Tuesday, 07 August 2012 21:29

Ísafjörður 12-15 júlí 2012

Sælir félagar.
Það var áhveðið með stuttum fyrivara að fara í 4 daga ferð til Ísafjarðar.
Við vorum 6 sem fórum,Sigurjón,Anna,Smári,Júlía,Sigurjón og Silla.

Fyrsti áfangastaður var Bjarkalundur þar sem við gistum fyrstu nóttina,en við komun við á Reykhólum þar sem Þörungaverksmiðjan er,frábær leið að hjóla.
Að gista í Bjarkalundi var skemmtileg upplifun ég hafði ekki gist þar síðan 1969 var þá í ferð vestur með foreldrum mínum.
Daginn eftir hjóluðum við til baka um 8 km og fórum yfir Þröskulda og í Hólmavík og þaðan sem leiðin lá á Reykjanes í kaffi og svo í Súðavík þar sem við hittum hjón frá Hollandi og voru þau á tveimur 1949 modelinu af Matchless 350 cc.Þau voru búin að hjóla um landið í 3 vikur og voru á leið í bæinn.Þessi hjón voru búin að ferðast á þessum gömlu hjólum um alla evrópu.Kallinn (á mínum aldri)sagði að hann hefði keypt hjólið þegar hann var 17 ára og væri sennilega búinn að hjóla á því um 200 þúsund km og 100 þúsumd km síðan hann tók það í gegn síðast.
Þetta eru alvöru bikerar ég segi nú ekki annað.Þá komum við til Ísafjarðar og gistum þar eina nótt.

Daginn eftir fórum við svo á Flateyri og Þingeyri það var verið að gera við veginn niður til Suðureyrar svo við slepptum því að fara þangað.Svo fórum við auðvitað í Hnífsdal og skoðaðuðum húsið sem langafi minn átti og þaðan í Bolungarvík.
Þegar þetta allt var afstaðið var tankað og haldið til baka. Fjögur úr hópnum fóru Þoskafjarðarheiðina til baka niður í Bjarkalund þar sem við gistum aftur síðustu nóttina en ég og Anna mín fórum malbikið eins og áður ég verð að koma því að við vorum 15 mín á undan þeim en heiðin var mun styttri en öll á möl.
Á sunnudeginum var svo haldið heim á leið eftir alveg frábæran túr í góðu veðri og góðum félagsskap.

Kv.S.A. Ps myndir í myndasafni.

Read 7058 times Last modified on Tuesday, 07 August 2012 21:40