Thursday, 30 March 2017 18:44

Ekki til betra Mótorhjól !!

Söguhetjan sem heitir Victory John er búin að kaupa sér draumhjólið, fram að þessu hefur hann sagt öllum sem nenna að hlusta SKO Súúúsúkíí er í lang besta mótorhjólið í heiminum, enda allt gott sem kemur frá hrísgrjónalandi og toppurinn kemur að sjálfsögðu frá Súúúsúkíí ! Victory John hafði meira segja einu sinni leigt sér hjól framleitt í landi mannsins sem ætlar að bjarga Mexícó frá USA ! Eftir að hafa hjólað á þessari framangreindu loftpressu í nokkra daga þá sagði hann, uss uss hver í andskotanum dettur í hug að framleiða svona endemis drasl og bætti við ég fæ í bakið um leið og ég sest á þetta, sætið er alltof mjúkt, stýrið alltof hátt, meira segja eru ekki standpedlarar á þessu járnadrasli nei heldur bara svona gangstéttir, já meira segja útvarp, hver í fjandanum þarf útvarp sem ekur mótorhjóli ??!!

H-D -2

Þessi rúmlega vikuleiga á þessu handónýta drasli hafði þau áhrif að Victory John fór á heilsuhæli fyrir eldri borgara svona svipað og heilsuhælið í Hvergerði, en var vísað í burtu eftir þrjá daga því hann talaði stanslaust um Súúúsúkíí já meira segja uppúr svefni, einnig var hann nappaður við að fá sér hamborgara í næsta nágrenni meðan hann átti að borða bara “rissóttó” og kál !!

En nú hefur söguhetjan stolist til að vera á netinu í nokkuð langan tíma, konan hans hélt meira segja að hann væri að skoða einhverjar vafasamar síður (varla á hans aldri). En nei hann var að skoða hjól framleidd (að sögn) í guðs eigin landi þar sem allt er stórt og nær allir geta orðið forsetar. Já hann var enn sannfærðari eftir að hann heimsótti fræga bensínstöð þar sem réði ríkjum maður sem átti Eina Rétta hjólið. Þessi eigandi bensínstöðvarinnar var í raun “prestur” þ.e.a.s. hann boðaði hina einu sönnu trú: H-D trúna !! Annað væri villutrú og þeir sem trúðu öðru voru bannfærðir, meira segja var þeim sem óku öðru en einu réttu tegundinni bannað að leggja við bensínstöðina, allavega þá þannig að ekki sæist til hjólanna frá bensínstöðinni, sem kölluð er H-D Heaven.

H-D-3

Victory John hafði lagt SúúúSúkíí hjóli sínu í nokkurri fjarlægð frá H-D Heaven og gekk varlega að bensínstöðinni því eins og vitað er þá á “presturinn” mikið af vopnum og hikar ekki við að nota þau við rétt tækifæri (villutrúarmenn ??!!). Victory John lét sig hafa það að ganga inná bensínstöðina og biðja um kaffi og spurði um leið er eigandinn við: Svarið var kaffið kostar fyrir þig 10 dollara, en ef þú værir réttrar trúar fengir þú það frítt !! Victory John endurtekur spurningu sína: Er Hann við ?? En var varla búin að sleppa orðinu þegar Hann gengur inní afgreiðsluna og segir: Ertu komin til að taka boðskapnum ??!!! Victory John horfir í augu Hans sem er í raun erfitt því Hann horfir alltaf í hinar ýmsu áttir enda í sambandi við H-D guðinn, en segir JÁ ég vill sannfærast og taka hina einu sönnu trú !!

H-D-4

Ekki segir meira af þessu samtali Victory John og “prestsins”, en ekki mörgum dögum síðar sést maður klæddur hettupeysu og með sólgleraugu ganga inní eina rétta umboðið og panta sér það sem sumar kalla pysluvagn eða ísskáp, en heitir víst Touring H-D. Þessi hjól koma með svo mörgum vindhlífum að stæðstu skútur eru ekki með eins mörg segl, svo eru þau með gangstéttum, hita í handföngum, hita í sætum, svo mikið af töskum að kona Victory John verður örugglega hér eftir með í öllum ferðalögum. Hjólin koma líka með útvarpi, talstöð og blá tönn, þannig að þú getur verið í sambandi við allt sem nema kannski almættið ! Þegar Victory John spyr hvort önnur mótorhjól eins og t.d. SúúúSúkíí séu tekin uppí kaupverð pylsuvagnsins er horft á hann eins og hann sé ekki með allar tengingar tengdar og sagt: NEI en ekkert mál að fara með “þetta” í næstu endurvinnslu !!

H-D-5

Dagurinn er runninn upp og Victory John er búin að ná í eina rétta hjólið og nú brunar hann hraðbrautina með græjurnar í botni og hlustar á góðan blues með Muddy Waters og Robert Johnson. H-Dinn og hann eru eitt, Victory John hugsar: Af hverju er ég ekki fyrir löngu búin að gera þetta, það horfa allir á mig, ég er líka klæddur í “chaps”, leðurjakka merktan einu réttu tegundinni, með kögurhanska, opin hjálm og H-D gleraugu, skó, já meira segja H-D bol. Hjólið er fallega blátt og smá svart, krómið er svo mikið að Victory John fær glýju í augun eins gott að vera með H-D sólgleraugu. Victory John hugsar hlýlega til “prestsins og einnig rugludallsins sem segir að: Breskt sé best, sem hafði einnig sagt honum að H-D væru bara alveg jafn góð hjól og önnur jafnvel Bresk !!

Jafnvel H-D-1

Leiðin liggur heim til Victory John því konan bíður og þau ætla í ferðalag, kona hans hafði fyrir löngu síðan sagt honum að þessi hjól væru lang bestu ferðahjól í heimi, frábær sæti, enn betri hljómflutningsgræjur, meira segja GPS, svo mætti taka með átta skópör, fullt af fötum og jafnvel hárblásara og straujárn, já allt sem konur þurfa að taka með sér í ferðalög. Victory John er búin að slá í gegn ekki bara heimafyrir Nei einnig í klúbbnum sínum sem telja hann sé nú maður með mönnum, reyndar hefur Victory John ekki sagt þeim að hann yfirgefi þá fljótlega því hann verði að ganga í rétta trúarhópinn H-D. En hverju skiptir það þegar maður á H-D.

Jafnvel H-D

Höfundur er algjörlega óþekkur + T

H-D

 

Read 999 times