Monday, 29 October 2018 11:18

“Hriðju”verkamaður !

1969 Honda fyrsta súper bækið

Orðið hriðjuverkamaður er ekki til skilst mér en orðið Hryðjuverkamaður er að sjálfsögðu til og er mjög gamalt hugtak (uss hvað á þetta erindi hér heimasíðu mótorhjóla”samtaka”). Ég ætla ekki að fara skrifa um þetta hugtak með Y-bisloninu, nei hitt orðið Hriðju-verk !! Því það er reginmunur á þessum tveimur orðum Sko ! Sá sem er hryðju notar tæki og búnað eins og skammbyssur, vélbyssur, sprengjur o.s.frv. EN hriðju-maðurinn notar ýmiss handverkfæri: t.d. Slípirokk, járnsög, fræsara (fyrir járn), kúbein og annað svipað sem aðalverkfæri !

En hvað kemur ofangreint mótorhjólum við Jú þó nokkuð mikið, því fyrir nokkuð mörgum árum (já mjög svo mörgum), hófu menn víðsvegar um heiminn, en þó aðallega í USA og UK að eyðileggja “original” mótorhjól í sinni eigu eða jafnvel fyrir aðra. Hvernig þá spyrja þeir sem lesa þetta ? Jú með því að breyta gullfallegu “original” mótorhjóli í eitthvað sem viðkomandi verksmiðju hefði aldrei dottið í hug ! T.d. í USA þá hófu menn eftir seinna stríð að eyðileggja t.d. Harley (hvernig er það hægt !!) og Indian mótorhjól með því að týna af þeim allskonar óþarfa dót, aðallega til að létta þau og gera að sínum. Í Englandi nokkru síðar varð til eitthvað sem menn kölluðu Café racer og það sama gerðist þar, eigendur alveg “original” hjóla fóru að týna af þeim óþarfa dót, eins og bretti, sæti, pústkerfi og annað sem mætti vera til að létta þau og gera þau hraðskreiðari, þessir “Hriðju”verkamenn jafnvel fóru svo langt að setja Triump mótor í Norton grind og bjuggu til “skrímsli” sem kallað var/er TriTon. Já fárveikir einstaklingar þarna á ferð, að eyðlileggja sögu alveg “original” mótorhjóla !

Færum söguna hingað til lands og það þarf auðvitað lækni í mótorhjólafræðum til að takast á við þennan “sjúkdóm” þ.e.a.s. að benda íslenskum “hriðju-verkamönnum” á villu vegar síns og halda í sögu “original” mótorhjóla hér á landi. Læknir þessi sem ber að sjálfsögðu nafnbótina DR hefur reynt (reyndar án mikils árangurs) í nokkuð langan tíma að bjóða íslenskum “hriðju”verkamönnum sérstaka meðferð til að bjarga fallegum, ósnortnum, alveg “original” mótorhjólum frá því að lenda í: slípirokk, járnsög, logsuðu eða öðru “hriðju” verki. Því “miður” hefur honum ekki gengið vel, nema í þeim örfáu tilfellum sem DR hefur tekið upp veskið sitt og keypt það hjól sem eyðlileggja átti. Uss það renna tár við að skrifa þessi orð já eins gott að við eigum DR til að bjarga a.m.k. einhverjum hjólum úr höndum þessara “hriðju” verkamanna.

En afhverju dettur einhverjum EIGANDA alveg “original” mótorhjóls að breyta því ? Það hefur jafnvel tekið ameríksa (ha nei), enska og japanska verkfræðinga og hönnuði mörg ár að hanna eitt stk. mótorhjól og síðan koma einhverjir misvitrir mótorhjóla-EIGENDUR og taka sig til með slípirokk, járnsög og logsuðutæki og eyðileggja alveg gullfallegt “original” hjól. Já þá er eins gott að a.m.k. einn DR sé hér á landi til að bjarga því sem bjargað verður, já maður lifandi eins og einn maður sagði, sem tók sig til og eyðilagði (sagði reyndar að það hefði verið partahjól) alveg gullfallega Hondu (eins gott að það var ekki Súkka !) í Café racer, seldi það reyndar fljótlega því sérfræði tímar hjá DR voru alltof dýrir.

Hér á landi hafa nokkrir (uss eins gott að þeir séu ekki margir) “hriðju”verkamenn haldið áfram að eyðileggja algjörlega “original” mótorhjól, já jafnvel gengið það langt að tappa “original” lofti af hjólbörðum sem og olíu, uss já nú fóru tárin að leka aftur. Já það er eins gott að þessir “hriðju” verkamenn hafi ekki náð því að eyðileggja t.d. alveg “original” jeppa.

Þessi “bullsaga” er aðallega skrifuð til að reyna að koma í veg fyrir að þessi “hriðju” verk haldi áfram og t.d. að hjól sem var aðeins framleitt í 250.000 eintökum verði eyðlilagt af íslenskum “hriðjuverkamanni” og þetta minnir mig að á aðra sögu sem var hér á síðunni fyrir nokkru og fjallaði um þá sem kunna allt um hvernig alveg “original” mótorhjól eigi að líta út, hver bolti, ró, skinna, eigi að vera, ekkert sem ekki kom á hjólinu frá verksmiðju á að vera á því ! Hver hefur að gera með rafmagnskveikju, betri bremsur, hjólbarða og annað, halda menn virkilega að framleiðendur þessara “örfáu” hjóla sem framleidd eru viti ekki neitt.

Jæja nóg komið af bulli, því nær einu skemmtilegu bullsögunar koma frá eyju sunnan megin við stærri eyjuna. Ég veit að það munu hrúgast inn athugasemdir við þessi skrif, ja eins og verið hefur á heimsíðu vorri. Koma svo björgum því sem bjargað verður og leitum læknis ef óeðlilegar hugsanir um “hriðju”verk koma uppí hugann !

Höfundur vill halda nafnleynd, en þeir sem vildu ræða beint við hann getað leitað til DR (leiðbeinir) eða “Bruna”

 

p.s. tvær myndir fylgja þessu erindi að sjálfsögðu af Hondu því þær eru oftast eyðilagðar af “Hriðju” verkamönnum ! Segir það okkur eitthvað um þann framleiðanda ? Hver veit !

 

 

 

 

 

 

 

 

Read 233 times Last modified on Monday, 29 October 2018 16:27