Print this page
Wednesday, 27 April 2016 15:16

Mik­il fækk­un slysa meðal bif­hjóla­manna

tekið af mbl.is


 

Varað er við reynsluleysi og hraðakstri á bifhjólum.

          Varað er við reynslu­leysi og hraðakstri á bif­hjól­um.           mbl.is/​Frikki      

Bif­hjóla­mönn­um, sem hafa slasast al­var­lega eða lát­ist í um­ferðinni, hef­ur fækkað um 68% á milli ára. Þetta kom meðal ann­ars fram á ár­leg­um vor­fundi bif­hjóla­fólks sem hald­inn var hjá Sam­göngu­stofu í gær.

„Rædd voru ým­iss mál er varða ör­yggi og hags­muni bif­hjóla­fólks en á fund­in­um sátu m.a. fyr­ir svör­um full­trú­ar lög­reglu, Vega­gerðar­inn­ar og Sam­göngu­stofu. Fund­ur­inn var opin öll­um sem láta sig mál­efni bif­hjóla­fólks varða. Sam­göngu­stofa kynnti sam­an­tekt slysa­töl­fræði árs­ins 2015 þar sem þung bif­hjól komu við sögu. Í kynn­ing­unni kom fram að fjöldi slasaðra og lát­inna öku­manna þungra bif­hjóla lækk­ar um­tals­vert milli ára. Má sem dæmi nefna að sam­an­lagður fjöldi al­var­lega slasaðra og lát­inna árið 2014 var 28 en er kom­inn niður í 9 árið 2015. Þessi fækk­un al­var­lega slasaðra og lát­inna nem­ur um 68% milli ára,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

Fram kem­ur að óhætt sé að segja að átt hafi sér stað já­kvæð þróun á und­an­förn­um árum varðandi fækk­un slysa meðal bif­hjóla­manna. Born­ar sam­an við fjölda skráðra bif­hjóla sýndu töl­urn­ar að fækk­un slys­anna sé í öf­ugu hlut­falli við aukn­ingu í fjölda skráðra þungra bif­hjóla. Er þetta rakið meðal ann­ars til auk­inn­ar vit­und­ar veg­far­enda um bif­hjól í um­ferðinni, fræðslu og upp­lýs­inga­miðlun­ar og fækk­un í nýliðun bif­hjóla­manna.

Read 2924 times Last modified on Wednesday, 27 April 2016 17:01