Bergur Húnafósturson

Bergur Húnafósturson

Þessi skrif eru ekki miðuð við neina sérstaka röð þ.e.a.s. fyrsta hjólið sem fjallað er um er hugsanlega alls ekki það besta og það síðasta sem fjallað er um ekki það versta. Þarna er aðeins verið að skrifa um hvað blaðamönnum sem skrifa um mótorhjól langar mest til að prufa á þessu ári.

BMW R nine T, þarna hafa hönnuðir heldur betur tekið tillit núverandi tískustrauma með því að hanna alvöru Cafe Racer. Þarna er nakið hjól sem BMW ákvað að smíða í tilefni að 90 ára afmæli verksmiðjunnar. Vélin sem er hefðbundin boxervél er 1170cc loft og olíukæld. Þetta hjól er frábærlega vel heppnað og hefur selst upp nær allsstaðar.

Ducati Monster 1200, við könnumst flest við Monster hjólið, því það er búið að vera á markaðinum í tuttugu ár og nýtur mikilla vinsæla. Núverandi græja er með hefðbundna dúkka vél sem er 1198cc og er vatnskæld er sögð 135 hestar standard en 145 hestar í S hjólinu. Það er sami mótorinn og í Diavel, hjólið fær allsstaðar góða dóma hjá blaðamönnum mótorhjólablaða.


Harley Davidson Street 750 og 500, þarna kemur Harley sjálfur með alveg nýtt hjól frá grunni, en þeir hafa ekki gert það í um þrettán ár. Þessi hjól eru miðuð við yngri kaupendur og sögð hluti af framtíð Harley. Þetta eru vatnskæld hjól og mótor er 60gráðu með yfirliggjandi knastásum og fjórum ventlum per. strokk. Nokkuð vel heppnað hjól að sjá miðað við myndir og fær ágæta dóma frá blaðamönnum.


MV Agusta Turismo Veloce 800, þarna er komið frá Ítalanum sport touring hjól og segja þeir sjálfir að þetta sé alls ekki eftirherma GS BMW hjólsins, þarna sé á ferðinni alveg nýtt hjól, ný grind hönnuð frá grunni, en vélin er eldri hönnun, þriggja strokka og er 789cc, við hana er tengdur tölvubúnaður sem gefur möguleika á átta stillingum um átak í afturhjól og ýmislegt annað. Vel heppnaður Ítali.

BMW R1200RT þessi Bimmi er nær allur ný hönnun frá BMW, grind er öflugri, áseta, sæti, staðsetning pedala, sætishæð o.fl. Rafstillanleg framrúða og betri vindvörn fyrir ökumann. Mótor er vatns og loftkældur er 1170cc boxermótor og það eru allskonar rafstillingar til að skila afli í afturhjól t.d. brekkuhaldari svo þú rennir ekki afturábak, eða þurfi að láta kúplingu snuða mikið.

KTM RC390 Þegar þetta er skrifað er ekki vitað hvort þetta hjól verði flutt til USA en þeim langar sko í það þarna í guðs eigin landi !! Og alveg skiljanlega því þarna er á ferðinni sérstök græja, mótor er með einum strokk sagður 43 hestar, hjólið vigtar um 150-160 kg og miðað við útlit ætti þetta að draumgræja í beygjum, öflugar bremsur og vigtar nær ekkert, hvað þurfa menn meira.

Honda Valkyrie, ég var farin að heyra spurningar um: Hvað engin Honda í þessari upptalningu, jú og það er er sko sex strokka boxer græja sem margir þekkja. Svona nokkurn veginn nakinn Gullvængur. Mótor er 1832cc vatnskældur, grind er alveg ný úr áli og vigtar hjólið um 80 kg minna en vængurinn. Afturgaffal er svona með „dúkkalúkki“ þ.e. bara öðru megin, sætishæð er sögð 28.8 tommur. Það er nútíma útlit á græjunni og allskonar rafmagnsdótarí til að stilla nær allt.

Ducati Superleggera, hér er alvöru hjól sem gæti hentað þessum tveimur „dúkka“ aðdáendum á Íslandi, en öllu bulli slepptu þá eru þeir örugglega miklu fleiri. Þetta heiti á „dúkkanum“ þíðir í raun ofurlétt og án bensín og olíu vigtar það aðeins 342 lbs. Vélin er 1198cc og er sögð yfir 200 hestar, þannig að engum ætti að leiðast. Mikið af titanium er notað við smíði hjólsins, jafnvel í pústið. Þetta er í raun sérsmíðað hjól og verðið ættu flestir að ráða við eða um kr. 7.500.000 og þá á eftir að borga tolla og flutning og svona smávegis annað.

Motus MST & MST-R, Hér er á ferðinni svona sport touring hjól framleitt af verksmiðju sem nær engin hefur heyrt um, er framleitt í USA. Vélin er V fjórir en liggur þvert í svona ítölskum Gússi stæl. Togið er hressilegt um 120 pund-fet við 5800 rpm. Vélin snýst um 3000 rpm á 70 mílum. Með Brembo bremsum, Ohlins fjöðrun og OZ felgum, það segir okkur að þarna er ekki verið að spara og það besta notað. Hestöfl er sögð 160 fyrir venjulega hjólið og 180 fyrir R hjólið. Nokkuð spennandi græja þarna á ferð.

Honda CBR1000RR- SP, já sko það eru tvær Hondur í þessari upptalningu og jú reyndar tveir Bimmar, svipuð gæði er það ekki. RR 1000 Hondan hefur ekki verið um tíma hraðskreiðasta lítra hjólið (1000cc), en alltaf verið mjög vinsælt. En SP hjólið kemur með ýmsu góðgæti t.d. Öhlins fjöðrun, Brembo bremsum, mótor er „blue“ printaður og í raun allt sérvalið í hann. Nýtt hedd og púst og verðið því nokkru hærra en standard RR hjól. Eru þetta merki um nýja tíma með þetta skemmtilega hjól eða þarf Sæþór að fara leita sér að annarri tegund en Honda.

Stolið og stílfært af netinu

Óli bruni

Fyrir marga hjólamenn er ár án mótorhjólaferðalags í útlöndum magurt hjólaár, af hverju ætti það nú að vera jú það er margt sem spilar þar inní, nýtt umhverfi, allt nýtt að sjá, hugsanlega önnur mótorhjól en eigin hjól (komum betur að því síðar) og kannski það sem spilar oft mikið inní hjá okkur mörlandanum VEÐRIÐ !! En hvert er best að fara er eflaust fyrsta spurningin ? norðurlöndin eða Evrópa ? Hin stóra Ameríka ? Á eigin hjóli? Að leigja ? Hvað marga daga í ferðina ? Og svo auðvitað atriði nr. eitt tvö og þrjú ! Hvað vill húsbóndinn (maki) !! Fyrir nokkuð mörgum mánuðum settumst við niður nokkrir félagar í Göflurum (þrír) og ræddum ofangreinda möguleika og hvert væri nú mest spennandi að fara o.s.frv. Endanleg niðurstaða var að sjálfsögðu tekin af yfirvaldinu þ.e.a.s. okkar eiginkonum !!! Það skildi vera guðs eigin land= USA og þá Denver Colorado, byrja þar og enda þar og hjóla í tólf daga í gegnum fjögur fylki. Af hverju ekki norðurlöndin eða Evrópa og þá á eigin hjóli ? Er ekki dýrt að leigja mótorhjól þarna í útlandinu ? Jú ekki spurning, en við verðum að skoða málið frá öllum hliðum (sem eiginkonur okkar gerðu !!) Það er hvernig á að flytja hjólið, í gám, fara með Norrænu og sá tími sem fer í það, já missa hjólið í marga daga ef sent með gám. Dekkjaslit, slit á hjóli, olíuskipti o.fl. það verður að taka þetta allt með í dæmið. En það er ómögulegt að vera ekki á eigin hjóli segja sumir, ja hugsanlega en þetta er ekki hestur sem maður hefur tamið og notkun er aðeins til skamms tíma. En hvað leigir maður í USA ? Jú Hardley Moving Davidson = Harley og áður en lengra er haldið þá er best að telja upp ferðalangana og þá skilja lesendur líka betur af hverju Harley varð fyrir valinu !! Fyrstan skal telja Sigurjón Andersen og Önnu, Reynir Baldursson og Karítas og svo undirritaður og hún Ása. Og þið lesendur góðir skiljið nú betur af hverju Harley var leigður en ekki t.d. Honda Vængur eða jafnvel BMW, jú Sigurjón er mikil leyniaðdáandi Harley og telur reyndar að allt sem kemur frá USA sé toppurinn nema Ford. Snúum okkur nú loksins að ferðinni, en hún hófst 22. maí og þá tveim dögum fyrr en áætlað var vegna ýmissa hugsanlegra verkfalla. Flugum til Denver og þar voru teknir fjórir undirbúningsdagar ásamt skoðunarferðum á bílaleigubíl, jú eitthvað aðeins litið í verslanir/Mall því Reynir elskar að fara í búðir og bara samkjaftar ekki ef stefnt er á verslun :-)

Einnig var farið í einar fimm mótorhjólaverslanir því Óli þurfti að finna einhverja sérstaka mótorhjólaskó, sumir keyptu sér hjálm, aðrir „chaps“ ofl ofl

Það var síðan mánudaginn 26. maí sem náð var í draumhjólin hans Sigurjóns, hjá Harley umboði nokkru sem heitir Thunder Mountain Harley Davidson og er staðsett um einni klst. norðan megin við Denver. Þarna biðu okkar þrír nýir pysluvagnar (touring hjól) af Ultra Classic Limitid gerð. Já þessar græjur voru með öllu, ABS, krúsi, GPS, hita í handföngum ofl ofl. Ég held að ég hafi aldrei séð Sigurjón brosa jafn mikið við að sjá þessar flottur græjur, ég og Reynir fengum rauð hjól en Sigurjón sér lit: svona grátt. Smá tíma tók að kenna mönnum á alla þessa takka og stýringar og hlaða hjólin farangri, en á þeim eru þrjár töskur, tvær hliðar og topptaska/kassi. Við strákarnir fengum hluta af annarri hliðartöskunni en húsbændur vorir fengu rest undir sitt dót.





Fyrsti leggur ferðarinnar var til Colorado Springs en þar skildi gist fyrstu nóttina á ferðalagi okkar, ekki mikið að segja um þessa leið því hún var tekin með stæl að miklu leiti á hraðbraut, svo sem ekkert spennandi en jú maður er að hjóla og það er það sem skiptir mestu máli, einnig ágætt við að kynnast hjólunum sem og umferðinni. Næsti dagur var tekin snemma og stefnan tekin á Alamosa og var það nokkuð fyrirfram ákveðið plan að taka daginn snemma hvern dag og því væri hægt að stoppa oftar á áhugaverðum stöðum til að taka ljósmyndir (látum ljósmyndir segja ferðasöguna annars verður hún enn lengri en hún er þegar !!), spjalla og vera til sem og að vera komin á næsta áfangastað á skynsamlegum tíma, getað skoðað sig um og tekið smá tíma við sundlaugina, já ég sagði sundlaugina, það skal tekið fram að þetta voru alls ekki dýr hótel sem gist var á, þannig að Sigurjón (uss hann tekur mig í gegn) náði að liggja í sólbaði nær daglega, hvernig mótorhjólatúr er þetta eiginlega spyrja einhverjir örugglega, hætta snemma að hjóla og vera við sundlaugar/heita potta !! Jú þetta er nú líka sumarfrí með húsbóndanum og þeir ráða er það ekki !!

Þarna á fyrstu dögum hjólaferðalagsins kom í ljós að það er nær ekkert til að borða í USA nema eitthvað sem heitir Sssesar salat eða eitthvað svipað og því upphófst mikil neysla á grænmeti með viðeigandi meltingartruflunum og sagan segir að nær allir ferðalangarnir hafi skilið eftir slatta af kílóum í USA og maður bara skilur ekki að það skuli vera til fólk í yfirvigt í USA !!!

Á leiðinni að Alamosa var skoðuð hæsta víra/tengibrú heimsins sem og smá skarð/gjá sem heitir Royal Gorge sem er um 1000 fet að dýpt.

Frá Alamosa var stefnan tekin á einn fallegasta smábæ í USA Santa Fe, þarna var gist tvær nætur (já maður verður að hvíla sig líka gamli). Þessi bær bær byrjaði að byggjast upp árið 1610, þarna er mikið að sjá við að skoða kirkjur, indjánamarkaði og svo auðvitað að liggja í sólbaði !!!



M

Frá Santa Fe var stefnan tekin á Gallup með viðkomu á landareign Reynis og Önnu (ja allavega fjölskyldueign), en svæði þetta heitir Los Lunas og er svona hálfgerð eyðimörk en með litlum bæ.



Þarna voru gerð bestu skókaup aldarinnar þegar Óli og Sigurjón keyptu sér „flip flop“ inniskó sem eru gæddir þeim eiginleikum að það skiptir ekki máli að fara í krummaskó, því þessir skór snúa alltaf í vitlausa átt.
Gallup er gamall námabær og þekktur fyrir að sölu á svona indjána minjagripum ofl. Næsti áfangastaður var Sedona og á leiðinni þangað er mikið að sjá t.d. (reyni að þýða þetta) steinrunni garðurinn, virkilega fallegt svæði, sem og auðvitað ef ég er með þetta í réttri röð, einn stærsti loftsteinagígur jarðarinnar.





Ekki má gleyma viðkomu í Winslow Arisona, en hljómsveitin Eagles gerði þennan bæ ódauðlegan með laginu Standing on the corner of Winslow Arisona.





Aðkoma að bænum Sedona er einu orði sagt stórkostlegt augnakonfekt og bærinn sjálfur virkilega fallegur, allir sammála um að þarna væri gaman að koma aftur.

Að venju næsti morgun tekin með stæl og nú er stefnan tekin á Grand Canyon og það þarf lítið að segja frá þeim stað held ég, þennan stað þekkja allir af máli og myndum, þarna væri hægt að eyða allavega tveimur til þremur dögum í að skoða, allavega fyrir þá sem hafa gaman að gönguferðum og stórkostlegu útsýni. Þyrluflug er nær ómissandi en kostar nokkuð mikið, við Ása fórum í eina slíka fyrir nokkrum árum, en Ása fæst ekki aftur, eitthvað tal um lofthræðslu !!



Jæja lögð á stað aftur og nú á að aka um svæði Jóns Væna og Lukku Láka ofl frægra manna í
cowboy sögum en þetta er Mexican Hat og Monument Valley og aðeins ljósmyndir geta sagt frá þessum stöðum, orð verða hálf hjákátleg. Þetta er svæði sem allir verða sjá á sinni lífsleið og þó maður hafi komið þarna áður þá stendur maður alltaf „dolfallinn“.



Jú einnig einhvers staðar á þessari leið (minnir mig) er líka minna þekktur staður með tveimur steinsúlum sem kallaður er Fílafætur.

m

Frá þessu stórkostlega svæði liggur leiðin til Durango og á leiðinni þangað er komið við á stað sem lætur í raun lítið yfir sér en er mjög sérstakur því þar koma saman á einum stað fjögur fylki þ.e.a.s. Colorado-Utah-New Mexico-Arizona, þetta er eini staðurinn í USA sem slíkt gerist.



Eftir smá sólbað !!, grasát!! og svefn þá næsta morgun var stefnt á Gunnison og ferðin farin að styttast í annan endann. Þessi leið liggur um meðal annars yfir eitt stk. fjall og í um 7-8 þús. feta hæð og að bæ sem heitir Silverton sem er gamall námabær og eins og nafnið gefur til kynna þarna var grafið eftir silfri. Á leiðinni að Silverton þá fengum við þær upplýsingar að vegurinn væri lokaður frá Silverton til Gunnison vegna skriðufalla og væri ekki opnaður fyrr en kl. 12:30 og þá opin í eina klst. síðan ekki fyrr en eftir kl. 19:00, svo við þurftum að bíða þarna í þessum fallega námabæ og skoðuðum okkur um. Þá eðlilega rak Sigurjón augun í Harley umboð á staðnum og segir á framhlið umboðsins að þetta sé hæsta Harley umboð heimsins, þ.e.a.s. staðsett hæst.

Nú var för áfram haldið og segi aftur að þessi leið frá Durango til Gunnison er virkilega falleg og liggur sums staðar um vegi í mikilli hæð þar sem lofthræðsla er ekki heppileg, vegir frekar mjóir á köflum og lítið um vegahandrið, en maður er alltaf öruggur á Harley með stýrimann á aftursætinu sem lætur mann vita reglulega hvort maður aki of hratt, of hægt, hvenær á að stoppa, hvenær á að borða, hvenær á að pissa o.s.frv. !!



Í Gunnison hittum við í heita pottinum, já já þetta er mótorhjólaferð, nokkra eldri ameríkana (með húsbændur með) sem allir voru á Hondu Væng þríhjólum, með kerrur aftaní. Þeir sögðu að þetta væri virkilega þægilegur ferðamáti fyrir eldri borgara. Sögðust allir hafa hjólað mjög lengi en þegar aldurinn hafi sagt þeim að tvö hjól undir þeim væru ekki örugg lengur þá hafi þeir skipt yfir í þríhjólin, þeir væru enn að hjóla og hefðu þarna bætt mörgum árum við í hjólamennskunni.

Við þarna þessir þrír íslendingar sem allir erum kornungir sögðumst ætla að skoða þennan hjólamáta eftir ca. 20 ár!!! En öllu gamni slepptu þá er þarna möguleiki að bæta við mörgum árum við áhugamálið, nei lífið og hjóla fram í rauðan dauðann eins og sagt er. Næsta morgun var haldin langur og strangur ferðafundur því nú átti að leggja í fjöllin há og blá, nú var stefnt á Grand Lake og þar liggur vegurinn sumstaðar í 12000 fetum, en þessi fundur var vegna veðurspá, því hún gerði ráð fyrir þó nokkurri rigningu á leið okkar og mjög lágu hitastigi. Rigning í USA er dulítið annað fyrirbæri en á Íslandi, þetta er svona háþrýstiþvottur með mjög oft svona í bland hagléljum. Ekki var mikið um regngalla með í för og við sögðum sumir að við hefðum nú hjólað í rigningu á vestfjörðum svo þetta væri nú lítið mál, með eða án regngalla. En húsbændur ökumanna réðu för og sögðust sko ekki ætla að bleyta á sér hárið, með hjálma !!?? Svo niðurstaðan var sú að gera smá leiðabreytingu og rúlla að suðurhluta Colorado Springs, nokkuð falleg leið meðfram á einni nokkurn hluta leiðarinnar og ferðin að taka enda. Síðasti dagurinn á hjólum og nú skildi bruna í einum súperrikk til Loveland, en Harley umboðið er staðsett þar sem við hófum för okkar. Menn og húsbændur búnir að njóta ferðalagsins, hver á sinn máta, engin áföll, engin rigning og ekkert vesen, góður matur/gras, geta menn beðið um meira í tólf daga mótorhjólaferðalagi ? Sumir orðnir Harley aðdáendur og stefna á að kaupa jafnvel nokkur Harley hjól, því þeim mun fylgja allt Harley dótið sem Óli á !!! Það er fullt sem gleymist við svona skrif, en hvað sáum við fleira á ferðalagi okkar jú þó nokkuð af villtum dýrum í öllum stærðum, hittum fyrir einn ungan íslending á miðri leið okkar, en hann sagðist vera skiptinemi og ekki heyrt sitt ylhýra mál í ca. eitt ár ofl ofl ofl. Já eins og áður sagt hjólum skilað í góðu ástandi og síðan stutt ferðalag til Denver aftur og þar dvalið í tvo daga svo allir gætu nú verslað og verslað og verslað og verslað, segir sagan að næst verði bara farið í verslunarferð (bull).

Ég vil þakka samferðafólki mínu fyrir góða ferð, en það verði að skipta um fararstjóra í næstu ferð, því þessi sem leiddi þessa ferð var alltof frekur á þjórfé og sagði stöðugt: “Allt frítt er gott”.

P.s. hvað var mikið ekið er maður oftast fyrst spurður eftir svona ferðalag: Svarið er
“alveg nóg”.
Óli bruni.

Thursday, 31 May 2012 09:23

Útför Hauks Richardssonar

Útför mótorhjólamannsins Hauks Richardssonar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 1. júní kl 15:00. Safnast verður saman í hópkeyrslu honum til heiðurs kl 17:00 og er samkomustaðurinn BSÍ við Hringbraut. Þaðan verður ekið undir flöggum klúbba hans að Stöðinni í Hafnarfirði þar sem verður samverustund og skipst á góðum hjólasögum í minningu hans. Allir eru velkomnir í þessa keyrslu en í fylkingarbrjósti verða bresk mótorhjól sem voru alltaf í miklu uppáhaldi hjá honum. Spáin lofar góðu veðri, 14 stigum og heiðskírt.

Wednesday, 30 May 2012 11:06

Haukur Richardsson

 

Fallinn er frá Haukur Richardsson, stundum kallaður Haukur tollari. Þeir sem eru eldri en tvævetur á mótorhjólum þekktu allir þennan góðlega karl sem sást hvarvetna þar sem að hjólfólk kom saman. Haukur var virkur félagi í Bifhjólasamtökum Lýðveldisins, Drullusokkum og Vélhjólafjelagi Gamlingja. Hann var óhemju áhugasamur um mótorhjól og hafði umgengist þau lengur en flestir eða meira en hálfa öld. Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar þakka fyrir samfylgdina og votta aðstandendum og vinum sína dýpstu samúð.
 
Trúarjátning bifhjólamannsins
Ég trúi á bifhjólið, tákn frelsisins. Ég trúi á heilagt tvíeyki, bifhjólið og manninn. Ég trúi á lífið og bremsurnar og dauðann, og inngjöf að eilífu.
Amen.
 
Frá Drullusokkum:
Útför Hauks Richardssonar verður gerð út frá Fríkirkjunni í Reykjavík næstkomandi föstudag kl 15:00 en hann ber upp á 1. júní. Það verður mikið af mótorhjólafólki sem kemur til með að fylgja honum Hauki enda vinamargur maður, það eru uppi hugmyndir um að hafa hópkeyrslu honum til heiðurs eftir útförina. Við erum nokkrir vinir Hauks hér í Eyjum sem ætlum að fara á mótorhjólum suður og vera við jarðarförina.

 

Friday, 20 January 2012 23:47

Vegavinna

Erum að eins að moka til á síðunni, verðum búnir að malbika fyrir vorið !

FRÓÐLEIKUR: Fidel Castro er pólitískur leiðtogi á Kúbu. Hann fæddist 13. ágúst árið 1926 og sem ungur drengur vann hann á sykurreyrsekrum og fór í skóla til jesúíta og síðan í Belénframhaldsskólann í Havana. Árið 1945 hóf Castro háskólanám og hann lauk laganámi árið 1950. Sem lögmaður í Havana gætti hann hagsmuna hinna fátæku.
Árið 1952 bauð Castro sig fram til kúbverska þingsins en þáverandi einræðisherra Kúbu, Fulgencio Batista, aflýsti kosningunum Árið 1953 gerðu bræðurnir Fidel og Raul Castro ásamt hópi skæruliða árás á Moncadaherstöðina í Santiago de Cuba. Sú árás var vonlaus og Castrobræður voru fangelsaðir. Árið 1959 var Batista hrakinn frá völdum og flýði hann land. Síðan þá hefur Fidel Castro ráðið ríkjum á Kúbu.

Friday, 13 January 2012 13:00

forsíða

 

 

Sunday, 02 October 2011 18:45

Upplýsingar um félagið

Gaflarar hittast formlega á þriðjudögum kl 19:00 "Á Strandgötunni" (félagsheimilið Strandgötu 43).

Öll önnur hjólafær kvöld hittast þeir sem það vilja á sama tíma, sama stað og hjóla saman.

Við hvetjum jafnt Gaflara sem og aðra til að mæta og hjóla með okkur.

Ef þig langar að ganga í Gaflarana smelltu þá hér og sendu okkur umsókn.

Félagsgjöld Gaflara eru nú:
kr. 5.000 - fyrsta árið (innifalið eitt taumerki+límmiðar)
kr. 3.000 - hvert ár eftir það fyrsta


 

Stjórn Gaflara fyrir starfsárið 2021-2022 skipa:

Sigurjón Andersen - Formaður - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  - 692 2323

Gunnlaugur Harðarson - Gjaldkeri - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  - 899 5567

Jóhann Þorfinnsson - Ritari - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  - 893 7547

Eiður Örn Ármannsson - Meðstjórnandi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  - 852 5880

Ásgeir Úlfarsson - Varaformaður - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  - 897 0985

Bergur Kristinsson - Vefstjóri - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  - 864 1090

Margeir Vilhjálmsson - Skoðunarmaður reikninga