Gunnlaugur Harðarson

Gunnlaugur Harðarson

Sunday, 25 January 2015 12:42

Tíu mest spennandi hjól ársins 2015 ???

Ágætu félagar, þá kemur fyrsta grein ársins 2015 frá Óla bruna

 

Tíu mest spennandi hjól ársins 2015 ???

Stór fullyrðing en hugsanlega rétt, það mun koma í ljós með tíð og tíma sem og að þegar sérfræðingar mótorhjólablaða hafa prufað þessi hjól og sagt álit sitt, en það er svo að sjálfsögðu kaupendur mótorhjóla sem eiga síðasta orðið.

Og hvað skildi vera fyrsta hjóla á þessum tíu hjóla lista ? Að sjálfsögðu Kawasaki, en svona okkar á milli þá er þetta ekki í neinni röð sem segir til um gæði, útlit eða aksturseiginleika, nei þetta er það sem blaðamönnum eins mótorhjólablaðs finnst, en það er Kawasaki H2/H2R sem er mest spennandi hjólið að þeirra áliti, því þetta er eina hjólið sem búið er þjöppu.  Þetta hjól er með supercharger þ.e. þjöppu sem er gírdrifin og snýst þjappan tíu sinnum hraðar en sveifarás. Hjólið kemur í tveimur útgáfum þ.e.a.s. H2 sem er götuhjól en H2R hjólið er brautarhjól. Hjólið er sagt yfir 200 hestar. Það er að sjálfsögðu búið tölvukerfi sem sér um að halda framdekkinu sem mest á jörðinni allavega H2 útgáfunni, fjöðrun og bremsur eru sagðar með því besta sem völ er á. Þetta er spennandi græja og það eru enn til menn hér á landi sem muna eftir Turbo hjólunum sem komu hingað til lands.

Kawi H2 nr. 1

Næsta hjól í röðinni er Ducati 1299 Panigale S og þessi tveggja strokka græja er fyrsti Dúkkinn sem er yfir 200 hestar, er sagt 205 hestafla við 10.500 snúninga og togið er 106.7 við 8.750 snúninga. Mótorinn í 1299 hjólinu er með sömu slaglengd og Panigale 1199 hjólið en stimplar hafa verið stækkaðir, þannig að hver stimpill er 4.5 tommur í þvermál (reikna svo). Gráðuhalli á framgaffli hefur verið minnkaður um hálfa gráðu og afturgaffall hefur verið lækkaður um 4mm frá 1199 hjólinu, allt til að bæta nú þegar frábæra eiginleika til aksturs bæði á götunni sem og á braut.

Dúkki 1299 nr. 2

Þriðja hjólið er Yamaha YZF R1 (Hondu aðdáendur eru farnir að hrista hausinn !!) og Yamaha kann alveg eins og allir vilja vita að smíða frábær hjól og þá sérstaklega stærri hjól í þessum 1000cc flokk (superbikes). Þetta hjól er skráð 998 cc og er fjögurra strokka línumótor. Með sérhönnuðum sveifarás og stimpilstengur eru úr titanium, þetta hjól er einnig með stærri ventlum og þjappan er 13.0:1. Hjólið varð til af tilraunum Yamaha manna á brautum heimsins og það kemur með magnesium felgum og ljós eru led ljós, pústkerfi er einnig úr titanium, allt til að halda hjólinu sem léttustu. Hjólið vigtar aðeins 439 lbs. Hægt er að fá hjólið með frábærri fjöðrun frá Ohlins og hún er rafstýrð af tölvukerfi, en af þeirri gerð verða aðeins framleidd 500 stk., svo um að gera að panta strax !!!

Yammi R1 nr. 3

Jæja loksins loksins Honda og það er RC213V-S hjólið og þetta er í raun hjól eins og heimsmeistarinn í GP Marc Marques ekur, en hannað til götunotkunar, þ.e.a.s. ef það verður framleitt, en sumir eru efins um að svo verði þó hjólið hafi verið kynnt almenningi síðasta haust á Ítalíu þ.e.a.s. EICMA Mílan sýningin. Aðal ástæða þessara efasemda eru vöntun á raunverulegum tækniupplýsingum um þetta nýja spennandi hjól. Mótor þessa hjóls yrði V 4 og Honda hefur góða reynslu af þeim mótor, en við sjáum til og hugsanlega yrði maður einn sem á RR 1000 Hondu í Eyjum fyrstu til að fjárfesta í græjunni !!

Honda RC213V-S nr. 4

Fimmta hjólið, já annar Dúkki og það er Multistrada 1200S. Stradan er löngu þekkt alhliða hjól sem notið hefur mikilla vinsælda um allan heim. Nýja hjólið er með nýrri útfærslu á mótor= Desmodromic Variable Timing og mun þessi stýring hafa mikil áhrif á afl mótors. Nær útilokað að ventlar fljóti og tog mun aukast þannig að hjólið verður með ótrúlegt tog og mesta aflið um miðbik snúningssviðs. Bensíngjöf er rafmagnsstýrð (ride by wire) og því ætti aldrei að verða hik við fulla inngjöf. Ýmislegt annað hefur verið uppfært þ.e. tölvukerfi hjólsins sem og fjöðrun frá Sachs sem er staðalbúnaður á S hjólinu.

Multistrada nr. 5

Sjötta hjólið er frá BMW er spennandi græja og eins og oft áður eru Bimma menn með tækni og útlit sem aðrir framleiðendur eru ekki með. Þetta hjól heitir S1000XR og er borið saman við R1200GS hjólið þó kannski ekki sanngjarn samanburður því 1200 GS hentar ágætlega á möl, en 1000XR hjólið er malbikshjól, en samt þá er sumt sambærilegt, stór rúða og ökumaður situr vel uppréttur, mótor er fjögurra strokka línumótor, eins og oft áður er öllu stýrt með tölvubúnaði. Þetta hjól er örugglega frábært í malbikaða fjallavegi.

BMW S1000XR nr. 6

Ein græja sem kemur sumum á óvart og það er sjöunda í röðinni og er af gerðinni Husqvarna og er kallað 701 Supermoto. KTM á og rekur þetta sænska gamla nafn og þeir stefna á að verða þriðji stærsti framleiðandi Evrópu  á árinu 2019. Og þetta nýja 701 Supermotohjól á að vera eitt af hjólunum sem hjálpa á við þann áfanga. Eins og mörg önnur hjól var hjólið kynnt til sögunar á EICMA sýningunni á Ítalíu síðasta haust. Þetta hjól ætti að vera frábært fyrir þá sem vilja spara framdekk, mótor er eins strokka KTM mótor, stærð er 690cc, það er með alvörubremsum, WP fjöðrun á háum gæðaflokki, sem og góðum hjólbörðum. Blaðamenn segja að það verði tekið eftir ökumönnum þessara hjóla í umferð borga, af hverju jú togið er frábært og aflið nóg, þannig að menn eiga örugglega í vandræðum með að halda framenda niðri, sem og að engar beygjur verða teknar án þess að „slæda“.

Husqvarna nr. 7

KTM það nafn þekkja örugglega allir „drullumallarar“ landsins, nafn yfir gæði og endingu sem og frábær torfæruhjól af ýmsum útgáfum og það situr í áttunda sætinu. Nýja hjólið sem kynnt er til sögunar er meira ferðahjól við hinar ýmsu aðstæður eins og GS bimminn. Þetta hjól heitir 1290 Super Adventure. Það kemur með krúsi, hitahandföngum sem og hituðu sæti, bensíntankur er um 30 lítra (7.9 gallon), hlaðið allskonar tölvubúnaði sem stjórna nær öllu, kemur með WP fjöðrun. Vigtar um 505 lbs og því engin léttavara, græja fyrir alvöru karlmenn (konur). Það kemur með svona brekku haldara svo það renni ekki afturábak í brekkum. Hjólið er borið saman dúkkan Multistrada.

KTM 1290 nr. 8

Nú er a.m.k. einn maður farin að spyrja hvað engin súkka í þessari upptalningu ?? Jú hjól númer níu er súkka og kallast GSX-S1000 ABS og ætti að koma í verslanir í heiminum seint á þessu ári. Þessi græja er með svona „streetfighter“ útlíti. Er með þessum fræga 1000 mótor en knastás hefur verið útfærður fyrir meira tog og miðjuafl. Svo eru alls konar tölvustillingar til að halda mönnum uppréttu við inngjöf, hægt að stilla aflið í afturdekk á þrjá mismunandi vegu= 1. Byrjandi – 2. Telur sig geta ýmisleg – 3. Nú verður gaman !!! Grind er úr áli, bremsur eru ABS og fljótlega geta áhugasamir lesið samanburð í prufuakstri á þessu hjóli og Kawasaki Z1000.

Súkka 1000 nr. 9

Hverjum hefði dottið í hug að sjálfur Harley kæmist á þennan lista !! Jú í raun eina ástæðan fyrir því er að hjólið (númer 10) er ekki með hefðbundnum loftpressu V mótor, nei þetta er rafmagnshjól og er kallað Harley Davidson LiveWire. Það er ekki komið í framleiðslu fyrir almenning en blaðamenn hafa fengið að prufa prótótípur af nokkrum útgáfum og þau hjól hafa komið blaðamönnum verulega á óvart með nær allt. Hjólin eru með álgrind og þriggja fasa DC rafmagnsmótor (jafnstraums) og er gefin upp 74 hestöfl og rafhlöður eru lithium. Þar sem aflið kemur allt strax við inngjöf er hægt að reykspóla úr kyrrstöðu langa leið. Hjólin voru með hraðastillingu á hámarkshraða 95 mph og hjólið var ekki lengi að ná þeim hraða. Nær öllum kom þetta hjól á óvart og var líkara venjulegu mótorhjóli en menn bjuggust við. Þetta er engin krúser, nei miklu líkara hefðbundnu sporthjóli, verður spennandi hvort HD framleiði þessa græju fyrir almenning.

Harley nr. 10

Stolið og stílfært af netinu

Óli bruni

Wednesday, 21 January 2015 17:59

Eru þetta einu hjólin í heiminum ?

Fékk spurningu nýlega með þessum2 myndum sem er hér í fyrirsögninni.

 

Hér er það fyrra:

Eina hjóli  í heiminum 1

og hér er hitt:

Eina hjóli  í heiminum 2

 

Tuesday, 13 January 2015 17:48

Besta mótorhjól ársins 2014

Besta mótorhjól ársins 2014

KTM 1290 Super Duke

Stór orð og hver getur fullyrt svona, jú þeir sem telja sig hafa virkilega vit á eiginleikum mótorhjóla og það er Motorcycle.com, en þeir hafa verið að síðan 1994. Og hvaða hjól skildi nú hafa verið valið frá öllum þessum framleiðendum og allar þessar tegundir og týpur. Flestir myndu örugglega fara að tala um eitthvað frá t.d BMW eða Honda. Nei ekki svo gott, fyrir valinu varð hjól frá frekar litlu fyrirtæki og það er KTM sem er nú frekar þekkt fyrir „drullumallara“ sína. Hjólið ber nafnið 1290 Super Duke R og KTM einnig vinninginn í flokki ferða/utanvegna hjóla og það er hjólið Adventure 1190. Super Duke hjólið er með svona street fighter útliti með „dash“ af cafe racer með. Hjólið er sagt „höndla“ alveg ótrúlega, aflið nóg fyrir nær alla og hentar í nær allt á malbikinu. Flestum líður eins og þeir hafi ekið hjólinu áður en ekið er af stað og er svona við fyrstu kynni þægilegt, en látið það ekki plata ykkur, hjólið er með ótrúlegt tog og afl, það er eins gott að halda vel í stýrið og vera í góðri þjálfun þegar tekið er hressilega á græjunni og það er sagt að ekkert nakið sporthjól geti státað sig af öllu þessu togi og afli, jafnvel ekki Ducati. Vélin er 1301cc V vél og er tveggja strokka. Leiðist eiganda á götunni , þá er ekkert mál að fara með græjuna á næstu akstursbraut (leita á gulu síðunum á Íslandi !!!) og það hefur sýnt sig í prufum að alvöru plastgræjur eiga í fullu fangi með að hanga í Super Duke hjólinu, þó hestöflin og strokkar séu helmingi fleiri. Á brautum hefur hjólinu verið ekið á vel yfir 250 km og það fer að sögn vel um ökumann og jafnvel þá sem hærri eru þrátt fyrir að hjólið sé hlífalaust. Eins og áður sagt þá er áseta góð og stýri liggur vel fyrir ökumanni, það þarf ekkert að liggja á maganum á bensíntank til að ná stýrinu. Þetta hjól höfðar til flestra því þarna sérðu allt sem hjólið hefur uppá að bjóða sjónlega, ekkert er falið með einhverju plastdóti. Þeir sem gáfu hjólinu þessa fyrstu einkunn fyrir árið 2014 segja: Þetta er ekki bara besta hjól ársins, þetta er eitt besta hjól sem við höfum nokkurn tíma prufað og því ekki að furða að það beri nafnið SUPER DUKE ! Og ég sem hélt að Suzuki (Bandit) væri best hjólið í heiminum, einhver misskilningur þar á ferð !!! Allt tæknilegt má lesa um á netinu.

 KTM 1

 

 

Það hjól sem kom næst í röðinni og fær svona heiðursverðlaun er Yamaha FZ-07 hjólið. Þetta hjól er einnig nakið hjól.  Sagt mjög meðfærilegt og jafnvel nýliðar finnast þeir vera komnir heim ef segja má svo. Verðið á hjólinu er líka mjög svo samkeppnisfært miðað við hvað þú ert að kaupa. Grind og afturgaffall er úr stáli, en ekki áli, samt vigtar hjólið aðeins 397 lb.pund og er léttara en flest hjól í sínum flokki. Sveifarás er svokallaður 270 gráðu, ekki þessi hefðbundni 360 gráðu, vélin er tveggja strokka í línu. Það er ekki auðvelt að láta ódýrt hjól líta úr sem dýra græju en Yamaha hafa náð því með FZ-07 hjólinu. Margir ungir ofurhugar myndu eflaust horfa frekar á plastgræju og þá t.d. eitthvað 600cc, en það væru mistök segja þeir hjá motorcycle.com, FZtan eru miklu betri kaup. Áseta er mjög þægileg og hentar hjólið nær öllum ökumönnum, sama hvaða stærðarflokki þeir eru í, já nema einhver yfir 210cm á hæð og 200 kg hugsanlega, ja þeir fá sér bara Harley. Það er sérstaklega tekið fram að beina innspýtingin á hjólinu virki mjög vel, nær gallalaus við allar aðstæður. Eins og áður sagt frábær kaup miðað við verð. Allt tæknilegt má lesa betur á netinu og svona okkar á milli er einhver að lesa það og ákveður síðan hvaða hjól hann eða hún ætli sér að kaupa, gaman að heyra frá mönnum um það (ef einhver les þetta), jú ég veit það er einstaka hestafla pælari að spá í hvað hjól eru fljót í 100 km hraða og hvað þau fara ¼ míluna á, verða svo fyrir vonbrigðum flestir því það eru nær alltaf atvinnuökumenn sem eru að prufa þessi hjól.

Stolið og stílfært af netinu:

Óli bruni

 Yamaha FZ 07

Yamaha FZ

Friday, 26 December 2014 14:03

Ég er bara langbestur !!!!!

Ágætu félagar, hér kemur grein frá Óla bruna sem ætti að vera skyldulesning núna um jólin (nægur tími yfir alla þessa frídaga)

 

Ég er bara langbestur !!!!!

Hver hefur ekki heyrt þessa setningu, eða eitthvað svipað frá eiganda mótorhjóls, sem segir okkur jafnvel óspurður að hann kunni allt og geti allt. En staðreyndin er önnur og því er góður mótorhjólaökumaður að læra allt sitt líf. Förum aðeins yfir nokkur atriði sem gætu hjálpað okkur að verða betri ökumenn og þá um leið öruggari í umferðinni bæði fyrir okkur sem og aðra. Þeir sem eru að byrja að aka mótorhjóli spyrja oft sér vanari: Hvernig mótorhjól ætti ég að kaupa mér ? En hvað með þá sem hafa átt hjól í nokkurn tíma, þeir spyrja sjaldan því þeir eru orðnir svo vanir ekki rétt !!

En hvað er vanur ökumaður ? Sá sem búin að vera með mótorhjólapróf lengi ? Nei það er sá sem hefur notað hjól nokkuð lengi og prufað margar týpur og tegundir hjóla við hinar ýmsu aðstæður. Svo er það spurningin um hvaða hjól er heppilegt fyrir vanan mann? Snýst um svo marga þætti að við förum ekki yfir það hér í þessum skrifum. En hér eru nokkur atriði sem gætu gert okkur að betri ökumönnum, sama hvaða hjóli við erum að aka:

Vanir menn eru búnir að temja sér vissa ögun þegar þeir aka mótorhjóli, þessi agi hefur áunnist með ekki bara árunum heldur líka meira með þeim km sem viðkomandi hefur ekið. Þeir læra af hverjum eknum km, hvort sem ekið er á malbiki, möl, í þurru, í bleytu, mikilli sól, þoku o.s.frv. Vanir menn eru ekki að æsa sig yfir smámunum þegar þeir aka mótorhjóli, þeir eru einbeittir og vita vel af umhverfi sínu. Þeir getað virkað frekar kærulausir þegar þeir eru ekki að hjóla, en verða „fagmenn“ þegar þeir aka mótorhjóli. Jafnvel frægustu hjólamenn heimsins getað virkað léttir og kátir (og eru það) en við akstur mótorhjóls eru þeir einbeittir fagmenn, því þeir vita að þeir sitja á ökutæki sem er aðeins á tveimur hjólum og hestöfl eru oft meira en eitt hestafl á hvert kíló. Að missa einbeitingu á kannski 200 km hraða (sko ég er að tala um akstur á braut ekki Reykjanesbrautinni !!) er ekki heppilegt , en hraðinn þarf ekki að vera svo mikill, höldum alltaf einbeitingu okkar,  sama hvað hraða við ökum á og við allar aðstæður.

Fljótur að hugsa og ert búin að skoða umhverfi þitt þ.e.a.s. það sem liggur framundan. Þú ert alltaf með augun vel opin og fylgist vel með t.d. næstu gatnamótum, umferðinni í sömu átt og þeirri sem kemur á móti. Þú ert orðin svo vanur að móttaka ótal upplýsingar frá umhverfi þínu að það er orðið þér eðlilegt, óvanur ökumaður horfir yfirleitt mjög stutt fram á við, sá óvani lætur jafnvel leiða sig í ógöngur af vönum ökumanni. Með því að fylgjast alltaf vel með umhverfi sínu og öllu því sem fram fer, þá er miklu minni hætta á því að lenda í óhappi. Það er ekki hægt að treysta neinu í umferðinni sem gefnum hlut: Aldrei.

 

 

 

Að skynja umhverfi sitt og umferðina, sem og að þekkja ökutæki sitt og eiginleika þess, er eitthvað sem lærist bara á einn veg: Við akstur hjólsins. Hvernig bregst ég við ef eitthvað fellur af vörubíl fyrir framan mig eða rolla hleypur í veg fyrir mig og þá er miðað við að þú eigir möguleika að bregðast við. Þú skoðar get ég ekið fram hjá þessu, get ég hemlað án þess að læsa t.d. framdekki, næ ég jafnvel að skipta niður um gír eða gíra. Vanur maður getur ákveðið þetta allt á örskömmum tíma, sá óvani rífur í frambremsu og endar oftast í götunni, nema að hugsanlega ABS kerfi hjólsins bjargi einhverju.

Þolinmæði er eitthvað sem við öll ættum að temja okkur, við erum nær sjaldnast það mikið að flýta okkur og í borgarumferðinni er það hvort eð er nær útilokað ekki rétt ? Svig er ágætt á skíðum, en virkar frekar illa í umferðinni. Vanir menn geta sloppið ja allavega stundum, en svo kemur að því að ökumaður járnbúrs á fjórum hjólum ákveður að skipta um akrein án stefnuljóss, er að tala í gemsann og að borða pylsu í leiðinni, þá er eins gott að hafa verið þolinmóður og vel vakandi fyrir umhverfi sínu. Með þolinmæði þá hefur þú lengri tíma til að bregðast við.

Að vita af því að maður er bara mannlega vera, við getum gert mistök eins og aðrir, engin okkar er eilífur. Lærum að þekkja takmörk okkar sem og hjólsins sem við ökum á. Látum ekki stoltið leiða okkur í ógöngur, það eru fullt af hjólamönnum sem eru betri en við, en með því að kyngja stoltinu, getum við orðið jafn góðir með tímanum. Það er hægt að kyngja særðu stolti en ekki særðum skrokk.

Vanur maður bregst við ósjálfrátt við óvæntum aðstæðum. Að verða vanur hjólaökumaður gerist ekki við að fá prófið eða kaup á hjóli, nei það gerist aðeins með tímanum og við það að ná þroska. Þetta getur tekið okkur mislangan tíma og já jafnvel nokkur óhöpp, en meðan við lærum þá verðum við betri. Um leið og við teljum okkur vera búin að læra allt þá ættum við eflaust að hætta að hjóla.

Einhver staðar er sagt að það sé mikill munur á því að t.d. að fljúga í þúsund klukkustundir eða að fljúga eina klukkustund í þúsund skipti. Þ.e.a.s. með því að gera alltaf sama hlutinn við nákvæmlega sömu aðstæður þá hugsanlega lærir þú ekki mikið. Að taka alltaf sama rúntinn, alltaf í góðu veðri og lítilli umferð, verður þú góður ökumaður, nei eflaust ekki. Því skiptir miklu máli að aka við nær allar aðstæður og láta reyna vel á sig, þó án þess að setja sig í hættu eða aðra. Beinir vegir og lítið af beygjum, gaman stundum en það er í raun ekkert að gerast. Lærum af því að aka við fjölbreytar aðstæður, mikið af beygjum, þröngar, aflíðandi, í þurru, í bleytu, með öðrum, gleymum ekki mölinni. Sumir segja að bestu ökumennirnir á malbiki séu þeir sem ekið hafi lengi á „drullumöllurum“, þeim bregður ekki þó hjólið renni til í beygjum, þeir hafa í raun tekist á við flestar aðstæður.

 

 

Eftir langt hlé, ja svona eins og við hér mörlandinn tökum okkur oftast yfir veturinn, þá  er algjör nauðsyn að æfa sig, því æfingin skapar meistarann segir einhversstaðar. Gott er að fara á bílastæði þar sem nóg pláss er og æfa sig í að bremsa, eða taka svona ímyndaða keilubraut, jafnvel gera þetta með stæl og láta einhvern koma með keilur eða eitthvað svipað. Gera það sem mörg okkur gerðu í upphafi við æfingar fyrir mótorhjólaprófið. Sumir fara jafnvel í endurhæfingu hjá ökukennara. Við erum líka hugsanlega að eignast braut sem hægt er að æfa sig á ? Það skiptir ekki máli hvað þú hefur haft próf lengi ! Nei það er sá tími sem þú hefur hjólað og þá við allar aðstæður.

Svo er líka gott að lesa sig til um allt sem varðar akstur mótorhjóla, mikið hægt að læra af því. Hvernig allt virkar og hvað gerist við hemlun, þegar maður hallar hjólinu í beygjum, hvert á að horfa þegar ökumaður stefnir að beygju, á að fara hratt inní beygju eða hægt, notkun fram og afturbremsu saman, það er hægt að telja upp margt. Hjólið sjálft, loftþrýstingur í hjólbörðum, smyrja keðju o.fl. o.fl. Þekkjum okkur sjálf, hjólið okkar sem og kynnumst fjölbreyttum aðstæðum.

Stolið og stílfært úr eigin heila sem og annarsstaðar

Óli bruni enn að læra

Wednesday, 17 December 2014 17:17

Ein örsaga til að gleðjast aðeins

Er gott að vera fyrstur ??!!

Það var einu sinni froskur sem átti heima við vatn eitt og norn ein í nágrenni við hann hafði veitt honum þá eiginleika að geta uppfyllt óskir annarra dýra. Froskurinn var á gangi einn daginn og sér þá skógarbjörn sem var að elta kanínu sér til matar. Froskurinn kallar á björninn og kanínuna  og segir þeim að þau geti óskað sér þriggja óska hvert og eina kvöðin sé að þau lifi saman í sátt og samlindi. Eins og eðlilegt er með þann stærri og sterkari þá byrjar björninn og segir: Ég óska mér að allir aðrir birnir í þessum skógi séu kvenkyns ! Froskur gefur frá sér eitthvað hljóð og óskin er uppfyllt. Jæja þá er komið að kanínunni og hún segir: Ég óska eftir mótorhjólahjálm og aftur kemur hljóðið og kanínan er komin með hjálm. Næstu ósk á björninn og hann segir: Ég óska mér að í nærliggjandi skógum séu allir birnir kvenkyns og aftur sama hljóðið frá frosknum og hann segir það er gert. Nú er komið að kanínunni með aðra ósk sýna og hún segir: Ég óska eftir Triumph mótorhjóli og enn og aftur sama hljóðið og þarna stendur þessi flotti Triumph. Hvorki froskurinn né björninn skilja neitt í þessum heimska froski. Nú á björninn eftir eina ósk og hann segir: Ég óska mér að allir birnir í heiminum nema ég séu kvenkyns og hljóðið enn einu sinni og froskurinn segir það er gert. Kanínan setur á sig hjálminn í rólegheitum setur Triumphinn í gang og segir: Ég óska mér að eini karlkyns björninn í heiminum sé hommi !!! og með það sama ekur kanínan í burtu í rykmekki.

Óli bruni

Monday, 15 December 2014 18:56

Nýir mótorhjólaklossar

Sigurjóni hafði alltaf langað  í alvöru Harley mótorhjólaklossa og þegar hann fréttir af útsölu á þessum klossum þá ríkur hann af stað og kaupir sér par. Þegar Sigurjón kemur heim þá gengur hann beint inní eldhús og segir við konuna sína: Sérðu eitthvað nýtt við mig ? Eiginkonan horfir á Sigurjón og segir: NEI. Sigurjón verður fúll og leiður, fer inná klósett og klæðir sig úr öllu nema nýju klossunum. Kemur inní eldhús aftur og spyr eiginkonu sína aftur hárri röddu hvort hún sjái eitthvað nýtt við sig núna !! Eiginkonan skoðar Sigurjón upp og niður og segir: Sigurjón hann hékk niður í gær og hann hékk niður í fyrradag og hann mun hanga niður á morgun líka !! Nú verður Sigurjón virkilega reiður og segir: Heyrðu kerling veistu af hverju hann hangir alltaf niður ?? Nei öskarar eiginkonan á móti. Sigurjón öskrar á móti: Hann hangir niður af því hann er að horfa á nýju Harley klossana mína !! Sú gamla brosir útí annað og segir rólega: Sigurjón það hefði verið nær að þú hefðir keypt nýjan hjálm!

Óli bruni

Monday, 15 December 2014 09:26

2 Hondu sögur

Fyrri sagan:

Ökumaður Hondu mótorhjóls kom að Gullna hliðinu og þar tók Lykla-Pétur á móti honum og spurði Hondu eigandann af hverju hann ætti að komast innum Gullna hliðið ??

Sko sagði Hondu eigandinn ég var að aka í rólegheitum uppí sveit og sá þar hóp manna sem höfðu stöðvað Harley hjólin sín og þeir litu sko skuggaleg út, allir í tattoo og klæddir leðurvestum og ég sá að þeir voru að „kássast“ uppá unga stúlku svo ég stöðvaði Honduna mína og gekk að þeim stærsta  og vígalegasta sló hann hnefahöggi í andlitið, reif nefhring hans úr nefinu, velti við Harley hjólinu hans og öskraði á hann: Ef þú lætur stelpuna ekki í friði þá lem ég þig í buff !!

Lykla-Pétri fannst þessi Hondu eigandi vera hetja og spurði hann: Hvenær gerðist þetta góði minn ??

Hondu eigandinn svarar um hæl: Bara rétt áðan !!!

 

Seinni sagan:

Tveir Hondu eigendur nutu þess að hjóla þó kalt væri, en það sem verra var að rennilás á jakka annars Hondu eigandans bilaði og mínum manni varð fljótlega mjög kalt og stöðvaði Honduna sína og sagði við félaga sinn: Heyrðu ég bara sný jakkanum við svo mér verði ekki eins kalt, sem og hann gerði.

Þeir félagar halda ferð sinni áfram, en svo gerist það að bóndadurgur einn ekur í veg fyrir þá á sínum eðal traktor. Hondu mennirnir lenda báðir á traktornum og falla götuna ásamt hjólum sínum. Bóndinn stöðvar traktor sinn og gengur að þeim félögum sem liggja þarna og hreyfa sig ekki. Bóndinn heldur enn á síma sínum sem hann var að tala í þegar hann ók í veg fyrir þá félaga og segir rólega við viðmælanda: Það óku einhverjir vitleysingar á skellinöðrum úr borginni á fína traktorinn minn !! Ég verð víst að hringja á lögguna. Lögreglan mætir á staðinn og spyr bóndann hvað hafi gerst og hvort Hondu ökumennirnir hafi verð á lífi eftir óhappið ?

Bóndinn sem enn er að skoða skemmdir á traktor sínum segir: Já sko annar þeirra var steindauður en hinn var með lífsmarki, en höfðuð hans sneri nær öfugt og ég kann sko fyrstu hjálp, því þarf að tryggja góða öndun skal ég segja þér maður minn ! Svo ég sneri höfðinu í rétta átt en þá bara steinhætti hann að anda, já maður lifandi.

Wednesday, 10 December 2014 18:25

Hjólamenn á himnum

Lykla-Pétur kemur til guðs og segir: Ég verð að fá að tala við þig um þá hjólamenn sem eru hér á himnum, það eru tóm vandræði með þá. Já sko segir Lykla-Pétur þér eru að sveifla sér á Gullna hliðinu og þeir eru búnir að stela lyklinum mínum. Síðan neita þeir að vera klæddir í okkar kufla þeir eru bara í einhverjum bolum og gallabuxum. Þeir borða ekki matinn okkar nema það sé barbeque sósa á öllu, já þeir eru allir útataðir í þessari sósu. Meira að segja hundarnir þeirra kunna enga mannasiði, þeir riðlast á öllu sem þeir sjá sko hundarnir, einnig elta þeir allar kindur sem þeir sjá hér á himnum. Þessir hjólamenn neyta að taka til eftir sig, meira segja vegurinn frá Gullna hliðinu er allur í rusli. Þeir eru með derhúfur í stað geislabauga og ganga um í mótorhjólaklossum í stað sandala og það versta er að þeir jafnvel taka annan vænginn af sér til að berja á hvor öðrum og þeir heimta að fá hjólin sín til himna.

Guð segir: Pétur minn þetta eru hjólamenn og verða hjólamenn og himnaríki er opið öllum, líka hjólamönnum. En ef þú vilt heyra um alvöru vandræði þá hringdu í djöfulinn.

Lykla –Pétur hringir í djöfulinn sem svarar og segir um leið: Bíddu aðeins Pétur. Eftir c.a. eina mínútu kemur djöfulinn aftur í símann og segir aftur: Hvað get ég gert fyrir þig Pétur. Pétur segir: Hvað eru mestu vandræðin hjá þér þarna niðri ? Djöfullinn segir: Bíddu aðeins !! Eftir nokkrar mínútur kemur djöfullin aftur í símann og segir jæja ég er komin aftur og segir: Hvað varstu aftur að spyrja um Pétur minn ? Pétur endurtekur spurninguna en það sama gerist aftur, djöfullinn biður afsökunar og fer aftur úr símanum og nú í enn lengri tíma, allavega 15 mínútur og þegar djöfullinn kemur í símann aftur segir hann: Pétur minn ég get bara ekki talað við þig núna, því þessir helvítis hjólamenn eru búnir að slökkva alla elda hjá mér og eru að reyna að koma upp loftkælingu !!!!

Tuesday, 09 December 2014 17:55

Jólagjafahugmyndir

Hér koma góðar tillögur að aukajólagjöf til okkar frá okkar betri helming sem leyfir okkur að eiga hjól og hjóla.

BolurBolur 2

 

Er nokkuð mál að leigja mótorhjól utan Íslands ??????

Við höfum mörg okkar velt því fyrir okkur að leigja mótorhjól á erlendri grund, þó sum okkar telji það alveg galið að getað ekki hjólað á eigin hjóli hvar sem í heiminum, en svona á léttu nótunum þá er mótorhjól tæki með tveimur hjólbörðum og einum mótor, þetta er ekki hestur sem við höfum tamið með mikilli vinnu. Einnig getum við valið hinar ýmsu tegundir, allt eftir því hvernig hjól við viljum og hvað það kostar að leigja það. Svo eru það tryggingar fyrir hjólið, ökumann, farþega o.s.frv. Tryggingar geta verið mjög misjafnar allt eftir löndum sem og leigufyrirtækjum. Sumir hald að t.d. visa platínu kort dugi ef leiga er borguð með svoleiðis korti, svarið er Nei, kynnið ykkur skilmála í þaula. Að spara í tryggingum leiguhjóls er svona að eigin reynslu eins og að treysta á veðrið á Íslandi, svo hér kemur smá saga um mann sem leigir sér hjól í útlandinu. Látum söguhetjuna taka við:

Mig hafði dreymt í mörg ár að leigja mér hjól á erlendri grund, nú ætlaði ég að láta verða af því, lífið er stutt og flýgur fram hjá manni eins og þota sem brýtur hljóðmúrinn. Ég ákvað að leigja mér alvöru hjól að mínu mati, fullvaxið BMW ferðahjól og þá meina ég ekki þessi svokölluðu off road hjól, nei eitt með öllu. Ég sá strax að þetta var ekki ódýrt, en eins og áður sagt lífið er stutt og hvað eru örfáar krónur milli vina (ja verðlausar krónur). Ég fann á netinu góða leigu í Þýskalandi og þar var allt sundurliðað eins og eðlilegt er hjá Þjóðverjanum. Leiga kostar þetta, leiga á töskum kostar þetta, leiga á GPS kostar þetta og svona má lengi telja, þú borgar fyrir allt. Svo voru það tryggingar, margar útgáfur, ég skoðaði þetta allt og sá fljótlega að auglýsta verðið var bara grunnverð leigunnar svo bætist allt ofangreint við. Það sem aðallega fór í taugarnar á mér var hvað það var dýrt að tryggja hjólið að fullu þ.e. kaskó, svo ég ákvað að taka svona lágmarkstryggingu, ég er góður ökumaður, ég ætla mér að gista á öruggum stöðum, já ég var bara flottur. En sjálfsábyrgðin var verulega há, þ.e.a.s. vegna tjóns eða þjófnaðar. Ég mæti á leiguna eftir eina nótt í Þýskalandi, það er vel tekið á móti mér og allt er tilbúið. Mjög faglegur starfsmaður fer yfir hjólið með mér og segir mér hvernig allt virkar og hvort það sé eitthvað sem vanti eða mig langi til að vita. Nei segi ég held að þetta sé allt klárt. Hann spyr mig hvert ég ætli að hjóla, ég segi honum það og þar á meðal til suður Ítalíu. Já segir hann og bætir við ert þú búin að hjóla þar áður ? Nei segi ég, hann bætir enn við og segir, það borgar sig að skoða vel hvar þú geymir hjólið, jafnvel þegar þú stoppar stutt, ertu með fullar tryggingar ? Já segi ég allt klárt og segist vera vanur að ferðast !! Ferðalagið hefst og allt gengur eins og í sögu, ég er alveg ótrúlega heppin með veður, vel gististaði bara eftir því hvert ég er komin síðla dags, áhyggjulaust líf með öllu. Síðan tekur Ítalía við og ég verð strax var við gjörbreytta umferðamenningu, þeir aka svona þrjá millimetra frá afturljósinu hjá manni, flauta mikið, þeir nenna ekki eftir að bíða eftir neinu, hvað þá óöruggum ferðamanni, stöðvunarskilda og rauð laus eru svona ágætis ábendingar fyrir þá marga !! En GPSinn leiðir mig áfram og ég venst þessu öllu, er búin að vera hjóla í þrjá daga þegar ég stöðva í meðalstórum bæ til að borða og skoða mig um. Ég legg hjólinu á áberandi stað og læsi því tryggilega og set sérstakan lás á frambremsu. Tek allt lauslegt með mér og geng úr skugga um það að þarna megi leggja mótorhjóli!! Síðan fer ég í skoðunarferð gangandi um nágrennið, tek ljósmyndir. Leita síðan að góðum matsölustað svona mömmu og pabba stað, ekkert tískudót fyrir mig, bara alvöru ítalskt. Eftir matinn geng ég til baka í átt að hjólinu og framhaldi ferðarinnar. Ég vissi nákvæmlega hvar ég hafði lagt hjólinu og nú gekk ég glaður og mettur í þessu fallega umhverfi í átt að áfangastað, hvað gæti lífið verið betra ? Nú kom ég að þeim stað þar sem hjólinu hafði verið lagt, með öllu dótinu mínu sem og hjálmi sem læstur var við hjólið. En hjólið var hvergi sjáanlegt, var ég á röngum stað ? Gat það verið að ég hafi ruglast á torgum sem og götum, nei ég var á réttum stað það var öruggt, því það voru svo mörg kennileiti sem ég kannaðist við. Það voru nokkur fyrirtæki sem og ein lítil búð þarna rétt hjá og þangað hljóp ég og hugsaði á meðan, andskotinn ferðalagið búið, ég strandaglópur og svo mundi ég líka eftir mínum tryggingarskilmálum, nú skuldaði ég á kortinu mínu stórar upphæðir sem ég var í raun engin borgunarmaður fyrir, skildi ég kannski byrja á því að loka visa kortinu þannig að ég gæti sloppið, nei þá væri ég verri enn helvítis þjófurinn sem stal leiguhjólinu mínu. Ég spurði alla þarna í nágrenni staðarins þar sem ég skildi hjólið eftir og enn hugsaði ég af hverju var ég svona öruggur með mig, ég meira að segja kaskó tryggði hjólið mitt sem ég á heima, hvílíkur asni er ég, hvernig ætti ég að útskýra þetta fyrir kærustunni sem beið heima meðan ég var að leika mér, ég yrði bara að vinna í vetur, það yrði engin skóli, annars gæti ég aldrei borgað þetta blessaða leiguhjól, eða sko sjálfsábyrgðina. Nú var það eina í stöðinni að hringja í lögguna sem og leigusala hjólsins og tilkynna þjófnað. Orð starfsmanns leigunnar glymja í eyrum mér: Ertu með góðar tryggingar ! Ég spyr fólk sem þarna er hvar er næsta lögreglustöð, það bendir mér áfram og yfir torg þar sem standa tugi ef ekki hundruð mótorhjóla af öllum gerðum og stærðum, meðan ég svona geng áfram niðurlútur með kökkinn í hálsinum og í gegnum alla þessa hjólhrúgu, þá sé ég útundan mér BMW mótorhjól sem lítur alveg eins út og hjólið mitt sem hafði verið stolið. En nei það getur ekki verið að eigandi þess eigi líka eins hjálm og ég, svo ég hleyp að hjólinu. Jú þetta er leiguhjólið mitt !! Grínlaust þá fell ég niður á hnén og það er ekki laust við að mér vökni um augun. Meðan ég er að standa upp aftur þá ganga að mér tveir nokkuð þreklegir náungar og spyrja mig á slæmri ensku: Átt þú þetta hjól ? Ég hugsa miðað við útlit þeirra „shit“ búin að finna hjólið aftur og þeir ætla að stela því, nei fyrr drepst ég, þeir sko ná því ekki. Svo ég svara með nokkurri þjósti: Yes this my motorcycle !! (já mitt hjól). Þeir brosa og segja: Sko það er sko alveg bannað að leggja hjólum þar sem þú lagðir hjólinu þínu, löggan er alltaf að láta taka hjól í burtu, þeir skemma hjólin í flutning svo þarftu að borga fyrir dýran flutning og svo sekt fyrir að leggja ólöglega, það tekur stundum nokkra daga að fá hjólin til baka og þá er líka búið að stela öllu lauslegu af þeim. Ég horfi á þá með opinn munn og þeir bæta við: Svo við nokkrir hérna hjólamenn lyftum hjólinu þínu upp að framan og færðum það hingað svo bara biðum við eftir að sjá til þín, en kannski máttum við flýta okkur meira að láta þig vita segja þeir með stóru brosi. Það liggur við að ég kyssi þá báða, en tek í hönd þeirra og þakka þeim innilega, bíð þeim borgun sem þeir neita alfarið, en ég næ að bjóða þeim uppá einn bjór. Í spjalli yfir bjórnum segi ég þeim frá ferðalagi mínu og ég ætli bara að hjóla um, ekkert visst í raun bara eftir veðri og vindum. Þeir segjast vera að fara í dagsferðalag næsta dag með nokkrum félögum og það sé virkilega fallegar leiðir sem þeir ætli að fara og gista eina nótt. Það væri gaman að fara með ykkur, en ég þarf þá að finna mér gistingu hér í bænum. Kemur ekki til greina segja þeir, þú kemur með okkur og við græjum þetta. Til að gera langa sögu stutta, þá gisti ég í góðu yfirlæti hjá móður annars þeirra og það var slegið til veislu fyrir þennan eskimóa. Daginn eftir hjólaði ég með fimm öðrum félögum þeirra, þeir voru allir á hinum ýmsu gerðum af Ducati nema einn sem ók Kawa og þeir gerðu óspart grín að félaga sínum vegna þessara örlaga að eiga útlenskt hjól. Þetta varð besti hluti ferðar minnar og ég get seint þakkað þessum mótorhjólamönnum fyrir aðstoð þeirra og viðmót. En hvað segir sagan mér: Tryggja í botn, leggja á réttum stöðum og ef lagt er rétt að læsa hjólinu við einhvern fastan hlut og það er hægt að treysta ja sumum ítölum eins og öllum öðrum þjóðernum.

Stolið einhversstaðar

Óli bruni