Monday, 17 February 2020 21:38

Hugleiðing fyrir aðalfund

Eru Gaflarar MC 1% mótorhjólaklúbbur ?

 

Hvað er átt við 1% mótorhjólaklúbb ? Jú það eru mótorhjólamenn sem lifa fyrir hjólin sín, félaga sína og allt sem snýst um notkun og eign mótorhjóla. Þú sem vilt ná því að verða einn af þessum 1% hóp verður að vinna fyrir því, sýna félögum þínum og þá sérstaklega þeim sem eru hærra settir í klúbbnum að þú sért tilbúin að fórna þér fyrir félaga þína, sína þeim fullkomna virðingu og trúnað. Félagar í 1% klúbbum sýna félögum sínum 100% virðingu og trúnað og fórnsemi, en af hverju ? Jú almenningur gerir það ekki, því standa þessir félagar saman, alveg sama hvað.

Svo eru ýmsar óskrifaðar reglur sem gilda vegna þessa 1% hóps t.d. Snertu þá aldrei án þess að fá leyfi, þetta á einnig við merki þeirra og að sjálfsögðu aldrei bakmerki, hvað þá mótorhjólið þeirra, þá átt þú von á að þér verði kennt með góðu eða íllu hvernig þú eigir að koma fram við þennan 1% hóp.

Ekki tala illa um meðlim í 1% klúbb eða um viðkomandi klúbb, alls ekki að segja félagi/bro við 1% meðlim ef þú ert ekki hluti af þessum hóp. Láttu þér ekki dreyma um að ganga um í bol, skyrtu eða öðru merktu 1% klúbb ef þú ert ekki orðin félagi.

Það er bara hollt að halda neikvæðum hugsunum um 1% klúbbmeðlimi eða viðkomandi klúbb fyrir sig, hvað þá að tala illa um konu viðkomandi og/eða mótorhjólið hans.

Leggðu hjólinu þínu aldrei innan um hjól í eigu 1% klúbb meðlima, blandaðu þér aldrei í samtal milli 1% félaga nema þér hafi verið boðið að taka þátt. Ekki taka myndir af klúbbfélögum 1% hópsins eða af hjólum þeirra.

Sýndi þeim virðingu og þeir munu endurgjalda þá virðingu, en sú virðing er ekki auðunnin.

Já það er ekki auðvelt að ná því að verða einn af þessu eina prósenti, eflaust nær útilokað hér á landi, þó sumir hafi merkt sig með 1% merki, en merki segir eitt, raunveruleikinn er allt annar.

Því er það fljótsvarað að Gaflarar eru ekki 1% klúbbur, SKO nema svona alveg á léttu nótunum: Við komum fram við Formann vorn í einu og öllu eins og hér er áður ritað. Hann nær því kannski að vera 1% Gaflari, formaður til lífstíðar og hann bara ræður öllu, við hin 99% ráðum bara engu, enda eins gott, því annars væri þessi 99% klúbbur löngu löngu hættur !

 

Höfundur er óþekktur/óþekkur

 

 

1

Read 1793 times Last modified on Tuesday, 18 February 2020 13:42