Gunnlaugur Harðarson

Gunnlaugur Harðarson

Tuesday, 10 January 2017 09:28

Stefnir í stjórnarkreppu hjá Sniglum?

tekið af bifhjol.is

 

Eftir aðeins tvo mánuði verður haldinn árlegur aðalfundur Bifhjólasamtaka Lýðveldisins, Snigla. Bifhjol.is hóf því eftirgrennslan á hvaða stjórnarmenn/konur ætla að halda áfram eða hætta. Þá kemur í ljós að enginn af sitjandi fólki í stjórn eða varastjórn hefur hug að halda áfram störfum og stefnir því í alvarlega stjórnarkreppu innan Snigla. Ástæður þess að fólk er að hætta störfum eru af ýmsum toga, sumir hafa einfaldlega setið mjög lengi í stjórn og skilað sínu og telja að tími sé kominn til að hleypa öðrum að. Sitjandi stjórn vill því hvetja aðra til að bjóða sig fram til starfa svo ekki komi til þess að leggja þurfi samtökin niður. Sniglar sinna hagsmunagæslu mótorhjólafólks á Íslandi, meðal annars með þátttöku í Fagráði Innanríkisráðuneytis um umferðarmál auk þess sem að Sniglar eru aðilar að Samtökum Bifhjólasamtaka í Evrópu (FEMA). Sniglar standa líka fyrir vorfundi bifhjólfólks sem og árlegri hópkeyrslu bifhjólafólks, haldin 1. maí ár hvert. Kannski er því þinn tími kominn lesandi góður til að taka til hendinni fyrir bifhjólafólk í landinu?

 

Saturday, 31 December 2016 13:02

Áramótakveðja

Ágætu Gaflarar og aðrir hjólamenn.

Stjórn Gaflara óskar ykkur gleðilegs árs og þakkar fyrir árið sem er á enda komið.

Vonandi eigum við ánægjulegt hjólaár framundan.

Kveðja

Stjórn GAFLARA

Friday, 16 December 2016 21:55

Kröft­um Fenris sleppt laus­um

tekið af mbl.is

Í Kaup­manna­höfn er nýr dansk-ís­lensk­ur mótor­hjóla­fram­leiðandi að brjót­ast fram á sjón­ar­sviðið. Fyr­ir­tækið hef­ur látið lítið fyr­ir sér fara og áhersl­an verið á þróun nýrr­ar teg­und­ar mótor­hjóla. Eft­ir þrjú ár af hönn­un og próf­un­um er núna stefnt að því að hefja sölu á fyrstu hjól­un­um frá Fenris Motorcyc­les árið 2019.

Bjarni Freyr Guðmunds­son stofnaði Fenris með Jesper Vind. „Ég út­skrifaðist með masters­gráðu frá DTU í Kaup­manna­höfn árið 2011 og vann í fram­hald­inu heima á Íslandi í orku­geir­an­um, en fór fljót­lega aft­ur út til Dan­merk­ur til að at­huga tæki­fær­in í raf­magns­far­ar­tækja­brans­an­um. Ég kynnt­ist Jesper á þess­um tíma og fljót­lega urðum við sam­mála um að mjög áhuga­verðir hlut­ir væru að ger­ast á sviði raf­magns­mótor­hjóla, og framþró­un­in á milli ára of mik­il til að hunsa.“

Þeir Bjarni og Jesper stofnuðu fyrst fyr­ir­tækið Fut­ure Electric árið 2012 með það að mark­miði að búa til keppn­is­mótor­hjól sem nota mætti til að þróa tækn­ina áfram. „Við sáum tæki­færi í því að þróa betra afl­kerfi og stýri­kerfi og gát­um notað kapp­akst­ursum­hverfið til að bera okk­ur sam­an við aðra sem eru að fást við svipaða hluti.“

Eft­ir keppn­is­tíma­bilið 2014 ákváðu þeir fé­lag­ar að breyta um stefnu. Þá hafði þeim Bjarna og Jesper orðið mikið ágengt hvað snerti tækni­legu hliðina og orðið tíma­bært að huga að fjölda­fram­leiðslu á raf­magns­mótor­hjól­um fyr­ir al­menn­an markað. „Á þess­um tíma höfðum við verið að skoða tækn­ina og hvar mörk henn­ar lágu, við sáum fram á að geta náð bens­ín­hjól­um á fá­ein­um árum.“

Fyr­ir­tækið tók upp Fen­ris­nafnið í nóv­em­ber. Bjarni seg­ir nafnið inn­blásið af þeim fram­förum í hraða og krafti sem séu að eiga sér stað í þróum raf­magns­mótor­hjóla. „Fenrir var fyrst aðeins lít­ill úlf­ur sem guðirn­ir áttu, en hann óx og óx þar til hann var svo stór og sterk­ur að eng­inn gat hamið hann. Í dag er eitt stærsta verk­efni okk­ar að hemja kraft hjóls­ins og gefa öku­manni fullt vald á því.“

Stefnt á 4.000 hjól á ári

Sem keppn­islið fjár­mögnuðu frum­kvöðlarn­ir verk­efnið úr eig­in vasa en í byrj­un 2015 fékk fyr­ir­tækið danska og aust­ur­ríska fjár­festa til liðs við sig. „Það gerði okk­ur kleift að auka um­svif­in tölu­vert, og í byrj­un næsta árs mun­um við vinna að því að bæta við okk­ur enn meiri mann­skap.“

Bjarni seg­ir Fenris Motorcyc­les komið á þann stað í dag að tækn­in sé til­bú­in og síðustu próf­an­ir verði gerðar á mótorn­um í des­em­ber og janú­ar. „Næsta árið mun­um við vinna jöfn­um hönd­um að því að bæta tækn­ina og hanna út­lit hjól­anna og má vænta þess að eft­ir ár eða svo verði kom­in góð mynd á vöru sem færi á markað árið 2019. Það ár hyggj­umst við fram­leiða 500 hjól, og ætt­um auðveld­lega að geta náð fram­leiðslu­get­unni upp í 4.000 hjól á ári á inn­an við fimm árum eft­ir að fram­leiðsla hefst.“ Seg­ir Bjarni að mótor­hjól­in frá Fenris ættu að verða á svipuðu verði og sam­bæri­leg bens­ín­mótor­hjól.

Lá­rétt­ir gaffl­ar

En hver er áskor­un­in við að smíða raf­magns­mótor­hjól? Er þetta spurn­ing um eitt­hvað meira en að skipta út vél fyr­ir raf­hlöðu? Bjarni seg­ir Fenris hafa þurft að yf­ir­stíga margs kon­ar hindr­an­ir, og er sú fyrsta að koma allri tækn­inni fyr­ir. „Fyrsta mótor­hjól okk­ar var byggt á ramm­ann af gam­alli Hondu og kom­umst við fljótt að því að það væri alls ekki besta leiðin til að smíða raf­magns­mótor­hjól. Við þurft­um að fórna mik­illi getu og krafti til að koma raf­magns­tækn­inni fyr­ir í ramma sem var bú­inn til fyr­ir eitt­hvað allt annað. Varð því úr að þróa nýtt stell, sér­stak­lega sniðið að raf­magns­mótorn­um.“

Fenris fer þá leið að sleppa því að láta gaffal liggja beint úr stýr­inu niður í fram­hjólið. Þess í stað liggja fram- og aft­urgafl­arn­ir báðir lá­rétt út frá raf­mótor sem komið er fyr­ir neðarlega og aft­ar­lega á hjól­inu. All­ir aðrir hlut­ar hjóls­ins hvíla ofan á þess­um ramma, sem trygg­ir að auðvelt er að koma raf­hlöðum fyr­ir, enda þarf ekki að pakka þeim inn í þröngt sniðna grind. Þýskt sam­starfs­fyr­ir­tæki smíðar sjálf­an raf­mótor­inn og einnig fram­leiða sam­starfsaðilar raf­hlöðurn­ar og stýri­kerfi Fenris. „Við kom­umst mjög snemma að því að við gát­um ekki gripið til ein­hverr­ar til­bú­inn­ar lausn­ar og þurfti að hanna sér­lausn­ir fyr­ir alla hluta hjóls­ins. Til dæm­is er raf­hlöðupakk­inn allt öðru­vísi en í raf­magns­bíl­um.“

Betri stjórn í heml­un

Að hafa stýrið ekki bein­tengt við fram­gaffal­inn á meðal ann­ars að bæta stjórn á hjól­inu þegar hemlað er snögg­lega. „Á venju­legu hjóli get­ur hröð heml­un orðið til þess að „klára“ fjöðrun­ina í fram­hjól­inu. Við þetta fer höggið af brems­un­inni beint upp í hand­leggi öku­manns og hætt við að hann hafi þá minni stjórn á hjól­inu,“ seg­ir Bjarni, en í framöxl­in­um er svo­kölluð „hub center“-stýr­ing sem snýr öxl­in­um í sam­ræmi við snún­ing stýr­is­ins.

Það hvernig öxl­um og inn­volsi er komið fyr­ir veit­ir hönnuðum Fenris mikið frelsi: „Þetta þýðir að um leið og við höf­um sett fyrsta mótor­hjólið í fjölda­fram­leiðslu get­um við strax byrjað á því næsta og notað þenn­an sama grunn, og lít­ill vandi að t.d. hækka eða lækka sætið eða færa til stýrið án þess að þurfa að gera veru­leg­ar breyt­ing­ar á mek­an­íska hluta hjóls­ins.“

Ná stjórn á kraft­in­um

Hug­búnaður­inn skipt­ir miklu máli þegar raf­magns­far­ar­tæki eiga í hlut. Bæði þarf að vakta raf­hlöðurn­ar vel og tryggja að þær vinni inn­an marka sem há­mark­ar end­ingu þeirra, en líka að sækja aflið með þeim hætti að öku­manni sé ekki stefnt í hættu. „Þeir sem prófað hafa kraft­mikla raf­magns­bíla vita að snún­ings­átakið úr raf­magns­mótor get­ur verið gríðarlegt. Við kom­um fyr­ir skynj­ur­um sem nema hvernig hjólið ligg­ur og not­um hug­búnað sem kem­ur í veg fyr­ir að öll 150 kílóvött­in eða 200 hest­öfl­in úr vél­inni láti hjólið prjóna yfir sig. Get­ur not­andi hjóls­ins stillt hversu mikið hug­búnaður­inn gríp­ur inn í, þannig að tölv­an leyfi að fram­hjólið rísi upp um 0° og upp í allt að 40°,“ seg­ir Bjarni og bæt­ir við að há­marks­hraði fyrsta Fenris-hjóls­ins verði yfir 300 km/​klst. og hröðunin upp í 100 km/​klst. und­ir þrem­ur sek­únd­um, eða svipuð og hjá Ducati Panigale 1199.

Tóm­leg­ur markaður

Enn sem komið eru fáir keppi­naut­ar sem Fenris þarf að hafa áhyggj­ur af, og þeir fáu sem fram­leiða öfl­ug raf­magns­mótor­hjól í dag anna ekki eft­ir­spurn. „Stóru hefðbundnu mótor­hjólfram­leiðend­urn­ir eru ekki lík­leg­ir til að fara inn á þenn­an markað því tak­markað fram­boð á raf­hlöðum þýðir að ekki væri fjár­hags­lega hag­kvæmt fyr­ir t.d. Honda eða BMW að ætla að fjölda­fram­leiða raf­magns­hjól.“

„Eins og reið bý­fluga

Rétt eins og raf­magns­bíl­ar hafa ákveðna kosti og galla hafa raf­magns­mótor­hjól bæði sína styrk­leika og veik­leika. Bjarni seg­ir hjól­in frá Fenris hafa þann eig­in­leika að vera með krafta í köggl­um en henta samt vel til notk­un­ar í inn­an­bæj­ar­um­ferð. „Gall­inn við þau hraðskreiðu hjól sem við ber­um okk­ur sam­an við er að þau geta verið óþjál í þungri um­ferð og ekki skemmti­legt að vera stöðugt að berj­ast við kúpl­ing­una í dag­leg­um akstri. Þetta eru hjól sem njóta sín ekki að fullu fyrr en komið er út fyr­ir borg­ar­mörk­in. Raf­magns­mótor­hjólið er mun fjöl­hæf­ara, og jafn­gott til notk­un­ar í skrykkj­óttri borg­ar­um­ferð og úti á hraðbraut­un­um. Not­and­inn get­ur líka dempað niður aflið í raf­magns­mótorn­um til að laga hjólið að hæg­fara um­ferð, eða til að byggja upp hug­rekki áður en all­ir kraft­ar hjóls­ins eru leyst­ir úr læðingi.“

Áætlað er að staðlað drægi fyrstu mótor­hjól­anna frá Fenris verði 250 km en nær 190 km ef miðað er við dæmi­gerða notk­un. „Tveir hleðslu­mögu­leik­ar eru í boði; ann­ars veg­ar að nota inn­byggt hleðslu­tæki sem stungið er ísam­band heima eða ann­ars staðar þar sem kom­ast má í inn­stungu, eða að tengja mótor­hjólið við hraðhleðslu­stöð þar sem tek­ur um 45 mín­út­ur að full­hlaða hjólið.“

Bjarni seg­ir marga spyrja hvort raf­magns­hjól­in hljómi fal­lega, og hvort miss­ir sé af drun­un­um úr bens­ín­vél­inni. „Það heyr­ist tölu­vert í hjól­inu og nokkuð fal­leg­ur hvin­ur frá raf­magns­mótorn­um og keðjun­um sem hef­ur verið líkt við reiða bý­flugu. Við skilj­um vel þá sem hafa áhyggj­ur af hljóðleysi raf­magns­far­ar­tækja, og það heyr­ist lítið þegar hjólið stend­ur í stað. En þegar ekið er af stað heyr­ist vel í krafti raf­orkunn­ar, og þú heyr­ir í vél­inni hversu hratt þú ferð.“

Þessi teikning sýnir hvernig fyrstu mótorhjólin frá Fenris gætu litið ...
Þessi teikn­ing sýn­ir hvernig fyrstu mótor­hjól­in frá Fenris gætu litið út.
Stellið er fjölhæft svo að auðvelt er að útfæra ný ...
Stellið er fjöl­hæft svo að auðvelt er að út­færa ný hjól sem byggja á sama grunni. Að breyta t.d. stöðu sæt­is og stýr­is er lít­ill vandi. Teikn­ing­in sýn­ir tvær mögu­leg­ar út­færsl­ur.
Fram- og afturgaflarnir liggja út frá hringlaga mótornum sem situr ...
Fram- og aft­urgafl­arn­ir liggja út frá hring­laga mótorn­um sem sit­ur aft­ar­lega og neðarlega á hjól­inu.
Wednesday, 07 December 2016 18:51

Jólasending frá Óla bruna

Metisse

 

 

 

Allir hafa heyrt um Rickmann bræðurnar ekki satt ??!! En þessir tveir ensku bræður Don og Derek voru þekktir í Englandi uppúr 1950 fyrir góða frammistöðu í alls konar “drullumallarakeppnum”. Þeir bræður voru alltaf að leita að hinu fullkomna mótorhjóli og þá aðallega að grindurnar væru nógu góðar. Þeir hófu síðan framleiðslu á eigin grindum og var fyrsta hjólið í kynnt til sögunar í mars 1959, sem þeir smíðuðu kallað: The Mongrel sem þeir síðan breyttu í Metisse sem er franskt orð yfir: Ekki hreinræktað dýr. Sagan segir okkur að hjól þeirra bræðra voru bara frábær þeir notuðu alls konar mótora, tveggja strokka frá Triumph og BSA, eins strokka frá Matchless og síðan þriggja strokka mótora frá Triumph og auðvitað (fyrir Hondumenn) fjögurra strokka mótora frá Honda. Þessi hjól voru allt frá hefðbundnum drullumöllurum yfir í alvöru Café racer hjól og keppnisgræjur. Sjálfur Steve Mcqueen taldi hjól sem hann fékk frá þeim til að nota í Off road keppnum besta hjól sem hann hafi notað, það hjól var með tveggja strokka Triumph mótor (breskt er best).

 

 

 

En sagan er ekki öll sögð því árið 1982 eignaðist Pat French búnaðin til að smíða þessar frægur grindur og hélt áfram að smíða í nafni fyrirtækis síns MRD og hélt þannig nafni Metisse á lífi ef segja má svo. Það var síðan að núverandi eigandi Metisse: Gerry Lisi sem ákvað árið 2005 að smíða hjól sem hann kallaði MK5 og þetta hjól var ekki bara grind framleidd af honum, nei nú átti að smíða nýjan mótor frá grunni og hann var kallaður Adelaide, tveggja strokka og átta ventla, nota átti alla nýjustu tækni við framleiðslu þessa hjóls, en samt allt sett saman af starfsmönnum en ekki “vél”mönnum”. Þarna átti að halda gamla stílnum en nútíma áræðanleiki.

 

 

Árið 2008 hófst svo smíði Steve Mcqueen Desert Race replica hjólsins og var það gert í samráði við Chad son Steve, til að tryggja sem best að hjólið væri sem næst útliti gamla keppnishjóls Mcqueen, smíða átti 300 hjól í þessari sérstöku útgáfu.

En smá hnökrar urðu þess valdandi að þetta varð aldrei að fullkomnum veruleika, því Triumph verksmiðjurnar komu með sína eigin útgáfu af Steve Mcqueen hjóli og það í raun kollvarpaði hugmyndum Pat French, en Pat lét þetta ekki slá sig útaf laginu, því í dag má panta hjá honum í raun þrjár útgáfur af sama hjólinu, þetta Off road keppnishjól, síðan eins hjól með öllum búnaði til að aka á götunni og síðan Café racer hjól nakið eða með smá “feringu”. Þessi hjól kosta sitt enda handsmíðuð frá grunni, þú getur pantað eitt í dag og bíður síðan í þrjá til fjóra mánuði ef ég hef tekið rétt eftir!!!, þessar flottu græjur kosta: um 25000 pund og upp !! Jæja síðan er bara að bíða !!

Fengið að láni af netinu og þar má lesa miklu meira um Rickmann bræðurnar sem og sögu Metisse.  http://www.metisse-motorcycles.com/

Óli bruni

Cafe Racer

Cafe Racer með feringu

Gamli gamli

Mótor

Cafe spekkur

Nýi götu scramblerinn

Átta ventla nýi mótorinn

Steve 2

Steve M

Friday, 21 October 2016 07:45

Bobber Bobber Bobber Bobber Bobber

Við að lesa ofangreint þá dettur flestum í hug hardtail grind (engin fjöðrun að aftan) með Harley mótor, eða Triumph grind sem búið er að eyðileggja og breyta í hardtail og aumingja Triumph mótorinn og gírkassinn þurfa að hristast meira en venjulega. Ég hef sagt í gríni og alvöru reyndar að hardtail væri aðeins fyrir alvöru karlmenn (af báðum kynjum “nóta bene”). Því hverjum langar til að láta mótor sem og veginn sem þú ekur um að hrista nýrun laus og/eða fyllingar í tönnum lausar !!

En nú hefur Triumph (bresk er best) auglýst að þeir séu búnir að hanna og framleiða alvöru bobber með hardtail útliti en samt fjöðrun, ja svona hálfgerð Harley softail eftirherma, ekki leiðum að líkjast eða hvað ??!! Þarna er á ferðinni hjól sem er í raun nýja vatnskælda T120 Bonneville hjólið, já já Harley er líka orðin vatnskældur !!

Þessi nýja Bobber græja mun koma á markað í byrjun næsta árs. Nýja græjan er þannig hönnuð að mótor er með meira tog heldur en orginal T120 hjólið, að sjálfsögðu með ABS sem standard, ride by wire bensíninngjöf, tvær aksturstillingar, hefðbundin og regnstilling. Sæti fyrir einn svo eigandi getur ekki tekið eiginmanninn með !! Flat stýri en hægt að kaupa alvöru aparólu ! sem og aðra aukahluti til að gera hjólið sitt.

Bobberar hafa verið til frá því ja fyrir of eftir seinni heimsstyrjöld og þá aðallega í USA þar sem menn tóku allt óþarfa dót af hjólunum sínum svo þeir kæmust kannski aðeins hraðar, eða datt þetta dót bara af útaf hristing !! Já þeir hjá Triumph munu meira segja bjóða uppá hituð handföng og “cruise control” þ.e.a.s. sem aukahluti. Hjólið er með lága ásetu 690mm (27.1”), hljóðið er sagt flott með standard hljóðkútum en hægt að kaupa sér aðra kúta, litaval er gott eða hægt að velja um fjóra liti. En látum meðfylgjandi myndir segja söguna til enda og gleymum ekki: Breskt er best (ja Súkkur er líka ágætar !!)

Stolið og stílfært af netinu

Óli bruni

https://www.youtube.com/watch?v=xU3mICpWXwM

 

bb2

 

 

 

bb6

bb4

 

bb5

 

bb6

 

tekið af billinn.is

Í bréfi til Elon Musk, forstjóra Tesla Motors spyrja norsku mótorhjólasamtökin NMCU þeirrar einföldu spurningar hvort að Autopilot sjálfstýribúnaður Tesla Model S sé prófaður með mótorhjól í huga. Ástæðan er slys sem varð á hraðbraut í Noregi í sumar þar sem að ekið var aftan á unga stúlku á mótorhjóli, en Tesla bíllinn var með Autopilot búnaðinn virkan. Stúlkan lifði slysið af en slasaðist alvarlega. NMCU segist ekki vera á móti búnaði í bílum sem geta komið í veg fyrir slys en benda réttilega á að enginn bíll sem er á markaði í dag geti kallast sjálfkeyrandi. Einnig benda samtökin á að í nýlegri rannsókn John F. Lenkeit sem kynnt var á mótorhjólaráðstefnunni í Köln í vikunni, að svokallaður ADAS búnaður (Advanced Driver Assistance Systems) er ekki nægilega prófaður með mótorhjól í huga. Norski markaðurinn er einn sá stærsti fyrir Tesla í Evrópu og þess vegna skiptir þetta talsverðu máli fyrir bílaframleiðandann. NMCU biður svo Tesla Motors í lok bréfsins “að hætta að markaðssetja sjálfvirkan skriðstilli bílsins sem Autopilot, sem fær eigendur Tesla bíla til að halda að þeir geti einfaldlega hallað sér aftur, farið að fikta í iPadinum sínum og hætt að hafa áhyggjur af akstrinum.” Svar hefur ekki borist frá Elon Musk enn sem komið er.

tekið af bifhjol.is

BMW er um þessar mundir að fagna 100 ára afmæli sínu með ýmsum hætti en BMW hefur reyndar aðeins framleitt mótorhjól frá árinu 1923. Mörg tilraunafarartæki eru kynnt á árinu og það nýjasta er framtíðarhjólið sem reynir að horfa 100 ár fram í tímann hvað mótorhjól áhrærir. Burðarvirki hjólsins og vélbúnaður breytir sér í takt við akstursaðstæður. Í akstri líkist “vélin” sem er algjörlega mengunarlaus hefðbundinni Boxer vél en þegar hún er ekki í notkun leggst hún saman eins og harmonikka. Þríhyrningsgrindin er án samskeyta og í henni eru engar legur. Hún beygist í akstri og stífnar við meiri hraða. Meira að segja stýrið er hraðanæmt sem og dekkin sem mýkjast þegar þess er þörf. Að lokum er gallinn sem ökumaður hjólsins notar er vélrænn og styður við ökumanninn í akstri, en á hjálmaglerinu er hægt að sjá helstu upplýsingar frá hjólinu, auk bestu aksturslína framundan.

Já hann á afmæli hann Gaflari og er orðin tíu ára !! Mér er sagt að þessi eðalklúbbur væri ekki svona gamall nema af því að maður einn sem heitir Sigurjón hafi haldið þessu gangandi með hjálp góðra manna (reyndar segja sumir að hann geri þetta allt einn !!). Og í tilefni afmælisins þá fannst mér rétt að senda inn smá umsögn um í raun eina alvörumótorhjól heimsins:

Suzuki Bandit 1250S

Sumir segja að verið sé að snúa klukkunni til baka, sé í raun bara það besta sem hægt er og því hefur Suzuki ákveðið að fara aftur í fornöld (uss ljótt að segja) og byrjað að framleiða aftur Banditinn og þá í formi 1250S hjólsins með ABS. Heyrði reyndar að einn sem býr í Hafnarfirði hafi sent Súkku mönnum í hrísgrjónalandi a.m.k. 5 meil á dag í nokkur ár og beðið um áframhald þessa eina eðalhjól heimsins !!

En snúum okkur að þessari græju sem reyndar er búið er að skrifa oftar um á þessari síðu en nokkuð annað og því verður þessi grein með styttra lagi, en eðlilega því þetta er BESTA mótorhjól heimsins (munum að þetta er afmælisgjöf). Hjólið á sér langa langa sögn eða frá árinu 1997, en þá var hjólið kallað 1200 en var í raun 1152cc og loftkælt. Í dag er það orðið 1255cc og vatnskælt já bara eins og Harley !! Hjólið er komið með betri vindhlífar heldur en þau fyrstu og mörgu öðru hefur verið breytt.

Afhverju að koma með þessa græju aftur ?? (Sigurjón) Jú markaðurinn vill nakinn hjól sem eru ekki of dýr og ekki með svo miklum tölvubúnaði að menn þurfa varla að hjóla lengur sjálfir !! Hjólið er með alveg nóg afl en það sem skemmtilegra að það er endalaust tog til staðar á öllu snúningssviðinu, útsláttur er við 9500 snúninga og eins og áður sagt þessi græja er ekki hugsuð til að snúa upp á rörið og búast við einhverju eins og t.d. GSXR hjólið nei hér er eins og áður sagt: Togið er aðal málið. Eins og allir vita og án nokkurs gríns þá er þessi mótor í raun nær skotheldur (spyrjið bara Sigurjón) og marg búin að sanna sig og hægt að “tjúna” hann endalaust.

Er hægt að setja útá Banditinn ?? Nei (segir Sigurjón) jú það er víst hægt og þá aðallega sagt að hjólið er ja frekar já það er Þungt/Hlunkur ef segja má svo. Bremsur eru góðar en mættu vera betri, en ABS kerfið virkar vel. Verðið á græjunni er líka frábært og ekki hægt að kaupa mörg 1200cc hjól á þessu verði eða um $ 9900 í USA.

Jæja allt tæknilegt fylgir með og það sem vantar uppá má lesa á netinu, en þetta er í raun bara skrifað fyrir okkar ástsæla formann hann SIGURJÓN.

Stolið og stílfært af netinu: Óli bruni

.

 

 

 

 

                       

Dyno chart for the 2016 Suzuki Bandit 1250S ABS.

 

2016 Suzuki Bandit 1250S ABS

2016 Suzuki Bandit 1250S ABS

Base Price: $9,899
Warranty: 1 yr., unltd. miles
Website: 
suzukicycles.com

 

Instrumentation is a bit basic but includes a fuel gauge and is easy to read, day or night.

Engine
Type: Liquid-cooled, transverse in-line four
Displacement: 1,255cc
Bore x Stroke: 79.0 x 64.0mm
Compression Ratio: 10.5:1
Valve Train: DOHC, 4 valves per cyl.
Valve Insp. Interval: 14,500 miles
Fuel Delivery: 36mm dual throttle valve EFI x 4
Lubrication System: Wet sump, 3.7-qt. cap.
Transmission: 6-speed, hydraulically actuated wet clutch
Final Drive: O-ring chain

Electrical
Ignition: Digital transistorized
Charging Output: 400 watts @ 5,000 rpm
Battery: 12V 10AH

 

Front disc brakes offer good stopping power but need more feel. ABS is standard.

Chassis
Frame: Tubular-steel perimeter w/ box-section aluminum swingarm
Wheelbase: 58.5 in.
Rake/Trail: 25.3 degrees/4.1 in.
Seat Height: 31.7/32.5 in.
Suspension, Front: 43mm stanchions, adj. for spring preload w/ 5.1-in. travel
Rear: Single shock, adj. for spring preload & rebound damping w/ 5.4-in. travel
Brakes, Front: Dual floating discs w/ opposed 4-piston calipers & ABS
Rear: Single disc w/ 1-piston pin-slide caliper & ABS
Wheels, Front: Cast, 3.5 x 17 in.
Rear: Cast, 5.5 x 17 in.
Tires, Front: 120/70-ZR17
Rear: 180/55-ZR17
Wet Weight: 558 lbs.
Load Capacity: 490 lbs.
GVWR: 1,048 lbs.

Performance
Fuel Capacity: 5.0 gals., last 1.0 gal. warning light on
MPG: 87 PON min. (low/avg/high) 32.9/39.7/42.9
Estimated Range: 198 miles
Indicated RPM at 60 MPH: 3,200

Bandit 1

Bandit 2

Bandit 3

Bandit 4

 

Thursday, 22 September 2016 10:34

Frakkar lögleiða hanskanotkun á mótorhjólum

tekið af bifhjol.is

by       ·                            

 

screen-shot-2016-09-21-at-17-37-54

Frakkar leiddu í lög í dag að notkun mótorhjólahanska við akstur vélknúnna tvíhjóla er nú skylda. FFMC mótorhjólasamtökin hafa líkt og önnur mótorhjólasamtök hvatt til notkunar hlífðarfatnaðs en lagst gegn því að notkunin sé gerð að skyldu. Að sögn franskra yfirvalda eiga allir hanskar að uppfylla CEE staðla sem þýðir að þeir þurfi að uppfylla evrópska staðalinn EN 13594:2015. Lögleiðing hlífðarfatnaðar verður nú sífellt algengari í Evrópu, en notkun hanska, mótorhjólastígvéla, buxna og vestis hefur verið skylda í Belgíu síðastliðin tvö ár. Á Íslandi er notkun hlífðarfatnaðar einnig skylda en lögin tilgreina ekki hvað telst réttur hlífðarfatnaður. Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar hafa reynt að fá ákvæði um hlífðarfatnað í væntanlegum umferðarlögum í burtu. Á væntanlegum fundi Evrópusamtaka mótorhjólafólks (FEMA) í byrjun október verður fjallað sérstaklega um málið.

Sunday, 11 September 2016 19:37

10 ára afmælisfagnaðurinn

Nú styttist í 10 ára afmælisfagnað Gaflara sem haldinn verður 8 október n.k. í Kiwanisheimilinu Hjallahrauni.

Undirbúningur er kominn á fullt og von verður á góðu kvöldi með  veitingum og fleira.

Gott væri að þið félagarnir skráið ykkur á viðburðinn til að auðvelda áætlaða mætingu,

http://gaflarar.com/index.php?option=com_icagenda&view=list&layout=event&id=83&Itemid=304

 

Kveðja

Stjórnin