Gunnlaugur Harðarson

Gunnlaugur Harðarson

Thursday, 26 September 2019 17:14

Björn Hermannsson fallinn frá

Látinn er góður félagi, Björn Hermannsson – Húni. 

Hann hjólaði mikið með okkur alla tíð og var hrókur alls fagnaðar í öllu okkar starfi.

Björn var fyrsti heiðursfélagi okkar.

Sendum við fjölskyldu hans og vinum okkar dýpstu samúðarkveðjur.

Gaflarar

 

Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 7. október kl. 13:00

 

mynd 6

 mynd8

mynd 2

mynd 4

mynd 5

mynd 9

mynd 10

mynd 11

 

 

Friday, 16 August 2019 09:47

Betri Skoðun

Nú er Hörður félagi okkar búinn að opna skoðunarstofuna BETRI SKOÐUN að Stapahrauni 1.

Gaflarar geta farið með hjólin í skoðun hjá honum þegar hverjum og einum hentar og eru "Gaflara" kjör í boði fyrir hjólin.

 

kveðja

Stjórnin

Wednesday, 07 August 2019 13:44

Rafmögnuð hringferð

Hringferð Snigla og ON hefst á Seyðisfirði 8. ágúst. Þá koma til landsins með Norrænu fulltrúar Electric Motorcycles og Energica með sex rafmagnsbifhjól. Fylgdarbíll í ferðinni er Tesla Model X. Energica framleiðir rafmagnsbifhjól sem eru á meðal öflugustu ökutækja heims, en notast þó ekki við koldíoxíðlosandi eldsneyti.

Fylgist með á Facebook

Áð verður á fjölmörgum stöðum um landið og verða rafmagnsbifhjólin til sýnis gestum og gangandi sem geta spurt hringfarana út í þessa áhugaverðu tækni og hvernig ferðalagið gengur fyrir sig. Hægt verður að fylgjast með framgangi ferðarinnar á „Rafmögnuð hringferð“ á Facebook og skoða myndir með myllumerkinu #rafmognudhringferd.

Í höfuðborginni verður blásið til málþings í höfuðstöðvum Orku náttúrunnar að Bæjarhálsi 1 í Reykjavík og rafmagnsbifhjólin sýnd. Það verður mánudaginn 12. ágúst kl. 17:00-18:30. Þar munu Steinmar formaður Snigla, Marchel, Kristján Gíslason og fulltrúi frá ON fjalla um ýmsar hliðar orkuskipta í samgöngum.

Föruneyti hringsins

Fyrir hönd Snigla fer formaður samtakanna, Steinmar Gunnarsson, fyrir hringreiðinni en með honum í för verða Marchel og Ingrid Bulthuis fyrir hönd Electric Motorcycles og Energica en jafnframt mun hinn þaulreyndi Kristján Gíslason hringfari slást með í för. Hann lauk fyrir ekki svo löngu hringferð um jörðina á mótorhjóli.

Tímaáætlun hringferðarinnar

Stoppað verður á eftirfarandi stöðum:

8. ágúst á Seyðisfirði frá 8:30 til 10:00 þegar Norræna kemur til landsins. Alcoa-Fjarðaál á Reyðarfirði þar sem hjólin verða hlaðin kl. 11:00 í boði Alcoa og mótorhjólaklúbbsins (MC) Drekar. Egilsstaðir kl. 14:00 þar sem Goðar MC taka á móti föruneyti hringsins við ON hlöðuna á N1 þjónustustöðinni.

9. ágúst byrjar á Húsavík og hjólin sýnd klukkan 13:00 en þar tekur Húsavík Náttfari MC á móti hópnum við hlöðu ON.

10. ágúst verður bryddað upp á kvartmílu á Akureyri um kl. 11:00 ef veður leyfir en sá viðburður ætti að vekja athygli Eyfirðinga og annarra sem eru á svæðinu. Rafmagnsbifhjólin verða svo sýnd við mótorhjólasafnið kl. 14:00. Á Akureyri er það mótorhjólaklúbburinn Tían sem tekur á móti hópnum.

11. ágúst verður hópurinn í Borgarnesi en fylgjast verður með tímasetningu þar sem óljóst er hvenær hópurinn kemur þangað þar sem þetta er lengsti leggurinn. Áætla má að það verði síðdegis og þá verða hjólin sýnd við Brákarey. Um kvöldið er áætlað að spyrna á kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni við Hafnarfjörð en tímasetning liggur ekki fyrir. Hún verður tilkynnt á Facebook síðu hringferðarinnar „Rafmögnuð hringferð“.

12. ágúst verður svo málþingið í höfuðstöðvum ON kl. 17:00 en síðar um kvöldið, á bilinu 20:00-21:00, verða rafmagnsbifhjólin á Selfossi þar sem mótorhjólaklúbburinn Postular munu taka á móti þeim.

13. ágúst að kvöldi verða ferðalangarnir á Höfn í Hornafirði en tímasetning verður sveigjanleg.

14. ágúst verða hjólin hlaðin í hlöðu ON á Djúpavogi en ekið verður þangað sem leið liggur frá Höfn snemma morguns.

15. ágúst fara rafmagnsbifhjólin til Seyðisfjarðar og aftur til Danmerkur með Norrænu.

Energica Motor Company S.p.A er ítalskur rafmagnsbifhjólaframleiðandi í Modena á Ítalíu, þar sem hjarta ítalskrar bíla- og mótorhjólaframleiðslu er. Energica eru þróuð og hönnuð af færustu verkfræðingum og tæknifólki úr Formúlu 1. Energica Evo rafmagnsbifhjólið er sem dæmi búið 145 hestafla rafmótor sem skilar 200 NM og hraðar hjólinu í 100 km/klst á 3 sekúndum og í allt að 240 km/klst en fá ökutæki eru líkleg til að ráða við götuskráð Energica Evo í kvartmílu.

Hjólin eru eftirfarandi:

1) Johammer J1.150

2) Energica Eva EsseEsse9

3) Energica Eva

4) Energica Eva

5) Energica Eva

6) Energica Ego

7) Krossari fyrir yngri kynslóðina

8) Keppnishjól, óskráð sem má ekki aka, ekki einu sinni á braut.

Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við  :

Steinmar Gunnarsson formann Snigla í síma 8929865

Telma Sæmundsdóttir, Markaðsmál ON í farsíma 6172717 - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Þórhildur Laufey Sigurðardóttir, Markaðsmál ON í farsíma 8227081 - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ingvar Örn Ingvarsson stjórnarmaður Snigla í síma 8985107

vefsíða: www.sniglar.is – www.on.is – www.hringfarinn.is – www.energicamotor.com

Facebooksíða viðburðar: Rafmögnuð hringferð á Facebook – #rafmognudhringferd

 

https://www.sniglar.is/post/sniglar-bifhjolasamtok-lydveldisins-og-orka-natturunnar-fara-hringveginn-a-rafmagnsbifhjolum-malthing-i-samstarfi-vid-electric-motorcycles-og-energica-motorhjol-i-reykjavik-12-agust

Tuesday, 23 July 2019 13:50

Skoðunardagaur

Skoðunardagur Gaflara verður fljótlega hjá nýrri skoðunarstöð sem Hörður félagi okkar opnar á næstunni að Stapahrauni 1.

Það eiga að koma nánari fréttir í næstu viku eða fyrir verslunarmanna helgi.

Stöðin fær nafnið "Betri skoðun"

Skv. reglum á að skoða mótorhjól fyrir 1. ágúst ár hvert en vanrækslugjald leggst ekki á fyrr en 1. október.  

kveðja

Stjórnin

Friday, 12 July 2019 13:26

13.07.19

13.07.19 - Einn þekktasti Gaflari landsins hann Gulli fæddist þennan dag fyrir “SEX”-tíu árum

 

 

Flest er fertugum fært, en hvað þá sextugum, já nú erum við að tala saman. Það eru SKO ekki allir sem ná þessum þroska og um leið áfanga að verða “SEX”-tugur. Eins og flestir sem kunna að lesa þá skýrir það sig sjálft að ná þessari tölu “SEX”-tugur. Gulli er með hressari mönnum og eins gott því hann tók að sér nær öll störf fyrir klúbbinn okkar Gaflara, já hann sér um að opna, laga kaffi, taka til meðlæti, segja sumum að það eigi að drekka og borða það sem er í boði á staðnum ekki setja í vasana ofl ofl. Já svo finnst honum lítið mál að taka til og vaska upp, loka húsnæði okkar. Að því loknu leiðir hann oft hópinn (þessir fjórir sem mæta) í góða ferð. Nú myndu margir spyrja, hvað eru ekki fleiri í stjórn Gaflara ? Jú en formaðurinn er oftast upptekinn við að halda húsbílnum gangandi eða í ferðalagi með Gómavinafélaginu. En snúum okkur aftur að afmælisbarninu, hann er dellukarl með stóru D-i. Hann á fleiri Mopar bíla heldur en sjálfur ja sá sem nefndur var hér á undan. Einnig á hann orðið nokkur mótorhjól, bæði gömul og ný. Hann stjórnar eins og allir vita einum banka og fer létt með það (já já ekki bankastjóri en ræður flestu). Við sjáum Gulla líka standa sveittann í flestum uppákomum Gaflara, já meira segja við að gróðursetja tré þar sem ekkert vex. Það er hægt að skrifa mikið meira um þennan góða félaga okkar, en þar sem Gulli ætlar að bjóða öllum Göflurum í veislu næsta þriðjudag (lesist þriðjudagshittingur Gaflara) og þar verður boðið uppá veislumat (lesist kaffi og hugsanlega tvo konfektmola) sem og ræðuhöld annarra en Gulla, þá er bara að mæta. Blóm og kransar afþakkaðir, en allt áfengi er vel þegið segir Gulli. Mætum því vel næsta þriðjudag og samfögnum með Gulla.

 

Afmæliskveðja Óli enn bruni

Monday, 17 June 2019 15:51

Akureyri 2019

Nú er ferðin norður afstaðin og allt gekk vel og eftir því sem best ég veit komust allir heilir heim.

Má til með að birta mynd af "heiðurfélaga nr. 1" við einkabílinn sem sá um Húna 16 júní.

Mercedes Bens CL63 AMG - rúmlega 500 hestöfl.

Takk fyrir félagar.

Gulli

Sunday, 26 May 2019 13:28

Fyrri dagsferðin

Það var góð mæting í fyrri dagsferðina 2019 en 16 mættu á Strandgötuna og lögðu af stað vestur á Snæfellsnes.

Þrír fóru í Hvalfjörðinn en 13 héldu áfram vestur og endað var á Arnarstapa.

Góður hádegismatur var í Langaholti hjá Kela vert.

Nokkrar myndir í myndasafni: http://gaflarar.com/index.php?option=com_igallery&view=category&igid=193&Itemid=117

Monday, 20 May 2019 19:34

Mótorhjólaskógur 2019

Mótorhjólaskógurinn var heimsóttur síðasta laugardag og var einum sekk af áburði dreyft á svæðið okkar ásamt því að settar voru niður ca 400 birkiplöntur. Það var formaðurinn og gjaldkerinn sem mættu eins og áður. Síðan mætti einn félagi á hjóli þegar verkefni Gaflara þennan daginn var að ljúka.

Það er ótrúlegt hvað gengur vel að græða upp þarna upp undir hálendi Íslands fyrir ofan Búrfell og Heklu.

Sjá má nokkrar myndir í myndaalbúmi.

 

Wednesday, 08 May 2019 17:44

Skoðunardagur

Ágætu félagar

Skoðunardagur Gaflara verður líklega í vikunni 11-14 júní og nú í samstarfi við Hörð félaga okkar sem er að undirbúa opnun á nýrri skoðunarstofu.  Sérstakt Gaflara-verð.

Nánar síðar.

 

kveðja

Stjórnin

Sunday, 07 April 2019 17:23

Vorið er að koma

Fórum 3 í fyrsta hjólatúr okkar í ár.

Góður suðurnesjahringur hjá okkur Sigurjóni, Reyni og Gulla.20190407 132318

 

 20190407 132409