Monday, 25 February 2019 17:25

Old fart syndrome= “sérfræðingurinn”

Hvað þýðir þetta eiginlega, getur þýtt ýmislegt en flestir telja þetta þýða: Þú ert staðnað gamalmenni og þá jafnvel þó þú sért ekki búin að ná löglegum aldri samkvæmt reglum hins opinbera þ.e.a.s. sextíu og sjö ára. Hvað tengist þetta mótorhjólaáhuga eða eign ? Jú það getur gert það svo sannanlega og þá aðallega þegar við ræðum um eldri mótorhjól og ekki skiptir máli hvaða tegund er um að ræða eða frá hvaða landi þau koma !

original

Hvernig á gamalt mótorhjól að líta út ? Jú ekki spurning, það á að vera eins nálægt því sem það kom út úr verksmiðjunni fyrir jafnvel tugum ára, ekki rétt ? Já, hver bolti, allar rær og skinnur skulu vera eins og þær upphaflegu, ekki rétt ? Gömlu góðu hjólbarðarnir eru löngu farnir til himna og við verðum að fá eins hjólbarða, ekki satt ? Gömlu góðu platínurnar verða að vera áfram í hjólinu þó jafnvel engin sjái þær, ekki rétt ? Hvað með olíuna á mótorinn ? Það má alls ekki nota einhver gerviefni, ekki satt ? Grindina verður að mála, ekki “powder”húða, ekki satt ? Svona má endalaust telja og við sjáum fyrir okkur “sérfræðing” sem gengur í kringum uppgert gamalt mótorhjól og segir: Uss þessi bolti var ekki ryðfrír, uss hverjum dettur í hug að setja þessa hjólbarða undir hjólið: “Sérfræðingurinn” heldur áfram að telja upp allan “fáranleikan” sem stolti uppgerðarmaðurinn hafði framkvæmt, já án þess að ráðfæra sig við “sérfræðinginn”.

Cafe Honda

Já hverjum í veröldinni dettur í hug að gera upp eða endurgera mótorhjól sem framleitt var í örfáum eintökum, ja kannski ekki nema 300 þúsund stykkjum á þremur til fimm árum, án þess að það sé nákvæmlega eins og það kom út úr verksmiðjunni, nei engum, allavega ekki “sérfræðingi”. Engum eiganda gamals mótorhjóls ætti að detta í hug að gera upp gamalt mótorhjól án þess að gera það eins og upphafalega fyrirmyndin, ekki rétt ? En hvað með ef ekki eru til “original” hlutir t.d. eins og stimplað pústkerfi, rétt húðaðir boltar og rær ? Á þá að hætta við ? En ef hjólið gengur betur með “electronic” kveikju heldur en platinum ? Nei segir “sérfræðingurinn” það skal vera original !

Allt ofangreint er bara álit þess sem vill bara gera þetta eins og hann vill, að sjálfsögðu, en berum virðingu fyrir öllu sem vel er gert, ekki spurning að smekkur manna er eins misjafn og við eru mörg, einn góður maður sagði (á ensku): Personal optinions are like assholes, everyone has one ! Allir hafa rétt fyrir sér hvort sem viðkomandi mótorhjól er gert upp eins nálægt upphafinu og mögulegt er eða breytt í eitthvað það sem eigandinn ákvað. Að sjálfsögðu ættum við að varðveita söguna þegar um er að ræða t.d. mótorhjól sem aðeins eru til eftir örfá eintök eins og t.d. Henderson hjólið sem Grímur heitinn Jónsson gerði upp, aðeins verulega skrítnum einstaklingi myndi detta í hug að reyna færa það hjól í t.d. Chopper útlit, þó eflaust hafi einhverjum dottið það í hug.

Henderson

 

Hér á landi eru örfáir einstaklingar sem hafa gert upp mótorhjól, bæði í upphaflegt útlit eða eftir sínu höfði, enda ræður eigandinn alltaf hvernig viðkomandi hjól lítur út að lokum. Vinna við þetta er yfirleitt mikil og góð skemmtun, kostar heilmikla vinnu sem og ómælt fjármagn, en þegar verkinu er lokið og eigandinn sýnir heiminum endanlega niðurstöðu þá er mjög gaman að fá smá klapp á bakið og jákvætt viðmót, jafnvel þó álitsgjafi eða jafnvel “sérfræðingur” séu ekki á sömu skoðun og sá eigandi sem gerði viðkomandi mótorhjól upp í “original” útlit eða jafnvel í eitthvað allt annað en það kom frá verksmiðjunni t.d. frá árinu 1969.

Triumph

Einn góður vinur minn sagði: Ef þú hefur ekkert gott um græjuna að segja slepptu þá að segja eitthvað ! Ekki er ég alveg sammála, en tel samt að það sem sagt er eða jafnvel skrifað ætti alltaf að vera sagt af virðingu fyrir allri þeirri vinnu sem lagt var í uppgerðina, jafnvel þó hún sé ekki af þínum smekk. Margt hef ég lesið og heyrt frá “sérfræðingum” á þann máta að mörgum hefði fallist hendur og aldrei gert upp annað mótorhjól. Nær allar tilraunir og endurgerðir í smíði og uppgerð mótorhjóla hafa endað hjá verksmiðjum, þ.e.a.s. ef niðurstaðan er seljanleg, þannig þróast málin annars stöðnum við og endum með “old fart syndrome”. Látum aldei orð falla eins og t.d.: Mér finnst þetta bara forljótt, jafnvel þó okkur finnist það, berum virðingu fyrir vinnu, smekk og áliti annarra, höldum áfram að þróast og þroskast á jákvæðan máta.

 

Ef einhver las þetta þá er þetta skrifað af Óla “original”

 

Honda org.jpg

Read 1840 times