Tuesday, 10 January 2017 09:28

Stefnir í stjórnarkreppu hjá Sniglum?

tekið af bifhjol.is

 

Eftir aðeins tvo mánuði verður haldinn árlegur aðalfundur Bifhjólasamtaka Lýðveldisins, Snigla. Bifhjol.is hóf því eftirgrennslan á hvaða stjórnarmenn/konur ætla að halda áfram eða hætta. Þá kemur í ljós að enginn af sitjandi fólki í stjórn eða varastjórn hefur hug að halda áfram störfum og stefnir því í alvarlega stjórnarkreppu innan Snigla. Ástæður þess að fólk er að hætta störfum eru af ýmsum toga, sumir hafa einfaldlega setið mjög lengi í stjórn og skilað sínu og telja að tími sé kominn til að hleypa öðrum að. Sitjandi stjórn vill því hvetja aðra til að bjóða sig fram til starfa svo ekki komi til þess að leggja þurfi samtökin niður. Sniglar sinna hagsmunagæslu mótorhjólafólks á Íslandi, meðal annars með þátttöku í Fagráði Innanríkisráðuneytis um umferðarmál auk þess sem að Sniglar eru aðilar að Samtökum Bifhjólasamtaka í Evrópu (FEMA). Sniglar standa líka fyrir vorfundi bifhjólfólks sem og árlegri hópkeyrslu bifhjólafólks, haldin 1. maí ár hvert. Kannski er því þinn tími kominn lesandi góður til að taka til hendinni fyrir bifhjólafólk í landinu?

 

Read 556 times