Thursday, 22 September 2016 10:34

Frakkar lögleiða hanskanotkun á mótorhjólum

tekið af bifhjol.is

by       ·                            

 

screen-shot-2016-09-21-at-17-37-54

Frakkar leiddu í lög í dag að notkun mótorhjólahanska við akstur vélknúnna tvíhjóla er nú skylda. FFMC mótorhjólasamtökin hafa líkt og önnur mótorhjólasamtök hvatt til notkunar hlífðarfatnaðs en lagst gegn því að notkunin sé gerð að skyldu. Að sögn franskra yfirvalda eiga allir hanskar að uppfylla CEE staðla sem þýðir að þeir þurfi að uppfylla evrópska staðalinn EN 13594:2015. Lögleiðing hlífðarfatnaðar verður nú sífellt algengari í Evrópu, en notkun hanska, mótorhjólastígvéla, buxna og vestis hefur verið skylda í Belgíu síðastliðin tvö ár. Á Íslandi er notkun hlífðarfatnaðar einnig skylda en lögin tilgreina ekki hvað telst réttur hlífðarfatnaður. Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar hafa reynt að fá ákvæði um hlífðarfatnað í væntanlegum umferðarlögum í burtu. Á væntanlegum fundi Evrópusamtaka mótorhjólafólks (FEMA) í byrjun október verður fjallað sérstaklega um málið.

Read 3439 times