Gunnlaugur Harðarson

Gunnlaugur Harðarson

Thursday, 19 April 2018 00:43

Við á Álftanesi erum bara flottastir

If I can’t be fastest I be flottest ! Ekki góð enska en ætti að skiljast. Hann Kiddi okkar á nesinu er þekktur fyrir að aka létt og er hörku hjólari, hann hefur átt hin ýmsu mótorhjól og það má fullyrða að þau hafa öll verið hugsuð fyrir ökuhraða sem ekki er leyfilegur hér á landi, það er ekki þar með sagt að hann Kiddi okkar sé að brjóta lög með of hröðum akstri, nei nei hann vill bara ekki vera fyrir í umferðinni eða tefja fyrir öðrum, rétt hugsun sem og mjög svo rökrétt ekki satt ?!

En eins og allir hafa heyrt þá hefur ríkisbáknið ákveðið að hækka allar ökusektir sama hvert brotið er, já þetta eru óheyrilegar upphæðir, þessi dapra breyting gengur í gildi 1. maí, já uss á frídegi verkafólksins sem er að öllu jöfnu ekki tekjuháir einstaklingar frekar en Kiddi. Okkar maður var búin að fylgjast með þessari reglugerðarbreytingu nokkuð lengi og ákvað fyrir nokkru að takast á við þessar ömurlegu hömlur á alveg hárréttan máta. Ja hvernig þá ? Jú með því að kaupa sér mótorhjól sem myndi falla alveg að þessum nýjum “hömlum”

Nýja ofurhjólið hans Kidda er af tegundinni Hyosung og týpan er svokallaður “hippi”, þetta er krúser með stóru K-i. Mótor þessarar reglugerðargræju er 250cc, V-twin, hestaflatala er alveg fullnægjandi segir Kiddi. Sagt er að þetta hjól sé sú græja sem komist næst Harley Davidson, já betri eftirlíking af Harley er vandfundin, nema að þessi nýja græja er miklu tæknilegri, já varla hefur verið framleiddur jafn góður “hippakrúser” segja mótorhjólablöð í Kóreu ja sko suður, enda Kóreu búar þekktir fyrir vönduð og örugg mótorhjól. Heyrst hefur að fyrir þó nokkru síðan hafi Harley firmað ætlað í mál við Hyosung vegna þess að Kóreubúar hafi alveg stolið fallega “soundinu” frá Harley með þessari græju.

Aðspurður sagði Kiddi félögum sínum í Göflurunum að nú loksins væri hann komin á hið fullkomna mótorhjól og bætti við: Það er ekki hraðinn heldur ferðalagið, að vera fyrstur alltaf er bara ekki rétt, nei ég verð að leyfa öðrum að njóta þess heiður hér eftir. Síðan bætti hann við ég ætla nú að hjóla með eldri heiðursmönnum eins og t.d. Formanni vorum, Óla á nesinu og Húna vorum sem og öðrum eldri borgurum þessa besta klúbb landsins. Já og bætti síðan aftur við: If I can’t be fastest I be flottest (sem fyrir okkur sem lesa ekki ensku er: Ef ég get ekki verið sá hraðasti ætla ég að vera sá flottasti !

Já nú bíða félagsmenn spenntir eftir að Kiddi okkar mæti á nýju græjunni svo við getum sjálfir upplifað þessa fullkomnun, allavega sjónlega, því Kiddi sagðist aldrei munu lána hjólið. Tæknilegar upplýsingar um græjuna má finna á netinu, en verið fljótir að panta því verksmiðjurnar í Kóreu anna ekki eftirspurn (allavega ekki í Kóreu). Benda má á að við Íslendingar erum með góðan viðskiptasamning við Kóreu, eins Kiddi sagði mér, því hann er einn af bestu viðskiptavinum Ali Express, sem er reyndar í Kína but what´s the differance !

p.s. meðfylgjandi ljósmynd er sögð af Kidda á nýju græjunni, veit ekki hvort það er satt, því oftast nær engin mynd af Kidda á ferð, nema vera með sérstakar ljósmyndagræjur.

Óli á nesinu (uss ég tel enn breskt best)

Tuesday, 03 April 2018 22:09

Skoðunardagurinn

Skoðunardagur Gaflara og Aðalskoðunar verður í fyrri hluta maí mánaðar.  Dagsetning kemur flótlega

Hagstætt verð eins og í fyrra.  

Síðustu ár hafa komið yfir 40 hjól og jafnvel á sjötta tuginn. 

Vonumst eftir góðri  mætingu í ár eins og undanfarin ár.  

Tuesday, 27 March 2018 18:37

KIDDI á nesinu

Meðfylgjandi mynd sýnir “mótorhjól” sem hann Kiddi (Kristinn Jósepsson) keypti fyrir skömmu, eftir að hann sá þessa ljósmynd.

Ástæða þess að hann keypti þessa “hörku” græju var sú að nágranni hans á Nesinu kallaði hann Mr. Slow !!

Nú ætlar Kiddi að vera sá hraðskeiðasti á Nesinu hvernig sem viðrar !!

Tuesday, 27 March 2018 18:34

FORMAÐURINN

Myndin sýnir okkur að okkar maður sýndi mjög snemma áhuga á mótorhjólum og þá auðvitað því besta: Breskt er best !! Og ekki má gleyma að hann valdi það besta frá Breskt er best: Norton Commando, en nefna má að Commando hjólið var valið besta hjólið af mótorhjólablaðamönnum fimm ár í röð (hér fyrir nokkrum árum). Segið svo að formaðurinn hafi ekki vit á mótorhjólum !

Tuesday, 16 January 2018 19:21

STÓRA helgarferðin 2018

Minnum á fyrirhugaða helgarferð í júní n.k. Gist á Akureyri í 3 nætur hjá Sæluhúsum.

Farið verður að morgni 14 júní og komið heim 17 júní. 

Skráning á vefnum (verður að vera innskráður)

kveðja

Stjórnin

Wednesday, 10 January 2018 18:03

Sigurjón Andersen - Sextugur 12.01.2018

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag hann Sigurjón. Já þó ótrúlegt sé þá hefur hann Sigurjón okkar náð því að verða sextíu ára, hvað er ótrúlegt við það, ja sko drengurinn lítur út fyrir að vera ekki deginum eldri en fimmtíu og níu ára !! Á þessum örfáu árum hefur okkar maður náð því að vera formaður eða í stjórn nærri allra klúbba landsins, sá eini sem vitað er af að hann hafi ekki leitt af sinni alþekktu snilli er Kvenfélag Hafnarfjarðar.

Sigurjón er þekktasti Gaflari landsins, þó víða væri leitað, enda ekki furða því hann er alltaf í sviðsljósinu, t.d. að reykspóla á gamla bílnum sínum sem framleiddur er hjá Fíat fyrirtæki í USA, eða að spara framdekkið á besta mótorhjóli heimsins Súkku Bandit og svona má lengi telja. Sigurjón segir reyndar að gamli bílinn hans sé kallaður Moppar eða var það Moppan ? Man það ekki, en okkar maður er búin að eiga þennan gamla bíl í tugi ára. Svo við komum nú aftur að formennsku og öðrum stjórnarmálum þá hefur Sigurjón leitt eina alvöru mótorhjólaklúbb landsins í lengri tíma en elstu menn muna þ.e.a.s. Gaflara. Fróðustu menn segja að hann sé æviráðinn í það hlutverk og hafi ákveðið það sjálfur enda hver gæti farið í sporin hans, nei engin.

Dellan hefur fylgt okkar manni í a.m.k. sextíu ár, ef ekki lengur. Hann hefur átt nær allar tegundir bíla, já meira segja Ford Mustang, sem hann sagði mér í trúnaði að væri sinn drauma bíll. Einnig hefur hann átt mjög mörg mótorhjól, já eflaust með þeim fyrstu hér á landi til að aka einu slíku, meðan ég man þá sagði hann mér líka að það sem hann ætti eftir já örugglega væri að kaupa sér Harley Davidson og þá svona “pysluvagn” eða touring hjól eins sagt er. Hans betri helmingur hún Anna sem svona okkar á milli er bara þrjátíu og fimm ára hefur stutt okkar mann í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur, eða eins og Anna sagði mér í trúnaði: Það sem ég leyfi honum enda býr hann á KR heimili.

Á síðari árum þegar það hefur aðeins hægt á mínum manni, t.d. snúið sér að trjárækt á svæðum þar sem í raun ekkert ætti að gróa, einnig hefur hann snúið sér meira að tækjum sem henta hans aldri betur, t.d. fjórhjóli sem hann keypti sér ekki fyrir löngu, enda kannski ekki eins stöðugur og hann var og fjögur hjól undir honum heppilegri en tvö. Ekki má gleyma húsbílnum og þó sumir segja að það séu endalokin að fá sér húsbíl, þá segir okkar maður að þetta sé frábær ferðamáti og fjórhjólið sé alltaf með í fylgd á kerru aftaní húsbílnum. Einhver vitleysingur sagði að enn einn klúbburinn (Húsbíla) sem Sigurjón hafi gengið í, heiti Gómarnir hvaðan sem nafn það er komið. Jæja tel nóg komið af “sönnum” sögum um okkar mann hann Sigurjón, en verð að bæta við í niðurlagi: Frábær ferðafélagi sem og félagi, eigðu góðan afmælisdag og megi þeir verða margir í viðbót.

Þinn félagi Óli (bruni)

Sigurjón

 Nýja áhugamálið, trjárækt !

 

 Sigurjón 1

Fjórhjól eru betri en tvíhjól !

 

 Sigurjón 2

Aflið þarf ekki að vera mikið !!

 

Sigurjón 3

 Draumahjólið mátað !

 

Sigurjón 4

 Standing on the corner!

 

Sigurjón 6

Fullkomið par, húsbíll og Bandit !

 

Sigurjón 7

The car !

 

Sigurjón 8

Eina mótorhjólið !

 

Sigurjón 9

Nú þekkjum við okkar mann !

 

 

 

 

Wednesday, 20 December 2017 22:09

Jólatréð (alveg “sönn” saga)

Þessi “sanna” saga gerist í síðustu vikunni fyrir jól. Söguhetja vor hann Jonni (er þetta gælunafn fyrir Sigurjón ?!) hafði unnið mjög mikið því ekki veitti af, þau hjónakornin hann og hún Nanna höfðu ekki verið gift lengi og þetta voru þeirra fyrstu alvöru jól saman í eigin húsnæði. Nanna var ákveðin kona sem vildi hafa hlutina í röð og reglu, en Jonni okkar var svona frekar “afslappaður” náungi.

Nær allan desember mánuð hafði Nanna tuðað í Jonna að setja upp jólaljósin á svalirnar, í glugga í íbúðinni, muna eftir að laga hitt og þetta, einnig að kaupa jólagjafir, fyrir tengdó, fyrir ömmu og afa, fullt af frænkum og frændum. Já kaupa í matinn og það urðu að vera rjúpur því Nanna hafði verið alltaf fengið rjúpur á aðfangadag. Já svo líka hamborgarahrygg fyrir annan í jólum því þá kæmu tengdó í mat.

Jonni greyið var alveg að fara yfirum á öllu þessu “rugli” eins og honum fannst þetta allt saman,  foreldrar hans höfðu ekki verið mikil jólabörn og skreyttu aðeins ræfislegt gervijólatré á Þorláksmessu. Jú svo var það jólagjöf fyrir Nönnu. Já ekki má gleyma því að Jonni hafði líka fengið “fyrirmæli” frá Nönnu um að setja parket á svefnherbergi þeirra hjóna.

Það eru þrír dagar til jóla og nú sitja þau hjónin í morgunkaffi og Jonni reynir að fela sig bak við Fréttablaðið, en hann sleppur ekki svo vel því: Þú ert ekki enn búin að festa upp jólaljósin, nei ekkert af þeim, það á eftir að setja lista á parketið, ertu búin að finna rjúpur, enn hamborgarahrygginn og svona hélt hún áfram alveg endalaust. Jonni bara skildi þetta ekki, allt þetta rugl fyrir einn “helvítis” dag.

Jonni hélt að heiman og nú var það að kaupa “helvítis” lista, síðan að leita uppi hamborgarahrygg og þessar blessuðu rjúpur. Dagurinn leið hratt við að kaupa allar þessar helvítis jólagjafir, já fyrir Nönnu líka og listana. Nú var bara eftir að kaupa hamborgarahrygg og það var ekki vandamál. En rjúpur það voru engar “helvítis” rjúpur til sölu, það er bannað að selja þær, nema einhverjar skoskar og Nanna hafi bannað Jonna að kaupa eitthvað útlenskt bragðlaust drasl.

Jonni hringdi í alla sem hann þekkti og spurði um rjúpur til sölu, flestir spurðu Jonna hvort hann væri ölvaður því það væru þrír dagar til jóla. En eftir tíu símtöl hafði Jonni uppá sölumanni “dauðans” því sá vildi fleirri þúsund fyrir þessar fimm rjúpur sem Jonni átti að kaupa, þetta voru meira en vikulaun fyrir þessar fimm dúfur, sem svo voru soðnar til dauða og brögðuðust síðan eins og lambalifur !! Jæja rjúpur í höfn og síðan að bruna heim og setja upp lista og jólaljós. Jonni fór að sofa þetta kvöld brosandi útað eyrum, búin að öllu og langt í aðfangadag.

 

Tveir dagar til jóla og hjónakornin sitja saman og Jonni talar við sína heittelskuðu og lítur varla á Fréttablaðið, hann er svo montinn yfir myndarskapnum í sér og honum finnst hann vera til fyrirmyndar í öllu. EN þá kemur spurning frá Nönnu: Jonni minn þú mannst eftir lifandi jólatrénu og svo kemur stærðin og hvaða tegund þetta átti að vera. Jonni fölnar og stamar eitthvað bull. Nanna segir: Þú skalt sko “græja” þetta, hvað ertu eiginlega vera búin að gera þennan mánuð, það er bara ekki hægt að treysta þér til að gera þetta lítilræði, hvað eiginlega ertu að gera allan daginn, þú sem vinnur bara til fimm !! Jonni reynir að segja frá öllu sem hann hafi gert, en Nanna heyrir ekkert og talar bara um hann Sigga í næstu íbúð sem hafi verið búin að öllu um miðjan desember, hann líka sé svo sætur því hann kyssir konuna sína bless á hverjum morgni þegar hann fer til vinnu, hann sé alltaf að þvo bíl konu sinnar, svo leiðast þau alltaf, Jonni löngu hættur að hlusta, en stynur upp: Á ég að kyssa konuna í næstu íbúð, ég þekki hana ekki neitt !! Jonni heyrir ekkert hvað Nanna öskrar á hann því orðflaumið er of mikið !!

Jæja “helvítis” “andskotans” (uss bannað að blóta svona mikið) dauð jólatré sem kölluð eru lifandi þó það sé búið að höggva eða saga þau niður. Jonni fer útí bíl og reynir að setja í gang en þessi bíldrusla vill ekki í gang þó það sé gott veður og átta stiga hiti. Þetta endar með því að Jonni verður að fara á mótorhjólinu sínu (Súkka) í vinnuna. Dagurinn er lengi að líða og Jonni er búin að hringja í þá sömu tíu og spyrja þá um hvar sé hægt að kaupa “lifandi” jólatré. Þeir segja flestir það sama: Ertu í glasi það eru tveir dagar til jóla !! En svo er einn sem segir Jonna frá stað þar sem menn geta sagað niður sitt tré sjálfir eða valið eitt niðursagað, þau séu frekar dýr, já mjög dýr.

Jonni reynir að fá lánaðan bíl til að nálgast tréð en allir eru að nota þessar blikkbeljur. Jonni ætlar SKO alls ekki að spyrja Nönnu um bílinn hennar því þá fengi hann fyrirlestur um AFVHERJU varstu ekki búin að laga bílinn þinn !! Jonni fer á Súkunni og vonar að hann geti trénu fyrir á hjólinu. Það er orðið vel rökkvað þegar hann kemur að þessu afgirta svæði, þarna er stórt skilti með stærðum gerðum og verðum þessara “dauðu” jólatrjáa. Jonni bara svitnar því verðið á þessu dóti er bara rugl. Hann á ekki fyrir nema eins metra tré af rangri tegund miðað við þessar upplýsingar.

Nú eru góð ráð dýr, Jonni situr þarna og horfir á allt þetta ruglaða lið vera burðast með “dauð” jólatré og troða þeim inní bílana sína eða festa uppá topp. Jonni sér að menn borga við innganginn inná svæðið og fá stimpil á hönd sýna, en aðeins er settur stimpill á þá fullorðnu. Jonni er farin að örvænta og sér hana Nönnu sína fyrir sér. Jæja hann leggur hjólinu rétt hjá inngangnum og gengur síðan meðfram griðingunni þangað til hann er komin það langt í burtu að engin ætti að sjá hann. Jonni nær að komast yfir girðinguna og gaddavírinn, já nær óskaddaður.

 

Jonni er búin að krota á handabak sitt með penna og nudda svo þetta lítur út eins og afmáður stimpill eða allavega nálægt því. Hann gengur öruggum skrefum að stórri hrúgu af trjám og fer að velja. Þá kemur þarna starfsmaður og segir brosandi: Get ég aðstoðað ? Já segir Jonni mig vantar tré af þessari tegund og það verður að vera 180 cm á hæð. Þú ert nú ekki að skoða á réttum stað segir sá brosandi. Jonni fær fylgd að mikið minni hrúgu og sá brosandi segir: Það er nú ekki mikið úrval eftir. En þetta hefst þó önnur hluti trésins sé svona hálf “bækluð”, en það er ekkert annað til og sá brosandi segir: Þú verður að vera með tvo rauða stimpla til að geta valið tré til að saga niður sjálfur og horfir á hönd Jonna, en einn svartur fyrir undir tveim metrum, það er blár fyrir þessi litlu trén. Jonni segir brosandi þetta er flott og hugsar það er eins gott að ég var óvart með svartan penna.

Jonni gengur að útgönguhliðinu og sér að það er ekki mikið skoðað þarna, þ.e.a.s. hvaða stimpla menn eru með eða tré. Jonni gengur hratt að hjólinu sínu og hefst handa við að festa það á hjólið, það gengur svo “okay” en það er farið að blása hressilega. Jonni ekur af stað og það er þröngt á þingi ef segja má svo, þetta “helvítis” tréð stingst alls staðar í Jonna og þetta verður erfið ferð heim. Jonni snýr uppá rörið og brosir yfir þessu “stolna” jólatré, en hvað gat hann gert, blankur og með Nönnu brjálaða heima.

Rokið hefur aukist og þegar Jonni ekur fyrir eina beygjuna á veginum þá bara allt í einu fýkur “helvítis” stolna jólatréð af hjólinu og útí myrkrið. Jonni hemlar hressilega og stöðvar síðan Súkkuna. Síðan hefst leit að þessu blessaða tré en það myrkur og rok. Jonni leitar lengi vel en gefst síðan upp. Það er ekkert annað að gera en að fara til baka og ná í annað tré, en það er ekki langt þangað til lokað er og örugglega ekkert eftir af trjám.

Jonni kemur að hliðinu og sér að sá sem hafði aðstoðað við val á trénu sem nú var fokið út í veður og vind er hleypa fólki inná svæðið. Jonni gengur öruggum skrefum að honum og segir: Ég Sko þurfti að skilja tréð eftir því ég gleymdi svolitlu í bílnum ! Sá hjálpsami segir ekkert mál og mundu eftir að fá þér frítt heitt kókó og piparkökur þarna í skúrnum og bendir inná svæðið. Jonni gengur að þeim stað þar sem hann fann hitt tréð og sér að það er ekkert eftir nema einhverjir “aumingjar”. Nú er Jonni orðin úrkula vonar um gleðileg jól og gengur þungum skrefum í átt að kakó skúrnum og hugsar með sér allavega hægt að fá sér frítt kakó og piparköku. Við skúrinn er nokkur hópur fólks að bíða eftir fríum veitingum og þá sér Jonni að margir hafa skilið eftir tré í nágrenni skúrsins. Jonni horfir í kringum sig og skoðar þessi tré og sér eitt fallegt, hann horfir enn betur í kringum sig og hugsar: Nú eða aldrei, grípur þetta fallega jólatré og gengur hröðum skrefum að útgönguhliðinu. Sá hjálpsami horfir aðeins á Jonna en segir svo: Gleðileg jól !

 Jólatréð

Jonni hálf hleypur að Súkkunni og þegar hann kemur að hjólinu þá man hann það að hann á bara eftir einn bandspotta til að festa þetta blessaða stolna jólatré. Hvað gera menn þegar allt þrýtur ?! Jú þeir bjarga sér og Jonni bindur tréð við sig, þannig að spottinn nær um mitti hans og utanum fallega stolna jólatréð. Nú fýkur það ekki í burtu nema með Jonna með ! Jonni ekur í burtu eins og hratt og hann þorir, vindáttin hefur breyst verulega og nú er líka farið að rigna. Það er orðið dimmt en Jonni er ekkert að slá af og ekki líður langur tími þangað til hann er komin á svipaðar slóðir og hann hafði misst fyrra tréð. Jonni ekur með háa geislan á og það er ekki fyrr en hann lendir á einhverju að hann sér að þetta er “helvítis” “djöfulsins” fyrra jólatréð. Jonni gerir allt af sinni snilli til að halda jafnvægi en það er erfitt með jólatré bundið um sig miðjan og annað sem er í raun vafið um framdekkið.

Þetta endar bara á einn veg, Jonni Súkkan og stolna jólatréð falla í götuna og renna nokkurn spöl eftir blautu malbikinu. Þegar Súkkan loksins stöðvast þá fer Jonni strax að athuga með ástand stolna jólatrésins númer tvö og sú sjón er ekki beint falleg. En Súkkan virðist ekki mikið skemmd, eitt brotið stefnuljós og bogið bremsuhandfang. Jonni lyftir hjólinu uppá hliðarstandarann og skoðar allt betur, sér að það verður nokkur vinna að losa fyrra tréð undan frambrettinu, en allt hefst þetta. Jonni hugsar líka hvað ef eigandi jólatrés númer tvö kemur og þekki sitt tré. Jonni hefur hraðar hendur, kemur Súkkunni í gang og tekur þá eftir að seinna jólatréð er enn fast við hann og því ekur hann á stað aftur í átt heim.

Tré

Jonni kemur heim og leggur Súkkunni og nú hefst barátta við að losa hnútinn sem hann hafði bundið þetta stolna jólatré um sig miðjan. Hnúturinn sem sumir myndu kalla pu#%uhnút er ekki hægt að leysa og Jonni hugsar með sér meðan hann reynir að troða sér innum útidyrnar með tréð fast við sig: Ég verð að læra að binda alvöru hnúta: Pelastikk !! eða hvað þetta allt heitir ! Hann kemst inn og rétt fyrir innan dyrnar þá slitnar bandið og stolna tréð fellur frá Jonna. Hann grípur það og arkar með það uppá þriðju hæð en um leið og hann setur lykilinn í skrána þá opnar Nanna dyrnar horfir á hann Jonna sinn með jólatréð í hægri hendi og segir: Varstu allan þennan tíma Jonni að ná í þetta ræfilsjólatré, það er alveg ömurlegt, það er ekki hægt að láta þig sjá um neitt, þú verður að ná í alvöru JÓLATRÉ !!

Tré 2

Niðurlag: Borga glæpir sig ??!! Kannski lesum við fyrir næstu jól um hvað gerðist eftir móttöku Nönnu ! Setti Jonni tréð upp eða flutti hann annað. En sagan segir okkur: Munum já munum alltaf eftir því að gera það sem húsbóndinn (eiginkonan) segir okkur og þá vel tímanlega ekki satt.

Jólakveðjur J(Óli)

Saturday, 16 December 2017 20:27

Nýr félagi - heiðursfélagi

Hilmar Lúthersson, Snigill nr. 1, er orðinn félagi í Göflurum.

Þar sem hann er fyrir þó nokkru síðan orðinn sjötugur þá var hann gerður að heiðursfélaga.

Hér eru nokkrar myndir frá þeim degi.

IMG 2057

IMG 2055

Eins og allir alvöru hjólamenn vita (ekki ! uss lesa meira) þá eru næst bestu mótorhjólaverksmiðjur heimsins (Triumph enn Nr. 1 !!) (uss nú verður formaður vor ekki ánægður)-búnar að endursmíða það fræga hjól Kawasaki Z1, sem leit dagsins ljós á því herrans ári 1972, var 903 cc, sagt 83 hestöfl, fjögurra strokka línuvél, var kallað Z1. Sagan segir okkur að Honda (einhver verksmiðja í Japan !) hafi orðið á undan með fyrsta alvöru súperbike-ið CB-750, en þegar Ztan kom á markað þá skildi hún Cbinn eftir eins og gamlan mann með göngugrind !

 Kawi 1

Nú ekki fyrir löngu var þessi nýi Kawi kynntur fyrir almenningi sem og prufuökumönnum mótorhjólablaða. Einn þeirra segir frá sinni upplifun: Þetta er skemmtilegt, aflmikið hjól og það kæmi mér ekki á óvart að þessi nýja Z yrði valið hjól ársins, því það í raun uppfyllir allt það sem ég sem mótorhjólamaður langar til að upplifa.

 Kawi 3

Skoðum útlitið fyrst, jú afturhluti hjólsins leitar hressilega aftur til fortíðar og líkir eftir einu besta heppnaða “teili” (afturhluti) heimsins frá árinu 1972= Z1. Það sama á við með bensíntank, mótor að hluta, hraða og snúningsmæli. Þetta er bara virkilega vel heppnuð eftir”herma” og ekki leiðum að líkjast, því gamlan Ztan er eitt fallegasta hjól heimsins. Litaval er einnig aftur til fortíðar, lítur út eins og blautur draumur ef segja má svo ! Þetta fellur allt í eina fallega heild í þessu nýja Z900RS.

 Kawi 4

En ekki ökum við bara á útlitinu einu saman (förum langt !) nei en þessi græja uppfyllir líka hitt, kemur með alvöru “slip” kúpplíngu, gírkassi er virkilega “smúth” ef það má sletta. Fjögurra strokka línumótorinn er 948cc, 73,4x56.0 mm, vatnskælt, þjappa er 18.9:1, er sextán ventla, með beinni innspýtingu o.s.frv. Pústkerfið er fjórir í einn og það er það eina sem mætti “uppfæra” í fjórir í fjóra og ef það líður langur tími að það pústkerfi sé til sem aukahlutur þá yrði ég hissa. Hljóðið í hjólinu er flott og frekar hrátt.

 Kawi 5

Fjöðrun er frekar stíf, en virkar vel, hún er stillanleg en ég lét vera að stilla hana fyrir mig þennan alltof stutta tíma sem ég hafði þetta frábæra hjól í minni umsjá. Hjólið liggur vel í beygjum, en nota mætti betri hjólbarða,  en ekkert líkt gömlu Zunni með akstureiginleika. Fer vel með ökumann hvort sem ekið er innanbæjar eða á hröðum vegi, en að sjálfsögðu tekur ökumaður vind á sig þegar hressilega er tekið á græjunni. Er þetta besta “retró” hjólið, allt smekkur manna, en eitt verður að nefna að Triumph Thruxton R hjólið (yes yes) og BMW R nine T hjólið eru með betri akstureiginleika þegar hressilega er tekið á hjólinu í beygjum.

 Kawi 6 cafe racer

En flest okkar eru ekki að keppa um hver kemst hraðast (ekki ??) nei þetta verður allt að falla í eina fallega heild, útlit, aksturseiginleikar, þægindi og að sjálfsögðu verð. Þessar nýju “retró” græjur líta út eins og gömlu hjólin en eru með allt það nýjasta sem boðið er uppá í dag, semsagt lítur út eins og gamalt er allt nýtt að innan. Gott afl, rafstýrðar kveikjur, bein innspýting, ABS bremsur o.s.frv. En er nýja Zetan flottasta og besta “retró” græjan ? Örugglega þó nokkuð margir sem myndu segja strax já, en aftur allt smekkur manna.

 erð á nýju græjunni er svona á milli Triumph Thruxton R og BMW R nine T og eflaust finnst mörgum það frekar dýrt en öðrum gott verð, en hvað kostar t.d. ný Súkka Bandit (varð að nefna það hjól einu sinni annars verður þetta ekki birt !!) Hér að neðan er verð í enskum pundum á nokkrum hjólum:

 

- Ducati Scrambler Cafe Racer (£9,650)

- Triumph Thruxton (£10,800)

- BMW R nineT (£12,300)

- Yamaha XSR900 (£8,699)

- Honda CB1100EX (£10,800)

 

Lesa má betur um allt tæknilegt á netinu, svo við vitum nákvæmla um lengd milli hjóla, hæð uppað stýri, hæð undir hjól, stæð bensíntanks, stærð hjólbarða, bremsubúnaður, fjöðrun, breidd hjóls, hvað margir gírar, vökvakúppling eða ekki, ABS eða ekki, já allt skiptir þetta máli eða kaupum við bara eftir útliti eða bara tegund, eða eins og Harley menn segja: Ef þú þarft að spyrja hjálpar svarið þér ekkert eða þannig sko !

 

p.s. svo er líka til Café racer útgáfa með vindhlíf er það toppurinn eða ???

 

Ja sko er breskt enn best !!

 

Óli

 

og svo fylgir ein mynd með: Nýjasta frá Súkku Bandit í Retró “lúkkinu”

Retró Bandit  1

 

Wednesday, 06 December 2017 20:08

Helgarferðin STÓRA 2018

Ágætu félagar

Nú er komið að skráningu í helgarferðina 2018.  Búið er að bóka 20 rúm í 3 nætur hjá Sæluhúsum, Akureyri.

Farið verður fimmtudaginn 14 júní og komið heim sunnudaginn 17 júní.

Til að skrá sig þarf að vera innskráður á vefnum og þar eru nánari uppýsingar.

Kveðja

Stjórnin

Page 1 of 29