Gunnlaugur Harðarson

Gunnlaugur Harðarson

Wednesday, 11 February 2015 21:14

Besta mótorhjólið í heiminum !!!!

Besta mótorhjólið í heiminum !!!!

„Hvurslags“ fullyrðing er þetta, hver getur sagt nokkuð svona ?? Jú ég þekki tvo menn sem segja að sín tegund og hjól séu þau bestu í heiminum !! Og hverjir eru svo þessir snillingar ? Jú annar er núverandi formaður „stórasta“ mótorhjólafélags Hafnarfjarðar og hinn er fyrrverandi formaður lang „stórasta“ mótorhjólafélags eyjar einnar sunnan megin við stóru eyjuna.

Og þar sem ég hlýði alltaf starfandi formönnum félaga þá verður auðvitað besta hjól heimsins Suzuki Bandit 1200-1250 og svona okkar á milli og í sannleika sagt þá sagði formaðurinn: Óli þú skrifar þessa grein eða skilar merkinu !!! En öllu bulli slepptu þá ætlum við að fjalla um SUZUKI BANDIT 1250ABS árgerð 2015. Já meðan ég man þá sagði sá fyrrverandi að „orginal“ CB 750 Honda væri sko maður lifandi besta mótorhjólið í heiminum, hver dæmi fyrir sig !!

Bandit 1

Súkku firmað hefur hefur tekið til hendinni og uppfært Banditinn fyrir árið 2015, hlífum (fairingu) hefur verið breytt og þar með loftflæði um hjólið til hins betra bæði fyrir ökumann sem og vegna aksturseiginleika. Komin eru op fyrir neðan aðalljós sem dreifa lofti betur um ökumann sem og farþega. Sætishæð er stillanlega um 20mm, nýr snúningshraðamælir er  komin í mælaborð, en mælaborð er LCD með gamaldags útliti ef segja má svo. Hjólið kemur með miðjustandara og stærri handföngum fyrir farþega.

Bandit 4

Mótor er vatnskældur 1255cc og gefur mikið tog, kemur með tvöföldum yfirliggjandi knastás og fjórum ventlum á hvern strokk. Við mótor er ný tölva sem stýrir beinni innspýtingu 36mm, kölluð SDTV, allt tengt alls konar skynjurum í pústkerfi o.fl. Hjólið kemur með sex gíra kassa. Þar sem mótor er með svokölluðum „counterbalancer“ verður hjólið mjög þýðgengt  og þar með þægilegt ferðahjól (fyrir eldri borgara !!).

Bremsubúnaður hefur verið endurbættur og að framan eru tveir fljótandi 310mm diskar og bremsudælur eru fjögurra stimpla, að aftan er einn 240mm  diskur og þetta er allt tengt ABS kerfi. Hjólið er sagt vigta um 560 pund með 20 lítrum af bensíni. Velkomin aftur Bandit segja blaðamenn. Nú er spurning hvort formaðurinn kaupi ekki nýtt hjól, því núverandi Bandit í hans eigu er að komast á fornhjólaskráningu !!

Bandit 3

Þessi grein er ekki löng því hvernig er hægt að skrifa langa grein um fullkomið mótorhjól, nei varla hægt, ef nánari upplýsinga er þörf þá bara að spyrja okkar virðulega formann eða kannski bara líta á netið. Hugsanlega verður fjallað um hitt besta hjól heimsins aftur, en sjá má hundruðir mynda og skrif/greinar um það hjól á heimsíðu suðureyjamanna sem og á fésinu undir yfirskriftinni: Erla/Tryggvi.

Stolið og mikið stílfært af netinu

Óli bruni

Saturday, 07 February 2015 17:38

Yamaha FJR 1300ES árgerð 2015

Ekki er hægt að byrja fjalla um mótorhjól á nýju ári nema byrjað sé á næstbesta mótorhjóli heimsins þ.e.a.s. Yamaha FJR 1300ES, en vonandi fljótlega verður fjallað um langbesta mótorhjól heimsins Suzuki Bandit 1250 sem hefur verið verulega uppfært fyrir árið 2015 (ekki veitti af !!). Þetta álit um bestu hjól heimsins er samkvæmt könnun sem gerð var í frægum mótorhjólaklúbb sem kenndur er við Hafnafjörð, könnun þessi var framkvæmd samkvæmt sovéskri fyrirmynd !! En að öllu bulli slepptu !! þá snúum við okkur að þessu þekkta ferðahjóli og áður en lengra er haldið þá ætla ég á nýju ári að reyna stytta mínar greinar því heyrst hefur að engin nenni að lesa nema hámarkið svona ca. eina A4 síðu !! Því alltaf má bæta við þekkingu sýna með því að skoða meira um öll hjól á netinu.

FJR 1

Nýja FJR-ið er alvöru nútíma supersport ferðagræja sem hönnuð er með löng ferðalög í huga, með miklum þægindum fyrir bæði ökumann og farþega og hægt að taka með fullt af farangri, mikið er af tæknibúnaði til að létta ökumanni allar aðgerðir sem og að auka öryggi og þægindi.

FJR 2

Vélin er 1298 cc, vatnskæld fjögurra strokka línumótor, með tveimur yfirliggjandi knastásum, er sextán ventla, gírkassi er fimm gíra (af hverju ekki sex??), blautkúplingu, er með beinni innspýtingu tölvustýrðri að sjálfsögðu. Bensíntankur er 6.6 gallon um 25 -26 lítra. Fjöðrun er tölvustýrð, hjólið kemur með „krúsi“ en takki fyrir krúsið er vinstra megin á stýri, ABS bremsur eru standard, en fram og afturbremsa eru samtengdar, einnig með hituðum handföngum, framrúða er rafstýrð til að hækka og lækka að vild, afl til afturhjóls er tölvustýrt einnig, þannig að engin ætti að spóla sig á hausinn, ökumaður getur ákveðið þetta átak að eigin vali, en tölvubúnaður hjálpar einnig til, hann er kallaður YCC-T. Mælaborð sýnir þér nær allt sem þurfa þykir eftir margra ára reynslu við framleiðslu þessa hjóls. Handföng fyrir bremsu og kúplingu eru stillanleg. Hægt er að stilla sætishæð fyrir ökumann, sem og stýri. Allur þessi búnaður gerir hjólið að frábæru ferðahjóli. Hámarkshraði er rúmlega tvöhundruð, sem ætti að duga miðað við 90 km hámarkshraða hér á landi.

FJR 4

Pústkerfi er fjórir í tvo og að sjálfsögðu með öllu hugsanlegu mengunardóti og skynjurum til að tryggja rétta blöndu og þar með eyðslu. Hjólið kemur með tveimur hörðum hliðartöskum, en einnig er hægt að bæta við topptösku sem kemur að góðum notum og þá sérstaklega að þægindi farþega aukast við að getað hallað sér að topptöskunni, sem og að sjálfsögðu meira af farangri, þannig að makinn getur tekið með sér straujárn og fullt af aukaskóm !! Það er handfang á hlið hjólsins sem léttir átök við að koma hjólinu á miðjustandara. Framljós eru tvö og eru þau LED og hægt að stilla hæð þeirra miðað við hleðslu hjólsins.

FJR 5

Einnig eru a.m.k. framstefnuljós einnig LED. Ágætis geymsla er einnig undir sæti og þar eru einnig verkfæri. Þetta hjól er eins og sagan segir okkur frábært ferðahjól og hefur verið það í mjög mörg ár. Sjá einnig meðfylgjandi tækniupplýsingar.

Stolið og stílfært af netinu

Óli bruni

FJR tækniuppl singar

„Orginal“ mótorhjól er sú græja sem kemur ný útúr verksmiðjunni í hendur eiganda, annað er ekki orginal. Þeir sem eyða gífurlegum tíma sem og fjármunum til að gera gamalt mótorhjól „orginal“ þ.e.a.s. eins og það kom útúr verksmiðjunni eru aðeins með góða eftirlíkingu en aldrei orginal hjól að lokinni framkvæmd, en þeir eiga heiður skilið fyrir að halda sögunni gangandi, því ég held að engin geti tjáð sig um þá vinnu sem fer í slíkt nema að hafa framkvæmt það sjálfur. Sjálfur get ég varla átt „orginal“ mótorhjól en það er nú allt önnur saga.

Góður maður á suðureyjunni stakk uppá því að gaman væri að sjá eitthvað um menn/konur sem eru að smíða mótorhjól eftir eigin smekk, eða að breyta „orginal“ hjólum eftir eigin smekk. Við byrjum auðvitað á því besta  er það ekki: BMW R nine T, en fjórir frægir dellukarlar í Japan hafa tekið til hendinni og breytt þessu nýja BMW hjóli hressilega, þannig að lítið „orginal“ er eftir í útliti þeirra. Mjög margir telja að þetta nýja hjól frá BMW sé það flott, já með því flottasta sem komið hefur frá BMW, að það sé í raun synd að eiga eitthvað verulega við útlit þess, en látum ljósmyndir og smá skrif segja okkur hvort þessi endurbættu séu ekki flottari heldur en „orginalinn“ Reyndar er hægt að kaupa allskonar orginal hluti frá BMW sjálfum til að breyta útliti R nineT hjólinu.

Orginal R nineT BMW

Sá fyrsti heitir Shiro Nakajima og hann kallar hjólið sitt 46 Works. Sjálfur keppir Shiro á brautum svo hann þekkir vel inná hvað aksturseiginleikar skipta miklu máli. Svo 46 Works hjólið hans er svona nakinn „cafe racer“ og Shiro hefur breytt ýmsu frá því hann fékk hjólið í hendurnar og sagt er að hjólið „höndli“ miklu betur eftir þessar breytingar, öll smáatriði eru hugsuð til að ná rétta „lúkkinu“. Nú er hjólið tilbúið á braut eða bara almennan akstur. Svo er það allt smekkur hvort breytingin sé til hins betra.

1 46 Works

Sá næsti heitir Hidden Togashi og á fyrirtæki í hjólabransanum sem heitir Hide Motorcycle´s. Togashi segir að öll hans hönnun sé lærð af tilraunum sem og mistökum. Hjólið hans lítur út fyrir að vera hannað beint í GPmoto og það er mikill metnaður að smíða „feringu“ sem passar vel við þetta hjól, því þær fara yfirleitt frekar illa á boxermótorum, en Togashi hefur náð því bara nokkuð vel, ekki mikið af krómi þarna. Pústið er komið á hægri hlið þannig að vinstri hlið er alveg nakinn þ.e.a.s. afturfelga.

2 Hidden Togashi

Þá er komið að þeim þriðja og hann heitir Go Takamine (gjörðusvovel taktumitt !!) og hann fer allt aðra leið en hinir tveir, hér er komið hjól í „brat“ stíl, eða kannski nær Street Tracker stíl allavega svona mitt á milli. Hjólið er „strípað“ af öllum óþarfa hlutum og haft eins einfalt og hægt er, en samt hugsað fyrir öllu. Go setur meira segja borðabremsu að framan og sleppir frambretti. Þetta er svona í 70 stílnum. Steve McQueen heitinn hefði verið flottur á þessari græju. Hjólið virkar bara lítið miðað við ljósmyndir. Flott græja.

3 Go Takamine

Sá sem rekur restina heitir Kaichiro Kurosu og rekur sjoppuna Cherry´s Company. Það er í raun mjög erfitt að setja síðasta hjólið sem fjallað er um í einhvern flokk, en fyrir minn smekk er þetta svona Cafe Racer / Street Fighter blanda, en Kaichiro er þekktur fyrir að endursmíða Harley hjól eftir sínum smekk, svo hugsanlega er þarna einhversstaðar falinn „chopper“. Hjólið er svart með lokuðum felgum (Fatboy style). Afturfelga er nakinn vinstra megin, allt fellur að hjólinu og þetta hjól er bara töff.

4 Kaichiro Kurosu

 

Orginal hvað er nú það !! Eins og einn góður kunningi minn sagði nýlega eitthvað í þessa áttina: Það er engin mótorhjóla framleiðandi í þessum heimi sem hefur náð því að smíða hjól sem Brunanum líkar við orginal, þetta er eitt mesta hrós sem ég hef fengið um ævina vegna mótorhjóla !!!!

Sjá einnig:  http://www.gizmag.com/project-bmw-r-ninet-customs-japan/33630/

p.s. Svona til gamans þá eru nokkur hjól sem ég tel engin leið að betrumbæta: Kawasaki Z1 900, Ducati 900 SS þ.e.a.s. fyrstu hjólin með teinafelgum og Triumph Hurricane.

Stolið og „stílfært“ af netinu.

Óli bruni

Monday, 02 February 2015 18:05

Helgarferðin 2015

Ágætu félagar

Nú er komin á dagskrá helgarferðin í ár. Farið verður til Ísafjarðar 19 júní og komið heim 21 júní.

Gist verður á Eddu hótelinu Ísafirði.

Þarf að skrá sig á  vefnum ( sjá "dagskrá") - fyrstur kemur fyrstur fær.

Ganga þarf frá bókunum og greiðslu fyrir miðjan apríl.

Stjórnin 

Saturday, 31 January 2015 18:21

Honda CBR1000RR

Honda CBR1000RR

Sannar sögur segja að á heimasíðum mótorhjólafélaga eigi að vera a.m.k. ein ný mynd af Hondu dag hvern og fjallað sé skriflega um einhverja Hondu einu sinni í viku, en þetta er eflaust bara bull eins og margt annað, ekki satt ??

En við ætlum að fjalla um eina alvöru græju sem hefur verið vinsæl í mjög mörg ár og ekkert virðist lát á þeim vinsældum, skiljanlega segi ég, því meira að segja ég átti eitt í smá tíma eitt en fannst aflið ekki nóg !!!! og fékk mér því Harley !!

Honda CBR1000RR árgerð 2015 er nýjasta RR hjólið frá Honda kemur með 999.8 cc mótor og með tveimur yfirliggjandi knastásum og sextán ventlum, afl er gefið upp 133KW við 12.250 snúninga og togið er 114nm miðað við 10.500 snúninga. Þjappan er gefin upp 12.3:1, strokkar eru húðaðir með nickel silicon carbide sem á að endast líf hjólsins segja Hondu menn. Að sjálfsögðu er hjólið með beinni innspýtingu sem stýrt er af PGM-DSFI kerfi og þetta kerfi er hugsað til að stilla blöndu inná á  endurhannað hedd og með því aukið afl og tog. Einnig til að tryggja að mótor taki rétt við sér við allar inngjafir.

Kúpling er svona svipuð og í MotoGP hjólunum og er með slipper búnaði þannig að hraðar niðurskiptingar læsa ekki afturhjóli og sama á við fulla inngjöf, hjólið á aldrei að snuða á kúplingu. Með þessum búnaði á ökumaður að vera nokkuð öruggur með að afturhjól tapi síður gripi.

Grind er úr áli (die cast) og er byggð úr það sem kallað er Twin Spar grind, þetta gerir grind sterka og stífa sem er algjör nauðsyn fyrir svona hjól, sem er bæði nothæft á braut sem og meðal almennings. Allt er þetta lært af reynslu Honda á kappaakstursbrautum heimsins. Þyngd hjólsins er sögð 200 kg og þyngdardreifing er 51.6%/47.4%. Afturgaffall er úr áli og er frekar langur og það atriði er einnig sótt í MotoGP er með Unit Pro Link fjöðrun sem gerir það að verkum að afturhjólabarði heldur sér við malbikið og ökumaður finnur betur fyrir því hvernig hjólið hegðar sér við t.d. hressilega inngjöf útúr beygjum.

Áseta var endurhönnuð 2014 í samræmi ábendingar eigenda þessa hjóls og gerð meira svona líkari brautarásetu, standpedalar voru færðir aftar um 10mm, stýrið varð breiðara og lækkað aðeins miðað við fyrri árgerðir. Framdemparar eru frá Skowa eru 43mm og eru það sem kallað er Inverted (upside down) og eru með stimplum og kerfi sem kallað er BPFF og þetta er hönnun sem gerir það að verkum að það má bremsa hressilega sem og að taka hressilega af stað eða taka svona eina suðurey á þetta (prjóna). Afturfjöðrun er líka frá Showa og kallast BFRC, þetta er ný hönnun. Öll fjöðrun er stillanleg í báðar áttir.

 

 

Svo stýrið slái ökumann ekki eða láti illa við átök t.d. útúr beygjum þá er á hjólinu rafstýrður stýrisdempari, sem nemur ýmsa hegðun hjólsins og við allar aðstæður og hraða. Maður gæti bara farið að sofa áhyggjulaust við akstur !!! Tölvur sjá um nær allt !!! Felgur eru tólf bita, fram og afturfelgur er 17 tommu. Frambremsa er fjögurra stimpla, bremsudiskar eru tveir og eru fljótandi 320mm, afturbremsa er með einum stimpli og 220mm bremsudisk. Hjólið er hægt að fá með ABS og er þá fram og afturbremsa samtengd. Þetta bremsukerfi hefur verið hugsað og útfært þannig að ökumaður ætti ekki að fá titring uppí stýri við að taka hressilega á bremsum.

Mælaborð gefur þér ýmsar upplýsingar með LCD og sagt er að mjög gott sé að lesa á alla mæla við allar aðstæður. Einnig er mælir til að mæla tíma í braut og bíður hann uppá fjórar mismunandi stillingar. Mælaborðið sýnir þér einnig í hvaða gír þú ert. Hægt er að fá alls konar aukabúnað á hjólið frá Honda sjálfum t.d. hærra gler, hlíf yfir sæti að aftan þannig að hjólið sé eins manns (sem það er hvort er eð). Þessi skrif eru mikið stytt úr nokkrum greinum frá nokkrum blaðamönnum. En þeir segja allir það sama hjólið er frábært í akstri sama hvort það sé á braut eða meðal almennings, allur frágangur er til fyrirmyndar eins og nær alltaf frá Honda. Það ættum engum að leiðast á þessari græju. Allt annað tæknilegt sem og annað má lesa á netinu.

Stolið og stílfært af netinu

Óli bruni (Hondu notandi/eigandi)

RR 1

 

RR tækni

Thursday, 29 January 2015 18:44

Scrambler Óla bruna

Óli bruni eignaðist fyrir ca 2 árum Triumph Scrambler árg. 2009 sem þá þegar var nokkuð breyttur.

New New New New Scrambler gamli

En hann vildi gera Scramblerinn að sínum og hefur nýlega lokið við breytingar á hjólinu.

Hjólið var svart en er nú í hans lit, sæti skipt út og einnig sett alveg nýtt pústkerfi frá Arrow,

það er úr ryðfríu stáli, en hann lét húða það (ceramic coding) í Englandi.

New New New New Scrambler 1

 New New New New Scrambler 2

Einnig lét hann  mála hjálm í stíl.

New New New New hjalmur

 

Til hamingju með breytt hjól, Óli.

Tuesday, 27 January 2015 18:49

Draumur Formannsins

Draumahjólið

Jæja nú er komið að því að fjalla um draumahjól eldri borgara og þeirra sem ekki getað hjólað á tvíhjóli. Hvað skildi nú hjólið heita og hvar er það framleitt, ja allavega sett saman, því engin veit í dag hvaðan ökutæki koma, hvað sem sagt er um framleiðsluland, allt er í útboði og sá sem uppfyllir viss skilyrði og gott verð hann fær að framleiða það sem beðið var um, því geta ökutæki verið frá mörgum löndum sem og aðilum, en sett saman í sögðu framleiðslulandi. Smá formáli svona til gamans.

Trike

Hér ætlum við að fjalla um Harley Davidson Tri Glide Ultra, sem er þríhjól framleitt af Harley. Ultra þríhjólið kemur með nær öllum þægindum sem hugsast getur, til þæginda og öryggis fyrir ökumann sem og farþega., aðeins Screaming Eagle útgáfan frá Harley hefur meira uppá að bjóða, allavega í tvíhjólunum.

Mótorinn er 103 cu.inc sem er bæði loft og vatnskældur, með tveimur knastásum og sagður toga meira heldur en eldri ágerðir af sama mótor. Þægindi er það sem hugsað er fyrir í þessu þríhjóli Harley á árinu 2014, þ.e. meira pláss fyrir farþega, loftflæði bæði fyrir mótor og annað hefur verið bætt. Nýtt sæti, betri bakstuðningur og nýjar stýringar á stýri sem og í vindhlíf, einnig nýir mælar og GPS.

Aðall Harley mótora hefur verið togið og það hefur í raun verið gott á öllu snúningssviðinu og enn hefur það verið bætt. Harley hefur í raun framleitt sama mótorinn í 110 ár með smá breytingum þó en V mótorinn hefur verið vörumerki Harley. Það er nær engin leið að vita ekki að þetta hjól kemur frá sjálfum Harley, allt krómað sem hægt er, sama með mótor þó sumt sé svart og þá húðað svart (powder coated). Það hreinlega lekur krómið af þessu hjóli. Gírkassi er sex gíra og er hefðbundin Harley gírkassi, svona heyrist þegar þú skiptir en er skotheldur og að sjálfsögðu er Cruse control á þessu hjóli, einnig sérðu í mælaborði í hvaða gír þú ert. Skiptiarmur er bæði hugsaður fyrir tá og hæl.

Allt sem nota þarf við akstur liggur vel fyrir ökumanni og þú ættir í raun aldrei að þurfa að taka hendur af stýri. Það er hægt að raddstýra músik, síma og GPS. Allt sem tengist áhuga þínum á músík hefur verið bætt verulega, kraftmeiri magnari sem og stærri hátlarar og svo er þetta sjálfstýrt og hækkar og lækkar miðað við ökuhraða.

Hjólið kemur með betri bremsum sem og bremsubörkum, betri Halogen og Led ljósum að framan, einnig þokuljósum. Fjöðrun hefur verið bætt og sögð stífari, framlappir eru 49mm, framendi er með stýrisdempara. Meira segja töskur undir farangur eru með ljósum. Grind hjólsins var hönnuð sérstaklega með þríhjól í huga, ekki eitthvað hjól frá Harley sem síðan var bætt við tveimur afturhjólum, eins og var hér á árum áður eins og „kittið“ frá Lehman brothers. Allt þetta gerir það að verkum að mjög gott er að aka hjólinu.

 

 

Að framan er steypt 17 tommu álfelga en felgur að aftan eru 16 tommu. Bremsur hafa verið bættar og að sjálfsögðu með ABS. Ef farangurrými dugar ekki fyrir þig þá hefur konunni þinni verið slepptri lausri. Því hjólið er með fjórum alvöru geymslum þ.e.a.s. tveimur hliðartöskum sem hægt er að opna með einu handfangi, síðan topptösku og að lokum skotti og innri töskur fylgja einnig. Síðan eins og venjulega þá er hægt að bæta endalausum aukahlutum á hjólið, því eins og sagt er þá koma flest Harley hjól eins og nakin Barbie dúkka, þú þarft að klæða hjólið í föt að þínum smekk, síðan má hressa uppá aflið á ýmsan máta. En sjón er sögu ríkari.

Trike 2

Stolið og stílfært af netinu

Óli bruni

Trike 3

Monday, 26 January 2015 18:54

Fjórhjól eða þríhjól ????

Fjórhjól eða þríhjól ????

Það er ekki spurning að ef mótorhjólamaður (sem er annað en mótorhjólaeigandi !!) ætlar að fara frá notkun mótorhjóls yfir á eitthvað annað, þá er það ekki spurning að byrja allavega á þríhjóli og síðan yfir á fjórhjól þegar getan fer þverrandi !! Ég lofaði góðum manni sem er í þessum ferli að skrifa eitthvað fallegt um fjórhjól, en mér var það bara alveg ómögulegt, því án allrar gagnrýni þá er fjórhjól ágætt í að elta skjátur (rollur) eða til að fara í veiði. En hvað gerir frægt fyrirtæki sem framleiðir alls konar ökutæki er komið með á markaðinn þríhjól sem virðist vera alveg frábært leiktæki og svipar mjög til T-Rex þríhjólsins, nema verð því þetta Polaris þríhjól er þó nokkuð mikið ódýrara.

Polaris Slingshot heitir græjan sem er skemmtun á þremur hjólum og benda má á að það er skráð sem mótorhjól. Þessi græja er búin að vera í þróun um þrjú ár og það verður strax að taka það fram að Slingshot hjólið er ekkert í líkingu við Can-Am Spyderinn sem var nú líkara snjósleða. Slingshot hjólið vigtar um 1.666 lbs og er eins og T-Rexinn með tvö hjól að framan og eitt að aftan. Þú situr í þessari græju í sæti eins og í bíl og það er sæti fyrir farþega við hlið ökumanns, bæði sætin eru með vatnsvörðu áklæði. Þú situr um 12 tommur frá malbikinu. Að aka hjólinu er líkar því að aka bíl en mótorhjóli og eðlilega þar sem þú heldur utanum stýri.

 ríhjól 3

Skrokkurinn er úr Polymer en grind er úr stáli og byggð úr túpum. Að afturgaffall er úr áli og svipaður og á Ducati þ.e.a.s. einfaldur, fjöðrun er frá Sachs. Framendi er meira segja sex tommum breiðari en á Corvettu. Framfjöðrun er líka frá Sachs og er með alvöru frágangi, þetta veldur því að það er virkilega hægt að taka á græjunni gegnum beygjur þó hratt sé farið. Tvær útgáfur eru í boði og kosta þær frá 20þús dollurum uppí 24þús dollara,  dýrari græjan kemur þá með sverari hjólbörðum og steríó græjum og gleri o.fl.

Til að halda þyngdarpunkti neðarlega þá er rafgeymir meðal annars fyrir aftan ökumann. Mótor kemur frá GM og er fjögurra strokka línumótor, með tveimur yfirliggjandi knastásum og liggur langsöm í grindinni, fyrir framan ökumann öfugt við T-Rexinn. Hún er gefin upp 170 hestar og togið er 155 pund fet. Gírkassi er frá Aisin og er fimm gíra og er svona H skipt, aflið er sent í afturhjól með mjög stuttu drifskafti sem tengist síðan reimdrifi, sem er styrkt með Carbon fiber, öfugt við T-Rexinn sem er með keðju.

Þyngdardreifing skiptir verulegu máli í svona ökutæki og tæknimenn Polaris segja að skipting sé um 34-40% að aftan, má ekki vera meira svo gott sé að beygja og aka hratt í gegnum beygjur. Fjöðrun er rafstýrð, en hægt er að aftengja hana svo hægt sé að leika sér meira. Prufuökumenn segja að það sé hægt að aka eins og „vitleysingur“ gegnum beygjur án þess að það sé hætta á að missa stjórn á græjunni.

 ríhjól 4

Græjan kemur með diskabremsum og ABS, svo er spólvörn en það kemur ekki í veg fyrir að hægt sé að reykspóla langar leiðir, það líka hægt að aftengja spólvörn svo hægt að spóla enn meir og afturdekkið sem kemur frá Kenda og er sérhannað, er með mynstri fyrir ca. þrjá hluta ársins, mun þá eflaust ekki endast lengi.

 

Það má aldrei gleyma því að þessi græja verður aldrei nein 1000RR Honda eða svipað hjól, nei Slingshotinn er líkara bíl að aka, meira segja stýrið er með rafmagnsaðstoð. Mjög gott er að skipta græjunni og kúpling er mjög létt. Frágangur er mjög góður, mælar og annað kemur frá Victoy, en Polaris á þá verksmiðju, hægt er að stilla framsæti ökumanni sem og farþega til þæginda. Já meira segja kemur hjólið með bakkmyndavél, hægt er að þvo hjólið eins og önnur mótorhjól og það eru göt á botni hjólsins svo það mun aldrei fyllast af vatni, en allur frágangur er hugsaður til að þola útiveru.

En fyrir hverja er þessi græja er spurt, jú alla sem gaman hafa að leika sér og þá í ágætis þægindum og þá sérstaklega þá sem kannski geta ekki lengur valdið tvíhjóli. En gleymum ekki að þetta er skráð sem mótorhjól og kemur ekki með loftpúðum, en veltigrind/bogum sem eru sagðir bera fimm sinnum vigt hjólsins. Hver man ekki eftir Morgan þríhjólinu sem er verið framleiða enn í dag minnir mig. En hver verður fyrstur til að kaupa sér Slingshot, hugsanlega maðurinn sem ég skrifaði greinina fyrir og þá er kannski eitt stk. fjórhjól til sölu !! Hver veit.

 ríhjól 2

Stolið og stílfært af netinu

Óli bruni

p.s. sjá einnig:  http://www.motorcycle.com/manufacturer/polaris/2015-polaris-slingshot-review-first-ridedrive-video.html

Tækniuppl singar Slingshot

Sunday, 25 January 2015 12:42

Tíu mest spennandi hjól ársins 2015 ???

Ágætu félagar, þá kemur fyrsta grein ársins 2015 frá Óla bruna

 

Tíu mest spennandi hjól ársins 2015 ???

Stór fullyrðing en hugsanlega rétt, það mun koma í ljós með tíð og tíma sem og að þegar sérfræðingar mótorhjólablaða hafa prufað þessi hjól og sagt álit sitt, en það er svo að sjálfsögðu kaupendur mótorhjóla sem eiga síðasta orðið.

Og hvað skildi vera fyrsta hjóla á þessum tíu hjóla lista ? Að sjálfsögðu Kawasaki, en svona okkar á milli þá er þetta ekki í neinni röð sem segir til um gæði, útlit eða aksturseiginleika, nei þetta er það sem blaðamönnum eins mótorhjólablaðs finnst, en það er Kawasaki H2/H2R sem er mest spennandi hjólið að þeirra áliti, því þetta er eina hjólið sem búið er þjöppu.  Þetta hjól er með supercharger þ.e. þjöppu sem er gírdrifin og snýst þjappan tíu sinnum hraðar en sveifarás. Hjólið kemur í tveimur útgáfum þ.e.a.s. H2 sem er götuhjól en H2R hjólið er brautarhjól. Hjólið er sagt yfir 200 hestar. Það er að sjálfsögðu búið tölvukerfi sem sér um að halda framdekkinu sem mest á jörðinni allavega H2 útgáfunni, fjöðrun og bremsur eru sagðar með því besta sem völ er á. Þetta er spennandi græja og það eru enn til menn hér á landi sem muna eftir Turbo hjólunum sem komu hingað til lands.

Kawi H2 nr. 1

Næsta hjól í röðinni er Ducati 1299 Panigale S og þessi tveggja strokka græja er fyrsti Dúkkinn sem er yfir 200 hestar, er sagt 205 hestafla við 10.500 snúninga og togið er 106.7 við 8.750 snúninga. Mótorinn í 1299 hjólinu er með sömu slaglengd og Panigale 1199 hjólið en stimplar hafa verið stækkaðir, þannig að hver stimpill er 4.5 tommur í þvermál (reikna svo). Gráðuhalli á framgaffli hefur verið minnkaður um hálfa gráðu og afturgaffall hefur verið lækkaður um 4mm frá 1199 hjólinu, allt til að bæta nú þegar frábæra eiginleika til aksturs bæði á götunni sem og á braut.

Dúkki 1299 nr. 2

Þriðja hjólið er Yamaha YZF R1 (Hondu aðdáendur eru farnir að hrista hausinn !!) og Yamaha kann alveg eins og allir vilja vita að smíða frábær hjól og þá sérstaklega stærri hjól í þessum 1000cc flokk (superbikes). Þetta hjól er skráð 998 cc og er fjögurra strokka línumótor. Með sérhönnuðum sveifarás og stimpilstengur eru úr titanium, þetta hjól er einnig með stærri ventlum og þjappan er 13.0:1. Hjólið varð til af tilraunum Yamaha manna á brautum heimsins og það kemur með magnesium felgum og ljós eru led ljós, pústkerfi er einnig úr titanium, allt til að halda hjólinu sem léttustu. Hjólið vigtar aðeins 439 lbs. Hægt er að fá hjólið með frábærri fjöðrun frá Ohlins og hún er rafstýrð af tölvukerfi, en af þeirri gerð verða aðeins framleidd 500 stk., svo um að gera að panta strax !!!

Yammi R1 nr. 3

Jæja loksins loksins Honda og það er RC213V-S hjólið og þetta er í raun hjól eins og heimsmeistarinn í GP Marc Marques ekur, en hannað til götunotkunar, þ.e.a.s. ef það verður framleitt, en sumir eru efins um að svo verði þó hjólið hafi verið kynnt almenningi síðasta haust á Ítalíu þ.e.a.s. EICMA Mílan sýningin. Aðal ástæða þessara efasemda eru vöntun á raunverulegum tækniupplýsingum um þetta nýja spennandi hjól. Mótor þessa hjóls yrði V 4 og Honda hefur góða reynslu af þeim mótor, en við sjáum til og hugsanlega yrði maður einn sem á RR 1000 Hondu í Eyjum fyrstu til að fjárfesta í græjunni !!

Honda RC213V-S nr. 4

Fimmta hjólið, já annar Dúkki og það er Multistrada 1200S. Stradan er löngu þekkt alhliða hjól sem notið hefur mikilla vinsælda um allan heim. Nýja hjólið er með nýrri útfærslu á mótor= Desmodromic Variable Timing og mun þessi stýring hafa mikil áhrif á afl mótors. Nær útilokað að ventlar fljóti og tog mun aukast þannig að hjólið verður með ótrúlegt tog og mesta aflið um miðbik snúningssviðs. Bensíngjöf er rafmagnsstýrð (ride by wire) og því ætti aldrei að verða hik við fulla inngjöf. Ýmislegt annað hefur verið uppfært þ.e. tölvukerfi hjólsins sem og fjöðrun frá Sachs sem er staðalbúnaður á S hjólinu.

Multistrada nr. 5

Sjötta hjólið er frá BMW er spennandi græja og eins og oft áður eru Bimma menn með tækni og útlit sem aðrir framleiðendur eru ekki með. Þetta hjól heitir S1000XR og er borið saman við R1200GS hjólið þó kannski ekki sanngjarn samanburður því 1200 GS hentar ágætlega á möl, en 1000XR hjólið er malbikshjól, en samt þá er sumt sambærilegt, stór rúða og ökumaður situr vel uppréttur, mótor er fjögurra strokka línumótor, eins og oft áður er öllu stýrt með tölvubúnaði. Þetta hjól er örugglega frábært í malbikaða fjallavegi.

BMW S1000XR nr. 6

Ein græja sem kemur sumum á óvart og það er sjöunda í röðinni og er af gerðinni Husqvarna og er kallað 701 Supermoto. KTM á og rekur þetta sænska gamla nafn og þeir stefna á að verða þriðji stærsti framleiðandi Evrópu  á árinu 2019. Og þetta nýja 701 Supermotohjól á að vera eitt af hjólunum sem hjálpa á við þann áfanga. Eins og mörg önnur hjól var hjólið kynnt til sögunar á EICMA sýningunni á Ítalíu síðasta haust. Þetta hjól ætti að vera frábært fyrir þá sem vilja spara framdekk, mótor er eins strokka KTM mótor, stærð er 690cc, það er með alvörubremsum, WP fjöðrun á háum gæðaflokki, sem og góðum hjólbörðum. Blaðamenn segja að það verði tekið eftir ökumönnum þessara hjóla í umferð borga, af hverju jú togið er frábært og aflið nóg, þannig að menn eiga örugglega í vandræðum með að halda framenda niðri, sem og að engar beygjur verða teknar án þess að „slæda“.

Husqvarna nr. 7

KTM það nafn þekkja örugglega allir „drullumallarar“ landsins, nafn yfir gæði og endingu sem og frábær torfæruhjól af ýmsum útgáfum og það situr í áttunda sætinu. Nýja hjólið sem kynnt er til sögunar er meira ferðahjól við hinar ýmsu aðstæður eins og GS bimminn. Þetta hjól heitir 1290 Super Adventure. Það kemur með krúsi, hitahandföngum sem og hituðu sæti, bensíntankur er um 30 lítra (7.9 gallon), hlaðið allskonar tölvubúnaði sem stjórna nær öllu, kemur með WP fjöðrun. Vigtar um 505 lbs og því engin léttavara, græja fyrir alvöru karlmenn (konur). Það kemur með svona brekku haldara svo það renni ekki afturábak í brekkum. Hjólið er borið saman dúkkan Multistrada.

KTM 1290 nr. 8

Nú er a.m.k. einn maður farin að spyrja hvað engin súkka í þessari upptalningu ?? Jú hjól númer níu er súkka og kallast GSX-S1000 ABS og ætti að koma í verslanir í heiminum seint á þessu ári. Þessi græja er með svona „streetfighter“ útlíti. Er með þessum fræga 1000 mótor en knastás hefur verið útfærður fyrir meira tog og miðjuafl. Svo eru alls konar tölvustillingar til að halda mönnum uppréttu við inngjöf, hægt að stilla aflið í afturdekk á þrjá mismunandi vegu= 1. Byrjandi – 2. Telur sig geta ýmisleg – 3. Nú verður gaman !!! Grind er úr áli, bremsur eru ABS og fljótlega geta áhugasamir lesið samanburð í prufuakstri á þessu hjóli og Kawasaki Z1000.

Súkka 1000 nr. 9

Hverjum hefði dottið í hug að sjálfur Harley kæmist á þennan lista !! Jú í raun eina ástæðan fyrir því er að hjólið (númer 10) er ekki með hefðbundnum loftpressu V mótor, nei þetta er rafmagnshjól og er kallað Harley Davidson LiveWire. Það er ekki komið í framleiðslu fyrir almenning en blaðamenn hafa fengið að prufa prótótípur af nokkrum útgáfum og þau hjól hafa komið blaðamönnum verulega á óvart með nær allt. Hjólin eru með álgrind og þriggja fasa DC rafmagnsmótor (jafnstraums) og er gefin upp 74 hestöfl og rafhlöður eru lithium. Þar sem aflið kemur allt strax við inngjöf er hægt að reykspóla úr kyrrstöðu langa leið. Hjólin voru með hraðastillingu á hámarkshraða 95 mph og hjólið var ekki lengi að ná þeim hraða. Nær öllum kom þetta hjól á óvart og var líkara venjulegu mótorhjóli en menn bjuggust við. Þetta er engin krúser, nei miklu líkara hefðbundnu sporthjóli, verður spennandi hvort HD framleiði þessa græju fyrir almenning.

Harley nr. 10

Stolið og stílfært af netinu

Óli bruni

Wednesday, 21 January 2015 17:59

Eru þetta einu hjólin í heiminum ?

Fékk spurningu nýlega með þessum2 myndum sem er hér í fyrirsögninni.

 

Hér er það fyrra:

Eina hjóli  í heiminum 1

og hér er hitt:

Eina hjóli  í heiminum 2