Gunnlaugur Harðarson

Gunnlaugur Harðarson

Monday, 20 May 2019 19:34

Mótorhjólaskógur 2019

Mótorhjólaskógurinn var heimsóttur síðasta laugardag og var einum sekk af áburði dreyft á svæðið okkar ásamt því að settar voru niður ca 400 birkiplöntur. Það var formaðurinn og gjaldkerinn sem mættu eins og áður. Síðan mætti einn félagi á hjóli þegar verkefni Gaflara þennan daginn var að ljúka.

Það er ótrúlegt hvað gengur vel að græða upp þarna upp undir hálendi Íslands fyrir ofan Búrfell og Heklu.

Sjá má nokkrar myndir í myndaalbúmi.

 

Wednesday, 08 May 2019 17:44

Skoðunardagur

Ágætu félagar

Skoðunardagur Gaflara verður líklega í vikunni 11-14 júní og nú í samstarfi við Hörð félaga okkar sem er að undirbúa opnun á nýrri skoðunarstofu.  Sérstakt Gaflara-verð.

Nánar síðar.

 

kveðja

Stjórnin

Monday, 15 April 2019 18:17

Helgarferðin STÓRA 2019

Búið að loka fyrir skráningu í helgarferðina STÓRU.

 

SÍÐASTA ÚTKALL 

í helgarferðina stóru, helgina 14-17 júní n.k. 

Nú þarf fljótlega að ganga endanlega frá gistibókuninni í helgarferðina.

Því þurfa þeir sem ekki hafa bókað sig í ferðina en hafa hug á að koma með að bóka sig sem fyrst.

Kveðja

Stjórnin

Sunday, 07 April 2019 17:23

Vorið er að koma

Fórum 3 í fyrsta hjólatúr okkar í ár.

Góður suðurnesjahringur hjá okkur Sigurjóni, Reyni og Gulla.20190407 132318

 

 20190407 132409

Verður þetta nýr öryggisbúnaður mótorhjólamanna ?

 

https://m.facebook.com/100000212867585/posts/2644396075577462/?sfnsn=mo

Thursday, 14 March 2019 16:57

Sérstakt mótorhjól

Eiður sendi þennan tengil á facebook.

https://m.facebook.com/100000212867585/posts/2629112610439142/?sfnsn=mo

 

 

Thursday, 07 March 2019 17:36

Kaupum ekki köttinn í sekknum

Einu sinni endur fyrir löngu bjó maður á lítilli eyju í nágrenni við aðra stærri eyju. Þessi maður sem almennt var kallaður Baddi braskari, var þekktur fyrir að selja hluti og þá aðllega notaða hluti í mótorhjól og bíla. Baddi braskari var vanur að auglýsa hluti með áherslu á gæði, vel með farið og lítið notað. Yfirleitt var ekkert að marka þessar auglýsingar Badda braskara, en hann var það sniðugur að hann bara beið eftir rétta fórnalambinu og sagði oft: Síðasti kjáninn er ekki fæddur.

Baddi braskari var mjög svo orðheppinn og gat talað endalaust og þá þannig á þann máta að væntanleg fórnalömb voru búin að gleyma hvað þeir væru hugsanlega að kaupa, því var Baddi búin að afvegaleiða marga með orðagljáfri sínu og þá aðallega seinheppa og einfalda einstaklinga. Þegar þessi alveg “sanna” saga gerist þá hafði Baddi eignast gamalt pústkerfi undan gömlu Yamaha mótorhjóli. Þetta áður glæsilega pústkerfi hafði verið krómað endur fyrir löngu, en var farið að ryðga, einnig var það rispað sem og dældað á nokkrum stöðum. En Baddi braskari auglýsti það sem: Lítið notað og alveg eins og nýtt, Baddi hafði einnig fengið “sérfræðing” til að votta gæði þessa fyrrum góða pústkerfis. Þessi “sérfræðingur” bar viðurnefnið “inspector generale”, !! hann var þó aðallega þekktur fyrir að segja: Honda er eina mótorhjólið, gekk alltaf í bol með mynd af eina hjólinu, en þennan bol fékk hann gefins frá sjálfum Ebay sem einn þeirra stæðsti kúnni.

Auglýsing Badda hafði verið sýnd í nokkurn tíma í netfjölmiðli og þá með “góðri” ljósmynd sem reyndar var ljósmynd af alveg eins pústkerfi en miklu nýrra, en Baddi var nú ekkert að segja frá því, en í örsmáu letri með mynd mátti lesa með stækkunargleri: Ljósmynd er af alveg eins pústkerfi ! Nú það hlaut að koma sú stund að einhver einfeldingurinn myndi hafa samband við Badda og vilja fá að skoða betur.

Látum nú væntanlegan kaupanda segja frá því hvernig hann upplifði þessi pústkerfakaup: Ja sko ég hringdi í þennan Badda og spurði um pústkerfið. En þessi væntanlegi kaupandi var oftast kallaður Siggi svarti. Siggi: Hvað á þetta að kosta ? Baddi: þetta er sko gjöf en ekki sala, þau kosta ný 300 þús, skal ég segja þér maður lifandi. Þetta er alveg eins og nýtt, sér ekki á þessu, ja smá rispa en hún sést ekki nema vel sé skoðað ! Siggi: Semsagt nærri því ónotað ? Baddi: Já já það átti gömul kona mótorhjólið sem þetta kom undan skal ég segja þér og hún ók bara í sólskyni og þurru veðri, já þú mátt treysta því að þú gerir ekki betri kaup. Siggi: Má ég skoða og hvað kostar þetta ? Siggi: já maður lifandi endilega koma að skoða, en segi aftur þú verður að koma strax því það eru nokkrir sem vilja kaupa, svo þú ert mjög heppinn að þetta er enn til (Baddi segir aldrei neitt um verðið !!)

 

Siggi svarti er mættur til Badda braskara og Baddi er ekki lengi að bjóða Sigga velkomin og tala við hann eins og þeir hafi þekkst lengi. Baddi tekur utanum öxl Sigga og leiðir hann í gegnum stóran bílskúr og þar eru alls konar mótorhjól, allt fullt af allskonar notuðu dóti. Baddi sýnir Sigga allt sem fyrir augu ber, segir sögur af hverjum hlut og þetta sé allt frá góðum vinum. Það er hálf rökkvað þarna inni og ekki gott að sjá hvernig allar þessar gersemar líta út. Baddi talar svo mikið að Siggi er orðin hálf áttavilltur þarna inni og finnst eins og hann sé búin að gleyma erindi sínu.

Nú standa þessi tveir gömlu vinir (já allavega vinir í tuttugu mínútur !!) fyrir framan þetta “glæsilega” pústkerfi sem eru fjögur krómuð rör og fjórir hljóðkútar. Það er svo rökkvað þarna að það sést varla að þetta sé krómað. Baddi talar og talar og talar. Siggi er orðin svo áttaviltur að honum bara langar að komast í burtu og áður en hann veit þá er hann búin að kaupa þetta “hérumbil” nýja pústkerfi !! Siggi borgar uppsett verð sem er nær því að vera sama verð og alveg nýtt útúr búð. Í raun þá gæti Baddi braskari selt Spánverja sólarferð til Íslands, því hann talar alla í kaf.

Siggi svarti fer heim með “nýja” pústkerfið og það er ekki fyrr en hann er komin heim til sín og í góða þögn og góða birtu að hann sér að þetta pústkerfi, er allt rispað og dældað, já það er varla óskemmdur flötur á þessu “gæða” “hérumbil” alveg “ónotaða” pústkerfi sem og vottaða, stimplaða allavega finnst Sigga það. Heim til Sigga mæta líka nokkrir vinir hans, sem líka segja Sigga að hann hafi verið plataður uppúr skónum, þetta sé undan a.m.k. 15 ára gömlu mótorhjóli. Sigga líður eins og frægum manni sem kallaður er KB, en þessi frægi maður KB fór með bílinn sinn einu sinni á ári til frænda Badda og þessi frændi Badda var þekktur viðgerðamaður allra ökutækja og þá ekki fyrir gæðavinnu heldur dýra vinnu, en Siggi hafði heyrt að þessi viðgerðarmaður færi allavega einu sinni á ári í sólarferð með alla fjölskilduna í raun í boði KB, því einu sinni á ári var bíll KB “uppgerður” af frændanum fræga !

Sagan segir okkur að Siggi svarti hafi marg oft hringt í Badda braskara og viljað skila “nýja” pústkerfinu, en þegar símtali lauk þá mundi aumingja Siggi ekki eftir því hvað rætt var um, því Baddi braskari talaði Sigga í kaf. Já þetta urðu mörg og löng símtöl. Að lokum fékk Siggi vin sinn til að hringja í Badda braskara, en þau símtöl enduðu öll eins: Að Siggi ætti að hringja sjálfur í sig hann Badda og Baddi sagðist myndu endurgreiða “nýja” pústkerfið strax, en Siggi yrði maður lifandi að hringja sjálfur. Sagan endar vel allavega fyrir Sigga svarta því þegar hann var búin að láta nær alla vini sýna hringja í Badda braskara, gafst Baddi upp og endurgreiddi þetta “flotta” pústkerfi, en seldi það aftur skömmu síðar öðru saklausu fórnarlambi = ljósin eru kveikt en það er engin heima !

YOU LIVE AND LEARN

Óli bruni

Monday, 25 February 2019 17:25

Old fart syndrome= “sérfræðingurinn”

Hvað þýðir þetta eiginlega, getur þýtt ýmislegt en flestir telja þetta þýða: Þú ert staðnað gamalmenni og þá jafnvel þó þú sért ekki búin að ná löglegum aldri samkvæmt reglum hins opinbera þ.e.a.s. sextíu og sjö ára. Hvað tengist þetta mótorhjólaáhuga eða eign ? Jú það getur gert það svo sannanlega og þá aðallega þegar við ræðum um eldri mótorhjól og ekki skiptir máli hvaða tegund er um að ræða eða frá hvaða landi þau koma !

original

Hvernig á gamalt mótorhjól að líta út ? Jú ekki spurning, það á að vera eins nálægt því sem það kom út úr verksmiðjunni fyrir jafnvel tugum ára, ekki rétt ? Já, hver bolti, allar rær og skinnur skulu vera eins og þær upphaflegu, ekki rétt ? Gömlu góðu hjólbarðarnir eru löngu farnir til himna og við verðum að fá eins hjólbarða, ekki satt ? Gömlu góðu platínurnar verða að vera áfram í hjólinu þó jafnvel engin sjái þær, ekki rétt ? Hvað með olíuna á mótorinn ? Það má alls ekki nota einhver gerviefni, ekki satt ? Grindina verður að mála, ekki “powder”húða, ekki satt ? Svona má endalaust telja og við sjáum fyrir okkur “sérfræðing” sem gengur í kringum uppgert gamalt mótorhjól og segir: Uss þessi bolti var ekki ryðfrír, uss hverjum dettur í hug að setja þessa hjólbarða undir hjólið: “Sérfræðingurinn” heldur áfram að telja upp allan “fáranleikan” sem stolti uppgerðarmaðurinn hafði framkvæmt, já án þess að ráðfæra sig við “sérfræðinginn”.

Cafe Honda

Já hverjum í veröldinni dettur í hug að gera upp eða endurgera mótorhjól sem framleitt var í örfáum eintökum, ja kannski ekki nema 300 þúsund stykkjum á þremur til fimm árum, án þess að það sé nákvæmlega eins og það kom út úr verksmiðjunni, nei engum, allavega ekki “sérfræðingi”. Engum eiganda gamals mótorhjóls ætti að detta í hug að gera upp gamalt mótorhjól án þess að gera það eins og upphafalega fyrirmyndin, ekki rétt ? En hvað með ef ekki eru til “original” hlutir t.d. eins og stimplað pústkerfi, rétt húðaðir boltar og rær ? Á þá að hætta við ? En ef hjólið gengur betur með “electronic” kveikju heldur en platinum ? Nei segir “sérfræðingurinn” það skal vera original !

Allt ofangreint er bara álit þess sem vill bara gera þetta eins og hann vill, að sjálfsögðu, en berum virðingu fyrir öllu sem vel er gert, ekki spurning að smekkur manna er eins misjafn og við eru mörg, einn góður maður sagði (á ensku): Personal optinions are like assholes, everyone has one ! Allir hafa rétt fyrir sér hvort sem viðkomandi mótorhjól er gert upp eins nálægt upphafinu og mögulegt er eða breytt í eitthvað það sem eigandinn ákvað. Að sjálfsögðu ættum við að varðveita söguna þegar um er að ræða t.d. mótorhjól sem aðeins eru til eftir örfá eintök eins og t.d. Henderson hjólið sem Grímur heitinn Jónsson gerði upp, aðeins verulega skrítnum einstaklingi myndi detta í hug að reyna færa það hjól í t.d. Chopper útlit, þó eflaust hafi einhverjum dottið það í hug.

Henderson

 

Hér á landi eru örfáir einstaklingar sem hafa gert upp mótorhjól, bæði í upphaflegt útlit eða eftir sínu höfði, enda ræður eigandinn alltaf hvernig viðkomandi hjól lítur út að lokum. Vinna við þetta er yfirleitt mikil og góð skemmtun, kostar heilmikla vinnu sem og ómælt fjármagn, en þegar verkinu er lokið og eigandinn sýnir heiminum endanlega niðurstöðu þá er mjög gaman að fá smá klapp á bakið og jákvætt viðmót, jafnvel þó álitsgjafi eða jafnvel “sérfræðingur” séu ekki á sömu skoðun og sá eigandi sem gerði viðkomandi mótorhjól upp í “original” útlit eða jafnvel í eitthvað allt annað en það kom frá verksmiðjunni t.d. frá árinu 1969.

Triumph

Einn góður vinur minn sagði: Ef þú hefur ekkert gott um græjuna að segja slepptu þá að segja eitthvað ! Ekki er ég alveg sammála, en tel samt að það sem sagt er eða jafnvel skrifað ætti alltaf að vera sagt af virðingu fyrir allri þeirri vinnu sem lagt var í uppgerðina, jafnvel þó hún sé ekki af þínum smekk. Margt hef ég lesið og heyrt frá “sérfræðingum” á þann máta að mörgum hefði fallist hendur og aldrei gert upp annað mótorhjól. Nær allar tilraunir og endurgerðir í smíði og uppgerð mótorhjóla hafa endað hjá verksmiðjum, þ.e.a.s. ef niðurstaðan er seljanleg, þannig þróast málin annars stöðnum við og endum með “old fart syndrome”. Látum aldei orð falla eins og t.d.: Mér finnst þetta bara forljótt, jafnvel þó okkur finnist það, berum virðingu fyrir vinnu, smekk og áliti annarra, höldum áfram að þróast og þroskast á jákvæðan máta.

 

Ef einhver las þetta þá er þetta skrifað af Óla “original”

 

Honda org.jpg

Sunday, 03 February 2019 14:11

Fjórhjólaferð (og Ford trukkur)

Nokkrir fjórhjólafélagar Gaflara fóru í dag um Breiðdalinn og yfir að Djúpavatni. Einnig var Smári Kristjáns með á sínum fjallatrukk.

IMG 2302

IMG 2303

IMG 2304

IMG 2305

IMG 2307

IMG 2308

IMG 2309

IMG 2310

 

Wednesday, 23 January 2019 19:53

Helgarferðin STÓRA 2019

Ágætu félagar

Nú er komið að skráningu í helgarferðina 2019.  Búið er að bóka 20 rúm í 3 nætur hjá Sæluhúsum, Akureyri.

Farið verður föstudaginn 14 júní og komið heim mánudaginn 17 júní.

Til að skrá sig þarf að vera innskráður á vefnum og þar eru nánari uppýsingar.

Kveðja

Stjórnin

Page 1 of 31