Gunnlaugur Harðarson

Gunnlaugur Harðarson

Thursday, 22 October 2015 18:40

Vaseline

Undanfarið hefur verið mikið rætt um, á menningarsíðum blaðanna, nýútkomna skáldsögu og höfundinn sem reyndist vera undir  "dulnefni".

Gaflara síðunni barst eftirfarandi saga frá höfundi sem kemur fram undir dulnefni.

Hér kemur sagan:

Vaseline

 

Hvað kemur Vaseline hjólamönnum við !!! Á að fara kenna mönnum að nota það eða hvað !!! Nei þessa alveg sanna saga maður lifandi er um mann sem hefur dreymt um að eignast mótorhjól og þá kemur aðeins ein tegund til greina: Suzuki. Söguhetjan hefur nú safnað nóg til að kaupa sér notaða eða kannski nýja Súkku.

Mætir með magaverk af spenningi í Súkku umboðið og skoðar nokkur hjól, bæði ný og notuð. Hann sér fljótlega að margar af þessum notuðu Súkkum eru með ryðbletti á krómi (ja sko þekktur galli !!) og spyr því sölumanninn af hverju ryðga þessi hjól svona. Ekki stendur á svari: Sko segir super sölumaðurinn það er aðallega út af því að menn geyma hjólin úti í rigningu eða nota þau mikið í rigningu !!

Sölumaður bætir við: Sko þú færð þér bara nýtt hjól og ef þú notar Vaselín á allt króm áður en það rignir þá ryðgar græjan aldrei. Minn maður kaupir nýja Súkku og eins og sölumaðurinn hafði sagt að alltaf þegar minn maður heyrði þrumur, eða sá svört ský, þá var Vaselín krukkan alltaf tekin upp og borið á krómið.

Fljótlega eftir þessi hjólakaup hittir minn maður sæta stelpu og þau fara að vera saman. Hún segir við hann einn daginn, okkur er boðið heim til mömmu og pabba í mat. Þau hjóla þangað á fínu Súkkunni og það hefur ekki komið dropi úr lofti lengi. Þegar þau fara af hjólinu og stefna á hús foreldra stúlkunnar þá segir hún: Heyrðu elskan það er hefð á mínu heimili að sá sem talar fyrst að mat loknum þarf að vaska upp allt sem er í eldhúsinu og mamma geymir alltaf allt uppvask ef von er á einhverjum gestum í mat.

Nú maturinn var glæsilegur og mikið talað, síðan er gengið til stofu og allir setjast niður og það er alveg GRAFARÞÖGN, já það líður hálftími og engin segir neitt. Mínum manni er farið að leiðast þófið og þögnin svo hann kyssir nýju kærustuna með hörku sleik, engin segir neitt svo hann bara tekur hana þarna á gólfinu fyrir framan alla, ekki “boffs” frá neinum, svo nú er það mamma sem er nelgd á sóffaborðinu með stæl, enn ekkert !! En rétt þá heyrir minn maður þrumur í fjarska og man eftir leiðbeiningum sölumannsins. Minn maður var alltaf með Vase-lin krukkuna í rassvasanum og teygir hann sig í buxur sínar er liggja á gólfinu og tekur upp Vaselin krukkuna góðu !! Þá heyrist í pabba kærustunnar: Ókey ókey ég skal vaska upp ekkert mál !!!

Þessi er skrifuð undir dulnefni:

Iló inurb

Tuesday, 20 October 2015 17:04

Yamaha færir sig í bíla ?

tekið af mbl.is

Yamaha að þróa sport­bíl

 
Yamaha hefur sett sér sem markmið að bíllinn komi á götuna árið 2019. stækka

Yamaha hef­ur sett sér sem mark­mið að bíll­inn komi á göt­una árið 2019.

Margt nýtt og óvenju­legt er boðað á bíla­sýn­ingu sem framund­an er í Tókýó í Jap­an. Þar á meðal mun mótor­hjóla­smiður­inn Yamaha sýna sport­bíl.

Yamaha hef­ur ekki látið til sín taka sem bílsmiður, látið mótor­hjól­in duga. Á því verður breyt­ing nú og er bíll­inn boðaði kallaður „4Wheeler“.

Hermt er að við hönn­un hans hafi Yamaha notið aðstoðar McLar­en­hönnuðar­ins Gor­don Murray. Sá seg­ir að hér gæti verið á ferðinni blæju­bíll og sport­bíll. 

Eng­ar upp­lýs­ing­ar hafa verið látn­ar uppi um tækni­lega þætti bíls­ins, en orðróm­ur herm­ir að þar geti verið um tveggja sæta tvinn­bíl að ræða, með renni­leg­an fram­enda og boga­dreg­in hliðarprófíl.

Yamaha hef­ur sett sér sem mark­mið að bíll­inn komi á göt­una árið 2019.

Kannski ekki rétti tíminn fyrir svona smá sögu, en vorið kemur fljótt.

 

Hverjum hefur langað að kaupa sér mótorhjól og þá eitthvað sem við sáum í æsku eða hjól sem við sáum í mótorhjólablaði o.s.frv. Nú sjáum við rétta hjólið og rjúkum af stað og bara kaupum án þess að skoða almennilega eða kynna okkur ástand eða sögu draumsins.

 

Sögumanni hafði lengi langað í Hondu CB750 og þá helst árgerð 1972-74, hjólið yrði að vera í toppstandi og þá helst uppgert af fagmanni. Minn maður átti nýlega Hondu CBF600 og var hjólið lítið ekið. Helst hefði hann viljað skipta nýju græjunni uppí þá gömlu, en ekki var mikið um svoleiðis skipti þó minn maður leitaði víða.

 

En svo sér hann auglýsingu þar sem þessi líka gullfallega CB750 1973 Honda er auglýst til sölu og sögð nýuppgerð af “topp” fagmanni, allt sé nýtt í mótor, rafmagn ofl. ofl. Hjólið sé lýtalaust með öllu, meira að segja “orginal” hljóðkútar. Minn maður hringir og eftir smá viðræður þá segist eigandi 750 hjólsins vera tilbúin í skipti með “réttri” milligjöf, því þetta gamla hjól sé með því besta á markaðnum og uppgert af “besta” fagmanni í uppgerð eldri hjóla.

 

Minn maður er með hálfgerðan magaverk af spenningi þegar hann ekur rúma 700 km á sendibíl með nýju Honduna aftaní. Honum líður eins og þegar hann var lítill og jólin ætluðu aldrei að koma og ekki mátti opna pakka fyrr en eftir matinn.

Hann mætir á staðinn einn og það verður að segja frá því að kunnátta hans á gömlum hjólum var mjög takmörkuð, hann var vanur því að treysta orðum manna, einn svona af gamla skólanum: Orð skulu standa.

 

Hann getur varlað andað, hann er mættur á staðinn og þarna stendur gamli draumurinn og er bara miklu fallegri en hann mundi. Síðan hefst smá skoðun og þá sér hann að þó nokkuð af boltum sem og rær eru ryðgaðar og fallið á sumt. Hann spyr um þetta og honum sagt að þetta sé allt “orginal” og svona smáhlutir skipti engu, hjólið sé “nær” lýtalaust ! Jæja hjólið er gangsett þ.e.a.s. reynt að gangsetja það, það tekur “eðlilega” langan tíma að starta svona gömlum hjólum segir sérfræðingurinn !!!

 

Hjólið fer nú í gang með smá reyk sem sagt sé vegna innsogs, þó mínum manni mynti að sterk blanda þá svartur reykur, en bláleitur ef óþétt með ventlum eða lélegir stimpilhringir. Þetta hættir segir “special” -listinn þegar hjólið er orðið heitt. Það heyrist dálítið hátt í mótor segir sá spennti, þau hljóma öll svona, allt eðlilegt segir Hondu doctorinn (kalla hann ýmsum nöfnum til gamans). Eru þetta ný dekk, þau glansa svo mikið, já já segir úpermekkinn, bara bar á þau rétt efni !!

 

 

 

Má ég prufa segir kaupandinn væntanlegi og skelfur í hnjánum af spenningi. Það er nú ekki vani hjá mér að leyfa mönnum að prufa áður en keypt er, ég er með lítalausann feril segir: Veit allt um CB750 Hondumaðurinn. En ég get farið með þig smá hring sem farþega ef þú endilega vilt, en bætir við: Vil helst ekki selja mönnum sem treysta mér ekki. Á þessari stundu mætir annar maður á svæðið sem kaupandi og dásamar græjuna og segir líka marg oft, sko hann hafi oft keypt hjól af þessum manni og hann sé sko sá besti í uppgerð svona hjóla.

 

Nú er farið að skoða nýju Honduna og Prófessor Honda finnst hún frekar þreytt miðað við sagðan akstur og árgerð, ásett verð sé alltof hátt fyrir svona ílla farið hjól og nýi maðurinn á svæðinu tekur undir þessi orð. En málin þróast og CB750 guðinn segist helst vilja hætta við, en ef borguð sé rétt upphæð (nokkuð hærri en rætt var um) þá geti hann svo sem gert þetta ef borgað sé rétt upphæð og þá aðallega þar sem sá “Cb-blindi” hafi ekið svo langa leið !!

 

Hjólið er keypt og minn maður heldur varla vatni, orðin eigandi af æsku-draumnum, en áður en hann lagði í hann var honum sagt af Sá besti að aka mjög varlega í um 3000 km vegna þess að mótor væri nýuppgerður, ekki fara yfir 3500 snúninga og aldrei nota efsta gír !!

 

Það er vetur og ekki mikið hægt að prufa nema smá snúning í hverfinu hjá nýja eigandanum, en vorið kemur fljótt og nú er farin hringur, eftir að reynt hafi verið að koma hjólinu í gang, sem gekk ekki, því “nýi” rafgeymirinn reyndist ónýtur !! Enn reykir hjólið eins og gamall og góður Harley, einnig hefur hljóðið í mótor lítið lagast, heldur eykst meir og meir eftir því sem hjólið hitnar. Með því að gefa aðeins meira inn, ja snúa græjunni aðeins meira heldur en Allt best sagði, þá virðist þessi nýuppgerða súper CB750 Honda snuða á kúplingu !!

 

Draumóramaðurinn hefur reynt að hringja í þann “klára” í mörg skipti og segja frá hinum ýmsu ágöllum og þá hefur bara verið sagt að hann hafi sætt sig að öllu leyti við ástand hjólsins og það hafi verið vitni að þessum kaupum, sem og afsal þar sem sagt er með stórum stöfum að engin sé ábyrgðin og líka tekið fram að sérfræðingur ætti að skoða hjólið. Draumóramaðurinn hafi fallið frá þessu öllu og farið burt brosandi útað eyrum !!

 

Jæja nú er farið með draumahjólið til raunverulegs sérfræðings til skoðunar og þegar honum er sagt hver hafi gert upp hjólið þá var sagt, jæja enn eitt fórna-lambið, en vonum hið besta. Að lokinni skoðun þá kemur í ljós að eftirtalið er að:

Rafkerfi er komið að útskiptum-Gera þarf upp mótor og gírkassa-Skipta um kúplingu-Blöndungar eru frekar þreyttir-Pakkdósir í dempurum eru ónýtir-Hjólbarðar eru of gamlir-Drifkeðja er ónýt-Kaupa þyrfti nýja hljóðkúta ofl. ofl. ofl. Minn maður hugsar: Já ég lét drauminn verða að veruleika en þetta var martröð af verstu gerð ! Niðurstaðan annaðhvort að henda þessu eða láta fagmanninn gera græjuna upp.

 

 

 

 

Eftir enn fleiri símtöl til Súper-Prófessor-Doktor Honda og þar á meðal var lögfræðingur látin ræða málin við hann, þá var niðurstaðan sú að lítið eða ekkert væri að hafa til baka af þessum töpuðu peningum og hjólið yrði gert upp að nýju, það væri þó einn plús, hjólið væri vel málað bæði grind, tankur og hliðarhlífar, felgur og teinar væru í góðu standi, svo þetta var ekki allt ónýtt. Allavega dýr lærdómur hjá mínum manni og segir okkur öllum að láta fagmenn skoða notuð hjól fyrir okkur flest, allavega þá sem hafa meiri þekkingu, nema að við séum vel að okkur sjálf, en augu sjá betra en auga. Látum ekki orðagljáfur slá ryki í augu okkar, jafnvel þó draumurinn heiti Honda, þó það hafi ekkert með þessa sögu að gera, því eins og allir vita er HONDA besta (japanska) hjólið eða var það Súkka, kannski Kawi, Yammi, ja mann það ekki !!!

 

Óli bruni

Tuesday, 13 October 2015 11:30

Super Cub í rafút­gáfu

tekið af mbl.is

Super Cub í rafút­gáfu

 
Hugmyndaútgáfa Honda af Super Cub rafhjólinu verður sýnd á bílasýningunni í Tókýó. stækka

Hug­mynda­út­gáfa Honda af Super Cub raf­hjól­inu verður sýnd á bíla­sýn­ing­unni í Tókýó.

Vin­sæl­asta skell­inaðra heims, Honda Super Cub, verður senn boðin raf­knú­in í stað bens­ín­vél­ar.

Tvær nýj­ar út­gáf­ur af hjól­inu verða kynnt­ar á bíla­sýn­ing­unni í Tókýó 29. októ­ber til 8 og er rafút­gáf­an önn­ur þeirra. Í aðal atriðum er haldið hinu klass­íska lagi og rúm­lega hálfr­ar ald­ar ein­kenn­um Super Cub-hjóls­ins.

Honda hef­ur haldið þyngd­armiðju raf­hjóls­ins lágu með því að koma þung­um raf­geym­in­um fyr­ir á sama svæði og vél­ina er að finna í hefðbundnu út­gáfu Super Cub. Fyr­ir bragðið er aðgengi að hjól­inu auðveld­ara. Raf­geym­inn má taka létti­lega úr hjól­inu og því hægt  að taka hann inn í hús og hlaða í venju­legri heim­il­istaug.
 
Frá því smíði var haf­in á Super Cub-hjól­inu árið 1958 hafa selst af því 87 millj­ón­ir ein­taka. Hef­ur ekk­ert mótor­hjól selst jafn vel í ver­ald­ar­sög­unni. Og fjöld­inn er meiri en sem nem­ur sam­an­lagðri sölu þriggja næst sölu­mestu far­ar­tækj­anna, Toyota Corolla, Volkswagen Beetle og Ford Model T.

Sem stend­ur er Super Cub hjólið frá Honda fram­leitt í 15 smiðjum í 14 lönd­um og það er selt í 160 lönd­um.

 
Monday, 12 October 2015 20:52

Ein­stök forn­bíla­sýn­ing í London

tekið af mbl.is

Ein­stök forn­bíla­sýn­ing í London

 
Elsta eintakið af Aston Martin sem enn er keyrandi, módelið A3. stækka

Elsta ein­takið af Ast­on Mart­in sem enn er keyr­andi, mód­elið A3.

Þeir sem leggja leið sína til Lund­úna um næst­kom­andi mánaðar­mót og hafa tíma aukreit­is frá öðrum er­ind­um gætu upp­lifað ein­staka forn­bíla­sýn­ingu.

Hér er um að ræða sýn­ing­una „Classic & Sports Car“ sem sam­nefnt tíma­rit stend­ur fyr­ir dag­ana 30. októ­ber til fyrsta nóv­em­ber, að báðum dög­um meðtöld­um, í Al­ex­andra Palace.
Þar mun hver gæðavagn­inn af öðrum úr tím­ans rás verða til sýn­is, en í önd­vegi verða bíl­ar frá breska bílsmiðnum Ast­on Mart­in.

Þar á meðal verður elsti Ast­on Mart­in sem enn er öku­fær, en hann er af gerðinni „A3“. Hann er frá ár­inu 1921 og sá eini af fjór­um frum­gerðum stofn­end­anna Robert Bam­ford og Li­o­nel Mart­in sem enn er til.

Hinir klassísku Aston Martin DB5 og DBS V8 verða á sýningunni í London.

Hinir klass­ísku Ast­on Mart­in DB5 og DBS V8 verða á sýn­ing­unni í London.

Hann verður í góðum fé­lags­skap syst­ur­mód­el­anna DB MkIII, DB5, V8, DB7, Vanquish og DB9 GT. All­ir þess­ir bíl­ar voru smíðaðir í hönd­un­um á sín­um tíma.

Á sýn­ing­unni verða á fjórða hundrað forn- og klass­ískra bíla úr söfn­um heims­frægra bíla­safn­ara og forn­bíla­sala. Verða þar sam­an komn­ar helstu goðsagn­ir bíla­sög­unn­ar síðustu 60 árin.

Friday, 09 October 2015 18:44

Eldri og vitrari menn

Ég ek að þessum matsölustað og legg hjólinu mínu sem er Triumph Tiger árgerð 1974, ég er svona í stærra lagi, ja kannski ekki alveg á hæð en svona frekar á þverveginn. Um leið og ég geng inn þá mæti ég tveimur svona eldri körlum sem báðir eru í bolum sem merktir eru Harley Davidson, þeir segja báðir eiginlega samtímis, þetta hjól er alltof lítið fyrir þig, afhverju færðu þér ekki hjól sem passar þér ??!!

 

Ég get varla varist hlátri, en þeir bæta við, ætluðum sko ekki að móðga þig, en fáðu þér Harley eða eitthvað fullvaxið. Annar þeirra upphefur nú sögu um son sinn sem sé 21 árs og hann hafi óskað eftir hrísgrjónabrennara í jólagjöf og þá 600cc Supersport hjóli svona “racer” bætir hann við. Sá gamli heldur enn áfram: Sko ég sagði honum kemur ekki til greina að ég aðstoði þig við kaup á einhverri skellinöðru, lágmarkið er 1000cc hjól, ég skal aðstoða þig að kaupa svoleiðis græju !!

 

Já eldri og vitrari menn flugu í gegnum höfuð mér, þarna eru tveir vanir hjólamenn (já já ég veit hafa bara ekið Harley) og þeir telja að kúbik centimetrar séu það sem skiptir máli. Ég spurði þá báða hvort drengurinn væri með einhverja reynslu í því að aka mótorhjóli og hvort þeir teldu rétt að hann myndi byrja á ca. 170 hestafla græju ?? Þetta væri ekki eins og að kaupa buxur á barn sem væri að stækka og passa að buxurnar væru nógu stórar svo barnið myndi ekki vaxa uppúr þeim á nokkrum dögum !!

 

Hélt ég síðan áfram að eflaust myndi hjól eins og ég væri á henta miklu betur, ekki of mikið afl og jafnframt þyrftu menn að læra eitthvað inná virkni þessara græja. Eða þá nýlegra hjól í undir 750cc og alls ekki “racer”. Uss uss sagði þá pabbinn: Myndi ekki láta son minn sjást á svona hommagræju, hann þarf eitthvað almennilegt milli fóta sér !!

 

Mér brá ekkert við þessi orð og hugsaði til  orða frænku minnar hennar Dísu þegar hún sagði: Lífaldur eykur ekki gáfur hjá öllum !! Við þrír nýju “vinirnir” héldum umræðunum áfram og næsta spurning hjá mér var hvernig fatnað ungi maðurinn ætti að kaupa áður en hann setist á nýja 1000cc “racerinn” sinn. Nú segir þeir báðir, við byrjuðum báðir bara í gallabuxum og gömlum leðurjökkum, pabbinn bætir einnig við: Ég á slatta af gömlum hjálmum sem drengurinn getur notað og svo á ég nokkur leðurvesti sem ég er vaxinn uppúr !!

 

En öryggið segi ég ?? Ja menn verða læra af reynslunni segja þeir, sko við báðir byrjuðum á 1200cc Harley og það voru sko græjur, maður stakk lögguna af eins og ekkert, engar áhyggjur af einhverjum hraðamyndavélum, ekkert svoleiðis drasl þá. Já svo eitthvað tal um hraða sem CBR1000RR Hondu eða Busu eigendur væru ánægðir með, já sko þessir gömlu Harley þeir sko “rokkuðu” !! Drengurinn ætti auðvitað bara fá sér alvöru Touring Harley, þyrfti aldrei að fá sér annað hjól !!!

 

Ég hugsaði með mér, hvað oft hef ég séð bæði menn og konur á of stórum hjólum, t.d. Harley, hjól sem viðkomandi réði ekkert við, gat varla komið því af hliðarstandara, hvað þá bakkað því í stæði, eða tekið þröngar U-beygjur hægt. Og viðkomandi hafði hlustað á sér “vitrari” og “reyndari” menn sem sögðu: Þú færð þér fullvaxið hjól ekki einhverja skellinöðru. Lokaður hjálmur uss nei ! Það setur engin fiskabúr á hausinn á sér. Skálmar eru sko lúkkið !! Goritex gallar eru fyrir snjósleðamenn !!

 

Ég ók í burtu (eftir matinn) frá þessum reyndari og viskumeiri mönnum sem stóðu þarna og brostu báðir svona eins og þeir hálf vorkenndu mér fyrir að vera á svona smátík, en ég var nú það gamall að ég var búin að eiga þetta nær allt, já bæði Touring Harley, stóran Bimma, sem og nokkrá Dúkka, nokkra “racera” og reynslan sagði mér allavega: Byrja á litlu þægilegu hjóli, já eins og við margir sem byrjuðum á skellinöðrum, síðan aðeins stærra o.s.frv. Orðin: Is bigger better komu upp í huga mér eða annað álíka gáfulegt: Louder pipes save lifes.

 

Óli brunidredre﷽﷽﷽﷽rar s græju !!

töpuðu peningum og hjNiðurnum rifurdred

Nei veturinn er ekkert leiðingur ef eitthvað verkefni mótorhjólatengt liggur fyrir, jafnvel alveg eins spennandi og að aka mótorhjóli, ja allavega fyrir suma. En snúum okkur að efni þessarar greinar sem er einn síðasti túr haustsins. Það er sól og hitinn er um sjö gráður, það gæti hugsanlega komið smá rigning en maður klæðir sig bara rétt er það ekki, já miðað við að búa á “sunny” Iceland !!

 

Stefnan er tekin á Selfoss og þessi túr skal farin á mótorhjóli, þ.e.a.s. ekki hálf yfirbyggðum bíl, þar sem vindhlífar, hiti í handföngum sem og sæti, steríó græjum o.s.frv.  gerir mótorhjólið líkara bíl en alvöru mótorhjóli ! Það koma tvær tegundir uppí hugann “Vængur” frá Japan og/eða pylsuvagn frá USA . En eins og allir vita þá koma/komu öll alvöru mótorhjól frá ?? (nú byrja menn að giska) auðvitað frá Bretlandi og því er breskt best ! Ekki rétt !!

 

Jæja ég er búin að klæða mig vel og að sjálfsögðu í alvöru “breskan” fatnað sem er vatnsvarin með olíu (nei nei ekki frá hjólinu !). Ég set á höfuðið “fiskabúr” reyndar ekki frá Bretlandi, því það er frekar kalt annars væri notaður Davida alvöru hjálmur frá já eina rétta landinu !!

 

Hjólinu er snúið í gang  (sko rafstart er bara fyrir kerlingar !!) og látið hitna aðeins og síðan er lagt í hann. Úff er ekki enn september, það getur ekki verið, strax orðið frekar svalt og maður er bara komin að Litlu Kaffistofunni. Og nú byrjar líka að rigna, hvað í and #$% og hel$%& er eiginlega að gerast, það átti að vera þurrt og smá sól. Jæja það er ekki langt á Selfoss og það er ekki lengi verið að aka yfir heiðina að öllu jöfnu.

 

Nú rignir eins og hellt sé úr fötu og hitastigið hefur fallið, ég finn að að ég er allur farin að blotna og það svona hálf sullar í þessum vatnsheldu skóm. Ég er jafnvel farin að hugsa hugsanlega hafi bensínstöðvar eigandi einn sem segir að jafnvel Vængir frá Japan heiti í raun Henda ! hafi eitthvað rétt fyrir sér að maður eigi bara að aka á hálfyfirbyggðum bílum með tveimur hjólum !!

 

Áfram er haldið og já eins og áður sagt þá er þetta ekki langt ferðalag sem liggur fyrir, en nú er finnst mér eins og einhver hafi sett vatnsslöngu ofaní hálsmálið á þessum fína breska jakka og skömmu síðar hugsa ég er ég búin að pissa á mig, nei þó ég sé nú ekkert unglamb þá man ég eftir að pissa við réttar aðstæður !! Hveragerði blasir við og ég hugsa: Á maður kannski að stoppa og fá sér smá kaffi.

 

Hvað er þetta maður hugsa ég smá bleyta drepur engan og þó þér sé kallt í tveimur peysum og góðum undirbuxum, sem og góðum hönskum, þá lætur þú þetta ekki fréttast að stöðva eftir nokkurra kílómetra þó það rigni aðeins, en ég sé að hitastigið er komið í fimm gráður, er komin hel#$% and”#$% vetur eða hvað hugsa ég, nú kaupir maður pysluvagn frá USA og jafnvel á þremur hjólum, en sú hugsun stóð nú bara innan við eina sekúndu.

Selfoss “here I come” sagði kerlingin !! Það er tekið á móti manni með virktum hjá góðum manni (og já konu) mér er boðið til stofu eins og sagt var hér áður fyrr. Heitu kaffi er hellt í bolla og að venju fullt að meðlæti, en áður en gengið var til stofu þá var farið úr öllum þessum blautu fötum, en skömmu áður hafði ég hugsað: Nú kaupi ég mér alvöru fatnað sem heldur vatni og vindi, sko svona eins og vélsleðamenn (konur) nota, ég fæ mér líka hitahandföng ekki spurning.

 

En þegar ég er klæða mig úr öllu þessum blauta fatnaði, sé ég að það er ekki vottur af bleytu á framanverðum lærum, sem og að ermar og bak, sem og stór hluti að undirbol er þurr, svo það er ekki hægt að kenna um fatnaði né skóm, hann hefur ekki lekið, nei allt þetta vatn hefur runnið innum einhver op og rifur !!! Nú spyr ég ykkur kæru félagar hvaða aðferð er heppileg til að koma í veg fyrir “leka” Já ekkert bull um Pylsuvagna eða Vængi eða eitthvað “límband” til að vefja fyrir allar rifur !!

 

Nú er mér farið hitna aftur og ekki skemmdi fyrir smá bull um mótorhjól, sem og skoðunarferð um bílskúr, þar sem hver gullmolinn er fallegri enn hinn enda nær allt Breskt er best. Ég treð mér í vel rakann “vatnshelda” fatnaðinn og sný mér að því að snúa græjuna í gang, fer í gang á öðru “kikki”, eðlilega því já já þið við vitið hvað kemur næst. Ferðin til baka er “áfallalaus” engin rigning, þó hitastigið hefði mátt vera hærra. Heim er komið og nú tekur við þrif á græjunni og annað sem fylgir svona líka “stór” ferðalögum !!! Hugsanlega verður eitthvað meira hjólað ef veður leyfir, en mér mun ekki leiðast þennan vetur frekar en undanfarna vetur því það liggja fyrir einhver hjólatengd verkefni.

 

Óli bruni

Rigning 1

 

Wednesday, 16 September 2015 08:29

Kapp­akst­urs­bíll með mótor­hjóla­mótor

tekið af mbl.is

Honda held­ur hönn­un­ar­sam­keppni inn­an­húss: Kapp­akst­urs­bíll með mótor­hjóla­mótor

 
Þessi litli en snaggaralegi kappakstursbíll er með V4-vélina úr RC213 VS-keppnishjólinu úr MotoGP-kappakstrinum. stækka

Þessi litli en snagg­ara­legi kapp­akst­urs­bíll er með V4-vél­ina úr RC213 VS-keppn­is­hjól­inu úr MotoGP-kapp­akstr­in­um.

Honda hef­ur sent frá sér mynd­ir af nýj­um kapp­akst­urs­bíl sem knú­inn er af sömu vél og Honda not­ar í MotoGP-mótor­hjólakapp­akstr­in­um.

Verk­efnið er út­koma inn­an­húss­sam­keppni hjá 80 hönnuðum Honda en upp­haf­lega hug­mynd­in kom frá deild­inni í Asaka í Jap­an, þótt vél­in hafi verið út­færð af deild­inni í Wako. Bíll­inn er kallaður Proj­ect 2&4 og er eins sæt­is, en vél­in er tjúnuð við 215 hest­öfl við 13.000 snún­inga en þyngd bíls­ins er aðeins 405 kíló svo að þetta hlýt­ur að vera spenn­andi akst­urs­bíll. Vél­innni var snúið 90 gráður og höfð langs­um og í stað hefðbund­ins mótor­hjóla­kassa er kom­in sex þrepa sjálf­skipt­ing með tveim­ur kúpl­ing­um og læs­an­legu mis­muna­drifi. Gert er ráð fyr­ir mögu­leika á farþega­sæti en eng­in veltigrind virðist vera á bíln­um svo ekki er talið lík­legt að þessi keppn­is­bíll fari í ein­hvers kon­ar fram­leiðslu, alla­vega í bili.

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Wednesday, 26 August 2015 09:10

2014 Honda CBR1000RR SP

Honda SPTryggvi á þetta

2014 Honda CBR1000RR SP – Smá lesning um alvöru Hondu og prufuökumaður er sjálfur Miguel Duhamel.

Sagt er að Duhamel sé maður sem sjaldan er orðvant og eigi til að skreyta sögur og kannski skiljanlegt því hann er fransk/kanadískur að uppruna, svona okkar á milli þá er sagt að Duhamel eigi náfrænda á Íslandi og sá er stundum kenndur við vissa matartegund sem er vinsæl t.d. í morgunmat. En snúum okkur aftur að okkar manni þ.e. Duhamel, en hann hætti að keppa fyrir ca. sex árum og mikil eftirsjá í honum og þó aðallega sögum hans og skemmti- legri framkomu. Duhamel var og er elskaður af blaðamönnum. Duhamel hefur unnið örfár !! mótorhjólakeppnir!!, ja t.d. 86 AMA í öllum flokkum, komist á pall fimm sinnum í Daytona 200 og hluti af þeim keppnum var hann svo illa meiddur eftir byltur að hann þurfti aðstoð við að setjast á keppnishjólið= Nagli.

 

 

Því ákvað Honda að fá Duhamel til að prufa nýja CBR1000SP 2014 hjólið, því þarna var allt til staðar, ekki bara málglaður sögumaður, heldur líka hörku hjólari. Því var hann boðaður á Buttonwillow brautina í Californiu USA og nú átti að taka allt útúr þessu nýja súperbæki. Þrátt fyrir að Duhamel hafi kept á Suzuki, Kawasaki, Yamaha og jafnvel Harley þá hefur hann alltaf verið talinn Hondumaður, áður en lengra er haldið þá bið ég að afsaka allar þessar Hondugreinar en þetta er bara svona HONDA er best spyrjið bara Tryggva, já og Sæþór. En Duhamel vann fullt af keppnum á t.d. VFR750R, RC30, RC51 og CBR1000RR Hondum.

 

En hvað er þessi nýja SP græja, jú þetta er ekkert í liking við t.d. RC30 eða RC45 keppnis-hjólin. En samt þetta er hjól með topp Öhlins fjöðrun, Brembo bremsum ofl. góðgæti. Hjólið verður notað í superbæke keppnum. En SP hjólið er þó nokkrum skrefum framar í flestu heldur en standard 1000RR hjólið. En Duhamel tók nokkra hringi á báðum hjólunum til að byrja með og eftir að hafa prufað báðar græjurnar var hann spurður um hvort það væri mikill munur ? Það er nokkuð mikill munur á þessum hjólum og þá aðallega í gegnum beygjur, standard hjólið er gott en það á ekki mikinn “séns” í SP hjólið og þá sérstaklega þegar hraðinn er orðin mikill, SP græjan “höndlar” bara miklu betur, fjaðrar betur, betri bremsur og maður þarf miklu minna að hafa fyrir hlutunum þegar vel er tekið á því. En Duhamel er sérfræðingur að setja hjól upp fyrir hverja braut, já sagður í raun galdramaður í því.

 

 

En af hverju svona mikill munur, hjólin eru eins í raun, sama lengd, þyngd o.s.frv. Jú auðvitað fjöðrunin Öhlins TTX að aftan og 43mm NIX30 demparar að framan svo Brembo bremsur. SP hjólið fer í gegnum beygjur eins og það sé á teinum eða eins og einbeitt kona að versla á útsölu og gleymum því ekki að standard hjólið fær allsstaðar góða dóma og þá líka í samanburði við önnur “súperbæke”. Eins og áður sagt þá er SP hjólið með Brembo monoblock bremsur and diskar eru eins og á standard hjólinu og þegar góðir hlutir eru settir aukalega í hjól þá verður útkoman yfirleitt góð. Mótor hefur verið “uppfærður” á báðum CBR1000RR hjólunum þ.e.a.s. heddið þar sem bæði inntak og útblástur hefur verið uppfærður sem og ventlasæti. Að auki er SP mótorinn “blueprintaður”=ballenseraður sérstaklega, handvaldir stimplar og stimilstangir. Þó SP hjólið sé ekki með eitthvað tölvudót til að stilla átak í afturhjól, þá er grip mjög gott og tekur vel á móti inngjöf útúr beygjum. Nýja SP hjólið er bara allt miklu svona “faglegra” sagði Duhamel og fínlegra ef hægt er að segja svo. SP hjólið er gefið upp 152.2.hestar og togið er 78.4 á móti 147.2 hestar og togið 75.8 í afturhjól á standard græjunni. Jú standard hjólið vill prjóna meira=smá Tryggvi í því.

 

Mælingar sýndu að Duhamel náði að fara hringinn á Buttonwillows á svipuðum hraða á báðum hjólum, en þá bara örfáa hringi í einu á standard græjunni því átökin voru svo miklu meiri að úthaldið þraut. Skiptir þetta máli fyrir okkur þessa venjulegu veraldlegu hjólmenn og konur ?? Svari hver fyrir sig og eflaust mun pyngjan spila þar inní. En hvað segir sjálfur Duhamel: Það er ekki bara SP merkið og öðruvísi málning það er bara hellings munur á þessum hjólum og stærra bros má kosta sitt !! Það munar reyndar aðeins $ 2700 á hjólunum og hvað er það fyrir SP græjuna, nær ekkert (ja smá tollar og gjöld að auki) því á SP verður þú alltaf á Spes græju og þrátt fyrir hærra verð SP hjólsins þá er verðið mjög samkeppnisfært við önnur súperbæke. Annað tæknilegt fylgir með eftir þörfum en lesa má betur um þetta allt á netinu.

Stolið og stílfært af netinu:

Óli bruni.

 

 

 

 

Z 1400Hér er ein óbirt grein frá Óla bruna

Það hefur verið smá della fyrir smærri mótorhjólum undanfarið, það er að segja allavega sum mótorhjólablöð og þessi “minni” hjól hafa í raun skilað öllu sem venjulegur hjólamaður þarf, er það ekki ?!, þarna er verið að tala um 600-750cc hjól. En svo eru það menn já og konur sem vilja alvöru græjur milli lappa sér ef segja má svo. Eyjamenn (suðureyjan) hafa í gegnum árin nær oftast átt öflugustu hjól landsins, þó að mig minni að lengsti vegur á eyjunni sé 3 km !!! En snúum okkur að Kawasaki ZX-14R með ABS, þarna er á ferðinni ofurhjólið frá Kawasaki og Busu eigendur standa og horfa á með tárin í augunum ! Að sjá virðist Zetan vera risastór og þunglamaleg, þá aðallega útaf því að hjólið er hulið plasti sem blaðamenn segja séu eins og “fairingar” á geimfari. Hjólið viktar lítil 591 pund (reikna svo), er með tveimur stórum hljóðkútum sem virðast líka betur eiga heima á geimskipi. En látum ekki útlitið plata okkur því um leið og hljóð er komið af stað gleymist allt sem snýr að þyngd og já frekar þungu yfirbragði. Undir þessu öllu er ofurhjól sem fer ¼ míluna undir 10 sekúndum, nú er Darri farin að brosa. Hjólið er sagt höndla virkilega vel og mjög lítið mál að halla því það hressilega í beygjum þannig að standpedalar snerti malbik og það hressilega. Ztan er sögð mjög þægileg í akstri og ásetu, eina mínútuna er þetta flott ferðahjól svo þá næstu hörku racer geri aðrir betur. Aflið kemur inn við um 3500 rpm og byrjar virkilega að taka við sér í 5000 snúingum að rauða strikinu í kringum 11000 snúninga, vélin er sögð um 200 hestar og nákvæm CC stærð er 1441. Vél hjólsins er sögð eins og hljóðlát túrbína og eins sú þýðasta á markaðinum í dag, tog er sagt 120 lbs. ft. semsagt vikilega gott já við erum með 1400cc þarna, togar hressilega frá kyrrstöðu í top, hvergi að dauður puntur. Þeir sem hafa ekið hjólinu segja að hröðun hjólsins sé á við fíkn manni langi alltaf í meira og meira. Hámarkshraði er sagður 186 mílur og ökuskírteinið nær alltaf í hættu því það finnst mjög lítið fyrir hraðanum því vindhlífar eru virkilega góðar. Það eru ýmsar stillingar á hjólinu til að stilla kveikju, afl, og átak til afturhjóls (traction control og ABS). Ztan á jafnt heima á svæðum þar sem mikið er af beygjum og sem venjulegt ferðahjól. Það þarf lítið að taka á hjólinu inní beygjur og ökumanni finnst hann í raun vera á miklu minna hjóli. Heldur mjög vel línu gegnum þröngar beygjur og virkar aldrei yfirþungt, en munum þetta er ekki 600 hjól nei hér erum við á 1400cc hjóli. Útúr beygjum vantar aldrei afl og eflaust fáir sem getað notað allt afl hjólsins. Á hraðbrautum (Helgafellsbraut !!) er hjólið einnig á heimavelli og nær engin titringur uppí stýri né standpedulum, sætið er þægilegt og góð áseta fyrir jafnvel hærri men/konur, þú situr sem sagt ekki með hné við eyru, frekar í afslappaðri stöðu í smá framhallandi stöðu. Þó framrúða sé frekar lág þá skýlir hún ökumanni nokkuð vel, jafnvel þó hraði sé komin vel yfir löglegan hraða hér á landi. Stillanleg fjöðrun Zetunnar gefur þér nær alla möguleika að stilla fjörðun þannig að hún henti til allra ferða. Fer vel yfir hraðahindranir sem og ójöfnur í malbiki og þar skilar þyngd hjólsins sér vel ef segja má svo. Ztan er sögð “hegða” sér mjög vel við nær allar aðstæður jafnvel í hægum akstri innanbæjar, ekkert hikst eða kippir við inngjafir alltaf mjúkt. (innskot: sumir eru farnir að halda að þessi skrif séu pöntuð af Darra !!). Jafnvel þegar tekið er á inngjöf eins og þegar Tryggvi tók í hjól sonar síns hér um árið, þá má segja að Ztan fari frá því að vera lamb í urrandi úlf, en samt aldrei neitt sem ökumaður ætti ekki að ráða við, ja flestir og svo má eins og áður getið notað stillingar aflgjafar o.s.frv. Bremur eru sagðar mjög góðar og með ABS, Nissan caliberar taka utanum 310mm hálf fljótandi diska að framan og það má taka hressilega í frambremsu án þess að hafa áhyggjur af því að renna til eða fara á hausinn. Kawasaki verksmiðjurnar hafa náð fram undraverðum árangri ekki bara í afli heldur líka bensíneyðslu,hjólið er sagt fara með gallon (ca. 4 ltr.) á 40. mílum ef ekið er skynsamlega, svona eins og Sæþór að öllu jöfnu ! Bensíntankur er sagður 5.8 gallon (rúmir 20 ltr.). Gírkassi er 6 gíra og tengdur við “slipper” kúplíngu svo skipta má niður hressilega án þess að læsa afturdekki. Kúpling sögð mjög létt í átaki, eins og áður sagt er fjöðrun stillanleg á þrjá vegu bæði framan og aftan, ekki neinar brautarstillingar hérna en henta Ztunni mjög vel. Sumir segja að minna sé betra en hér á það alls ekki við, hér er komin græja sem sumir kalla Busubana, en erlendir blaðamenn kalla Ztuna frábært hyperbike. Svo er bara skoða nákvæmlega allar tæknilega tölur á netinu áður en eitt stk. Zta er pantað. (til eyja).

Stolið og stílfært af netinu:   Óli bruni