Wednesday, 05 April 2017 18:44

Rétt leið til að Selja mótorhjól !

Ekki fyrir svo mjög löngu auglýsti eigandi Sússsúkíí hjólið sitt og þetta var meira að segja Bandító 1200 semsagt hið fullkomna mótorhjól. En ekki var mikill áhugi á þessu hjóli, skrítið miðað við að eins og við vitum öll að þetta er ekki bara besta hjólið heldur langbesta hjólið !!

En hvernig sem eigandi besta hjólsins reyndi þá var ekki mikill áhugi, hann jafnvel lækkaði verðið, hann fékk nokkur tilboð en þau voru öll langt undir eðlilegu verði fyrir besta hjólið. Já þetta voru bara dónatilboð, því hjólið var meira segja með nýjum hjólbörðum og alveg nýrri olíu, já ekki dónalega að fá besta hjólið tilbúið til notkunar.

Það eru liðnar nokkrar vikur og já jafnvel nokkrir mánuðir frá því besta hjólið var auglýst og enn eru þetta bara “heimsk” tilboð frá mönnum sem aldrei hafa átt SússsúKíí og hvað þá Bandító og skilja þetta bara ekki, (hugsanlega ætti að halda fræðslufund um ágæti þessara hjóla !). Þar sem þetta er bara bullsaga þá er ekki vitað um líðan eiganda besta hjólsins, leið honum ílla og var orðin vonlaus, nei örugglega ekki því hann á enn Besta hjólið ekki satt.

Svo var það eitt kvöldið að haldin var fundur hjá besta klúbb heimsins og þarna átti að fara yfir liðið ár, t.d. hvað hafi verið gert, ferðalög, samkomur og skemmtanir, reikningar ársins og allt var þetta eins og árið á undan: FLOTT. Svo var komið að kosningu stjórnar (hvað kemur þetta sölu besta hjólsins við !!!) og undur og stórmerki hún stóðst áhlaup manna sem vildu í stjórn eða þannig !!

En þar sem mönnum stundum leiðist á svona fundum þá fór í gang umtal um besta hjólið og það væri eitt svoleiðis til sölu, menn lifnuðu við, nú var eitthvað að gerast á fundinum góða og reyndar varð aðal umtalið um af hverju menn væru nú yfirleitt að selja svona eðalgripi, það ætti aldrei að gera. Eins og alltaf eru allir með “snjallsíma” og fóru að skoða myndir af þessum glæsilega Bandító sem var reyndar ekki í rétta litnum. Fljótlega sagði einn fundarmanna (sem telur breskt best og hefur því ekkert vit á mótorhjólum): Þetta eru frábær kaup og glotti, næsti maður sagði já algjör snilld og fljótlega voru menn farnir að senda skilaboð á eiganda besta hjólsins, skilaboð þessi innihéldu tilboð í besta hjólið en frekar lág tilboð. Sá sem á bara ónýt hjól (Bresk) sagðist ætla að kaupa Besta hjólið því formaðurinn (nýkjörin með eins atkvæða mun !!) hefði sagt honum að Sússsúkíí laus maður væri eins og pu%&ulaus gleðikona. Leikar æsast og nú er stór hluti fundarmanna farnir að gera tilboð og allt í einu er besta hjólið orðið “mega” eftirsótt. Ekki er vitað hvort Sússsúkíí Bandító hafi selst þetta kvöld en máttur umtalsins virkaði: Einn segist ætla kaupa og ekki líður á löngu þangað til öllum langar í besta hjólið.

Niðurlag: Munið bara ef þið ætlið að selja hjól þá að biðja einn félagann um að segja frá áhuga sínum að kaupa gripinn og helst að fá tvo sem segjast ætla að kaupa græjuna og það er öruggt að fljótlega vilja nær allir eignast: Besta hjólið !!

Höfundur er óþekktur (því hver vill setja nafn sitt við svona bull).

bandit 1200

Read 1210 times