Monday, 27 February 2017 17:34

Sannar sögur # 3

 

Vindurinn í fangið og malbikið og hjólið eru eitt, ég á götuna, engin getur vitað um líðan mína nema eigandi Yamaha, það er ekki til annað mótorhjól það veit Yamma eigandinn sem og allir aðrir eigendur mótorhjóla, aðrar tegundir eru bara eftirlíkingar ekki satt ??!!!!!) Ferðin hafði hafist í Hafnarfirði að vanda og ein söguhetjan (Yamma eigandinn) hafði ákveðið að farið yrði sem leið liggur til Þorláks/Stokks /Eyrar bakk/hafnar og þaðan á Selfoss til að fá sér pylsu og kók. Vel er mætt í þessa hópferð og þar á  meðal er Kawa eigandi einn sem ekur um á nýuppgerðu hjóli, en sagan segir að þessi Kawi sé reglulega enduruppgerð af fagmanni í Keflavík, þ.e.a.s. alltaf þegar fagmaðurinn ætlar sér í sólarfrí ásamt fjölskyldu sinni, Kawar þurfa reglulegt eftirlit og uppgerðir, þessi uppgerði Kawaeigandi hefði betur keypt sér Yamma, reyndar hefði þá fagmaðurinn aldrei komist í sólarfrí.

Smá framhald af byrjun hópferðar: Eins og vanalega var tilbúið kaffi og kók, ásamt smá meðlæti fyrir félaga, alltaf allt klárt að vanda hjá gjaldkera vorum sem eins og allir vita heldur þessu félagi gangandi með smá aðstoð formanns !! Kawaeigandinn gengur milli manna og reynir að tala við þá, en hann skilst ekki vel því hann elskar meðlætið sem boðið er uppá (alltaf með munninn fullan!!) er notað vel, Kawaeigandinn hefur lært þetta af einum af félögunum sem segir stöðugt: Allt frítt er gott, (ath. sá ekur um á breta). Áður en lagt er í hann þá ákveður Kawaeigandinn að taka með sér smá nesti t.d. kók og kleinur, enda er þetta langt og strangt ferðalag sem liggur fyrir höndum ! Kawaeigandinn er eins og venjulega nýrakaður og ilmar eins og nýklippt rós, já hann vill vera í stíl við nýuppgerða Kawann.

Hópurinn stillir sér upp og þarf aðeins að bíða eftir Kawaeigandanum því hann hafði verið að spyrja nær alla félaga sína hvað myndi fara í bensín í þetta langa ferðalag, einnig tekur það hann smá tíma að koma sér fyrir á nýuppgerða Kawanum því kókdósir og kleinur fara ekki vel í vasa. Hópurinn leggur af stað og eins og hefðin er þá er formaður fremstur og síðan gjaldkeri, eflaust er þessi á bretanum framarlega, því hann vill alltaf vera sem næst formanni sínum !! Ferðin gengur vel og hópurinn nær að halda sér í þéttum hóp, enda allir með augun á fararstjóra. Farið er um Þrengsli og hraðinn er mjög þægilegur svona rétt rúmlega 100 km á klst, já umferðarhraði eins og alltaf (þó sumir segi annað en það er nú eldri saga !!). Ekið er framhjá afleggjara að Þorlákshöfn því engin á erindi þangað nema þegar haldið skal á Suðureyjuna þ.e. lengri leiðina, stefnan tekin á Stokkseyri en markmiðið er Selfoss þar sem einu sinni bjó Snigill nr. 1, en hann hann síðan kveikti á perunni og flutti í Hafnarfjörð en það er nú allt önnur saga.

Pysluvagn Selfoss (já þessi rétt hjá brúnni frægu) blasir við og hópurinn raðar hjólum sínum fallega í nágrenni við þennan fræga matsölustað, nema bretaeigandinn hann vill alltaf leggja sér, kannski vill hann ekki skyggja á önnur hjól, hver veit ??!! Menn eru mislengi að leggja hjólum sínum, en fara jafn óðum inní pylsuvagninn og panta það sem þeim langar í, enda svangir eftir þetta langa ferðalag. Sumir fá eina pylsu og kók, meðan aðrir fá sér tvær og jafnvel þrjár pyslur.

Það er komið að þeim nýrakaða þ.e. eiganda nýuppgerða Kawans og hann spyr eina stúlkuna í afgreiðslunni mjög svo lágt, já svo lágt að hundur hefði ekki heyrt til hans: Áttu sprungnar pylsur ?? Ha segir stúlkan og segir viltu pylsu ?? Nei áttu sprungnar segir Kawa eigandinn aðeins hærra ! Ha segir stúlkan eina með öllu ?? Nei áttu sprungnar pylsur fyrir hundinn minn segir Kawaeigandinn nú alltof hátt svo allir heyra !! Stúlkan svona brosir og segir: Já það eru örugglega til þó nokkrar gamlar sprungnar pylsur til handa þér. Sá nýrakaði brosir útað eyrum og segir við þá sem bíða eftir afgreiðslu: Sko ja ha sko ég á hund sko !! Stúlkan kemur fljótlega með þó nokkrar pylsur í höndunum og heldur á þeim með svona einnota plasthönskum, réttir Kawaeigandanum sem tekur við þessum allavega tíu pylsum og byrjar að raða þeim í vasana, skiptir ekki máli þó þær séu ekki innpakkaðar því hundurinn hans kvartar örugglega ekki þó þær séu aðeins skítugar !! Fyrir utan pylsuvagninn eru menn á spjalli og borða pylsurnar sínar og sötra kók með, menn ræða um daginn og veginn og mótorhjól. Sá nýrakaði sest á einn bekkinn þarna og tekur upp kókdós úr vasa sínum og byrjar síðan að borða mat hundsins, hundurinn verður örugglega mjög svekktur að fá engan pylsu í kvöldmatinn, þessari Kawaveislu líkur með einni kleinu sem kemur uppúr vasa þess nýrakaða. Menn ræða aðeins sýn á milli um hvenær sá nýrakaði hafi eignast hund !!

Ferðin er hafin að nýju og nú skal stefna á Hveragerði , þá Kambar á Hellisheiði, skemmtileg brekka með ágætum beygjum, allavega þegar búið er að sópa brekkuna af sandi og möl sem berst inná hana og þá sérstaklega á vorin. Þessi brekka sem er nokkuð fræg allavega í gamla daga þegar Kambarnir voru ómalbikaðir og í raun stórhættulegir, brekkan hefur þau áhrif á suma allavega að menn telja sig miklar ökuhetjur og aka hana upp á eitthvað hærri hraða heldur en stendur á leiðbeiningarskiltum sem staðsett eru með reglulegu millibili, en á þeim stendur æskilegur hraði í beygjum. En ekki fyrir Yamaha, þessi brekka var sérstaklega höfð í huga þegar það hjól var hannað, Yamma eigandinn vill leiða hópinn hratt og vel upp þessa hættulegu brekku og að sjálfsögðu fylgja félagar hans honum, ja allavega reyna það, en það eru ekki nema einn eða tveir sem ná að fylgja Yammanum, einn á utanvegahjóli og annar á konu Harley, en að sjálfsögðu komast þeir ekki framúr Yammanum, það hefur engin gert enn í þessum hóp og mun eflaust ekki gerast fyrr en einhver fær sér aflmeiri Yamma. En hvað er frétta af þeim nýrakaða á nýuppgerða Kawanum ?? Jú hann skilur ekkert í þessum vitleysingjum sem fara upp Kambana eins og þeirra bíði naktar meyjar á heiðinni.

Hann reynir að fylgja hópnum en nær honum ekki, þó hann sé þó nokkuð léttari áður en  hann lagði af stað frá Hafnarfirði (reyndar má benda á að hann var með þetta nær allt innvortis!!). Hann gefst fljótlega upp því Kawinn virðist ekki hafa áhuga á svona akstri þó hann sé nýuppgerður. Formaðurinn stöðvar næst við Rauðavatn til að kveðja hópinn sinn. Skömmu síðar kemur nýuppgerði Kawinn með þeim nýrakaða, sem stígur af hjólinu og spyr: Hvað er þetta ekki hópkeyrsla fyrir alla ?? Jú jú svara allir í kór og bæta við: einn leiðtogi einn hraði og menn brosa útað eyrum, þakka fyrir góðan túr, biðja síðan að heilsa hundi Kawaeigandans sem virðist eitthvað hafa gleymt nafninu á honum þegar hann er spurður, en kannski fáum við að vita það í næstu ferð.

p.s. meðfylgjandi er mynd af hundi Kawaeigandans og segir sagan að myndin sé tekin eftir að hundurinn hafði fundið pylsulykt af fötum eiganda síns en engar pylsur og því heimtað að fá að fara í næstu hjólferð.

Höfundur er óþekktur.

 

Read 1617 times