Gunnlaugur Harðarson

Gunnlaugur Harðarson

Monday, 02 October 2017 20:57

Aldrei að kaupa gamalt hjól á Íslandi !

Að eiga og reka eldra (gamalt) mótorhjól sem getur verið góð skemmtun og er það nær oftast. Þegar ég segi gamalt þá svona allavega eldra en 25-30 ára gamalt hjól, en ef miðað er við tollareglur þá þarf hjólið að vera 40 ára gamalt til að teljast fornhjól !! En hverjum langar virkilega að eiga gamalt mótorhjól, eru það ekki bara rykfallnir eldri borgarar sem nenna ekki að hjóla heldur bara vilja “dudda” sér í skúrnum við lagfæringar og dásama gömlu góðu dagana (uss er þetta satt).

Ekki er mikið framboð af gömlum hjólum hér á landi, en alltaf af og til koma auglýsingar um gömul hjól til sölu og þá nær oftast tilbúin til uppgerðar eða smá lagfæringar sem “fylgja” kaupum. Verð þessar gömlu hjóla er yfirleitt ekki hátt ef miðað er við vinsæl gömul hjól erlendis. En yfirleitt ef auglýst er gamalt hjól hér á landi sem hefur verið gert upp á nokkuð góðan máta og eigandi vill fá sæmilegt verð fyrir gripinn, segjum t.d. Hondu CB750 árg. 1972 með jafnvel orginal pústkerfi og eigandi vill fá sanngjarnt verð t.d. kr. 1.700.000, þá segja “áhugasamir” ha hva er ekki í lagi hjá þér þetta er 45 ára gamalt dót og bæta við ég hélt að svona 2-3 hundruð þúsund væri sanngjarnt fyrir svona gamalt dót !!

Síðan koma sögur um hin ýmsu verð á Ebay og hvað þetta sé ódýrt þar og ekkert mál að flytja þetta inn fyrir brot af ásettu verði þessarar okur Hondu !! Alveg hárétt það er hægt að fá Hondur, Yamma og já jafnvel Súkkur á frábæru verði þarna í útlandinu. Þau líta virkilega vel út á ljósmyndum og sögð lítið notuð (sérstaklega frá USA), jafnvel sagt að orginal hjólbarðar séu enn undir “flottu” græjunni (það eru bara hetjur sem nota 40+ ára gamla hjólbarða !!).

Svo var það þessi sem vildi alls ekki kaupa þessa CB Hondu á þessu líka okurverði ! Sér á Ebay eins hjól auglýst fyrir litla 6000 dollara sagt í toppstandi og ekið aðeins 7000 mílur, semsagt varla búið að tilkeyra það. Mótor sagður alveg orginal, orginal lakk á bensíntank, sem og pústkerfi, felgur, demparar, pakkdósir, pakkningar og já: Toppgræja. Græjan er keypt miðað við ljósmyndir og sölusögu seljanda á Ebay. Nú er að flytja flotta hjólið heim sem keypt var í miðríkjum USA til austurstrandarinnar, það kostar hugsanlega milli 300-500 dollara, nú þar sem þetta er svo flott hjól, þá er keyptur kassi á 150 dollara (ódýr). Síðan er það flutningurinn heim, sem getur verið frá 100-200 þúsund a.m.k. En hvað hjólið var svo ódýrt= Heim komið á gjalda um kr. 860.000 sem er frekar lágt reiknað af höfundi, en uss nær ekkert nálægt þessu okurverði kr. 1.700.000 !!

Dagurinn er runninn upp og CB 750 Hondan er komin til landsins og það er ekki eftir neinu að bíða, greiða gjöld af þessu eðalhjóli. Þetta er fornhjól (40 ára og eldra) er með 13% vörugjöld og síðan vsk uppá 24%. Hjólið er komið heim fyrir ca. 1.200.000 !! Eigandinn brosir útað eyrum komin með hjólið heim fyrir bara ekkert, já það munar 500 þúsundum á þessu hjóli og “okurgræjunni” sem auglýst var, eigandi þess hjóls ætlaði að reyna að græða helling !!

CB 750-2

Kassinn með fornhjólinu er fluttur heim með lyftubíl og kostar ekki nema 12 þús (ja svart) að flytja græjuna heim. Nýi eigandinn getur ekki beðið að rífa upp kassann, já honum líður eins og litlu barni á jólunum sem komið er í yfirspennu að bíða eftir öllum pökkunum !! Kassinn er rifin í tætlur með aðstoð góðs vinar. Og þarna loksins eftir smá áreynslu þá sér nýi eigandinn flottu CB Honduna sem honum hafði dreymt um í mjög mörg ár. Og það renna “gleðitár” niður vanga hans, svipað og þegar foreldrar eignast fyrsta barnið (uss er þetta ekki mótorhjólasaga !!!). En hve andskotinn, djölfulsins, helvítis, drullusokkar þarna í USA (annað sem sagt var er ekki hægt að skrifa þar sem börn gætu lesið þetta !!): Segir nýi alsæli eigandinn um nýju ódýru CB Honduna sína !!

 

Semsagt: Lakkið á þessum 45 ára bensíntank er “aðeins” upplitað og örfáar rispur, hliðarhlífar já þær fara í ruslatunnuna, teinar og felgur sem voru eins nýtt á ljósmyndum enda orginal fara í endurvinnsluna, eitthvað hefur mótor látið á sjá líka, vinurinn sem hjálpaði við rif á kassa bendir á framdempara og segir: Jæja nýjar bakkdósir þarf þarna og “fallegu” demparapípurnar fara eflaust til himnaríkis “hendu” dóts !! En hvernirg skildi nú einn fallegasti hluti fyrsta “súperbikesins” vera þ.e.a.s. pústkerfið sem einnig var sagt orginal: Það er haugryðgað og eflaust frábært í neftóbak en ekki mikið annað. Skoðun heldur áfram og brosið fallega sem myndaðist við kaup á þessu “ódýra” hjóli er fölnað eins og lauf að hausti (skáldlegur!!).

CB 750

En nú er komið að því sem öllu máli skiptir að setja græjuna í gang, náð er í bensín á brúsa, geymir virðist allavega ekki orginal, olía er nóg á mótor þó svört sé, sést líka á botni kassans að eitthvað hefur lekið af olíu (samt ekki breti). Nýi eigandinn þrýstir á konutakkann (rafstart) og það heyrast einhver hljóð sem svona er eins og þegar þú hristir máldós með nöglum í. Hjólið fer í gang eftir nokkrar tilraunir með innsog og án innsogs, það gengur ekki á öllum, svo kemur líka svona fallega blár reykur frá þessari flottu græju og það batnar ekki eftir því sem hjólið hitnar, nei það bara versnar. Brosið er nú horfið með öllu og vinurinn sem fylgst hefur með þessu öllu, reynir að hughreysta nýja eigandann og segir: Það fást allir varahlutir í þessi hjól hjá David Silver í Englandi, góð verð hjá honum hef ég heyrt !!!

CB 750-3

Nýi eigandinn hugsar, nei hann getur ekki hugsað því taugakerfið er hrunið, vonbrigðin eru svo mikil, hann horfir á vin sinn og segir: Þú segir ekki nokkrum manni frá þessu, þetta er flott hjól miðað við verð og það er lítið mál að gera græjuna upp, ég verð ekki lengi að koma þessu í alveg orginal stand, þetta eru bara smáaurar, já uss eitt til tvöhundruð þúsund kall og hjólið verður eins og nýtt. Nýi eigandinn heldur áfram að sannfæra sjálfan sig og smá saman fer taugakerfið í samt lag (í bili) og hann haldur áfram: Þetta verður meiriháttar gaman að geta gert þetta upp sjálfur, þó ég hafi nú aldrei snert á svoleiðis áður, þá er ég góður smiður, fæ mér bara svona leiðbeiningabækur og skoða jútúbe, lítið mál skal ég segja þér !!

 CB 750-7

Þegar hér er komið við sögu þá eru liðin nær tvö ár og þarna stendur CB 750 Hondan, eins og ný, það þarf sólgleraugu til að horfa á þetta glæsilega hjól, já þvílík fegurð. Lakkið, allt nýsprautað, meira segja grind, krómið nær allt nýtt króm, meira segja felgur með ryðfríum teinum, álið pólerað, mótor málaður ja sá hluti sem mála átti. Nýir afturdemparar, allt nýtt í framdempurum, nýtt rafkerfi (virðist sem USA mús hafi smakkað á orginalinu), nýr hraðamælir sem og snúningshraðamælir, sætið endurklætt af þeim besta í Kópavogi, nýtt pústkerfi (sem var á við siglingu með skemmtiferðaskipi í 14 daga í verði !!), mótor var tekin upp af toppmanni með mikla reynslu, blöndungum var ekki hægt að bjarga, ja svona má lengi telja. En hvað með það þetta var bara gaman þó nær öllu vinna hafi verið keypt út, þá hafði nýi eigandinn lært mikið við það að skrúfa í sundur allt sem hann gat, þó sumir hafi ekki verið ánægðir því það gleymdist að merkja hluti og engar ljósmyndir eða minnismiðar skrifaðir, en svona læra menn ekki satt.

Hvað kostar nýja CB 750 Hondan ?? Nýi eigandinn segir að það skipti engu máli, hann hafi fengið þetta á fínu verði, flest frá Davið Silver (sem keypti sér nýjan Bens) en örfáa hluti af Ebay. Vinnulaun fyrir málningarvinnu sem og uppgerð á mótor fékkst á fínu verði (svart !!). Sumir segja að nýi eigandinn af flottu CB Hondunni geti í raun hafa keypt þrjár eins og sú sem auglýst var á okurverðinu tveim árum fyrr !! Það skiptir engu máli ekki rétt svo lengi sem nýi eigandinn er ánægður, hann hefði aldrei látið plata inná sig Hondu á okurverði !!!

CB 750-4 

CB 750-6

 

Höfundur er með enga reynslu af ofangreindu, en er reyndar með uppgert gamalt hjól til sölu á OKURVERÐI !!!

 

CB 750-5

 

Thursday, 14 September 2017 17:18

Jóga æfing

Mér leiðist svo ykkur verður líka að leiðast ekki satt !! Eins og allir vita þá skoða alvöru hjólamenn bara heimasíður hinna ýmsu mótorhjólaklúbba um allan heim en ALLS ekki Fésið, nei það gera bara gamlar kerlingar og svo einstaka laumu fésari sem skoðar allt í gegnum síðu konunar sinnar á fésinu !! Jæja nú allavega eru tveir farnir að lesa þetta “bull”, en hér fyrir neðan er smá sönn mótorhjólasaga og hún fer að sjálfsögðu (hugsanlega !!) inná heimasíðu vora/okkar.

 

Sagan:

Eins og allir vita þá er mótorhjólasportið dýrt sport, hjólið sjálft, en reyndar eru notuð mótorhjól á Íslandi orðin mjög svo ódýr miðað við önnur lönd, borgar sig engan vegin að flytja inn notað mótorhjól. Jæja aftur að dýra sportinu: Kaupa hjól, tryggja það (úff nei ég ætla ekki að kaupa tryggingarfyrirtækið aðeins að tryggja eitt hjól !!), fatnaður, hjálmur, hanskar o.s.frv. Svo þarf í raun að eiga geymslu því þessi tæki fara frekar ílla á því að geymast úti. Því er stærsti hluti þeirra sem aka um á sæmilegum mótorhjólum: miðaldra einstaklingar með sæmilegar tekjur. Svo var ekki raunin fyrir ekki svo mörgum árum, enda voru hjólin kannski ekki eins flott þá og alls ekki t.d. fatnaður eða hjálmar, þá var líka miklu algengara að menn gerðu við hjólin sín sjálfir, já sáu um nær allt viðhald, nema þá kannski stærri mótorviðgerðir.

 

Enn lengra aftur í tímann til þess tíma þegar menn óku um á alvöru mótorhjólum, sem stundum fóru í gang og “eðlilega” láku olíu, semsagt Breskt er best og svo einstaka Harley sem voru í sömu “gæðum” og Breskt er best. Þegar þessi saga gerist þá átti sögumaður Triumph Bonneville 650 árg. 1972 (oil in frame/mótorolía í grindinni). Þessi tegund af Triumph var toppurinn frá þeim og Bonneville nafnið hafði gert þessi hjól heimsfræg,en eins og allir vita já allir !! þá var t.d. 1968 og 1969 Bonnie hjólið miklu betra í raun segja flestir, betri bremsur og bara miklu betra hjól. En hættum þessu tækniröfli og snúum okkur að sögunni.

 

Að hjóla á þessum gæða Bonnie var svona ja nokkur vinna, sætið lélegt, engin vindhlíf og eðlilega titraði græjan “ágætlega”, menn sátu svona í stellingu eins og þeir væru að biðjast fyrir (eðlilega !!). En semsagt ég var búin að vera á ferðinni í nær átta klukkustundir og vegirnir voru nú ekki góðir, að mestu malarvegir. Eins og maður gerði oft þá stóð ég upp og tók svona “endúró” stöðu til að rétta úr mér og fá smá líf í fæturna. Var um það bil að setjast niður þegar hægri standpedalinn brotnaði af (uss á breskt er best !!). Ég var þarna á um ca. 70- 80 km hraða og með það sama er sólinn á lélegu skónum mínum komin í götuna og ef þið sjáið fyrir ykkur jóga kennara að sýna nemendum hvernig hægt sé að setja hægri löppina fyrir aftan höfuðið þá var þetta nær eins ! Hægri löppin á mér sveiflaðist upp og aftur með miklu afli þegar skósólinn lenti í götunni. Ég heyrði og fann þegar hægri skórinn skall á hjálmi mínum (hef aldrei verið liðugur). Þetta var sko mjög vont, mér fannst eins og klofið á mér hefði rifnað (nú skil ég konur betur sem átt hafa börn!!). Að auki nær missti ég vald á hjólinu og sveiflaðist um allan veg, en sem betur fer var lítil umferð á þessum árum og ég náði loksins valdi á minni eðalgræju og ég tel það bara heppni en ekki hvað ég er góður hjólamaður.

 jóga

 

 

Ég skrölti áfram næstu tíu til fimmtán km, eftir að ég hafði skimað eftir standpedala en sá hann hvergi. Ég stöðvaði aldrei hjólið, því ég var svo aumur í klofinu að ég vissi að ef ég myndi gera það þá færi ég eflaust ekki af stað aftur í bráð, því ekki var rafstart á hjólinu nei það var startsveif. Af hverju að halda áfram næstu, jú ég var að leita að næsta sveitabæ með einhverjum aukabyggingum, því flestir alvöru bændur áttu suðugræjur, ekki þessa til að sjóða landa, nei til að sjóða málm. Loksins sé ég sveitabæ sem virðist vera líklegur. Ég ek upp veginn að honum og stöðva á hlaðinu. Þar taka á móti mér tveir smalahundar sem ólmir vilja tala við nýja gestinn. Sem betur fer er standarinn vinstra megin á hjólinu, en það tekur mig smá tíma að skríða af baki og þá finn ég virkilega fyrir þessari nýju jóga “æfingu”. Mér svíður all hressilega í klofinu og er viss um að ég hafi rifið eitthvað þarna niðri. En þegar ég er reyna koma þessum tveimur ferfætlingum í skilning um að ég ætli ekki að tala við þá í bili allavega, heyri ég rödd segja: Heyrði góði hvað ert þú að þvælast hér á þessu skrapatóli !! (hvaða hvaða vita ekki allir að breskt er best !!). Ég horfi í áttina þaðan sem röddin kom og þarna sé ég eldri mann sem stendur þarna í hurðinni að íbúðarhúsinu og er klæddur í svona grænleitar ullarnærbuxur sem og bol, þessi undirföt hafa hugsanlega einhverntíma verið hvít, en það hefur verið fyrir löngu síðan.

 

Ég segi: Afsakaðu en ég varð fyrir smá óhappi og vantar aðstoð, en allavega heiti ég Jón Jónsson og er úr Reykjavík. Karlinn horfir á mig og klórar sér í klofinu um leið og segir: Nú ertu úr stórborginni góði og rétt í því kemur kona í dyrnar líka, hún er frekar lágvaxinn og þéttholda, með ja svona mjög svo stóra mjólkurauglýsingu framan á sér (já maður man smáatriðin). Hún tekur fram í fyrir karli sínum og segir: Gústi minn hvað er þetta því býður þú ekki unga manninum inn, maturinn er tilbúin og komndu þér nú í einhverja leppa gamli, það er komin gestur !! Sá gamli segir ekki neitt í bili, en segir svo: Komndu inn áður en hún Jóna mín fer að skammast meira í mér, bætir einnig við: Hættu svo að andskotast í hundunum “góði”.

 

Til að gera langa sögu stutta (ja fyrir þá sem enn eru að lesa) þá var mér boðið að borða, þetta var heimareykt lamb, hvít sósa og að sjálfsögðu grænar Ora baunir, kaffi á eftir og sú gamla settist aldrei hjá okkur heldur borðaði svona á hlaupum. Já ég átti erfitt með að sitja þarna, mér verkjaði illa og sú gamla spurði mig meira segja af hverju ég væri haltur. Jæja að loknum góðum mat og spjalli um hvað væri að gerast í stórborginni, þá var komið að því að spyrja Gústa bónda um hvort hann ætti suðugræjur, já eins og áður sagt ekki til að sjóða landa heldur málm ! Hann hélt það nú og sagði eitthvað á þá leið, að maður án verkfæra væri eins og gleðikona án ja viss líkamshluta. Ég og Gústi bóndi gengum að loknu spjalli yfir í eina af byggingunum sem þarna stóðu rétt við íbúðarhúsið. Þar inni var gamall Massey traktor og ýmislegt annað og það var auðsjáanlegt að þarna var allt til alls.

 

Ég var í vandræðum með að koma hjólinu í gang því ég var alls ekki vanur að nota vinstri löppina við það og ekki bætti úr því Gústi bóndi horfði á með glott á vör. En það hafðist og ég kom hjólinu fyrir og útskýrði fyrir Gústa bónda hvað mig vantaði, semsagt eitthvað járnstykki sem gæti hentað sem standpedali. Gústi bóndi skoðaði þetta í rólegheitum og tuðaði eitthvað um að Massey væri miklu betra faratæki heldur en þetta “skrapatól”. Sagði síðan: Jæja þú nærð í þjöl “góði” og sverfur burt málningu og annað þar sem ég ætla sjóða teinbút á “skrapatólið”. Ég var ekki lengi að þessu og taldi mig gera vel, en Gústi bóndi var ekki hrifin af mínum vinnubrögðu og yfirfór þetta. Sauð síðan þennan flotta tein/stykki á grindina með logsuðugræjum sínum, hann meira segja málið yfir með grunni og svartri málningu eftirá.

Þess má geta að teinninn hans Gústa bónda var enn á hjólinu þegar ég seldi það tveimur árum síðar, meira segja gúmmí hlífin sem er á standpedulum passaði á teininn góða.

 Bonnie 1972

Gústi bóndi vildi endilega að ég gisti hjá þeim, en ég vildi halda ferð minni áfram, ég átti eftir um 150 km akstur á áfangastað og nú mundi ég eftir því að mig myndi vantaði bensín, því þær lokuðu allar um kl. 18:00 eða aðeins síðar. Því spurði ég hálf aumur Gústa bónda um hvað væri langt í næstu bensínstöð ? Hann horfði á mig með glott á vör og sagði: Það er búið að loka þeim “góði” minn, vitið þið ekkert í ykkar haus þarna í borginni eða hvað, sá gamli nær í stóran brúsa og réttir mér og segir: Þetta dugar örugglega, en ætlaðir þú nokkuð að aka á loftinu !! Þegar ég var að gera mig kláran að koma hjólinu í gang þarna í skemmunni, þá kemur Jóna með kaffi og nokkra Sæmunda í sparifötunum (kremkex) og bíður okkur.

 

Jæja ferðin er hafin aftur, eftir að hafa kvatt þessi eðalhjón og já komið hjólinu í gang sem var örugglega nokkur skemmtun fyrir þau hjónin, því það tók nokkuð mörg spörk með vinstri. Ég komst á áfangastað, en næstu tvær vikur gekk ég haltur, því samkvæmt úrskurði læknis þá hafði ég í raun tognað frá nára niður í stóru tá. En áður en sögunni líkur þá lærði ég eitt af Gústa bónda um sprungur í málmi. Sko góði minn sagði hann, góð leið til að leita að sprungum í málmi er á þessa leið: Þú þrífur svæðið vel, það skal vera þurrt og gera verður þetta innivið, þú hellir smá barnapúðri yfir viðkomandi svæði og lætur sitja yfir nótt, að morgni sérðu örugglega sprungur, þar sem púðrið leitar inní, má léttilega blása yfirborðspúðrið burtu, en ekki snerta með höndum. Tek það fram að ég hef ekki enn notað þessa aðferð, en eflaust virkar hún vel.

 

Höfundi dreymdi þessa sögu eins og ýmislegt annað um: Breskt er best !!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Loksins loksins, besta hjól heimsins prufað !

(ljósmyndir úr prufutúrnum fylgja)

 

Nú er komið að því, ég mun fá að prufa besta hjól heimsins, þetta er stór fullyrðing að kalla Suuzúúkíí Bandító 1200cc (blátt að lit) besta hjól heimsins en þetta hjól stendur algjörlega undir nafni. Ég skelf af spenningi og verð að segja frá því að ég hef sofið lítið undanfarna tvær nætur, því þessi dagur ætlaði aldrei að renna upp, er búin að bíða nú a.m.k. þrjú ár eftir þessari sögulegu stund. En hvað hefur tafið þessa prufu ? Jú það eru ýmsar orsakir fyrir því og ætla ég bara að nefna nokkur atriði: Vont veður af ýmsu tagi, t.d. of mikil sól, of lítil sól, rigning og/eða væntanleg rigning sem og annað sem snýr að veðri og jú landsleikur kvenna í fótbotla !! Svo má nefna ýmislegt með að “besta” hjól heimsins var ekki í standi til að standa undir nafni þann dag sem prufa átti græjuna t.d. of lítill vindur í hjólbörðum, of mikill vindur í þeim, hafði ekki verið skipt um olíu lengi (???), keðja nýsmurð eða ekki nægilega vel smurð ofl ofl. Svo var það auðvitað það sem tafði oftast og það var sjálfur eigandi “besta” hjólsins var upptekin við hin ýmsu mál t.d. að sinna ameríska Fíat klúbbnum eða öðrum svipuðum sem hann er í, eða hann var á ferðalagi með félögum í húsbílaklúbbnum Gómarnir, síðan var það fjórhjólaklúbburinn Þruman, en það sem oftast kom í veg fyrir þessa prufu var að hann eigandi “besta” hjólsins var að mála bílskúrinn heima hjá sér, þetta verður örugglega best málaði bílskúr heimsins, enda eðlilegt þar sem “besta” hjólið er geymt þar inni þær fáu stundir sem það er ekki í notkun.

Jæja aftur að “besta” hjólinu ég stend þarna og horfi með aðdáun á allar þessar fallegu línur, þetta er allt ein falleg heild, allt frá fjórum púströrum í rennilegt sætið, þessi blái litur sést aðeins í fallegum fjallavötnum. Hjólið er ekki einu sinni komið í gang en samt lítur það út fyrir að vera á 150 km hraða þarna sem það stendur hreyfingarlaust. Ég geng að því varlega já eins og að ótömdum graðhest, ég tala lágum tónum til “besta” hjólsins og bið það góðfúslega um að fá að gangsetja það. Ég sný lyklinum og síðan ýti ég á þennan fallega starttakka á stýrinu, áður hafði ég opnað fyrir innsogið og gefið græjunni örlítið inn, það tekur smá tíma að fara í gang með tveimur svona hálf sprengingum, sem er skiljanlegt því það er ókunnur maður að setja græjuna í gang. “Besta” hjólið fer í gang og hvílíkur hljómur já sjálfur Pavarotti uppá sitt besta hljómaði ekki svona vel. Þarna eru fjórir strokkar í gangi og hver og einn sendir frá sér himneskt hljóð. Mér var sagt að “besta” hjólið yrði að hitna nokkuð vel áður en lagt yrði í hann, á meðan hjólið er að hitna þá skoða ég öll þessi fallegu smáatriði sem ber fyrir augu, fallegt mælaborð, stýrið alveg rétt staðsett, standpedalarar alveg á háréttum stað, svona má lengi telja og ég skil vel að þeir sem lesa (allavega einn) þetta vilji fá miklu miklu námkvæmari lýsingu á “besta” hjólinu og ég lofa því að það kemur örugglega framhaldssaga !!

 

Nú er stundin runninn upp ég sest á hjólið (eftir að það var búið að hitna í fimmtán mínútur) og sætið já aldrei nei aldrei hef ég sest á eins þægilegt sæti, ég teygi mig í stýrið og já þetta er eins og að “besta” hjólið hafi verið smíðað sérstaklega fyrir mig. Ég tek í handbremsu og síðan kúplingu og set “besta” hjólið í gír, ja reyni það en hugsanlega er ég ekki nógu vanur svona græju því það þarf aðeins að taka á því til að koma “besta” hjólinu í gír, það gerist þó með smá smell/klikki og nú tek ég af stað eftir að hafa gengið úr skugga um að allir sem á horfa (voru örugglega tuttugu, skiljanlega) séu tilbúnir í að horfa á mig aka “besta” hjólinu í burtu, því ég ætlaði einn í þennan sérstaka prufutúr. Nú er það ég, gatan og hjólið, við erum ein heild sköpuð af himnasmiðnum sjálfum (sko hjólið, ekkert væmið er það nokkuð). Ég rétt tek á bensíngjöfinni og hjólið æðir áfram, þvílíkt afl, þvílíkt hljóð, þetta er fullkomið, ég skipti rólega um gíra og á örskömmum tíma þá er ég komin í 90 km hraða á klst. En eins og allir vita þá má ekki aka hraðar og reyndar hafði eigandi besta hjólsins bannað mér að fara hraðar en 100 km á klst. Sagðist ekki vilja að það sæist til þessa “besta” hjóls heimsins á einhverjum ólöglegum hraða, það hafi aldrei gerst og ætti ekki að gerast núna (sjá ljósmyndir).

Ég líð áfram eins og í draumi, aðeins fallegt hljóð þessa fullkomna fjögurra strokka mótors, vindurinn lendir lítið á mér jafnvel á þessum mikla hraða 95 km á klst, vindhlífin er eins og annað á þessu “besta” hjóli heimsins fullkomin. Ég kem að gatnamótum og bremsurnar virka fullkomlega og það er góð tilfinning að stöðva þarna á rauðu ljósi og finna að það horfa allir á mig, sko hjólið, jafnt gangandi sem akandi, já þvílík fullkomnun. Þessar fimmtán mínútur líða svo hratt að mér finnst að ég hafi aðeins verið eina mínútu á ferðinni. En eigandi besta hjólsins sagðist aðeins leyfa mér að prufa “besta” hjólið í fimmtán mínútur sem er skiljanlegt því hver myndi lána svona fullkomnun lengi ekki ég allavega. Stundin er runnin upp og ég stöðva fyrir framan eiganda “besta” hjólsins, sem stendur þarna strangur á svip og segir: Afhverju varstu svona lengi og fórstu nokkuð yfir 100 km á klst. Ég er bara orðlaus því hvernig segir maður frá fullkomnun ?? Það er ekki hægt, það er eins og þegar einhver spyr Harley eiganda: Af hverju Harley, þá segir Harley eigandinn: Ef þú þarft að spyrja þá skilur þú þetta ekki !! En að sjálfsögðu er það að bera saman “besta” hjólið og Harley eins og að bera saman fullkomin reiðhest og þreyttan Asna, það myndi engin jafnvel ekki Harley eigandi detta það í hug að bera saman “besta” hjólið og Harley: BESTA hjólið er fullkomnun, sköpuð í Japan.

 

Alveg sönn saga: Sem skrifuð er að beiðni eiganda “besta” hjólsins því boðorðið verður að bera út svo aðrir geti hugsanlega náð þessari fullkomnun: SKO með því að kaupa sér eins hjól ekki satt !!!!!

Bandit

Bandit 2

Bandit 3

Hann hafði hugsað um þessa ferð svo vikum skipti, já allavega í tíu mánuði og spenningurinn hafði aukist með hverjum degi því hann ætlaði að fara í þriggja daga ferðalag ásamt félögum sínum. Þó hann ætti lang besta hjól heims þá var samt mikið sem huga þarf að fyrir svona langt ferðalag !

Í það fyrsta það var að finna heppilega gistingu fyrir alla þennan hóp því a.m.k. kosti ellefu manns ætluðu að fara í þessa löngu og erfiðu ferð því nú átti að aka a.m.k. 500 km aðra leiðina og ca. 1200 km alls, já svona ferðalag krefst mikils af mönnum og eins gott að vera vel undirbúin.

Gisting er fengin í tveimur tíu fermetra timburhúsum sem í raun hýsa bara fjóra í hvoru en þessi hópur er vel stemmdur og þekkjast vel. Lítið mál að þó nokkrir hrjóti og leysi vind nær stöðugt, hvað eru þrjár nætur undir smá hljóðum frá báðum endum. Kannski verra að það er bara ein snyrting og hún er inní þessum tíu fermetrum. En það er einn stór plús: Fjögurra manna heitur potur á milli húsanna og hvað er dásamlegra en heitur pottur með tíu öðrum sveittum körlum, já í potti sem tekur bara fjóra !!

Minn maður hóf yfirferð á besta hjólinu um átta mánuðum fyrir ferðalagið og það var að ýmsu að huga fyrir þessa ferð. T.d. eru hjólbarðar nógu góðir fyrir þessa 1000 km, mun drifkeðja halda þetta út, það þarf að skipta um olíu og síu, það þarf að smyrja barka sem og annað sem smyrja þarf. Nú svo verður auðvitað að bóna hjólið nokkrum sinnum svo það haldi sínum eðalgljáa.

Olíuskipti gengu vel fyrir sig og ekki mikið af olíu fór á gólfið í skúrnum og þó, jú við síuskipti þá lak nokkuð af olíu á gólfið og minnti minn mann á umtal um leka Harley eða hvað þá gamla breta. En minn maður náði að þrífa þetta áður en eiginkonan skammar hann fyrir bölvaðan sóðaskap eina ferðina enn. Svo tók við smurherferð á börkum, alls konar nipplum ofl. Það var bölvaður hausverkur að ná undan dekkjum á þessari grjæu, já þessar leiðbeiningar frá hrísgjónalandi eru alltof flóknar fyrir minn mann, en að lokum hafðist þetta og nú var farið á næsta viðurkennda dekkjaverkstæði með báðar felgur til að nálgast nýja hjólbarða, sem svona okkar á milli voru ekki alveg nýir, þeir voru nokkurra ára gamlir og því á góðu verði. Já minn maður hafði lært ýmislegt af félögum sínum og þá sérstaklega einum sem segir stöðugt: afsláttur og já allt frítt er gott !!

Nýju gömlu hjólbarðarnir eru komnir undir og ekki voru leiðbeiningarnar um hvernig ætti að setja þetta undir betri úff alltof flókið. En við hjólbarðaskipti tók minn maður eftir því að drifkeðja hafði ekki verið smurð í a.m.k. mánuð ! Nú eru liðnir nokkuð margir mánuðir og minn maður er marg búin að fara yfir besta hjólið og hefur ekkert notað það þó ýmiss tækifæri hafi blasað við. Nei eftir að hafa bónað hjólið ca. níu sinnum þessa átta mánuði þá var eftir að fara eina yfirferð enn með sérstöku hlífðarbóni.

Dagurinn nálgast og spenningurinn sem og smá kvíði eykst, það þarf líka að pakka og konan hans neitar að pakka fyrir hann, hún segir bara þú getur sjálfur pakkað fyrir þessa hommaferð. Hann hugsar: Hvaða hvaða það er bara einn slíkur í þessum hóp og hann ætlar ekki með ! Minn maður er í vandræðum með að koma öllu fyrir því sem nauðsynlegt er að taka með. T.d. fjórar nærbuxur, tíu sokkar, átta bolir, fimm peysur, fjórar gallabuxur og einar sparibuxur, þrennar skyrtur, gönguskór, strigaskór, inniskór (konan bannar honum að ganga á sokkaleystunum), sundskýla, regngalli, goritexgalli, mótorhjólaklossar, vatnsheldar hlífar yfir klossa, tveir hjálmar ??, tvenn sólgleraugu, fernir hanskar af ýmsum gerðum og það minnir hann á að skoða hvort hitahandföngin á hjólinu virki. Síðan eru það ýmiss verkfæri, auka olía, olía fyrir keðju. Síðan auðvitað hreinsiefni fyrir hjólið og tuskur.

 

Jæja búið að hlaða hjólið og það eru tíu dagar í ferðina löngu, það lítur út eins og cameldýr sem ætlar að fara yfir stóra eyðimörk, er það ofhlaðið, nei ætti að vera í lagi, þó á bestahjólinu séu hliðartöskur, topptaska og tanktaska, kannsi ætti hann að hafa bakpoka fyrir nesti sem konan hefur tekið til fyrir hann og já nesti fyrir þrjá daga tekur líka sitt pláss. Svo má auðvitað ekki gleyma guðaveigunum sem konan má ekki vita af og þær verða faldar þangað til daginn sem lagt er í hann og þá þeim laumað á góðan stað. Vonandi duga þessir tveir viskípelar, ja hann ætlar að gefa með sér, já þrír bjórar fylgja með líka, nú ætlar minn maður að detta í það !! Það verður gaman að skála við félaga sína í heita pottinum.

Það er á morgun og minn maður sefur ekkert, hann hafði tekið sér tveggja daga frí fyrir ferðina, því það þarf að vera vel undirbúin. Síðasta nóttin er löng og honum kemur varla dúr á auga, maginn er í hnút og spenningurinn er að fara með hann, þetta verður sko gaman. Konan fer ekki á fætur á undan honum og kvartar yfir því að morgunmaturinn sé ekki tilbúin eins og venjan er ! En minn maður var lystarlaus með öllu. Það tók smá tíma að róa konuna og lagaðist ekki fyrr en á öðrum kaffibolla, eftir þrjú egg bacon og ristað brauð fyrir elskuna hans. Hún kveður hann ekki heldur bara spyr hvort hann verði komin heim svo hann geti græjað sunnudagsmatinn að vanda !!

Besta hjólið er lengi í gang og kannski ekki skrítið því það er örugglega spennt lika. Svo er það tékklistinn frá konunni, síðan hjólið skoðað vel með það er að hitna því eins og allir vita fer engin af stað áður en vél hjólsins er orðin vel heit. Minn maður drepur þrisvar á hjólinu áður en hann kemst af stað, hendur skjálfa aðeins. Hann ekur rólega að þeim stað þar sem hópurinn mun hittast og hann er mættur 45 mínútum áður en lagt er af stað, það mun engin þurfa að bíða eftir honum.

Menn mæta síðan koll af kolli, spjalla saman um væntanlega ferð og skoða hjóla hvors annars, hvaða hjól er mest skoðað ? Jú auðvitað besta hjólið og menn svona velta fyrir sér hvað allur þessi farangur sé að gera á hjólinu, ætli hann sé að taka fyrir hluta hópsins, því sumir eru bara með lítinn bakpoka ! Minn maður furðar sig á þessu kæruleysi, að leggjast í svona ferðalag ílla undirbúin, en það ekki hans mál en hann hugsar: Ég get allavega aðstoðað eins og vanalega í þessum ferðalögum, hann man vel eftir manninum sem lagði af stað á nær ónýtu afturdekki og sá á meira segja heildsölu sem selur hjólbarða, svo var það einn sem ók á tegund frá landi furðulegra forseta og sú græja bilaði auðvitað og minn maður var sá eini með verkfæri, en það hjálpaði ekki til í það sinnið, eins og búast mátti við af því hjóli hugsar hann.

Hann fer yfir reglur um hópakstur og minnir menn á hámarkshraða, menn eigi að halda hópinn og fara aldrei yfir 95 km hraða á klst. Bannað sé að lyfta framdekki, sem verður erfitt fyrir minn mann því besta hjólið er svo yfirhlaðið að aftan ! Nokkrir eru enn að setja bensín á sín hjól og aðrir þurfa að bíða á meðan, uss agaleysi hugsar minn maður.

Ferðin er hafin og minn maður leiði hópinn sinn og nú verður ekki stoppað fyrr en eftir námkvæmlega eina klukkustund, því ekki má þreyta menn, þreyttir menn eru hættulegir í umferðinni. Ferðin gengur hægt og mikið er um framúrakstur af öðrum ökutækjum, já þessir helvítis fávitar á húsbílum kunna ekki umferðareglurnar hugsar minn maður með sér þegar Fíat húsbíll ekur með ógnarhraða fram úr öllum hópnum, já meira segja í brekku. Þessi á Fíatinum veifar eins og óður maður þegar hann fer framúr og eflaust vegna þess að minn maður er félagi í húsbílaklúbb sem heitir: Gómarnir !!

 

Ferðalagið gengur vel, veðrið er gott og þessi stopp  einu sinni á klukkustunda fresti gera gæfumuninn, allir eru vel stemmdir, þó sumir séu eitthvað að tala um að gista á leiðinni, minn maður veit ekki til þessi að það ætti að gista á  leiðinni og hvers vegna þetta eru ekki nema rúmir 400 km á áfangastað. Þó ákveðið sé að hvert stopp sé nákvæmlega fimmtán mínútur, þá þarf alltaf að bíða eftir einhverjum og þá aðallega þessum sjúklingum sem enn reykja, minn maður hugsar með sér: eins gott að ég hætti þegar konan mín sagði mér það, en hún reykir nú enn svona þegar hún dettur í það allavega, en það er hennar mál að sjálfsögðu !

Áfangastaður nálgast og ekkert markvert hefur gerst á leiðinni nema í nágrenni við einn bæinn á leiðinni stöðvaði lögreglan þá og vildi vita hver ástæðan væri fyrir þessari lestarmyndun ? Já þessar löggur á þessum stað ættu nú að hugsa frekar um þennan hraðasktur sem þeir eru frægir fyrir að reyna að halda niðri. Þó minn maður bendi löggunni á óða manninn á Fíat húsbílnum þá verður sú löggan bara verri og segir: Ertu að grínast !! Já þessar löggur eru sérstakar, ætli þær verði ekki bráðum vopnaðar við öll og engin tækifæri, þá er eins og gott að segja ekki neitt því eflaust yrði vopninu beitt!!

Nú sjást þessi tvö fallegu hús og þau virðast nokkuð minni en ljósmyndir sýndu á heimasíðunni, malarvegurinn að húsunum hefur ekki verið heflaður í mjög mörg ár og það eru svo margar holur á honum að það gengur ekkert að forðast þær, það er hola við holu og að auki eru þær fullar af regnvatni og auðséð að það hafi ringt töluvert áður en hópurinn kom. Erfiðlega gengur að leggja hjólunum við húsin því jörð er blaut og hliðarstandarar síga niður í grasið, menn verða finna sér eitthvað til að setja undir þá svo hjólin haldist upprétt. Minn maður verður að finna stóra spítu því hjólið hans er frekar þungt !!

Húsin eru opnuð og á móti þeim taka óboðnir gestir í miklum mæli, það eru hundruðir af flugum þarna inni, lyktin er ekki góð og húsin virðast ekki hafa verið notuð lengi, það eru tvær tveggja manna kojur í hvoru húsi og við erum tólf með mér hugsar formaðurinn, átta manns í kojum og hinir á gólfinu, engar aukadýnur sjáanlegar en það eru lausar “sessur” í þessum eina sóffa í hvoru húsi, já þetta reddast hugsar minn maður þó sumir í hópnum séu farnir að tala um hver hafi pantað þetta og þeir ætli að fara leita sér að gistingu. Minn maður bendir á heitapottinn og segir til að létta á andrúmsloftinu: Nú fáum við okkur aðeins í tána og látum rennan í pottinn !! Það tekur nokkurn tíma að finna út hvernig eigi að láta renna í pottinn og það er auðséð að hann hefur ekki verið þrifinn í nokkuð langan tíma. Vatnið byrjar að renna og það er svona kakóbrúnt fyrstu tíu mínúturnar og að lokum verður það svona smá litað og minn maður brosir, dregur fram annan pelann sem hann faldi fyrir konunni. Bíður félögum sínum og þegar hann fær til baka er hann tómur !

Sumir eru að reyna að kveikja á grillinu og það gengur ekki alltof vel því brennarinn er ja svona aðeins ryðgaður og gasir flæðir frekar frjálslega, en þetta hefst og menn ætla að brenna af grindinni því hún ber þess merki að hún hafi ekki verið þrifin í langan tíma. Það komast fimm í pottinn í einu og þá með því að einn sitji í miðjunni, en þessir fimm ætla sér að nota hann og eru orðnir hressir og kalla stöðugt á meiri bjór og smá snaps, spyrja líka hvenær á að borða. Seinni pelinn er líka búinn og minn maður á bara einn bjór eftir !! Kvöldið er skemmtilegt menn vaða úr pottinum að grillinu, ná sér í brennda kótellettu og svo aftur í pottinn, það er orðin drulluslóð að pottinum að grillinu og inní bæði húsin, menn eru hættir að pissa inni því þetta eina klósett tekur ekki alltof vel við þegar sturtað er niður, eflaust er rotþróin full !! Kvöldið líður hratt og menn fara reyna koma sér fyrir, það var ákveðið að þessir yngstu fengju kojur og þessir gömlu væru á gólfinu, því þeir kæmust hvort er eð ekki uppí efri kojur !!

 

Minn maður á erfiða nótt, hann náði engum púða og þakkar nú fyrir að taka með sér öll þessi aukaföt, því hann liggur á þeim. Hrotur og búkhljóð eru á þeim nótum að það hefði verið betra að sofa á lestarstöð á háannatíma, en þetta var ódýrt og á heppilegum stað, já ekki nema þrjátíu km niður á aðalveginn og svo tíu km í næsta bæ. Menn eru líka að fara út til að pissa alla nóttina, því flestir voru með nóg af bjór fyrir sig. Minn maður liggur þarna og hugsar hvað þetta sé æði og gaman, hvað besta hjólið hafi farið vel með hann, enn þá allt í einu er stigið á lærið á honum og það hressilega og sá sem er þarna á ferð, hefur engar áhyggjur af því heldur rekur hressilega við og segir upphátt uss ég þarf að pissa aftur og nýbúin !!

Morgunverður á borðum kallar minn maður því klukkan er orðin átta og nú skal haldið í smá ferðalag um nágrennið og skoða fallegan foss sem og einhverja gamla kirkju. En menn eru eitthvað þreyttir, enda búnir að vera í löngu ferðalagi. Klukkan er orðin hálf ellefu og nú eru menn loksins komnir á fætur, sumir fara beint í pottinn sem er likari drullupotti en heitum potti, þrátt fyrir að gleymst hafi að skrúfa fyrir rennslið í hann, já menn eru líka fá sér smá bjór með þurru fransbrauði. Að lokum eru það fimm sem halda í þessa stuttu skoðunarferð um nágrennið og sú ferð er bara góð, minn maður kemst á klósettið í næsta bæ og fær sér líka aðeins að borða, því einhverjir borðuðu matinn hans sem konan hafði tekið til, en alltaf gaman að gleðja félaga sína.

Þegar komið er til baka er mikið stuð á staðnum, potturinn góði er í fullri notkun og grillið er líka í gangi, það eru pappadiskar útum allt utandyra sem innan, ásamt tómum bjórdósum. Þessir fimm eru varla búnir að leggja hjólunum þegar einn þeirra sem eftir varð kallar: Þið verið að drífa ykkur í næsta bæ og kaupa meira “bús” áður en lokað er. Minn maður segist redda þessu og leggur aftur af stað ásamt einum öðrum sem segist hvort er eða þurfa kaupa meiri mat fyrir sig. Kvöldið líður eins og fyrra kvöldið sem og nóttin, minn maður er orðin mjög þreyttur og sefur ekkert því hann drakk ekki mikið. En þetta er frábært góðir félagar og mikið fjör.

Helgin er liðin með tveimur skoðunarferðum fimm í þeirri fyrri en aðeins þrír í þeirri seinni !! Nú skal haldið heim, menn eru mislengi að vakna og því erfitt að fara að taka til. En minn maður fór framúr kl. sjö og fór að hreinsa upp rusl utandyra, síðan reynt að þrífa pottinn sem í raun gekk ekki, en leiguskilmálar voru á þeim nótum að húsunum yrði skilað hreinum og ekkert rusl á staðnum !! Það er ekki fyrr en uppúr tíu að fyrstu menn fara á fætur og röfla um að gott væri að fá eitthvað að borða, því löng ferð sé í vændum. Það er með herkjum að menn fást til að hjálpa við að taka til, en að lokum er þetta komið, þrír úr hópnum taka að sér að ferja rusl, en minn maður getur ekkert tekið því hans hjól er fullhlaðið. Lagt er af stað, veðrið er fallegt eins og það hefur verið alla helgina og minn maður minnir alla á að halda hópinn og huga að umferðahraða.

Það er stöðvað í næsta bæ og þessir þrír losa sig við allt ruslið og sumir fá sér puslu og kók, eða annað, minn maður fær sér tvær pulsur því hann er svangur vel. Menn tala ekki mikið en minnast á frábæra helgi og þynnku. Lagt er stað og það líður ekki langur tími þangað til allt í einu: Einn úr hópnum tekur framúr hinum og hverfur augsýn, það fylgja honum aðrir þrír skömmu síðar. Að lokum er það minn maður og sá næst elsti sem eftir eru og halda sér á réttum ökuhraða, en menn verða fá að spretta úr spori og þá sérstakleg þessir yngri, maður er ungur og leikur sér hugsar minn maður með sér. Að lokum er heim komið eftir frábæra helgi og minn maður getur ekki beðið eftir næstu ferð á næsta ári. Hann gengur frá hjólinu og öllum búnaði því annars myndi konan taka hann á teppið. Það er engin heima svo minn maður fer að þrífa hjólið og ekki veitir af því það er skítugt mjög, hann er varla hálfnaður þegar konan kemur heim og heilsar með orðunum: Er maturinn ekki að vera til, Sigga frænka og Gunni eru að koma í mat eftir hálftíma !!!!

Höfundur er:  fer aldrei í ferðalög, því konan gefur ekki leyfi !!

Heitur pottur

Saturday, 20 May 2017 18:17

Mótorhjólaskógur

Formaðurinn og gjaldkerinn fóru í hina árlegu skógræktarferð í dag.

Það er góður árangur af þessu starfi þrátt fyrir að þetta sé langt inni í landi og hátt yfir sjávarmáli.

Sjá myndir í nýju albúmi.

Einnig er hér linkur á myndband sem BMW klúbburinn gerði um ferð sína í mótorhjólaskóginn 2017.

https://vimeo.com/218549095

 

Friday, 21 April 2017 20:31

BIKE CAVE - tilboð

Bike cave býður öllum félögum Gaflara hamborgara, franskar og gos á kr. 1.495,-

Þeir eru staðsettir í Hafnarborg og í Skerjafirði, http://www.bikecave.is/

 

Wednesday, 05 April 2017 18:44

Rétt leið til að Selja mótorhjól !

Ekki fyrir svo mjög löngu auglýsti eigandi Sússsúkíí hjólið sitt og þetta var meira að segja Bandító 1200 semsagt hið fullkomna mótorhjól. En ekki var mikill áhugi á þessu hjóli, skrítið miðað við að eins og við vitum öll að þetta er ekki bara besta hjólið heldur langbesta hjólið !!

En hvernig sem eigandi besta hjólsins reyndi þá var ekki mikill áhugi, hann jafnvel lækkaði verðið, hann fékk nokkur tilboð en þau voru öll langt undir eðlilegu verði fyrir besta hjólið. Já þetta voru bara dónatilboð, því hjólið var meira segja með nýjum hjólbörðum og alveg nýrri olíu, já ekki dónalega að fá besta hjólið tilbúið til notkunar.

Það eru liðnar nokkrar vikur og já jafnvel nokkrir mánuðir frá því besta hjólið var auglýst og enn eru þetta bara “heimsk” tilboð frá mönnum sem aldrei hafa átt SússsúKíí og hvað þá Bandító og skilja þetta bara ekki, (hugsanlega ætti að halda fræðslufund um ágæti þessara hjóla !). Þar sem þetta er bara bullsaga þá er ekki vitað um líðan eiganda besta hjólsins, leið honum ílla og var orðin vonlaus, nei örugglega ekki því hann á enn Besta hjólið ekki satt.

Svo var það eitt kvöldið að haldin var fundur hjá besta klúbb heimsins og þarna átti að fara yfir liðið ár, t.d. hvað hafi verið gert, ferðalög, samkomur og skemmtanir, reikningar ársins og allt var þetta eins og árið á undan: FLOTT. Svo var komið að kosningu stjórnar (hvað kemur þetta sölu besta hjólsins við !!!) og undur og stórmerki hún stóðst áhlaup manna sem vildu í stjórn eða þannig !!

En þar sem mönnum stundum leiðist á svona fundum þá fór í gang umtal um besta hjólið og það væri eitt svoleiðis til sölu, menn lifnuðu við, nú var eitthvað að gerast á fundinum góða og reyndar varð aðal umtalið um af hverju menn væru nú yfirleitt að selja svona eðalgripi, það ætti aldrei að gera. Eins og alltaf eru allir með “snjallsíma” og fóru að skoða myndir af þessum glæsilega Bandító sem var reyndar ekki í rétta litnum. Fljótlega sagði einn fundarmanna (sem telur breskt best og hefur því ekkert vit á mótorhjólum): Þetta eru frábær kaup og glotti, næsti maður sagði já algjör snilld og fljótlega voru menn farnir að senda skilaboð á eiganda besta hjólsins, skilaboð þessi innihéldu tilboð í besta hjólið en frekar lág tilboð. Sá sem á bara ónýt hjól (Bresk) sagðist ætla að kaupa Besta hjólið því formaðurinn (nýkjörin með eins atkvæða mun !!) hefði sagt honum að Sússsúkíí laus maður væri eins og pu%&ulaus gleðikona. Leikar æsast og nú er stór hluti fundarmanna farnir að gera tilboð og allt í einu er besta hjólið orðið “mega” eftirsótt. Ekki er vitað hvort Sússsúkíí Bandító hafi selst þetta kvöld en máttur umtalsins virkaði: Einn segist ætla kaupa og ekki líður á löngu þangað til öllum langar í besta hjólið.

Niðurlag: Munið bara ef þið ætlið að selja hjól þá að biðja einn félagann um að segja frá áhuga sínum að kaupa gripinn og helst að fá tvo sem segjast ætla að kaupa græjuna og það er öruggt að fljótlega vilja nær allir eignast: Besta hjólið !!

Höfundur er óþekktur (því hver vill setja nafn sitt við svona bull).

bandit 1200

Sunday, 02 April 2017 18:24

John Surtees

John Surtees kappaksturshetja sem varð bæði heimsmeistari á mótorhjólum og bíl.

 

Surtees 1 

Hver þekkir ekki þetta nafn sem er hér að ofan, allavega flestir sem eru komnir eins og sagt er: Til vits eða ára ! John fæddist á því herrans ári 1934, sonur eiganda og umboðsmanns mótorhjóla í London. John var ekki gamall þegar hann vann sinn fyrsta kappakstur og þá sem farþegi í hliðarvagni á Vincent mótorhjóli sem faðir hans ók, en feðgarnir voru dæmdir úr keppni vegna ungs aldurs John. Fyrsta alvöru keppnin sem John tók þátt í var þegar hann var fimmtán ára og þá í keppni sem fram fór á grasi.

Sextán ára var John farinn að vinna sem nemi í Vincent verksmiðjunum. Það leið ekki á löngu þangað til John var farin að stríða frægum kappaaksturshetjum og fór hann fljótlega að keppa á Norton keppnishjólum sem Norton verksmiðjunar létu hann hafa eftir að yfirmaður að nafni Joe Craig í keppnisdeild Norton sá hvað ungi maðurinn gat. Á fyrsta ári sínu þ.e.a.s. árið 1955 hafði John afrekað það að vinna þáverandi heimsmeistara Geoff Duke á Silverstone og einnig á Brands Hatch. En Norton verksmiðjurnar voru ekki fjárhagslega stöndugar og því ákvað John að fara keppa fyrir MV Augusta og ítalarnir kölluðu hann fljótlega Filio del vento= Sonur vindsins !

Árið eftir eða 1956 vann John sinn fyrsta heimsmeistartitil á MV Augusta, en árið eftir var ekki eins skemmtilegt fyrir John því Gilera sem og Moto Guzzi hjólin voru betri og John náði aðeins !! þriðja sæti í heimsmeistarkeppninni. En Gilera og Moto Guzzi hættu keppni í Grand Prix í lok ársins 1957 og því var það ekki erfitt fyrir John (og þó) að verða heimsmeistari árin 1958-1959 og 1960, John vann 32 keppnir af 39 sem hann tók þátt í, einnig var hann fyrsti maðurinn til að vinna Senior TT á Isle of Man þrjú ár í röð.

Árið 1960 ákveður John sem þá var tuttugu og sex ára að snúna sér að akstri kappaksturbíla og hans fyrsta keppni í formúlu 1 var á Silverstone brautinni og þá keppti hann fyrir Team Lotus. Í sinni annarri keppni náði hann öðru sætinu og keppti fyrir nokkur lið, en á árinu 1963 keppti hann fyrir Scuderia Ferrari og strax árið eftir varð hann heimsmeistari. Ekki var þetta allt dans á rósum því John slasaðist ílla árið 1965 þegar hann keppti í Ontario Kanada og brotnaði John mjög illa og það illa að sagt var að önnur hlið líkama hans hafi styðst um fjórar tommur. Honum var “tjaslað” saman án uppskurða að mestu leiti og náði sér nokkuð vel.

John hætti hjá Ferrari eftir að þeir sögðu við hann: Þú ert ekki í formi til að taka þátt í 24 tíma kappakstri vegna óphappsins, en John taldi sig vera í fínu formi og hætti því hjá Ferrari mjög ósáttur og fór yfir Cooper Maserati og náði öðru sætinu í heimsmeistarakeppninni þ.e.a.s. á stigum sem ökumaður. Hann ók síðan fyrir t.d. Honda, en stofnaði síðan sitt eigið lið árið 1970, en hætti sjálfur að keppa fyrir alvöru tveimur árum síðar.

 

John gerði ýmislegt eftir að hann hætti að keppa t.d. var með mótorhjólaumboð, Hondu bílaumboð. John Surtees kvaddi okkur 10. mars síðastliðinn. Engin annar hefur leikið það eftir að vinna bæði heimsmeistara titil í Grand prix mótorhjóla og Formúlu 1, þó t.d. Mike “the bike” Hailwood hafi gert það nokkuð gott í kappakstri á bílum. Blessuð sé minning þessa snillings, sem varð heimsmeistari árin 1956, 1958, 1959 og 1960 á mótorhjóli og síðan á heimsmeistari í Formúlu 1 árið 1964. Ekki má gleyma því að Surtees var heiðraður á ýmsan máta meðan hann lifði og lesa má miklu meira um hann á netinu sem og annarsstaðar.

 

Höfundur er félagi í Göflurum

Surtees 2

Thursday, 30 March 2017 18:44

Ekki til betra Mótorhjól !!

Söguhetjan sem heitir Victory John er búin að kaupa sér draumhjólið, fram að þessu hefur hann sagt öllum sem nenna að hlusta SKO Súúúsúkíí er í lang besta mótorhjólið í heiminum, enda allt gott sem kemur frá hrísgrjónalandi og toppurinn kemur að sjálfsögðu frá Súúúsúkíí ! Victory John hafði meira segja einu sinni leigt sér hjól framleitt í landi mannsins sem ætlar að bjarga Mexícó frá USA ! Eftir að hafa hjólað á þessari framangreindu loftpressu í nokkra daga þá sagði hann, uss uss hver í andskotanum dettur í hug að framleiða svona endemis drasl og bætti við ég fæ í bakið um leið og ég sest á þetta, sætið er alltof mjúkt, stýrið alltof hátt, meira segja eru ekki standpedlarar á þessu járnadrasli nei heldur bara svona gangstéttir, já meira segja útvarp, hver í fjandanum þarf útvarp sem ekur mótorhjóli ??!!

H-D -2

Þessi rúmlega vikuleiga á þessu handónýta drasli hafði þau áhrif að Victory John fór á heilsuhæli fyrir eldri borgara svona svipað og heilsuhælið í Hvergerði, en var vísað í burtu eftir þrjá daga því hann talaði stanslaust um Súúúsúkíí já meira segja uppúr svefni, einnig var hann nappaður við að fá sér hamborgara í næsta nágrenni meðan hann átti að borða bara “rissóttó” og kál !!

En nú hefur söguhetjan stolist til að vera á netinu í nokkuð langan tíma, konan hans hélt meira segja að hann væri að skoða einhverjar vafasamar síður (varla á hans aldri). En nei hann var að skoða hjól framleidd (að sögn) í guðs eigin landi þar sem allt er stórt og nær allir geta orðið forsetar. Já hann var enn sannfærðari eftir að hann heimsótti fræga bensínstöð þar sem réði ríkjum maður sem átti Eina Rétta hjólið. Þessi eigandi bensínstöðvarinnar var í raun “prestur” þ.e.a.s. hann boðaði hina einu sönnu trú: H-D trúna !! Annað væri villutrú og þeir sem trúðu öðru voru bannfærðir, meira segja var þeim sem óku öðru en einu réttu tegundinni bannað að leggja við bensínstöðina, allavega þá þannig að ekki sæist til hjólanna frá bensínstöðinni, sem kölluð er H-D Heaven.

H-D-3

Victory John hafði lagt SúúúSúkíí hjóli sínu í nokkurri fjarlægð frá H-D Heaven og gekk varlega að bensínstöðinni því eins og vitað er þá á “presturinn” mikið af vopnum og hikar ekki við að nota þau við rétt tækifæri (villutrúarmenn ??!!). Victory John lét sig hafa það að ganga inná bensínstöðina og biðja um kaffi og spurði um leið er eigandinn við: Svarið var kaffið kostar fyrir þig 10 dollara, en ef þú værir réttrar trúar fengir þú það frítt !! Victory John endurtekur spurningu sína: Er Hann við ?? En var varla búin að sleppa orðinu þegar Hann gengur inní afgreiðsluna og segir: Ertu komin til að taka boðskapnum ??!!! Victory John horfir í augu Hans sem er í raun erfitt því Hann horfir alltaf í hinar ýmsu áttir enda í sambandi við H-D guðinn, en segir JÁ ég vill sannfærast og taka hina einu sönnu trú !!

H-D-4

Ekki segir meira af þessu samtali Victory John og “prestsins”, en ekki mörgum dögum síðar sést maður klæddur hettupeysu og með sólgleraugu ganga inní eina rétta umboðið og panta sér það sem sumar kalla pysluvagn eða ísskáp, en heitir víst Touring H-D. Þessi hjól koma með svo mörgum vindhlífum að stæðstu skútur eru ekki með eins mörg segl, svo eru þau með gangstéttum, hita í handföngum, hita í sætum, svo mikið af töskum að kona Victory John verður örugglega hér eftir með í öllum ferðalögum. Hjólin koma líka með útvarpi, talstöð og blá tönn, þannig að þú getur verið í sambandi við allt sem nema kannski almættið ! Þegar Victory John spyr hvort önnur mótorhjól eins og t.d. SúúúSúkíí séu tekin uppí kaupverð pylsuvagnsins er horft á hann eins og hann sé ekki með allar tengingar tengdar og sagt: NEI en ekkert mál að fara með “þetta” í næstu endurvinnslu !!

H-D-5

Dagurinn er runninn upp og Victory John er búin að ná í eina rétta hjólið og nú brunar hann hraðbrautina með græjurnar í botni og hlustar á góðan blues með Muddy Waters og Robert Johnson. H-Dinn og hann eru eitt, Victory John hugsar: Af hverju er ég ekki fyrir löngu búin að gera þetta, það horfa allir á mig, ég er líka klæddur í “chaps”, leðurjakka merktan einu réttu tegundinni, með kögurhanska, opin hjálm og H-D gleraugu, skó, já meira segja H-D bol. Hjólið er fallega blátt og smá svart, krómið er svo mikið að Victory John fær glýju í augun eins gott að vera með H-D sólgleraugu. Victory John hugsar hlýlega til “prestsins og einnig rugludallsins sem segir að: Breskt sé best, sem hafði einnig sagt honum að H-D væru bara alveg jafn góð hjól og önnur jafnvel Bresk !!

Jafnvel H-D-1

Leiðin liggur heim til Victory John því konan bíður og þau ætla í ferðalag, kona hans hafði fyrir löngu síðan sagt honum að þessi hjól væru lang bestu ferðahjól í heimi, frábær sæti, enn betri hljómflutningsgræjur, meira segja GPS, svo mætti taka með átta skópör, fullt af fötum og jafnvel hárblásara og straujárn, já allt sem konur þurfa að taka með sér í ferðalög. Victory John er búin að slá í gegn ekki bara heimafyrir Nei einnig í klúbbnum sínum sem telja hann sé nú maður með mönnum, reyndar hefur Victory John ekki sagt þeim að hann yfirgefi þá fljótlega því hann verði að ganga í rétta trúarhópinn H-D. En hverju skiptir það þegar maður á H-D.

Jafnvel H-D

Höfundur er algjörlega óþekkur + T

H-D

 

Monday, 27 March 2017 16:52

Helgarferðin STÓRA

Enn eru nokkur gistirými laus í helgarferðina okkar til Akureyrar 15-18 júní n,k,

Vegna skipulagningar á gistingunni verðum við að fá að vita fyrir mánudaginn 12 apríl n.k. hvort einhverjir fleiri félagar hafa hug á að koma með í ferðina og eins þeir sem búnir eru að bóka en eiga eftir að greiða þáttökugjaldið geri það fyrir mánudaginn 12 apríl.  Því þá verðum við að staðfesta endanlegann fjölda í gistingu. 

Kveðja

Stórnin.