Gunnlaugur Harðarson

Gunnlaugur Harðarson

Sunday, 15 July 2018 20:29

Þriðjudagshittingur

Nú er HM að baki og verðuspáin góð fyrir þriðjudaginn ( engin væta).

Vonumst eftir góðri mætingu.

Kveðja

Stjórnin

Thursday, 21 June 2018 20:46

Eiður á ferðinni

Tuesday, 05 June 2018 21:41

Mótorhjólaskógur

Formaðurinn og gjaldkerinn fóru laugardaginn 2. júní s.l. og báru áburð á svæðið sem klúbburinn hugsar um hjá Hekluskógum í samstarfi við nokkra mótorhjólaklúbba.  Sjá nokkrar myndir í nýju albúmi sem sýna hvað plönturnar dafna vel.

Tuesday, 05 June 2018 21:23

Þriðjudagshittingur 5/6/18

Það fóru 11 félagar rúntinn í kvöld.  Sjá nokkrar myndir í nýju albúmi.

Tuesday, 01 May 2018 15:19

frá fyrsta maí

Það var góð mæting í fyrsta maí hópaksturinn hjá Sniglum þrátt fyrir frekar leiðinlegt veður í morgun.

Það voru um 10 Gaflarar sem tóku þátt í umferðareftirlitinu og þökkum við þeim fyrir aðstoðina.

Svona var veðrið þegar formaður og gjaldkeri lögðu í hann rétt fyrir hádegið. (Sjá einnig fleiri myndir í nýju albúmi).

20180501 115229

Thursday, 19 April 2018 00:43

Við á Álftanesi erum bara flottastir

If I can’t be fastest I be flottest ! Ekki góð enska en ætti að skiljast. Hann Kiddi okkar á nesinu er þekktur fyrir að aka létt og er hörku hjólari, hann hefur átt hin ýmsu mótorhjól og það má fullyrða að þau hafa öll verið hugsuð fyrir ökuhraða sem ekki er leyfilegur hér á landi, það er ekki þar með sagt að hann Kiddi okkar sé að brjóta lög með of hröðum akstri, nei nei hann vill bara ekki vera fyrir í umferðinni eða tefja fyrir öðrum, rétt hugsun sem og mjög svo rökrétt ekki satt ?!

En eins og allir hafa heyrt þá hefur ríkisbáknið ákveðið að hækka allar ökusektir sama hvert brotið er, já þetta eru óheyrilegar upphæðir, þessi dapra breyting gengur í gildi 1. maí, já uss á frídegi verkafólksins sem er að öllu jöfnu ekki tekjuháir einstaklingar frekar en Kiddi. Okkar maður var búin að fylgjast með þessari reglugerðarbreytingu nokkuð lengi og ákvað fyrir nokkru að takast á við þessar ömurlegu hömlur á alveg hárréttan máta. Ja hvernig þá ? Jú með því að kaupa sér mótorhjól sem myndi falla alveg að þessum nýjum “hömlum”

Nýja ofurhjólið hans Kidda er af tegundinni Hyosung og týpan er svokallaður “hippi”, þetta er krúser með stóru K-i. Mótor þessarar reglugerðargræju er 250cc, V-twin, hestaflatala er alveg fullnægjandi segir Kiddi. Sagt er að þetta hjól sé sú græja sem komist næst Harley Davidson, já betri eftirlíking af Harley er vandfundin, nema að þessi nýja græja er miklu tæknilegri, já varla hefur verið framleiddur jafn góður “hippakrúser” segja mótorhjólablöð í Kóreu ja sko suður, enda Kóreu búar þekktir fyrir vönduð og örugg mótorhjól. Heyrst hefur að fyrir þó nokkru síðan hafi Harley firmað ætlað í mál við Hyosung vegna þess að Kóreubúar hafi alveg stolið fallega “soundinu” frá Harley með þessari græju.

Aðspurður sagði Kiddi félögum sínum í Göflurunum að nú loksins væri hann komin á hið fullkomna mótorhjól og bætti við: Það er ekki hraðinn heldur ferðalagið, að vera fyrstur alltaf er bara ekki rétt, nei ég verð að leyfa öðrum að njóta þess heiður hér eftir. Síðan bætti hann við ég ætla nú að hjóla með eldri heiðursmönnum eins og t.d. Formanni vorum, Óla á nesinu og Húna vorum sem og öðrum eldri borgurum þessa besta klúbb landsins. Já og bætti síðan aftur við: If I can’t be fastest I be flottest (sem fyrir okkur sem lesa ekki ensku er: Ef ég get ekki verið sá hraðasti ætla ég að vera sá flottasti !

Já nú bíða félagsmenn spenntir eftir að Kiddi okkar mæti á nýju græjunni svo við getum sjálfir upplifað þessa fullkomnun, allavega sjónlega, því Kiddi sagðist aldrei munu lána hjólið. Tæknilegar upplýsingar um græjuna má finna á netinu, en verið fljótir að panta því verksmiðjurnar í Kóreu anna ekki eftirspurn (allavega ekki í Kóreu). Benda má á að við Íslendingar erum með góðan viðskiptasamning við Kóreu, eins Kiddi sagði mér, því hann er einn af bestu viðskiptavinum Ali Express, sem er reyndar í Kína but what´s the differance !

p.s. meðfylgjandi ljósmynd er sögð af Kidda á nýju græjunni, veit ekki hvort það er satt, því oftast nær engin mynd af Kidda á ferð, nema vera með sérstakar ljósmyndagræjur.

Óli á nesinu (uss ég tel enn breskt best)

Tuesday, 27 March 2018 18:37

KIDDI á nesinu

Meðfylgjandi mynd sýnir “mótorhjól” sem hann Kiddi (Kristinn Jósepsson) keypti fyrir skömmu, eftir að hann sá þessa ljósmynd.

Ástæða þess að hann keypti þessa “hörku” græju var sú að nágranni hans á Nesinu kallaði hann Mr. Slow !!

Nú ætlar Kiddi að vera sá hraðskeiðasti á Nesinu hvernig sem viðrar !!

Tuesday, 27 March 2018 18:34

FORMAÐURINN

Myndin sýnir okkur að okkar maður sýndi mjög snemma áhuga á mótorhjólum og þá auðvitað því besta: Breskt er best !! Og ekki má gleyma að hann valdi það besta frá Breskt er best: Norton Commando, en nefna má að Commando hjólið var valið besta hjólið af mótorhjólablaðamönnum fimm ár í röð (hér fyrir nokkrum árum). Segið svo að formaðurinn hafi ekki vit á mótorhjólum !

Tuesday, 16 January 2018 19:21

STÓRA helgarferðin 2018

Minnum á fyrirhugaða helgarferð í júní n.k. Gist á Akureyri í 3 nætur hjá Sæluhúsum.

Farið verður að morgni 14 júní og komið heim 17 júní. 

Skráning á vefnum (verður að vera innskráður)

kveðja

Stjórnin

Wednesday, 10 January 2018 18:03

Sigurjón Andersen - Sextugur 12.01.2018

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag hann Sigurjón. Já þó ótrúlegt sé þá hefur hann Sigurjón okkar náð því að verða sextíu ára, hvað er ótrúlegt við það, ja sko drengurinn lítur út fyrir að vera ekki deginum eldri en fimmtíu og níu ára !! Á þessum örfáu árum hefur okkar maður náð því að vera formaður eða í stjórn nærri allra klúbba landsins, sá eini sem vitað er af að hann hafi ekki leitt af sinni alþekktu snilli er Kvenfélag Hafnarfjarðar.

Sigurjón er þekktasti Gaflari landsins, þó víða væri leitað, enda ekki furða því hann er alltaf í sviðsljósinu, t.d. að reykspóla á gamla bílnum sínum sem framleiddur er hjá Fíat fyrirtæki í USA, eða að spara framdekkið á besta mótorhjóli heimsins Súkku Bandit og svona má lengi telja. Sigurjón segir reyndar að gamli bílinn hans sé kallaður Moppar eða var það Moppan ? Man það ekki, en okkar maður er búin að eiga þennan gamla bíl í tugi ára. Svo við komum nú aftur að formennsku og öðrum stjórnarmálum þá hefur Sigurjón leitt eina alvöru mótorhjólaklúbb landsins í lengri tíma en elstu menn muna þ.e.a.s. Gaflara. Fróðustu menn segja að hann sé æviráðinn í það hlutverk og hafi ákveðið það sjálfur enda hver gæti farið í sporin hans, nei engin.

Dellan hefur fylgt okkar manni í a.m.k. sextíu ár, ef ekki lengur. Hann hefur átt nær allar tegundir bíla, já meira segja Ford Mustang, sem hann sagði mér í trúnaði að væri sinn drauma bíll. Einnig hefur hann átt mjög mörg mótorhjól, já eflaust með þeim fyrstu hér á landi til að aka einu slíku, meðan ég man þá sagði hann mér líka að það sem hann ætti eftir já örugglega væri að kaupa sér Harley Davidson og þá svona “pysluvagn” eða touring hjól eins sagt er. Hans betri helmingur hún Anna sem svona okkar á milli er bara þrjátíu og fimm ára hefur stutt okkar mann í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur, eða eins og Anna sagði mér í trúnaði: Það sem ég leyfi honum enda býr hann á KR heimili.

Á síðari árum þegar það hefur aðeins hægt á mínum manni, t.d. snúið sér að trjárækt á svæðum þar sem í raun ekkert ætti að gróa, einnig hefur hann snúið sér meira að tækjum sem henta hans aldri betur, t.d. fjórhjóli sem hann keypti sér ekki fyrir löngu, enda kannski ekki eins stöðugur og hann var og fjögur hjól undir honum heppilegri en tvö. Ekki má gleyma húsbílnum og þó sumir segja að það séu endalokin að fá sér húsbíl, þá segir okkar maður að þetta sé frábær ferðamáti og fjórhjólið sé alltaf með í fylgd á kerru aftaní húsbílnum. Einhver vitleysingur sagði að enn einn klúbburinn (Húsbíla) sem Sigurjón hafi gengið í, heiti Gómarnir hvaðan sem nafn það er komið. Jæja tel nóg komið af “sönnum” sögum um okkar mann hann Sigurjón, en verð að bæta við í niðurlagi: Frábær ferðafélagi sem og félagi, eigðu góðan afmælisdag og megi þeir verða margir í viðbót.

Þinn félagi Óli (bruni)

Sigurjón

 Nýja áhugamálið, trjárækt !

 

 Sigurjón 1

Fjórhjól eru betri en tvíhjól !

 

 Sigurjón 2

Aflið þarf ekki að vera mikið !!

 

Sigurjón 3

 Draumahjólið mátað !

 

Sigurjón 4

 Standing on the corner!

 

Sigurjón 6

Fullkomið par, húsbíll og Bandit !

 

Sigurjón 7

The car !

 

Sigurjón 8

Eina mótorhjólið !

 

Sigurjón 9

Nú þekkjum við okkar mann !

 

 

 

 

Page 1 of 29