Print this page
Monday, 29 August 2016 17:40

Ný gerð vegmerkinga minnkar hættu á mótorhjólaslysum

tekið af bifhjol.is

Samkvæmt rannsóknum tekur 95% mótorhjólafólks aflíðandi vinstri beygju of innarlega, oft með alvarlegum afleiðingum. Þetta á sérstaklega við þar sem beygjan er blind og hættir bifhjólafólkinu til að láta hjólið fara yfir miðlínu vegar. Í Austurríki er verið að prófa nýjar vegmerkingar sem eiga að draga úr þessari hættu og fyrstu niðurstöður eru jákvæðar. Að sögn Klaus Robatsch, yfirmanns rannsóknarinnar er margt mótorhjólafólk með litla reynslu í dag. “Margir tóku prófið sitt fyrir nokkrum áratugum og hafa ekið bílum án slysa í mörg ár. Það er hættulegt að halda að það sama gildi þegar sest er uppá mótorhjól eftir langan tíma” segir Klaus. Í Austurríki létust 83 í mótorhjólaslysum árið 2015 og 4.100 slösuðust alvarlega. Tíu prófstaðir með merkingum eins og þessum hafa sýnt góðan árangur að draga úr slysum, en með því að setja hirngi við miðlínuna reynir mótorhjólafólkið að halda sig hægra megin við og þar með minnkar hættan verulega.

Read 2976 times