Print this page
Wednesday, 25 May 2016 17:32

Aldrei að segja aldrei ! Bara skrifað fyrir Sigurjón formann=Breskt er best

Formaður vor er búin að hringja í mig nær daglega og spyrja hvenær næsta grein mín um Breskt er best muni birtast á heimasíðu Gaflara, svarið er alltaf það sama: Það les þetta engin nema kannski þrír sérvitringar sem og að ég var hættur að skrifa fyrir sjálfan mig !! En aldrei að segja aldrei ! því nú kemur hér grein sem fjallar um alvöru hjól sem ekki væri dónalegt að eiga og það sem betra er það kemur frá Englandi, ræðum ekkert hvar þetta dót er framleitt frekar en t.d. Harley !!

R-inn 1 

Triumph Thruxton 1200 R 2016

 

Það hefur verið beðið lengi eftir alvöru “retro” café racer frá Triumph, já nokkuð lengi því þó gamli Thruxtoninn sé flottur og með ágætis afl þá vantaði nokkuð uppá að útlitið væri í samræmi við afl og aksturseiginleika og sagan segir að það væru aðallega eldri karlmenn sem ekki gætu ráðið við alvöru “racer” sem keyptu gamla Truxtoninn vegna útlits hjólsins, en maður þarf ekki að trúa öllu sem við lesum !!. Ráðamenn hjá Triumph hlusta á markaðinn og skynjuðu að þeir yrðu að gera eitthvað til að hanga í samkeppninni t.d. miðað við græjur frá Ducati, KTM og svo auðvitað Norton ja þeir sem hafa efni á þeirra hjólum (já já líka eitthvað frá Japan).

 

Nú er komið á markaðinn alvöru græja frá Triumph og þessi heitir Thruxton, kemur í tveimur útgáfum Thruxton og Thruxton R. Reyndar er hægt að fá nokkur önnur hjól í svipuðu útliti t.d. Street Twin, T120 og T120 Black ofl.

 

Nýi Thruxtoninn er alveg ný hönnun frá grunni, ný grind, nýr 1200cc vatnskælur mótor, R hjólið er með annan bensíntank, annað sæti, aðra fjöðrun ofl. ofl. ofl. Útlit og áseta gefa til kynna að þarna sé alvöru Breskur café racer á ferðinni og já ekki bara útlit og áseta, mótor, fjöðrun sem og bremsur eru “alvöru”. Prófanir sýna að góður ökumaður á Thruxton R leikur sér að la la ökumanni á plasttúpu frá ja Japan !

 

Þó Thruxtoninn sé vatnskældur þá er vatnskassinn mjög vel hannaður og fellur vel að hjólinu, það má hæla Triumph fyrir þennan flotta frágang. Eins og áður sagt þá er 1200cc mótor í hjólinu, sögð hestöfl eru 98 og togið er 83 pund fet, hjólið kemur með beinni innspýtingu og þessi innspýting er í útliti eins og gamlir blöndungar. Við ræðum betur um fjöðrun og bremsur, en margt annað hefur verið endurhannað með kúnnan í huga t.d. er þjónustu yfirferð (olíuskipti o.s.frv.) nú á 10þús mílna fresti. Allur frágangur frá verksmiðju hefur verið bættur verulega er sagt, þó hann hafi verið ágætur fyrir.

 

R-inn 3

Til að skilja R hjólið frá “bræðrum” sínum þá er R hjólið með annan gráðu halla á framgafli heldur en standard Thruxtoninn þó það muni bara 0.1 gráðu þá munar um það. (22.7-22.8). Thruxton R hjólið kemur með “clip-on” stýri og það er sagt alls ekki of lágt, Daytona pedala settið er heldur ekki of langt frá götunni þannig að menn sitja ekki alveg í “krippu”. R hjólið er líka léttara en standard Thruxtoninn það munar 23 lbs á milli hjólanna.

 

 

R Thuxtoninn kemur með Showa framdempurum og Öhlins að aftan og allt stillanlegt í allar áttir en standard hjólið kemur með Kayaba að framan og aftan. Bremsur eru líka betri á R hjólinu að framan eru tveir 310mm fljótandi diskar, bremsudælur eru fjögurra stimpla frá Brembo, en að aftan er 220mm diskur og tveggja stimpla dæla frá Nissin. Að sjálfsögðu kemur R-inn með ABS bremsukerfi. Hjólbarðar á R-inu eru frá Pirelli og kallast Diablo Corsa., felgur eru úr áli með teinum 17 tommu.

 R-inn 2

En nú er búið að telja upp allt þetta tæknilega en hvernig er að aka græjunni. Látum blaðamanninn segja frá. Ég hafði svona rétt prufað gæjuna og ekkert verið að taka á henni fyrri daginn sem prufurnar stóðu yfir, aðeins verið að kynnast nýju ástinni minni því eins og allir vita að fyrsta skiptið bara spenna og stendur alltaf stutt yfir (samanburður við eitthvað annað ??!!). En nú ákvað ég að taka á græjunni, lét hjólið hitna aðeins, hljóðið er alvöru jafnvel með standard hljóðkútum og síðan var tekið létt af stað og brosið var þegar komið því framdekkið fór strax frá jörðu þó lítið væri gefið inn. Þó skrítið sé þá snerist gamla græja meira því rauða strikið á snúningshraðamælir er í 7500 rpm, en það skipti engu máli því þetta nýja hjól er með yfirdrifið afl og tog, tekur vel við sér á öllu sviðinu og gamli Thruxtoninn yrði aðeins gömul minning í speglunum í samanburði ef hressilega yrði tekist á ef segja má svo. Fjöðrun er frábær sem og bremsur, já vörumerkin þó dýr séu eru vel þess virði, þvílík græja, brosið bara stækkaði og stækkaði með hverri mílu sem ekin var. Þó blaðamaður sé mjög vanur á brautum þá sagði hann að hann hefði aldrei getað notað allt sem R-inn bíður uppá, allavega ekki á þeim almennu vegum sem notaðir voru, þó malbik væri gott. Samanburður gamli og nýi Thruxtoninn: Gamli: latur-nýja hjólið: eins og þrautþjálfaður boxari í millivigt.

 R-inn 4

Hvaða hjól er hægt að bera þetta hjól saman við ? T.d. Ducati 900 Supersport eða Sport Classic, hugsanlega XR1200 Harley, en Thruxtoninn hefur samt vinningin því hann er bara öðruvísi og stærri karekter. Þú ert ekki bara að kaupa eitthverja ímynd nei þú ert að kaupa alvöru græju og hjólið er uppselt langt fram í tímann á mjög mörgum stöðum, skiljanlega því blaðaskrif hafa öll verið eins: Frábært hjól enda (BRESKT ER BEST).

R-hjólið kostar $14.500 í USA en standard Thruxtoninn kostar $12.500, ekki ódýr hjól en í samanburði við Ducati, KTM eða ja Harley þá kostar Thruxtoninn ekki mikið.

 

Svo er bara að panta græjuna, fá sér Belstaff jakka, réttar keflar gallabuxur sem og t.d. nýja Bell retro hjálminn, sá sem ekki veit hvaða skór eiga við framangreint spyrja bara formann vorn um hvaða skó hann hafi eignast síðast. Svona okkar á milli að lokum þá er ég búin að gráta á öxlina á eiginkonu minni: Má ég kaupa Thruxton R !!!!

 

Lesa má meira um allt tæknilegt á netinu.

Stolið og stílfært af netinu:

 

Óli bruni

 

R-inn 5

 R-inn 6

  

 

 

 

1200cc powerplant belts out nearly 100hp, and a soundtrack that begs to be listened too.

This bike shies away from direct comparison, whether that’s a Monster 1200S, FZ-09, R-NineT, or Street Triple. The riding equation negates any straight comparison, which is a toast to Triumph’s engineering and design department. And besides, Thruxton owners don’t care. Why? The Thruxton is successful enough to have created Thruxton-loyal owners, with their own unique needs and wants.

I can’t recall a bike that sufficiently nails the target audience with such perfection… that doesn’t have a bar and shield on it. The fact is this is the perfect second act for existing owners–the ultimate Thruxton. It has the same affable personality of the previous bike, with all the requisite go fast bits to make it quick enough to be fun and to truly exploit track days. It’s also improved dramatically enough over the previous model that you can’t just bolt Öhlins on your old bike and call it good.

 

Radiator barely in sight, classic lines still in check.

Verdict

Frankly, it doesn’t matter what I say. All dealer allotments are accounted for, and the bikes are well on their way to being sold out. My hot take rings hollow, my crow grown cold. To those owners, they will be nothing but pleased.

But to me, the Thruxton R takes a good thing and takes it slightly outside the realm of sanity, It’s a $500 pair of blue jeans. Yes, it looks the part, and it has heritage, a story, and a back catalog of men and women much more rugged and courageous than you, and even if an ounce of that washes off you’ll be the mountian man in your marketing department.

Its most impressive engineering feat is that it has made nostalgia a reality. This is a love letter to British superbike history, the burbling parallel twin bursting with character, the communicative handling, and the responsive brakes, without the leaks, creaks, and kickstarts of old.

This is not a trip back in time, but to a parallel dimension where the Bonneville never became retro, but became the standard.

 

 

|2016 Triumph Thruxton R

ENGINE TYPE|Liquid cooled, 8 valve, SOHC, 270° crank angle parallel twin

DISPLACEMENT|1200cc

BORE x STROKE|3.84" x 3.15"

COMPRESSION RATIO|11.0:1

MAXIMUM POWER|96 hp @ 6750 rpm

MAXIMUM TORQUE|82.6 ft.-lbs. @ 4950 rpm

FUEL SYSTEM|Multipoint sequential electronic fuel injection

EXHAUST|Chromed 2 into 2 exhaust system with twin chrome silencers

FINAL DRIVE|X ring chain

CLUTCH|Wet, multi-plate assist clutch

TRANSMISSION|6-speed

FRAME|Tubular steel cradle

SWINGARM|Twin-sided, aluminum - Clear anodized

FRONT WHEEL|32-spoke 17 x 3.5 in.

REAR WHEEL|32-spoke 17 x 5 in.

FRONT TIRE|120/70 ZR 17 - Pirelli Diablo Rosso Corsa

REAR TIRE|160/60 ZR17 - Pirelli Diablo Rosso Corsa

FRONT SUSPENSION|Showa 43mm USD big piston forks, fully adjustable 120mm travel

REAR SUSPENSION|Fully adjustable Ohlins twin shocks with piggy back reservoir, 120mm rear wheel travel

FRONT BRAKE|Brembo twin 310mm floating discs, Brembo 4-piston radial monobloc calipers, ABS

REAR BRAKE|Single 220mm disc, Nissin 2-piston axial floating caliper, ABS

SEAT HEIGHT|31.9 in. (810 mm)

WHEELBASE|55.7 in. (1415 mm)

RAKE|22.8º

TRAIL|3.6 in. (92 mm)

DRY WEIGHT|448 lb. (203 Kg)

FUEL CAPACITY|3.8 gal.

 

 

 

Read 3435 times Last modified on Wednesday, 25 May 2016 17:41