Gunnlaugur Harðarson

Gunnlaugur Harðarson

Formaður vor er búin að hringja í mig nær daglega og spyrja hvenær næsta grein mín um Breskt er best muni birtast á heimasíðu Gaflara, svarið er alltaf það sama: Það les þetta engin nema kannski þrír sérvitringar sem og að ég var hættur að skrifa fyrir sjálfan mig !! En aldrei að segja aldrei ! því nú kemur hér grein sem fjallar um alvöru hjól sem ekki væri dónalegt að eiga og það sem betra er það kemur frá Englandi, ræðum ekkert hvar þetta dót er framleitt frekar en t.d. Harley !!

R-inn 1 

Triumph Thruxton 1200 R 2016

 

Það hefur verið beðið lengi eftir alvöru “retro” café racer frá Triumph, já nokkuð lengi því þó gamli Thruxtoninn sé flottur og með ágætis afl þá vantaði nokkuð uppá að útlitið væri í samræmi við afl og aksturseiginleika og sagan segir að það væru aðallega eldri karlmenn sem ekki gætu ráðið við alvöru “racer” sem keyptu gamla Truxtoninn vegna útlits hjólsins, en maður þarf ekki að trúa öllu sem við lesum !!. Ráðamenn hjá Triumph hlusta á markaðinn og skynjuðu að þeir yrðu að gera eitthvað til að hanga í samkeppninni t.d. miðað við græjur frá Ducati, KTM og svo auðvitað Norton ja þeir sem hafa efni á þeirra hjólum (já já líka eitthvað frá Japan).

 

Nú er komið á markaðinn alvöru græja frá Triumph og þessi heitir Thruxton, kemur í tveimur útgáfum Thruxton og Thruxton R. Reyndar er hægt að fá nokkur önnur hjól í svipuðu útliti t.d. Street Twin, T120 og T120 Black ofl.

 

Nýi Thruxtoninn er alveg ný hönnun frá grunni, ný grind, nýr 1200cc vatnskælur mótor, R hjólið er með annan bensíntank, annað sæti, aðra fjöðrun ofl. ofl. ofl. Útlit og áseta gefa til kynna að þarna sé alvöru Breskur café racer á ferðinni og já ekki bara útlit og áseta, mótor, fjöðrun sem og bremsur eru “alvöru”. Prófanir sýna að góður ökumaður á Thruxton R leikur sér að la la ökumanni á plasttúpu frá ja Japan !

 

Þó Thruxtoninn sé vatnskældur þá er vatnskassinn mjög vel hannaður og fellur vel að hjólinu, það má hæla Triumph fyrir þennan flotta frágang. Eins og áður sagt þá er 1200cc mótor í hjólinu, sögð hestöfl eru 98 og togið er 83 pund fet, hjólið kemur með beinni innspýtingu og þessi innspýting er í útliti eins og gamlir blöndungar. Við ræðum betur um fjöðrun og bremsur, en margt annað hefur verið endurhannað með kúnnan í huga t.d. er þjónustu yfirferð (olíuskipti o.s.frv.) nú á 10þús mílna fresti. Allur frágangur frá verksmiðju hefur verið bættur verulega er sagt, þó hann hafi verið ágætur fyrir.

 

R-inn 3

Til að skilja R hjólið frá “bræðrum” sínum þá er R hjólið með annan gráðu halla á framgafli heldur en standard Thruxtoninn þó það muni bara 0.1 gráðu þá munar um það. (22.7-22.8). Thruxton R hjólið kemur með “clip-on” stýri og það er sagt alls ekki of lágt, Daytona pedala settið er heldur ekki of langt frá götunni þannig að menn sitja ekki alveg í “krippu”. R hjólið er líka léttara en standard Thruxtoninn það munar 23 lbs á milli hjólanna.

 

 

R Thuxtoninn kemur með Showa framdempurum og Öhlins að aftan og allt stillanlegt í allar áttir en standard hjólið kemur með Kayaba að framan og aftan. Bremsur eru líka betri á R hjólinu að framan eru tveir 310mm fljótandi diskar, bremsudælur eru fjögurra stimpla frá Brembo, en að aftan er 220mm diskur og tveggja stimpla dæla frá Nissin. Að sjálfsögðu kemur R-inn með ABS bremsukerfi. Hjólbarðar á R-inu eru frá Pirelli og kallast Diablo Corsa., felgur eru úr áli með teinum 17 tommu.

 R-inn 2

En nú er búið að telja upp allt þetta tæknilega en hvernig er að aka græjunni. Látum blaðamanninn segja frá. Ég hafði svona rétt prufað gæjuna og ekkert verið að taka á henni fyrri daginn sem prufurnar stóðu yfir, aðeins verið að kynnast nýju ástinni minni því eins og allir vita að fyrsta skiptið bara spenna og stendur alltaf stutt yfir (samanburður við eitthvað annað ??!!). En nú ákvað ég að taka á græjunni, lét hjólið hitna aðeins, hljóðið er alvöru jafnvel með standard hljóðkútum og síðan var tekið létt af stað og brosið var þegar komið því framdekkið fór strax frá jörðu þó lítið væri gefið inn. Þó skrítið sé þá snerist gamla græja meira því rauða strikið á snúningshraðamælir er í 7500 rpm, en það skipti engu máli því þetta nýja hjól er með yfirdrifið afl og tog, tekur vel við sér á öllu sviðinu og gamli Thruxtoninn yrði aðeins gömul minning í speglunum í samanburði ef hressilega yrði tekist á ef segja má svo. Fjöðrun er frábær sem og bremsur, já vörumerkin þó dýr séu eru vel þess virði, þvílík græja, brosið bara stækkaði og stækkaði með hverri mílu sem ekin var. Þó blaðamaður sé mjög vanur á brautum þá sagði hann að hann hefði aldrei getað notað allt sem R-inn bíður uppá, allavega ekki á þeim almennu vegum sem notaðir voru, þó malbik væri gott. Samanburður gamli og nýi Thruxtoninn: Gamli: latur-nýja hjólið: eins og þrautþjálfaður boxari í millivigt.

 R-inn 4

Hvaða hjól er hægt að bera þetta hjól saman við ? T.d. Ducati 900 Supersport eða Sport Classic, hugsanlega XR1200 Harley, en Thruxtoninn hefur samt vinningin því hann er bara öðruvísi og stærri karekter. Þú ert ekki bara að kaupa eitthverja ímynd nei þú ert að kaupa alvöru græju og hjólið er uppselt langt fram í tímann á mjög mörgum stöðum, skiljanlega því blaðaskrif hafa öll verið eins: Frábært hjól enda (BRESKT ER BEST).

R-hjólið kostar $14.500 í USA en standard Thruxtoninn kostar $12.500, ekki ódýr hjól en í samanburði við Ducati, KTM eða ja Harley þá kostar Thruxtoninn ekki mikið.

 

Svo er bara að panta græjuna, fá sér Belstaff jakka, réttar keflar gallabuxur sem og t.d. nýja Bell retro hjálminn, sá sem ekki veit hvaða skór eiga við framangreint spyrja bara formann vorn um hvaða skó hann hafi eignast síðast. Svona okkar á milli að lokum þá er ég búin að gráta á öxlina á eiginkonu minni: Má ég kaupa Thruxton R !!!!

 

Lesa má meira um allt tæknilegt á netinu.

Stolið og stílfært af netinu:

 

Óli bruni

 

R-inn 5

 R-inn 6

  

 

 

 

1200cc powerplant belts out nearly 100hp, and a soundtrack that begs to be listened too.

This bike shies away from direct comparison, whether that’s a Monster 1200S, FZ-09, R-NineT, or Street Triple. The riding equation negates any straight comparison, which is a toast to Triumph’s engineering and design department. And besides, Thruxton owners don’t care. Why? The Thruxton is successful enough to have created Thruxton-loyal owners, with their own unique needs and wants.

I can’t recall a bike that sufficiently nails the target audience with such perfection… that doesn’t have a bar and shield on it. The fact is this is the perfect second act for existing owners–the ultimate Thruxton. It has the same affable personality of the previous bike, with all the requisite go fast bits to make it quick enough to be fun and to truly exploit track days. It’s also improved dramatically enough over the previous model that you can’t just bolt Öhlins on your old bike and call it good.

 

Radiator barely in sight, classic lines still in check.

Verdict

Frankly, it doesn’t matter what I say. All dealer allotments are accounted for, and the bikes are well on their way to being sold out. My hot take rings hollow, my crow grown cold. To those owners, they will be nothing but pleased.

But to me, the Thruxton R takes a good thing and takes it slightly outside the realm of sanity, It’s a $500 pair of blue jeans. Yes, it looks the part, and it has heritage, a story, and a back catalog of men and women much more rugged and courageous than you, and even if an ounce of that washes off you’ll be the mountian man in your marketing department.

Its most impressive engineering feat is that it has made nostalgia a reality. This is a love letter to British superbike history, the burbling parallel twin bursting with character, the communicative handling, and the responsive brakes, without the leaks, creaks, and kickstarts of old.

This is not a trip back in time, but to a parallel dimension where the Bonneville never became retro, but became the standard.

 

 

|2016 Triumph Thruxton R

ENGINE TYPE|Liquid cooled, 8 valve, SOHC, 270° crank angle parallel twin

DISPLACEMENT|1200cc

BORE x STROKE|3.84" x 3.15"

COMPRESSION RATIO|11.0:1

MAXIMUM POWER|96 hp @ 6750 rpm

MAXIMUM TORQUE|82.6 ft.-lbs. @ 4950 rpm

FUEL SYSTEM|Multipoint sequential electronic fuel injection

EXHAUST|Chromed 2 into 2 exhaust system with twin chrome silencers

FINAL DRIVE|X ring chain

CLUTCH|Wet, multi-plate assist clutch

TRANSMISSION|6-speed

FRAME|Tubular steel cradle

SWINGARM|Twin-sided, aluminum - Clear anodized

FRONT WHEEL|32-spoke 17 x 3.5 in.

REAR WHEEL|32-spoke 17 x 5 in.

FRONT TIRE|120/70 ZR 17 - Pirelli Diablo Rosso Corsa

REAR TIRE|160/60 ZR17 - Pirelli Diablo Rosso Corsa

FRONT SUSPENSION|Showa 43mm USD big piston forks, fully adjustable 120mm travel

REAR SUSPENSION|Fully adjustable Ohlins twin shocks with piggy back reservoir, 120mm rear wheel travel

FRONT BRAKE|Brembo twin 310mm floating discs, Brembo 4-piston radial monobloc calipers, ABS

REAR BRAKE|Single 220mm disc, Nissin 2-piston axial floating caliper, ABS

SEAT HEIGHT|31.9 in. (810 mm)

WHEELBASE|55.7 in. (1415 mm)

RAKE|22.8º

TRAIL|3.6 in. (92 mm)

DRY WEIGHT|448 lb. (203 Kg)

FUEL CAPACITY|3.8 gal.

 

 

 

tekið af bifhjol.is

 

 

Ég ætla að skrifa smá reynslupistil eftir að hafa skipt alfarið yfir í viðskipti við Atlantsolíu eftir að fréttir bárust um að öll olíufélögin eru farin að blanda etanóli í bensínið hjá sér nema áðurnefnt félag.  Ég er búinn að rúlla mér um tvö þúsundn kílómetra núna í vor og hef aðeins einu sinni neyðst til að tanka hjólið á N1 í Grindavík, aðeins þó um 3 lítra í það skiptið en hef þar fyrir utan alltaf tankað á Atlantsolíu.

Ég er farinn að finna stóran mun á hjólinu eftir að hafa skipt alfarið um þjónustu.  Hjólið dettur í gang á fyrsta starti og ég þarf ekki að halda við gjöfina eftir gangsetningu heldur gengur það hægaganginn jafnt og reglulega, (eins og virago 1100 á að gera, hökta örlítið) en drepur ekki á sér eftir nokkra snúninga eins og áður.

Aflið er allt annað.  Ég hélt í fyrra sumar að ég yrði að fara með gripinn í stillingu og láta jetta torana en eftir skiptin er aflið töluvert meira og togið talsvert mikið betra.  Það sem kom mér mest á óvart er þó eyðslan á hjólinu.  Í fyrra sumar var eyðslan á því frá þetta 5,9 og upp í 6,5 lítrar á hundrað kílómetra en núna í síðustu tvö skiptin sem ég hef verið að setja á það bensín hafa útreikningar sýnt að eyðslan er dottin niður í þetta 5,1 til 5,5 lítra á hundraðið.

Ég hef því ákveðið að hér eftir verður ekki keypt bensín af þeim aðilum sem blanda etanóli eða öðrum efnum í bensínið hjá sér, enda held ég að þessi tilraun hafi sýnt og sannað að þessi íblöndun minnkar af og eykur eyðslu í mótorhjólum.  Já og reyndar öllum ökutækjum sem brenna bensíni því þeir sem ég hef talað við um þessi mál hafa svipaða sögu að segja af bílum og öðrum tækjum sem þeir hafa skipt um bensín á.

Með vinsemd og virðingu. Jack H. Daníels.

tekið af mbl.is


 

Varað er við reynsluleysi og hraðakstri á bifhjólum.

          Varað er við reynslu­leysi og hraðakstri á bif­hjól­um.           mbl.is/​Frikki      

Bif­hjóla­mönn­um, sem hafa slasast al­var­lega eða lát­ist í um­ferðinni, hef­ur fækkað um 68% á milli ára. Þetta kom meðal ann­ars fram á ár­leg­um vor­fundi bif­hjóla­fólks sem hald­inn var hjá Sam­göngu­stofu í gær.

„Rædd voru ým­iss mál er varða ör­yggi og hags­muni bif­hjóla­fólks en á fund­in­um sátu m.a. fyr­ir svör­um full­trú­ar lög­reglu, Vega­gerðar­inn­ar og Sam­göngu­stofu. Fund­ur­inn var opin öll­um sem láta sig mál­efni bif­hjóla­fólks varða. Sam­göngu­stofa kynnti sam­an­tekt slysa­töl­fræði árs­ins 2015 þar sem þung bif­hjól komu við sögu. Í kynn­ing­unni kom fram að fjöldi slasaðra og lát­inna öku­manna þungra bif­hjóla lækk­ar um­tals­vert milli ára. Má sem dæmi nefna að sam­an­lagður fjöldi al­var­lega slasaðra og lát­inna árið 2014 var 28 en er kom­inn niður í 9 árið 2015. Þessi fækk­un al­var­lega slasaðra og lát­inna nem­ur um 68% milli ára,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

Fram kem­ur að óhætt sé að segja að átt hafi sér stað já­kvæð þróun á und­an­förn­um árum varðandi fækk­un slysa meðal bif­hjóla­manna. Born­ar sam­an við fjölda skráðra bif­hjóla sýndu töl­urn­ar að fækk­un slys­anna sé í öf­ugu hlut­falli við aukn­ingu í fjölda skráðra þungra bif­hjóla. Er þetta rakið meðal ann­ars til auk­inn­ar vit­und­ar veg­far­enda um bif­hjól í um­ferðinni, fræðslu og upp­lýs­inga­miðlun­ar og fækk­un í nýliðun bif­hjóla­manna.

Tuesday, 05 April 2016 22:57

Ferðasaga Kristjáns Gíslasonar

Gaflarar þakka Kristjáni Gíslasyni fyrir frásögnina og myndirnar frá heimsferð hans sem stóð yfir í rúma 10 mánuði.

Hér er linkur á síðuna hans:

 

http://slidingthrough.com/

 

 

Wednesday, 09 March 2016 21:02

Hippar-Hippar-Hippar

Hér er ein óbirt grein sem dúkkaði upp frá Óla bruna

Dúkki 3

Nei ég er ekki að tala um þann tíma þegar allir voru með sítt hár og lofuðu frjálsar ástir og frið, nei ég er að tala um þau mótorhjól sem flestir kalla Hippa þ.e.a.s. mótorhjól sem oftast eru með tveggja strokka V mótor, frekar hátt stýri og standpedalar, fótbremsa og skipting eru eins framarlega á grind hjólsins eins og mögulegt er. Þannig að þú situr í mjög svo þægilegri stöðu við akstur, ja svona í hálfgerðu U ef segja má svo. Þessi áseta veldur því að hjólin “höndla” virkilega vel í beygjum, hægt að leggja þau hressilega eða þannig sko, það er alveg ótrúlegt að þeir sem hanna keppnishjól fyrir kappakstur hafi ekki “fattað” “uppá” þessari frábæru hönnun !!!!!! Jæja nú er ég búin að eignast fullt af “vinum” þ.e. þeir sem lesa þetta og eiga Hippa !! En við erum ekki hörundsár er það nokkuð, því þrátt fyrir þetta smá bull í mér (hugsanlega rétt !) þá er þessi týpa mótorhjóla enn vinsælust hér á landi miðað við höfðatölu sem og í USA= ef ein beljan pissar þá pissa allar hinar segir sagan !!

En það hjól sem við ætlum að fjalla um í dag er 2016 Ducati Xdiavel sem er sko Hippi með stóru H-I, því þrátt fyrir útlit hjólsins sem svona “power” Hippi með stóru afturdekki þá er það með frábæra aksturseiginleika og Dukati hlustaði ekkert á þá sem sögðu að það væri útilokað að smíða Hippa með góða aksturseiginleika. Ekki bara frábærir aksturseiginleikar nei hjólið er líka virkilega flott finnst flestum. Hjólið kemur með 1262cc vatnskælum mótor, átta ventlum, beinni innspýtingu, græjan snýst allt að tíu þúsund snúningum. Er með sex gíra gírkassa og engin keðja eða drifskaft nei það er reimdrifið, minna viðhald og allt það ala Harley. Og það sem meira er áseta er sögð þægileg. Þetta er svona aflraunahjólið frá Ducati.

Ökumanni finnst aldrei vanta afl með uppgefin hestöfl uppá 156 miðað við 9500 snúninga og þrátt fyrir það vantar ekkert uppá togið sem er 95 lb-ft miðað við fimm þúsund snúninga. Og hvað gerir þennan Dúkka mótor svona skemmtilegan, fyrir utan það að þeir eru það nær alltaf: Jú það eru knastásarnir, tíming ventla sem Ducati kallar DVT (Desmodromic Variable Timing). Þessi samsetning mótors og því tölvudóti sem stýrir honum gerir það að verkum að hjólið tekur jafnvel hressilega við sér í efsta gír á 4000 snúningum þegar gefið er hressilega inn og lyftir framhjóli í fyrsta gír án mikilla átaka, ekki margir standard Hippar sem geta státað af því.

Eins og fleiri og fleiri mótorhjól í dag þá er inngjöf rafstýrð þ.e. engir barkar. Svo eru að sjálfsögðu alls konar stillingar fyrir inngjöf eða þrjár og þær eru: Urban-Touring og Sport, varla þarf að þýða þessi þrjú orð. Hjólið kemur með ABS sem virkar einnig í beygjum sem sagt er nýtt og allt þetta tölvudót talar saman. Einnig eru átta stillingar til að stilla átak í afturdekk. Gott er að lesa á mælaborð og LED ljósin í mælaborði gera það að verkum að mjög gott er að sjá allt. Dúkati mönnum hefur tekist vel að fela vatnskælingu hjólsins, pústkerfið fellur vel að lögun græjunnar og í stað nokunar plasthlífa er notaðar álhlífar. Vélin er að mestu svört og allt verður þetta að einni fallegri heild, hugsanlega verða krómaðdáendur ekki eins ánægðir. Svo er hægt að færa sig upp um eitt þrep og fá sér S hjólið og þá færðu ýmislegt t.d. betri Brembo bremsur og fleira góðgæti. Þetta hjól er engin léttavigt er sagt um 545 pund tilbúið til aksturs. Eins og áður sagt þá er þetta Hippi en á sterum og vöðvabúnt eru að öllu jöfnu harðari viðkomu og það sama á við fjöðrun í þessu hjóli.

Þarna er komin Hippi (kom reyndar á markaðinn fyrir nokkrum árum fyrst) sem þú getur tekið hressilega á og sameinar “krúser” eiginleika sem og að það má taka hressilega á græjunni í gegnum beygjur. Held ekki að neitt svona hjól sé komið til landsins en aldrei að vita að einhver Hippa aðdáandinn kaupi sér eitt til að vera öðruvísi.

Stolið og stílfært af netinu

Óli bruni

Dúkki 2 

 

2016 Ducati XDiavel Specs 
Engine: 1262cc Testastretta liquid-cooled L-Twin; eight-valve, Desmodromic w/ DVT
Bore and Stroke: 106 x 71.5mm
Compression Ratio: 13:1
Fueling: Electronic fuel-injection
Clutch: Wet multi-plate with self-servo slipper function; hydraulic actuation
Transmission: Six-speed
Final Drive: Belt, 28/80 gearing
Frame: Tubular steel-trellis
Front Suspension: Marzocchi 50mm inverted fork; three-way adjustable for spring preload, compression and rebound damping; 4.72 in. travel
Rear Suspension: Sachs gas-charged shock; two-way adjustable for spring preload and rebound damping; 4.33 in. travel
Front Brakes: 320mm discs with radial-mount Brembo M3-32 four-piston monobloc calipers
Rear Brake: 265mm disc with twin-piston caliper
Tires: Pirelli Diablo Rosso II, 120/70-17, 240/45-17
Curb Weight: 545 lbs. (claimed)
Wheelbase: 63.58 in.
Rake: 30 deg. / Trail: 5.12 in.
Seat Height: 29.72 in.
Fuel Capacity: 4.75 gallon
MSRP: $19,995; $22,995 (S model)
Warranty: Two years unlimited mileage

 

 

 

XDiavel Highs & Lows

Highs

  • Provocative new-age stance
  • Sport-oriented handling with cruiser-oriented controls
  • Refined Ducati sport appeal

Lows

  • Engine could be smoother under 3000 revs
  • Chassis sacrifices comfort versus performance
  • Standard seating position puts extra pressure on lower back

Dúkki 5

Dúkki 4

 

 

Sunday, 06 March 2016 18:46

Hjálparvana

Hér kemur síðasta greinin frá Óla bruna (a.m.k. í bili, engin veit hvað framtíðin ber í skauti)

 

Sögumaður hefur átt og notað mótorhjól í mjög mörg ár og skemmtilegustu ferðalögin eru sem lengst og þá vill hann helst ferðast einn, en stundum er gott að hafa ferðafélaga ekki rétt. Jæja ferðalagið hefst á góðum sumardeginn, minn maður er búin að yfirfara hjólið sitt, hlaða það farangri þ.e.a.s hliðartöskur, topptösku með tjaldi og svefnpoka þar ofaná, sem og tösku á bensíntank. Hjólið er ekki nein léttavigt lengur, en minn maður er vanur svona ferðalögum með hjólið fullhlaðið.

Eftir að vera búin að vera á ferðalagi í nokkra daga og alltaf gist í tjaldi eins og alvöru menn gera !! Hann stefndi á lítinn bæ sem hann hafði heyrt af, þarna væri gaman að skoða sig um og einnig að fá sér að borða, einnig væri frábær staður að tjalda þar rétt hjá. Jæja í þessum litla bæ fær hann sér að borða, skoðar sig um og að lokum áður en haldið er af stað aftur þá setur hann bensín á hjólið.

Hjólið og hann eru svona fulllestuð á við smábíl svo það fer aðeins að reyna á minn mann þegar hann ekur frekar þröngan málarveg (var óvanur að aka á möl) í átt að sögðu tjaldstæði, húsum fækkar og það er engin á ferli, hann mætir engum bílum, reyndar væri það frekar erfitt. Hann er búin að aka lengra en kortið hafði sagt honum og nú ekur hann upp nokkuð háa brekku og svo allt í einu þá bara endar vegurinn og hann þarf að snúa við á þessum þrönga vegi og þar að auki í halla oh shit.

Jæja vanur maður þetta ætti að vera ekkert mál er það nokkuð, en nei hann tekur þessa u-beygju alltof hægt og fellur á hliðina og það er ekki nóg með heldur rennur hann með hjólinu niður nokkurn hluta brekkunnar, mölin er laus í sér og hann nær ekki að stöðva hjólið. Hjólið og hann stöðvast nokkuð mikið neðar í brekkunni. Minn maður er bölvandi allan þann tíma sem hjólið rennur með honum niður hallann. Jæja hann er óslasaður og hjólið virðist ekki mikið skemmt, jæja svona tvö stefnuljós á Súkkunni skipta ekki svo miklu máli og smá rispur á pústi og bensíntank, allt hægt að laga. Hann skammast sín mjög mikið, hann svona vanur maður !!

Jæja hann reynir að lyfta hjólinu og það gengur ekkert, hann fer að tína af hjólinu og reynir aftur en ekkert gengur. Hann nær hjólinu aðeins upp en missir það alltaf niður aftur, bölvið heyrist örugglega marga kílómetra í burtu. Nú hugsar hann ég þarf hjálp en það er engin umferð svo nú er það gemsinn sem er tekin fram, andskotinn, helvítis, djöfulsins, drul ja þið skiljið: Það er ekkert GSM samband. Hann skammast sín enn meir við þá tilhugsun að labba alla leið til baka að litla bænum til að biðja um aðstoð. En það er ekkert annað í stöðinni. En hann reynir einu sinni enn við helvítis súkkuna og þegar hann er orðin rauður í framan eins og rautt epli af átökunum, þá heyrir hann kvenmanns rödd segja rólega: Vantar þig aðstoð sæti strákur ?

Minn maður sleppir hjólinu eina ferðina og snýr sér að röddinni sem kemur frá fallegri dökkhærðri stúlku sem er klædd í þröngan bol og í stuttubuxum sem og vönduðum gönguskóm. Hún er bara glæsileg á að horfa, hún segir ég er bara í fjallgöngu og sá þegar þú fórst á hausinn og renndir þér á hjólinu niður brekkuna eins og á magasleða !! En það næsta sem minn maður veit er að þessi sæta og alls ekki stóra stelpa tekur af sér bakpokann gengur að hjólinu, snýr sér við þannig að bakið snýr að hjólinu, beygir sig í hnjánum og tekur um mitt hjólið og bara rífur það upp og segir: Þú mátt alveg setja það á standarann og hafðu það í gír !! Þetta gerist allt á nokkrum sekúndum. Nú er minn maður ekki rauður í framan hann er svona fjólublár og stynur upp: TAKK

  

Ekkert mál segir sú sæta og bætir við: Þið karlmenn eruð svo viðkvæmir er þið þurfið hjálp frá kvenmanni við eitthvað sem þið ráðið ekki við og ég tala nú ekki um “bikera” og hlær svo !! Minn maður sem er um 190cm á hæð um 95 kg og í góðu formi stynur upp: Ég er slæmur í bakinu !! Sú sæta fer að tala um fallegt umhverfi og stundum sé leiðinlegt að ferðast einn, jæja hún ætli sér að gista á tjaldstæðinu hér rétt fyrir ofan bara beint upp þessa litlu brekku. “bikerinn” er svo annars hugar að hann bara setur hjólið í gang, fer að hrúga farangri á það og sú sæta spyr hvort hún geti aðstoðað !! En hvað gerir stóri sterki “bikerinn” jú hann þakkar aftur fyrir aðstoðina og ekur af stað í átt að litla bænum og fer að leita að stað til að tjalda á eða ódýru hóteli og það er ekki fyrr en þá að hann FATTAR hvað sú sæta dökkhærða var í raun að benda honum á þegar hún var að tala um að vera ein á ferð og tjaldstæðið sem hann ætlaði upphaflega að nota !! Já hann hugsar: Ég er alveg HJÁLPARVANA

Sönn saga !

Óli bruni

SA farangur 3

tekið af  bifhjol.is

Engir tollar lengur á hlífðarfatnað mótorhjólafólks

BY  · 27. FEBRUARY, 2016

Tuesday, 01 March 2016 17:13

Nakið

Hér er næst síðasta óbirta greinin frá Óla bruna

 

Nú er öruggt að allavega margir halda áfram að lesa er það ekki ??!! En er ekki að öllu jöfnu gaman að sjá sumt nakið (spurt eins og sálfræðingur !!), Jú er nokkuð öruggt svar hjá mörgum því hvað hafa menn/konur í huga þegar svona er spurt. Í þessu tilfelli erum við að tala um Yamaha XSR900 sem er nakinn græja í café racer stíl, þetta er 115 hestafla græja, sem er þriggja strokka. Það er nokkuð öruggt að það er hægt að segja að Yamaha hefur hitt naglan á höfuðið í hönnun þessa hjóls. Það er virkilega flott að horfa á (nakið!!), er svona með “retro” útlit og síðan er hægt að kaupa á það alls konar aukahluti og gera það þannig að þínu og hver vill virkilega orginal hjól með sama útliti og öll hin, sem og að ekki skemmir verðið (erlendis!).

Hjólið er sagt “höndla” virkilega vel já beint úr kassanum. Það heldur vel línu sinni þó tekið sé hressilega á því útúr beygjum, jafnvel þó vegur sé ósléttur og það lætur þig vita hvað er í raun að gerast og svarar vel öllu sem því er boðið ef segja má svo. Fjöðrun er sögð góð og þá sérstaklega miðað við verð, sama með bremsur, en hjólið kemur með ABS. Blaðamenn gefa því fimm í einkunn af fimm mögulegum vegna aksturseiginleika sem og hemla.

Eins og áður sagt þá er mótor þriggja strokka 847cc og skilar 115 hestum miðað við 10.000 snúninga, tog er sagt 64.5 fet.lbs. miðað við 8.500 snúninga. Það er bein innspýting og hún virkar vel í nær öllum gírum þó hægt sé ekið í háum gír, en hjólið er sex gíra. Blaðamenn gefa mótor næstum hæðstu einkunn eða fjóra af fimm mögulegum ekki slæmt það.

Allur frágangur og útlit fær hæðstu einkunn eða fimm af fimm mögulegum, sem er ekki alltaf raunin þó hjólin komi frá Japan, t.d. það sem er yfirleitt úr plasti á mörgum hjólum í þessum verðflokki er úr áli á XSR900, semsagt flott græja. Hjólið er búið ABS og inngjöfs stýringu, með þrjá stillimöguleika, sem og átaksstillingu til afturhjóls og sú stilling gefur þér tvo möguleika, þannig að engin ætti að fara á hausinn en geta samt tekið einn Bacon (prjóna) þegar þú vilt. Hér semsagt á ferðinni frábær nakinn græja. Lesa má hér að neðan þetta tæknilega.

Stolið og stílfært af netinu

Óli bruni

2016 Yamaha XSR900 Specs 
Engine: 847cc liquid-cooled Inline Three,
12-valve, DOHC
Bore x Stroke: 78.0 x 59.1mm
Compression Ratio: 11.5:1
Fueling: Fuel-injection
Transmission: Six-speed
Clutch: Wet multi-plate; cable actuation
Final Drive: Chain; 16/45 gearing
Frame: Twin-spar aluminum
Front Suspension: KYB 41mm inverted fork with spring preload and rebound damping adjustment; 5.4 inch travel
Rear Suspension: KYB gas-charged shock with spring preload and rebound damping adjustment; 5.1 inch travel
Front Brakes: 298mm discs with Advics four-piston calipers w/ ABS
Rear Brake: 245mm disc with single-piston caliper and ABS
Tires: Bridgestone Battlax S20 120/70-17, 180/55-17
Curb Weight: 430 pounds (claimed, ready to ride)
Wheelbase: 56.7 in.
Rake/Trail: 25.0 degrees / 4.1 in.
Seat Height: 32.7 in.
Fuel Tank: 3.7 gallon
MSRP: $9,490 (Matte Gray), $9,990 (60th Anniversary Yellow & Black)
Warranty: One year, unlimited mileage

 

Friday, 26 February 2016 16:26

INDIAN SCOUT SIXTY 2016

Enn einn Hippi

og þessi er frá USA

 

Indian Scout Sixty 2016

 

(ath. þessi grein er ferkar stutt og er sérstaklega hugsuð fyrir þá sem voru í Flensborg)

 

Margir segja að Indian sé í raun mikið merkilegra mótorhjól sögulega séð en Harley Davidson, ja allavega búið að fara á hausinn nógu oft !, en Harley var bjargað á sínum tíma af AMF (eða eyðilagt á tímabili). En snúum okkur að hjóli dagsins sem er Scout Sixty hjólið frá Indian og þó sumir segi Bigger is better þá ákvað Indian að fara hina leiðina því þetta hjól er með 999cc mótor en sá gamli var 1133cc (enn notaður í stóra bróðir). Þetta hjól er með hið hefðbundna Hippa útlit, þ.e.a.s. V-mótor og skiptipedali sem og afturbremsa framarlega á grind og stýrið er frekar hátt.

 

Þrátt fyrir þessa “afturför” þá er hjólið sagt í raun skemmtilegra í akstri en fyrri útgáfa og jafnvel flottara, einnig hefur verðið lækkað og hvað vilja menn meira, því það er hægt að kaupa aðrar útgáfur af Indian hjólinu með stærri mótor. En ekkert af þessum Indian hjólum er sporthjól nei þetta eru Hippar í ýmsum útgáfum og þessi hjól eru hugsuð til að “krúsa” með iljar beint uppí vindinn og hendur hátt uppi. En hafðu ekki áhyggjur því þú kemur þessari græju hraðar en 100 mílur og er örugglega þægilegur hraði á svona græju !! Aflið er sagt 78 hestar og togið 65 pund fet. Togið er það gott að þú ferð flestar brekkur í efsta gír og þá með farþega.

 

Hver er munurinn á Scout og Scout Sixty, fyrir utan mótorstærð, jú Sixty hjólið er meira og minna með svörtum mótorhlutum, sem og felgur og jafnvel lofthreinsari og grind. Svo spara þeir með vinil sæti frekar en leðri, Sixty hjólið tapar einum gír er fimm gíra í stað sex og jú svo eins og áður sagt minni mótor. Heilabúið (tölfustýringar) eru nær þær sömu en “prógrammaðar öðruvísi. Hjólið er með beinni innspýtingu. Við að fækka gírum þá segja þeir að hjólið titri aðeins meir í hæðsta gír sem er eðlilegt því það snýst að sjálfsögðu meira en sex gíra græjan í sjötta gír. Sixty hjólið er að snúast um 3700 snúninga á 70 mílum.

 

Fjöðrun er sögð nokkuð góð og hefur batnað verulega frá fyrri árgerðum, eldri hjólin voru með alltof mjúka fjöðrun var sagt. Sixty græjan er sögð skemmtileg í akstri fari vel með ökumann og þó ótrúlegt sé þá má halla því nokkuð vel í beygjum, en samt mætti fjöðrun vera enn betri, já það má alltaf bæta sig ekki satt ?? En þessi hjól eru miðuð við að útlit þeirra selji=töff hippi, ef þú ert að leita að hraða og miklum látum þá færðu þér Súkku Bandit og helst bláa !! Lesa má miklu meira um hjólið á internetinu en ég tel að myndir selji þessa græju frekar en einhverjar tæknilegar “spekkur”.

 

Fengið lánað af netinu

 

Óli bruni

 

Scout 2Scout 3Scout 4Scout 5

 

 

 

Friday, 26 February 2016 16:19

Kawasaki Z 800 2016

Allir “alvöru” mótorhjólamenn muna eftir þessum bókstaf þ.e.a.s. Z-unni sem var fjarlægð úr íslensku máli vegna mikils þrýstings frá Honda verksmiðjunum (alveg satt) vegna þess að þegar Kawasaki Z1 kom til sögunnar árið 1972 þá leit Honda CB750 út eins og gamall breti bæði í útliti sem og afli !!! (já já Honda var fyrst með superbike). Jæja þá eru aðdáendur/eigendur gamalla breta sem og CB750 hættir að lesa svo við getum þá snúið okkur að verkefni dagsins Kawasaki Z 800.

Kawi 1

 

Kawasaki verksmiðjurnar vöknuðu til lífsins fyrir ekki löngu því að “nakta” sporthjólið frá Yamaha sem heitir FZ-09 hefur selst eins og aðgangur að hugmyndum Pí-rata (uss enga pólitík). En eins og áður sagt er FZ-09 hjólið virkilega vel heppnað “nakið” sporthjól. En Z800 hjólið er svo sem ekki alveg ný hugmynd því það var kynnt til sögunar í Evrópu árið 2013 og hefur verið með því söluhæðsta hjá Kawasaki, svo það er nokkuð öruggt að 2016 útgáfa af hjólinu er enn betur heppnað og ekki spillir verðið segja þeir.

Kawi 2

 

Mótorinn í græjunni er fjögurra strokka í línu 806cc vatnskæld og sögð mjög svo “mjúk”, með mjög gott tog miðað við stærð mótors, tekur hressilega við sér við inngjöf, kúpling sem og sex gíra kassi vinna vel saman ef segja má svo. Áseta er þægileg fyrir nær alla, þó sætið sé frekar stíft, ekki má samt gleyma að þetta er sporthjól, hjólið er “mjótt” um mittið og hné leggjast vel að bensíntank, sætishæð er 32.5 og ættu flestir að ná þægilega niður. Þó mótorinn sé sagður svona frekar þýðgengur þá fer nokkuð að finnast fyrir titring þegar menn snúa græjunni uppfyrir 6000 snúninga en útsláttur er við 12000 snúninga og hjólið togar vel í, allt að útslætti. Hjólið tekur alltaf vel við sér þegar gefið er í útúr beygjum og lítið mál að spara framdekkið “ala” Bacon, en Ztan er samt ekki eins hress og FZ-09 Yamminn, það þarf aðeins að nota kúpplinguna til að prjóna hressilega.

Kawi 3

 

Framdemparar eru KYB inverted/upsidedown, en ekki er hægt að segja að fjöðrun hjólsins sé af dýrari gerðinni en dugar þó alveg, bæði fram og afturfjöðrun er stillanleg í báðar áttir. Hjólbarðar eru Dunlop Sportmax D214 og þeir virka vel á þessu hjóli, bremsur eru frá Nissan og hjólið kemur með ABS (allavega það sem prufað var). Eins og áður sagt er þetta ekki ný græja en þó samt að miklu leiti. Sagt er að eftirmarkaðurinn bjóði uppá alls konar aukadót fyrir hjólið. Já stærðin skiptir ekki öllu máli er það ?! En þessi Kawi sannar það að margur er knár þó hann sé smár sem og auðvitað eins og allir vita er Kawasaki lang besta japanska hjólið er það ekki eða var það Suzuki ?! (man ekki hvað formaður vor sagði !!). Lesa má nær allt tæknilegt hér að neðan.

 

 

 

 

 

 

SPECIFICATIONS

2016 Kawasaki Z800

ENGINE

liquid-cooled, DOHC, inline-four, four valves per cylinder

DISPLACEMENT

806cc

BORE x STROKE

71.0 x 50.9mm

COMPRESSION RATIO

11.9:1

FUEL SYSTEM

DFI with 34mm Keihin throttle bodies

IGNITION

TCBI with electronic advance

TRANSMISSION

Six-speed

FINAL DRIVE

Sealed chain

FRONT WHEEL SUSPENSION / WHEEL TRAVEL

41mm inverted fork with rebound damping and spring preload adjustability / 4.7 in.

REAR WHEEL SUSPENSION / WHEEL TRAVEL

Bottom-link Uni-Trak horizontal monoshock with piggyback reservoir, stepless rebound damping, adjustable spring preload / 5.4 in.

FRONT TIRE

120/70ZR-17 Dunlop Sportmax D214

REAR TIRE

180/55ZR-17 Dunlop Sportmax D214

FRONT BRAKES

Dual 277mm petal-type rotors with four-piston calipers, ABS

REAR BRAKE

Single 216mm petal-type rotor with single-piston caliper, ABS

FRAME TYPE

High-tensile steel backbone

RAKE / TRAIL

24.0º / 3.9 in.

OVERALL LENGTH

82.7 in.

OVERALL WIDTH

31.5 in.

OVERALL HEIGHT

41.3 in.

GROUND CLEARANCE

5.9 in.

SEAT HEIGHT

32.5 in.

DRY WEIGHT

482 lb.

FUEL CAPACITY

4.5 gal.

WHEELBASE

56.9 in.

COLOR CHOICES

Metallic Spark Black, Flat Ebony

 Kawi 4