Gunnlaugur Harðarson

Gunnlaugur Harðarson

Friday, 17 April 2015 21:38

Umræða um landráð !!!!

Á umræða um landráð heima á heimasíðu mótorhjólafélags ?? Nei eflaust ekki !! En það er auðvitað nálægt landráði að segja að mótorhjól framleidd í hrísgrjónalandi eða þar sem Broken Motor Works (BMW) er framleiddur sem og fræg vatnsdæla sem ber nafnið Mótor Gussi séu betri en Bresk (breskt er best) mótorhjól. En svona fullyrðingu las ég fyrir nokkru í ónefndu mótorhjólablaði sem okkar á milli er gefið út í Englandi=Landráð !!

 

Saga breskra mótorhjóla er auðvitað með þeim elstu og því ætti framleiðsla þeirra og gæði  vera langt um fremri en framangreindra, auðvitað vitum við öll að á tímabili voru bretarnir lang lang bestir, það þarf ekki skoða söguna lengi til að sjá það sjáum t.d. Vincent, Brough Superior sem t.d. Lawrence of Arabia taldi besta hjólið í heiminum, síðan má nefna Norton sem á tímabili átti TT keppnina á Isle of Man með Manx-inn, síðan tuga hraðameta sem Triumph átti, svona má mjög lengi telja og allt of langt mál að skrifa um og það þarf auð- vitað ekkert að sannfæra alvöru bretaaðdáendur um Breskt er best.

 

Vincent Series C Black Shadow 1950

 

En síðan breska heimsveldið var uppá sitt besta hefur mikið vatn runnið til sjávar og í nútíma umhverfi og umferð hvort eru betri bresk mótorhjól framleidd fyrir ca. árið 1975, eða japönsk, þýsk og sum hjól frá ítalíu ??? Þarna verður margt að skoða, t.d. viðhald, hvernig er að koma hjólinu í gang, geta bæði kyninn notað græjuna o.s.frv. Stórt er spurt og þetta verður kannski ósanngjarn samanburður, því framleiðsluaðferðir voru svo ólíkar og byggðar á mjög ólíkum ja hefðum. Tökum t.d. byrjun japana í stærri hjólum þ.e.a.s. 450cc og stærri. Þeirra fyrstu hjól voru í raun eftirlíkingar frá Englandi, nema japanir voru með svo til nýjar verksmiðjur og ekkert um verkföll annan hvorn dag!! Síðan voru mótorar settir saman þversum en bretinn setti sýna mótora saman langsöm=meiri hætta á olíuleka.

 

Honda

 

Japanir voru t.d. ekki lengi að sjá að það væri miklu betra að vera með rafstart (konutakka) heldur en að þurfa að snúa græjunni í gang, reyndar komu mörg hjól frá Japan með rafstarti og sveif. Síðan þótti japönum leiðinlegt að vera með bensínlykt af fingrum sínum svo þeir voru með blöndunga sem ekki þurfti að dæla inná handvirkt, svo fannst þeim líka fljótlega betra að vera með diskabremsur heldur en borðabremsur allavega að framan, yfirliggjandi knastása ofl. Þjóðverjinn var líka á undan bretum með ýmsa tækninýjungar á þessum síðustu árum breska heimsveldisins, ég ætla ekkert sérstaklega að tala um spagetti framleiðsluna !!

 

Norton

 

Hvurslags myndi unglingurinn spyrja er bara verið að “dissabretann, ertu búin að skokka á staur eða hvað ??!! Nei BRETAR voru búnir að gera þetta allt saman, en eigendur t.d. BSA, Norton, Ariel og Triumph fyrirtækjana hugsuðu bara um eitt: peninga og því ættu þeir að breyta einhverju sem hafði gengið í tugi tugi ára. Þó að ungir hönnuðir kæmu með góðar hugmyndir og þær jafnvel reyndar þá endaði þetta alltaf á spurningu eiganda hvað kostar þetta. Svo var auðvitað ekkert mikið hugsað um breska verkalýðinn sem hafði fyrr á árum verið stoltur af sinni framleiðslu og sögu, en það breytist eins og margt annað í sögunni um breska mótorhjólaframleiðslu. Þessar bresku verksmiðjur fóru á hausinn hver á eftir annarri, t.d. fór BSA undir Triumph og síðan Norton og svo bara dó þetta alltsaman= Japönsk heimsyfirráð.

 

Bonnie

 

En bökkum aðeins og förum svona ca. til ársins 1968-69, japanir koma með fjögurra strokka (já já Honda) græju, með rafstarti og yfirliggjandi knastás og diskabremsu að framan, bretar svara með þriggja strokka græju (BSA og Triumph), startsveif og borðabremsum að framan og aftan. En hvor hjólin voru betri á kappakstursbrautum heimsins ?? Jú auðvitað bretinn með Triumph Trident og BSA Rocket Three, það tók japani nokkuð mörg ár að ná bretunum og það snerist aðallega um smíði grinda. Það er ekki fyrr en árið 1975 að Triumph Trident T160 og Norton Commando MKIII komu með rafstarti, reyndar hægt að setja spurningamerki við virkni þessa svokallaða rafstarts á Norton. Þessi tvo hjól komu einnig með diska bremsum bæði framan og aftan sem og að skiptipedali var færður á vitlausa hlið þ.e. vinstra megin, sko útaf því að í USA gátu þeir ekki lært muninn á hægri og vinstri hlið. En á þessum tíma var BSA dáið.

 

Gússi

 

Það spyrja margir hvað ekkert rætt um Móto Gussa, Dúkka eða Bimma, ja allavega þrír !!, jú aðeins skal rita um þá, en hér á landi var mjög lítið um þessi hjól og ræðandi um gæði og akturseiginleika ofl., þá má kannski segja að Bimminn átti fullt af gæðum með tveggja strokka voffavélina en kannski ekki mikið meira (jú aðeins), svipað með Gussann, en Dúkkinn átti útlitið og síðan frábæra frammistöðu á kappakstursbrautum, en gæði ja þeirra rafmagns sérfræðingar fengu 10 í rafmagnsfræði frá skóla LUCAS sem fann upp myrkrið, en svona að gamni skoðið myndir af GT dúkka eða SS dúkka frá árunum eftir 1970 og þið sjáið varla fallegri hjól.

 

Dúkki

 

En hver er niðurstaðan ?? Allt smekkur manna og jafnvel trúarbrögð, ekki rétt ??!! Hver vill eiga hjól sem lekur olíu og þarf að snúa í gang ?? Hver vill eiga hjól sem er karekterlaust og er bara. Það getur engin í raun sagt að ein tegund sé betri en önnur. Allavega verður sá sem fullyrðir slíkt að getað stutt slíka fullyrðingu með eigin reynslu= að hafa átt og notað viðkomandi tegund. Svona í niðurlagi þá vona ég að einhvern daginn muni öðlingur einn sem heitir Hjörtur Jónasson endurbirta (var í Fréttablaðinu fyrir nokkrum árum minnir mig) ferðalag sitt á Triumph Trident T-160 árg. 1975, þegar hann ók um norðurlöndin sem og hluta Evrópu, hann ók um 10.000 km og án þess að gera nokkurn tíma við græjuna, síðan bætti hann við ca. 5.000 km á fósturjörðinni sama ár, síðan má einnig nefna það að Triumph er að gera virkilega góða hluti í dag og hjól þeirra seljast eins og heitar lummur, allavega annars staðar en hér. Norton er líka endurfæddur og hægt að kaupa slíka græju ef menn eiga slatta af peningum. Læt nokkrar myndir fylgja og tek fram að ég er alveg hlutlaus !!!

 

 

Bimmi

 

Óli bruni

 

Á bæði gömul bresk sem og japanskt

Friday, 10 April 2015 21:37

Honda VFR 800X Crossrunner 2015

Er er ekki rétt að halda áfram á sömu braut þ.e.a.s. að skrifa eitthvað um hjól sem hentar vel okkar aðstæðum vegna færðar og veðurs !!! Nokkuð mörgum finnst það dulítið sérstakt að taka góðan mótor og minnka aflið í honum, en auka í stað togið og setja hann í svona alhliða sporthjól eins og t.d Multistradan frá Ducati og GS bimmarnir, en það hefur Honda gert með Crossrunnerinn og er ekki hægt að þýða nafnið sem hjól sem fer um allt eins og hlauparar sem hlaupa cross country= yfir landið !! Reyndar er þetta orðin hálfgerð tíska hjá mörgum framleiðendum, sama hvaða verksmiðjan heitir, en útkoman hefur heppnast hjá mörgum og hjólin orðið vinsæl.

 New 2015-Honda-VFR800X-Crossrunner 2 1

Við framleiðslu þessara alhliða hjóla er leitað eftir því að hægt sé að nota hjólið í sem flest, með auknum þægindum. En til að ná þessu takmarki þarf að vanda til verka og ekki bara í notagildi heldur verður útlit hjólsins að höfða til sem flestra og Honda hefur náð því bara nokkuð vel með “víðavangshlauparannVFR800X. Hjólið kom fyrst á markað árið 2011 og vakti svo sem enga sérstaka hrifningu hjá kaupendum, því þetta fyrsta hjól leit út eins og Honda hefði verið að flýta sér nokkuð mikið með hönnun, en með árunum hefur þetta þróast í bara nokkuð flott hjól.

 

Árgerð 2015 er nokkuð svipað og hjólið frá fyrra ári, það er sama grind, afturgaffall og mótor. Afl og tog er sama þ.e. mótor er V fjórir 782cc, er uppgefin 106 hestar og togið er 55ft.lb. En nýjan græjan á að eyða minna bensíni segja þeir eða um 10% minna og þyngd hefur lækkað um rúmt kíló, munar um minna !!! En miðað við 2011 árgerðina eru þetta mjög miklar breytingar. Mælaborð er einnig verulega breytt frá því að vera þetta leiðinlega digital dót yfir í vel læsilega mæla sem jafnvel er hægt að sjá í miklu sólarljósi (algeng fullyrðing í dag hjá blaðamönnum).

New 2015-Honda-VFR800X-Crossrunner 3 1

Blaðamönnum finnst bara ekkert heyrast í hjólinu allavega á lægri snúning, en þegar hjólið er komið í 6500 snúninga þá tekur VTEC kerfið við sér og þá heyrist í hjólinu og ekki dónalegt hljóð sem kemur á þessum snúning og hærra, en útsláttur er við um 12000 snúninga. En eins og flestir vita er mjög fallegt hljóð í V  mótorum og þá sérstaklega í V fjórum. Aflið skilar sér vel og veruleg breyting frá fyrsta hjólinu, aukið afl sem og tog. Þeir segja farðu í gegnum beygju í þriðja, skiptu niður í annan útúr beygju og gefðu í botn og hjólið gæti lyft framdekki, já sagt er að það sé lítið mál að prjóna þegar þér dettur það í hug eða alveg óvart !! Uss uss alveg bannað, það verður að upplýsa mótorhjólaframleiðendur um þetta bann hér á landi !!, Já hjólið tekur hressilega við sér og skilar afli mjög vel án hiks og þá er hægt að brosa og njóta lífsins ekki satt. Svo hægt sé að hemja græjuna betur kemur það með möguleika á að stilla afl til afturhjólbarða svokallað HSTC kerfi, er með þrjá stillimöguleika, þetta tölvukerfi stýrir tíma sem og inngjöf, er vel heppnað og virkar vel.

   

Þó 800X hjólið sé dulítið þyngra en sporthjólið þá fynnst það í raun ekki við akstur og blaðamenn segja að sportgræjan sé eflaust ekkert hressari í hraðakstri við réttar aðstæður, sko þú færð bara allt með “víðavangshlauparanum. Fjöðrun er sögð mjög góð og hjólið tekur við nær öllum misfellum, jafnvel stærri holum (semsagt hentar vel í Reykjavík). Ökumaður situr vel uppréttur og stýrið liggur vel við ökumanni og það hefur verið breikkað frá fyrra ári um 4cm hvoru megin (sko frá miðju beggja vegna !!). Felgur eru svart mattar og framhjólbarði er 120/70/R17 en að aftan er 180/55/R17, hjólbarðar eru frá Pirelli og eru sömu gerðar og notaðir eru undir Ducati Multistrada. Sumir blaðamenn segja að bremsur mættu vera betri, en hjólið kemur nú samt með ABS, einnig búið hituðum handföngum, stefnuljós slökkva á sér sjálf (virka ekki alltaf er sagt þ.e. slökkva ekki á sér).

Bensíntankur tekur um 21 lítra og þeir segja að hægt sé að aka 240 mílur á einum tank, reikna svo. Hjólið vigtar 242 kg og sætishæð er sögð 81.5-83.5cm semsagt hægt að stilla sætishæð, frekar hátt fyrir styttri ökumenn og þá sérstaklega með það í huga að sætið er frekar breytt en þægileg, fyrir bæði ökumann sem og farþega. Framrúða er ekki stillanleg þ.e. hæð á henni og það er smá galli segja menn.

 New 2015-Honda-VFR800X-Crossrunner 5 1

Hægt er að fá ýmsa aukahluti á hjólið, t.d. led þokuljós, töskusett og quickshifter = snöggskiptir sem sagður er virka vel, einnig miðjustandara. Síðan er auðvitað hægt að kaupa annað púst og það var tekið fram að það myndi örugglega bæta útlit sem og afl. Sem er skiljanlegt því þessir hljóðkútar í dag líta út eins og þeir hafa verið hannaðir af ruslatunnuhönnuði= hljóðmengunarkröfur. Flestir blaðamenn segja að hjólið hafi komið þeim verulega á óvart, þ.e.a.s. virkilega skemmtileg græja að öllu leiti. Hægt er að lesa meira um hjólið á netinu allavega allt þetta tæknilega.

 

Stolið og stílfært af netinu

 

Óli bruni

Friday, 03 April 2015 12:12

Ducati Multistrada 2015

Miðað við ástand vega hér á höfuðborgarsvæðinu sem og nær allstaðar annars staðar hér á okkar kæra landi þá ættum við öll að selja okkar hefðbundnu götuhjól og fá okkur svona alhliða græju, sem hentar vel við akstur bæði á malbiki sem og grófum malarvegum, með holum, sandi, lausu grjóti og öðru skemmtulegu= vegir (já já ég veit smá hæðni að kalla þetta vegi) á höfuðborgar- svæðinu. Ætlum við ekki að fjalla um mótorhjól í þessum skrifum, en hvað er gaman að aka mótorhjóli á vegum sem skapa ökumanni stórhættu og ef hann verður fyrir því að lenda í holu eða öðru sem valda því að hann tjónar hjólið og jafnvel sjálfan sig þá verður ökumaður að sanna að þessi hola hafi áður verið tilkynnt til sögunnar og láðst hafi að gera við hana !!! Kemur uppí hugann auglýsing ein: Við borgum ekki eftirá (sumir heyra þú tryggir ekki eftirá!!).

 

Jæja snúum okkur að hjóli sem hentar í nær allt sem okkar vegir bjóða uppá og það er Ducati Mulitstrada og eins og týpuheitið” gefur til kynna þá hentar græjan í nær allt, ja allavega ef ég skil rétt. Hjólið fellur í flokk adventure hjóla ásamt t.d. Aprilia Caponord, BMW R1200GS, KTM 1290 Super Adventure, Moto Guzzi Stelvio, Yamaha Super Ténéré. Því hentar hjólið vel á malbiki sem og á malarvegum. Ducati verksmiðjurnar eru nú ekki þekktar fyrir að framleiða torfæruhjól, nei heldur götuhjól með frábæra aksturseiginleika og einstakt útlit, jú ekki má gleyma nýja Scramblernum sem er álíka mikið utanvegahjól og Scramblerinn frá Triumph. Þessi nýja Strada hentar í margt en er nú ekki neitt Dakarhjól, heldur frábær ferðagræja við hinar ýmsu aðstæður.

 

En ekki má gleyma því að Stradan hentar nú öllu betur á malbiki, því þessi frábæri  Testaretta mótor er úr götuhjóli frá Ducati og það hefur verið aðal kostur Strödunnar en kannski ekki hentað eins vel utanvega eða á grófum malarvegum, en mótorinn hefur samt verið hannaður með tog í huga frekar en mikið afl. Eldri Strödur hentuðu enn verr vegna gírunnar og afldreyfingu, þ.e.a.s. þegar ekið var hægt í lágum gír, þá hikaði mótor við inngjöf og þá jafnvel litla inngjöf, ekki líkt græjum frá Ducati. En þessir smá ágallar eru sagðir hafa verið lagaðir og nú má gefa hressilega eða lítið inn í hærri sem lægri gírum án hiks og mótor hikstar ekki, ja allavega miðað við allt normal.

 Dúkki 2

Testaretta mótor Strödunnar hefur verið endurhannaður frá grunni og þá aðallega allt í kringum knastása og ventlastýringu og þetta er kallað Desmodromic Variable Timing (DVT) og þarna er átt við bæði innsogsknastás sem og útblástur. Þess má geta að fleirri mótorhjólaverksmiðjur nota þetta t..d. Kawasaki og þá t.d. í Concours hjólinu. Lesa má meira á netinu um tæknilegt tal um þessa DVT tímingu og ég sleppi því að skrifa um það fyrir þessa tvo nörda sem hafa gaman að svona tæknimáli !!! Allavega virkar þetta mjög svo vel segja blaðamenn mótorhjólablaða.

 

Þessi nýi endurhannaði mótor er gefin upp 160 hestafla við 9500 snúninga og togið er ekki dónalegt gefið upp 100.3 við 7500 snúninga, þetta er um 7% aflaukning og 9% meira tog miðað við eldri Ströduna, það munar um minna. Þeir sem hafa ekið þessu hjóli sem og eldri Strödum segja allir það sama: Það er virkilega gama að aka þessu hjóli hratt og nú má bæta hægum akstri við hinar ýmsu aðstæður og þetta gamla hik og hikst er horfið, t.d. þrátt fyrir að gefið sé hressilega inn í frekar háum gír útúr beyjum, eða þegar tekið er framúr, engin þörf að skipta niður um gír, semsagt verulega endurbætt græja frá fyrri árgerðum. Líka má bæta því við að hjólið er búið nýjum hljóðkút sem og lofthreinsara og hljóðið frá þessu nýja pústi er líka sagt miklu fallegara og þá er mikið sagt, því mín skoðun er sú að hljóð frá Dúkka með alvöru pústi er með því fallegra sem til er. Og Dúkati menn segja að nú þurfi bara að stilla ventla á 18.600 mílna fresti= búið að selja græjuna áður en kemur að þessu !!!

 

 Dúkki 3

Allt sem ofan er skrifað er ekki það eina nýja á þessari nýju Strödu, nei líka nýr tölvubúnaður sem nemur hegðun hjólsins/ökumanns þetta er kallað IMU og þetta nemur halla til hliðar sem fram og aftur ofl. ABS bremsukerfið nemur frá þessu IMU kerfi líka þ.e. þetta vinnur allt saman til að gera akstur hjólsins skemmtilegri sem og öruggari. S týpa hjólsins kemur einnig með betri tölvustýrðri fjöðrun sem kallað er Skyhook Evo sem og aðalljósum sem fylgja í þá átt sem ökumaður beinir hjólinu. Því verður að bæta við að þetta nýja IMU tölvukerfi hefur einnig áhrif á prjón (lyfta framdekki) sem gæti verið svar Ducati við nýjum umferðarlögum hér á landi !!!! Hjólið kemur einnig með krúsi= akstursletingja

 

Útliti hjólsins hefur líka verið breytt nokkuð mikið, allt svona meira lögulegra, meira svona slétt og fellt, en samt meira röff ef segja má svo. Vindhlífar hafa verið bættar til þæginda fyrir ökumann og framrúða er með fimm mismunandi hæðarstillingar og þá handvirkt. Sæti hefur einnig verið endurbætt bæði fyrir ökumann og farþega þ.e. meira pláss og aukin þægindi, hægt er að hækka eða lækka sætið um 20mm. Mælaborð hefur verið verulega uppfært og endurbætt, með LCD og því á að vera hægt að lesa af mælaborði við allar aðstæður, jafnvel þegar mikil sól er (engar áhyggjur af því hér á landi !!). S gerðin er með betri aðalljósum segja prufuökumenn.

Dúkki 4 

Fjöðrun er frá Marzocchi og sögð verulega góð sem og Sachs 48mm framdemparar og miðað við lýsingu blaðamanna er hjólið alveg kjörið fyrir okkar aðstæður og þá aðallega á höfuðborgar- svæðinu !! Hjólið lætur ekkert nokkrar holur eða misfellur hafa áhrif á sig, fer léttilega með allt sem því er boðið, þó hressilega sé ekið. Segi aftur að lesa má miklu meira um fjöðrun hjólsins á netinu. Á stýri hjólsins er takki sem gefur ökumanni fjóra möguleika á að stýra afli til afturhjólbarða, svona okkar á milli= 1. ekkert prjón   2. lítið prjón  3. nokkuð mikið prjón   4. Ala bacon prjón. Blaða- menn segja að S týpa hjólsins sé nokkuð mikið skemmtilegri og vel þess virði að bæta nokkrum krónum við fyrir: betri fjöðrun og hressara viðbragð við inngjöf, sem og betri aðalljós.

 

Þessi skrif eru orðin heldur lengri nú en undanfarið, en ég gat bara ekki hætt, þið bara lesið hraðar !!   Ef áhugi er hjá mönnum/konum að fræðast meira um þetta frábæra hjól þá má snúa sér til hans Torfa Hjálmarssonar gullsmiðs/mótorhjólasmiðs/póleringameistara/blöndungasérfræðings ofl. ofl. ofl. sem er búin að eiga Strödu í mjög mörg ár, en hann segir það hjól frábært og Eld-snöggt !!

 Dúkki 5

Stolið og stílfært af netinu

 

Óli bruni

Tuesday, 31 March 2015 19:53

Suzuki GSX-S750 2015

Jæja það er alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt og nú sit ég sveittur við að læra allt uppá nýtt í ritumhverfi sem ég þekki bara ekki neitt þ.e.a.s. MAC umhverfi, ég hef bara unnið á PC, en hvaða bull er þetta nú er ekki fjallað um mótorhjól á þessari heimasíðu !! En ekki einhverja ritvinnslu. En þessi inngangur er til að afsaka allar villur sem fram munu koma í þessari umfjöllun um tegund sem talin er í guðatölu hjá a.m.k. sumum= SUZUKI.

 

Þetta mótorhjól þ.e.a.s. nýja súkkan sem ber heitið GSX-S750 sem er nakið hjól þar sem þú sérð allt sem gaman er að skoðan ekki falið bakvið eitthvað plastdót ha ! En að sjálfsögðu allt smekkur manna hvernig við viljum hafa hjólin okkar, það eru jafnvel til menn sem sjá bara bresk mótorhjól og svo aðrir sem telja H frá Japan það eina sem er umræðuhæft, en nóg af bulli snúum okkur að þessu flotta hjóli. Það má rekja sögu þess mörg ár aftur í tíman þ.e.a.s. allt aftur til ársins 1986 þegar GSXR750 hjólið var kynnt til sögunnar í USA, en sú græja er meira svona fyrir þá sem eru með hugann meira við að líta út eins og alvöru kappaksturshetjur.

 Su kka 1

Þetta nýja hjól er með ásetu sem ætti að henta flestum, þú situr nokkuð uppréttur og þungi efri hluta líkama þíns hvílir ekki á úlnliðum þínum. Hjólið er með fjögurra strokka línumótor sem er vatnskæld. Vélin er ný hönnun í raun, þetta er ekki afturkreistur GSXR mótor, heldur er þessi mótor hugsaður fyrir aukið tog og aðeins minna afl en stóri bróðir R hjólið. Þetta er gert með öðrum knastásum og tímingu á ventlum sem og önnur bein innspýting, gefur einnig betri nýtingu á eldsneyti, allt hentar þetta betur hefðbundum götuakstri sem og hugsanlega eldri hóp ökumanna eða hvað ??!!

 

Hjólið er mjög þægilegt í akstri og fer vel með ökumann, hefðbundin sex gíra Súkku gírkassi og þægileg létt kúppling sem og gott tog hefur þau áhrif að mjög þægilegt er að taka af stað sem og að gefa inn í hærri gírum á lágum snúning án þess að hjólið fari að hiksta og skjálfa, á 85 mílum er snúningshraði mótors um 6000 rpm. Hjólið er ekki mikið tölvustýrt heldur er það ökumaður sem ber ábyrgð á því að taka af stað án þess að spóla (þið þekkið þessar stillingar á stýri sem gefa þér ca. þrjá möguleika að nota afl mótors) sem og að stöðva án aðstoðar ABS. Mælar eru LCD (digital) og vel læsilegir. En hjólið tekur hressilega við sér ef tekið er á því, þetta er engin miðaldra letigræja, nei svona okkar á milli gæti örugglega verið með Banditt eigendur á baksýnisspeglum !!

 

Það má kalla það smá afturför að grindin í hjólinu er úr járni/stáli en ekki áli, framfjöðrun er KYB upside down/inverted, en bæði fram og afturfjöðrun er bara stillanleg í aðra áttina (preload), sem sumum þykir dapurt á svona hjóli, en miðað við hámarkshraða hér á landi þá ætti það ekki að koma að sök !! En þá eru það núverandi aðstæður hér á suðurhorninu sem og annarsstaðar, vegir eru líkari því sem gerist í vanþróaðri löndum= Hola við holu, frá holu til holu. Nú úr því maður er byrjaður að tala um ástand vega, þá er meira af sandi, möl og lausu malbiki  á yfirborði slóða hér á stór Hafnarfjarðarsvæðinu en ég hef nokkurn tíma séð og þó ég hafi bara tekið einn stuttan rúnt hér um daginn, þá snérist sá rúntur aðallega um að forðast holur, sem svipar til keiluaksturs sem kannaski gerir okkur bara að betri ökumönnum, sem og að forðast allt hitt jukkið”, já það má allaf finna eitthvað jákvætt í öllu !! Semsagt öll hefðbundin götuhjól verða til sölu fljótlega og allir fá sér svona GS Bimma sérbúin til utanvegaaksturs.

 Su kka 2

Óli bruni

stolið og stílfært af netinu

 

 

 

 

 

 

Mótor 749cc DOHC inline-4

 

Gírkassi Six-speed

 

Framfjöðrun Inverted fork, adjustable preload

 

Afturfjöðrun Single shock, adjustable preload

 

Frambremsa Twin discs

 

Afturbremsa Single disc

 

Framdekk 120/70ZR-17

 

Afturdekk 180/55ZR-17

 

Bensínmagn 4.6 gal.

 

Heildarlengd 83.3 in.

 

Breidd 30.9 in.

 

Bil milli hjóla 57.1 in.

 

Hæð frá jörð í lægsta punkt 5.7 in.

 

Sætishæð 32.1 in.

 

Vigt 470 lb.

Friday, 27 March 2015 08:18

Bannað að prjóna á bif­hjóli

Eftifarandi tekið af mbl.is

Sam­göngu­stofa hef­ur sent frá sér sam­an­tekt um helstu breyt­ing­ar sem gerðar voru á um­ferðarlög­um ný­verið með samþykki Alþing­is 17. fe­brú­ar og öðluðust gildi 27. fe­brú­ar. Sam­kvæmt til­kynn­ingu eru þar mörg atriði sem eiga er­indi við al­menn­ing.

Í nýju lög­un­um koma til að mynda fram breyt­ing­ar á lög­um um létt bif­hjól, en mik­il aukn­ing hef­ur verið á notk­un lít­illa raf- eða vél­knú­inna bif­hjóla hér á landi síðustu ár. Sam­kvæmt nýj­um um­ferðarlög­um hef­ur verið gerð breyt­ing á skil­grein­ingu og regl­um um akst­ur slíkra hjóla. Hluti raf­mangs­hjóla telst nú létt bif­hjól í flokki 1. 

„Skil­grein­ing­um á léttu bif­hjóli og reiðhjóli er breytt þannig að nú er létt­um bif­hjól­um skipt í tvo flokka, I og II. Í flokki léttra bif­hjóla I eru bif­hjól sem ná ekki meiri hraða en 25 km á klst hvort sem þau eru raf- eða bens­índrif­in og er þá miðað við há­marks­hraða sem til­greind­ur er af fram­leiðanda bif­hjóls­ins. Í um­ferðarlög­in hef­ur verið bætt við, í skil­grein­ingu á léttu bif­hjóli, að sé það raf­drifið skuli það ekki vera yfir 4 kW að afli,“ seg­ir m.a. í sam­an­tekt Sam­göngu­stofu.

Er nú jafn­framt þrett­án ára ald­urstak­mark fyr­ir stjórn­end­ur léttra bif­hjóla í flokki 1. Áður fyrr voru þau skil­greind sem reiðhjól og því eng­in ald­urs­mörk fyr­ir stjórn­end­ur þeirra.

Ekki er gerð krafa um öku­nám og öku­rétt­indi né held­ur sér­stakt próf varðandi akst­ur léttra bif­hjóla í flokki I. Hjól í þess­um flokki eru hins­veg­ar und­anþegin vá­trygg­ing­ar­skyldu en eig­end­ur eru hvatt­ir til að huga vel að trygg­ing­ar­mál­um og leita ráða hjá trygg­ing­ar­fé­lög­um varðandi ábyrgðatrygg­ing­ar.

Með nýju lög­un­um er akst­ur léttra bif­hjóla í flokki 1 heim­ilaður á ak­braut­um óháð há­marks­hraða á vegi. Áfram verður heim­ilt að vera á gang­stétt, hjóla­stíg­um og gang­stíg­um. Ef hjóla­stíg­ur er sam­hliða gang­stétt eða gang­stíg er ein­ung­is heim­ilt að aka á hjóla­stígn­um. Ef léttu bif­hjóli í flokki 1 er ekið af gang­stétt út á ak­braut og hún þveruð skal aka á göngu­hraða.

Annað sem kem­ur fram í nýju lög­un­um eru breyt­ing­ar sem ætlaðar eru til þess að koma í veg fyr­ir að ekið sé af ásettu ráði á aft­ur­hjóli bif­hjóls. Einnig eru gerðar breyt­ing­ar á regl­um um farþega á bif­hjól­um (létt­um og þung­um).

„Nú hef­ur verið gerð sú breyt­ing á að 20 ára og eldri öku­mönn­um léttra bif­hjóla, í
báðum flokk­um, er heim­ilt að hafa farþega á hjól­un­um, enda séu þau til þess
ætluð,“ seg­ir í sam­an­tek­inni. En ef barn, sjö ára eða yngra, er farþegi á bif­hjóli þarf það að vera í sér­stöku sæti. 

„Farþegi má ekki sitja fram­an við öku­mann. Ökumaður og farþegi bif­hjóls skulu að
jafnaði hafa báða fæt­ur á fót­stig­um eða fót­hvíl­um og ökumaður báðar hend­ur á stýri,“ seg­ir í sam­an­tek­inni.

Með nýju lög­un­um er bannað að prjóna vís­vit­andi á bif­hjóli. Skal ökumaður bif­hjóls að jafnaði hafa bæði (öll) hjól bif­hjóls­ins á vegi þegar það er á ferð. „Í raun má segja að með þessu sé lagt bann við því að prjóna á bif­hjól­inu, með öðrum orðum að ekið sé vís­vit­andi ein­hverja vega­lengd á aft­ur­hjól­inu. Það er þó mat Sam­göngu­stofu að í lög­un­um sé tekið til­lit til þess þegar fram­hjól lyft­ist óvart lít­il­lega frá jörðu t.d. þegar ökumaður tek­ur skarpt af stað. Slíkt get­ur gerst en stend­ur þá stutt yfir og er mjög ólíkt því þegar ökumaður lyft­ir fram­hjól­inu upp og prjón­ar vís­vit­andi. Slíkt at­hæfi er mjög hættu­legt líkt og mörg al­var­leg slys og bana­slys vitna um,“ seg­ir í sam­an­tek­inni.

http://www.mbl.is/media/72/8772.pdf

Thursday, 26 March 2015 07:26

Kawasaki Vulcan 650 S ABS 2015

Hér er komin græja sem hentar nær öllum sem langar í þægilegan krúserog þessi tegund hjóla hefur í raun verið vinsælasta mótorhjólið á Íslandi undanfarin ár, er það hjarðhegðun eða er það útaf því að þetta séu skemmtilegustu hjólin að hjóla á, dæmi hver fyrir sig. En þessi nýi Vulcan 650 S er í meginatriðum hugsaður fyrir þá sem eru að alveg að byrja eða eru að endurnýja kynni sín við mótorhjól. Hjólið bíður uppá möguleika fyrir  mjóg lítinn pening til að aðlaga hjólið að þér og þá aðallega þinni stærð/hæð og það er stefna Kawasaki að umboðsmenn eigi hluti á sanngjörnu verði til að skipta um t.d. stýri, fótpedala,sæti ofl. Allt hugsað til að hjólið sé hugsað fyrir þig, þ.e. passi þér eins og góðir skór.

 Kawi Vulcan 3

Hjólið er með tveggja strokka mótor í línu (ekki V mótor, heldur frekar svona í breta stíl) og er hann gefin upp 649cc, þessi mótor kemur úr Ninja 650 hjólinu. Mótorinn er vatnskældur, tveimur yfirliggjandi knastásum og átta ventlum, er með beinni innspýtingu. Mótorinn er hugsaður og hannaður með tog í huga frekar en mikið afl. Hjólið togar vel frá 2000 snúningum allt að útslætti sem er við 9900 snúninga. Þrátt fyrir að græjunni sé snúið hressilega er aldrei mikill titiringur uppí stýri eða fótpedala. Þægilegt er að “krúsa” á 100 km hraða (já það ætti að sleppa nema kannski í kringum Blöndós !!) og er þá snúningshraði mótors 4500 rpm. Það sem gerir þennan mótor svona mjúkaner þyngingar á sveifarás (counter balancer), jafnvel speglar eru nothæfir við háan snúning. Og þar sem græjan bíður uppá nokkuð háan snúningshraða er lítið mál að skipta niður um gír á hressilegum krúshraða, t.d. til að taka framúr bifreið með tjaldvagn eða hjólhýsi !!

Kawi Vulcan 4 

Sagt er að hjólið liggi vel og sé mjög þægilegt í meðförum, fjöðrun er líka sögð góð og að framan eru 41mm framlappiren að aftan er einn KYB dempari , það eru uppgefnar tölur um fjöðrun, en set það nú ekki á blað (allt á netinu). Felga að framan er 18 tommu en 17 að aftan og eru þetta fimm bita felgur. Sagt er að hægt sé að halla hjólinu nokkuð vel. Að framan er einn 300 mm bremsudiskur með tveggja stimpla bremsudælu frá Nissin. Hjólið kemur með ABS og virkar það kerfi vel, ekki of mikið um  Four-stroke, liquid-cooled, DOHC, four valves per cylinder, parallel twin

af óþörfu af öllum þessum nemum og tölvubúnaði, hef reyndar sagt oft að þetta ætti að vera staðalbúnaður á götuhjólum.

 Kawi Vulcan 2

Sagt er að þetta hjól eigi eftir að verða vinsælt þar sem það hentar mjög mörgum, þægilegt í meðförum og ætti að vera á ágætu verði. En spurning hér á landi nema þá sem kennsluhjól, því almennt líta menn/konur ekki á minna en 1000cc hjól í “krúserflokknum, hugsanlega rangt er þetta virðist vera svo. Eins og áður sagt er hægt að kaupa ýmsa aukahluti á hjólið og er sá listi nokkuð langur meira að segja hægt að kaupa búnað sem segir manni í hvaða gír þú ert. Enda þetta á nokkuð þekktri setningu á ensku: Bigger is better !!! Spurning um hvort það sé rétt ???

 

Óli bruni

Stolið og stílfært af netinu

 

Mótor 649cc

 aglengd og þvermál 83.0 x 60.0mm

 

Þjappa 10.8:1

 

Bein innspýting EFI, two 38mm throttle bodies

 

Kveikja TCBI with digital advance

 

Gírkassi Six-speed, positive neutral finder

 

Keðjudrifið Sealed chain

 

Grind High-tensile steel double-pipe perimeter frame

 

Framdempara og slaglengd 41mm fork/5.1 in.

 

Afturfjöðrun Lay-down offset shock with adjustable preload/3.2 inc.

 

Framdekk og felga120/70R-18

 

Afturdekk og felga 160/60R-17

 

Frambremsa Single 300mm disc with twin-piston caliper, ABS

 

Afturbremsa Single 250mm disc with single-piston caliper, ABS

 

Heilsarlengd 91.0 in.

 

Heildarbreidd 34.7 in.

 

Hæð 43.3 in.

 

Hæð frá jörðu 5.1 in.

 

Sætishæð 27.8 in.

 

Lengd milli hjóla 62 in.

 

Þyngd 498 lb.

 

Bensíntankur 3.7 gal.

Monday, 23 March 2015 18:12

Yamaha YZF R1 2015

Hverjum langar ekki í 200 hestafla græju sem leikur sér að því að fara í ++ 300 km hraða, þ.e.a.s. ef ökumaður þorir því (á lokaðri braut að sjálfsögðu). Blaðamenn mótorhjólablaða hafa kvartað yfir því að hálfgerð kreppa hafi staðið yfir í nokkurn tíma vegna nýrra superhjóla, þ.e.a.s. þessi eins lítra hjól hafa í raun staðið í stað í nokkurn tíma. En nú hafa Yamma menn tekið til hendinni og komið með alveg nýtt R1 og líka sérútgáfu sem kölluð er R1M. Þessi nýja græja er svo hlaðin tölvustýrðum búnaði að öllu er stýrt með „rafheila“, t.d. hvernig átak til afturhjólbarða er stýrt miðað við hvernig þú hallar hjólinu, ef þú prjónar, ef þú „slædar“ og þessi búnaður er samtengdur við ABS bremsukerfi hjólsins. Allt þetta er sótt frá reynslu manna frá MotoGP.

Reynar er ofangreindur búnaður búin að vera til um tíma, en hefur verið verulega endurbættur, þannig að margfalt minni hætta er á að þú missir stjórn á hjólinu. Gæti það orðið svo að jafnvel „slarkfær“ ökumaður verði góður þ.e.a.s. tölvan leiðréttir alla vitleysu sem ökumaður gerir !!?? Allir þessir skynjarar skynja halla hjólsins, hvort það halli fram (við hemlun) eða framhjól sé á lofti, tölvan endurles allt 125 sinnum á sekúndu, þannig að lítil hætta er á að þú „slædir“ hjólinu í götuna, eða prjónir yfir þig.

R1 3

En hvað segja prufuökumenn um þetta allt saman, er búið að taka alla skemmtun frá mönnum ?? Nei hjólið virkar léttara og minna um sig, einnig aflmeira og þér líður eins og þú getir í raun allt án þess að bíða tjón af. Jæja hvað veldur því að þessi græja er svona skemmtileg og virkar svona flott: Mótor er alveg nýr, er fjögurra strokka línumótor 998cc, fjórir ventlar per strokk, sveifarás er í raun frá GP hjólinu, stimplar eru það sem kallað er short-skirted, stimpilstangir eru úr titanium, þjappa er 13.0:1, gírkassi er sex gíra og kúpling er að sjálfsögðu „slipper“ = læsum ekki afturhjóli við að skipta niður. Hestöfl er sögð 200 hp.

R1  1

Grindin er líka alveg ný Deltabox er 10mm styttri en á fyrra hjóli og þar með verður hjólið „sneggra“ í meðförum. Pústkerfi er úr titanium sem og hljóðkútur sem er að miklu leiti undir hjólinu, felgur eru tíu bita úr magnesium og allt er þetta hugsað til að létta hjólið. Fjöðrun er KYP og framdemparapípur eru 43mm, hreyfisvið/fjöðrun framhjóls er 4.7 tommur. Öll fjöðrun er stillanleg að sjálfsögðu. Að framan eru tveir fljótandi 320mm bremsudiskar og bremsudælur eru fjögurra stimpla frá Nissin. Þyngd hjólsins er sögð 439 lbs. með bensíni og olíu, besíntankur er úr áli, einnig hugsað til að létta hjólið. Margir þekktir atvinnuökumenn hafa prufað hjólið og þeir hæla því allir og segja að þetta nýja hjól sé margfalt betra til brautarakstur því það megi bara skella brautarhjólbörðum undir græjuna og fara að keppa, það var alls ekki hægt á eldra hjólinu, þar þurfti að fara í alls konar endurstillingar o.fl. Lesa má miklu meira um hjólið, þ.e.a.s. miklu nákvæmari lýsingu á öllu þessu tæknilega á netinu.

Mælabor  R1

 

Spekkur R1

Stolið og stílfært af netinu

Óli bruni

Friday, 20 March 2015 17:18

Drauma­hjól hannað upp úr Hondu

Daumahjólið hannað upp úr Hondu ( að sjálfsögðu)

Tekið af mbl.is

 

Það er kunn­ara en frá þurfi að segja að kaffireiser­ar (e. cafe racers) eru heit­asta heitt þessa dag­ana þegar mótor­hjól eru ann­ars veg­ar.

Rétt í þann mund þegar maður hélt sig hafa séð það flott­asta á þessu sviði mæt­ir þessi fák­ur til leiks. Hjólið er byggt á Honda CB1100 og end­ur­hannað af franska hönnuðinum Dimitri Bez. Útkom­an er ótrú­lega stíl­hrein og fal­leg, svo ekki sé fast­ar að orði kveðið.

Takið eft­ir því að bens­ín­tankur­inn og hnakk­stæðið eru úr einu og sama stykk­inu úr póleruðu áli sem sting­ur skemmti­lega í stúf við grind­ina, vél­ina og aðra hluti sem eru kol­svart­ir

Þá mynda framúr­stefnu­leg fram­ljós­in skemmti­lega and­stæðu við sí­gilt lag hjóls­ins.

Þar sem um sér­smíði er að ræða er tómt mál að tala um verð, þenn­an grip verður hönd­um ekki komið yfir.

Sunday, 15 March 2015 09:21

nýtt hjól frá RR motos

Jæja þá er fyrirtækið RR motos búnir að endursmíða XS650 Yamaha 1977, ekki fyrir löngu var hjólið Gult í Street Tracker "lúkki"
 New New New 38 
en er nú komið meira í minn stíl.
New New New DSCF7546
 
Sætið er dulítið öðruvísi þ.e. hjólabrettabotn sem síðan Auðunn Jónsson klæddi með leðri sem ég átti, handföng og utanum rafgeymi er gert af Hadda Dreka í Mótorsmiðjunni, sprautun er Alli hjá Bílamálun Magga Jóns.
 New New New DSCF7547
Allar hugmyndir með útlit á öllu sem á hjólinu er eftir mig og tengdason minn hann Róbert, þaðan kemur nafnið RR motos, því eins og alþjóð veit þá heiti ég líka Róbert. Hvað verður gert næst kemur í ljós. 
 New New New DSCF7549
 
 Lét fylgja nýja mynd af mér þar sem ég get ekki hamið gleði mína !!!
New New New DSCF7552
Monday, 09 March 2015 18:49

Hér kemur grein um= FJR Yamma bana !!!

2015 Kawasaki Concours 14 ABS

 

Margir hafa dásamað FJR Yamaha sem alvöru ferðahjól og það er skiljanlegt miðað hvað Yamminn hefur verið í framleiðslu lengi sem og vinsælt hjól. En sumir segja, já sumir að í raun sé Yamminn skellinaðra við hliðina á Kawasaki Concours 14 ABS !! Concours má þýða sem fullmótað hjól og þessi græja er nokkuð nálagt því (allavega segja sumir hjólablaðamenn það). Saga þessa hjóls eða réttara sagt nafnið á hjólinu má rekja aftur til ársins 1986, en undir þessu nafni hefur Kawasaki framleitt hjólið sem Supersport ferðahjól. En orginal hjólið ZG1000 var framleitt í nær 21 ár án mikilla breytinga og grunnurinn að því var sóttur til Ninja 1000.

Kawi 1400  2

Councours hjólið var kynnt almenningi árið 2008 og var valið hjól ársins það ár af t.d. Rider blaðinu. Það vakti strax mikla athygli, enda ekki nema von með þennan mótor í ferðagræju og var Concours hjólið með innsigli til að takmarka hámarkshraða við 186 mílur á klst. (held reyndar sjálfur að þessi fullyrðing eigi við annað hjól frá Kawasaki), eða eins og ZX14 hjólið. Þessi græja kemur auðvitað ABS bremsukerfi og ýmsu öðru sem fjallað verður betur um hér á eftir. Hjólið kemur með fjögurra strokka vatnskældum línumótor er í raun 1352cc og með tveimur yfirliggjandi knastásum og sextán ventlum. Uppgefið 144.2 hestöfl, tog er 95.3, því ætti aflið að duga jafnvel hörðustu „plastgræjuköllum“. Gírkassi er sex gíra og skipting er mjög mjúk. Hjólið kemur með svokölluðu Tetra-Lever drifskafti sem gerir það að verkum að hjólið lyftir sér nær ekkert til hliðar við hressilegar skiptingar. Hjólið hikar aldrei við inngjöf, tekur við nær öllu við nær allar aðstæður.

Kawi 1400  3

Grind er úr áli Monocoque og er mjög létt. Hjólið er búið alvöru bremsum, að framan eru tveir fljótandi diskar og bremsudælur eru með fjórum stimplum, að aftan er einn diskur að vanda og bremsudælar er með tveimur stimplum. Hjólið er með KTRC tölvustillingu fyrir átak til afturhjólbarða og svokallað K-ACT ABS bremsukerfi. Reyndar eru ekki miklar breytingar á hjólinu frá árinu 2014, en samt reyna Kawa menn að gera alltaf eitthvað nýtt, það er komið annað sæti, önnur framrúða, þ.e. hægt að stilla loftflæði betur að ökumanni. Einnig nýjar hlífar utanum hljóðkút, bremsukerfi uppfært, fyrsti gír er aðeins lægri, en af hverju að vera gera einhverjar stórbreytingar á einhverju sem virkar ??!! T.d. nota Kawamenn enn barka á bensíngjöf í stað einhverja tölvukubba, en einn smá galli á því engin hraða stillir (cruise control).

 

 Kawi 1400 1

 

Prufuökumenn hæla þessu hjóli mikið þ.e.a.s. seinni tíma hjólum, fyrstu árgerðir vöktu ekki eins mikla hrifningu. Áseta er mjög þægileg, stýrið liggur vel við ökumanni, fótstandar eru þannig staðsettir að ökumaður á gott með að taka utanum bensíntank með hnjám, þú situr „dulítið“ eins og á sporthjóli. Sætishæð er 32.1 tomma (reikna svo). Nýja sætið er þægilegra ásetu og mjórra að framan heldur en eldri árgerð, veitir einnig betri stuðning og er með betra áklæði þannig að þú rennur ekki til við að bremsa eða halla hjólinu hressilega. En hjólið er þannig byggt að það má halla því hressilega í beygjum án þess að reka neytt niður. Til þæginda kemur græjan með hitahandföngum. (uss ekki hiti í sætum !!).  Hjólið er engin léttagræja vigtar um 692 pund með öllum vökvum. Hjólið kemur með hliðartöskum sem ættu að duga öllum, ja allavega flestum ef þeir ferðast einir, spurning með þegar konan vill fara með !!??

Stolið og stílfært af netinu og úr blöðum.

Óli bruni

Kawa spekkur