Gunnlaugur Harðarson

Gunnlaugur Harðarson

Verður þetta nýr öryggisbúnaður mótorhjólamanna ?

 

https://m.facebook.com/100000212867585/posts/2644396075577462/?sfnsn=mo

Thursday, 14 March 2019 16:57

Sérstakt mótorhjól

Eiður sendi þennan tengil á facebook.

https://m.facebook.com/100000212867585/posts/2629112610439142/?sfnsn=mo

 

 

Thursday, 07 March 2019 17:36

Kaupum ekki köttinn í sekknum

Einu sinni endur fyrir löngu bjó maður á lítilli eyju í nágrenni við aðra stærri eyju. Þessi maður sem almennt var kallaður Baddi braskari, var þekktur fyrir að selja hluti og þá aðllega notaða hluti í mótorhjól og bíla. Baddi braskari var vanur að auglýsa hluti með áherslu á gæði, vel með farið og lítið notað. Yfirleitt var ekkert að marka þessar auglýsingar Badda braskara, en hann var það sniðugur að hann bara beið eftir rétta fórnalambinu og sagði oft: Síðasti kjáninn er ekki fæddur.

Baddi braskari var mjög svo orðheppinn og gat talað endalaust og þá þannig á þann máta að væntanleg fórnalömb voru búin að gleyma hvað þeir væru hugsanlega að kaupa, því var Baddi búin að afvegaleiða marga með orðagljáfri sínu og þá aðallega seinheppa og einfalda einstaklinga. Þegar þessi alveg “sanna” saga gerist þá hafði Baddi eignast gamalt pústkerfi undan gömlu Yamaha mótorhjóli. Þetta áður glæsilega pústkerfi hafði verið krómað endur fyrir löngu, en var farið að ryðga, einnig var það rispað sem og dældað á nokkrum stöðum. En Baddi braskari auglýsti það sem: Lítið notað og alveg eins og nýtt, Baddi hafði einnig fengið “sérfræðing” til að votta gæði þessa fyrrum góða pústkerfis. Þessi “sérfræðingur” bar viðurnefnið “inspector generale”, !! hann var þó aðallega þekktur fyrir að segja: Honda er eina mótorhjólið, gekk alltaf í bol með mynd af eina hjólinu, en þennan bol fékk hann gefins frá sjálfum Ebay sem einn þeirra stæðsti kúnni.

Auglýsing Badda hafði verið sýnd í nokkurn tíma í netfjölmiðli og þá með “góðri” ljósmynd sem reyndar var ljósmynd af alveg eins pústkerfi en miklu nýrra, en Baddi var nú ekkert að segja frá því, en í örsmáu letri með mynd mátti lesa með stækkunargleri: Ljósmynd er af alveg eins pústkerfi ! Nú það hlaut að koma sú stund að einhver einfeldingurinn myndi hafa samband við Badda og vilja fá að skoða betur.

Látum nú væntanlegan kaupanda segja frá því hvernig hann upplifði þessi pústkerfakaup: Ja sko ég hringdi í þennan Badda og spurði um pústkerfið. En þessi væntanlegi kaupandi var oftast kallaður Siggi svarti. Siggi: Hvað á þetta að kosta ? Baddi: þetta er sko gjöf en ekki sala, þau kosta ný 300 þús, skal ég segja þér maður lifandi. Þetta er alveg eins og nýtt, sér ekki á þessu, ja smá rispa en hún sést ekki nema vel sé skoðað ! Siggi: Semsagt nærri því ónotað ? Baddi: Já já það átti gömul kona mótorhjólið sem þetta kom undan skal ég segja þér og hún ók bara í sólskyni og þurru veðri, já þú mátt treysta því að þú gerir ekki betri kaup. Siggi: Má ég skoða og hvað kostar þetta ? Siggi: já maður lifandi endilega koma að skoða, en segi aftur þú verður að koma strax því það eru nokkrir sem vilja kaupa, svo þú ert mjög heppinn að þetta er enn til (Baddi segir aldrei neitt um verðið !!)

 

Siggi svarti er mættur til Badda braskara og Baddi er ekki lengi að bjóða Sigga velkomin og tala við hann eins og þeir hafi þekkst lengi. Baddi tekur utanum öxl Sigga og leiðir hann í gegnum stóran bílskúr og þar eru alls konar mótorhjól, allt fullt af allskonar notuðu dóti. Baddi sýnir Sigga allt sem fyrir augu ber, segir sögur af hverjum hlut og þetta sé allt frá góðum vinum. Það er hálf rökkvað þarna inni og ekki gott að sjá hvernig allar þessar gersemar líta út. Baddi talar svo mikið að Siggi er orðin hálf áttavilltur þarna inni og finnst eins og hann sé búin að gleyma erindi sínu.

Nú standa þessi tveir gömlu vinir (já allavega vinir í tuttugu mínútur !!) fyrir framan þetta “glæsilega” pústkerfi sem eru fjögur krómuð rör og fjórir hljóðkútar. Það er svo rökkvað þarna að það sést varla að þetta sé krómað. Baddi talar og talar og talar. Siggi er orðin svo áttaviltur að honum bara langar að komast í burtu og áður en hann veit þá er hann búin að kaupa þetta “hérumbil” nýja pústkerfi !! Siggi borgar uppsett verð sem er nær því að vera sama verð og alveg nýtt útúr búð. Í raun þá gæti Baddi braskari selt Spánverja sólarferð til Íslands, því hann talar alla í kaf.

Siggi svarti fer heim með “nýja” pústkerfið og það er ekki fyrr en hann er komin heim til sín og í góða þögn og góða birtu að hann sér að þetta pústkerfi, er allt rispað og dældað, já það er varla óskemmdur flötur á þessu “gæða” “hérumbil” alveg “ónotaða” pústkerfi sem og vottaða, stimplaða allavega finnst Sigga það. Heim til Sigga mæta líka nokkrir vinir hans, sem líka segja Sigga að hann hafi verið plataður uppúr skónum, þetta sé undan a.m.k. 15 ára gömlu mótorhjóli. Sigga líður eins og frægum manni sem kallaður er KB, en þessi frægi maður KB fór með bílinn sinn einu sinni á ári til frænda Badda og þessi frændi Badda var þekktur viðgerðamaður allra ökutækja og þá ekki fyrir gæðavinnu heldur dýra vinnu, en Siggi hafði heyrt að þessi viðgerðarmaður færi allavega einu sinni á ári í sólarferð með alla fjölskilduna í raun í boði KB, því einu sinni á ári var bíll KB “uppgerður” af frændanum fræga !

Sagan segir okkur að Siggi svarti hafi marg oft hringt í Badda braskara og viljað skila “nýja” pústkerfinu, en þegar símtali lauk þá mundi aumingja Siggi ekki eftir því hvað rætt var um, því Baddi braskari talaði Sigga í kaf. Já þetta urðu mörg og löng símtöl. Að lokum fékk Siggi vin sinn til að hringja í Badda braskara, en þau símtöl enduðu öll eins: Að Siggi ætti að hringja sjálfur í sig hann Badda og Baddi sagðist myndu endurgreiða “nýja” pústkerfið strax, en Siggi yrði maður lifandi að hringja sjálfur. Sagan endar vel allavega fyrir Sigga svarta því þegar hann var búin að láta nær alla vini sýna hringja í Badda braskara, gafst Baddi upp og endurgreiddi þetta “flotta” pústkerfi, en seldi það aftur skömmu síðar öðru saklausu fórnarlambi = ljósin eru kveikt en það er engin heima !

YOU LIVE AND LEARN

Óli bruni

Monday, 25 February 2019 17:25

Old fart syndrome= “sérfræðingurinn”

Hvað þýðir þetta eiginlega, getur þýtt ýmislegt en flestir telja þetta þýða: Þú ert staðnað gamalmenni og þá jafnvel þó þú sért ekki búin að ná löglegum aldri samkvæmt reglum hins opinbera þ.e.a.s. sextíu og sjö ára. Hvað tengist þetta mótorhjólaáhuga eða eign ? Jú það getur gert það svo sannanlega og þá aðallega þegar við ræðum um eldri mótorhjól og ekki skiptir máli hvaða tegund er um að ræða eða frá hvaða landi þau koma !

original

Hvernig á gamalt mótorhjól að líta út ? Jú ekki spurning, það á að vera eins nálægt því sem það kom út úr verksmiðjunni fyrir jafnvel tugum ára, ekki rétt ? Já, hver bolti, allar rær og skinnur skulu vera eins og þær upphaflegu, ekki rétt ? Gömlu góðu hjólbarðarnir eru löngu farnir til himna og við verðum að fá eins hjólbarða, ekki satt ? Gömlu góðu platínurnar verða að vera áfram í hjólinu þó jafnvel engin sjái þær, ekki rétt ? Hvað með olíuna á mótorinn ? Það má alls ekki nota einhver gerviefni, ekki satt ? Grindina verður að mála, ekki “powder”húða, ekki satt ? Svona má endalaust telja og við sjáum fyrir okkur “sérfræðing” sem gengur í kringum uppgert gamalt mótorhjól og segir: Uss þessi bolti var ekki ryðfrír, uss hverjum dettur í hug að setja þessa hjólbarða undir hjólið: “Sérfræðingurinn” heldur áfram að telja upp allan “fáranleikan” sem stolti uppgerðarmaðurinn hafði framkvæmt, já án þess að ráðfæra sig við “sérfræðinginn”.

Cafe Honda

Já hverjum í veröldinni dettur í hug að gera upp eða endurgera mótorhjól sem framleitt var í örfáum eintökum, ja kannski ekki nema 300 þúsund stykkjum á þremur til fimm árum, án þess að það sé nákvæmlega eins og það kom út úr verksmiðjunni, nei engum, allavega ekki “sérfræðingi”. Engum eiganda gamals mótorhjóls ætti að detta í hug að gera upp gamalt mótorhjól án þess að gera það eins og upphafalega fyrirmyndin, ekki rétt ? En hvað með ef ekki eru til “original” hlutir t.d. eins og stimplað pústkerfi, rétt húðaðir boltar og rær ? Á þá að hætta við ? En ef hjólið gengur betur með “electronic” kveikju heldur en platinum ? Nei segir “sérfræðingurinn” það skal vera original !

Allt ofangreint er bara álit þess sem vill bara gera þetta eins og hann vill, að sjálfsögðu, en berum virðingu fyrir öllu sem vel er gert, ekki spurning að smekkur manna er eins misjafn og við eru mörg, einn góður maður sagði (á ensku): Personal optinions are like assholes, everyone has one ! Allir hafa rétt fyrir sér hvort sem viðkomandi mótorhjól er gert upp eins nálægt upphafinu og mögulegt er eða breytt í eitthvað það sem eigandinn ákvað. Að sjálfsögðu ættum við að varðveita söguna þegar um er að ræða t.d. mótorhjól sem aðeins eru til eftir örfá eintök eins og t.d. Henderson hjólið sem Grímur heitinn Jónsson gerði upp, aðeins verulega skrítnum einstaklingi myndi detta í hug að reyna færa það hjól í t.d. Chopper útlit, þó eflaust hafi einhverjum dottið það í hug.

Henderson

 

Hér á landi eru örfáir einstaklingar sem hafa gert upp mótorhjól, bæði í upphaflegt útlit eða eftir sínu höfði, enda ræður eigandinn alltaf hvernig viðkomandi hjól lítur út að lokum. Vinna við þetta er yfirleitt mikil og góð skemmtun, kostar heilmikla vinnu sem og ómælt fjármagn, en þegar verkinu er lokið og eigandinn sýnir heiminum endanlega niðurstöðu þá er mjög gaman að fá smá klapp á bakið og jákvætt viðmót, jafnvel þó álitsgjafi eða jafnvel “sérfræðingur” séu ekki á sömu skoðun og sá eigandi sem gerði viðkomandi mótorhjól upp í “original” útlit eða jafnvel í eitthvað allt annað en það kom frá verksmiðjunni t.d. frá árinu 1969.

Triumph

Einn góður vinur minn sagði: Ef þú hefur ekkert gott um græjuna að segja slepptu þá að segja eitthvað ! Ekki er ég alveg sammála, en tel samt að það sem sagt er eða jafnvel skrifað ætti alltaf að vera sagt af virðingu fyrir allri þeirri vinnu sem lagt var í uppgerðina, jafnvel þó hún sé ekki af þínum smekk. Margt hef ég lesið og heyrt frá “sérfræðingum” á þann máta að mörgum hefði fallist hendur og aldrei gert upp annað mótorhjól. Nær allar tilraunir og endurgerðir í smíði og uppgerð mótorhjóla hafa endað hjá verksmiðjum, þ.e.a.s. ef niðurstaðan er seljanleg, þannig þróast málin annars stöðnum við og endum með “old fart syndrome”. Látum aldei orð falla eins og t.d.: Mér finnst þetta bara forljótt, jafnvel þó okkur finnist það, berum virðingu fyrir vinnu, smekk og áliti annarra, höldum áfram að þróast og þroskast á jákvæðan máta.

 

Ef einhver las þetta þá er þetta skrifað af Óla “original”

 

Honda org.jpg

Sunday, 03 February 2019 14:11

Fjórhjólaferð (og Ford trukkur)

Nokkrir fjórhjólafélagar Gaflara fóru í dag um Breiðdalinn og yfir að Djúpavatni. Einnig var Smári Kristjáns með á sínum fjallatrukk.

IMG 2302

IMG 2303

IMG 2304

IMG 2305

IMG 2307

IMG 2308

IMG 2309

IMG 2310

 

Monday, 14 January 2019 17:28

Eggið og hænan

Á að skrifa um eggjaframleiðslu á mótorhjólasíðu ? Ja SKO því ekki því þessi sem skrifar þetta bullar annað eins ekki satt. En gerumst nú alvarleg: Á lítlilli eyju (reyndar mjög stór) sunnan megin við “aukaeyjuna” eru höfuðstöðvar Honda á Íslandi (nei ekki Vatnagörðum), þessar höfðuðstöðvar eru staðsettar nálægt þeim stað þar sem “skemmtiferða/flutningsskip” eyjamanna leggjast að. Staðsetning er hugsuð með það í huga að allir vara/aukahlutir í Hondu berist sem hraðast til Honduheima, já meira að segja hóf forstjóri/gjaldkeri/ritari og aðal tæknimaður Honda störf við að stjórna höfninni til þess að skipin áðurnefndu gætu lagst að bryggju án tafa.

Áður en Honduheimar urðu að veruleika þá höfðu höfuðstöðvar Honda á eyjunni stóru verið staðsettar í raðhúsi nokkru tugum kílómetra frá höfninni, þetta hafði í för með sér ýmiss óþægindi sem ekki verður ritað um hér. Í núverðandi Honduheimum er ekki bara besta verkstæði “heimsins” (já miðja heimsins er í “eyjum”), tæknisvið, hönnun og kennsla nei þarna er líka til staðar andleg aðstoðarstöð fyrir þá sem koma í frítt kaffi og eiga ekki HONDU. Þeir fara flestir þaðan bara yfir götuna til að panta Hondu hjá umboðsmanni Hondu á “eyjunni”.

Nær allir eigendur Hondu á bæði stóru eyjunni (suðureyjan) og þeirri litlu hafa sótt sér alla tæknilega þekkingu sem og nær allar við/uppgerðir á eldri Hondum til Sir Honda (stundum kenndur við besta morgunmat í heimi). Þarna í Honduheimum gerast í raun bara kraftaverk og stærri/mikilvægari en flest önnur, ekkert stendur í Sir Honda hann bara hugsar og horfir á viðkomandi hjól eða hluta þess og segir: Maður lifandi og málið er í höfn !

En en en fyrir ekki löngu síðan fréttist að Sir Honda ásamt aðstoðarmanni hafi lagst í langferð mikla uppá litlu eyjuna (norðureyjan) til að aka alla leið norður í land ! Afhverju um miðjan vetur, hvaða erindi á Sir Honda á norðurlandið, ekki er hann skíðamaður !! Jú maður lifandi hann ætlar að sækja sér aðstoð og þekkingu ! já skrifa þetta aftur aðstoð og þekkingu til sérfræðings í kaupstað norðurlands, já sérfræðings sem sagður er getað komið lífi í jafnvel sex strokka mótorhjól, já sem er þremur strokkum meira heldur en það besta frá Englandi (átt við gömul hjól). Þessi sérfræðingur hefur ekki borist mikið á, nei ekki mikið talað um hann, nema innan þröngs hóps manna sem vilja eiga hann fyrir sig.

Sir Honda hafði lagt í þetta langa ferðalag sem er bæði sigling (já höfnin var opin eða kannski ekki) og langur langur akstur vegna þess að hann vissi að það eru bara gáfumenn sem leita sér aðstoðar til “betri” manna, en hver getur verið betri en sjálfur Honda (sir), sem einnig er umtalaðsti mótorhjólamaður beggja eyja. Jú segja fróðir Hondueigendur hann býr þarna í kaupstað norðurlands. Sir Honda hafði í för með sér tvo Hondumótora einn sem yfirleitt er þekktur úr rauðum hjólum sem líta alveg eins út Honda 50 skellinaðra frá því ca. 1963 og er draumkenndur og hinn er úr nær fyrsta ofurhjólinu sem kennt er við sprengju, því aflið er það mikið !

 

 

 

 

Sagan segir okkur að eggið (sérfærðingur norðurlands) hafi kennt hænunni svo mikið að Sir Honda hafi þurft að leita sér andlegrar aðstoðar manns sem þekktur er fyrir að eiga mikið af mótorhjólum ekki bara Hondum heldur líka að eiga jakka, buxur og hanska sem skreyttir eru kögri, þessi andlegi leiðtogi sá einnig um andlegar leiðbeiningar í stæðsta sundstað landsins (já já allt svo stórt þarna fyrir norðan). Einnig hefur heyrst að þessi andlega leiðbeining gangi frekar hægt svo Sir Honda mun taka andlega leiðtogan með sér yfir á stóru eyjuna og afhenda honum íbúð fyrir ofan Honduheima frítt því það kostar sitt að hafa svona aðstoð til staðar 24/7-365.

Ekki hefur heyrst hvort vélarnar tvær hafi orðið eftir eða fari með til baka. En Sir Honda mun hér eftir ekki bara bjóða uppá sögur (973 í dag), viðgerðir, uppgerðir, frítt kaffi, Nei nú verður einnig í boði andleg upplyfting/uppgerð þegar gestir eru orðnir uppfullir af Hondufræðum og þurfa að ná áttum. En hvað getum við hinir venjulegu (t.d. súkkueigendur) lært af þessari sögu ? Jú það er til maður/goðsögn sem hugsanlega já sagði og skrifa hugsanlega sem veit meira en Sir Honda og hann er staðsettur á norðurlandi. Þetta mun valda mörgum valkvíða um hvert þeir eiga að leita ! En Sir Honda er öflugur, því ekki bara hefur hann aukið þekkingu sýna verulega heldur tók hann með sér andlega leiðtogan og ekki má gleyma að Sir Honda á líka Mr. KB sem kenndur er við mótorhjólaklúbb í Hafnarfirði, sá er talin lang lang besti Norton sérfræðingur landsins já þá er mikið sagt því flestir halda að sá sérfræðingu hafi átt heima á suðureyjunni frá örófi alda og stundum kallaður Breti.

Ferðaskrifstofur hafa heyrt af þessari þróun og munu nú fljótlega auglýsa sýningaferðir til suðureyjunnar til að heimsækja Honduheima og ekki má gleyma að Sir Honda hefur ráðið rauðhærðan dyravörð til að stjórna inngöngu í Honduheima, sá er líka sérfræðingur ! Hvernig skildi auglýsing vegna þessara ferða hljóma, uss verður erfitt að setja fram í stuttu máli hvað er í boði við heimsókn til Sir Honda. Heyrst hefur að Sir Honda fái fálkaorðuna næst og hann er vel að henni komin. Svona í niðurlagi er ekki rétt að mótorhjólaklúbbar bjóði uppá sætaferðir til Honduheima, þó þú eigir t.d. lélega eftirlíkingu af Hondu t.d. Súsúkí þá má alltaf snúa sér frá villu vegar og fá sér HONDU Ég á orðið sjálfur þrjár því Sir Honda hefur snúið mér frá villu vegar !! En breskt er enn langt best úff já ég mun sækja endurhæfingu fljótlega til suðureyjunnar.

Kv. Óli bruni

Sprengjan

Tuesday, 08 January 2019 21:37

Merkingar á föt

Ágætu félagar

Viljum minna á að hægt er að láta merkja fatnað hjá 66 Norður í Garðabæ.

Bæði er hægt að kaupa þar peysur, boli eða annan fatnað og svo má koma með sín eigin föt til merkinga.

Þeir geta bæði saumað merkin í fatnaðinn eða prentað merkin á fötin í ýmsum stærðum.

Síðan er til hjá gjaldkeranum saumuð taumerki á vægu verði sem og bakmerki.

kveðja

Stjórnin

Saturday, 29 December 2018 12:24

Áramótakveðja

Ágætu Gaflarar og aðrir hjólamenn.

Stjórn Gaflara óskar ykkur gleðilegs árs og þakkar fyrir árið sem er á enda komið.

Vonandi eigum við ánægjulegt hjólaár framundan.

Kveðja

Stjórn GAFLARA

Sunday, 23 December 2018 15:38

Jólakveðja Gaflara

Ágætu félagar og aðrir hjólamenn

Við óskum ykkur  öllum og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla og 
hafið það sem best um hátíðarnar.

Jólakveðja

Stjórn Gaflara

Wednesday, 07 November 2018 17:24

Breskt er best

Það var góð mæting á súpukvöldið í gær, 6/11/2018.

M.a. mættu aðal aðdáendur "breskt er best" eins og sjá má á aukahlutum þeirra sem gera mikið gagn.

 

  20181106 210629