Gunnlaugur Harðarson

Gunnlaugur Harðarson

Kawasaki Versys 1000 2013 sem er stóri bróðir litlu systur Versis 650.

Þó nokkrir hér á landi þekkja til Versis 650 og þar á meðal ég, það hjól kom manni verulega á óvart og ég fór tvo hringi um landið á því og dóttir mín einn, þetta litla hjól fékk allstaðar góða dóma. En nóg um minna hjólið það hefur sannað sig í nokkuð mörg ár hér sem og annarsstaðar. Nýja Versis hjólið þ.e.a.s. 2013 árgerðin er talið með í supersport touring og þar eru margir að keppa og ganga mislangt í að útbúa hjólin í að þau teljist líka til utan vegar græju eins og t.d. BMW GS 1200 hjólið sem er nú engin léttavara og eflaust bara fyrir hraustari menn að takast á við í torfærum, já og svona smá verðmunur. Nýja 1000 hjólið hefur verið uppfært nokkuð mikið frá síðustu árgerð segja framleiðendur.

Allt er gert til að hjólið verði þægilegra í meðförum, í akstri sem og áræðanleika. Útlitslega séð er hjólið bara flott svona eigum við að segja „vígalegt“, en samt sagt að það sjáist að þetta er Kawi. Vélin er 1043cc fjögurra strokka línumótor, vatnskældur, með tveimur yfirliggjandi knastásum, sextán ventlum, sögð með virkilega góðu togi og þá sérstaklega á neðri snúning. Gírkassi er sex gíra og virkar vel með góðum hlutföllum. Afl til afturhjóls er stillanlegt svo hægt er að stilla átak mótors svo afl skili sér rétt við allar aðstæður. Hjólið fer létt með ökumann, farþega og þrjár töskur fullar af farangri og þar er hjólið mörgum skrefum á undan litlu systur. Fjöðrun er sögð mjög góð og henti í raun vel í allar venjulegar aðstæður jafnvel á grófri möl.

Áseta er góð svona frekar upprétt ef segja má svo, stýrið er boltað beint í topp „yokið“, er frekar breitt, vel staðsett og liggur vel fyrir ökumanni, þannig að handleggir eru ekki teygðir eða of bognir. Grindin er úr áli og með þessum öfluga mótor sem er í raun hluti grindar og 17“ felgum er hjólið líka mjög sportlegt og hægt að taka vel á því á malbikinu, fer vel inní beygjur, hægt að halla því hressilega mikið og með öllum þessum tölvustýrða KTRC búnaði fer það vel útúr beygjum þó tekið sé hressilega á græjunni. Bremsur eru sagðar mjög góðar tveir 300mm diskar að framan, bremsudælur eru með 4. stimplum hvor. Einn diskur að aftan að venju, svo er hjólið með ABS kerfi frá Bosch og er sagt með því fyrirferða minnsta kerfi í  heiminum.

Eins og áður sagt er aflið mjög gott sem og tog, hjólið hikar aldrei þrátt fyrir hressa inngjöf í háum gír. T.d. í samanburði við Z1000 hjólið er Versis hjólið með miklu betra tog á lægri snúning. Sætið er gott bæði fyrir ökumann og farþega, pláss er einnig gott hvort sem ökumaður er einn eða með farþega, standpedalar eru vel staðsettir og með góðri dempun. vindhlífar eru sagðar góðar, hægt að stilla fram“rúðu“  með tveimur tökkum, stór 21 ltr. bensíntankur og lítil eyðsla miðað við mótorstærð gera hjólið að frábæru ferðahjóli. Sagt er að hjólið getið borið allt að 220 kg, þ.e. ökumaður, farþegi og farangur. Undir sæti er gott geymslupláss sem og verkfærasett. Mælaborð er með hraða og snúningsmæli (digital), bensínmæli, klukku, vegalengdastillingu !! eyðslumæli og hitamæli, já nógu af mælum svo ökumanni ætti ekki að leiðast.

 

 

Þarna er hjól sem ætti að henta í nær allt og þá sérstaklega við okkar aðstæður, þar sem vegir, veður og annað er nú svona bara kannski ekkert til að hrópa húrra yfir, þó það séu auðvitað menn og konur sem líkar best þegar það rignir hressilega og rokið tekur vel í og vegur sem ekið er á möl. Ekki er vitað hvað þetta hjól kostar hér heima, en miðað við uppgefið verð í útlandinu ætti Versis 1000 að vera vel samkeppnishæft við öll önnur sambærileg hjól. Lesa má miklu meira um hjólið á netinu og þá auðvitað allt þetta ofurtæknilega.

Stolið og stílfært af netinu:

Óli bruni

 

 

 

 

Hvaða mótorhjól er bara lang best: SUZUKI:

 

Stór orð og erfitt að sanna eða afsanna en svona er þetta bara allir segja að sitt sé best og þá aðallega meðan viðkomandi eigandi á gripinn. Hef meira segja heyrt suma segja að Honda sé besta hjólið, allavega fjallað langt mest um það á heimasíðu einni, já svo ganga sumir svo langt að segja að Harley eigi enga keppinauta, svo það hlítur að vera mjög erfitt fyrir suma að eiga bæði Hondu og Harley: Valkvíði á háu stigi.

 

En snúum okkur að þessu alvöruhjól sem sameinar nær alla kosti sem mótorhjól þarf að bera, útlit, afl, fjöðrun, þægindi og hægt að nota sem sport hjól eða hrein- ræktaða ferðagræju, allt í einu hjóli: SUZUKI GSX 1250 FA, en er þetta ekki bara Bandit með auka plasti ? Jú í raun en með betri hlífum og ABS bremsum, kemur einnig með miðjustandara. Því að eiga mörg hjól (uss hvaða vitleysingur skrifar þetta) þegar þú getur átt í einni græju allt sem þú þarft til að njóta þess að hjóla. Spara allar þessar tryggingar og svo geymsluplássið sem þarf til að eiga mörg hjól, já og að fá húsbóndann á heimilinu til að samþykkja allt ruglið!!

 

Framfjöðrun er sögð góð og er stillanleg og gefur þér um 5.1” í fjöðrun, afturfjöðrun er einn olíufylltur dempari með gorm og stillanlegur. Fram og afturfelgur eru þriggja bita 17” úr áli , hjólbarðar eru að framan 120/70ZR en að afan eru 180/55ZR. Frambremsur eru góðar og það eru tveir fljótandi diskar sem sjá um að hægja á græjunni, en hefðbundin einn diskur að aftan svo er þetta allt tengt ABS. Lengd milli hjóla eru 58.5” en heildarlengd hjólsins eru 83.9”, þyngd er sögð 537 pund, sætishæð er 31.7” í lægstu stöðu en má hækka í 32.5”

 

Hjólið er sagt höndla vel og eins og áður sagt notagildið er mikið, áseta er góð, nema kannski fyrir þá sem eru yfir 190cm. Stýrið er í góðri hæð og liggur vel fyrir ökumanni. Þægindi eru mikil og þá í hvaða aðstæðum sem er, eins gott innanbæjar sem utan. Svo það er sama hvað týpa þú ert: Sá sem er á afturdekkinu (þekki einn sem á bláa Súkku sem sparar framdekkið reglulega), eða bara sá rólegi sem svona rúllar þetta rólega á sínum hraða.

 

Tog mótors er mjög gott ja eins og gefur að skilja með 1255cc við hendina, en mótor er fjögurra strokka línumótor, með tveimur yfirliggjandi knastásum, 16 ventla og er vatnskældur. Hestöfl eru sögð 98.9 við 8800 snúninga og eins og áður sagt tog er 77.4  við 5.900 snúninga. Já ég veit að það er hægt að finna hærri tölur um afl og tog, en blaðamenn skrifa það sem þeim er borgað fyrir er það ekki. Gírkassi er sex gíra og með þessu ná menn að fara í 100 km hraða á 3. sekúndum.

 

Mælaborð er svona nokkuð hefðbundið með alls konar ljósum sem gefa til kynna hvaða gír þú ert í, hleðsla, hlutlaus, háuljósin og annað sem hentar eldri borgurum og þessum sem muna ekki eftir í hvaða gír þeir eru o.s.frv.  Af hverju að fjalla um sama hjólið aftur þ.e.a.s. Bandit í sparifötunum, jú maður reynir alltaf að gera mönnum til hæfis og þá sérstaklega þegar fyrir liggur aðalfundur í einu mótorhjólafélagi í Hafnarfirði (þessi grein birtist eflaust eftir þennan fund) þar sem kjósa á formann til æfiloka og heyrst hefur að þetta verði rússnesk kosning svona svipað og hjá Pútín. Kannski væri sniðugt að breyta um nafn á stöðu þess er gegnir formennsku: Formaður í 4. ár, síðan yfirformaður í 4. ár, svo aftur formaður o.s.frv. þá eru menn aldrei að gegna sömu stöðunni lengi !! En nú er maður komin útí hálfgerða pólitík og svoleiðis skrif ættu aldrei að sjást á heimasíðum mótorhjólaklúbba !! En sama hjólið aftur, jú eru þessi mótorhjól ekki öll eins, með tveimur hjólbörðum og einum mótor tengdum við gírkassa, það er bara miklu miklu meira gaman á SúZúKi sagði góður maður. En takið eftir þetta er skrifað á svartan grunn svo minna beri á að þetta sé svipuð grein sem var skrifuð um Bandit hérna fyrir ekki svo löngu síðan.

 

Stolið og stílfært af netinu:

 

Óli bruni.

 

 

 

.

Indverskur Kaffi húsa rakki: Royal Enfield Continental GT 2014.

 

Á þessi græja heima fyrir utan t.d.  Ace Café í London ásamt öllum hinum Café Racer hjólunum, spurning og kannski fáum við svar við lestur þessarar greinar þ.e.a.s. þeir sem nenna að lesa þetta. Saga Royal Enfield nær lengra aftur en elstu menn muna, nema kannski bretaáhugamenn eins og Biggi breti, Tæmerinn ofl. góðir menn. En sagan nær aftur til 19. aldarinnar og þá til ársins 1933 þegar R.E. kom á markaðinn með hjól sem kallað var Bullet og í raun er GT hjólið byggt á sömu grunnhugmynd og þar með er GTinn í raun elsta mótorhjól heimsins sem er enn í framleiðslu, jú með smá breytingum !! En Royal Enfield lokaði verksmiðju sinni í Redditch í Englandi árið 1967, en þá þegar var hafin framleiðsla á R.E. í Indlandi og framleiddi Bullett hjólin í miklu magni og það var ekki aðeins almenningur sem keypti þessi hjól heldur líka lögreglan og herinn. Á Indlandi höfðu verið framleidd hin ýmsu hjól og þá aðallega í 125cc og 250cc, en svo kemur R.E. með þessar líka ofurgræjur í 350cc og 500cc. Meira segja sjálfur Harley er ekki með tærnar þar sem R.E. er með hælana í sölu á hjólum á Indlandi, hugsanlega verðið eða gæðin !! Spurning ?! En Harley er meira segja með verksmiðju á Indlandi. Allavega R.E. er með 95% af markaðinum í yfir 250cc. Honda á meira segja engan séns í þessari samkeppni. Sagan heldur aðeins áfram því árið 2010 seldi R.E. 50þús mótorhjól en árið 2012 var salan komin í 100þús hjól og fjöldin mun aukast, ný verksmiðja hefur verið opnuð og það er allt í góðum gír hjá R.E. sem er auðvitað ekki skrýtið því grunnurinn er sko breskur=breskt er best.

 

En snúum okkur okkar að nýja GT hjólinu sem er nokkuð stórt stökk fram á við, ja þeir segja það allavega og ekkert sem tengir það gamla Bullet hjólinu nema jú einn strokkur (cyl).GTinn er sem sagt 535cc (87.0 x 90.0mm) og er boltaður beint í grindina á fjórum stöðum. Er með beinni innspýtingu, Grindin er hönnuð af Harris Performance og er úr stáli, útlit er hannað af öðru ensku fyrirtæki (auðvitað) sem heitir Xenophya Desing. Bremsur eru frá Brembo, felgur eru úr áli frá Excel, fjöðrun er frá Paioli og frampípur eru 41mm og svona næst þetta flotta Café Racer útlit. Hjólin eru máluð rauð og áferð er bara nokkuð góð miðað við fyrri fram-leiðslu frá R.E. En svo setja menn útá litaáferð á frampípum ofl. þ.e.a.s. sagt að það sé ekki rétti grái liturinn!!

 

Jæja smá pruftúr á nýju græjunni, menn komnir í Belstaff jakka, með Davida hjálm, skó frá Lewis leathers o.s.frv. og hvar er prufað jú auðvitað í Bestalandi London. Það má bæði nota konutakka eða karlmannasveif til að koma hjólinu í gang, hjólið hrekkur í gang og svona “þumpar” eins og gamall Lister diesel!! Svo er auðvitað allar þessar mengunarkröfur frá ESB sinnum og þar með talið hljóð en skipta má um hljóðkút með lítilli fyrirhöfn. Það er nú ekkert hægt að hæla beinu innspýtingunni sérstaklega allavega í upptaki, en þegar komið er á ferðina þá lagast þetta. Mótor gefur gott tog frá svona 2 -3þús snúningum, en uppgefið hámarks tog er 32 fet/pund við 4000 snúninga. Hestöfl eru gefin upp 29.1 við 5100 snúninga, útsláttur er við 5500 snúninga og það tekur nokkurn tíma að komast á þennan snúning þ.e. að útslátti.

 

 

 

 

GTinn er bara nokkuð þægilegur á 40 til 50 mph, en svo fer hann nú bara ekkert hraðar en 80 mph og það er nú nokkuð yfir leyfðum hámarkshraða á Íslandi. Svo ekki er hægt að ná tonninu 100 mph á þessari græju og þannig nær hjólið ekki í Ton up hópinn, nema þá með hugsanlegum breytingum á mótor ofl. Maður veit alveg af því að GTinn er eins strokka og maður fær frítt nudd uppí hendur, iljar og rass ef farið á efri snúning, allt í lagi í smá tíma en verður leiðigjarnt. GTinn er ekkert ósvipaður í þessu og t.d. Honda CBR250R, en eflaust myndi Honda hafa vinningin í spyrnu, sem er svona frekar leiðinlegt á hjóli sem er með helmingi stærri mótor. En hver er bara leita að hámarkshraða því rétta “lúkkið” og “fílingur” er sko málið er það ekki. Hvar sem menn komu á nýja GTinum vakti hann athygli og hól frá nær öllum og stundum of mikla athygli í allri umferðinni í London. GTinn er ekki framleiddur með ofurhestöfl í huga en t.d. í samanburði við annan kaffi húsa rakka Guzzi V7 sem er með uppgefin 38 hestöfl og Triumph Thruxton þá á GTinn engan séns. GT vigtar reyndar minna er gefin upp 387 lbs. GTinn er um 6.3 sekúndur að komast í 60 km hraða og tekur heilar 12 sekúndur að komast í 100 km hraða og þetta eru mældir tímar á hjóli með nýjum opnari hljóðkút. En GTinn er bara flottur og “retro” lúkkið gefur honum sinn stað í þessari keppni um aftur til fortíðar og verðið er líka sæmilegt uppgefið $ 7200 í USA.

 

Ef þú ert sáttur við einn strokk og ekki of mörg hestöfl þá er GTinn eflaust rétta hjólið fyrir þig þ.e.a.s. ef þig langar í Café Racer. Sætið er þægilegt og bensíntankur er vel lagaður, hæð clip-ons stýris er í góðri hæð svo maður situr frekar uppréttur. Gírkassi er fimm gíra og er bara nokkuð góður, bremsur eru alveg fullnægjandi miðað við afl. Takkar og dót á stýri er ekki alveg í stíl við nútíma japana en virkar. Eins og áður sagt hefur hjólið vakið lukku allsstaðar og selst vel. En þú verður að muna að þetta er ekki framleitt í hrísgrjónalandi, svona frekar grófar suður, svona ítalskur frágangur á rafmagni og græjan titrar eins og graðhestur innan um a.m.k. þrjár merar, smá Harley í þessu. Þú getur örugglega keypt skemmtilegri hjól á sama verði en þú nærð aldrei þessu “lúkki”!! Koma svo hve verður fyrstur að kaupa þennan nýja Indverska kaffi húsa rakka. Svo má lesa meira tæknilegt á netinu.

Stolið og stílfært af netinu:

Óli bruni

 

Tuesday, 18 February 2014 18:12

#16 frá Óla bruna - Honda CB1100EX 2014

Honda CB1100EX 2014

 

Þar sem það hefur heyrst frá sumum (íbúar suðureyjunnar) að alltof lítið sé fjallað um Hondur yfirleitt á heimasíðum mótorhjólaklúbba þá svona örstutt grein til að gleðja Hondu aðdáendur. Það var mikið gaman að sjá að Hondu verksmiðjurnar tækju sig til og lagfærðu frábært hjól CB1100 sem kom nú reyndar á markaðinn sums staðar árið 2009, en var sýnt okkur hinum árið 2013. Ég eins og margir aðrir fannst 2013 hjólið bara virkilega flott, en samt það vantaði eitthvað, af hverju að smíða „retró“ hjól og ganga ekki alla leið. T.d. af hverju pústkerfi fjórir í einn ? Af hverju bitafelgur og ekki teinafelgur ? Af hverju ekki sex gíra gírkassa ? Hondu verksmiðjurnar hlusta á markaðinn öfugt við marga aðra framleiðendur (uss maður verður að passa sig að hæla þeim ekki um of=Tryggvasindrom).

 

Og nú er komið í sölu CB1100 EX sem skilar þessu öllu og nú ættu „retró“ aðdáendur að gleðjast, því þessi nýja útgáfa nærri því uppfyllir allt í því hvernig „retró“ hjól ætti að líta út, jú lengi má bæta t.d. pústkerfi fjórir í fjóra, en það er til eftirmarkaðs þannig pústkerfi. Nýja fjórir í tvo pústkerfi er aðeins styttra en það gamla fjórir í einn. Svo eru það auðvitað þessar nýju teinafelgur bara flottar þó sumir segi að teinafelgur eigi bara heima á reiðhjólum og gamla Ford. Sætið er líka breytt á EXinu sem og hliðarhlífar. Uppgefin þyngd er um 573 pund og er EXinn um 27 pundum þyngri en sá gamli sem er einnig framleiddur áfram. Nýi EXinn kemur með sex gír gírkassa og ABS bremsum, bensíntankur er einnig stærri um þrem lítrum stærri. Síðan eru smá breytingar á framljósi, mælaborð segir þér hvaða gír þú ert í (gott fyrir eldri borgara). Nú er bara að sjá hvenær Honda Íslands fær fyrsta EXinn og hver verður fyrstur til að kaupa, mig grunar að það verði einhver á suðureyjunni. En allavega flott hjól og lesa má betur um eldri gerðina á netinu sem og nýja hjólið, en fann ekki alvöru Roadtest vegna nýja EXins.

Stolið og stílfær af netinu

Óli bruni.

Thursday, 13 February 2014 17:19

Ferðalag til UK (Bestalands)-ferðasagan

Jólasveinar einn og átta (uss jólin löngu liðin)= Ferðalag Drullusokka, Gaflara sem og Þverhausar til Bestalands = Englands !!!

 

Fyrir ekki alllöngu héldu á stað til Englands níu „jólasveinar“ frá ýmsu stöðum á Íslandi t.d. Selfossi, Vestmannaeyjum, Garðabæ, Hafnarfirði og Reykjavík, margir þeirra meðlimir í Drullusokkum, Göflurum og að sjálfsögðu Þverhausum. Ferðin hófst um miðja nótt á föstudegi og þar sem þessir snillingar búa á hinum ýmsu stöðum var farið á nokkrum bifreiðum til Keflavíkurflugvallar, já aðallega að tryggja að nóg pláss væri við heimkomu, því sumir ætluðu að kaupa sko heilan helling. En byrjum á upphafi sögunnar af hverju England um miðjan vetur og allt að rigna í kaf !! Jú einn öflugasti bretaáhugamaður Íslands (Hjörtur) sagði mér (Óli Bruni) frá mótorhjóla og sölusýningu í Bristol sem hann hafði heimsótt áður. Síðan bætast við tæmerinn (Hilmar) sem reyndar komst ekki, Speedie (Torfi gull), maður nokkur sem kenndur er við Bacon (Tryggvi).

Reyndar var reynt við tvo aðra suðureyjabúa, þá Bigga Breta og Darra, en hvorugur fékk leyfi frá ektamaka, ja reyndar annar, hinn ætlaði sér að bræða loðnu í tonnavís !! Gullsmiðurinn (blikksmiður) sá fljótlega að það myndi aldrei ganga að mega bara vera með eina ferðatösku undir varahluti !! Svo hann bauð syni sínum Frey, reiknaði meira og sá að það myndi ekki duga að bæta við einni tösku, svo nú upphófst leit  að fleirum. Næsta fann gull/blikkarinn tvo öðlinga sem og hrausta menn til að bera þeir eru Heimir yfirdrullumallir Íslands og eigandi að gasverksmiðju (hugsanlega útskýrt síðar) og Ölgerðarbóndi einn að nafni Októ (átti einu sinni Harley sælla minninga!!). Eitthvað vantaði í hópinn svo undirritaður fór að huga að málum með það í huga að gott væri að blanda bílahuga í þennan hóp og hver er númer eitt í því á landinu jú Sigurjón Kvartmílumaður Íslands, Mopar maður (já bara til ein tegund af bílum) og einnig Gaflararáðamaður númer eitt. Svo er það sá síðasti sem bættist við hann keypti farmiða með ódýrara flugfélagi, tíu mínútum fyrir brottför, hann Smári sem þekktur er fyrir að pólera og pússa.

Ferðin gekk áfallalaust fyrir sig til Bestalands. Síðan tók við smá ferðalag að bílaleigu, eftir smá bið eftir Smára, því hann þurfti að ferðast með lest frá ódýra flugfélaginu til okkar og já lestin hans bilaði. Á bílaleigunni voru teknir tveir FIAT átta manna bílar, því þá svona stóra bíla myndi einhver spyrja !!?? Jú allavega þurfti mikið pláss fyrir varning í annarri bifreiðinni= Gull/blikk. Fiat af hverju Fiat ?? jú Fiat á allt sem heitir Mopar (svipuð gæði!!) og þessu réði Mopar maður nr. 1. Skipt var niður í bifreiðar eftir þroska, aldri, gáfum og magni hárs á höfði og dæmi nú hver fyrir sig. En skipting var eftirfarandi: Hjörtur, Tryggvi, Sigurjón og Óli í einni, Októ, Smári, Heimir, Torfi og Freyr í hinni. Fyrsti viðkomustaður var ACE café í London, þar sem hittum fyrir eiganda staðarins Mark Wilsmore og allir vildu mynd með honum, sumir fengu aðrir ekki, held að það hafi snúist um hvaða mótorhjól menn áttu !! Þessi staður er að sjálfsögðu sá staður sem allir mótorhjólamenn (konur) eiga að heimsækja, því saga þessa staðar er mjög löng en kannski ekki mjög löng á þessum stað. En ég ætla ekki að ræða um matinn (ala shit hamborgarar) !!! Hann hafði þau áhrif að í annarri bifreiðinni var mjög mjög mikið um vissa gasframleiðslu. Nú var tekin stefnan í tvær áttir þ.e.a.s. í þeirri bifreið sem ætlaði sér ekkert að versla var stefnan tekin á Bristol, en í innkaupabifreiðinni var stefnan tekin á Ace Classic‘s, en þar ætlaði Gull/blikkarinn að ná sér í: bensíntank, grind, mótor, bretti, felgur, púst og eitthvað smávegis annað !! Áður en lengra er haldið þá verður að koma því einu að Hr. Bacon var búin að skýra hópinn í innkaupabifreiðinni og nú skildi hann heita Coneheads sem síðar var breytt í Dickheads þar sem Kónar voru ekki ánægðir með nafngiftina. En þeir skýrðu minn hóp Hringvöðvana. Allavega við Vöðvarnir vorum ekki búnir að aka lengi frá Ace Café þegar neyðarkall barst frá Dickheads, leiðsögutækið (GPS tæki sem bruni lánaði þeim án ábyrgðar) virkaði ekki lengur og þeir væru strandaglópar og við yrðum að snúa við til að bjarga þeim. Var þeim bent á að þeir væru með ca. 4-6 snjallsíma í Dick bílnum sem allir væru með leiðsögu „appi“. Ekki heyrðist meira frá þeim, en þeir komust að því að leiðsögutækið var í lagi en FIAT (Mopar) var bilaður og því þurfti að fá nýjan FIAT og allt tók þetta tíma þannig að aumingja Gull/blikkarinn komst ekki til Ace Classic´s þann daginn. Vöðvarnir mættu snemma á hótelið í Bristol, fengu sér smá lúr (aldur) fyrir matinn, Dickarnir komu ekki fyrr miklu miklu seinna á hótelið.

Dagurinn var tekin snemma næsta dag (dagur 2) þó aðeins þyrfti að bíða eftir Gull/blikkara, er bara þannig að sumir þurfa að sofa meira en aðrir. Vöðvarnir voru mættir fyrstir að venju á sýningarsvæðið en sýning þessi er kölluð The Carol Nash motorcycle show, en þarna eru sýnd alvöru mótorhjól (bresk) af eldri gerðinni sem og að seldir eru hinir ýmsu hlutir fyrir mótorhjólamenn, bæði nýtt og notað. Þarna vorum við í raun komnir til himnaríkis, ja allavega þeir sem eiga alvöru mótorhjól!!! Reyndar reyndust þarna innanum nokkrir hrísgrjónabrennarar, en nær ekkert til sölu í þá og Hr. Bacon var hálf daufur yfir þessu, en það rjáltaði af honum því hann er gamall breta aðdáandi sem og eigandi, en hann heyrðist samt segja mjög mjög mjög oft David Silver, sem er mótorhjóla „shjoppa“ á austurströnd England (en meir um það síðar) sem selur alla hluti í eina hjólið á suðureyjunni: HONDU. Lítið sá maður af Gull/blikkaranum því hann fór hratt yfir og hlóð í poka eins og engin væri morgundagurinn (aumingja Freyr), maður hefur ekki séð svona, jú kannski þegar stóðhest er hleypt inní gerði með merum í látum. Við hinir ALLIR skoðuðum bara mótorhjól í rólegheitum. Í lok dags grátbað póleraður Dickari okkur Vöðvana um leyfi til að fara með okkur frá sýningarsvæðinu því það væri ekki lengur pláss í Dickara bílnum=varahlutir frá margnefndum Gullsmið. Naut hann ferðarinnar frá sýningu að hóteli með viðkomu á „pöbb“ og sagði að það væri miklu betra andrúmsloft í Vöðva bílnum (Heimir).

Hópurinn allur fór svo saman út að borða á svokölluðum Ítölskum stað og það var hraustlega tekið til matar síns og við fengum óvænta heimsókn frá enskum hjólamanni honum Ian, en hann er vinur Brunans í Englandi. Ian þessi hafði ekið alla leið frá London (2 ½ klst) til að færa Brunanum eitt stk. stýri, semsagt a.m.k. fimm klst. akstur fyrir eitt stýri !! Bruninn er jafn ruglaður og Gullsmiðurinn !! Góður matur ja spurning hvernig á það er litið en sumir þurftu að fá sýna steik eldaða tvisvar. Svo kepptust allir um að fá að borga fyrir hópinn svo að peningar flæddu um allt.

Sunnudagur og seinni dagur sýningar runnin upp og hver er mættur fyrstur í morgunmat, jú innkaupastjóri ferðarinnar. Mættir á sýninguna á skynsamlegum tíma og tekin góður hringur og hjól skoðuð betur, en sumir héldu áfram innkaupum með fjóra aðstoðarmenn í humátt á eftir= BBB sem er: Borga Bera Bíða !! Vöðvarnir sáu fljótlega að það yrði að ná meira útúr þessari ferð heldur en einni sýningu, svo þeir héldu sem leið lá í átt að sýningarhöll Sammy Miller, en Sammy er einn frægasti mótorhjóla ökumaður Englands og þá bæði í drullumalli og á götumhjólum. Mig minnir að hann hafi unnið a.m.k. 1200 drullumallarakeppnir og nokkur hundruð götuhjólakeppnir. Dickurunum var boðið með, en þeir sögðust ekki getað yfirgefið innkaupastjórann, hann gæti aldrei borið þetta allt einn og væri rétt að komast í stuð um hádegisbilið. Hvern hittum við inngang sýningarinnar jú sjálfan Hr. Miller, mig grunar að Hjörtur hafi hringt í hann því þeir hafa tekið tal saman áður á annarri sýningu. Nú upphófst mikil myndataka með Sammy og kynningu hópsins og það kom fljótlega í ljós að hann þekkti þessa Íslendinga alla, yes Mr. Bacon yes I know him he is in love við Honda, Oh mister Mopar yes he drives a Roadrunnar, yes Mr. Bruni he makes good bikes bad, and of course Mr. Hjörtur he is the best macanic in all of Icealnd. Síðan voru Vöðvarnir leiddir undir einkaleiðsögn um allt sýninguna sem samanstendur af 400 hjólum og öll gangfær nema 7 (eitt af þeim eru úr tré). Við fengum að fara inní það allra heilagasta, þar sem var verið að gera upp hjól sem og hjól sem biðu uppgerðar, já svo fengum við áritaða bók um æfi Sammy, já erfitt að toppa þennan dag. Degi lauk með sameiginlegum mat þar sem rætt var um viðburði dagsins sem og innkaup sumra.

Síðasti dagurinn í Bestalandi og nú var Hr. Bacon mættur fyrstur í morgunmat og sagði bara tvö orð aftur og aftur og aftur: Davið Silver-David Siler !! Og til að komast sem fyrst til Hr. Silver sem selur HONDA HONDA HONDA ákvað Hr. Bacon að taka lestina þessa löngu leið frá vesturströndinni að austurströndinni. Taldi að þessi Fiat (mopar) drusla myndi aldrei komast á áfangastað nógu tímanlega, nei hann ætlaði sko með hraðlest til David Silver og ekkert röfl. Þannig að við kvöddum Hrr. Bacon með tár í augum á lestarstöðinni í Bristol, en hann brosandi útað eyrum með glampa í augum því nú skildi sko versla einn bensínbarka í CB750. Fer ekki sögum af þessu ferðalagi Tryggva fyrr en síðar. Dickarnir tóku stefnuna á London en innkaupastjórinn ætlaði sko að fara til Ace Classic´s sama hvað gengi á, þar biðu hans mikið magn varahluta. Vöðvarnir héldu í sömu átt með það í huga að fara í eina elstu mótorhjólabúð Englands Reg Allen en hana hefur Bill Crosby rekið í yfir fimmtíu ár á sama stað. Það var meira en fróðlegt að hlusta á hann og Hjört tala saman, í búðinn hjá Bill var eitt stk. Triumph sem er eina sinnar tegundar í heiminum. Bill sagði okkur frá mótorhjólasafni London Motorcycle Museum sem hann á stóran hlut í og þangað var haldið og þar voru til staðar mörg einstök mótorhjól t.d. fyrsti Triumph Tridentinn kallað P 1 og eitt BSA Rocket Three með yfirliggjandi knastás, já og mikið af öðrum hjólum, en engin japani.

Dickarnir fóru eins og áður er sagt til feðgana sem reka Ace Classic´s og fengu góðar móttökur, reyndar ekki furða því heyrst hefur að þeir séu að halda í heimsreisu með öllum fjölskyldumeðlimum, eftir heimsókn innkaupastjórans. Dickunum var meira segja boðið í mat, sem eins og menn vita sem reka fyrirtæki að það er bara skrifað á kostnað !!! (öfund Vöðva). Svona okkar á milli þá fór sonurinn á Ace Classic´s alla leið heim til sín til að ná í bensíntank fyrir innkaupastjórann, tankur þessi er sérstakrar gerðar og mjög fágætur og þeir búnir að eiga hann í mörg ár, en hvað gera menn ekki fyrir extra extra góða kúnna !!!

En hvað varð um Mr. Tryggva Þverhaus (já líka Drullusokkur og Gaflari), hringt var í hann reglulega og spurt um ferðalag hans til að kaupa bensínbarkann, en svona til gamans þá hefði ferðalag þetta á bíl tekið um 8-9 klst. þ.e.a.s. frá Bristol til David Silver og aftur til baka á Heathrow flugvöllinn ef ekkert væri stoppað. En svona alvöru þverhausar og Honduaðdáendu telja svona smá ferðalög ekkert eftir sér. Tryggvi sagði okkur reglulega að ferðin gengi vel og hann væri í góðum félagsskap (ekki með okkur Vöðvum). Síðan fréttist af honum á leið til baka með bensínbarkann og hann nálgaðist London hratt sem og flugvöll. Leifarnar af Vöðvagenginu mætti tímanlega á flugvöllinn, farið var um fríhafnarsvæðið og smá innkaup og síðan borðað, en engin Tryggvi. Nokkru áður en farið var í átt að landgangi sjáum við í verslun einni, þ.e.a.s.  þessir þrír Vöðvar, svona leikfangadýr sem hangir í bandi og flýgur í hringi, dýr þetta er aldrei með vængi en þykir óvenjugott verkað í morgunmat (Bacon), en þetta dýr var með vængi og við sáum að það væri alveg óhugsandi að kaupa ekki dýrið og færa Tryggva það að gjöf, svona til að gleðja hann eftir langt og strangt ferðalag þvert yfir England og til baka. Eftir kaupin á dýrinu þá ákváðum við að það yrði skilyrði að dýrið yrði hengt upp í Honduheimum á suðureyjunni. Við allir bæði Dickarnir og Vöðvar fórum um borð í flugvélina, en engin Tryggvi enn, smá séns því hurð hafði ekki verið lokað, en svo fór að flugvélin hélt heim á leið til Íslands án Tryggva og við vorum allir sammála því að hann hefði verið handtekinn í vopnaleitinni vegna bensínbarka. En það eru bara hetjur og þverhausar sem leggja svona ferðalag á sig til að ná í einn bensínbarka. Heyrst hefur að Tryggvi sé komin til síns heima (tapaði reyndar af Herjólfi líka) og bókabúðin hleypir honum örugglega aldrei aftur til útlanda og nú bíðum við allir/öll spennt eftir ferðasögu ala Bacon.

Ég vil þakka öllum ferðafélögum fyrir frábæra ferð og væri til í að fara með þeim öllum aftur á morgun.

Kv. Óli bruni það fylgja nokkrar myndir frá mér, sem og netföng hjá nokkrum aðilum.

 

http://www.motorcycle-uk.com/lmm/billcrosby.html

http://sammymiller.co.uk/

http://www.aceclassics.co.uk/

Tuesday, 11 February 2014 20:52

#15 frá Óla bruna - Giacomo Agostini

Giacomo Agostini „næst“ frægasti mótorhjólaökumaður allra tíma.

Hverjum myndi hugnast að fullyrða eitthvað svona ?! Jú auðvitað ég, því alveg sama hvað titlar segja þ.e.a.s. fjöldi titla þá var bara einfaldlega Mike „The bike“ Hailwood betri. Af hverju var Hailwood betri ? Jú ef menn og konur skoða á hvaða hjólum þeir voru að keppa þ.e.a.s. hvaða framleiðendur voru með þá á samning, þá sést fljótt að það var nokkuð mikill munur á því. En þetta er bara álit mitt og eflaust örfárra annarra !! Agostini var fæddur á Ítalíu 16.06.1942 í Brescia, Lombardi, er reyndar alltaf kallaður Ago. Hann Ago náði sér í örfáa ! ökumannstitla t.d. 122 í Grand Prix, 15 heimsmeistaratitla, af öllum þessum vinningum vann hann 68 sinnum á 500cc hjólum auk 8 titla, restin var á 350cc hjólum. Hvernig hófst þetta allt saman jú í upphafi í svona brekkukeppnum og almennu drullumalli síðan á götuhjólum. Pabbi hans var nú ekki ánægður með þennan áhuga unga mannsins á mótorhjólum, „skrýtið“ og reyndi allt til að Ago hætti þessu bulli. En svo sá gamli maðurinn að drengurinn var snillingur á hjólum og ekki leið á löngu þangað til að Ago árið 1963 varð Ítalíumeistari á 175cc Morini hjóli. En Ago var með heppnina með sér þegar einn af ökumönnum Morini (Taquinio Provini) hætti og fór yfir til Benelli og því komst Ago að. Það var Count Alfonso Morini sem réð ungan manninn til að keppa fyrir sig. Árið 1964 vann Ago Ítalska 350cc titilinn og náði fjórða sætinu á Monza brautinni í Grand Prix keppni. Ævintýrið var hafið. Það var síðan Count Domenico Agusta sem nældi í ungan manninn til að aka MV Agusta hjólum og það var engin aukvisi sem var með í hópnum því það var sjálfur Mike Hailwood. Ago barðist síðan við Jim Redman sem ók á Hondu um heimsmeistaratitil 350cc fyrir árið 1965 og Ago var með þetta í hendi sér, en MV Agusta hjólið bilaði í síðustu keppni ársins á Suzuka brautinni í Japan og Redman varð heimsmeistari.  Eftir að keppnum ársins 1965 lauk þá hætti Hailwood og fór yfir til Honda (skrýtið!!), því Mike samdi ekki við Count Agusta. Þá varð Ago ökumaður nr. 1 hjá Agusta og varð sjö ár í röð heimsmeistari í 500cc flokknum á MV Agusta, sem og einnig sjö sinnum í 350cc flokknum. Ago nældi sér einnig í 10 Isle of Man TT titla. Ago og Hailwood háðu oft harða keppni og þeir börðust um 1967 heimsmeistaratitilinn og Ago náði þeim titli í síðustu Grand Prix keppni ársins. Ago tók stóra ákvörðun á árinu 1972 þegar hann tilkynnti að hann myndi aldrei aftur keppa í TT keppninni á Isle of Man, vegna þess að góður vinur hans Gilberto Parlotti fórst þar í keppni, þetta olli miklu fjarðafoki. Ago sagði að 37 mílna braut Isle of Man væri einfaldlega stórhættuleg fyrir Grand Prix keppnir, en þessi TT keppni var með þeim vinsælustu og þar voru það aðeins þeir langbestu sem unnu, eða réttara sagt menn með tvær risastórar kúlur eða þannig sko. En Grand Prix keppnum var hætt þarna árið 1977. Ago kom mönnum enn og aftur á óvart þegar hann hætti hjá Agusta og gekk til liðs við Yamaha árið 1974, minnir á þegar Rossi hætti hjá Honda og fór til Yamaha, en það er nú önnur saga. Í sinni fyrstu keppni fyrir Yamaha vann hann Daytona 200 kappaksturinn og varð 1974 350cc heimsmeistari á Yamaha, en meiðsli og bilanir 500cc hjólsins komu í veg fyrir að hann tæki þann titil líka. En Ago kom á fullu gasi til baka á árinu 1975 og nældi sér í 500cc titilinn og var það í fyrsta sinn sem tvígengis græja náði þeim titli. Þetta var síðasta árið sem Ago vann heimsmeistaratitil og þá orðin 33 ára. Árið eftir ók Ago bæði Yamaha og MV Agusta hjólum í 500cc flokknum, en tók aðeins einu sinni þetta ár í 350cc flokknum og vann þá í Assen. Nurburgring er ekki fyrir alla en þar tók Ago þátt í 500cc flokknum á MV Agusta og vann þá sinn síðasta kappakstur og líka var þetta í síðasta sinn sem MV Agusta var á verðlaunapalli sem og að fjórgengishjólin höfðu lokið blómaskeiði sínu a.m.k. í bili. Ago hætti öllum hjólakappakstri árið 1977 en það ár varð hann sjötti í heimsmeistarakeppninni. En eins og Hailwood tók Ago þátt í formúlu eitt bílakappakstri og fleiri keppnum á bifreiðum en hætti því árið 1980. Árið 1982 tók hann að sér að vera liðsstjóri fyrir Malboro Yamaha og stýrði frægum mönnum eins og Kenny Roberts og Eddie Lawson. Ago tók einnig að sér að stýra aksturshóp Cagiva árið 1992. Ég sá Ago fyrir nokkrum árum á hjólasýningu í Englandi og heyrði líka í honum þegar hann lýsti einum kappakstri sem hann tók þátt í. Flottur karl og mjög vinsæll um allan heim og Ítalir elska hann jafnmikið og Rossi.

Stolið og stílfært af netinu Óli bruni

Thursday, 06 February 2014 18:00

Heiðursfélagi nr. 4

Í dag, 7. febrúar, á einn félagi okkar 74 ára afmæli.  

Í tilefni af því var Jóhann Kristjánsson gerður að heiðursfélaga Gaflara nr. 4.

Formaður og gjaldkeri afhentu honum skjal því til staðfestingar.

Sunday, 26 January 2014 18:44

#14 frá Óla bruna - BMW R90 = R nineT

BMW: Ræðum þetta þekkta nafn með tilkomu hins nýja R90= R nineT afmælishjóls. En fyrsta boxer mótorhjólið frá BMW var kynnt til sögunnar árið 1923 með R 32 hjólinu.

Það muna allir eftir hinu þekkta R90S BMW hjóli sem var í framleiðslu frá árinu 1973 til ársins 1976. Ef þú mannst ekki eftir því hjóli, þá hefur þú ekki verið fæddur/fædd eða bara of ungur, eða þá bara lítinn áhuga á mótorhjólum almennt (já já ég veit allir voru að horfa á CB 750 Hondur) !! Jú ég veit að það eru ekki allir hrifnir af boxer mótorum, segja að þeir eigi bara heima í Honduvængjum, VW eða Subaru. En þessi boxer mótor er fyrir svo löngu búin að sanna sig. Og nú sjáum við frábæra Cafe Racer útgáfu endurfædda í hinu nýja  R nineT, en gleymum því ekki að eflaust voru BMW verksmiðjurnar fyrstar til að koma með á markaðinn verksmiðjuframleiddan Cafe Racer árið 1973 með R90S hjólinu og endilega skoðið það hjól á netinu í þessum flotta „orange“ lit. En snúum okkur að nýja hjólinu sem var kynnt til sögunnar fyrir ekki svo löngu. En bökkum samt aðeins því hinn þekkti mótorhjóla-hönnuður Roland Sands kom með svona „Concept“ „prótótýpu“ af R90 hjólinu árið 2013, í tilefni af 40 ára afmæli R90S hjólsins, þessi hugmyndasmíði Rolands er með þeim flottari sem ég hef séð og flestir held ég vonuðu að BMW firmað myndi nota hugmynd Rolands að mestu leit, en þið bara skoðið þetta á netinu eins og áður sagt og metið niðurstöðuna. En allavega BMW fagnar 90 ára afmæli sínu með meðal annars þessu stórglæsilega hjóli (shit hvað mig langar í þetta hjól, en konan mín skilur mig ekki !!!)

Nýja hjólið er með hinum hefðbundna tveggja strokka boxer mótor, sem er loft og olíukældur, er 1170 cc. Þeir ná heilum 110 hestum útúr græjunni við 7550 rpm og togið er 119 nm/88 lb-ft við 6000 rpm. Það er nú nokkuð gott, já virkilega flott að ná heilum 110 hestum útúr loftkældum tveggja strokka mótor (skoðist af Harley). Mótorinn er með tveimur yfirliggjandi knastásum sem drifnir eru af keðju. Gírkassi er 6 gíra og að sjálfsögðu er drifskaft á hjólinu. Mótorinn er festur í túbugrind úr stáli og mótor telst eflaust partur af grind ef segja má svo. Framendi er tekin frá S1000RR hjóinu og er „upside-down, að aftan er einfaldur afturgaffall (þ.e. bara öðru megin) og gormur/dempari er fyrir miðju, fjöðrun er stillanleg. Hjólið er með teinafelgum teinar eru riðfríir, en felgurnar sjálfar eru svartar úr áli, kantlausar, eru 17“ og hjólbarðar eru 120/70 Zr að framan og að aftan 180/55 ZR. Bremsur eru tveir diskar að framan sem eru fljótandi og eru 320mm að stærð. Bremsudælur  (monoblock) eru með fjórum stimplum að aftan er einn diskur að vanda sem er 265mm og bremsudæla er tveggja stimpla og svo er að sjálfsögðu ABS. Bensíntankur er 18 lítra Annað tæknilegt er hægt að lesa betur um á netinu eða bara spyrja Eyþór í RMC eða Njál nokkurn, einnig hugsanlega einn sem stundum er kallaður BíBí.

BMW hefur semsagt svipt hulunni af þessu nýja R nineT, þessi nýi Roadster (kaffi hús rakki) er eins og áður sagt settur á götuna til að fagna 90 ára afmæli BMW og 40 ára afmæli gamla R90S hjólsins og gera það með stæl. Þetta hjól er hugsað og smíðað fyrir þá sem vilja nakið mótorhjól þar sem allt sést, nóg af hestöflum, góðir aksturseiginlegar og já rétta „lúkkið“. Áseta er þægileg en samt sportleg, en leggur engar ofurkvaðir eða álag á ökumann við hefðbundin akstur. Erlendir blaðamenn halda varla vatni og segja: Einfaldleikinn- Tilfinningar- Ekta-Alvöru og fleira í þeim dúr. Já gamli skólinn/stíllinn virkar hérna alveg, en með allri nýjustu tækni. En BMW halda sér við gamla boxermótorinn, því þeir hafa sannað sig aftur og aftur.

Þetta nýja hjól er líka hugsað fyrir þá sem vilja gera hjólið sitt öðruvísi, þ.e.a.s. breyta því (uss segja orginal old fartarnir !!) því nú þegar er hægt að kaupa slatta af aukahlutum til að „lagfæra“ útlit og það beint frá sjálfum BMW. Hægt er t.d. að fjarlægja farþegasætið og þá eru menn að horfa til gömlu Cafe Racer hjólanna. Pústkerfið er á vinstri hlið  og fer úr tveimur í einn og í tvo hljóðkúta, auðvitað skipta þessu strax út og þar eru nú þegar ýmsir möguleikar t.d. hljóðkút frá Akrapovic sem nú þegar selur kút úr Titanium. Áseta er mjög góð og sætishæð er um 30.9 tommur, þannig að hjólið ætti að henta nær öllum, háum sem lágum, sætið er frekar mjótt en sagt með fullnægjandi mýkt. Nær allir blaðamenn mótorhjólablaða ofl. hafa allir hælt akstureiginleikum hjólsins og eru líka yfir sig ánægðir með aflið í þessum tveggja strokka boxer. Hvað er hægt að biðja um meira útlit-afl-akstureiginleika og jú gott verð fyrir nær alla er það ekki !! En er hægt að verðleggja ofangreint, nei held ekki. Hver vill ekki vera á mótorhjóli sem allsstaðar er horft á og stendur undir nafni. (uss eftir allt þetta hól fæ ég afslátt hjá Eyþór!!)

Sumir segja að það sé alltaf verið að horfa til fortíðarinnar, en hvers vegna ekki, það þarf ekki að finna hjólið upp oft, nýi R nineT inn nær því, en á sama tíma er þetta alveg nútímahjól í útliti, afli og eiginleikum. Allur frágangur er til fyrirmyndar eins og nær alltaf hjá BMW, já og markaðurinn krefst þess af þessari verksmiðju.  Allur rafmagnsbúnaður hjólsins hefur verið endurhannaður frá fyrri hjólum, en svona okkar á milli í trúnaði hafa rafmagnsbilanir verið til ama hjá BMW, lesa má betur um þessa endurhönnun rafmagnsbúnaðar á netinu. Eins og mikið er um í dag er tölva í hjólinu sem segir þér nánast allt, eflaust líka hvort maturinn sé tilbúin heima. Mælar eru svona nokkuð old stæl, þ.e.a.s. stakur hraða og snúningshraðamælir, á milli þeirra er svona hefðbundið mælaborð. Þið ættuð að skoða ljósmyndir af hjólinu og þá helst sem flestar því það eru svo mörg smáatriði en þó mikilvæg sem sjá má með berum augum, sem of langt mál er að telja upp hér. Svo nú bíður maður bara spenntur eftir komu fyrsta hjólsins og heyrst hefur að það komi jafnvel snemma á þessu ári og Gróa á Leiti hefur sagt mér í trúnaði að búið sé að panta eitt nú þegar. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir, ein af gamla R90S græjunni, síðan hönnun Roland Sands og svo nýja græjan.

Óli bruni

Stolið og stílfært af netinu.

Saturday, 18 January 2014 12:02

#13 frá Óla bruna Kawasaki 900 Super Four Z1

Fyrsta súperbækið Kawasaki 900 Super Four Z1

Kawasaki’s 900 Super Four Z1 did more than blow past Honda’s CB750 in terms of performance, refinement and all-around ability.

 It was the world’s first superbike.

Hvernig er hægt að þýða ofangreint, í raun ekki hægt því verð ég að treysta enskukunnáttu þeirra sem nenna að lesa þetta, en það eru þó nokkrir íslendingar sem muna eftir komu þessa hjóls og einnig þeir sem eignuðust það og þeir sem enn í dag eiga svona hjól. Sagan hefst fyrir alvöru árið 1968 þegar maður að nafni Sam Tanegashima hjá Kawasaki verksmiðjunum, en Sam var yfirmaður hönnunar mótorhjóla hjá Kawasaki. Sam ásamt félögum sínum í deildinni höfðu verið í rúm tvö ár að hanna nýjan mótor og hjól, hönnun þessi bar nafnið N600. Stefnan var að gera þetta hjól að mestu byltingu heimsins í hönnun hjóla og átti að verða fyrsta fjögurra cylindra loftkælda hjólið með tveimur yfirliggjandi knastásum. Allt hafði gengið eins og í sögu og hjólið virkaði mjög vel, stefndi  Kawasaki á að skella hjólinu á almennan markað snemma á árinu 1969, Kawa menn gengu um með bros á vör, heimurinn er okkar. En hvað gerist, jú Honda kemur með alveg nýtt hjól á 1968 Tokyo Motor showinu, það er fjögurra cylindra 750cc en þó aðeins með einum knastás. Allt í einu er allt breytt Kawa menn standa eftir með sína hönnun sem er bara orðin ósköp venjuleg, Honda er búin að slá þeim við með stæl. Svo Sam og félagar sögðu við skulum sko sýna þessum Hondu mönnum hvar Davíð keypti ölið, með því að smíða stærra, fullkomnara og aflmeira hjól en Cbinn, semsagt næsta Kawasaki hjól yrði Kóngur mótorhjólanna. En góðir hlutir gerast hægt svo Kawa menn ákváðu að vanda sig extra mikið og það tók nærri fjögur ár að ná þessu takmarki. Af hverju svo langan tíma, jú því að það var verið að breyta öllum verkferlum mótorhjólaframleiðslu Kawasaki á sama tíma. (lesa má betur um þetta í bók Micky Hesse‘s: One motto). Stefnan var að smíða svona alhliða mótorhjól, ekki bara græju sem fór hratt yfir eins og t.d. H1 og H2 „teygjubyssurnar“ sælla minninga, Kawasaki virtist ekki alveg vera búin að gera upp hug sinn í því að smíða og selja hestöfl, eða heil mótorhjól með gott afl og góða aksturseiginleika. Frá upphafi var ákveðið að smíði nýja hjólsins þ.e. Z1 yrði byggð á heildarpakka, allt yrði að vinna saman. Aðalmaðurinn hjá Kawasaki á þessum tíma var Tanegashima og hann hélt þessari stefnu alveg til streytu. Það mætti alls ekki herma eftir öðrum og Ztan mætti alls ekki vera byggð á CB Hondunni þó það sé nær alltaf léttara að herma eftir eins og japanir höfðu gert í upphafi smíði stærri mótorhjóla og þar með Kawasaki líka og þeir sem muna eftir BSA/Kawa 650cc hjólinu sem leit alveg eins út og gamall breti nema að mótor lak ekki olíu! Nýi mótorinn ætti að vera svona yfirhannaður og „powerbandið“ ætti ekki að vera efst á skala snúnings (RPM) mótors. Mótor ætti að vera mjög þýður frá hægagangi og upp. Kawasaki hafði náð sér í mikla þekkingu í fjórgengis vélum þegar þeir árið 1963 keyptu fyrirtækið Meguro sem var nær elsti mótorhjólaframleiðandi Japans. Aðalhönnuður nýju Z1 903 cc vélarinnar var Ben nokkur Inamura. Á þessum tíma spurðu margir afhverju Kawasaki væri að fara frá hönnun stærri tvígengismótora, jú markaðurinn er það sem ræður og einnig metnaður til að smíða fyrsta alvöru súperbækið og þar með eins og áður sagt King of Motorcycles (nú sé ég tár á hvarmi hjá nr. 1=sökknuður) og hljóð mótors yrði að vera á þann máta að engin myndi gleyma því hljóði. (sumar verksmiðjur hafa reyndar reynt að fá einkaleyfi á mótorhljóð !!). Útlit vélar yrði einnig að vekja eftirtekt. Síðan voru það auðvitað allar þessar grænu kerlingar (umhverfissinnar) í USA sem töldu að tvígengismótor væri verkfæri djöfulsins og ætti aðeins heima á öskuhaugunum. Kannanir í USA sýndu það einnig að megin áhugi kaupenda væri á fjögurra cylindra hjólum, halló hvað með Harley !! Á meðan þetta var allt í gangi þá héldu Kawasaki verksmiðjurnar áfram með þróun Z1 hjólsins og leyninafnið var nú T103 þ.e.a.s. 1968 síðan breytt í 0030 og enn síðar í 9057, endanlegt þróunarnafn var að sjálfsögðu New York Steak !! Nokkur 9057 hjól voru senda til USA til prufu og segir sagan að þessi hjól hefðu verið hjóluð til dauða af tveimur hópum af prufu ökumönnum. Þar má nefna menn eins og Byron Farnsworth, Gary Nixon, Paul Smart og Hurley Wilvert sem nutu þess í botn að aka þessu framtíðar súperbæki. Sumir prufutúrar voru allt að 5000 mílur. Einu raunverulegu kvartanir í þessum prufum var óhóflegt dekkjaslit sem og keðjuslit (sjálfvirk smurning !!). Farnsworth var sá fyrsti sem prufaði hjólið í USA og eini ameríkaninn sem fór til Japans til prufuaksturs á árinu 1971 og þar fór prufuakstur fram á bílastöðuplani vegna örðugleika að fá Mita brautina lánaða. Farnsworth sagði alltaf skoðun sína og kallaði hjólið vatnabuffaló þar sem hljóðkútar fóru alltaf í jörðina við smá halla í beygjum á þessu blessaða bílastæðaplani, svona stutt braut með alltof þröngum beygjum átti ekki við hjólið. Farið var síðan á Tsukuba brautina og hún reyndist líka ekki henta nógu vel. Prufuakstur var endanlega færður á Talladega Superspeedway og var það gert á árinu 1972 en sú braut var leigð í 30 daga. Þarna var Ztunni þrusað áfram hring eftir hring, með bensíngjöfina í botni nær allan tíma á allt að 140 mílna hraða (Honda hvað). Engar bilanir komu fram aðeins talað um stífa fjöðrun og svo smá „head“ shake ef slegið var snögglega af bensíngjöf. Og Farnsworth sagði einnig að aðeins þeir hörðustu þorðu að halda hjólinu í botni allan hringinn !! Hann sagði einnig frá skemmtilegum sögu af japönsku félögum sínum sem vildu fá sér í glas á kvöldin og þar sem mjög heitt var í veðri þarna í suðurríkjum USA  sátu þeir útivið  þangað til löggan kom og sagði þeim til syndanna, fór með þá alla í „jailið“ þannig að Farnsworth þurfti að borga þá út, ekkert má þarna í USA, bjóða þeim á Þjóðhátíð. Síðan var það á dögunum 13. til 15. mars 1973 að Farnsworth ásamt Yvon Duhamel, Gary Nixon ofl. mættu á Daytona brautina til að reyna að slá met Suzuki sem sett var 1968, en það met var jafnaðarhraði 90.11 mph í 2172 mílur. Kawasaki bætti meðalhraðan uppí 109.64 og 2631 mílur alls, á standard hjóli, síðan var sérútbúið/tjúnað hjól af Yoshimura og ekið af Duhamel ekið hringinn á meðalhraða einn hring 160.288 mph. Standard hjólið var sagt um 80 hestöfl um 15 hestöflum kraftmeira en CB 750 Hondan og Cycle world blaðið sagði hestöflin bara flæða á Zunni aflið bara endar aldrei !! En gleymum ekki þetta var fyrir  langa langa löngu ! Til að halda sig sem lengst frá Hondunni var vélin með 66 X 66 cc mótor alls 903 cc og tveimur yfirliggjandi knastásum og fjórum 28mm blöndungum. Fjöldiska kúpling og fimm gíra gírkassi. Allt í raun yfirhannað eins og sagan segir okkur sé rétt, þannig að nota mætti hjólið í nær allt sem mönnum dytti í hug. Það eina sem var aðeins „flókið“ á hjólinu var ventlastilling, þ.e.a.s. miðað við önnur hjól á markaðinum. Jafnvel ventlasæti voru hugsuð fyrir blýlaust bensín, þjappa var frekar lág sögð 8.5:1, vélaröndun var leidd að boxi að baki cylindrum, einfalt en virkaði. Þó að Ztan væri stærri en Hondan þá virkaði Ztan straumlínulagaðri  og meðfærilegra. Málning var alveg einstök og enn í dag talin með þeim fallegri. Ztan varð strax í nóvember 1972 „mega hitt“ í USA þegar það var kynnt. Mótorhjóla blaðamenn héldu einnig ekki vatni. Cycle Guide sagði hægt er að krúsa allan daginn á 120 mílna hraða í uppréttri stöðu (spurning með þessa blaðamenn). Og enn héldu blaðamenn áfram að dásama hjólið og sögðu það fullkomnasta mótorhjól heimsins og einnig það hraðskreiðasta  og það væri eflaust mjög langt í næst alvöru mótorhjólið (innskot nú er maður einn sem á grænan Z1 1973 farin að gráta gleðitárum að hafa eignast það hjól, sem reyndar nr. 1 átti tugum ára fyrr). Það má lesa ótrúlegar setningar frá þessum tíma, skrifað af mótorhjóla- blaðamönnum. En samt má aldrei gleyma því að Honda var fyrst (erfitt að skrifa síðustu setningu !!).

Óli bruni # 173

In short, Kawasaki's 900 Super Four Z1, as it finally came to be known, was a revelation, a motorcycle that pointed the way to the future for virtually every other manufacturer on the globe. The direction was definitely toward performance, but it wasn't the harsh, demanding type that characterized Kawasaki two-strokes such as the Mach III and Avenger. Instead, it was a kinder, more civilized performance—but at an even higher level—and as inviting and inclusive as the two-strokes felt hostile and divisive to some.

 Even so, the Z1 didn't quite generate the all-inclusive, big-tent appeal of Honda's CB750. There was still just a bit of an edge, a subtle feeling of Us versus Them. Where the CB750 had this wonderful malleable quality that allowed it to accommodate whatever role the owner had in mind, the Z1 wasn't quite as obsequious. It's not that the bike wasn't capable of such shape-shifting; it's just that the Z1's performance (especially the engine's) was so inviting and user-friendly.

 Such qualities guaranteed Kawasaki's Z1 would be remembered as the motorcycle that ushered in the Superbike era—and cemented its place in history.

Saturday, 11 January 2014 21:28

#12 frá Óla bruna - Ekki Hondu grein

Ekki Hondugrein !!

Nei smá lesning um mjög skemmtilegt hjól Triumph Thruxton 2014.

 

Hverjum langar ekki til að líta út eins og t.d. Steve Mcqueen þ.e.a.s. akandi mótorhjóli ? Hugsanlega muna ekki allir eftir þessum ofurtöffara og hörku mótorhjólamanni, en það er svipað og segja að maður viti ekki hver Timerinn er (Snigill nr. 1). En Steve heitinn keppti  á og átti Triumph mótorhjól. En snúum okkur að Thruxton 2014 hjólinu sem er með flottari Café Racer hjólum heimsins þ.e. nýjum og þar sem nær allir á suðureyjunni sem og örfáir á norðureyjunni eru með dellu fyrir Café Racerum þá er rétt að byrja árið á grein um einn kaffi húsa rakka. Það hefur verið hresst uppá nýja Thruxtonin á nokkurn máta en grunnurinn er í raun sá sami þ.e.a.s. sami motor 865cc loft og olíukældur tveggja strokka mótor. Hann heldur þessu flotta “retro” útliti. En hljóðkútum hefur verið breytt í svona “peashooter” og þeir “lúkka” miklu betur en þeir gömlu og hljóma líka betur. Það er komin svona smá vindhlíf fyrir ofan framljósið, sætiskúpa þannig að hjólið lítur út einsmanns (var hægt að kaupa áður sem aukahlut), ný málning, chrome hlíf yfir keðju og kæliraufar á strokkhúsi hafa verið slípaðar (er svartur) þannig að það gefur svona betra “lúkk”, lagnir að olíukæli eru svartar. Ekki miklar breytingar en eru til mikils batnaðar. Thruxtoninn er í raun sama hjólið og Bonneville og Scrambler hjólin aðeins útliti er breytt, þ.e.a.s. stýri, fjöðrun, o.s.frv. Nýja stýrið, ja nokkuð nýlegt, á Thruxton er ofan á “jókinu” (triple clamps) svo þægilegra er að hjóla allavega fyrir eldri borgara. Áseta er góð og alls ekki of þvinguð jafnvel fyrir menn í stærðarflokki, já eins og Tr.Honda og Si-Súkka. (skrifað bæði fyrir Sokka og Gaflara). Hjólið “trakkar” virkilega vel og taka má vel á því í beygjum. En gleymið ekki að hjólið vigtar um 500 pund og hestöflin eru aðeins 68, svo þetta verður aldrei nein GXSR1000 súkka, en það eru ekki allir á leiðinni á ¼ míluna, hjólið er með virkilega gott tog og skilar öllu því sem af því er ætlast og sölutölur gegnum árin segja sitt. Þetta er svona öruggt og þægilegt hjól segja blaðamenn, það mun aldrei stríða þér. Toppur hestafla kemur inn við 7400 snúninga en útsláttur er við 8500 snúninga. Tog er 51 ft/lbs við 5800 snúninga. Togið er það gott að miklar gírskiptingar eru ekki nauðsynlegar. Halli á framgaffli er um 27 gráður og lengd milli hjóla um 58.6 tommur. Eins og áður sagt ef þú að leita af ofursporthjóli þá er betra að skoða eitthvað annað, en á móti kemur að allflestir geta verið í botni í gegnum margar beygjur, nema kannski þær þrengstu, hjólið fyrirgefur jafnvel nýliðum, ef hressilega er tekið á því. Einn prufuökumaður sagðist hafa lent með framdekkið á sæmilegum stein í aflíðandi beygju, en hjólið hélt sínu sinni stefnu án vandkvæða, ökumaður sagðist ekki hafa fundist eins og hjólið væri að taka aðra stefnu en ætlað var nei hélt bara áfram. Þannig að hjólið gefur manni þá tilfinningu að maður sé bara nokkuð öruggur við flestar aðstæður. Hjólið kemur með Metzeler Lasertec hjólbörðum og þau eru talin endast vel og henta hjólinu virkilega vel, virka líka vel í bleytu.  Eins og áður sagt áseta er góð og stýri liggur vel fyrir ökumanni og er alls ekki þreytandi að aka eins langt og bensíntankur gefur manni. En samt er áseta svona smá “race” og reynir dulítið á úlnliði til lengdar og þá sérstaklega ef mikið er ekið í borgum og bæjum, þannig að það tekur aðeins á að vera “cool” innanbæjar, en hvað gera men ekki fyrir rétt “lúkk”. En hjólið er bara flott með þessari smá vindhlíf og racing röndinni á tank, sem og eins manns sætið. Eins og undanfarin ár er beina innspýtingin falin svona með því að láta þetta líta út eins og blöndungar (sumir sakna þessa og vilja jafnvel fá að dæla inná eins og á gömlu Amal). Frambremsa er góð, þó diskur sé bara einn og er hann 320mm, bremsudæla er fjögurra stimpla frá Nissin. Hjólið fær góða hjá þeim mótorhjólablaða mönnum sem hafa prufað þetta hjól sem og fyrri árgerðir, eins og áður þá vita það að sjálfsögðu allir alvöru mótorhjólmenn að BRESKT ER BEST !!! Sjá nánar allar meðfylgjandi tækniupplýsingar.

 

Óli bruni

 stolið og stílfært af netinu.

 

SPECIFICATIONS – 2014 Triumph Thruxton
Engine and Transmission

Type…Air-cooled, DOHC, parallel-twin, 360-degree firing interval
Capacity…865cc
Bore/Stroke…90 x 68mm
Fuel System…Multipoint sequential electronic fuel injection with SAI
Exhaust…Stainless steel headers, twin chromed upswept mufflers
Final Drive…X ring chain
Clutch…Wet, multi-plate
Gearbox…5-speed
Oil Capacity…4.5 liters (1.2 US gals)
Chassis, Running Gear and Displays
Frame…Tubular steel cradle
Swingarm…Twin-sided, tubular steel
Wheels
Front…36-spoke 18 x 2.5in, aluminum rim
Rear…40-spoke 17 x 3.5in, aluminum rim
Tires
Front…100/90×18 Metzeler Lasertec
Rear…130/80×18 Metzeler Lasertec
Suspension
Front…KYB 41mm forks with adjustable preload, 120mm travel
Rear…KYB chromed spring twin shocks with adjustable preload, 106mm rear wheel travel
Brakes
Front…Single 320mm floating disc, Nissin 4-piston floating caliper
Rear…Single 255mm disc, Nissin 4-piston floating caliper
Instrument Display/Functions…Analog speedometer and tachometer with odometer and trip information
Dimensions and Capacities
Length…2150mm (84.6in)
Width (handlebars)…830mm (32.7in)
Height without mirrors…1095mm (43.1in)
Seat Height…820mm (32.3in)
Wheelbase…1490mm (58.6in)
Rake/Trail…27º/97mm
Fuel Tank Capacity / Efficiency…16 liters (4.2 US gals)
Wet Weight (ready to ride)…230 kg (506 lbs)
Performance (measured at crankshaft to 95/1/EC)
Maximum Power…69PS / 68 hp / 51 kW @ 7400rpm
Maximum Torque…69Nm / 51 ft.lbs @ 5800rpm
Estimated Fuel Efficiency…43 mpg City / 57 mpg Highway