Wednesday, 12 October 2016 21:36

Hjól framtíðarinnar frá BMW á 100 ára afmælinu

tekið af bifhjol.is

BMW er um þessar mundir að fagna 100 ára afmæli sínu með ýmsum hætti en BMW hefur reyndar aðeins framleitt mótorhjól frá árinu 1923. Mörg tilraunafarartæki eru kynnt á árinu og það nýjasta er framtíðarhjólið sem reynir að horfa 100 ár fram í tímann hvað mótorhjól áhrærir. Burðarvirki hjólsins og vélbúnaður breytir sér í takt við akstursaðstæður. Í akstri líkist “vélin” sem er algjörlega mengunarlaus hefðbundinni Boxer vél en þegar hún er ekki í notkun leggst hún saman eins og harmonikka. Þríhyrningsgrindin er án samskeyta og í henni eru engar legur. Hún beygist í akstri og stífnar við meiri hraða. Meira að segja stýrið er hraðanæmt sem og dekkin sem mýkjast þegar þess er þörf. Að lokum er gallinn sem ökumaður hjólsins notar er vélrænn og styður við ökumanninn í akstri, en á hjálmaglerinu er hægt að sjá helstu upplýsingar frá hjólinu, auk bestu aksturslína framundan.

Read 1007 times