Friday, 21 October 2016 07:45

Bobber Bobber Bobber Bobber Bobber

Við að lesa ofangreint þá dettur flestum í hug hardtail grind (engin fjöðrun að aftan) með Harley mótor, eða Triumph grind sem búið er að eyðileggja og breyta í hardtail og aumingja Triumph mótorinn og gírkassinn þurfa að hristast meira en venjulega. Ég hef sagt í gríni og alvöru reyndar að hardtail væri aðeins fyrir alvöru karlmenn (af báðum kynjum “nóta bene”). Því hverjum langar til að láta mótor sem og veginn sem þú ekur um að hrista nýrun laus og/eða fyllingar í tönnum lausar !!

En nú hefur Triumph (bresk er best) auglýst að þeir séu búnir að hanna og framleiða alvöru bobber með hardtail útliti en samt fjöðrun, ja svona hálfgerð Harley softail eftirherma, ekki leiðum að líkjast eða hvað ??!! Þarna er á ferðinni hjól sem er í raun nýja vatnskælda T120 Bonneville hjólið, já já Harley er líka orðin vatnskældur !!

Þessi nýja Bobber græja mun koma á markað í byrjun næsta árs. Nýja græjan er þannig hönnuð að mótor er með meira tog heldur en orginal T120 hjólið, að sjálfsögðu með ABS sem standard, ride by wire bensíninngjöf, tvær aksturstillingar, hefðbundin og regnstilling. Sæti fyrir einn svo eigandi getur ekki tekið eiginmanninn með !! Flat stýri en hægt að kaupa alvöru aparólu ! sem og aðra aukahluti til að gera hjólið sitt.

Bobberar hafa verið til frá því ja fyrir of eftir seinni heimsstyrjöld og þá aðallega í USA þar sem menn tóku allt óþarfa dót af hjólunum sínum svo þeir kæmust kannski aðeins hraðar, eða datt þetta dót bara af útaf hristing !! Já þeir hjá Triumph munu meira segja bjóða uppá hituð handföng og “cruise control” þ.e.a.s. sem aukahluti. Hjólið er með lága ásetu 690mm (27.1”), hljóðið er sagt flott með standard hljóðkútum en hægt að kaupa sér aðra kúta, litaval er gott eða hægt að velja um fjóra liti. En látum meðfylgjandi myndir segja söguna til enda og gleymum ekki: Breskt er best (ja Súkkur er líka ágætar !!)

Stolið og stílfært af netinu

Óli bruni

https://www.youtube.com/watch?v=xU3mICpWXwM

 

bb2

 

 

 

bb6

bb4

 

bb5

 

bb6

 

Read 2159 times