Wednesday, 01 November 2017 18:39

Er nokkur á lífi hérna

Er nokkur á lífi hérna, eða eru allir bara komir í vetrar ”gírinn”

Eins og oft áður þá er rétt að byrja bullið með einhverju bulli ekki rétt, en SKO þessir þrír sem lesa þessi skrif aftur og aftur (ég, formaður og gjaldkeri !!) svo teljarinn sýni að heimasíða vor sé skoðuð !!

Á þessum tíma árs er besti tíminn til að kaupa mótorhjól og allan þann búnað sem fylgir mótorhjólakaupum svo við skulum skoða hvað ber að hafa í huga:

  1. 1.Rétta fyrirmyndin, fyrir þessa yngri sem ekkert vita þá er þessi mynd af ofurtöffaranum Steve Mcqueen (sko ég gæti líka sett inn mynd af formanni vorum en ég vill ekki skyggja á ímynd Steve).

steve

  1. 2.Það er stutt í sumarið munið það, jólin svo er bara komið vor. Þú ert búin að dvelja inní járnbúri, jafnvel með aðstoðarökumanni bæði frammí og jafnvel afturí (eiginkona og tengdamamma !!). Þig er farið að dreyma um vindinn í andlitið og engin að segja þér til hvernig er best að fara í Costco ! Einfaldleikinn bíður þín handan við hornið, bara þú og hjólið. Já bara við að skrifa þessi orð sé ég fyrir mér mann á hjóli sem ekur á nákvæmlega 70 km hraða á klst. í átt til Bessastaða, en ég er á sama hraða, en skrýtið það tekur mig miklu miklu lengri tíma að komast sömu leið, en það er nú önnur saga. Hverjum langar ekki að vera eins og Steve í Great Escape eða Brando í The Wild one, báðir á breskt er best !! Eða á bláa besta hjólinu frá Súkkulandi.

 

  1. 3.Jæja aðeins niður á jörðina. Hvað kostar þetta ævintýri og draumar. Fyrst er það gripurinn sjálfur, hann er dýr, en eitt gott að hér á landi er eflaust lang besta verðið í dag allavega, offramboð og verðin eftir því. Svo er það líka hvaða græja hentar þér best, er það “hippi” “racer” eða “touring”, allt smekkur og “allir” hafa rétt fyrir sér hvaða græja hentar best. Svokallaðir hippar hafa verið mjög vinsælir hér á landi, enda eðlilegt því hver vill ekki hjóla með hátt stýri, standpedala við framdekk og ökumaður situr eins og hann sé að biðja til guðs í lazy-boy stól, já alveg eins og þessar ofurhetjur á kappaksturbrautunum=smá grín !! En hjólið eitt og sér er alls ekki allt það sem við þurfum. Nei það þarf að tryggja gripinn og ef þú ert bara venjulegur eignalaus maður og með ekkert í tryggingu, þá kostar oft tryggingin það sama og hjólið eða jafnvel meira. Nema “pabbi” (já já mamma) taki trygginguna á sig. SKO eins og allir vita þá verður þú betri ökumaður eftir því sem þú átt meiri pening og tryggir mikið !!

 

  1. 4.Hvað þarf ég að kaupa til að getað notað nýju græjuna ? Allavega hjálm, það er víst lagaleg skylda að nota hjálm. Það vita það “fáir” að eitt af því fáa sem er gott að verja vel er hausinn á þér. Hægt er að fá ódýra hjálma og gæðin eru mjög oft í samræmi við verð. Kjálkahjálmar eru vinsælir hjá mörgum, en mjög fáar tegundir kjálkahjálma standast í raun kröfur um öryggi, þó þeir séu með alls konar merkjum um öryggi. En lesið ykkur til um gæði og líka hvað viðkomandi hjálmur er hljóðlátur.

 

Ekkert er eins leiðinlegt og þreytandi eins og vindgnauð í eyrum þínum nema kannski ræða stjórnmálamanns !! Svo er það jakki, buxur, skór, hanskar, brynja, regnföt og já þeir sem vilja halda sér við leðrið (real bikers !!) þeir kaupa sér oftast í laumi líka “snjósleðagalla” =goretex. Allt kostar þetta fullt af peningum. Hægt að kaupa notað, en kaupið aldrei notaðan hjálm, jafnvel þann sem sagður er lítið notaður.

 

Ekki má gleyma að tíska hefur áhrif að þannig að undanfarið þá hafa hjólamenn fengið sér “sérstakar” gallabuxur sem og jafnvel t.d. vaxjakka með rétta “lúkkinu”. Ekki má gleyma sólgleraugum sem eru nauðsynleg og þá sérstaklega að vori og hausti.

 

  1. 5.Viðhald (nei ekki svoleiðis viðhald) á mótorhjóli er oftast ekki mikið fyrstu árin, en það þarf allavega að skipta um olíu og síu, svo eru það hjólbarðar sem eru nær oftast dýrir og munið kaupið ekki gamla ónotaða hjólbarða, skoðið ástimplað ártal hjólbarðans. Svo eru það keðjur og tannhjól, smyrja þarf keðjur á mótorhjólum reglulega. Nema þið kaupið ykkur “eðal” hjól eins og BMW með drifskafti, eða Harley með reim. Viðgerð á drifskafti kostar líka, hvað þá reim á Harley þ.e.a.s. með skiptum (allavega flest Harley hjól). Ef við getum ekki gert við sjálf, jafnvel ekki skipt um olíu og síu, þá er þetta dýrt úthald, eðlilega er ekkert ódýrara að gera við mótorhjól frekar en bifreið.

 

  1. 6.En hvaða hjól á ég að kaupa og hvernig á ég að meta það hvað hentar mér. Hér á landi er sú hefð eða vitleysa að ekki má prufa mótorhjól nema þú sért búin að kaupa það. Þannig að þeir sem eru nýir í þessu skemmtilega sporti verða að mynda skoðun sína á orðum annarra. Hvort sem það er munnlegt eða skriflegt. Sá sem leiðbeinir þér munnlega má ekki vera blindaður af tegundum (tel ég), hann/hún ætti að hafa nokkuð langa reynslu af akstri og notkun mótorhjóla (þar með viðhaldi). Ekki er nóg að eiga mótorhjól og hafa haft próf lengi, nei ekkert skilar eins miklu og reynsla. Það sem ég hef upplifað að þeir bestu hafa reynslu í bæði utanvega akstri sem og götuakstri. Ekið við alls konar aðstæður, malbik, möl o.s.frv.

 

 

 

  1. 7.Sko allt ofangreint er bull=Breskt er best !!

 

Ritari er óþekktur og vill alls alls ekki að þeir sem lesa allt ofangreint setji eitthvað inná heimasíðu vora, nei ekki gera það, réttur vettvangur er að sjálfsögðu “fésið” þar er hægt að lesa allt viturlegt um já allt ekki rétt eða þannig SKO !

 

Read 778 times