Print this page
Wednesday, 20 December 2017 22:09

Jólatréð (alveg “sönn” saga)

Þessi “sanna” saga gerist í síðustu vikunni fyrir jól. Söguhetja vor hann Jonni (er þetta gælunafn fyrir Sigurjón ?!) hafði unnið mjög mikið því ekki veitti af, þau hjónakornin hann og hún Nanna höfðu ekki verið gift lengi og þetta voru þeirra fyrstu alvöru jól saman í eigin húsnæði. Nanna var ákveðin kona sem vildi hafa hlutina í röð og reglu, en Jonni okkar var svona frekar “afslappaður” náungi.

Nær allan desember mánuð hafði Nanna tuðað í Jonna að setja upp jólaljósin á svalirnar, í glugga í íbúðinni, muna eftir að laga hitt og þetta, einnig að kaupa jólagjafir, fyrir tengdó, fyrir ömmu og afa, fullt af frænkum og frændum. Já kaupa í matinn og það urðu að vera rjúpur því Nanna hafði verið alltaf fengið rjúpur á aðfangadag. Já svo líka hamborgarahrygg fyrir annan í jólum því þá kæmu tengdó í mat.

Jonni greyið var alveg að fara yfirum á öllu þessu “rugli” eins og honum fannst þetta allt saman,  foreldrar hans höfðu ekki verið mikil jólabörn og skreyttu aðeins ræfislegt gervijólatré á Þorláksmessu. Jú svo var það jólagjöf fyrir Nönnu. Já ekki má gleyma því að Jonni hafði líka fengið “fyrirmæli” frá Nönnu um að setja parket á svefnherbergi þeirra hjóna.

Það eru þrír dagar til jóla og nú sitja þau hjónin í morgunkaffi og Jonni reynir að fela sig bak við Fréttablaðið, en hann sleppur ekki svo vel því: Þú ert ekki enn búin að festa upp jólaljósin, nei ekkert af þeim, það á eftir að setja lista á parketið, ertu búin að finna rjúpur, enn hamborgarahrygginn og svona hélt hún áfram alveg endalaust. Jonni bara skildi þetta ekki, allt þetta rugl fyrir einn “helvítis” dag.

Jonni hélt að heiman og nú var það að kaupa “helvítis” lista, síðan að leita uppi hamborgarahrygg og þessar blessuðu rjúpur. Dagurinn leið hratt við að kaupa allar þessar helvítis jólagjafir, já fyrir Nönnu líka og listana. Nú var bara eftir að kaupa hamborgarahrygg og það var ekki vandamál. En rjúpur það voru engar “helvítis” rjúpur til sölu, það er bannað að selja þær, nema einhverjar skoskar og Nanna hafi bannað Jonna að kaupa eitthvað útlenskt bragðlaust drasl.

Jonni hringdi í alla sem hann þekkti og spurði um rjúpur til sölu, flestir spurðu Jonna hvort hann væri ölvaður því það væru þrír dagar til jóla. En eftir tíu símtöl hafði Jonni uppá sölumanni “dauðans” því sá vildi fleirri þúsund fyrir þessar fimm rjúpur sem Jonni átti að kaupa, þetta voru meira en vikulaun fyrir þessar fimm dúfur, sem svo voru soðnar til dauða og brögðuðust síðan eins og lambalifur !! Jæja rjúpur í höfn og síðan að bruna heim og setja upp lista og jólaljós. Jonni fór að sofa þetta kvöld brosandi útað eyrum, búin að öllu og langt í aðfangadag.

 

Tveir dagar til jóla og hjónakornin sitja saman og Jonni talar við sína heittelskuðu og lítur varla á Fréttablaðið, hann er svo montinn yfir myndarskapnum í sér og honum finnst hann vera til fyrirmyndar í öllu. EN þá kemur spurning frá Nönnu: Jonni minn þú mannst eftir lifandi jólatrénu og svo kemur stærðin og hvaða tegund þetta átti að vera. Jonni fölnar og stamar eitthvað bull. Nanna segir: Þú skalt sko “græja” þetta, hvað ertu eiginlega vera búin að gera þennan mánuð, það er bara ekki hægt að treysta þér til að gera þetta lítilræði, hvað eiginlega ertu að gera allan daginn, þú sem vinnur bara til fimm !! Jonni reynir að segja frá öllu sem hann hafi gert, en Nanna heyrir ekkert og talar bara um hann Sigga í næstu íbúð sem hafi verið búin að öllu um miðjan desember, hann líka sé svo sætur því hann kyssir konuna sína bless á hverjum morgni þegar hann fer til vinnu, hann sé alltaf að þvo bíl konu sinnar, svo leiðast þau alltaf, Jonni löngu hættur að hlusta, en stynur upp: Á ég að kyssa konuna í næstu íbúð, ég þekki hana ekki neitt !! Jonni heyrir ekkert hvað Nanna öskrar á hann því orðflaumið er of mikið !!

Jæja “helvítis” “andskotans” (uss bannað að blóta svona mikið) dauð jólatré sem kölluð eru lifandi þó það sé búið að höggva eða saga þau niður. Jonni fer útí bíl og reynir að setja í gang en þessi bíldrusla vill ekki í gang þó það sé gott veður og átta stiga hiti. Þetta endar með því að Jonni verður að fara á mótorhjólinu sínu (Súkka) í vinnuna. Dagurinn er lengi að líða og Jonni er búin að hringja í þá sömu tíu og spyrja þá um hvar sé hægt að kaupa “lifandi” jólatré. Þeir segja flestir það sama: Ertu í glasi það eru tveir dagar til jóla !! En svo er einn sem segir Jonna frá stað þar sem menn geta sagað niður sitt tré sjálfir eða valið eitt niðursagað, þau séu frekar dýr, já mjög dýr.

Jonni reynir að fá lánaðan bíl til að nálgast tréð en allir eru að nota þessar blikkbeljur. Jonni ætlar SKO alls ekki að spyrja Nönnu um bílinn hennar því þá fengi hann fyrirlestur um AFVHERJU varstu ekki búin að laga bílinn þinn !! Jonni fer á Súkunni og vonar að hann geti trénu fyrir á hjólinu. Það er orðið vel rökkvað þegar hann kemur að þessu afgirta svæði, þarna er stórt skilti með stærðum gerðum og verðum þessara “dauðu” jólatrjáa. Jonni bara svitnar því verðið á þessu dóti er bara rugl. Hann á ekki fyrir nema eins metra tré af rangri tegund miðað við þessar upplýsingar.

Nú eru góð ráð dýr, Jonni situr þarna og horfir á allt þetta ruglaða lið vera burðast með “dauð” jólatré og troða þeim inní bílana sína eða festa uppá topp. Jonni sér að menn borga við innganginn inná svæðið og fá stimpil á hönd sýna, en aðeins er settur stimpill á þá fullorðnu. Jonni er farin að örvænta og sér hana Nönnu sína fyrir sér. Jæja hann leggur hjólinu rétt hjá inngangnum og gengur síðan meðfram griðingunni þangað til hann er komin það langt í burtu að engin ætti að sjá hann. Jonni nær að komast yfir girðinguna og gaddavírinn, já nær óskaddaður.

 

Jonni er búin að krota á handabak sitt með penna og nudda svo þetta lítur út eins og afmáður stimpill eða allavega nálægt því. Hann gengur öruggum skrefum að stórri hrúgu af trjám og fer að velja. Þá kemur þarna starfsmaður og segir brosandi: Get ég aðstoðað ? Já segir Jonni mig vantar tré af þessari tegund og það verður að vera 180 cm á hæð. Þú ert nú ekki að skoða á réttum stað segir sá brosandi. Jonni fær fylgd að mikið minni hrúgu og sá brosandi segir: Það er nú ekki mikið úrval eftir. En þetta hefst þó önnur hluti trésins sé svona hálf “bækluð”, en það er ekkert annað til og sá brosandi segir: Þú verður að vera með tvo rauða stimpla til að geta valið tré til að saga niður sjálfur og horfir á hönd Jonna, en einn svartur fyrir undir tveim metrum, það er blár fyrir þessi litlu trén. Jonni segir brosandi þetta er flott og hugsar það er eins gott að ég var óvart með svartan penna.

Jonni gengur að útgönguhliðinu og sér að það er ekki mikið skoðað þarna, þ.e.a.s. hvaða stimpla menn eru með eða tré. Jonni gengur hratt að hjólinu sínu og hefst handa við að festa það á hjólið, það gengur svo “okay” en það er farið að blása hressilega. Jonni ekur af stað og það er þröngt á þingi ef segja má svo, þetta “helvítis” tréð stingst alls staðar í Jonna og þetta verður erfið ferð heim. Jonni snýr uppá rörið og brosir yfir þessu “stolna” jólatré, en hvað gat hann gert, blankur og með Nönnu brjálaða heima.

Rokið hefur aukist og þegar Jonni ekur fyrir eina beygjuna á veginum þá bara allt í einu fýkur “helvítis” stolna jólatréð af hjólinu og útí myrkrið. Jonni hemlar hressilega og stöðvar síðan Súkkuna. Síðan hefst leit að þessu blessaða tré en það myrkur og rok. Jonni leitar lengi vel en gefst síðan upp. Það er ekkert annað að gera en að fara til baka og ná í annað tré, en það er ekki langt þangað til lokað er og örugglega ekkert eftir af trjám.

Jonni kemur að hliðinu og sér að sá sem hafði aðstoðað við val á trénu sem nú var fokið út í veður og vind er hleypa fólki inná svæðið. Jonni gengur öruggum skrefum að honum og segir: Ég Sko þurfti að skilja tréð eftir því ég gleymdi svolitlu í bílnum ! Sá hjálpsami segir ekkert mál og mundu eftir að fá þér frítt heitt kókó og piparkökur þarna í skúrnum og bendir inná svæðið. Jonni gengur að þeim stað þar sem hann fann hitt tréð og sér að það er ekkert eftir nema einhverjir “aumingjar”. Nú er Jonni orðin úrkula vonar um gleðileg jól og gengur þungum skrefum í átt að kakó skúrnum og hugsar með sér allavega hægt að fá sér frítt kakó og piparköku. Við skúrinn er nokkur hópur fólks að bíða eftir fríum veitingum og þá sér Jonni að margir hafa skilið eftir tré í nágrenni skúrsins. Jonni horfir í kringum sig og skoðar þessi tré og sér eitt fallegt, hann horfir enn betur í kringum sig og hugsar: Nú eða aldrei, grípur þetta fallega jólatré og gengur hröðum skrefum að útgönguhliðinu. Sá hjálpsami horfir aðeins á Jonna en segir svo: Gleðileg jól !

 Jólatréð

Jonni hálf hleypur að Súkkunni og þegar hann kemur að hjólinu þá man hann það að hann á bara eftir einn bandspotta til að festa þetta blessaða stolna jólatré. Hvað gera menn þegar allt þrýtur ?! Jú þeir bjarga sér og Jonni bindur tréð við sig, þannig að spottinn nær um mitti hans og utanum fallega stolna jólatréð. Nú fýkur það ekki í burtu nema með Jonna með ! Jonni ekur í burtu eins og hratt og hann þorir, vindáttin hefur breyst verulega og nú er líka farið að rigna. Það er orðið dimmt en Jonni er ekkert að slá af og ekki líður langur tími þangað til hann er komin á svipaðar slóðir og hann hafði misst fyrra tréð. Jonni ekur með háa geislan á og það er ekki fyrr en hann lendir á einhverju að hann sér að þetta er “helvítis” “djöfulsins” fyrra jólatréð. Jonni gerir allt af sinni snilli til að halda jafnvægi en það er erfitt með jólatré bundið um sig miðjan og annað sem er í raun vafið um framdekkið.

Þetta endar bara á einn veg, Jonni Súkkan og stolna jólatréð falla í götuna og renna nokkurn spöl eftir blautu malbikinu. Þegar Súkkan loksins stöðvast þá fer Jonni strax að athuga með ástand stolna jólatrésins númer tvö og sú sjón er ekki beint falleg. En Súkkan virðist ekki mikið skemmd, eitt brotið stefnuljós og bogið bremsuhandfang. Jonni lyftir hjólinu uppá hliðarstandarann og skoðar allt betur, sér að það verður nokkur vinna að losa fyrra tréð undan frambrettinu, en allt hefst þetta. Jonni hugsar líka hvað ef eigandi jólatrés númer tvö kemur og þekki sitt tré. Jonni hefur hraðar hendur, kemur Súkkunni í gang og tekur þá eftir að seinna jólatréð er enn fast við hann og því ekur hann á stað aftur í átt heim.

Tré

Jonni kemur heim og leggur Súkkunni og nú hefst barátta við að losa hnútinn sem hann hafði bundið þetta stolna jólatré um sig miðjan. Hnúturinn sem sumir myndu kalla pu#%uhnút er ekki hægt að leysa og Jonni hugsar með sér meðan hann reynir að troða sér innum útidyrnar með tréð fast við sig: Ég verð að læra að binda alvöru hnúta: Pelastikk !! eða hvað þetta allt heitir ! Hann kemst inn og rétt fyrir innan dyrnar þá slitnar bandið og stolna tréð fellur frá Jonna. Hann grípur það og arkar með það uppá þriðju hæð en um leið og hann setur lykilinn í skrána þá opnar Nanna dyrnar horfir á hann Jonna sinn með jólatréð í hægri hendi og segir: Varstu allan þennan tíma Jonni að ná í þetta ræfilsjólatré, það er alveg ömurlegt, það er ekki hægt að láta þig sjá um neitt, þú verður að ná í alvöru JÓLATRÉ !!

Tré 2

Niðurlag: Borga glæpir sig ??!! Kannski lesum við fyrir næstu jól um hvað gerðist eftir móttöku Nönnu ! Setti Jonni tréð upp eða flutti hann annað. En sagan segir okkur: Munum já munum alltaf eftir því að gera það sem húsbóndinn (eiginkonan) segir okkur og þá vel tímanlega ekki satt.

Jólakveðjur J(Óli)

Read 2438 times Last modified on Wednesday, 20 December 2017 22:13