Thursday, 19 April 2018 00:43

Við á Álftanesi erum bara flottastir

If I can’t be fastest I be flottest ! Ekki góð enska en ætti að skiljast. Hann Kiddi okkar á nesinu er þekktur fyrir að aka létt og er hörku hjólari, hann hefur átt hin ýmsu mótorhjól og það má fullyrða að þau hafa öll verið hugsuð fyrir ökuhraða sem ekki er leyfilegur hér á landi, það er ekki þar með sagt að hann Kiddi okkar sé að brjóta lög með of hröðum akstri, nei nei hann vill bara ekki vera fyrir í umferðinni eða tefja fyrir öðrum, rétt hugsun sem og mjög svo rökrétt ekki satt ?!

En eins og allir hafa heyrt þá hefur ríkisbáknið ákveðið að hækka allar ökusektir sama hvert brotið er, já þetta eru óheyrilegar upphæðir, þessi dapra breyting gengur í gildi 1. maí, já uss á frídegi verkafólksins sem er að öllu jöfnu ekki tekjuháir einstaklingar frekar en Kiddi. Okkar maður var búin að fylgjast með þessari reglugerðarbreytingu nokkuð lengi og ákvað fyrir nokkru að takast á við þessar ömurlegu hömlur á alveg hárréttan máta. Ja hvernig þá ? Jú með því að kaupa sér mótorhjól sem myndi falla alveg að þessum nýjum “hömlum”

Nýja ofurhjólið hans Kidda er af tegundinni Hyosung og týpan er svokallaður “hippi”, þetta er krúser með stóru K-i. Mótor þessarar reglugerðargræju er 250cc, V-twin, hestaflatala er alveg fullnægjandi segir Kiddi. Sagt er að þetta hjól sé sú græja sem komist næst Harley Davidson, já betri eftirlíking af Harley er vandfundin, nema að þessi nýja græja er miklu tæknilegri, já varla hefur verið framleiddur jafn góður “hippakrúser” segja mótorhjólablöð í Kóreu ja sko suður, enda Kóreu búar þekktir fyrir vönduð og örugg mótorhjól. Heyrst hefur að fyrir þó nokkru síðan hafi Harley firmað ætlað í mál við Hyosung vegna þess að Kóreubúar hafi alveg stolið fallega “soundinu” frá Harley með þessari græju.

Aðspurður sagði Kiddi félögum sínum í Göflurunum að nú loksins væri hann komin á hið fullkomna mótorhjól og bætti við: Það er ekki hraðinn heldur ferðalagið, að vera fyrstur alltaf er bara ekki rétt, nei ég verð að leyfa öðrum að njóta þess heiður hér eftir. Síðan bætti hann við ég ætla nú að hjóla með eldri heiðursmönnum eins og t.d. Formanni vorum, Óla á nesinu og Húna vorum sem og öðrum eldri borgurum þessa besta klúbb landsins. Já og bætti síðan aftur við: If I can’t be fastest I be flottest (sem fyrir okkur sem lesa ekki ensku er: Ef ég get ekki verið sá hraðasti ætla ég að vera sá flottasti !

Já nú bíða félagsmenn spenntir eftir að Kiddi okkar mæti á nýju græjunni svo við getum sjálfir upplifað þessa fullkomnun, allavega sjónlega, því Kiddi sagðist aldrei munu lána hjólið. Tæknilegar upplýsingar um græjuna má finna á netinu, en verið fljótir að panta því verksmiðjurnar í Kóreu anna ekki eftirspurn (allavega ekki í Kóreu). Benda má á að við Íslendingar erum með góðan viðskiptasamning við Kóreu, eins Kiddi sagði mér, því hann er einn af bestu viðskiptavinum Ali Express, sem er reyndar í Kína but what´s the differance !

p.s. meðfylgjandi ljósmynd er sögð af Kidda á nýju græjunni, veit ekki hvort það er satt, því oftast nær engin mynd af Kidda á ferð, nema vera með sérstakar ljósmyndagræjur.

Óli á nesinu (uss ég tel enn breskt best)

Read 2350 times