Gunnlaugur Harðarson

Gunnlaugur Harðarson

Thursday, 17 December 2015 18:21

Triumph Bonneville T-140- 750cc-1976

Hjólið sem fjallað er um hér er Triumph Bonneville T-140, 750cc, fimm gíra, keypti ég í lok ársins 2014 af vini mínum í Englandi, en hann hafði átt hjólið í þó nokkuð mörg ár, hann keypti hjólið í sögðu góðu ástandi og þar sem hann er alls ekki mikill "mekki" þá bara notaði hann hjólið sér til ánægju og gerði ekkert við það nema að setja á það bensín og olíu á mótor þegar það átti við.

DSCF7713

 

En skoðum hjólið aðeins betur því Bonneville hjólið kom til sögunar árið 1959 með hinum svokallaða Pre-unit mótor sem var í hjólinu til ársins 1963 ef ég man rétt. Hjólið þróaðist í raun ekki svo mikið í gegnum tíðina en flestir segja að 1968-1970 hjólin séu þau fallegustu og verðið eftir því. Árið 1971 komu Triumph verksmiðjurnar með nýja grind sem byggð var þannig að olían á mótor var geymd, (já svo smá grín svo menn viti að ég SKO er að skrifa þetta, frá grind fór olían í mótor og þaðan í götuna !!): Þ.e.a.s. í stað hefðbundins olíutanks í ca. miðju grindar þá var grindin hönnuð þannig að hluti hennar er í raun olíutankur. Við þetta hækkaði hjólið í sæti þ.e. ekki heppilegt fyrir ökumenn með stutta leggi, en þykir ekki hátt í sæti í dag.

 

Hjólið mitt er því “oil in frame” og er fyrsta útgáfan af Bonneville með skiptinguna “vitlausu” megin þ.e.a.s. vinstra megin. Hjólið er eins og áður er fram komið 750cc og er svokallaður parallel twin sem segir okkur að stimplar mótors fara saman upp og niður. Áður en ég keypti hjólið fékk ég myndir af því og miðað við þær þá leit það bara nokkuð vel út og vinur minn sagði mér að hjólið væri “A lovely bike”. Eftir kaup á hjólinu þá ákvað ég að flytja það ekki inn fyrr en það væri orðið fullra 40 ára gamalt vegna tollaákvæða o.s.frv.

 

Hjólið var því geymt áfram í Englandi hjá sameiginlegum vini seljanda og mín. Sá er mikill hjólamaður og hefur gert upp mikið af hjólum af öllum gerðum og þau framleidd í hinum ýmsu löndum. Sá sem geymdi hjólið gerði mér þann “greiða” að taka ljósmyndir af hjólinu sem teknar voru svona “close up” og þá runnu nú tvær grímur á mig því “The lovely bike” leit út fyrir að vera í raun “Not such a lovely bike” (=dapurt). Svona okkar á milli þá kannski sleppi ég því að sína myndir af hjólinu áður en yfirhalning hófst því ekki má koma blettur á Breskt er best !!!!!

 

 

 

Þær myndir sem ég læt fylgja sögu þessari sýna hjólið þegar búið er að þrífa það og mála grind aðeins, skipta um felgur og setja ryðfría teina, búið að kaupa nýtt pústkerfi, nýjan bensíntank og sætiskúpu ofl. Myndirnar fara ef segja má svo svona fram og til baka í ferlinum, því eins og allir vita þegar gera á hjól upp í ALGJÖRLEGA orginal útliti, þá verður að raða á, taka af, smíða hitt og þetta, bæta og breyta breyta breyta svo maður nái þessu “alveg” eins og orginalið eða þannig sko !!

 

Eins og málin standa þá er mér sagt að mótor og gírkassi séu í góðu ástandi, en spurning með blöndunga, hjólið er með tölvustýrða kveikju og sko það verður það eina sem ekki er orginal í þessu hjóli !!!! Ef Gulli síðustjóri, peningastjóri, kaffistjóri ofl. ofl. birtir þessa grein og myndir þá læt ég ykkur fylgjast með þróun þessa mál með máli og myndum, ja eflaust aðallega myndum.

 

Óli bruni

DSCF7729

20150308 113140

DSCF7722

DSCF7716

DSCF7725

DSCF7727

DSCF7729

20150308 110000

20150308 113140

20150308 105944

 

 

Sunday, 06 December 2015 09:53

Tíu bestu mótorhjól ársins 2015 ??

Þegar stór er spurt þá er kannski erfitt að svara og þó. En að sjálfsögðu er þetta allt smekkur manna hvaða hjól er betra en hitt, síðan hvað ætlar þú að nota hjólið í ? en allavega ágætis tími að hugleiða þetta þar sem 2016 árgerðirnar eru farnar að láta sjá sig.

Valið er ekki í neinni sérstakri röð þ.e.a.s. hjólið sem fjallað er um fyrst er alls ekki það besta o.s.frv.

1. Ducati Scrambler kom ekki á óvart að það yrði valið, en við höfum fjallað áður um þetta hjól á síðum Gaflara. Hjólið höfðar til mjög margra, því þarna er ferskt og nokkuð nýtt útlit frá Ducati, þetta er svona græja sem hentar í mjög margt og ekki sakar að nútíma fatnaður og hjálmar hugsaðir fyrir hjólafólk passar mjög vel við þessa græju, retró en samt ekki, “off” road en samt ekki, smá café racer en samt ekki. Hjólið er bara flott og þá sérstaklega hjólið á teinafelgum. Kom flestum á óvart sem prufuðu það. Ég sá þetta hjól í sumar í USA og verð að segja að mér fannst það flottara á myndum heldur en sjá það “life” var nokkuð minna en ég bjóst við. Fékk aðeins að prufa það á bílastæði í umboðinu sem ég heimsótti og það lofaði bara góðu. Allavega fær flesta til að brosa.

 mynd1

 

2. Suzuki GSX-S750 hér er sambland af “street” fighter og café racer á sterum. Nakinn græja þar sem þú sérð allt sem máli skiptir, ekki allt falið með einhverjum plasthlífum. Einnig er það ekki með allt tölvustýrt, né er grind ekki það nýjast o.s.frv. En það er frábært að aka hjólinu og þú lætur þér ekki leiðast með þessari frábæru 4 strokka línuvél. Hjólið virðist vera nokkuð mikið léttara en þessi uppgefnu 470 pund. Þetta hjól er frábær prjóngræja (já ég veit alveg bannað), létt og lipurt innanbæjar sem og frábært  á vegum þar sem nóg er af beygjum, hvað er hægt að biðja um meira ?

 mynd 2

3. KTM 1290 Super Adventure þarna er græja sem segir við þig: Komum í ferðalag og tökum með slatta af farangri og okkur mun sko ekki leiðast. Nóg afl enda vélin tekin úr Super Duke hjólinu, góð fjöðrun sem er að hluta til tölvustýrð, góðar vindhlífar, nóg pláss fyrir þig og allt sem þú vilt taka með þér. Malarvegir eru ekkert mál svo lengi sem þú heldur ekki að þetta sé endúró hjól.

 mynd 3

4. Hver man ekki nafninu Indian, nei ekki amerískur indjáni á tveimur fótum heldur á tveimur hjólum. Nafnið er allavega mjög þekkt í heimi áhugamanna um mótorhjól. Margir hafa átt nafnið og reynt að hefja framleiðslu en alltaf endað frekar illa. Nú hefur stórt fyrirtæki eignast nafnið og upphafið hefur lofað mjög góðu. Þarna er komin verðugur keppinautur Harley Davidson og þessi græja sem valin er til umfjöllunar er kölluð Indian Scout. Hjólið er með vatnskældum mótor og alls ekki af stærri gerðinni. Þarna er retró útlit, en nokkuð nútímalega útfærsla á mörgu. Þetta er bara flottur “krúser” af smærri gerðinni, en sögð hestaflatala lofar góðu þ.e.a.s. 100 hestar og uppgefið verð líka ágætt um 10þús dollarar.

 mynd 4

5. Kawasaki Versys 1000 LT, sumir vilja meina að þetta sé góð græja til að ferðast á utan vega eða á mjög slæmum malarvegum, en nei hentar ekki í svoleiðis brölt frekar en t.d. GS1200 Bimmi. Er flottur á hefðbundnum malarvegum Kawinn og frábært almennt ferðahjól með alvöru fjögurra strokka línuvél. Sagt “höndla” virkilega vel, góð áseta, góðar vindhlífar og hægt að taka með farangur og farþega og öllum líður vel, þrátt fyrir að hjólið sé ekki hlaðið alls konar tölvustýringum.

 mynd 5

6. Ducati Monster 821, þarna er dúkki sem búin er að vera í framleiðslu lengi með ýmsar vélar. Það er til stærri Monster dúkki þ.e.a.s. með stærri vél, t.d. 1200 hjólið, en þessi græja getur alveg eins gert þig próflausa með hraði. Uppgefin hestöfl er nokkuð yfir 100 hestar og hjólið vigtar ekki mikið. Slit á framdekki verður örugglega lítið og að horfa beint upp gerist örugglega oft. Hjólið kallar á að því sé ekið hratt og hefur alla eiginleika í það, eflaust ekki margir sem getað notað alla eiginleikana til fulls: Frábærir aksturseiginleikar og fullt af tölvustýringum sem hjálpa þér að verða betri ökumaður.

 mynd 6

7. Einn drullumallari verður að fylgja í þessari upp talningu og sá kemur frá Yamaha og heitir YZ250FX. Þarna er græja sem er byggð á cross hjólinu YZ250F. Margir telja að WR250F hjólið væri hentugra fyrir stærri hóp og sérstakla þá sem eru kannski frekar óvanir brölti utanvega, en nei hjólið er frábærlega hannað,  dreyfing afls, fjöðrun gerir hjólið að virkilega meðfærilegri græju.

 mynd 7

8. Já það voru örugglega nokkrir farnir að spyrja hvað engin Bimmi uss ekkert að marka þessa upptalningu !! En jú BMW R1200R er bimminn sem er eitt af þessum tíu hjólum. Þarna er hjól með 1200cc vél og er vatnskælt, uppgefin hestöfl eru 125, fullt af tölustýringum til að aðstoða ökumann við flestar aðstæður. Frábær græja til að njóta akstur á góðum vegum og skilar þér brosandi heim, bara að muna að panta hjólið í svokölluðum Premium pakka því eins og allir vita þá kemur ekkert standard frá Þýskalandi þú verður að borga fyrir það.

mynd 8 

9. Annar Yammi og nú er það götuhjól sem kallað er Yamaha FZ-07 og segja má strax að Margur er knár þó hann sé smár. Vigtar lítil 400 pund og er tveggja strokka, frábært hjól innanbæjar sem og á vegum með fullt fullt af beygjum, ótrúlega mikið tog af svona í raun lítilli vél, en eins og áður sagt hjólið er létt og virkilega meðfærilegt og ekki fælir verðið eitthvað undir 7000 dollurum.

mynd 9

10. Þeir sem lögðu það á sig að lesa hingað voru farnir að örvænta um ? Hvað engin Harley !! Jú það er Harley Davidson Low Rider, þetta hjól hefur ekki verið í boði í nokkurn tíma hjá Harley, en er nú boðið aftur aðallega vegna þess að (já smá grín í lokin) maður einn sem stundum er kallaður HÚNI sagði Harley mönnum að hann vildi að fara að endurnýja og fá sér nýjan Low Rider ! Nýjan græjan kemur með 103 c.inc vél og uppgefin hestöfl eru ekki til frekar en venjulega, en togið er gott um 100 ft/lbs, en ef þú ert að leita af hestöflum í standard Harley þá færðu þér annað hjól. Hjólið kemur með tvöföldum diskabremsum og eins og áður sagt fullt af togi. Þetta er krúser og þú skalt ekkert vera að flýta þér í gegnum beygjur því þá bara rekur þú eitthvað niður enda heitir hjólið Low Rider. Ath. myndin af Hallanum er aðeins neðar.

mynd 10

Stolið og stílfært af netinu

Óli bruni

 

 

 

 

 

Friday, 27 November 2015 18:08

Formaðurinn fallinn ??

Já SKO ég er ekki að upplýsa neitt sem þið hafið ekki þegar lesið (allavega þeir sem skoða heimasíðu vora) því nýverið lýsti formaður vor því yfir að hann væri fallinn !!! Nú veit ég að sumir eru farnir að hugsa um eitthvað neikvætt, nei ekkert svoleiðis, nei formaður vor er fallinn fyrir BRESKT ER BEST og eins og áður er fram komið þá skrifaði hann þetta sjálfur og spáði því jafnframt að fleiri félagar vorir myndu einnig falla fyrir nýju hjólunum frá Triumph.

Til að minna hann aðeins á að maður skiptir ekki um lið í enska boltanum eða tegund af mótorhjólum þó það komi eitthvað betra (BRESKT ER BEST) fram í dagsljósið, því ætla ég að skrifa um “fyrrum” besta mótorhjól heimsins Súsúkki og nú er það alvöru nakin græja frá Japan:

Suzuki GSX-S1000

2015-GSX-S1000-2

 

Línur mótorhjóla þessa dagana eru þannig að nær allt er orðið kanntað og höfðar til nútímans eða hvað ? Kaupendahópurinn er margvíslegur og sumir blaðamenn segja að þetta séu í raun þrír hópar: Racer hópurinn sem vill vera eins og þeir bestu t.d. Rossi (verða það nær aldrei!!) og síðan krúser hópurinn sem vill fara hægt og rólega yfir jafnvel þó þeir vilji fara hratt þá bara gengur það ekki, svo er það þriðji hópurinn sem vill hjól sem hentar í nær allt sem gert er á malbiki, en hafa afl, þægindi o.s.frv. en hjólið þarf að líta út eins og mótorhjól, þ.e.a.s. þú átt að sjá hvernig græjan er byggð.

Þessi Súkka sem er reyndar ekki Bandit ! skilar mörgu af þessu sem hópur nr. 3 leitar eftir. Hjólið er flott í útliti, frábæra grind, skotheldur aflmikill 999cc motor. Þú situr nokkuð eðlilega ekki með hnén við eyrun, eða með lappirnar við framdekkið. Jafnvel þeir eldri munu “fíla” þessa græju (Formaðurinn). Mótor er í raun sá sami og í GSX-R græjunni, en hannaður með tog í huga og afl sem hentar flestum, þ.e.a.s. þeir sem aka á götum með almennri umferð. Ekki margir sem eru að mæla hvað þeir komast hratt einhvern hring eða t.d. til Keflavíkur jafnvel þó löggan sé ekki sjáanleg lengur vegna kvóta á akstur.

Það eru nokkrir framleiðendur sem framleiða svipuð hjól, t.d. frá Yamaha, Honda svo auðvitað Z1000 frá Kawasaki og ekki má gleyma Speed Triple frá Triumph. Þessi nýja Súkka er kannski ekki með allra þægilegustu ásetuna og þó svo lengi sem menn ætla ekki að fara í löng ferðalög, en allavega miklu betri áseta en á “púra” sporthjóli/racer. En það er frábær fjöðrun og virkilega góður bremsubúnaður á þessu hjóli. Það má leggja það hressilega inní beygjum og frábært tog útúr þeim.

 

Mælaborð er gott álestrar með þessum nútíma LCD ljósum og mælum. Sætishæð eru 31” svo ætti að henta flestum, sætið er einnig þannig að það mjókkar að tank. Stýrið liggur vel fyrir ökumanni svona hátt í líkingu við endúró stýri: Svona Renthal Fatbar útlit. Þessu hjóli er þægilegt að starta, þ.e.a.s. þú þarft ekki að taka í kúplingu til að starta, þ.e.a.s. ef hjólið er ekki í gír. Mótor er eins og áður sagt 999cc, kemur með nýrri hönnun á stimplum og knastás, S hjólið er sagt 145 hestöfl með 78 lb-ft tog. Þrátt fyrir allar þessar kröfur um minni hljóðmengun þá gefur hjólið frá sér bara nokkuð skemmtilegt purr ! Hjólið kemur með stillingu fyrir átak í afturdekk svo menn spóli sig ekki á hausinn, það eru þrjár stillingar, svo má einnig aftengja TCið (traction control).

Hjólið kemur að sjálfsögðu með sex gíra kassa, en engine afsláttar kúppling, nei þetta er hjól fyrir hjólamenn ekki tölvugúrúa (smá grin). Já höndlar vel og ekki nema von með þessa frábæru álgrind , 43 mm uppside down/inverted framdempurum sem hægt er að stilla. Vindhlífar gera ekki mikið en þó eitthvað á S hjólinu en virka vel á F hjólinu þó framrúða sé ekki stillanleg (skilst mér). Svo er bara að sjá og heyra hvað fyrsti eigandinn að þessari græju segir.

Því sem hælt er:

Sport hjól með “töffara” útlit og akstureiginleika

Fullt af afli en má samt nota í sæmilega löng ferðalög

Flott hljóð með orginal hljóðkút

Gott verð

 

Hvað mætti vera betra:

Ekki hægt að setja töskufestingar á F hjólið

Slær of snögglega af þegar inngjöf er slept

Kom helst til of seint fram á sjónarsviðið

 

Svo fylgir smá tæknibull fyrir þá sem eru allir fyrir tölur !!!

Engine: 999cc, liquid-cooled Inline Four

Bore x Stroke: 73.4 x 59.0mm (2.9 in x 2.3 in)

Compression Ratio: 12.2:1

Transmission: Six-gear with wet multi-plate clutch

Final drive: Chain

Fueling: EFI with SDTV with 44mm Mikuni throttle bodies

Exhaust: Stainless steel 4-2-1

Fuel Capacity: 4.5 gallon

Frame: Twin-spar aluminum

Front Suspension: 43mm inverted KYB fork with 4.7 inches travel; adjustable for preload, compression and rebound damping

Rear Suspension: Single KYB shock with 5.1 inches of travel, adjustable for preload and rebound

Front brakes: 310 mm floating dual discs, with four 32mm piston-equipped Brembo monobloc calipers

Rear brake: 220mm single disc, with single-piston Nissin brake caliper

Front/Rear Tires: Dunlop D214F 120/70ZR17 M/C; 190/50ZR17M/C

Rake/Trail: 25°/3.9 inch

Wheelbase: 57.5 inch

Seat Height: 31.9 inch

Curb weight: 459 pounds (F model 462 pounds)

MSRP: GSX-S1000 $9999, GSX-S1000 ABS $10,499, GSX-S1000F $10,999

Stolið og stílfært af netinu:

Óli bruni

2016-Suzuki-GSX-S1000-1 2

2016-Suzuki-GSX-S1000-2

2016-Suzuki-GSX-S1000-3

..fengið eitthvað langtum betra frá Englandi !!!

 

Jæja ég hef nú þegar fangað athygli ca. 10% lesenda heimasíðu Gaflara, því hverjum dettur í hug að fullyrða eitthvað svona vitandi að Sússúkki er “sko” lang lang best. En áður en lengra er haldið í smá bulli þá segir formaður vor að vörumerkið mitt sé orðið SKO og hverjum myndi detta í hug að mótmæla formanni sínum !!!

 

En snúum okkur að efni dagsins sem er að fjalla aðeins um alvöru Breskt er best mótorhjól (já já það koma örugglega greinar um eitthvað frá Japan), nú er það í raun fyrsta Street fighter græjan beint frá verksmiðju: Triumph Street Triple 1050cc og var fyrst kynnt til sögunar árið 1992 og náði strax miklum vinsældum og það muna allir ekki rétt eftir þessum vígalegu tveimur framljósum, ásamt frábæru afli, sem og að vera mikið örðruvísi með þriggja strokka mótor og góðum aksturseiginleikum.

 

Síðan þá hefur margt breyst t.d. vegna tilkomu hjóla eins og KTM 1290 Super duke og BMW S1000Rs og því er hugsanlega Speed Triple græjan ekki lengur aðal töffarinn á götunni og þó því með 2016 útgáfunni er S-T (hér eftir skammstöfun á þessu frábæra hjóli) hefur Triumph sótt sig í veðrið og ætlar aftur að vera aðal töffari götunnar, allavega í útliti og með betri akstureiginleikum.

 

Sumir segja að útlitið á hjólinu í dag sé svona meira Daniel Craig (Bond) heldur en Jason Stratham í ermalausum bol !! Hverju hefur verið breytt ? Hjólið virðist vera lengra, lægra og svona “ruddalegra” en samt svona fágað. Það eru sömu tvö flottu framljósin og nú í LED. Allt mæladótið og litla vindhlífin hefur verið fært neðar. Bensíntankur fær nýtt útlit og hæsti hluti hans er bensínlokið (já Triumph hefur fylgst með hvað línur eiga að vera í café racer/brat/street fighter sem menn smíða heima hjá sér). Speglar eru á enda stýris, vatnskassi er allur minni, sætið er mjórra við tank og allt þetta gerir hjólið svona “fágaðra”.

 

Mótor er sá sami og árið á undan þ.e.a.s. þriggja strokka og 1050cc, en nær öllu innihaldi hefur verið breytt Triumph segir að 104 hlutum hafi verið breytt !! Komið er nýtt hedd, sem og stimplar, ný hannað sprengihólf og þetta ásamt ýmsu öðru gefur miklu betra tog, er það ekki sem við viljum flest, hver hefur að gera við 200 hesta græju á þessu landi með okkar frábæru vegi !! og 90km hámarkshraða. Þrátt fyrir að togið hafi verið aukið verulega og þá aðallega á milli 4. og 7. þús snúningum þá hefur aflið ekkert minnkað. Eins og á flestum alvöru hjólum í dag er allt tölvustýrt og inngjöf er rafmagnsstýrð.

 

 

 

Hjólið kemur með spyrnustýringu (traction control), sem og “slipper clutch” og því ætti engin að spóla sig á hausinn eða renna til við niðurskiptingu gíra með hraði (ala Sigurjón), jú jú það er enn hægt að prjóna eins og maður vill, en vill benda á að það er alveg stranglega bannað !! Þeir segja að bensíneyðsla sé minni, en hverjum í veröldinni er ekki sama um það á svona græju, hver færi að spyrja sölumann: Hvað eyðir græjan á 100 km= öllu sem sett er á það !! Hjólið kemur með ABS bremsum og hægt er að stilla þær eitthvað ? Off and ON??

 

Hægt er að fá S-T í S útgáfu og þá kemur hjólið með alvöru fjöðrun frá Öhlins, sem hægt er að stilla á alla vegu þannig að þú ættir að verða jafn góður ökumaður og a.m.k. Valentino Rossi !! Svo fá menn alls konar Carbon hluti, ekki veitir af að létta hjólið aðeins ekki rétt ?!! En hér hafa Triumph menn hitt vel í mark með þessum nýja þriggja strokka Speed Triple, en dæmi hver fyrir sig. Hægt er að lesa miklu meira um hjólið á netinu, þ.e.a.s. hvað alvöru atvinnu ökumenn eru lengi í 100km hraða, hvað þeir fara ¼ míluna á, já allt þetta tæknital sem fæstir muna eftir eftir að hafa lesið það. Það er í raun alltaf útlitið sem selur og svona alveg í trúnaði okkar á milli þá er hér smá samlíking: Hver vill eiga ljóta og ja hægfara kerlingu !!!

 

p.s. lesa konur nokkuð þessar greinar ???!!!!

 

Stolið og stílfært af netinu

 

Óli bruni

SpeedTriple2

Thursday, 19 November 2015 07:49

50.000 hjól á árinu

tekið af mbl.is

50.000 hjól á ár­inu

 

Ítalski mótor­hjóla­smiður­inn Ducati sló öll fyrri met er hann af­henti fimm­tíuþúsund­asta hjólið á einu ári í fyrsta sinn í sögu sinni.

Það var hinn þann 10. nóv­em­ber síðastliðinn að Ducati af­henti 50 þúsund­asta hjólið á ár­inu. Er þar um að ræða 23% aukn­ingu miðað við sama tíma­bil í fyrra, en þá voru af­hent hjól 40.650.

Fjöldi af­hend­inga á eft­ir að aukast tals­vert þar sem enn voru eft­ir 50 dag­ar af ár­inu er metáfang­inn náðist.

Á mótor­hjóla­sýn­ing­unni EICMA sem nú stend­ur yfir í Míklanó á Ítal­íu frum­sýn­ir Ducati sjö ný mód­el sem koma á göt­una 2016. Í fylk­ing­ar­brjósti er XDia­vel ferðahjól­inu sem er eig­in­lega ný út­gáfa af Dia­vel-hjól­inu. Einnig sýn­ir Ducati nýja út­gáfu af Panigale 959, tvær út­gáf­ur af Multistrada 1200, tvær nýj­ar af Scrambler og þrjár af Hypermot­ard.

Á mynd­skeiðinu hér á eft­ir má sjá XDia­vel-hjólið.

https://youtu.be/s7ibGORIG48

Wednesday, 18 November 2015 12:42

Fjöldi nýrra mótor­hjóla frum­sýnd­ur

tekið af mbl.is

Fjöldi nýrra mótor­hjóla frum­sýnd­ur

 
Nýtt Moto Guzzi V9 hefur þegar verið frumsýnt en margra nýrra ítalskra hjóla er að ... stækka

Nýtt Moto Guzzi V9 hef­ur þegar verið frum­sýnt en margra nýrra ít­alskra hjóla er að vænta á EICMA.

Í dag opn­ar EICMA-mótor­hjóla­sýn­ing­in í Mílanó sali sína fyr­ir for­vitn­um sýn­ing­ar­gest­um en hún er eina stóra mótor­hjóla­sýn­ing árs­ins ef frá er tal­in Tokyo Motor Show þar sem In­termot-sýn­ing­in í Þýskalandi er aðeins hald­in annað hvert ár.

Margt nýrra gerða verður að sjá og sum­ar þeirra þegar komn­ar fram í dags­ljósið með mynd­um frá fram­leiðend­um. Þar sem sýn­ing­in var opnuð í dag er ekki mögu­legt að sýna mynd­ir frá henni í þessu blaði en við mun­um gera því betri skil í næsta þriðju­dags­blaði. Þangað til skul­um við skyggn­ast aðeins inn fyr­ir tjöld­in og sjá það helsta frá stærstu fram­leiðend­un­um.

Ítal­irn­ir fyr­ir­ferðar­mikl­ir

Ítölsku fram­leiðend­urn­ir verða fyr­ir­ferðar­mikl­ir eins og oft áður á EICMA enda sýn­ing­in á ít­alskri grund. Bimota er að vakna úr dvala með tvær nýj­ar gerðir, Tesi 3D RaceCa­fe-hjólið og Im­peto; nakið götu­hjól sem not­ast við sömu vél og Ducati Dia­vel en með forþjöppu fer það hjól yfir 190 hest­öfl. Ducati er með níu frum­sýn­ing­ar á EICMA en þau sem munu vekja mesta at­hygli eru nýtt Multistrada 1200 með meiri tor­færu­eig­in­leika og að öll­um lík­ind­um minni út­gáfa Scrambler-hjóls­ins. Einnig er að vænta nýs Dia­vel-hjóls með reimdrifi en það er kallað X og verður enn meir í stíl við Victory og Harley-Dav­idson en áður. MV Agusta er með tvær nýj­ar upp­færsl­ur og Aprilia mun alla­vega sýna 230 hestafla of­ur­hjól þótt lítið hafi frést meira frá þeim fram­leiðanda. Loks er Moto Guzzi að koma með fjög­ur ný hjól en það eina sem sést hef­ur fyr­ir sýn­ing­una er V9, sem er nokk­urs kon­ar retro-hjól í stíl við Triumph Bonn­eville.

Fimm ný hjól frá BMW

Af öðrum Evr­ópu­lönd­um er mest að frétta frá Þýskalandi en BMW verður með fimm ný hjól á sýn­ing­unni auk til­raun­ar­af­hjóls sem bygg­ist á RR og kall­ast ein­fald­lega eRR. Stærstu frétt­irn­ar eru ef­laust nýtt Scrambler-hjól sem þegar hef­ur komið í til­rauna­út­færslu og nýtt hjól af smærri gerðinni sem er G310R hjólið. Auk þess koma nýtt G650 Sport, G650 GT og nýtt F-hjól. KTM mun frum­sýna nýtt 690 Duke með nýj­um mótor sem og nýtt 1290 Super Duke GT-ferðahjól. Auk þess er von á sér­út­gáfu af Super Duke R sem nokk­urs kon­ar til­rauna­verk­efni. Husqvarna mun sýna fram­leiðslu­út­gáf­ur 701-hjól­anna en lík­legt er að 401-hjól­in fái að bíða þar til á næsta ári þótt ekk­ert sé hægt að segja um það ennþá. Triumph mun frum­sýna vatns­kæld­ar út­gáf­ur Bonn­eville og Thruxt­on sem og ný Speed Triple S og R, en einnig er von á upp­færslu af Tiger Explor­er 1200.

Tvö ný forþjöppu­hjól?

Það er aðeins erfiðara að lesa í japönsku fram­leiðend­urna þar sem ekki hef­ur verið mikið um frum­sýn­ing­ar fyr­ir sýn­ing­una sjálfa. Honda mun að öll­um lík­ind­um sýna tvö ný 250 rsm hjól, CRF250 Rally og CBR250 RR, en ekki er talið lík­legt að við fáum að sjá nýtt 1000-hjól strax. Kawasaki og Suzuki munu ör­ugg­lega bæði hafa ný tveggja strokka forþjöppu­hjól til sýn­is en Suzuki frum­sýndi sína vél á sýn­ing­unni í Tókýó ný­lega. Suzuki og Kawasaki hafa með sér sam­starf um marga hluti og því má vænta að bæði Suzuki Recursi­on og Kawasaki S2 verði frum­sýnd á EICMA. Spurn­ing­in er hvort Suzuki muni einnig sýna nýj­ar út­gáf­ur GSX-R-hjól­anna en það á eft­ir að koma í ljós. Yamaha á 60 ára af­mæli á þessu ári og því er lík­legt að við mun­um sjá eitt­hvað nýtt frá þeim, þótt aðeins hafi verið „strítt“ með mynd­um af nýju MT 150 rsm hjóli en von­andi verður nýtt R6-hjól einnig frum­sýnt.

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 
BMW frumsýndi á dögunum nýtt G310R-hjól sem er minnsta hjólið sem BMW framleiðir og er ...

BMW frum­sýndi á dög­un­um nýtt G310R-hjól sem er minnsta hjólið sem BMW fram­leiðir og er unnið í sam­starfi við ind­verska fram­leiðand­ann TVS.

Suzuki frumsýndi forþjöppuvélina í tilraunahjóli á Tokyo Motor Show nýlega en framleiðsluútgáfu er að vænta ...

Suzuki frum­sýndi forþjöppu­vél­ina í til­rauna­hjóli á Tokyo Motor Show ný­lega en fram­leiðslu­út­gáfu er að vænta á EICMA í ár. 

 

Tuesday, 17 November 2015 18:12

Mótorhjól og “sætar” stelpur !!

Að vera ungur og hress með í raun tvennt á heilanum: mótorhjól og stelpur, er bara eðlilegt og jafnvel ég man eftir þessum dögum, en nú hugsa ég bara um mótorhjól og næstu ferð á snyrtinguna !!! En saga þessi fjallar kannski ekki mikið um mótorhjól og þó !!

 

Jæja áður en lengra er haldið þá vitið þið það (ja þeir sem nenna lesa mín skrif) að allar þessar sögur eru sannar og svo sannar að góður sögumaður á suður- eyjunni myndi (kenndur við vissan góðan morgunmat) halda að hann hefði sagt þær, ekki til betri meðmæli með söguhæfileikum suðureyjamannsins.

 

Jæja saga þessi gerist fyrir mörgum mörgum árum og þá var maður vitlaus og gr$%/ur, nú er maður bara vitlaus. Ég var í “partý” hjá nokkrum góðum vinum og þangað hafði ég komið á Súkku 600 með einhverjar veigar með mér í plastpoka. Stuðið var þegar byrjað þegar ég mætti (ja sko sumir þurfa að vinna gamli sagði góður maður) og menn voru búnir að velja sér eitthvað af hinu kyninu.

 

En ég var bara með hugann við að ná félögum mínum sko í drykkjunni !! Hellti í mig nokkrum bjórum á augabragði og skolaði þeim niður með nokkrum skotum af einhverju sterkara. Það tók ekki langan tíma að ná “réttu” stuði og þá fór maður að veita því athygli að sko allar stelpurnar þarna voru bara voðalega sætar og urðu sætari og sætari með hverjum bjórnum og skoti sem drukkinn var.

 

Fljótlega (að mig minnir) þá var ég orðin yfir mig ástfanginn af einni þarna, meira segja þekkti hana aðeins, hún var eitthvað tengd tengdafjölskyldu pabba. Hún var sko jafnhá og ég með sítt svart hár og vaxinn eins og gyðja. Hún horfði aðdáunar- augum á mig tala um mótorhjól, ja sko ég vissi lítið um annað þá (og ekki meira í dag). Ég var bara orðin ástfanginn og litli áfengispúkinn á öxlinni á mér sagði mér að ég væri sko “maður lifandi” búin að hitta flottustu dömuna í heiminum.

 

Jæja eitt leiddi af öðru og við enduðum saman uppí rúmi einhversstaðar í þessu húsi og jafnvel í gegnum alla móðuna þá man ég að þessar svokölluðu ástarlotur voru “daprar” og örugglega engum til gagns nema þá litla heilanum !!

 

Næsti morgun og ég vakna við einhverjar strokur og ég sný mér að drauma- drottningu minni og sagan um sléttuúlfinn sem festist í gildrunni kemur uppí hugann. Jesús, guð minn og allir hinir hvað gerðist eiginlega, fyrir framan mig er andlit stelpu sem er með stórar kinnar og að auki með slatta af unglingabólum !!

Shit plataði ég aumingja stelpuna, ég staula einhverju upp um ánægjulegt kvöld !!

Fer að tala um eitthvað til að  vita aldur hennar og úff úff hún er nú 19 ára og meira segja lítillega tengd mér.

 

 

 

 

Nei nei það gerðist ekkert meira þarna í litla sófanum (sem var eins og hjónarúm í gær), því hún sagði að við værum að fara í sama afmælið og ekki langt í að það færi að byrja !! Ég treð mér í fötin og hún líka, ég sé að hún er ja svona “frekar” þykk og ekki há í loftinu, en allavega hún er með svart hár, ja sko litað sé ég. Hún heldur í hönd mína þegar hún leiðir mig brosandi og stollt í gegnum húsið fyrir framan “fyrrverandi” glottandi vini mína, sem lyfta þumalfingri hver af öðrum, megi andskotinn eiga þá hugsa ég.

 

Nýja “kærasta” mín segir jæja ég fæ far hjá þér í afmælið, það er nóg af auka hjálmum hérna ! Ég reyni að segja að ég sé slappur og hún sé klædd í stutt pils. En allavega þetta endar með því að ég hjálpa henni á Súkkuna og ek af stað í afmælið og þessir svokölluðu vinir standa allir fyrir utan húsið með enn stærra bros á vörum sínum og kalla góða skemmtun þið tvö !!!

 

Man ekki mikið eftir afmælinu en leiðin þangað sem tók ekki nema um 10 mínútur var hrikalega löng og nýja “kærastan” kreisti mig alla leið þangað ja sko til öryggis að detta ekki af og svo leiddi hún mig inn með enn stærra bros og sleppti ekki hendinni af mér allt afmælið !!

 

Ég sá hana ekki meir fyrr en mörgum árum seinna og þá enn skammaðist ég mín fyrir framkomu mína gagnvart henni. EN SKO ÉG SELDI SÚKKUNA NOKKRUM DÖGUM EFTIR AFMÆLIÐ OG FÉKK MÉR HONDU, því sko ég gat aldrei horft á súkku öðruvísi en að muna eftir þessu kvöldi og dömunni “fallegu”, ja sko helvítið hann Bakkus gerði hana gullfallega.

 

Sönn saga !!

Óli bruni

imagesOMDFI0WQ

Sunday, 08 November 2015 12:21

SKO

SKO

(eins og allir vita þá er Breskt best)

new-triumph-bonneville-thruxton-7 

Nú eftir nokkra bið og þrátt fyrir miklar vinsældir þá hafa Triumph verksmiðjurnar ákveðið að kynna til sögunar nýjan Triumph Bonnieville og þessar nýju græjur eru bara með því flottara sem við höfum séð og örugglega ekki langt í að Súkku eigandi einn verður búin að kaupa sér einn nýjan Bonnie ekki satt !!! En áður en lengra er haldið þá vil ég halda því til haga “sko” að það eru aðeins tvær söguhetjur í þessum skrifum mínum annar á bláa súkku hinn á bláleitan FJR. Kæru félagar ef einhverjum langar til að verða söguhetja þá eru ekki mörg skilyrði: Bara skrifa eitthvað inná síðu vora !! (já já ég veit fésið er það sem koma skal segja sumir !!)

En snúum okkur að alvöru málsins Breskt er best: Það hafa verið í gangi í nokkurn tíma sögur um nýjan Bonnie og menn segjast hafa séð hjólið á ferðinni þ.e.a.s. prufuhjól, en nær engar myndir sést, allavega ekki neitt sem var að marka. Reyndar kom “sena” frá Triumph þar sem David Beckham sást á áður óséðum Thruxton Bonnie. Svona til gamans þá verð ég að geta þess að Beckham er uppáhalds fótboltamaður eiganda bláu súkkunnar !!

Sumir sem segjast vita allt sögðu að nýja Bonnie hjólið yrði 1100cc eða jafnvel 1200cc og þá vatnskælt, já vatnskælt því þessar mengunarkröfur gera það að verkum að þegar vélar eru komnar um og yfir 1000cc þá er erfiðara að ná öllum kröfum (frá mengunarkerlingum) um hljóð og loftmengun Euro 4, já já ég veit Hardley Moving Davidson nær þessu enn, en höldum okkur við mótorhjól (uss komin útá hálan ís, nei þetta er allt á léttu nótunum).

En staðreyndin er sú að það verða tvær vélar í boði 900cc fyrir Street Twin ódýrasta hjólið og síðan 1200cc í Bonnie og Thruxton, kveikjurhringur er  270 gráður, kemur með sex gíra kassa, kveikjan tölvustýrð, bein innspýting, víruð inngjöf (engin barki), spólvörn og ABS ofl. Að sjálfsögðu er þetta misjafnt eftir því hvaða hjól þ.e.a.s. er keypt.

Triumph hönnuðir hafa lagt mikið á sig að fela þá staðreynd að hjólið er vatnskælt, vatnskassinn lítur út eins og hefðbundin olíukælir, t.d. er áfyllingar- lok er “sko” svona falið ef segja má svo. Einnig hefur farið nokkur vinna í það að láta beinu innspýtinguna líta út eins og hefðbundnir blöndungar og það hefur heppnast betur en á eldri hjólunum.

Fyrir mig allavega er Thruxton og Thruxton R hjólið alveg meiriháttar og get varla beðið eftir leyfi frá “húsbóndanum” að fá að kaupa eitt, en koma tímar og koma ráð (ja “sko” konan ræður að sjálfsögðu). Thruxton hjólið kemur eins og áður sagt í tveimur útgáfum, bæði hjólin eru með 1200cc vatnskældu vélinni, en í þessu hjóli á þessi vél að vera aflmeiri en í hinum og áður en lengra er haldið þá man ég vel þegar ég tók í einn Thruxton fyrir nokkrum árum þá fannst mér hjólið virkilega skemmtilegt en miðað við Café Racer útlit þá vantaði vel upp á aflið, en nú ætti það að vera úr sögunni. Nýjan græjan er sögð toga 112NM (82.6 lb-ft) á 4950 snúningum. Thruxton hjólið kemur með léttari sveifarás heldur en hin 1200cc hjólin og er því svona sneggra upp, já eins og café racer ætti að vera (kona góð hvenær má ég panta !!!), einnig hærri þjappa sem og opnara loftbox. R hjólið kemur svo líka með betri fjöðrun frá Öhlins og betri hjólbörðum ofl.

Það er hægt að telja upp fullt af hlutum í viðbót sem koma í þessum hjólum og þá aðallega Thruxton R hjólinu, já ekki má gleyma tvöföldum diskabremsum að framan sem og “inverted”/upside down framfjöðrun, en þar sem ég veit að þið öll farið beint á netið til að lesa meira um þessi frábæru hjól þá sleppi ég því. Hægt er að kaupa alls kona aukahluti á öll þessi hjól til að persónugera sína græju ef segja má svo “sko”.

Blaðamenn segja að nýja T120 Bonnie hjólið sé best heppnaða eftirlíking 1959 Bonnieville roadster og ekki ljúga blaðamenn er það nokkuð !! Alls konar litasamsetningar eru í boði, allt svart eða “retró” o.s.frv., og eins og áður s﷽﷽﷽﷽﷽  framan i . hjeppnast betur en áður sagt alls konar aukahlutir, jafnvel hljóðkútar frá Vance & Hines. Bendi á flottar greinar um þessi hjól á netinu t.d. cycleworld.com og bikeexif.com. Nú er bara að sjá hver verður fyrstur að kaupa þessa nýju græju.

Óli bruni

new-triumph-bonneville-street-twin-5

 

new-triumph-bonneville-thruxton-engine-4 

Wednesday, 04 November 2015 09:07

Hannaður eins og mótorhjól

tekið af mbl.is

Hannaður eins og mótor­hjól

 
Yamahabíllinn er glæsilegur útlits enda hannaður af Gordon Murray sem hannaði meðal annars McLaren F1. ... stækka

Yama­habíll­inn er glæsi­leg­ur út­lits enda hannaður af Gor­don Murray sem hannaði meðal ann­ars McLar­en F1. Hönn­un bíls­ins kall­ast iStream. mbl.is/​afp

Yamaha er eitt af þess­um fyr­ir­tækj­um sem smíðar nán­ast allt, hljóðfæri, mótor­hjól og meira að segja geislaspil­ara.

Yamaha hef­ur hins veg­ar aldrei smíðað bíl áður þótt vél­ar frá þeim hafi knúið bíla eins og Toyota 2000GT og Lex­us LFA. Á Tokyo Motor Show í ár bar þó eitt­hvað al­veg nýtt fyr­ir augu, en það var bíll frá Yamaha og það al­vöru sport­bíll þótt í til­rauna­út­gáfu sé.

Aðeins 770 kíló

Eins og bú­ast mátti við frá mótor­hjóla­fram­leiðanda er bíll­inn létt­ur og hannaður til að vera skemmti­leg­ur í akstri. Útlitið minn­ir á of­ur­bíl og fram­end­inn er ekki ólík­ur þeim á Toyota FT-1 til­rauna­bíln­um, en Toyota og Yamaha hafa alltaf haft með sér náið sam­starf. Grind­in er byggð á fram­leiðslu­kerfi Gor­don Murray sem hannaði meðal ann­ars McLar­en F1 og kall­ast hönn­un­in iStream. Koltrefja­grind­in er hönnuð þannig að hún þarf færri íhluti sem eru létt­ari án þess að það komi niður á styrk grind­ar­inn­ar. Þess vegna er bíll­inn aðeins 770 kíló að sögn Yamaha þrátt fyr­ir að bíll­inn sé svipaður að stærð og Mazda MX-5 sem er 350 kíló­um þyngri. Fram­leiðslu­ferlið lík­ist meira sam­setn­ingu á mótor­hjóli þar sem auka­hlut­un­um er raðað utan á grind­ina, í stað þess að und­ir­vagn og yf­ir­bygg­ing komi sam­an í miðju ferl­inu líkt og gert er í bíla­fram­leiðslu. Eng­ar vél­ar­upp­lýs­ing­ar hafa verið gefn­ar út ennþá en það er deild sem Yamaha verður ekki í vand­ræðum með, verði ákveðið að koma með þenn­an bíl í fram­leiðslu.

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Tuesday, 03 November 2015 11:08

Framtíðin í mótor­hjól­um?

tekið af mbl.is

Framtíðin í mótor­hjól­um?

 
Motobot er vélmenni sem er hannað til að ráða við akstur mótorhjóls. stækka

Moto­bot er vél­menni sem er hannað til að ráða við akst­ur mótor­hjóls. mbl.is/​afp

Tokyo Motor Show er sýn­ing sem snýst um að sýna nýj­ustu tækni í heimi far­ar­tækja og þess vegna snýst hún ekki ein­ung­is um bíla, held­ur líka mótor­hjól og stund­um jafn­vel vél­menni lika.

Yamaha sýndi okk­ur inní alla þessa heima á sýn­ing­unni því að Yamaha frum­sýndi ekki aðeins sinn fyrsta bíl held­ur einnig þríhjóla sport­mótor­hjól og vél­menni sem get­ur keyrt al­vöru keppn­is­hjól.

Vél­mennið veit­ir inn­sýn

Moto­bot er sjálf­virkt vél­menni sem get­ur tekið ákv­arðanir og er hannaður til að ráða við akst­ur mótor­hjóls, sem er ekk­ert smá­verk­efni fyr­ir tækni­menn Yamaha. Moto­bot er ekk­ert fyr­ir að keyra lít­il æf­ing­ar­hjól og læt­ur ekk­ert minna duga en aðeins breytt Yamaha R1M.

Þríhjóla MWT-9 mótorhjólið er með tvö hjól að framan, en saman veita þau meira grip ...

Þríhjóla MWT-9 mótor­hjólið er með tvö hjól að fram­an, en sam­an veita þau meira grip við hvers kon­ar aðstæður og koma í jafn­vel í veg fyr­ir fall. mbl.is/​afp

Stefn­an er að hann geti ekið óbreyttu hjóli á keppn­is­braut á meira en 200 km hraða. Í frétta­til­kynn­ingu frá Yamaha seg­ir að verk­efnið að láta vél­menni stýra mótor­hjóli sé óend­an­lega flókið og krefst mik­ill­ar ná­kvæmni á mörg­um sviðum. Með þessu næst fram inn­sýn í alla þætti mótor­hjóla­akst­urs og þar af leiðandi meiri ár­ang­ur í tækni­leg­um ör­ygg­is­búnaði mótor­hjóla sem við gæt­um farið að sjá inn­an tíðar í fram­leiðslu­hjól­um. Hvort vél­mennið verður farið að ögra Valent­ino Rossi til keppni fljót­lega verður þó að koma í ljós.

Með gripið í beygj­urn­ar

Þríhjóla MT-09 var einnig frum­sýnt í Tokyo en það kall­ast reynd­ar MWT-9 en það stend­ur fyr­ir Multi-Wheel. Með því að hafa tvö fram­hjól í fullri stærð á það að hafa enn meira grip í beygj­um en venju­legt mótor­hjól. Hjólið er með þriggja strokka 850 rsm vél og út­lits­lega virðist hjólið jafn­vel vera til­búið til fram­leiðslu. Fjöðrun­in er mjög slaglöng til að geta leyft fram­hjól­un­um að halla mikið enda var þró­un­ar­heiti þess „Corner­ing Master“ eða meist­ari beygj­unn­ar. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.