Gunnlaugur Harðarson

Gunnlaugur Harðarson

Wednesday, 13 February 2019 17:51

Þriðjudagsfundur 19. feb.

Á næsta þriðjudagsfundi (19. febrúar kl. 20:00) kemur hjólamaður að nafni Guðmundur Bjarnason í heimsókn og sýnir okkur myndir og segir frá heimsferðalagi sínu á BMW mótorhjóli,  Kaffi, kleinur og konfekt verður á sínum stað.

Hvetjum alla félaga til að koma og hlusta á spennandi ferðasögu.

kveðja

Stjórnin

Sunday, 03 February 2019 14:11

Fjórhjólaferð (og Ford trukkur)

Nokkrir fjórhjólafélagar Gaflara fóru í dag um Breiðdalinn og yfir að Djúpavatni. Einnig var Smári Kristjáns með á sínum fjallatrukk.

IMG 2302

IMG 2303

IMG 2304

IMG 2305

IMG 2307

IMG 2308

IMG 2309

IMG 2310

 

Wednesday, 23 January 2019 19:56

Árgjald 2019 og aðalfundur

Ágætu félagar.

Nú er verið að senda út greiðsluseðla fyrir árgjaldi 2019. 

Síðan verður aðalfundur okkar haldinn 8. mars n.k. kl. 20:00 að Strandgötu 43.

Dagskrá skv. lögum klúbbsins.

Stjórnin

Wednesday, 23 January 2019 19:53

Helgarferðin STÓRA 2019

Ágætu félagar

Nú er komið að skráningu í helgarferðina 2019.  Búið er að bóka 20 rúm í 3 nætur hjá Sæluhúsum, Akureyri.

Farið verður föstudaginn 14 júní og komið heim mánudaginn 17 júní.

Til að skrá sig þarf að vera innskráður á vefnum og þar eru nánari uppýsingar.

Kveðja

Stjórnin

Monday, 14 January 2019 17:28

Eggið og hænan

Á að skrifa um eggjaframleiðslu á mótorhjólasíðu ? Ja SKO því ekki því þessi sem skrifar þetta bullar annað eins ekki satt. En gerumst nú alvarleg: Á lítlilli eyju (reyndar mjög stór) sunnan megin við “aukaeyjuna” eru höfuðstöðvar Honda á Íslandi (nei ekki Vatnagörðum), þessar höfðuðstöðvar eru staðsettar nálægt þeim stað þar sem “skemmtiferða/flutningsskip” eyjamanna leggjast að. Staðsetning er hugsuð með það í huga að allir vara/aukahlutir í Hondu berist sem hraðast til Honduheima, já meira að segja hóf forstjóri/gjaldkeri/ritari og aðal tæknimaður Honda störf við að stjórna höfninni til þess að skipin áðurnefndu gætu lagst að bryggju án tafa.

Áður en Honduheimar urðu að veruleika þá höfðu höfuðstöðvar Honda á eyjunni stóru verið staðsettar í raðhúsi nokkru tugum kílómetra frá höfninni, þetta hafði í för með sér ýmiss óþægindi sem ekki verður ritað um hér. Í núverðandi Honduheimum er ekki bara besta verkstæði “heimsins” (já miðja heimsins er í “eyjum”), tæknisvið, hönnun og kennsla nei þarna er líka til staðar andleg aðstoðarstöð fyrir þá sem koma í frítt kaffi og eiga ekki HONDU. Þeir fara flestir þaðan bara yfir götuna til að panta Hondu hjá umboðsmanni Hondu á “eyjunni”.

Nær allir eigendur Hondu á bæði stóru eyjunni (suðureyjan) og þeirri litlu hafa sótt sér alla tæknilega þekkingu sem og nær allar við/uppgerðir á eldri Hondum til Sir Honda (stundum kenndur við besta morgunmat í heimi). Þarna í Honduheimum gerast í raun bara kraftaverk og stærri/mikilvægari en flest önnur, ekkert stendur í Sir Honda hann bara hugsar og horfir á viðkomandi hjól eða hluta þess og segir: Maður lifandi og málið er í höfn !

En en en fyrir ekki löngu síðan fréttist að Sir Honda ásamt aðstoðarmanni hafi lagst í langferð mikla uppá litlu eyjuna (norðureyjan) til að aka alla leið norður í land ! Afhverju um miðjan vetur, hvaða erindi á Sir Honda á norðurlandið, ekki er hann skíðamaður !! Jú maður lifandi hann ætlar að sækja sér aðstoð og þekkingu ! já skrifa þetta aftur aðstoð og þekkingu til sérfræðings í kaupstað norðurlands, já sérfræðings sem sagður er getað komið lífi í jafnvel sex strokka mótorhjól, já sem er þremur strokkum meira heldur en það besta frá Englandi (átt við gömul hjól). Þessi sérfræðingur hefur ekki borist mikið á, nei ekki mikið talað um hann, nema innan þröngs hóps manna sem vilja eiga hann fyrir sig.

Sir Honda hafði lagt í þetta langa ferðalag sem er bæði sigling (já höfnin var opin eða kannski ekki) og langur langur akstur vegna þess að hann vissi að það eru bara gáfumenn sem leita sér aðstoðar til “betri” manna, en hver getur verið betri en sjálfur Honda (sir), sem einnig er umtalaðsti mótorhjólamaður beggja eyja. Jú segja fróðir Hondueigendur hann býr þarna í kaupstað norðurlands. Sir Honda hafði í för með sér tvo Hondumótora einn sem yfirleitt er þekktur úr rauðum hjólum sem líta alveg eins út Honda 50 skellinaðra frá því ca. 1963 og er draumkenndur og hinn er úr nær fyrsta ofurhjólinu sem kennt er við sprengju, því aflið er það mikið !

 

 

 

 

Sagan segir okkur að eggið (sérfærðingur norðurlands) hafi kennt hænunni svo mikið að Sir Honda hafi þurft að leita sér andlegrar aðstoðar manns sem þekktur er fyrir að eiga mikið af mótorhjólum ekki bara Hondum heldur líka að eiga jakka, buxur og hanska sem skreyttir eru kögri, þessi andlegi leiðtogi sá einnig um andlegar leiðbeiningar í stæðsta sundstað landsins (já já allt svo stórt þarna fyrir norðan). Einnig hefur heyrst að þessi andlega leiðbeining gangi frekar hægt svo Sir Honda mun taka andlega leiðtogan með sér yfir á stóru eyjuna og afhenda honum íbúð fyrir ofan Honduheima frítt því það kostar sitt að hafa svona aðstoð til staðar 24/7-365.

Ekki hefur heyrst hvort vélarnar tvær hafi orðið eftir eða fari með til baka. En Sir Honda mun hér eftir ekki bara bjóða uppá sögur (973 í dag), viðgerðir, uppgerðir, frítt kaffi, Nei nú verður einnig í boði andleg upplyfting/uppgerð þegar gestir eru orðnir uppfullir af Hondufræðum og þurfa að ná áttum. En hvað getum við hinir venjulegu (t.d. súkkueigendur) lært af þessari sögu ? Jú það er til maður/goðsögn sem hugsanlega já sagði og skrifa hugsanlega sem veit meira en Sir Honda og hann er staðsettur á norðurlandi. Þetta mun valda mörgum valkvíða um hvert þeir eiga að leita ! En Sir Honda er öflugur, því ekki bara hefur hann aukið þekkingu sýna verulega heldur tók hann með sér andlega leiðtogan og ekki má gleyma að Sir Honda á líka Mr. KB sem kenndur er við mótorhjólaklúbb í Hafnarfirði, sá er talin lang lang besti Norton sérfræðingur landsins já þá er mikið sagt því flestir halda að sá sérfræðingu hafi átt heima á suðureyjunni frá örófi alda og stundum kallaður Breti.

Ferðaskrifstofur hafa heyrt af þessari þróun og munu nú fljótlega auglýsa sýningaferðir til suðureyjunnar til að heimsækja Honduheima og ekki má gleyma að Sir Honda hefur ráðið rauðhærðan dyravörð til að stjórna inngöngu í Honduheima, sá er líka sérfræðingur ! Hvernig skildi auglýsing vegna þessara ferða hljóma, uss verður erfitt að setja fram í stuttu máli hvað er í boði við heimsókn til Sir Honda. Heyrst hefur að Sir Honda fái fálkaorðuna næst og hann er vel að henni komin. Svona í niðurlagi er ekki rétt að mótorhjólaklúbbar bjóði uppá sætaferðir til Honduheima, þó þú eigir t.d. lélega eftirlíkingu af Hondu t.d. Súsúkí þá má alltaf snúa sér frá villu vegar og fá sér HONDU Ég á orðið sjálfur þrjár því Sir Honda hefur snúið mér frá villu vegar !! En breskt er enn langt best úff já ég mun sækja endurhæfingu fljótlega til suðureyjunnar.

Kv. Óli bruni

Sprengjan

Tuesday, 08 January 2019 21:37

Merkingar á föt

Ágætu félagar

Viljum minna á að hægt er að láta merkja fatnað hjá 66 Norður í Garðabæ.

Bæði er hægt að kaupa þar peysur, boli eða annan fatnað og svo má koma með sín eigin föt til merkinga.

Þeir geta bæði saumað merkin í fatnaðinn eða prentað merkin á fötin í ýmsum stærðum.

Síðan er til hjá gjaldkeranum saumuð taumerki á vægu verði sem og bakmerki.

kveðja

Stjórnin

Saturday, 29 December 2018 12:24

Áramótakveðja

Ágætu Gaflarar og aðrir hjólamenn.

Stjórn Gaflara óskar ykkur gleðilegs árs og þakkar fyrir árið sem er á enda komið.

Vonandi eigum við ánægjulegt hjólaár framundan.

Kveðja

Stjórn GAFLARA

Sunday, 23 December 2018 15:38

Jólakveðja Gaflara

Ágætu félagar og aðrir hjólamenn

Við óskum ykkur  öllum og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla og 
hafið það sem best um hátíðarnar.

Jólakveðja

Stjórn Gaflara

Wednesday, 07 November 2018 17:24

Breskt er best

Það var góð mæting á súpukvöldið í gær, 6/11/2018.

M.a. mættu aðal aðdáendur "breskt er best" eins og sjá má á aukahlutum þeirra sem gera mikið gagn.

 

  20181106 210629

Thursday, 01 November 2018 17:14

Upprunalegt-Original

Það er alltaf gaman að misjöfnu áliti manna (já já konur eru líka menn) um hvað sé rétt þegar kemur að uppgerð ökutækja og miðað hvar þetta verður hugsanlega lesið þá: Uppgerð mótorhjóla af ýmsum stærðum og gerðum. Hvað er rétt í þeim ferli ? Allt munu sumir segja aðrir munu segja verður að vera “original”. Hvor leiðin er réttari ? Báðar eiga rétt á sér því eigandi viðkomandi mótorhjóls ræður alveg för ekki satt ?!

Eins og örfáir hafa tekið eftir þá þykir mér gaman að skrifa smá bull, en öllu bulli/gamni fylgir smá alvara ekki satt ?! Viðbrögð áhugamanna um mótorhjól eru eins mismunandi eins og við erum mörg, þ.e. hvað sé eina rétta leiðin til að viðhalda sögu viðkomandi mótorhjóls. Hvaða rugludalli myndi detta í hug að breyta t.d. fjögurra strokka Henderson í Chopper eða jafnvel café racer ?!

mynd 1

Uss ljótt að sjá hvaða vitleysing dettur svona nokkuð í hug eða er þetta kannski bara “original”

 

Frá því fyrsta mótorhjólið leit dagsins ljós, við að skrifa “ljós” dettur mér strax í hug Lucas rafkerfi, ja það er önnur saga, já frá því að það leit dagsins ljós þá hafa misvitrir eigendur hjóla tekið sig til og breytt viðkomandi hjóli í allt annað en það var hannað fyrir.

T.d. “hvurslags” rugl þetta fallega ómetanlega lang besta (nú næ ég prik) mótorhjól heimsins-BMW-R69S er breytt eins og sjá má á meðfylgjandi mynd :

mynd 2

Hvaða rugludallur gerði þessa hörmung spyr maður sig ! Sko það er bara búið að eyðileggja þetta hjól, meira að segja svartar felgur úff, hvað geta eigendur lagst lágt í eyðileggingunni, maður bara spyr. Ath. sá fær verðlaun sem getur bent á hve mörgu hefur verið breytt á þessum Bimma.

Jafnvel fallegasta hönnun í heimi (nei ekki súkka) er eyðilögð þá á ég við Ducati sjáið þið fyrir ykkur t.d. 900ss t.d. 1975 árgerðina og svo þetta:

mynd 3

Nú segir einhver er eigandinn með á myndinni, nei eigandi tók myndina en lét annað sem honum þykir vænt um að vera með: konuna, hún er reyndar með sólgleraugu til að þekkjast ekki eins vel og horfir til himins, segir það okkur ekki eitthvað !

Jafnvel bestu hjól í heimi eru, heyrðu þú sagðir að BMW væri best, ja sko hum í Þýskalandi, en auðvitað vita allir að lang bestu mótorhjól heimsins koma frá BRETLANDI=breskt er best og til að skýra þetta rugl enn betur þá læt ég eina mynd fylgja með sem útskýrir vitlaust hugarfar vissra manna !!!!!!!!!!!!!

mynd 4

Þarna hefur rugludallur dauðans tekið sig til og notað Norton grind í röngum lit, náð sér í Triumph mótor og sett í grindina, sett eitthvað sem kallað er sæti, náð sér í forljóta frambremsu, BSA hljóðkúta og toppurinn á ruglinu er nafnið TriTon, SKO það er engin TriTon verksmiðja til og hefur aldrei verið, eins gott því þetta hefði aldrei selst, nei ekki möguleiki.

Lang lang lang besta mótorhjól heimsins, uss ruglið heldur áfram, kemur frá landi rísandi sólar og nú erum við að tala um eina sanna Mótorhjólið: SúsúkkkÍ og toppinn á því Bandit (blátt):

mynd 5

Já ekki spurning að það er hægt að gera original Súsúkkkí Bandit fallegri og betri, hafið þið séð fallegra mótorhjól, nei örugglega ekki !! (sagt er að formaður vor sé í breytingum)

Næst besti hrígjónabrennarinn er að sjálfsögðu fyrsta súperbækið: Honda CB750 og hverjum myndi nokkurn tíma detta í hug að hægt væri að “lagfæra fullkomið mótorhjól, nei það er alls ekki hægt og þó:

mynd 6

 

Þetta er algjör fullkomnun, hér er í raun óskarverðlaunin í betrum bætingum hins fullkomna mótorhjóls ekki satt, jafnvel Hondupabbi á suðureyjunni mun gráta af gleði yfir þessari mynd, ja maður lifandi.

 

Þá komum við að endalokum þessarar “greinagerðar” um hvernig á að fullkomna mótorhjól og hvað er nú það spyrja þessir tveir sem lesa þetta (ég meðtalin), jú að sjálfsögðu það sem ekki þarf að “diskótera” um: Ef þú þarft að spyrja þá skilurðu það ekki: Hardley Moving Davidson (Harley Davidson) og þarna tölum við um eina fullkomna heild: Útlit, akstureiginleika, hröðun, þægindi o.s.frv. við erum að tala um Monu Lisu mótorhjólanna, hverjum myndi detta í hug að mála yfir andlit Mónu Lísu, engum, nema kannski einhverjum sem væri andlega veikur og þó, því virðið fyrir ykkur algjöra fullkomnun HD Café Racer touring og annað enn fallegra:

mynd 7

mynd 8

 

Kv. HR. original Óli (bruni)

Page 1 of 31