Wednesday, 08 February 2017 16:46

Tvær litlar sætar sögur um mann sem heitir Sigurjón”geir”:

Einu sinni fyrir ekki löngu var smiður sem var að fara á eftirlau eftir að hafa  unnið við viðhald og viðgerðir í sama hverfinu í 45 ár . Daginn sem hann hættir hefur hann ákveðið að heimsækja alla viðskiptavini sína í þessu rólega hverfi. Allir vissu Sigurjón”geir” væri að hætta því hann hafði sagt öllum frá þessu og hvað hann ætlaði að gera þegar hann væri komin á eftirlaun, t.d. að hressa uppá Challangerinn sinn, en Sigurjón”geir” var Mopar maður í gegn, síðan ætlaði hann að nota meira Harleyinn sinn, fara oftar í ferðalög með konunni sinni á húsbílnum þeirra, en hjónin voru í klúbb húsbílaeiganda sem kallaður var Gómarnir.

Jæja þennan síðasta dag hringir hann bjöllunni á fyrsta húsinu og þar tekur á móti honum eldri kona sem kyssir hann á kinn og kveður hann með nokkrum fallegum orðum og einum skiptilykli. Næsta hús aðeins yngri kona og hún bíður honum uppá kaffibolla sem og kveður hann með handarbandi og réttir honum kaffikrús merktri Harley. Þriðja húsið þar fær hann einn bjór hjá ekkjumanni sem og er kvaddur með dagatali með myndum af húsbílum.

Þannig líður dagurinn og minn maður hann Sigurjón”geir” er komin með fullan bíl af dóti og fallegar minningar, síðasta húsið blasir við og Sigurjón”geir” man eftir að í þessu húsi býr ung kona verulega falleg og alltaf kurteis en frekar kuldaleg í framkomu. Hann hringir bjöllunni og hurðin opnast og þar stendur þessi fallega kona í mjög svo þunnum undirfötum og engu öðru, hún tekur í höndina á Sigurjón”geir” og leiðir hann inní svefnherbergi og þar upplifir Sigurjón”geir” það besta kynlíf sem hann man eftir, en hann er ekki ungur lengur og því sofnar hann eftir þessa einu bestu upplifun lífs síns. Þegar hann vaknar er komin morgun og hann finnur eggja og baconlykt í loftinu, hann fer fram í eldhús og þar stendur unga konan og er að klára að laga morgunmat, hún segir: heyrðu gamli farðu bara í sturtu og morgunmaturinn verður orðin klár þegar þú ert búin.

Sigurjón”geir” borðar morgunmatinn eftir góða sturtu og meðan hann er borða þá tekur hann eftir eins dollara seðli (sko þetta gerðist í USA !!) sem er snyrtilega lagður við hlið matardisksins. Sigurjón”geir” segir: Þetta er búið að vera stórkostlegt og ég á eftir að minnast þessarar stundar til æfiloka, en hvað er með þennan eins dollara seðil ???? Unga konan brosir fallega og segir: Í morgun þegar maðurinn minn var á leiðinni útum hurðina á leið í vinnu á Fordinum sínum þá sagði ég við hann: Hann Sigurjón”geir” smiðurinn okkar hér í hverfinu er að fara á eftirlaun og allir ætla gefa honum eitthvað í eftirlaunagjöf og hvað ætti ég að gefa honum ?? Maður ungu konunnar segir: Ah SCREW him, give him a dollar !!!

 

Sigurjón-geir smiður 

 

 

 

Einu sinni fyrir löngu löngu síðan var lítill strákur sem heitir Sigurjón”geir”, þessi strákur var duglegur strákur sem alltaf var að bralla eitthvað, gat aldrei setið lengi kyrr, alltaf að spyrja að einhverju og vildi alltaf verða fyrstur í öllu sem gert var.

Nú þegar þessi “sanna” saga gerist þá var Sigurjón”geir” byrjaður í skóla og þar sem annars staðar fannst Sigurjón”geir” allir hlutir gerast of hægt. Alltaf þegar kennarinn spurði einhvers þá var minn maður alltaf fyrstur til að rétta upp höndina til að svara. Kennarinn var kona á óráðnum aldri og frekar feiminn. Þessa kennslukona var orðin nokkuð vön því að Sigurjón”geir” væri alltaf fyrstur að rétta upp hönd ef einhvers var spurt. Einn daginn þegar kennslukonan var að reyna að kenna krökkunum reikning og það gekk alls ekki of vel, þá kom henni til hugar að koma með dæmisögu:

Hún segir: einu sinni var veiðimaður sem sá þrjár rjúpur sitja á grindverki og hann skýtur eina rjúpuna, hvað eru þá margar eftir krakkar ?? Sigurjón”geir” eins og vanalega er fyrstur að rétta upp höndina og segir: Engin !! Nei nei segir kennslukonan veiðimaðurinn skaut bara eina og þá eru eftir hve margar. Sigurjón”geir” svarar hratt: Sko hann skaut eina en hinar urðu hræddar við hvellinn og flugu í burtu !! Kennslukonan brosir og segir: Mér líkar hvernig þú hugsar Sigurjón”geir” minn en þetta er nú ekki svarið sem ég leitaði eftir.

Nokkrum dögum síðar er Sigurjón”geir” í tíma hjá kennslukonunni þegar hann réttir upp höndina og segir: Má ég spyrja þig spurningar kennslukona ?? Já já segir kennslukonan frekar óþolinmóð því Sigurjón”geir” var alltaf að spyrja spurninga og segir hvað er það: Sko það var þannig að á góðviðrisdegi sátu þrjár ungar konur á bekk og voru að borða ís, ein þeirra var að sleikja ísinn sinn, ein var svona á bíta í ísinn sinn og sú þriðja var að sjúga ísinn sinn, hver þeirra er gift spyr Sigurjón”geir” ?? Kennslukonan roðnar og svona hikstar og segir: Ætli það sé ekki sú sem er að sjúga ísinn sinn !!!! Nei nei segir Sigurjón”geir” það er auðvitað sú sem er með giftingarhringinn, en mikið líkar mér hvernig þú hugsar !!!

Borða ís

Höfundur er óþekktur á þessum sönnu sögum !!

Read 2612 times