Monday, 14 January 2019 17:28

Eggið og hænan

Á að skrifa um eggjaframleiðslu á mótorhjólasíðu ? Ja SKO því ekki því þessi sem skrifar þetta bullar annað eins ekki satt. En gerumst nú alvarleg: Á lítlilli eyju (reyndar mjög stór) sunnan megin við “aukaeyjuna” eru höfuðstöðvar Honda á Íslandi (nei ekki Vatnagörðum), þessar höfðuðstöðvar eru staðsettar nálægt þeim stað þar sem “skemmtiferða/flutningsskip” eyjamanna leggjast að. Staðsetning er hugsuð með það í huga að allir vara/aukahlutir í Hondu berist sem hraðast til Honduheima, já meira að segja hóf forstjóri/gjaldkeri/ritari og aðal tæknimaður Honda störf við að stjórna höfninni til þess að skipin áðurnefndu gætu lagst að bryggju án tafa.

Áður en Honduheimar urðu að veruleika þá höfðu höfuðstöðvar Honda á eyjunni stóru verið staðsettar í raðhúsi nokkru tugum kílómetra frá höfninni, þetta hafði í för með sér ýmiss óþægindi sem ekki verður ritað um hér. Í núverðandi Honduheimum er ekki bara besta verkstæði “heimsins” (já miðja heimsins er í “eyjum”), tæknisvið, hönnun og kennsla nei þarna er líka til staðar andleg aðstoðarstöð fyrir þá sem koma í frítt kaffi og eiga ekki HONDU. Þeir fara flestir þaðan bara yfir götuna til að panta Hondu hjá umboðsmanni Hondu á “eyjunni”.

Nær allir eigendur Hondu á bæði stóru eyjunni (suðureyjan) og þeirri litlu hafa sótt sér alla tæknilega þekkingu sem og nær allar við/uppgerðir á eldri Hondum til Sir Honda (stundum kenndur við besta morgunmat í heimi). Þarna í Honduheimum gerast í raun bara kraftaverk og stærri/mikilvægari en flest önnur, ekkert stendur í Sir Honda hann bara hugsar og horfir á viðkomandi hjól eða hluta þess og segir: Maður lifandi og málið er í höfn !

En en en fyrir ekki löngu síðan fréttist að Sir Honda ásamt aðstoðarmanni hafi lagst í langferð mikla uppá litlu eyjuna (norðureyjan) til að aka alla leið norður í land ! Afhverju um miðjan vetur, hvaða erindi á Sir Honda á norðurlandið, ekki er hann skíðamaður !! Jú maður lifandi hann ætlar að sækja sér aðstoð og þekkingu ! já skrifa þetta aftur aðstoð og þekkingu til sérfræðings í kaupstað norðurlands, já sérfræðings sem sagður er getað komið lífi í jafnvel sex strokka mótorhjól, já sem er þremur strokkum meira heldur en það besta frá Englandi (átt við gömul hjól). Þessi sérfræðingur hefur ekki borist mikið á, nei ekki mikið talað um hann, nema innan þröngs hóps manna sem vilja eiga hann fyrir sig.

Sir Honda hafði lagt í þetta langa ferðalag sem er bæði sigling (já höfnin var opin eða kannski ekki) og langur langur akstur vegna þess að hann vissi að það eru bara gáfumenn sem leita sér aðstoðar til “betri” manna, en hver getur verið betri en sjálfur Honda (sir), sem einnig er umtalaðsti mótorhjólamaður beggja eyja. Jú segja fróðir Hondueigendur hann býr þarna í kaupstað norðurlands. Sir Honda hafði í för með sér tvo Hondumótora einn sem yfirleitt er þekktur úr rauðum hjólum sem líta alveg eins út Honda 50 skellinaðra frá því ca. 1963 og er draumkenndur og hinn er úr nær fyrsta ofurhjólinu sem kennt er við sprengju, því aflið er það mikið !

 

 

 

 

Sagan segir okkur að eggið (sérfærðingur norðurlands) hafi kennt hænunni svo mikið að Sir Honda hafi þurft að leita sér andlegrar aðstoðar manns sem þekktur er fyrir að eiga mikið af mótorhjólum ekki bara Hondum heldur líka að eiga jakka, buxur og hanska sem skreyttir eru kögri, þessi andlegi leiðtogi sá einnig um andlegar leiðbeiningar í stæðsta sundstað landsins (já já allt svo stórt þarna fyrir norðan). Einnig hefur heyrst að þessi andlega leiðbeining gangi frekar hægt svo Sir Honda mun taka andlega leiðtogan með sér yfir á stóru eyjuna og afhenda honum íbúð fyrir ofan Honduheima frítt því það kostar sitt að hafa svona aðstoð til staðar 24/7-365.

Ekki hefur heyrst hvort vélarnar tvær hafi orðið eftir eða fari með til baka. En Sir Honda mun hér eftir ekki bara bjóða uppá sögur (973 í dag), viðgerðir, uppgerðir, frítt kaffi, Nei nú verður einnig í boði andleg upplyfting/uppgerð þegar gestir eru orðnir uppfullir af Hondufræðum og þurfa að ná áttum. En hvað getum við hinir venjulegu (t.d. súkkueigendur) lært af þessari sögu ? Jú það er til maður/goðsögn sem hugsanlega já sagði og skrifa hugsanlega sem veit meira en Sir Honda og hann er staðsettur á norðurlandi. Þetta mun valda mörgum valkvíða um hvert þeir eiga að leita ! En Sir Honda er öflugur, því ekki bara hefur hann aukið þekkingu sýna verulega heldur tók hann með sér andlega leiðtogan og ekki má gleyma að Sir Honda á líka Mr. KB sem kenndur er við mótorhjólaklúbb í Hafnarfirði, sá er talin lang lang besti Norton sérfræðingur landsins já þá er mikið sagt því flestir halda að sá sérfræðingu hafi átt heima á suðureyjunni frá örófi alda og stundum kallaður Breti.

Ferðaskrifstofur hafa heyrt af þessari þróun og munu nú fljótlega auglýsa sýningaferðir til suðureyjunnar til að heimsækja Honduheima og ekki má gleyma að Sir Honda hefur ráðið rauðhærðan dyravörð til að stjórna inngöngu í Honduheima, sá er líka sérfræðingur ! Hvernig skildi auglýsing vegna þessara ferða hljóma, uss verður erfitt að setja fram í stuttu máli hvað er í boði við heimsókn til Sir Honda. Heyrst hefur að Sir Honda fái fálkaorðuna næst og hann er vel að henni komin. Svona í niðurlagi er ekki rétt að mótorhjólaklúbbar bjóði uppá sætaferðir til Honduheima, þó þú eigir t.d. lélega eftirlíkingu af Hondu t.d. Súsúkí þá má alltaf snúa sér frá villu vegar og fá sér HONDU Ég á orðið sjálfur þrjár því Sir Honda hefur snúið mér frá villu vegar !! En breskt er enn langt best úff já ég mun sækja endurhæfingu fljótlega til suðureyjunnar.

Kv. Óli bruni

Sprengjan

Read 1999 times Last modified on Tuesday, 15 January 2019 14:40