Gunnlaugur Harðarson

Gunnlaugur Harðarson

Saturday, 25 October 2014 14:30

Fyrsta óhappið !!!!

 

Hver man ekki eftir því þegar hann/hún fór fyrst á hausinn á mótorhjóli sínu ?? Eflaust ekki margir sem muna það ekki, jú svo nokkrir „ofurökumenn“ sem segja: Aldrei neitt komið fyrir mig. En sagan segir okkur að það eru aðeins til tvenns konar mótorhjólaökumenn:

1. Þeir sem eru búnir að fara á hausinn og

2. Þeir sem eru á leiðinni á hausinn !! Hérna eru tvær sögur um fyrsta FALLIÐ.

Það er fallegt haustveður, síðla kvölds og engin umferð, myrkur er skollið, engin götuljós því ekið er á góðum sveitavegi, en samt ekki langt frá byggð. Maður nýtur augnabliksins og hefur ekki áhyggjur af einhverjum radaráhugamönnum sem afla tekna fyrir ríkissjóð !! Hraðinn er samt ekki svo mikill rétt rúmlega hundrað, ja gæti verið meiri ef hjólið gæfi manni þann möguleika, en svo er ekki, meiri hraði og ég væri farin að sjá þrjár til fjórar akreinar í stað tveggja því græjan væri farin að titra svo mikið við aukinn snúning mótors.

Nei bara að njóta þessara síðustu hjóladaga haustsins, það er stutt í veturinn og þar með lítið hjólað, en meira gramsað í skúrnum. Ég bara horfi á það sem ég sé í minnkandi birtu, það er virkilega fallegt þarna, fjöllin, haustliturinn á öllum gróðrinum, hljóð hjólsins sem er tveggja strokka „hippi“ glymur í eyrum og það er sko gaman að vera til. En allt í einu ég finn högg og síðan tekst ég á loft og það næsta sem ég man er að ég ligg í vegarkanti sem er sem betur fer hulin grasi.

Eins og flestir, ja allavega sumir, þá hugsa ég lítið um hvað gæti verið að mér, er ég slasaður ?!! Nei ég rýk á fætur og geng hröðum skrefum að hjólinu mínu sem hefur runnið nokkuð marga metra frá þeim stað sem lenti, það liggur þarna á hliðinni, dautt er á mótor en ljósin loga enn. Ég hugsa hvað hefur gerst, engin umferð, á hvern andskotann ók ég á eða hvað læstist fram eða afturdekk, hvað gerðist eiginlega. Fer að skoða hjólið, hvað það sé mikið skemmt, því það var sko búin að fara ótrúlegur tími í að reyna að gera þetta hjól að einhverju sem virkaði sem gott mótorhjól. Þarna er ég að bogra yfir hjólinu til að reyna lyfta því upp, það komið meira myrkur, þá allt í einu heyri ég þessi líka ískur í hjólbörðum, þegar bifreið er nauðhemlað, ég sný mér við og sé að bifreiðin stefnir nær beint á mig því hjólið endaði á miðjum vegi.

Ökumaður bifreiðarinnar nær að stöðva bifreið sína aðeins nokkra metra frá mér. Ég geng að farþegahlið og svo banka létt á hliðarrúðuna, það er kona undir stýri og henni virðist hafa brugðið meira en mér, henni gengur illa að opna rúðuna í öllu fátinu, en það gengur að lokum og hún hrópar upp: Guð minn góður þú ert stór slasaður !! Þá fer ég loksins að skoða sjálfan mig, ég sé að önnur skálmin á leðurbuxum mínum er rifin nokkuð mikið og það skín í bert holdið og jú það blæðir líka eitthvað !! Horfi á sjálfan mig í hliðarspegli bifreiðarinnar og sé að það vantar glerið á hjálminn minn og andlit mitt er svona að hluta hulið með mold og eitthvað af grasi líka. „Shit“ hugsa ég hjálmurinn ónýtur og Hein Gericke leðurdressið mitt líka æ æ æ. Næ að snúa mér að konugreyinu og segja nei það er í lagi með mig, en hugsa djöfull var ég heppinn að það voru en ljós á hjólinu annars hefði konugreyið eflaust ekið yfir mig !! Get ég aðstoðað segir hún, já gætir þú ekið mér hérna aðeins lengra svo ég komist í síma (engir gemsar komnir á þessum tíma), en ég þarf að koma hjólinu af veginum bæti ég við.  Ég hleyp að hjólinu og reisi það við og sé þá betur í ljósunum frá bifreiðinni að græjan er „haugtjónuð“. Enn hugsaði ég hvað eiginlega gerðist, var ég úti að aka (það gerist).

Ökumaður bifreiðarinnar beið rólegur og eflaust í miklu meira sjokki en ég. Hún ók mér á smá sveitabýli þarna rétt hjá, en á leiðinni þangað fór ég að athuga betur með ástand mitt, jú það var löng rispa á innanverðu lærinu, en eflaust ekkert sem þurfti að sauma, ég sá líka útundan mér að konan sem ók bifreiðinni var alltaf að gjóa augunum til mín, svo sem allt í lagi, hún var á besta aldri, eða hvort það voru áhyggjur af heilsufari mínu eða að henni litist vel á mig, það er spurningu sem aldrei verður svarað. Hún skildi svo við mig á hlaðinu á sveitabýlinu og lét mig hafa símanúmer sitt sem og nafn, hafði skrifað þetta á miða og sagði það væri eflaust gott vegna hugsanlegra vitna útaf tjóninu.

Ég fékk að hringja á bænum og hringdi fyrst í konuna mína og lét hana vita af þessu slysi, hún sagði: Jæja þetta kannski þroskar þig og þú hættir þessum leikaraskap !! Dream on !! Síðan hringdi ég á sendibíl og í lögregluna.

Sendibílinn var komin löngu á undan löggunni, hugsanlega ekki skrýtið þeir eru alltaf uppteknir við mikilvæg störf. Ég fór með sendibílstjóranum að hjólinu, við komum því inní sendibifreiðina og þá sá ég enn betur að blessað hjólið var bara  í stuttu máli í „drulluhaug“. Eftir að við vorum búnir að ganga frá hjólinu þá birtist löggan og fór að spyrja alls konar spurninga um: Veður, umferð, skyggni, hraða, yfirborð vegar, var blautt eða þurrt, já það borgar sig að vera nákvæmur !!

Hvað gerðist spurði eldri löggan ? Veit það ekki, ég bara skil það ekki svaraði ég, eina mínútuna var ég hjóla og næsta sem ég veit að ég ligg hérna í grasinu. Meðan ég var að spjalla við eldri lögguna og hún að kvarta yfir að ég hafi fært hjólið og hvað þá sett það inní sendibifreiðina, kemur sá yngri og segir spekingslega: Þú hefur ekið á hjólbarða á felgu, það er auðséð þar sem það eru för í malbikinu eftir felguna !! Einhver hefur misst varadekkið af jeppanum sínum grunar mig, eða eitthvað svipað og þú hefur lent á þessu og felgan sem og hjólbarðinn farið hérna útfyrir veg. Já gæti verið rétt, ég sá þetta aldrei, ég var með háa geislann á svo þetta hefur farið fram hjá mér, meðan ég hugsa ja það er betra að fylgjast með götunni heldur en fallegu umhverfi.

Gamli garmur heldur áfram að spyrja um ökuhraða og bætir við að þessir hjólamenn séu allir hættulegir umhverfi sínu !! Ég spyr gáfulega: Líka löggur á mótorhjólum ?? Man ekki hvað gamli garmur sagði en það var eitthvað mjög gáfulegt um mótorhjólamenn almennt. Hætti ég að hjóla eftir þetta, nei nei, Allavega í smá tíma horfði betur í kringum mig.

 

 

 

 

Já ég fór hausinn, en hafið ekki áhyggjur, þetta var ekki mikið tjón og ég slapp nær alveg ómeiddur. Þetta gerðist þannig að ég var að aka hjólinu mínu sem er svona „dual“ sport hjól frá BMW.

Ég ók á malarvegi og var á svona 70 km hraða þegar þetta gerðist, það var virkilega gott veður sól og hiti og umferð var nær engin, aðeins smá steinar og ryk á ferðalagi mínu. Ég ók í mjög fallegu sem og hrikalegu umhverfi, með stór fjöll á báðar hliðar og það rann fljót eitt á hægri hlið mína (er þetta skáldsaga !!)

Ég var að njóta þessa alls og hafði skömmu fyrir óhappið stöðvað til að taka nokkrar ljósmyndir. Ég ók uppá hæð eina og niður hinumegin, en þarna hafði auðsjáanlega verið nýlega heflað og líka nýt lag af möl, allt frekar laust í sér, ég hægði verulega á mér, en það dugði ekki því hjólið fór að sveiflast til og frá í lausri mölinni, ég reyndi mitt besta til að halda því uppréttu en við það að fara utar á veginn varð mölin enn lausari í sér, ég náði samt enn að halda því uppréttu og hélt beint áfram, en það gekk ekki því nú var komin beygja á veginum, ég reynd að beygja en þetta gat bara endað á einn veg ég fór útaf veginum, niður kantinn og svo á hausinn með stæl, ja svona féll á vinstri hlið og lenti undir hjólinu þeim megin sem pústið er og mér fór strax að hitna hressilega, þarna sem ég lá klemmdur á milli móður jarðar og hjólsins.

Hjólið var enn í gangi svo ég teygði mig á ádreparann og náði að drepa á mótor. Svo tók við smá barátta við að koma sér undan græjunni, sem hafðist nú að lokum. Stoltið var verulega sært því ég hafði aldrei farið á hausinn fyrr og búin að vera hjóla í um 10 ár.

Nú tók við annað stríð að rétta hjólið við og eins og oft gerist þá gleymdi ég öllu sem ég hafði lært um hvernig væri best að lyfta hjóli upp einn. Eftir nokkrar tilraunir í svitabaði, þá var baki snúið að hjólinu og því lyft að mestu með fótleggjum, já svona öfug hnébeygja.

Nú tók við skoðun á hjólinu og ég sá strax að stefnuljós að aftan var brotið, vélarhlíf skemmd (hefði átt að kaupa mér veltigrind) og rispur á tank og ýmsu öðru, jú ekki má gleyma brotnu kúpling handfangi, en allavega ekki það mikið brotið að það mátti vel kúpla hjólinu, já svo svona hefðbundið brotið plasthlífardót.

Ég virtist sjálfur hafa sloppið nokkuð vel, já sá smávegis á fatnaði mínum, sem og nýju endúro klossunum mínum, en það er nú bara gott, alltaf hálf hallærislegt að vera í nýjum svoleiðis skóm. En ég var aumur á nokkrum stöðum og ákvað að vera ekkert að skoða mínar skemmdir betur fyrr en ég kæmi heim. En hvað hafði farið úrskeiðis?? Ég svona vanur og kunni þetta allt er það ekki, nei staðreyndin er sú að um leið og við hættum að læra þá eigum við í raun að hætta að hjóla. Ég hafði bara farið of hratt miðað við aðstæður, tekið í bremsu á röngu „momenti“ verið of stífur og já vantaði bara æfingu í því að takast á við þessar aðstæður.

Þarna sat ég í dágóða stund og velti þessu öllu fyrir mér og grét smávegis innra með mér vegna skemmda á hjólinu, en það má nú allt lagfæra. En þetta var fyrsta Fallið mitt og það var allt mér að kenna og engum öðrum.

Ég hugsaði með mér hvað ég hafði heyrt margar sögur hjólamanna sem segja frá því hvað þeir hefðu verið rosalega klárir en svo væru til aðrir vitleysingar sem hefðu komið þeim á hausinn !!

T.d. ég var sko á 180 km hraða sá hest á veginum svo ég hemlaði og þegar ég sko sá að ég næði ekki að hemla þá sko lagði ég hjólið niður og rann á milli fram og afturfóta hestsins !!! En við vitum öll að það rétta er: Ég sá hestinn  og mér brá og svo ég læsti frambremsu og fór á hausinn með stæl !!

Stolið og stílfært frá hinum ýmsu stöðum

Óli bruni

 

Hvenær hættir maður að vera mótorhjólamaður ?? ALDREI er eina rétta svarið.

Þessi saga sem reynt er eftir bestu getu að snúa af „útlensku“ yfir á íslensku snerti svona smá taugar í manni og mér var sérstaklega hugsað til vinar og félaga sem hefur hvatt okkur, hann Haukur Richardsson, blessuð sé minning hans, hann var mótorhjóla maður með stóru M, líka að hann var alltaf til staðar fyrir aðra. En snúum okkur að sögumanni þessarar sögu:

Vélin hikstaði og drap á sér og hrökk í gang aftur við að skipta niður um einn gír, hikstaði aftur og drap svo alveg á sér, ja hver andskotinn, ég skal sko aldrei kaupa Hondu aftur hugsaði ég með mér, hefði sko aldrei átt að selja Kawann minn. Nú voru góð ráð dýr, ég staddur á fjögurra línu hraðbraut og að sjálfsögðu lengst til vinstri, nú þurfti ég að koma mér þaðan yfir þrjár akreinar og útí kannt. Sumir aðrir ökumenn bifreiða hægðu á sér til að hleypa mér að vegakanti, en fleiri bara héngu á flautunni og steyttu hnefann í átt að þessum manni á Hondunni sinni. Þarna var maður í raun í stórhættu og átti engra kosta völ en að reyna komast í öruggt skjól frá öllum þessum bifreiðum. Jæja ég náði að vegakantinum og ýtti hjólinu eins langt til hliðar og möguleiki var. Meðan ég var að ýta hjólinu þá varð á vegi mínum alls konar drasl, t.d. leifar af hjólbörðum, hluti úr skóflu, glerbrot af öllum gerðum, hlutar úr pústkerfum, já þarna lá meira að segja fjólublár brjósthaldari af stærri gerðinni, það fékk mig allavega til að brosa aðeins og gleyma í örstutta stund Hondu druslunni minni. Ég náði að ýta hjólinu undir nokkuð stórt tré sem gaf mér skjól frá sólinni (sko þetta gerðist sko maður lifandi ekki á Íslandi). Svo var að leita að einhverju til að setja undir hliðarstandara hjólsins, svo hjólið væri betur upprétt, já það var nóg af alls konar dóti þarna í þá aðgerð. Nú var komin tími til að skoða hvað væri að, jæja þessar tíkur þurfa: loft, bensín og rafmagn til ganga. Jú nóg bensín, virðist vera nóg rafmagn, öryggi í lagi, ég meira segja var með það mikið af verkfærum undir sæti hjólsins að ég gat tekið eitt kertið úr og skoðað ástand þess og líka náði ég að athuga með neista við start. En ekkert gekk að finna hvað gekk að þessari „helvítis“ „andskotans“ „djöfulsins“ ónýtu Hondu !!! Þarna sat ég og hugsaði með mér ég verð bara að hringja eftir aðstoð, en ég var mjög langt að heiman og því var eflaust bara ein lausn, hringja á eitthvað verkstæði sem gæti náð í áðurnefnda Hondu. Meðan ég hafði verið að eiga við hjólið og líka eftir að ég settist við hlíð þess, þá óku þó nokkrir menn á mótorhjólum framhjá, en án þess að stöðva, þeir bara héldu áfram sínu striki, en jú nær allir þessir menn óku á tveggja strokka græjum með V mótor, svo eflaust í þeirra augum var ég ekki á mótorhjóli=Merkjadellupakk !! Hafði ég gleymt einhverju, jæja best að skoða drusluna aftur og meðan ég borga yfir hjólinu, þá sé ég útundan mér að gamall Jeep CJ hefur stöðvað fyrir aftan mig, þetta var græja með stórum hjólbörðum og auðsjáanlega mikið notaður og lítið bónaður. Á hlið hans var merki með nafninu Renegade, það var meira segja spil á framstuðaranum, svona ekki algengt faratæki í nágrenni við stórborg. Útúr jeppanum stígur hávaxinn og grannur náungi með skegg og nokkuð sítt hár, með uppbrettar ermar. Lítur út fyrir að vera allavega sextugur. Hann segir í rólegheitum: Jæja er hjólið bilað ? Já svara ég, hún dó bara Hondan. Jæja það gerist segir sá gamli og bætir við þú ert búin að athuga með bensín og allt svoleiðis ? Ég svara já búin að skoða allt, ég heiti Georg segir sá gamli og bætir við, nú við skulum skoða þetta saman. Ég sé að þegar hann beygir sig niður, þá grettir hann sig eins og hann finni til. Ég segi við Georg: Þakka þér fyrir að stöðva og bjóða aðstoð þína, fæstir hjólaeigendur stöðva þessa dagana og ef þeir gera þá verður bilaða hjólið að vera „rétt“ tegund. Ekkert mál segir Georg við hjólmenn verðum að standa saman, hef lent í því sama sjálfur, en þeir eru bara hjólaeigendur ekki hjólamenn. Ég sé þegar Georg er að skoða helstu hluti mótors Hondunnar að hann er með mörg tattoo á framhandleggjum sínum, eitt þeirra er þó mest áberandi, það er mynd af Shovel mótor, myndin er orðin vel snjáð. Georg sér að ég er að skoða Shovel myndina og segir, já ég átti 69 árgerð af Shovel, besta hjól sem ég hef nokkurn tíma átt (svona bara að gamni þá er sá gamli að tala um Harley Shovel). Áttu það enn spyr ég ? Nei segir Georg seldi það fyrir nokkrum árum þetta var síðasta árgerðin með dínamó og kickstarti. Ég segi já alvöru, hjól fyrir karlmenn og engin konutakki fyrir rafstart !! Georg segir: það skiptir engu máli hvernig þú startar hjólinu þínu, það snýst um að nota þessar græjur og þekkja þær, getað gert við þær, þessar nútíma græjur eru bara einn stór tölvukubbur og rétt í því ekur nýlegur BMW framhjá og ökumaður og farþegi eru klædd í fatnað sem allur er merktur BMW, það er ekki einu sinni veifað. Ég spyr Georg ertu hættur að hjóla ? Já orðin of gamall í þetta, læt ykkur yngri um þetta, hann segir þetta með trega í röddinni. Ég og Georg reynum okkar besta að koma Hondutíkinni í gang en það gengur ekkert, Georg brosir og segir, ja það eru alltof margir strokkar á þessari græju, fjórir, ja tveimur of mikið !! Heyrðu segir Georg ég hringi í konuna og læt hana ná í hjólið, en ég hafði sagt Georg að ég væri á stuttu ferðalagi og það væru nokkuð margar mílur heim. Ég segi er það ekki alltof mikið vesen fyrir þig, nei nei ekkert mál og með það sama dregur Georg upp síma og hringir í konuna, nær sambandi og segir við hana: Og mundu svo að taka með bönd og „ramp“ fyrir hjólið og segir svo: hún er á leiðinni. Ég þakka Georg aftur fyrir alla hans aðstoð og hugulsemi. Það er sko ekkert mál, hef gaman af þessu, við verðum að standa saman við hjólamenn segir Georg og horfir brosandi á gamla jeppann sinn. Ertu giftur spyr Georg? Nei segi ég en er búinn að búa með sömu konunni í tíu ár og kalla hana konuna mína. Skiptir engu þó maður sé ekki giftur svo lengi sem þið eruð ánægð með hvort annað og hjólin !! Meðan við bíðum þarna þá aka framhjá með reglulegu millibili menn á hinum ýmsu hjólum en engir stöðvar, en sumir veifa. Eftir skamma stund kemur eiginkona Georg á gömlum „pickup“, stígur útúr honum og segir brosandi: Jæja nú ber vel í veiði fann tvo strandaglópa !! Haltu gamansögunum fyrir þig gamla segir Georg, en hún segir aftur brosandi: Önugur sá gamli. Ég reyni allt sem ég get til að fara ekki að hlægja og segi þakka þér fyrir að koma og ykkar frábæru aðstoð. Hún segir ég heiti Gale og bætir við: Ég hef gert þetta í hundrað skipti og bætir við, er Georg búin að segja þér frá Shovel hjólinu sínu sem hann átti ? Já segi ég. Er hann líka búin að segja þér frá því hvað það bilaði oft !! Þegiðu gamla segir Georg. Gale bætir við og öll þessi olía sem lak frá þessu hjóli í innkeyrslunni hjá okkur. Nú er nóg komið segir Georg, viltu vera að skammast fyrir framan þennan ókunna mann og reyndi að bera sig mannalega, en mér sýndist að Gale réði nú í þeirra sambandi. Hondunni er komið fyrir á palli „pickupsins“ og bundin tryggilega. Að því loknu þá segir Gale: Jæja ungi maður þú kemur með mér og sá gamli eltir okkur. Við erum ekki búin að aka lengi þegar Gale segir: Þú veist af hverju Georg minn stöðvaði til að hjálpa þér ?? Já segi ég hann er bara góður maður sem og hjólamaður, þó hann sé hættur að aka þeim sjálfur. Rétt hjá þér segir Gale, en hann saknar þess alveg óstjórnlega að getað ekki hjólað lengur sjálfur og einnig félagsskaparins, hjólin og allt í kringum þau var í raun hans líf, já verð að segja að hann var aldrei eins hamingjusamur eins og þegar hann var búin að vera að hjóla eða gera við þessar Harley tíkur. Af hverju fær hann sér ekki annað hjól spyr ég ? Georg getur aldrei hjólað aftur segir Gale, hann er svo slæmur af gigt að hann getur varla opnað bílhurð og stundum getur hann ekki haldið á kaffibolla, hann þarf aðstoð á morgnanna til að standa uppúr rúminu, hann var sko nýbúin að taka lyfin sín þegar hann hitti þig ungi maður. Ég varð í raun bæði hryggur og reiður við að heyra þessi orð, að Georg gæti aldrei notið þess aftur að aka hjóli, eða gert við þau. En samt hafði Georg stöðvað og boðið aðstoð sína, ég fann fyrir hálfgerðri samviskusemi að ég gæti enn hjólað. Gale horfir á mig og segir: En hann fær mikið útúr því að hitta hjólamenn og reynir að aðstoða þá ef hann getur ef eitthvað bilar. Ég verð hálf klökkur og horfi bara til hliðar, en bæti við ég er mjög ánægður sem og þakklátur að Georg hafi stöðvað til að hjálpa mér. Sama hér segir Gale. Nokkrum klukkustundum síðar náum við heim til mín, Hondan er sett inní skúr og ég kynni konuna mína fyrir Georg og Gale. Þær fara inn heima en ég og Georg höldum okkur í skúrnum og spjöllum áfram um mótorhjól og allt sem þeim tilheyrir. Heyrðu segir Georg ég á nokkuð flottan mótorhjólajakka sem mér þætt vænt um að gefa þér, ég sé að hann myndi alveg passa, hann er ekki með neinum röngum merkjum segir Georg brosandi og segir mér símanúmerið sitt og ég skrifa það niður á miða og þakka honum fyrir og bæti við: Georg ég verð í sambandi fljótlega og nálgast jakkann og við getum fengið okkur einn öl saman og bullað um hjól. En svo tekur lífið við, við erum öll svo upptekin og tíminn leið og að lokum týndi ég miðanum frá þessum hjólamanni sem þrátt fyrir að getað ekki hjólað sjálfur var hann Hjólamaður fram í fingurgóma og myndi verða það til loka. Ég hugsa oft til Georg og ég hef aldrei ekið framhjá hjóli  sem einhver hefur stöðvað í vegakanti sama hvaða tegund, án þess að stöðva og bjóða fram aðstoð mína, síðan ég hitti Georg.

p.s.

Væminn saga segir einhver nagli og bætir eflaust við, það á bara að geyma þetta gamla lið á elliheimili, en það skrýtna er að við eldumst öll, en einu sinni hjólamaður allaf hjólamaður. Svo útskýrir einhver fróður hver sé munurinn á hjólamanni og hjólaeiganda !!!

Stolið og stílfært af netinu

Óli bruni

Monday, 20 October 2014 19:37

Besti krúser/hippi ársins 2014

Besti krúser/hippi ársins 2014 Indian Chief

 

Elstu menn muna eftir nafninu Indian sem var í raun vinsælla hjól (og betra !!) en Harley Davidson í USA, en það er nú allt önnur saga. Þetta nafn féll í hálfgerða gleymsku í nokkuð mörg ár og svona reyndu hinir ýmsu aðilar að endurvekja þetta fræga nafn með mjög misjöfnum misheppnuðum árangri. En vélsleða fyrirtækið Polaris í USA tók nafnið uppá sína arma og hefur endurvakið þetta fræga hjól, ekki með einhverjum eftirlíkingum af Harley, nein nýrri græju frá grunni. Polaris eru búnir að ná mikilli þekkingu á framleiðslu mótorhjóla því þeir framleiða líka Victory hjólin og hafa gert í um 15 ár. Vélin í Indian hjólinu er tveggja strokka V mótor, er 111 kúbic tommu, 49 gráðu og er loftkældur. Hjólið er búið rafstillanlegri bensíngjöf Ride By Wire. Útlit vélar er virkilega vel heppnað og nær þessu gamla „lúkki“, eins er með fram og afturbretti, svona skósíð. Grindin er úr áli sem léttir hjólið verulega í stað stálgrindar. Að framan eru tveir 300 mm bremsudiskar, bremsudælur eru með fjórum stimplum hvor og ABS kemur með í pakkanum. Hjólinu hefur alls staðar verið vel tekið og nú geta kaupendur nokkuð treyst á gæði framleiðslu Polaris. Það sést að þarna eru gæðin látin skipta máli, öll áferð á lakki sem og öðru er fyrsta flokks. Hjólið fær góða dóma með hvað það „höndlar“ vel og þá sérstaklega í beygjum (krúser !!), þar er hin nýja ál grind að gera sitt. Polaris hefur náð að framleiða ekta „retró“ krúser sem örugglega margir Harley menn horfa á með blik í augum (er það ekki).

Indian

 

Hvaða hjól skildi nú ná öðru sætinu í þessu vali, jú loftkældur alvöru Harley er það ekki, nei það er sko hið nýja Harley Davidson Street 750 sem er sko vatnskæld græja sem við erum nýbúin að skrifa um hér á síðunni. En smá viðbót þeir hjá Motorcycle.com segja ef þeir vissu ekki að þetta hjól væri framleitt af Harley þá myndu þeir halda að þeir væru að aka t.d. Aprillu eða Hondu, meðmæli, dæmi hver fyrir sig.

 

Street 750

Stolið og stílfært af netinu

Óli bruni

Thursday, 16 October 2014 21:36

Hvað stendur orðið HONDA fyrir ??

Hvað stendur orðið HONDA fyrir ?? sumir segja að það sé nafn upphafsmanns Honda fyrirtækisins en rétta skýringin ef snúið af japönsku yfir á ensku er:

H= Honda
O= Owners
N= Need
D= Daily
A= Admiration

Mér fannst þessi seinni skýring á nafninu miklu nærri sannleikanum en fyrir þá sem ekki eru nógu klárir í  "útlensku" þá má segja að þetta þýði:
Hondu eigendur þurfa daglega aðdáun.  Það skýrir líka betur allar þessar Hondumyndir sem við sjáum nær daglega á heimasíðum vorum.

kv. Hondu eigandi

Monday, 13 October 2014 17:01

Svör við getraunum

Ágætu félagar

Hér koma svörin við getraununum sem birtust hér á síðunni nýlega.

Fyrri getraunin, hér var spurt um Mike "the bike"" Hailwood, á sex strokka Hondu, mynd tekin á Isle of Man (Mön) en Mike var margfaldur heimsmeistari

http://en.wikipedia.org/wiki/Mike_Hailwood

 

Mike Hailwood

og seinni getraunin, myndin er af John Surtees, sem 
er sá eini sem varð bæði heimsmeistari á hjólum og á bíl í formúlu 1, hann er á MV Agusta þegar myndin í getrauninni var tekin.

http://en.wikipedia.org/wiki/John_Surtees

220px-John Surtees

 

Thursday, 09 October 2014 19:44

Besta ferðahjólið 2014 BMW K1600GTL EX

Með fyrirsöginni Besta ferðahjólið 2014 þá fóru örugglega Goldwing og Harley Ultra eigendur að brosa, því nú væri komið að þeim, nei ekki svo gott því fyrir valinu varð alvöru græja með SEX strokka línumótor frá BMW (uss menn fara að halda að ég sé einhver Bimma aðdáandi). Þetta hjól er alvöru ferðagræja og er alvöru lúxus græja. Kom fram á sjónarsviðið fyrir um þremur árum og vakti strax mikla athygli vegna sex strokka vélarinnar, sem menn höfðu ekki séð síðan Benelli, síðan Honda og að lokum Kawasaki komu með sínar sex strokka græjur. Þessi sex strokka græja fer virkilega vel með bæði ökumann og farþega, sagt er að nýja hjólið þ.e.a.s. Exclusive hjólið sé eins og að fara af almennu farrými yfir á Saga Class, hvað varðar öll þægindi, með hita í sætum og hita í bakpúða farþega sem dæmi. Það þarf ekki annað en að horfa á hjólið með ökumanni á að það er auðsjáanlega þægilega áseta, stýrið liggur vel við ökumanni og hann situr í afslappaðri stöðu. Upptalning á öllu tæknilega dótinu tæki allt of mikið pláss og eflaust myndi engin nenna að lesa það hvort eð er, en í stuttu máli er hjólið þannig búið varandi allan tækni og stillibúnað að það er eins og á bestu ferðahjólunum X 2. Hjólið er með virkilega gott tog á nær öllu snúningssviðinu. Aflið er virkilega gott og engum ætti að leiðast, hljóð er hressilegt þegar snúið er uppá rörið, eins og oft er með sex strokka vélar. Hjólið kemur með öflugum bremsum og að sjálfsögðu ABS, samtengt átak er við það að taka í frambremsu, en afturbremsa virkar ein og sér, einnig er hægt  að stilla átak til afturhjóls á þrjá mismunandi vegu, svo ökumaður ætti að vera nokkuð öruggur við flestar aðstæður t.d. eins og í rigningu o.s.frv. Einnig er hægt að stilla fjöðrun með takka í mælaborði og það eru þrjár stillingar í boði, þægilegt-venjulegt og sport. Hjólið „höndlar“ vel við nær allar aðstæður og flestum kemur það virkilega á óvart hvað má halla því í beygjum, auk þess sem hjólið er léttara en flest hjól í sama flokki. Hverjum langar ekki í sex strokka ferðagræju sem kostar jafnvel minna en ferða (touring) Harley í hefðbundinni útgáfu.

Bimminn

Það hjól sem komst næst Bimmanum kemur örugglega mörgum á óvart, en Motorcycle.com völdu auðvitað Breskt er best með því að setja Triumph Trophy SE í annað sætið. Þarna er kynnt til sögur önnur alvöru ferðagræja, Trumpinn er ekki eins sportlegt hjól og Bimminn en alvöru ferðahjól þrátt fyrir það. Hjólið er með þriggja strokka 112 hestafla mótor við 9000 snúninga, ekki aflmesta hjólið en samt með virkilega skemmtilegan mótor. Hjólið kemur með topptösku sem hægt er að fjarlægja ef menn vilja, góðu hljóðkerfi, hituðu sæti og hraðastillingu, sem og fullt af öðru dóti eins og öll alvöru ferðahjól eru búin í dag. Hjólið vigtar þó nokkuð minna en Bimminn sem er um 800 pund en Trumpinn er um 670 pund. Vindvörn er sögð með því besta jafnvel betri en á Bimmanum, áseta er góð bæði fyrir ökumann sem og farþega. Verðið er vel samkeppnisfært og er Trumpinn nokkuð ódýrari en Bimminn.

Trumpinn

Stolið og stílfært af netinu

Óli bruni

Saturday, 04 October 2014 20:54

Besta „Sport“ ferðahjólið BMW R1200RT

Besta „Sport“ ferðahjólið BMW R1200RT

 

Undanfarin ár hafa BMW verksmiðjurnar komið með betri og betri mótorhjól í nær öllum flokkum, t.d. eins og S1000R/HP$, K1600GT/GTL og hið þekkta hjól R1200GS. Og í ár hefur R1200RT hjólið verið valið besta „sport“ ferðahjólið. Hjólið er með hinum hefðbundna boxer mótor, er hlaðið alls konar rafmagns/tölvubúnaði þannig að það má nær stilla allt sem hugsast getur, þessi nútíma hjól eru orðin einn stór tölvukubbur og eitthvað bilar þá kemur bara á skjá í mælaborðinu Game Over !! Meðal stillibúnaðar er stilling sem kalla má rennur ekki afturábak í brekku þegar hjólinu er startað í brekku. Það má skipta um gír án þess að kúpla (eitthvað nýtt ??). Þetta hjól á nokkuð langt í land með afl og tog miðað við K1600GT hjólið en er með alveg nóg afl og tog í flest, en ekki má gleyma að K hjólið er með sex stokka. Svo er líka R1200 hjólið léttara, eyðir minna er styttra o.s.frv. Hjólið er mjög stöðugt og „höndlar“ virkilega vel, er létt miðað við svipuð hjól, vigtar um 600 pund með fullum bensíntank. Hjólið er með nýja grind sem gerir hjólið stöðugra í akstri og gefur ökumanni betri tilfinningu fyrir því undirlagi sem hann ekur á. En Adam er ekki alltaf í paradís því einhverjir gallar hafa komið fram í afturfjöðrunarbúnaði, þ.e.a.s. afturdempari eða hluti hans er ekki nógu öflugur fyrir hjólið fullhlaðið, þetta á eingöngu við hjól sem búin eru ESA. En BMW verksmiðjurnar hafi boðið eigendum ýmislegt í staðinn auk afsökunar t.d. aukahluti eða smá endurgreiðslu, sumar aðrar mótorhjólverksmiðjur mættu læra af þessu.

Bimmi RT

 

Hvaða hjól kemst næst ofangreindu hjóli jú það er hið gamla góða FJR1300A/ES sem elstu menn muna eftir, það er búið að framleiða það svo lengi að fyrstu hjólin eru komin á Árbæjarsafnið !! En af hverju að vera breyta einhverju sem virkar vel, ef löggan getur notað þetta og já þeir eru hættir með Harley, þá hlýtur þetta hjól að vera gott. Þetta hjól var valið númer eitt í fyrra í þessum flokk með 1300A hjólið, geri aðrir betur. Hjólið er með 1298cc línumótor og búið tölvustýrðri bensíninngjöf Ride By Wire togið er um 90 ft.lb miðað við 6800 snúninga. Beina innspýtingin virkar mjög vel, ekkert hik eða hökt. Hliðartöskur er auðveldlega hægt að taka af. Framrúða er rafmagnsstillanleg, þ.e. til að hækka og lækka, kemur með „krúsi“ og hita í handföngum= hjól fyrir eldri borgara !! Framdemparar eru nýir og eru það sem kallað er Up side down eða inverted og eru stillanlegir á ýmsan máta. Í þessu hjóli eru menn að kaupa langa góða reynslu.

Yammi FJR

Stolið og stílfært af netinu

Óli bruni

Wednesday, 01 October 2014 08:19

GETRAUN nr. 2

Ef það væri engin fortíð þá væri engin nútíð.

En hér er enn ein getraun bara til að hafa eitthvað með fyrri getraun.

En þessi mynd er af manni sem var nokkuð frægur bæði
fyrir að keppa á hjólum sem og bílum og já þetta er ekki Sigurjón á Súkku !!!

 

Hægt að koma með svör í spjallinu.

Monday, 29 September 2014 12:09

GETRAUN

Hér er í fyrsta sinn á síðu okkar Gaflara GETRAUN,

Hver ekur  hjólinu ?

Hvaða hjól er þetta ?

og hugsanlega hvar er myndin tekin.

 

Þetta er líka í spjallinu og þar er hægt að setja inn svörin

Hvaða mótorhjól falla í þennan flokk?  Í raun nokkuð erfitt að flokka hjól í þennan flokk, því það eru svo mörg hjól sem geta átt heima þarna en samt ekki. En það kemur engum á óvart að R nine T Bimminn sé valinn. Fyrir mig er þetta eitt best heppnaða nakta hjólið sem komið hefur fram í mjög mörg ár og þrátt fyrir að vera með boxervél !! Cafe Racerar, street fighter o.fl. hjól falla í þennan flokk og þessi Bimmi nær í raun þessu öllu í einum pakka. Svo er líka hægt nú þegar að kaupa alls konar aukahluti á þetta hjól. Nokkur önnur hjól komu til greina í þetta val t.d. annað hjól frá BMW og það er S1000R hjólið, en R nine T hjólið var valið og alveg skiljanlega. Útlit hjólsins er einstaklega vel heppnað og það eru svo margir hlutir á hjólinu sem benda má á þessu til handa: Grindin, bensíntankur, sætisfrágangur, pedalar, púst o.fl. Hægt er að taka hluta „subframe“ (afturhluti grindar þar sem sætið hvílir á) af og þar með gjörbreytir þú útliti hjólsins. Sætishæð er góð fyrir nær alla, þessi loft og olíukældi mótor er með virkilega gott tog og aflið virkilega gott miðað við tveggja strokka græju. Ef kaupandi nær sér í örfáa aukahluti þá er hann komin með bara flotta „custom“ græju. Þetta hjól seldist upp nær allstaðar þar sem það var í boði, nú er bara að bíða eftir árgerð 2015 sem nú þegar hefur verið kynnt til sögunnar t.d. á Tokyo Motor showinu, BMW verksmiðjurnar segja að engar breytingar hafi verið gerðar á hjólinu þar sem 2014 hjólið hafi verið svo vel heppnað. Nú þegar er komin a.m.k. einn 2014 hér á klakann.

Bimmi

Næsta hjól í röðinni í þessu vali hefur þegar verið valið og það var Yamaha FZ-07 sem nú þegar hefur verið kynnt hér á síðum Gaflara.

 

Heimaha yammi

Stolið og stílfært af netinu

Óli bruni