Print this page
Sunday, 12 March 2017 11:24

Aldurinn

Aldurinn

(smá bullsaga sem getur átt við hvern sem er: Ekki satt !)

 

Ég hef og verð sá sem ekur hraðast í mínum eðal klúbb. Ég er bara lang bestur ekki spurning, ég hef meira segja átt SúúúSúkíí, ég hef átt fullt af hjólum, ég hef átt jafnvel mörg í einu. Ég hef farið í mjög margar ferðir með klúbbnum mínum og ég enda alltaf fyrstur, enda er ég bestur ekki satt !!! Ég nenni alls ekki að aka alltaf á löglegum hraða, já hver eiginlega gerir það, nema þá þeir sem eiga hægfara hjól.  Á þennan máta hef ég ekið öll þau ár sem ég hef átt mótorhjól (ég er nú ekki gamall).

Ég er langbestur

Ég man sérstaklega eftir einni langferðinni með klúbbnum mínum en við félagarnir fórum til vestfjarða. Ferðin vestur var frekar leiðinleg því oftast var ekið á nær löglegum hraða eða rétt um hundrað og hver eiginlega nennir því, ekki ég allavega, en ég lét mig hafa það vestur. Við nutum okkar vel þarna fyrir vestan og skoðuðum mikið, aðeins fengið sér í tána og borðaður góður matur í góðum félagsskap.

Hné niður hvað

Helginni er lokið og haldið skal heim á leið og menn halda hópinn til að byrja með, en ég (uss hvað er búið er að skrifa oft ÉG !!) en “ég” nenni þessu ekki til lengdar, það er skrúfað hressilega uppá rörið, enda er ég á alvöru hjóli, fjórir strokkar og sex gírar, ég er með nýtt stýri sem hentar betur en standard “clip-ons”. Hraðinn eykst og fljótlega sé ég rétta tölu á hraðamælinum 200 og nú erum við að tala saman, enda bjóða vegir okkar vel uppá þennan hraða !! Það eru nokkrir sem reyna að elta mig, en ég er bestur og því fljótlega eru það aðeins tveir sem sjást í speglum mínum. Umferð er nokkur og því þarf ég að taka nokkuð oft framúr hægfara blikkbeljum, með liði sem er að tala í símann eða að borða pulsur, já þetta “blikkbeljulið” fer ekkert eftir lögum skal ég segja ykkur !!!

Reykur

Fyrsta stoppið og ég þarf að setja bensín á hjólið, enda eyðir það nokkuð miklu þegar ekið er á “réttum” hraða ekki satt !! Ég er ekki búin að vera lengi þarna á bensínstöðinni þegar nokkrir félagar mínir renna í hlað, þeir horfa til mín og einn þeirra glottir svona góðlátlega og spyr: Ertu nýkomin ??!! Ég hugsa með mér “ég” læt þessa gæja ekki gera grín af mér, ég ætla að taka hressilega á því að næsta “pissustoppi” !! Ég spjalla lítilega við félaga mína og þeim fjölgar ört, þeir hafa allir ekið á ólöglegum hraða, uss fara menn ekki eftir lögum !!!

 

Ég prjóna frá bensíntöðinni og gef “græjunni” hressilega inn, það er fallegt veður og ég og hjólið erum í góðum gír. Ég horfi í baksýnisspeglana og sé að það eru þeir tveir sömu sem reyna, já þeir reyna að elta mig !! Fallega talan er komin á hraðamælinn og hraðinn eykst, bílar flauta á mig þegar ég ek framúr, já jafnvel nokkrir sem koma á móti blikka aðalljósum sínum, en ég hef ekki áhyggjur af því, nú er lífið gott og hraðinn réttur, beygjur eru einu vandamálin því jafnvel ég ek ekki í gegnum þær á 200+. Eina sem hindrar mig í því að fara í 300 er að vindhlífin á hjólinu er ekki mjög stór og það tekur vel í að halda sér í stýrið. Mikið er gaman að lifa og það er ekki langur tími þangað til ég kem að næsta stoppi. Ég tek af mér hjálminn og horfi í kringum mig, því ekki er hægt að skoða mikið þegar ekið er á “réttum” hraða, þetta er fallegt svæði, jafnvel bensíndælur skemma ekki útsýnið. En hver andskotinn þarna koma þeir tveir fyrstu, þeir hafa ekið á kolólöglegum hraða, þeir renna í hlað og enn og aftur spyr sá sami: Ertu nýkomin og brosir enn meira !!

Hver er lang lang bestur

Ég er komin til byggða og Mosfellsbær blasir við, svo er það aðeins lengra útá nesið mitt, þar bíður örugglega mín örugglega góður matur þegar ég kem heim og þetta hefur verið gott, ég er varla búin að sleppa þessum hugleiðingum þegar einn af félögum mínum fer framúr mér á ólöglegum hraða, já menn kunna ekki mikið í umferðareglum þessa lands !! Ég eins og venjulega ek rólega og ætla mér að komast öruggur heim. Nú er bara að bíða næstu ferðar.

Prjón 

Niðurlag: Það eru nokkrir mánuðir síðan ferðin var farin og ég er búin að kaupa mér hjól með tveimur hliðartöskum og topptösku einnig, það er meira segja rafmagnsrúða á hjólinu og þetta er svona hjól eins og löggan yrði ánægð með þ.e.a.s. hentar vel fyrir eldri borgara og þá sem vilja ekki fara of hratt, já ég tel að ALDURINN sé að færast yfir og hér eftir verð ég örugglega ekki fyrstur í lok ferða, heldur ferðast með “heldri/eldri” mönnum þar sem algjör hámarkshraði er 110 km klst, en Ég er enn bestur !

Höfundur er óþekktur !!!!!!

Read 1877 times Last modified on Monday, 13 March 2017 18:31