Monday, 20 February 2017 17:07

Sönn saga

Það var fallegt veður og sól skein í heiði, söguhetjan á Súúúsúkíí Bandító átti veginn, hjólið og hann voru eitt enda ekki hægt að finna betra eða fallegra mótorhjól þó víða væri leitað! Dagurinn hafði hafist á smá tékki á fallega hjólinu, vantaði nokkuð olíu, var keðja smurð og í lagi, öll ljós í lagi, já allt skoðað eins og vanalegt er hjá Súkku eigendum. Minn maður hafði ákveðið að fara einn í þessu fallega veðri og taka smá hring, fara til Grindavíkur og þaðan um Suðurstrandaveginn, fá sér smá snarl á Selfossi og síðan til baka um Þrastaskóg að Þingvöllum og Mosfellsheiðina heim, auðvitað var allt í fyrirfram ákveðnu plani, annað er óþekkt hjá eigendum SúúúSúkíí.

Ferðin gekk vel og lítil umferð á Reykjanesbrautinni sem og Grindarvíkurveginum. Söguhetjan stöðvar aðeins á bensínstöð í Grindavík svona til að tékka á öllu aftur því engin alvöru mótorhjólaeigandi sleppir því að skoða stöðu drifkeðju, smyrja hana og loft í hjólbörðum (eflaust betra að gera það í upphafi ferðar !!). Nú liggur fyrir að taka hinn margrómaða Suðurstrandarveg og minn maður hefur ákveðið að nú skuli losa sót úr Súkkunni.  Söguhetjan prjónar frá bensínstöðinni sem er eðlilegt því á planinu standa tvær ca. fimmtán ára stelpur og horfa með aðdáun á riddarann á Súkkunni (allavega fannst söguhetjunni það !).

Framundan er nokkuð beinn vegur og minn maður komin í efsta gír, kemur sér vel fyrir á sæti hjólsins, horfir á baksýnisspeglana og sér engin önnur ökutæki, engin fyrir framan og engin fyrir aftan. Nú er bensíngjöfinni snúið nokkuð hressilega og Súkkan tekur hressilega við sér, hljómurinn frá fjögurra strokka línumótornum er engu líkur, ekkert mótorhjól í heiminum hljómar eins fallega og Bandító, þetta er eins og að hlusta á fjóra tenóra taka fallega aríu, engin annar en Súkku Bandító eigandi getur upplifað þetta hugsar söguhetjan með sér.

Hraðmælir sýnir nú 180 km hraða á klst og það er nóg eftir, vegurinn virðist þrengjast og allt gerist hraðar, þetta er engu líkt ekki einu sinni kynlíf vekur slíkar tilfinningar (ath. ekki er vitað um aldur söguhetju !). En allt í einu (svipað og cotius interruptus) heyrir söguhetjan flaut já svona hjáróma bílflautu, hann horfir í baksýnisspegilinn og hvað er þetta, eitthvað grátt mótorhjól og ökumaður er með bleikan hjálm á höfðinu og virðist vera í svona kögur- leðurdressi. Já þessi á gráa mótorhjólinu meira segja veifar vinstri hendi og virðist vilja fara fram úr !! En minn maður á besta hjólinu ætlar sko ekki að láta eitthvað grátt ljótt mótorhjól fara fram úr sér (hann sá að þetta var ekki Súúúsúkíí). Hann gefur hressilega inn og Súkkan virðist fljótlega vera komin á “hljóðhraða” og nú ætlar söguhetjan að sýna þessum vitleysing með bleika hjálminn hvað alvörumótorhjól geta !!

 

En hver djöfulsins gráa brakið er komið að hlið Súkkunnar og ökumaður gráa hjólsins veifar nú eins og lítil stelpa á Bííbber tónleikum, já bendir líka á Súkkuna og aftur og aftur og síðan aftur á gráa brakið sem söguhetjan sér nú að er Harley Davidson V-Rod, sem er eins og allir vita hugsar söguhetjan með sér nr. eitt ekki alvöru Harley og það sem meira er að aðeins, dvergar, kerlingar og hommar aka um á V-Rod ! Súkkunni er gefið enn meira inn og söguhetjan veit að engin Harley í heiminum getur tekið Súúúsúkíí Bandító í spyrnu. Söguhetjan er hætt að horfa á hraðamælinn, nei bara einbeitir sér að akstrinum, hann er lagstur niður á bensíntank hjólsins, er búin að klessa hné sín að tanknum og jafnvel búin að leggja vinstri hendina þétt að hlið hjólsins. En enn og aftur er þetta skrapatól komið uppað hlið Súkkunnar og nú fer þetta andskotans , helvítis, djöfulsins brak fram úr Súkkunni og í sama mund skellur steinn eða eitthvað annað sem datt af þessu olíuleka skrani í hjálm söguhetjunnar !!

Mínum manni bregður mjög svo við þetta og snarhægir á Súkkunni og að lokum leggur söguhetjan Súkkunni sem lengst til hægri í vegkanti, drepur á hjólinu, tekur af sér hjálminn til að skoða hjálminn, sem er mjög svo nýlegur, já lakkið á nýja hjálminum hefur skemmst það er svona hálfgerð hola rétt fyrir ofan glerið og það sést í hvítt. Minn maður situr þarna og bölvar í hljóði þegar enn og aftur kemur þetta gráa Harley brak, þessi andskoti hefur snúið við og nú tekur þessi ökumaður með bleika hjálminn U-beygju fyrir aftan söguhetjuna, já meira segja spólar í hálfhring. Bleikhöfði leggur gráa Harley brakinu og stígur af baki, tekur af sér bleika ógeðið og þá sér söguhetjan að Harley ökumaðurinn er stórglæsileg ung kona, með ljóst hár en frekar stutt. Hún gengur hægum skrefum að Súkkunni með bleika hjálminn í vinstri hendi og stöðvar rétt við hlið Súkkunnar og svona “dæsir” og segir svona frekar hásri sexý rödd:     Ég ætlaði nú bara að spyrja þig hvernig ég kæmist í fjórða gír, því ég er á lánshjóli !!!

Höfundur er óþekktur.

Read 2573 times