ferð við engin átök. Jæja eins og alvöru mótorhjólamanni sæmir þá hugsaði Mike „back to the drawing board“. Við nákvæmari skoðun kom í ljós að eflaust hafði sveifarás verið skemmdur frá byrjun, svo nú var keyptur nýr sveifarás og settar alvöru legur, einnig stimpilstangir 7075 úr hertu áli frá Allens Preformance og olíudæla frá Morgo. Þá var fjárfest í nýjum Bonneville E3134  kambásum og viðeigandi fylgihlutum. Um jólin kom jólasveinninn með stál vafðar olíuleiðsur, nýja T-160 Triumph Trident startsveif og fleira góðgæti. Mike mætir svo tvíefldur aftur í hópakstur „Spirit of the Sixties“ og nú var klárað, en nokkrum dögum seinna þá brotnar undirlyftustöng og keypt var ný, en hún endist ekki lengi. Hver var örsökin jú of sterkir ventlagormar, nýir settir í staðinn og áfram haldið. Ætlar þetta aldrei að enda hjá aumingja Mike spyrjið þið eflaust og hugsið einnig: Ég mun aldrei kaupa mér gamalt breskt mótorhjól. Nei munið að þegar þið kaupið gamalt mótorhjól og það er sagt uppgert „eins og nýtt“ þá er eins gott að vita að viðkomandi seljandi kunni til verka og hafi fengið fagmenn í það sem hann gat ekki sjálfur gert. Það er í raun miklu betra ef sagan er ekki þekkt að kaupa eitthvað dapurt og gera hlutina sjálfur frá grunni. Sagan hans Mike heldur áfram, hann er búin að setja beltdrive í hjólið þ.e.a.s í stað keðju frá sveifarás að gírkassa þá er notað sérstakt belti úr gúmmíefnum og vírum ofl. Svo stendur til að fá sér betri frambremsu (4 leading shoe) t.d. frá Grimeca eða jafnvel frá Fontana þ.e.a.s. ef Mike vinnur í lottóinu, einnig stendur hugur Mike til þess að fjárfesta í 18 ´´ felgum, breiðari afturgaffli ofl. ofl. ofl. Mike heldur ótrauður áfram og brosir útað eyrum, hann er sjálfur búin að smíða hinn fullkomna cafe racer= TRITON. Blaðamaður sem prufaði hjólið hans Mike átti varla til orð að lýsa hrifningu sinni  á því og tók þar með undir þau orð að góður Triton er með því betra sem er á tveimur hjólum, blaðamaður bætti jafnfram við að nú ætlaði hann sér bara að kaup eina Featherbed grind og einn Triumph mótor sem og einn lítinn skúr, það væri ekkert mál að smíða góðan TRITON !!

Ólafur R. Magnússon ÞverDrulluGaflari

Wednesday, 04 December 2013 18:48

#9 frá Óla bruna - Harley Low Rider

Dyna Low Rider Harley Davidson fyrir menn sem vita hvað mótorhjól er:

 

Harley Davidson Low Rider, mótorhjól ber höfuð og herðar yfir t.d. Súkku eða ég tala nú ekki um Hondu  og er með því besta frá Harley hvað aksturseiginleika varðar, þ.e.a.s. Dyna grindin sem er beint framhald gömlu FXR grindarinnar, en þá grind töldu gamlir Harley aðdáendur þá bestu sem komið hefur frá Harley frá upphafi vega.

Dyna grindin og hjólið var kynnt til sögunnar árið 1991 en þá kom á götuna FXDB (öll Harley hjól eru auðkennd með bókstöfum) Sturgis hjólið í frekar fáum eintökum. En mótor þessa hjóls má eins og mótorar í öðrum Harley hjólum má rekja aftur til ársins 1909 þegar fyrstu V 2 vélar Harley komu til sögunnar og engin lygi að litlar breytingar hafa orðið frá þeim tíma, þar má nefna Knuckle, Panhead, Showl og Evoinn og nú í dag Twin cam (uss já svo þetta vatnskælda dót).

Nýja Dyna hjólið var með mótorpúðum og talið betra varðandi titring heldur en gamli FXinn. Dyna hjólið er hugsað og hannað með þá í huga sem vilja Harley með góða aksturseiginleika en ekki bara „krúser“ með útvarpi, hita í öllu sem ökumaður snertir, sjálfrennireiðsstillingu (cruise control) o.fl. óþarfa dót.

Þróun Dyna hjólsins hefur haldið áfram til dagsins í dag og það hafa verið þó nokkrar útgáfur af þessu skemmtilega hjóli og þá aðallega hvað útlit varðar, misbreitt á milli framgaffla þ.e. Dyna Wide Glide o.fl. Eins og áður sagt „höndlar“ hjólið vel og er heppilegt í flest, jafnvel í að hreinsa götur í útlandinu segir sagan, en það er nú allt önnur saga sem Húni félagi vor getur miklu betur sagt frá.

Dyna hjólið er lágt í ásetu og heppilegt fyrir menn með stuttar lappir, nema þegar það er keypt með „forward controls“ þ.e. fótpedalar staðsettir framarlega.

Árið 2006  þá var Dyna hjólið kynnt með nýjum sex gíra gírkassa já fyrsti Harleyinn með þann gírkassa og 96 c.inc (1584 CC) mótor, þ.e. semsagt 2007 árgerðin. Allir hafa heyrt sögur um olíuleka Harley, þeir hafi titrað eins og meri í nágrenni við graðhest, það væri svipaður gírkassi í Harley og ónefndum traktor og láttu þig ekki dreyma um að halla hjólinu inní beygju. Hugsanlega var allt framangreint ekki langt frá sannleikanum, sérstaklega þegar AMF átti og rak Harley Davidson verksmiðjurnar. En í kringum 1983 kemur svo Evo vélin á markað og var algjör bylting varðandi áræðanleika. Einnig komu mótorpúðar til sögunnar og ekki leið á löngu þangað til hjólin komu með 5 gír gírkassa og þar með lækkaði snúningshraði mótors, reyndar alltaf verið frekar lár miðað við önnur mótorhjól, en góðir hlutir gerast hægt. Harley tók líka uppá því að fara nota drifbelti í stað keðju og allt það sull og viðhald sem fylgir drifkeðjum. Bremsubúnaður hefur batnað með hverju árinu og ekki veitti af miðað við þyngd flestra Harley hjóla, reyndar er ekki langt síðan að Hr. Harley vissi hægt væri að nota ABS í mótorhjól.

En snúum okkur aftur að Dýnunni (sumir óku um á teppum í gamla daga), en árið 1999 kom hjólið með nýja vél svokallaða Twin Cam og enn varð mikil framför, því nýi mótorinn var talin mikil framför, þá sérstaklega allt smurningskerfi mótors. Fjöðrun Dýnunnar er eins og á Touring hjólunum þ.e. tveir utanályggjandi demparar, ekki eins og á Softail þar sem fjöðrun er í raun falin.

Dýnann er með elstu módelum Harley og hefur haldið miklum vinsældum sínum frá upphafi og þá aðallega hjá minni/lágvöxnum karlmönnum og kvenfólki (er bara lesa þetta beint úr erlendu blaði), en eins og alltaf þá vill Harley ná til sem flestra kaupenda. Átak kúplingshandfangs er létt þó þetta sé hefðbundin barki og varð enn léttari árið 2006 þegar nokkrar breytingar urðu á kúplingsbúnaði, varð léttari um ca. 35% sagði Harley. Sex gíra kassinn er þægilegur til skiptingar en samt með þessu hefðbundna vinalega „klonki“  Drifhlutföll hafa einnig verið uppfærð með árunum til hins betra svo hægt er að „krúsa“ á lægri snúning. Þarna 2006/2007 kom hjólið einnig með beinni innspýtingu sumum til armæðu því snúningshraði í hægagangi var hærri heldur en á blöndungshjóli og lítið hægt að gera við því. Kveikjuláslykill er líka færður á framhluta grindar og er þetta til bóta. Vélin er eins og allir vita V 2 og er 45 gráðu halli milli strokka, þjappa er 8.9:1 og tveir ventlar per strokk, er loftkæld að sjálfsögðu eins og öll alvöru Harley hjól eru. Hjólið liggur vel og það má hressilega taka á því í beygjum, heldur vel sínu striki og er ekkert að hrista hausinn þó vel sé tekið á því útúr beygjum. Reyndar segja flestir blaðamenn að Fatbob Dýnan „höndli“ best. Framdemparar hafa verið uppfærðir milli ára og voru komnir í 49mm þegar þetta er skrifað, lítið um stillingar á fjöðrun hjá Harley ja eins og verið hefur. Svo alltaf smá kvartanir þrátt fyrir mótorpúða þá segja blaðamenn að Dýnan mætti titra þó nokkuð minna þ.e eftir 3.000 snúninga, hvað hafa menn aldrei tekið í alvöru mótorhjól ??!!

Höfum rætt um bremsur áður en Dýnan kemur með einum disk að framan og aftan og bremsu- dælur eru fjögurra stimpla og eru sagðar nokkuð góðar en mættu vera betri. Allur frágangur og málningarvinna er til fyrirmyndar, en þó mætti vanda betur val á boltum og róm, þetta virðist sumt hafa verið svona valið af handahófi, sumir boltar alltof langir o.s.frv. Dýnan er gott alhliða mótorhjól og ég get persónulega tekið undir það því húsbóndi minn átti eina Dýnu og líkaði mjög vel, maður fékk stundum að taka í, sko Dýnuna meina ég og mér fannst þetta skemmtilegt mótorhjól, þó áseta væri frekar ja þröng fyrir mig, þó ég sé nú ekki með hærri mönnum. Eins og við félagar Húna vitum þá er vor maður með góðan smekk og segja sumir að hann kalli sinn Harley „Love Rider“ en ekki Low Rider. Hugsanlega ber ég nokkra sök á því að Húni keypti sér Low Rider því hann kom heim til mín og fékk máta á sínum tíma eða þannig sko !!.  Svo má lesa betur um allt tæknilegt á netinu.

Stolið og stílfært af netinu.

Óli bruni 

Wednesday, 04 December 2013 18:23

200 hestafla rafmagnshjól

Eftirfarandi frétt tekin af visi.is

Heimsins öflugasta rafmagnsmótorhjól er þetta Woxan Wattman hjól frá Frakklandi. Með sína öflugu rafmótora er hjólið 3,4 sekúndur í 100 og 5,9 sekúndur í 160 km hraða. Hámarkshraðinn er þó ekki nema 170 km.

Hjólið vegur 350 kíló og þar af vega rafhlöðurnar stóran hluta. Hjólið hvílir á 18 tommu gjörðum úr koltrefjum með ógnarstórum bremsudiskum. Grind hjólsins er að mest smíðuð úr áli.

Rafhlöðurnar eru 12,8 kWh, sem duga fyrir 180 km akstur. Hlaða má rafhlöður hjólsins uppað 80% hleðslu á aðeins 30 mínútum með sérstökum hraðhleðslubúnaði. Voxan Wattman hjólið er handsmíðað og það aðeins eftir pöntunum. Verð hjólsins er ekki uppgefið.

http://visir.is/200-hestafla-rafmagsmotorhjol/article/2013131209783

 

Saturday, 23 November 2013 16:12

#8 frá Óla bruna - Honda CBF 1000 árg 2013

Honda CBF 1000 árg. 2013

 

Alhliða mótorhjól sem var fyrst kynnt til sögunnar árið 2006, það hentar í nær allt, það er ekkert sem kemur á óvart en samt allt til staðar sem ætti að vera í nútíma mótorhjóli. Í raun ekkert sem ekki ætti að duga fyrir flesta.

Hjólið er laglegt í útliti svona þægilegar línur í því, nútímalegt útlit á feringum sem og vindhlíf sem er stillanleg og hægt að hækka og lækka um eina 120mm, sem gefur ökumanni gott skjól þegar það á við, bensíntankur er vel lagaður fyrir ökumann, hægt er að stilla sætishæð (þrjár stillingar) og áseta er þægileg. Mikið um mjúkar línur og flestum finnst hjólið fallegt að horfa á. Mælaborð er eins og oft í dag digital, hraða og snúningsmælir, klukka og bensínmælir og svo öll þessi hefðbundnu ljós, en vel læsilegt í myrkri sem og mikilli sól.

Mótor er fjögurra strokka línumótor og er nákvæmlega 998cc, með tveimur yfirliggjandi kambásum, afl er uppgefið 79kw miðað við 9.000 snúninga eða rétt um 100 hestar, þjappa er 11.2:1, er með beina innspýtingu, innspýtingar“hús“ eru 36mm og spíssar eru með 12 götum hver. En hjólið er sagt eyða mjög litlu miðað við mótorstærð .

Hjólið kemur með ABS bremsum, þ.e.a.s. hægt er að fá það með þeim búnaði, sem reyndar ætti að vera skyldu búnaður á mótorhjólum, bremsur eru samtengdar framan og aftan allt eftir átaki ökumanns á bremsur. Framdiskar eru tveir fljótandi 296mm og bremsudælur eru tveggja stimpla, að aftan er diskur 240mm og bremsudæla með einum stimpli.

Mótorinn er í raun alveg sá sami og er í Fireblade hjólinu og allir sem prufa hjólið telja afl gott, en mótor er þannig uppsettur að meira er hugsað um tog en afl, fjöðrun er mjög góð, mjúk en um leið sportleg, en um leið frábært ferðahjól. Þannig hefur CBF-inn haldið stórum aðdáendahóp ánægðum í nokkuð mörg ár og hjólið hefur þróast nokkuð frá því það var fyrst kynnt til sögunnar.

Árið 2010 urðu breytingar á hjólinu því þá kom hjólið með alveg nýrri álgrind Mono-Backbone, stillanlegum framdempurum og pústið varð fjórir í einn, en pústgreinar o.fl. eru úr ryðfríu stáli. Framfjöðrun er 41mm framdemparapípur og er stillanleg, afturfjöðrun er með einum dempara (monoshock) og eru á honum sjö stillingar með kerfi sem Honda kallar HMAS. Felgur eru 17“  sex bita úr áli. Öllum þessum mengunargræjum er komið fyrir í hljóðkútnum sjálfum og því ekki flókið að losa sig við það dót með því að skipta um kút, en nemar eru í pústgreinum. Þessar grindarbreytingar bættu aksturseiginleika hjólsins verulega.

Eins og áður sagt er aflið fullnægjandi en togið er sagt frábært og togar eins og járnbrautarlest frá 2.000 snúningum. Hljóð liggur virkilega vel og ef menn eru í þeim gír að taka hressilega á hjólinu í beygjum þurfa menn að vanda sig til að reka standpedala niður.

Niðurstaðan er sögð eitt vinalegasta hjólið á markaðinum, en er það leiðinlegt, nei alls ekki nema menn gleymi sér og haldi að þetta sé Honda CBR1000RR Fireblade. Semsagt hentar í allt, fyrir alla venjulega mótorhjólaeigendur.

Hjólið fær nær alltaf toppskori í hjólablöðum og þá í öllum atriðum þ.e.a.s. fimm af fimm mögulegum, geri aðrir betur. Hjólið á sér stóran aðdáendahóp um víða veröld og hefur haldið þeim frá því CBF-inn var fyrst kynntur til sögunnar. Meira segja ég á svona hjól og hef átt tvö, það fyrra var keypt árið 2008, en svona er þetta með þessar Hondur þetta er eins og sjúkdómur sem maður losnar ekki við, segja sumir að þetta sé svokallaður suðureyjasjúkdómur og eina þekkta lækningin er að eiga a.m.k. eina Hondu, þá helst þetta í skefjum, við að eiga tvær sofa menn betur, við kaup á þeirri þriðju eru menn einkennalausir og með því að opna alltaf daglega frábæra heimasíðu  Hondusokka nei fyrirgefið Drullusokka þá séu menn í raun læknaðir, en þurfi samt að sækja reglulega fundi með guðföður Honda Prófessor Bacon. 

Stolið og stílfært af netinu Óli bruni.

Tuesday, 19 November 2013 22:43

#7 frá Óla bruna - Norton commando961

Norton endurfæddur með Commando 961

Segja má að sá fyrsti sem reyndi að viti að koma Norton aftur á spjald sögunar aftur hafi verið ameríkani að nafni Kenny Dreer, nánar tiltekið í Oregon fylki í USA. Kenny var alvöru Norton aðdáandi (skiljanlega) og þekktur fyrir að gera upp Norton hjól og gera þau miklu betri en orginalið. 961 hjólið var hans hugmynd þ.e. hvernig nútíma Norton ætti að líta út og virka. Kenny ætlaði sér að smíða alvöru tveggja cylindra mótorhjól, en að fjöldaframleiða hjól er allt annað en að gera upp einn og einn Norton. Kenny smíðaði nokkur hjól en þetta náði aldrei neinu flugi. Það er síðan enskur maður að nafni Stuart Garner sem kaupir nafnið og grunnhugmyndina. En Stuart þurfti í raun að endurhanna hjólið frá grunni og fékk til liðs við sig nokkra góða menn t.d. Simon Skinner sem hafði verið hönnuður hjá nýja Triumph firmanu. Simon tók málið í sínar hendur í hönnuninni en þó með grunnhugmyndina sem fyrirmynd frá Kenny Dreer. Mótorinn er tveggja cylindra loftkældur með olíukæli, með tveimur ventlum á cylindra, með undirlyftustöngum (já eins og Harley) þjappa sögð 10,1:1.Mótorinn er sagður 88mm X 79mm, 961cc, með counterbalance til að hrista ekki tannfyllingar lausar (látum Harley um það !!). Með beinni innspýtingu og sagður um 80 hestöfl við 7700 snúninga, mjög mikið tog um 90nm við 5200 snúninga, gírkassi er fimm gíra. Full lestað þ.e. með bensíni og olíu er hjólið sagt 205 kg. Mótorinn er sagður yfir hannaður, sem sagt hugsanlega hægt að bæta verulega við hestaflatöluna. Hjólið er sagt mjög breskt í útliti en þó má sjá smá ítala í því líka, ljósmyndir segja sitt um það. Hægt er að fá hjólið í nokkrum útgáfum t.d. með Öhlins innverted fram og afturdempurum og að sjálfsögðu stillanlegum, fjöðrun er sögð „sportleg“ sem sagt stíf/hörð. Frambremsudiskar eru tveir 320mm og Brembo caliberar, alvöru framendi og bremsur virka mjög vel, en nokkuð næmar. Felgur eru 17 tommu, bensíntankur tekur 17 ltr. Hjólið er sagt „höndla“ eins og alvöru sporthjól, fer vel inní beygjur og mjög létt í hreyfingum á ferð, en aðeins versna málin t.d. á bílastæðum, sætishæð er sögð 32 tommur. Þrjár típur eru til af hjólinu 961 cafe racer, 961 SF og 961 Sport. Gerður er samanburður við Ducati Sport Classic og stendur 961 uppúr í þeim samanburði. Einnig má sjá á netinu prufu á 961 og Triumph Bonneville, en þar stendur Norton sig betur í flestu, líka verði því hann er um helmingi dýrari en Bonníinn, maður þarf alltaf að borga fyrir gæði segja sumir, en Norton 961 er að mestu handsmíðaður og í dag þarftu eflaust að bíða lengi eftir nýju hjóli, sagt er að sumir séu enn að bíða eftir sínu hjóli frá fyrstu pöntun. Hjólið er allavega með því flottara sem komið hefur á götuna í mörg ár þ.e.a.s. í þessum cafe racer stíl, en skoða má Triumph Thruxton til samanburðar. Englendingar eru að gera flotta hluti þó þeir gerist hægt. Nú er bara að sjá hver verður fyrstur til að fá sér nýjan Norton 961, kannski verður það maður einn sem býr að Skólavegi í Vestmannaeyjum sem kaupir fyrsta nýja Nortoninn, því eins og allir vita þá er breskt best. Sjá nánar um Norton Commando 961 á: nortonmotorcycles.com

Óli bruni # 173    (hugsanlega áður birt í blaðinu Kickstart)

Saturday, 16 November 2013 09:42

Bréf frá félaga

Ágætu félagar,

Eftirfarandi bréf barst stjórn frá stuðningsmanni okkar sem er annt um að vefsíða Gaflara ( og annarra) lifi góðu lífi, verði ekki étin af "facebook".

 

Kæru heimasíðu aðdáendur, áhugamenn mótorhjóla og svo bara þeir sem lesa allt.

Reyni að vera ekki of heimspekilegur (frekar auðvelt fyrir mig), en mig langar að setja niður á blað nokkrar línur um netfjölmiðla þá sem við notum flest dags, daglega og hverjir eru þessir fjölmiðlar: Jú eflaust í fyrsta sæti er „fésið“ þar sem menn/konur geta tjáð sig um alla skapaða hluti, t.d. næstu klósettferð, hvað er í matinn, (í rangri röð !!), næsta partí, nýi kjóllinn/jakkinn og  allt sem hægt er að bulla um pólitíkina (úff) o.fl. o.fl. o.fl. Þetta lesum við sem eru „fésarar“ og lækum eða kommentum á þetta eins og engin sé morgundagurinn. Það kemur bros á vör þegar maður sér jafnvel 30-40 læk á hvað einhver sagði frá um hvað var í matinn !! og að sjálfsögðu nokkur komment. Þegar maður spyr sjálfan sig sem og aðra t.d. leiðist okkur svona eða er þetta bara hinn nýi heimur, öll samskipti á „fésinu“ !!?? Þá fær maður nú bara þetta augnaráð sem þýðir, sá er orðin gamall og þreyttur, fylgist ekkert með ! Ég tala nú ekki um þá fornmenn/konur sem ekki eru með í leiknum= ekki á „fésinu“ þeir eru nú bara ekki viðræðuhæfir ættu að vera komnir á elliheimili. En nóg tuð um „fésið“ það sem ég ætlaði aðallega að JÁ kommenta á eru heimasíður sem engin leið er að bera saman við „fésið“, því þetta er allt annar samskiptamiðill og byggður upp á allt annan máta, (ætla ekki útí tæknihliðina, úff það er eins og lesa um Hondur!!). Nær öfugt við „fésið“ þá kallar vinna við heimasíður á mjög mjög mikla vinnu, því ef ekki er stöðugt verið að setja inn nýtt efni þá deyja þær drottni sínum hratt og vel. En við lifum í heimi þar sem við krefjumst stöðugra nýunga, ekki bara daglegra heldur oft á dag helst. Til að viðhalda áhuga okkar þurfa þeir sem halda utanum heimasíður að vera stöðugt að leita að nýju efni, ja bara svipað og mbl.is eða visir.is. Getum við hin ímyndað okkur hvað þetta er mikil vinna, nei alveg örugglega ekki, nema að við leggjum þessum aðilum lið. Hvernig spyr maður ? Jú með því að lágmarki að setja inn umsagnir (komment) um það efni sem birtist okkur á heimasíðunni, eða þá þeir duglegri að senda inn efni um allt og ekkert (mótorhjól/mótorhjólasögur/mótorhjólamyndir). Hvernig stendur á því að heimasíður sem lesnar eru af tugi manna daglega, fái engin „komment“ eða „læk“, er það svona miklu meiri vinna en á „fésinu“ spyr maður, því flottar ljósmyndir, sögur og greinar fá að meðaltali eitt komment og kannski þrjú læk. Nú eru eflaust margir sem nenna að lesa þetta farnir að segja, þvílíkt „helvítis“ tuð og röfl í þessu staðnaða liði, veit það ekki að „fésið“ er málið og þar eru allir !! En tölur segja annað á teljurum heimasíðu. Því segi ég kæru heimasíðu aðdáendur, styðjum við bakið á þessu frábæra fólki sem leggur á sig ómælda vinnu við að halda áhugamáli okkar gangandi og SETJUM INN LÆK OG KOMMENT, eða tjáum okkur um hvað mætti betur fara, hvað ætti að skrifa um og svona má lengi telja. Ég trúi á okkur öll að þegar á reynir þá tökum við okkur taki, því það væri mjög dapurt ef heimasíður um mótorhjól færu til hjólahimnaríkis. Lengi lifi heimasíður.

Kv. Heimasíðuaðdáandi og (uss ekki segja frá á fésinu yfir öxl konunnar)

 

 

 

Sunday, 03 November 2013 10:24

#6 frá Óla bruna - Ducati Diavel

Diavel krafta krúser frá já, sjálfum Ducati

 

Hver hefði trúað því að Ducati ætti eftir að koma með krúser mótorhjól á markaðinn, því Ducati er þekkt fyrir allt annað en eitthvað sem virðist hugsað fyrir að bara sitja á og já bóna.

 En Ducati er eins og önnur fyrirtæki í mótorhjólabransanum, þeir vilja ná til sem flestra og það er öruggt að þeir sem hafa efni á og langar í alvöru krúser þeir munu kaupa sér Diavel, eða réttara sagt djöfulinn, nei Diavel þýðir ekki djöfull á Ítölsku, sumir segja að þetta sé í raun fyrirfram ákveðin prentvilla !!! Þessi súperkrúser hugmynd er svo sem ekkert ný af nálinni, við sjáum fyrir okkur t.d. V-Maxinn (Diavel er reyndar nær 100kg léttari en Maxinn) og V-Rod o.fl. græjur. Ducati myndi eflaust aldrei láta frá sér mótorhjól öðruvísi en fullhannað og með góða alhliða eiginleika, (ræðum ekki um frágang á rafmagni).

En hvernig þeir hafa náð Dúkka með 240mm afturdekki í hóp mótorhjóla sem sögð eru „höndla“ virkilega vel, ja það sýnir hvað þessi verksmiðja getur. Diavel hjólið kom á götuna 2011 og blaðamenn mótor-hjólablaða sögðu að þetta væri mest „ögrandi“ hjól frá upphafi frá Ducati og slái algjörlega við síðasta „nýja“ hjóli Ducati sem var Multistrada 1200S hjólið.

Hvað er svona nýtt ? jú nær allt útlit, áseta, afl, akturseiginleikar  og hljóð. Þó ótrúlegt sé þá er, köllum græjuna bara djöfulinn hér eftir og þó !, þá er hann með sömu grind og Multistrada hjólið og með sama 90 gráður V 2 1200cc mótor. Diavel hjólið kallar bara á athygli hvar sem það sést, þetta er svona alvöru krafta græja, eins og flottur vaxtarræktarmaður sagði ein blaðakonan og bætti við ja kannski líkara amerískum rugby leikmanni tilbúnum að taka af stað í fullum herklæðum, allt sampakkað en um leið og hann fer af stað já passið ykkur bara.

Framdemparar eru 50mm frá Marzocchi og eru sagðir stillanlegir. Eins og áður sagt þá er mótor sá sami og í Multiströdunni, en Dúkkamenn ná miklu meira útúr mótornum, hestöfl eru gefin upp 162 við 9.500 snúninga og togið er 94 fet pund á 8.000 snúningum, miðað við 150 hestöfl og 87,5 hjá Strödunni. Þessari aukningu ná þeir með öðru pústkerfi og inntaki á beinu innspýtinguna o.fl. Gírkassi er sex gíra og er sagður hefðbundin Dúkki. Mótor er tengdur gírkassa með Slipper kúpplingur, ekki dónalegt það, hægt að gíra niður hressilega. Bensíntankur tekur um 17 lítra og er vel falinn ef segja má svo. Öll ljós á hjólinu eru LED ljós. Sætishæð er sögð 30.3 tommur og sæti sagt þægilegt. Hjólið er með nokkuð hefðbundnum Dúkka afturgaffli þ.e. á einum armi, þannig að önnur hlið afturfelgu sést vel. Þyngdardreifin milli fram og afturhjóls er í hlutföllunum 50.8/49.2, en breytist að sjálfsögðu ef farþegi er með.

Prufuökumenn segja að hjólið sé frábært í akstri  og „höndli“ virkilega vel sem er ótrúlegt miðað við stærð aftur-hjólbarða 240/45/17 frá Pirelli, jafnvel í þröngum beygjum.  Pirelli framleiddi þennan hjólbarða sérstaklega fyrir Ducati með þetta hjól í huga. Allt kemur þetta skemmtilega á óvart miðað við útlit hjólsins, þetta er ekki bara krúser heldur hörku sporthjól. Hægt er að halla hjólinu í beygjum um 41 gráður áður en fótpedalar rekast niður. Hjólið kemur í nokkrum útgáfum og þá er Carbon hjólið sérstaklega flott. Þrátt fyrir beina innspýtingu er hægagangur í kringum 1.000 snúninga og hefðbundið kúpplings Dúkka skrölt heyrist ekki, en hið þekkta Dúkka hljóð er enn á sínum stað. Eitt af því fáa sem prufuökumenn kvörtuðu yfir var afturfjöðrun og þá sérstaklega þegar tekið var hressilega á hjólinu útúr beygjum, þá vildi slá saman, en afturfjöðrun er frá Sachs. Að framan eru tveir fljótandi bremsudiskar og bremsudælur eru frá Brembo (Monobloc) og eru bremsur sagðar með því betra á markaðinum. Hjólið er svo sem engin léttavara en samt með léttari „krúserum“ vigtar 463.5 pund.

Og hverjum myndi ekki langa í einn Diavel, allavega væri ég sko ekki á móti því að eiga einn sérstaklega eftir að hafa sest á einn í Þýskalandi 2011, já reyndar á þrjá í umboði einu. Er ekki komin tími á einn svona, það eru þó nokkrir Dúkka aðdáendur sem og eigendur á Íslandi, hver þeirra verður fyrstur ??!!

Stolið og stílfært af netinu.

Óli bruni